Heimskringla - 12.06.1930, Blaðsíða 4

Heimskringla - 12.06.1930, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. JCrNl, 1930. ^cimskrtngla (StofnuO 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS. LTD. 153 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist íyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. SIGPÚS HALLDÓRS írá Höínum Ritstjóri. Utanáskrift til blaðsins: Manager THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskri/t til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla” is published by The Viking Press Ltd. and printed by THE SERVICE PRINTING CO., LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 WINNIPEG, 12. JCNI, 1930. HÁTÍÐ KRAFTARINS Hvítasunnuræða flutt af séra Benjamín Kristjánssyni í kirkju Sambandssafnaðar í Winnipeg 8. júní 1930 Texti: Post. 1, 8 í nýjatestamentinu er oss sagt frá krafti, sem er alls óh'kur þeirri tegund máttar, sem vér eigum að venjast. Það var ekkert hernaðarafl eða vald stjóm- málalegs eðlis, það var enginn máttur auðæfa eða upphefðar og því síður verð- ur það sagt beinlínis, að það væri máttur mentunar eða lærdóms — en þó var það andlegur máttur, það var “kraftur frá hæðum’’. “Þér emð bræður, segir PáU, ekki margir vitrir að manna dómi, ekki marg- ir máttugir, ekki margir stórættaðir, sem kallaðir eru." En þó lifðu þessir menn með þeirri undarlegu tilfinningu andlegs máttar, að þeir væru fuliir af heilögum anda, að þeir væm hervæddir styrkleika guðs. Og Páll lýsir þessari máttar til* finning víða snilldarlega, en ef til vill aldrei betur, en þegar hann ritar úr fangelsinu þessi dj'örfu orð ókúgandi hugar: Allt megna eg fyrir hans hjálp sem mig styrkan gerir.’’ Allt megna eg! Þessi kraftur gerði þá örugga í hverri neyð og til þess var hon- um líka varið. Annars vegar virðast kristnir menn hafa lagt stund á, fyrir mátt þessa heilaga anda, að lifa sem fullkomnustu og kærleiksríkustu lífemi; hins vegar var þessum andlega styrk varið til að hamla á móti þeim ofsóknum og þrengingum, sem þeir áttu við að búa. Þessir menn lifðu í þeirri tilfinningu, að þeir væru að berjast hinni góðu baráttu í siðspilltum heimi. Þeir vom að leitast við að lifa hreinu lífemi í þjóðfélagi, er á svo margan hátt vakti siðferðilegan við- bjóð þeirra. Og það eina úrræði, sem þeim hugkvæmdist, var að halda sjálfum sér óflekkuðum af heiminum.’’ En jafnvel ennþá skýrar birtist hinn andlegi máttur í því, hvemig þessdr menn börðust fyrir sannfæring sinni og boðuðu kenningar trúar sinnar. Þeir sættu hinlum hörðustu ofsóknum og misþyrmingum bæði af höndum yfirvalda og einstakra manna, þeir vom hræddir og hraktir borg frá borg, en alltaf héldu þeir áfram að boða fagnaðarerindið. Þegar þeim var skipað að þegja, sögðu þeir, að framar bæri að hlýða guð er mönnum. Þegar þeim vom meinuð samkunduhúsin til bænar og lofgerðar, fóm þeir út í ó- byggðina og báðust þar fyrir, eða gerðu sér neðanjarðarhús og komu þar saman með leynd. Fátækt og hungur, kulda og klæðleysi bám þeir með stökustu hug- prýði. Þeir fögniuðu dauðanum eins og vini, sem mundi endursameina þá drottni sínum og meistara og þótti sæmd í því, að líða píslarvætti eins og hann. Þeir voru að vissu leyti ósigrandi menn. En það er eitt mjög áríðandi atriði sem vér hljótum, að veita athygh við þessa menn, og það er það, að þeir gerðu í raun og veru enga tilraun til að umbreyta heiminum sjálfum. Öll