Heimskringla - 12.06.1930, Blaðsíða 6

Heimskringla - 12.06.1930, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA WINNIPEG, 11. JtTNI, 1930. HEIMSKRINGLA Bökunin tekur skemri tíma, minni iyrirhöfn og minna mjöl ef þér notið........... obmHood FI/OUR “Peningana til baka” ábyrgðin í hverjum poka 15 ^^obinhoodmii^, LlMITED .. —---------- Haraldnr Gnðmason Sögulng Sfcáletong* SIR EDWARD BULWER LYTTOH IV. BÓK frá Lundúnum því þar býr Edith álftarháls, hjá galdrakonunni geigvænlegu, frænkoniu sinni. Komir þú þangað að aflíðandi nóni, mátt þú þess vís vera, að þú sérð Harald ríða þá leið.” ‘‘Kærlega þakka eg þér, Gúðröður kunn- ingi,” sagði Ubbi, um leið og hann hélt leiðar isinnar, “og virð mér á berta veg ókurteisi mína, er eg hló að snoðkolli þínum, því eg sé að þú ert jafn vel borinn 1 kyn Saxa, eins og hver frjálsborinn þegn frá Kent. — Vemdi þig jafnan ailir heilagir.” Ubbi gekk hröðum skrefum yfir brúna. Guðröður, er var orðinn vel hreyfur af víninu, sneri sér glaðlega á hæli, til þess að lítast lum eftir einhverjum kunnugum í mannþrönginni er hann gæti fengið til þess að kasta við sig hlutkesti um stund, en það var þá mjög tíð- kað manna á meðal. Eigi hafði hann fyr snúið sér við, en hinir tveir áheyrendur þeirra félaga, er höfðu dreg- ið sig í hlé, í skugga laufboganna, stigu í bát einn, er þeir höfðu gefið hljóðlátt merki lum að leggja að fljótsbakkanum, og létu róa sig yfir um fljótið. Þeir mæltu eigi orð frá vorum, fyr en þeir stigu á land hinumegin. Þá dró annar þeirra hettu sína á bak aftur, og kom þá í ljós hið hvassa og drembilega andlit Al- geirs. “Heyrt hefir þú nú, sendiboði Griffiðs,” sagði hann beisklega, að Haraldur metur svo lítils eiða konungs þíns, að hann hyggst að víggirða landmærin gegn honum. Einnig heir þú heyrt, að einungis eitt mannslíf, er eigi er seigara en sefið við fætur þínar, stend- ur í vegi fyrir þeim manni, á leið hans að hásætinu, er einn enskra manna hefir nokkx*u sinni megnað að kúga tengdason minn til þess að sverja trúnaðareiða Jávarði konungi.” “Bölvuð sé sú stund,” svaraði hinn, og var auðheyrt á máli hans, og auðséð á guil- meni því, er hann bar um hálsinn, og á sér- kennilegum hárskurði hans, að hann var mað- ur velskur. “Aldrei myndi eg því trúað hafa, að hinn ágæti sonur Lewellyns, er skáld vor hafa sungið meira lof en Hróðreki Mawr, myndi nokkru sinni viðurkenna að vald Saxa- konungs næði til Kumrafjalla.” “Óviturlega talað, Marviður,” sagði Al- geir, “því vel veizt þú, að aldrei hefir velskur maður talið það blett á sæmd sinni, að rjúfa orð og eiða við Saxa; enda munum vér enn þess dags eiga að bíða, að ljón Gryffiðs slái ótta á hjarðkvíarnar í Herfurðu.” “Mæl manna heilastur,” sagði Marviður heiptarlega. Og að minnsta kosti skal land vort, velskra manna, eigi fylgja með í kaupið, er Haraldur fær Öðlingnum í hendur land ykkar, Saxanna.” “Marviður,” sagði Algeir, með þeirri al- vörui, er gekk hátíðleik næst, “enginn Öðling- ur mun það lifa, að ráða fyrir ríki þessu. Veizt þú, að eg var meðal hinna fyrstu, er fögnuðu komu hans — reið eg alla leið til Dofra á móts við hann. Þóttist eg sjá feigð á ásjónu hans, og mútaði eg hinum þýzka lækni, er í för hans er, til þess að svara því er eg forvitn- aðist um. Veit Öðlingurinn ekki um það sjálf- ur, en hann gengur nú þegar með banvænan sjúkdóm. Veizt þú vel hverjar ástæður eg hefi til þess að hata Harald jarl, enda skyldi leið hans til hásætisins liggja yfir lík mitt. þótt enginn annar væri