þeirra barátta var í því fólgin að halda sér óflekkuðum af synd heimsins og saurugleika, að bjóða heiminum byrginn, en þeim datt aldrei í hug, að unt væri, að breyta honum. Heimurinn var gjörspiitur í þeirra aug- um. Páll ritar um þessi efni til Korinthu- -borgarmanna og hvetur þá, að halda sér frá svívirðilegri spilhngu samborgara sinna. En hann nefnir það aldrei, að þeir reyni að spoma við spillingiunni í heild sinni. Hann telur upp langar nunur af kristilegum dygðum, en það er undarlegt að veita því athygli, að allar þessar dyggðir eru einstaklingslegar, fremur en félagslegar. Hann telur eigi oipp neinar borgaralegar dygðir í stærri stíl, nema það að vera yfirboðurum sínum hlýðin. í bréfum Páls er naumast gert ráð fyrir kristnu þjóðfélagi, heldur aðeins kristn- um einstaklinguín. Og hvernig stendur á þessu? Ástæðan fyrir því er sú, að kristnir menn voru ekki fyrst og fremst borgarar þjóðfélag- sins. Þeir voru pílagrímar á jörðinni og þegnar annars ríkis, sem þeir vonuðust eftir. Kirkjan var að vísu félagsskapur, þar sem einstaklingsdyggðanna var svo stranlega gætt, að þær urðu að félags- dyggðum. En hún var þó í raun og veru í ímyndun manna ekkert annað en hæli þar sem menn stóðu af sér hríð hinna síðustu og verstu daga. Ahsherjarríki Krists var í vændum á yfirnáttúrlegan hátt. Dyggð Krists lærisveina var að þola og bíða, en ekki að stjórna eða ráða. Því verður ekki neitað, að þessir tímar voru kristnum mönnum afar örðugir. Þá tók það dýrlimga og heilaga menn, að standa stöðugir allt til enda. Sá maður varð þá, eins og æfinlega, að þola háð og hnjask veraldarinnar, sem afneitaði henn- ar siðum og hlaut að gjalda grimmhega sinnar ofdirfsku. En heilagur maður er sá, sem hefir helgað sig vissum hugsjón- um og er þeim trúr, hvað sem á dynur. Og til þess þarf geisilegan mátt skap- gerðarinnar, hvenær sem er. En nú virðist oss, að það ætti að vera stórum auðveldari köllun á vorum tím- um að vera kristinn, en það var á tíð postulanna. Nú eru kristin trúarbrögð og kristnar hugsjónir viðurkenndar lum heim ahan, svo að segja, þótt vitanlega fari fjarri því, að allir sé kristnir, hvort heldur sem er að nafni eða í raun og sanmleika. En lög flestra menningar- landa hafa viðurkennt trúarbragðafrelsi, enginn þarf að óttast afsóknir út af trú sinni, nema þá aðeins í ræðu eða riti. Mönnum er yfirleitt frjálst að prédika eins og þá listir og engin gerir tilraun til að hefta þá, hvemig sem þeir tilbiðja guð sinn. Þessvegna sýnist það vera th- töluilega auðvelt nú á tímum að vera kristinn hjá því sem áður var. Samt sem áður, er það að vissu leyti örðugra viðfangsefni, sem bíður vor, en það sem hinir fyrstu söfnuðir áttu við að etja. Vér þurfum- við meiri andlegs mátt- ar en þeir, því að þegar öhu er á botninn hvolft, þá er það auðveldara að vera dýr- lingur, en að vera góður borgari. Nú horfumst vér í augu við þau vanda- mál, er engan stórpostula frumkristn- innar nokkru sinni dreymdi um. í stað þess að bera vandlæting fyrir því, að varðveita hreinleik kirkjunnar í ger- spilltu þjóðfélagi, höfum vér það hlutverk af höndum að inna, að hreinsa þjóð- félagið sjálft. í stað þess að vera hvaða harðstjóra eða þorpara undirgefin, sem þóknast að hrifsa tU sín völdin, eigtum vér að velta þeim af stóh og velja hina bestu menn til að fara með mál vor. í stað þess, að blöskrast yfir óguðleik heimsins og siðleysi ýmsra skemtana hans og listi- semda, til dæmis kvikmyndum, dansi og ýmiskonar leikjum, er það vort hlutverk, að koma opinberum skemtunum í feg- urra og heilsusamlegra horf. í stað þess að biðja guð um sigur yfir þeim, oem vér berjumst við, eigum vér að koma alþýðu manna í skilning um, að hernaður er glæpsamlegur, af hvaða þjóð sem hann er framinn og ala unglingana þannig upp, að engum hugkvæmist framar sú villi- mennska að vegast með vopnum. I stað þess að liggja undir ofríki auðs eða að- als, eigum vér að efla jafnvægi valdsins og sjá til að sanngirnin og réttlætið og bróðernið gangi ahsstaðar í dóm um öll vor efni. Vér erum ekki lengur framandi þjóð í heiðnum heimi. Vér eigum að vera drottnar heimsins. Og þessvegna dugir engum til fuhs að vera dýrhngur í gam- alli merkingu þess orðs. Gagnslaust er, að vera stöðugt að snúa huga sínum aftur til löngu liðinna tíma og reyna að eftirh'kja þeirri kristni, sem þá tíðkaðist. Hlutverk vort hggur alt í nútímanum og viðfangsefnum líðandi stundar. Heilagur andi birtist eigi framar í tungatali og öðrum yfimáttúrlegum eða sálrænum fyrirbrigðum, sem vér erum nú farin að skhja svo mikið betur,, en í tíð frumkristn- innar. HeUagur andi birtist í verkum vorum og ávöxtum þeirra. Og í þeim skilningi helst ennþá fyrirheitið hið sama og það, er Jesús gaf lærisveinum sínum. “Þér munuð hljóta kraft, er heilagur andi kemur yfir yður.” Og þetta er aðalatriðið, þegar vér höJd- um hvítasunnuhátíð eða hátíð heilags anda, að hún er hátíð máttarins. Það hefir margt verið ritað og rætt um heil- agan anda og mest af þeim, sem aldrei hafa heyrt hann eða séð. Hann hefir verið gerður að dularfullri “persónu” þrenningarinnar og skipað í goðatölu i hinu flóknustu guðfræðikerfi. En heil- agur andi er ekki í neinum fræðikerfum. Hann er fyrst og fremst í lífinu sjálfu og starsemi þess. HeUagur andi er fylling kraftarins og vitið tU að beita honum. Þegar vér litum til hvítasunnuviðburð- anna og þeirra undra, sem gerðust meðal lærisveinanna á þeim degi, eftir því sem sögurnar herma, þá sfeulum vér gjalda varhuga við að trúa því endilega, að heU- agur andi hafi komið í ljós í þeim undrum er þá gerðust. Eg hefi enga til- hneigingu til að draga það í efa, að eitt- hvað furðanlegt hafi gerst, einhver fyrir- brigði, sem blésu fjölda tfólks trúnni í brjóst á málstað lærisveinanna og urðu því valdandi, að ræða Péturs vakti þá geysi athygli að svo mikill fjöldi fólks lét skírast tU kristinnar trúar, að telja má að kirkjan hafi verið stofnuð á þeim degi. Vér vitum of mikið um samskonar fyrir- brigði til þess að efast um tungutalið og allt það. Menn sem beðið höföu saman og biðja saman í ákafri eftirvæntingu, brennandi í andanum — undur hlýtur að koma fyrir þá. Slíkir hlutir gerast enn í dag. En vér höfum líka dæmin fyrir því, að sá andi sem oft kemur yfir hvítasunnusöfn- uði nútímans, er ekki andi máttarins, jafnvel þótt andleg reynsla þessara manna kunni að vera að sumu leyti ekki óáþefek. Það er stundum andi veikleik- ans og hverskonar sturlunar, og þetta kemur af því, að menn miskilja fyrir- brigðin. Það er enginn heilagur andi í fyrirbrigðunum sjálfum. Heilagur andi getur fyrst komið til greina í áhrifum fyrirbrigðanna í trú mannsins, skap- gerð og verk. Að sjá eldlegar tungur eða heyra annarlegar raddir er í sjálfu sér ekkert heilagra eða dýrlegra en að sjá t. d. raf- magnsljós eða fheyra hljóðfæralist — eða