þar til mótstöðu. En er Guðröður, kvikendi hans, talaði, þá vissi eg að hann sagði satt: að þegar Öðlingurinn er dauður, þá verður ekki kórónan á annað höfuð sett en Haraldar.” “Hyggur þú það í einlægni?” sagði hinn og varð þungur á svip. “Eigi hygg eg það, eg veit það. Og þess- vegna, Marviðiur, megum við ekki bíða, unz hann getur beitt öllu valdi Englakonungs á móti okkur. Enn er von, meðan Játvarður lifir. Því konungi er það kærast, að ausa út fé í klerka og helgidóma, en er manna sín- kastur á fé, er það skal til hernaðar nota. Konungi, vesalingi! er heldur ekki svo leitt sem hann lætur, er eg hefst handa; Ihann hyggur, að hann sjálfur treysti vald sitt befcur, ef vér jarlar klóumst. Þessvegna er armur Haraldar svo máttugur, meðan Játvarður er á lífi, og skalt þú því, Marviður, ríða aftur sem skjótast, til Gryffiðs konungs, og segja honum allt það, er eg hefi nú sagt þér. Seg þú hon- um, að þá sé tími til uppreisnar, er menn eriu lamaðir yfir dauða Öðlingsins og enginn veit sínu vitL Seg þú honum, að ef oss tekst að króa Harald í einhverju skarðinu í Wales, þá mun oss að vísu erfiðlega ganga, en þó mun mega benda ör eða sverði í hjarta innrásar- mannsins. En ef Haraldur er fallinn — hver myndi þá standa næstur konungstign á Eng- landi? Ætt Siðreks er útdauð — Ætt Guðina magnlaus orðin (því Tosti er hataður, jafnvel af sínum eigin mönnum, Hlöðvir eigi alvöru- maður nógur og gyrðir um of hægfara til þess að standa í sh'kum stórræðum) — hver myndi þá — segi eg — næstur standa konungstign á Englandi, ef ekki Algeir, erfingi Álfreks hins mikla? En er eg væri konungur orðinn á Englandi, þá myndi eg gefa Walesmönnum fullt frelsi, og bæta í konungsríki Gryffiðs Herfurðu- og Worcestter-sýslum. Ríð nú skjótt, Marviður, og rek svo erindið, sem eg hefi sagt þér.” “Lofar þú þá, og sverð þess eið, að verðir þú konungur á Englandi, skulir þú leysa Wales úr ánauð?” “Frjálsir skuluð þið vera, frjálsir, sem þið voruð á dögum Arthurs og Útþers, það sver eg. Og haf það hugfast, er Haraldur mælti til ykkar, höfðingjanna, er hann tók trúnaðar- eiða af Gryffiði.” “Eigi gengur mér það úr minni,” hrópaði Marviður, og var sem leiftraði andht hans af bræði og hefndarhug; hann sagði, hinn stolti Saxinn: “Gætið ykkar vel, höfðingjar Wales- manna, og þú, Gryffiður konungur, að ef þér í annað sinn, með ofbeldi, rupli og rámum, saurgunum og morðum, neyðið hátignarvald Englakonungs til þess að fara herskildi inn yfir landmæri yðar, þá munum vér neyðast til þess að gera skyldu vora. Gefi Guð, að Kumra- ljónið megi láta oss í friði — en ef út af því bregður, þá neyðumst vér til þess að draga úr því tennur og skera klær þess, til þess að vemda h'f og limu þegna vorra!” “Haraldur segir ætið minna en honum býr í huga, svo sem er síður gæfra mann,” svaraði Algeir, “og væri Haraldur konungur, þá myndi eigi þurfa æmar illsakar við hann að troða til þess að hann þættist þar hafa ástæðu fundið til þess að draga úr ykkur tenn- urnar og skera af ykbur klærnar.” “Vel segir þú,” sagði Marviður, og brosti harðlega. Mun eg nú til manna minna ganga, er hér em eigi alllang frá, og mun betra, að eigi sjáist þú í för með mér.” “Rétt er það. Sé sá heilagur Davíð með þér — og gleym þú engu orði af því, er eg hefi beðið þig að flytja Gryffiði tengdasyni mínum.”