hlusta á mál hvers annars. En áhrif þessa atburðar á lærisveinana urðu þau, að þeir trúðu því, að þáu stöf- uðu frá drottni sínum og meistara, þeir trúðu því, að hann væri í verki með þeim og væri nú ósigrandi af heiminum, þar sem hann væri upphafinn til dýðar sinn- ar. Þeir trúðu, að hann hefði brotið vald dauðans og væri nú að fyrirbúa þeim ríkið og þessvegna gæti ekkert gert því viðskila við hann, hvorki herradómar, völd eða tignir. Og þetta gerði þá sjálfa hiug- djarfa og ósigrandi. Þessi trú gaf þeim fyliing kraftarins. Og af því að þeir höfðu umgengist drottinn sinn persónu- lega, og þektu hinn óumræðilega kær- leika hans og hógværð og höfðu orðið ihöndlaðir af honum, þá mótaði hin stöð- iuga umhugsun þá í sama anda. Þeir voru ekki lengur margir, héldu allir eitt í andanum. Þetta er minn skilningur á hvíta- sunnusöfnuðum nýja testamentisins, en þegar bornir eru saman við þá hvíta- sunnusötfnuðir nútímans, þá dettur mér að vísiu ekki í hug að neita því, að í þeim geti ekki verið margir góðir og grand- varir menn. En þeirra andlega reynsla hlýtur þó að takmarkast af þeim megin- mismun, að þeir hafa aldrei kynst drottni sínum persónulega, eins og postular frum- kristninnar, heldur aðeins í ímyndun sinni. Og ímyndun þeirra er auðvitað jafn- þroskuð og þeir eru sjálfir. Auk 'þess kemur hér í viðbót sá hættulegi miskiln- ingur, sem flest þetta fólk er haldið af, að það hyggur, aö ef það getur æst í- myndun sína í það ástand, að sjá eldlegar tungur eða aðrar sýnir, sé það um leið orð ið þrungið af heilögum anda og betra en annað fólk, þótt hvergi komi það fram í orðum eða athöfnum. Slík fávizka sið- spillir aðeins skapgerðinni, orsaikar hræsni og rangsnúinn skilning á heil- ögum anda, sem er hin mesta synd gegn honum. Það var í raun og veru ekki ætlun mín, að fara að deila hér á nokkum trúarflokk að þessu sinni, þó að eg neyddist til þess, að drepa aðeins á hvítasunnusöfnuðina, sem herfilegt dæml miskilningsins á því, hvað heilagur andi er í raun og vertu. Villa hvítasunnusafnaðanna hefir verið í því fólgin, að þeir eru að reyna að herma eftir dýrlingum liðinna alda, og geta það vitanlega ekki, en andleg sjón þeirra er blind fyrir köllun þessara tíma, sem vér nú litfum á. Ákaflega margir trúflokkar vaða einmitt í þessari sömu viUu, að halda það, að heUagur andi liggi utan við starfsvið veraldlegra mála. Það er þessi mismunur, sem alUr hræsnarar gera á véraldlegum hlutum og heilögum. Þeir geta aðeins hugsað sér guð inni í kirkju og guðsorð í guðrækilegu orðagjálfri — en t. d. í stjómmálum eða verk- legum framkvæmdum geta þeir ekki komið auga á guð. Þess- vegna eru einmitt stundum guðrækustu mennirnir, mestu vandræðagripimir og syndasel- imir í mannlegu félagi, því að þeir setja guðrækni sína og störf sitt á hvora hillu og vinna svo öfugt við það, sem þeir lát- ast trúa. —Þessi hvítasunnuhátíð, sem nú stendur yfir mun verða víða í kristninni hátíðleg haldin, sem 1900 ára afmæli kristinnar kirk- ju. H’érumbil 1900 ár eru síðan, að stofnaður var hinn fyrsti söfnuður í Jerúsalem, og menn stungust í hjörtiun af hinni brennandi mælsku Péturs, er hann hvatti menn til að “láta frelsast frá þessari rangsnúnu kynslóð.” Segja má, þó að villu- spor kirkjunnar hafi auðvitað verið hérumbil eins mörg og villuspor mannanna sjálfra, og hin rangsnúna kynslóð hafi of otft komist inn í kirkuna sjálfa, að undarlegir