. “Engu orði,” svaraði Marviður, um leið og hann veifaði hendinni til kveðju, og gekk í áttina til manna sinna, er bjuggu í gistihúsi því, er allir Walesmenn leituðu hælis í, er þeir komu til höfuðborgarinnar, er þeim var ærið tíðfarið til, til þess að greiða fram úr erjum þeim, er með þeim vom svo tíðar. Tíu menn voru í fylgd hans, allt menn ættstórir, og sátu þeir eigi a ðdrykkju í gistiskálanum, því eigi græddu greiðasalar á hinum hófsömu Walesmönnum. Þeir lágu í grasinu undir trjánum á bak við gistiskálann. Gáfu þeir engan gaum að fagnaði þeim, er borgarbúar skemtu sér við, en hlustuðu méð athygli á einn félága sinna, er söng gamalt hetjukvæði frá frægðardögum þjóðar þeirrar. Hestar þeirra, litlir og loðnir, bitu gras í kring- um þá. Marviður litaðist um, er hann kom til þeirra, og er hann sá að enginn ókunnugur var nálægur, benti hann þeim, að þeir skyldu hætta söngnum, og ávarpaði þá síðan nokk- rum orðum á velsa tungu. Mælti hann stutt, en með miklum hita, sem sjá mátti á látbragði hans og leiftrandi augum. Hrifust þeir fljótt með af ástríðu hans, og þustu á fætur, með lágu, en grimmilegu ópi, og að fáum mínútum liðnum höfðu þeir handsamað hesta sína og söðlað þá, en einn þeirra, er Marviður virtist hafa til þess valið, gekk einn síns liðs út úr aldingarðinum, áleiðis til brúarinnar. Hann staðnæmdist ekki lengi við brúna, því er þang- að kom riddari einn, er af ópum fólksins mátti kenna að væri Haraldiur jarl, kom að brúnni, þá sneri sendimaður Marviðs sér við, og hrað- aði ferð sinni aftur til félaga sinna. Haraldur heilsaði brosandi öllu fólkinu, er æpti honum ámaðaróskir, reið leiðar yfir brúna, gegnum úthverfi borgarinnar, og komst brátt inn í stórskóginn, er lá Imeðfram þjóðveginum mikla til Kent. Hann' reið í hægðum sínum, því hann var auðsjáanlega í djúpum hugsiunum, og hann var meira en hálfnaður leiðar sinnar, að húsi Hildar, er hann heyrði léttan hófdyn á eftir sér, eins og þar færi flokkur manna á litlum og léttum hestum, og er hann sneri sér við, sá hann Walesmennina, um 150 fetum fyrir aftan sig. En í sama bili fóru framhjá honum nokkrir menn, er auðsjáanlega voru á hraðri ferð til borgarinnar, í veizluhöldin. Við þetta virtist koma hik á Walesmennina, og eftir að þeir höfðu hvíslast á nokkrum orðum, sneru þeir af þjóðveginum og riðu inn í ekóginn. Flokkar manna héldu áfram að koma í ljós á þjóð- veginum. En þrátt fyrir það, sá Haraldur þó alltaf til riddaranna öðruhvoru, í einhverju skógarrjóðrinu, stundum allnærri, en stundum f jær. Stundum gat hann heyrt frísið í hestum þeirra, og séð hvös augu leiftra gegnum limið, en ef ferðamenn bar á að á þjóðveginum, eða ef til þeirra heyrðist, sneru riddaramir við, og hleyptu aftur út í skógarþykknið. Jarl tók nú að gruna xnargt, því þótt hann vissi eigi neinna óvina von, og lögin refsiuðu grimmilega öllum ræningjum, svo að þjóðvegir voru miklum mun öruggari ferðamönnum, á síðustu dögum Sakoniunga en þeir voru síðan um margir aldir er saxneskir þegnar sjálfir höfðiu neyðst til þess að leggjast á skóga til rána, undan kúgurum isínum, þá höfðu svo margir uppreisnir orðið í tíð Játvarðar kon- ungs, að þeirra vegna höfðu margir uppreisnarmenn, er í lægra haldi höfðu orðið að lúta, lagst út til ráns. Haraldur vair vopnláus, saxneskir höfðingjar létu að undanteknu spjóti því, er jafnan hendi fylgja, jafnvel í hirðveizlum, og atgeir þeim. er hann hafði við belti sitt. Hann keyrði því hest sinn sporum, er hann sá að veg- urinn var mannlaus orðinn, og var rétt kominn í ljósmál frá Drúðamusterinu, er spjót hvein rétt fyrir framan brjóst hans, og annað flaug í gegnum hest hans, svo að hann stakkst þegar á höfuð- ið. Jarl spratt sem örskot á fælfcur, enda varð honum það snarræði til lífs, því tíu sverð voru þegar á lofti í kringum hann, er hann reis upp. Höfðu Walesmennimir þegar stokkið af baki, er hestur Haraldar féll með hann. Til allrar hamingju fyrir hann voru aðeins tveir af fjandmönnum hans vopn- aðir spjótum, því Walesmenn voru spjótmenn ágætir, og er þeir höfðu þeim til einskis skotið, drógu þeir stuttsverð sín úr slíðrum, er þeir höfðu sennilega tekið upp eftir Rómverjum. og sóttu að honum allir í einu. Haraldur kunni jafnvel til vígs með öllum vopnum þeir- ra tíma; greip hann spjót sitt hægri hendi, til þess að halda sem lengst frá sér fjandmönnum sínum, en með atgeirnium í vinstri hendi bar hann af sér höggin. Lagði hann þegar í gegn þann er fyrstur sótti að honum, og kom miklu sári á annan. En skitokja hans var blóði lituð frá þremur sárum, og var honum nú sú ein lífsvon, að reyna að rjúfa hringinn. Hann kastaði spjótinu, greip atgeirinn hægri hendi, en vafði kápu sinni um hina vinstri, og sótti síðan sem harðast að fjandmönnum sínlum. Lagði hann þegar einn í hjartastaað, felldi annan með höggi, og greip sverðið af hinum þriðja, um leið og hann sleppti atgeimum. Kallaði hann nú hátt á hjálp og rann í áttina til hólsins, en snerist jafnan við á hæli, og hjó frá sér þá er eftir sóttu. Féll nú exm einn fjandmanna hans, en sjálfur fékk hann nýtt sár. í sama bili var kalli hans um hjálp svar- að með svo gjöllu hljóði, að óvini hans stanz- aði um stund, og áður en þeir fengju áttað sig, var kona komin þar mitt á meðal þeirra, og varpaði sér óskelfd fram fyrir jarlinn. “Gæt þín, Edith. ó guðminn! Gæt þín!” hrópaði jarlinn, og tók nú á ölliu afli því er skelfingin gaf honum, sú ein skelfing, er ha*nn hafði fundið til, frá því að þessi ójafni leikur hófst. Hann dró Edith á bak við sig, og sner- ist aftur gegn fjandmönnum sínum. “Dey þú,” hrópaði á velskri tungu, sá er grimmastur var af fjandmönnum hans, og hafði þegar komið á jarl tveimur sáxum. “Dey þú, að frjálsir megi Walesmenn verða.” Marviður hljóp fram og með honum menn hans, þeir er eftir voru lífs, en um leið varpaði Edith sér aftur fram fyrir jarlinn, og skýldi honum með líkama sínum, en lét hon- um þó lausa hægri hendina. Öll sverðin stönzuðu á lofti. Þessir Walesmenn, sem eigi hikuðu við að myrða þann mann, er þeim í villu sinni virtist vera hæfileg fórn á frelsisaltari þeirra, voru þó af hetjum komnir, synir Söngs og Sögu, og gegn konu megnuðu þeir etoki víg að vega. Þessi augnablikshvíld, er bjargaði lífi Haraldar, björguðu einnig lífi Marviðar, því hann stóð berskjaldaður fyrir, er hann reiddi til höggs- ins, og Haraldur skirrðist við að höggva, snort- inn af þessu drenglyndi, þótt hann væri bœði reiður og óttasleginn um Edith. “Hví sækist þið eftir lífi mínu?” sagði hann. Hverjum hefir Haraldur órétt gert á öllu Englandi?” Þessi orð leystu óvini hans úr læðingi, og blésu þeim nýjum hefndarhug í brjóst, Marviður reiddi aftur til höggs, og miðaði á höfuð Haraldar, er Edith eigi skýldi. Sverð hans fór í moia á sverði Haraldar, er hann bar fyrir höggið, og í sömu andránni féll Marviður dauður til jarðar í blóði sínu, lagður í hjarta- stað. Og um leið og hann féll, kom Haraldi hjálp að. Húsakarlar Hildar höfðu heyrt or- ustugnýinn, og gripu þegar þau vopn, er hendi voru næst, og komu nú hlaupandi ofan hólinn. Og í sama mund heyrðist óp mikið frá skógin- um. Komu þaðan riddarar margir og Ubbi í broddi fylkingar. Þeir, er