kraftar hafi þó fylgt stofnun þessari allt frá fyrstu tíð og skilað henni heilli og vaxandi gegnum ofsóknir og þrengingar margra alda. Vafa- laust kemur þetta af því, að fyrir mörgum er kirkjan þó bundin við það bezta og sann- asta, sem þeir vita í sjálfum sér. Meðan svo verður, mluu úthelling kraftarins stöðugt eiga sér stað í kirkju Krists. Þangað fara menn tU að sækja styrkinn og ljósið tU að bera út í samfélag mannanna og lum- breyta því til góðs. Og svo lengi sem vér störfum í þeirri sann- færing og trú, að kirkjumálum getum vér glaðir haldið afmæli kristinnar kirkju. En það er tvöfalt afmæli heilags anda eða hvítasunna í tvennskonar skUningi, sem ís- lenzkir menn eru að fagna á þessu vori. Nú þessa dagana er heill hópur af Vestur-íslend- ingum, að leggja af stað heim til ættjarðarinnar á þúsund ára afmælishátíð Alþingis, sem nú er fyrir dyrum. Þessi íslenzka hátíð er einnig hátíð heilags anda, og í henni birtist andinn ef tU vill skýrar en í nokkru öðru, sem dæmi eru til um, í íslenzku þjóðlífi á síðustu árum. Hugir allra hafa samstillt að einu marki, að efla sóma þjóð- arinnar í hvívetna út á við og inn á við. Þessi viðleitni hefir komið fram í aukmum áhuga og auknu starfi á öUum sviðum landi og þjóð tU viðreisnar. Menn hafa nú skýrar á tUfinn- ingunni gUdi þess frelsis og I fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þangað. þeirra mannréttinda, sem Al- þingi íslendinga var og er lifandi tákn lum. Oig þetta hefir brýnt vilja allra landsins bama til hinnar ýtrustu getu. Þjóð- in er nú meira lifandi, þmng- nari af starfskrafti, en nokkru sinni áður. Margar aldir virt- ist mátturinn vera lamaður og engin úhelUng heilags anda eiga sér stað, en nú hafa ræzt þessi ritningarorð: Ekki er það yðar að vita tíma og tíðir, sem faðirinn setti af sjálfs síns valdi, en þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður.” Sannarlega var heilagur andi yfir forfeðrum vorum, er þeir stofnsettu sitt einstæða lýð- ríki á ÞingveUi fyrir 1000 árum síðan, enda þótt þeir þekktu þá lítið tii kristins siðar. En heil- agur andi birtist ekki frekar í kristinni trú en annari, nema þar sem kristin trú ber fegri ávexti. Hvarvetna þar sem drengUegt verk er unnið og spámannlegt—verk, sem bendir langt til ókominna tíma, af þvi að það er unnið í fylling kraft- arins, þar er heilagur andi að starfi — hvernig svo sem trúað er í orði kveðnu. Og nú hefir heilagur andi í annað sinn fylt hjörtu ísienzkrar þjóðar. Látum hvítasunnu ís- lenzks þjóðemis, og íslenzkra þjóðarhugsjóna fyUi huigi vora fögnuði á þessari stundu. Fari þeir heilir, sem nú takast ferð á hendur til að igleðjast með þjóð sinni og ættjörð á heiðurs- degi hennar. Megi útheUing Þér fáið virði peninga yðar ef þér kaupið Buckingham vindlinga. Buckingham vind- lingar eru kaldir og beztu vindlingarnir, er hægt er að fá; ávalt með sínu upprunalega töfrandi bragði. Mjúkir og Umgóðir, svo aUir dást að. Hver vindlingur vekur nýja ánægjutilfinningu hjá hverjum sem reykir. Buckingham eru rétt búnir til og geymdir eins og þarf með frá framleiðslustaðnum til neytandans, í sérstaklega góðum umbúðum. Buckingham vindlingar eru óbrigðulir að efni. Tóbakið, sem þeir enu búnir til úr, er svo gott, að ofdýrt er tU þess að vér getum látið nokkra miða eða premíur í pakkana. Þess vegna segjum vér — engir miðar — allt efni.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.