enn voru lífs af Walesmönnum, sneru nú á flótta, er foringl þeirra var fallinn. Voru þeir allra manna frá- stir á fæti, eins og allt kyn þeirra, og kölluðu þeir til hesta sinna, um leið og þeir hlupu undan, og komu þeir þegar frísandi, á stökki, til húsbænda sinna. Stökk þá hver þeim hesti á bak, er næstur var, en þeir hestar, er mann- lausir voru eftir skildir, stönzuðu yfir líkum eigenda sinna, hristu makkana, og hneggjuðu aumkunarlega. En er riddarana bar að, hlupu þeir ausandi og prjónandi í toringum þá og börðu grenjandi frá sér, unz þeir þutu á eftir flóttamönniunum og hurfu inn í skóginn. Nokkrir.af mönnum Ubba eltu þá um hríð. en höfðu ekki af þeim, þar eð smáhestunum varð greiðfærara í gegnum skóginn. Ubbi hélt ásamt liðsmönnum Hildar, þangað sem Har- aldur ennþá stóð, þótt hann mæddi mjög blóð- rás, og leitaðist við að fullvissa sig um að Edith væri heil á húfi. Ubbi hljóp af baki er hann kenndi jarlinn, og hrópaði:- “Lofaðir séu allir heilagir, að við náðum hingað í tíma, að eg vona? En þú ert sár! mæðir þig illa blóðrás?” “Enn á eg nóg blóð í æðum til þess að fórna Engiandi okkar,” sagði Haraldur, og brosti við. En hann hafði ekki fyr sleppt orð- inu, en að honum sveif, og var hann borinn meðvitundarlaus inn í hús Hildar. II KAPITULI Völvan kom á móti þeim í dyrunum, og lét svo litla undrun í ljós yfir sárum jarls og ómegni' að Ubbi, er margar geigvænlegar sög- ur hafði heyrt um kunnátfcu hennar, datt snöggvast í hug, að þessir villimannlegu fjand- menn, á smáhestunum einkennilegu, væru drísildjöflar, er hún hefði að Haraldi seitt, tO þess að refsa biðli fraænkonu sinnar, af því að henni hefði þótt honum ganga kvonbænir- nar helzt til vel. Og þessum grun skaut affcur upp í huga hans, og enn magnaðri en fyr, er Hildur vísaði þeim veg upp hinn bratta stiga og inn í herbergið, þar sem Harald hafði dreymt hinn kynlega draum, bað alla út að ganga, og láta sig eina með hinum særða jarli. “Hvergi mun eg fara,” sagði Ubbi hvat- skeytlega. “Mun eg eigi eiga líf jarls undir nokkurri konu eða seiðkonu. Mun eg aftur ríða til borgarinnar, og sækja hingað lækni. Og skait tú svo til að hyggja, að engu höfði skal óhætt í húsi þessu, ef nokkuð verður að jarli, meðan eg er í burtu.” Hin nafnkunna völva og tigna frú, er eigi átti að venjast slíku ávarpi, sneri sér skjótt á hæli, og hvessti augun á Ubba með þeim ægisvip, að jafnvel hinum hrausta Kentmanni féll allur toetill í eld. Hún benti á dyrnar fram að stiganum, og sagði stuttlega:- “Farðu! Lífi húsbónda þíns hefir þegar verið bjargað, og það af kvennmanni. Farðu!” “Far þú, og óttast eigi um jarl, hraustur drengur,” sagði Edith, um leið og hún rétti sig upp, þar sem hún hafði lotið yfir hið föla andlit jarlsins. Hafði hinn mildi málrómur hennar þau áhrif á þegninn, að hann sneri sér þegar á hæli og gekk til dyra, og mælti um leið fram blessun yfir henni í hálfum hljóðum. Með vönum höndum tók Hildur þegar að rannsaka sár jarls. Hún fletti frá honum skikkjunni og þvoði blóðið frá fjórum stórum sárum á brjósti og herðum. Edith rak tupp lágt hljóð, er hún kom auga á þau, féll á kné, laut yfir aflvana hendina og kyssti hana margsinnis, og stríddu þá á hana margar til- finningar, og mátti sín þó mest þakklátur fög- nuður, því á brjósti Haraldar, rétt yfir hjarta- stað, var að saxneskum sið holdstungið merki, en það merki var trúlofunarhnúturinn, en í miðjan var stungið nafnið “Edith.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.