Heimskringla - 09.07.1930, Blaðsíða 5
WINNIPEG 9. JCLl, 1930.
HEIMSKRINGLA
5. BLAÐSIÐA
En nú höfum við íslendingar dval-
ið hér í landi í hálfa öld, og ættu nú
ekki nöfnin ein að ginna okkur fram-
ar. Við ættum að vera komin af
barnsaldri hér, i pólitískum skilningi,
og vera nú orðnir nokkurn vegin
sjálfhugsandi menn og konur hvað
snertir stjórnmál þessa okkar ágæta
lands.
Eg skal ekki rekja stjórnarsögu
Canada frá fyrstu upptökum, þótt
mér sé sú saga mjög hugkvæm, en
til þess er hvorki tími eða rúm hér
En fyrir níu eða tiu árum síðan kom-
ust “liberalar” hér til valda, með
McKenzie King sem leiðtoga og með
ákveðnu prógrammi eða stefnuskrá.
Og nú er spurningin til ykkar og mín:
Hafa þessir flokkar staðið við lof-
orð sín?
Eg skil ekki að nokkrum heilvita
nianni blandist hugur um það, að því !
uær hvert einasta atriði í þessari '
stefnu hefir verið svikið.
Meginatriðið eða máttar viðurinn 1
i stefnuskrá þeirra var auðvitað
“Pree Trade” (frjáls verzlun). En
hvað skeður? Nú þetta herrans ár
1930, setja þessir herrar hærri toll-
&arð en áður fóru sögur af hér í
Canada.
Þeir lofuðust til að afnema eða
umbæta efrimálstofu Canada, (The
Senate) —en hvað skeður? Jafn-
skjótt og þeir geta gefið sínum
fylgismönnum lífstíðar sæti í öldunga-
deildinni, er öllum loforðum til kjós-
enda á glæ kastað. Þau voru þá
ekkert annað en gabb og pólitísk
stigamenska.
Þeir lofuðust til að auka ^íbúatölu
þessa lands með skynsamlegum á-
kvörðunum hvað snerti innflutning-
nianna frá öðrum löndum. En nú um
undanfarin ár hefir þessi stjórn kapp-
samlega unnið að því, í sambandi við
stóröfluð járnbrautafélög og auðvalds
forkólfa, að flytja inn í þetta land svo
hundruðum þúsunda skiftir af alls-
lausum óhamingju lýð frá Evrópu.
En samtímis hafa svo hundruðum
þúsunda skiftir af framgjörnum son-
um og dætrum þessa lands orðið að
hverfa í burt til að leita sér brauðs
á framandi storð.
Þeir lofuðust til að efla iðnað i
landinu með sanngjarnri samkepni og
hagstæðum viðskiftasamningum við
önnur lönd. Aðalframkvæmdir þeirra
í þessa átt eru fólgnar í því að leyfa
til dæmis Nýja-Sjálandsríki að flytja
inn hingað smjör nær því tollfrítt i
samkepni við aðra aðal-afurð bænda
hér i landi. Og auðvitað hefir þetta
Valdið stórtjóni fyrir hvern einasta
smjör-framleiðanda í Canada. Enda
sá stjórnin sér eigi annað fært en að
uema úr gildi þennan band vitlausa
viðskiftasamning nú rétt fyrir kosn-
ingarnar.
Svona mætti hrekja nær því hvert
einasta atriði í þessari viðfrægu
stefnuskrá liberal-flokksins hér í
landi. Hún var ekkert annað en
vökur hryssa, er var notuð til þess
að ríða á henni í valdasess, en bænd- I
Ur og borgarlýður hafa síðan upp- !
skorið svikin loforð frá þessum flokki
sem hefir aldrei haft heilbrigða
stefnuskrá fyrir þetta land, síðan
Canada fyrst klæddist í sín ríkisföt.
servatíva stjórn, en í aðeins tveimur
fylkjum sitja liberalar við völd, þá
verður það óneitanlega ljóst, að á
þenna hátt átti að hirta og hegna
stórum meirihluta þjóðarinnar fyrir
það eitt að vilja. ekki svínbeygja sig
undii pólitíska trúarjátningu' liber-
ala.
Voðalegasta böl okkar nútíma
nenningar er áreiðanlega iðjuleysið.
áest af raunverulegri bölvun mann-
cynsins á þar sín upptök, því að væri
'ægilegt starf fyrir allan lýð, þá
nundi ' óeirðum og hryðjuverkum
inna. Morð og rán yrði þá eigi leng-
ir dagleg iðja —eða jafnvel eina úr-
æðið fyrir svo margar eins og nú
I sér stað. Þetta viðurkenna nú
luðvitað allir bestu menn þjóðanna
>g leita úrlausnar, hver eftir sínum
cringumatæðum og þjóðarviðhorfi.
Pylkisstjórnirnar hér í Vestur-
-anada, og einnig borgarstjórnir og
veitaráð, hafa hvað eftir annað leit-
Lð á náðir sambandsstjórnarinnar
im það, að hún hjálpaði til að ráða
>ót á þessu þjóðarböli, en ætíð hafa
Jessir herrar gefið sömu svör við
'líkum bænum: “Við flytjum fólkið
nn í landið, en svo verðið þið að sjá
>ví farborða”.
Og það var á síðasta sambands-
>ingi, er þetta stór-vandræðamál var
II umræðu, að stjórnarforsetinn
dálfur, Mackenzie King, lét köttinn
*t úr pokanum, hvað snertir viðhorf
>eirra liberölu á þessum og öðrum
nálum. Hann kvað þá upp með það
heyranda hljóði, að undir engum
tt'ingumstæðum mundi sambands-
ájórnin veita svo mikið sem fimm
;enta skilding til að lina þessa neyð,
>ar sem væri að ræða um fylki, sem
^efði conservatíva stjórn.
Hefir nokkurntíma fyr eða síðar
>eyrst slík óskammfeilni frá vörum
eiðandi manns og valdhafa héi* í
-anada ?
Er landssjóður séreign nokkurs
?ólitísks flokks, eða er hann eiga
^ikisins í heild sinni?
Og þar sem svo er nú ástatt, að
■inim fylki landsins hafa nú con-
£?ðan þetta gerðist í Ottawaþing
inu, hefir Mackenzie King hlotið
nafnbót nokkra, og er hann nú al-
mennt nefndur “Scenta Kenzie”, til
minningar um þá óskammfeilnustu
framkomu er Canadamenn hafa orð-
ið áð þola frá nokkrum valdhafa
þessa lands í liðinni tíð.
Getur nú nokkur ærlegur kjósandi
sagt já og amen við svona athæfi?
Stjórnin heldur á velli hálaunuðum
gosum er narra fólk frá hinum ýmsu
löndum Mið-Evrópu til að skjögrast
á einhvern hátt til þessa lands. En
svo þegar þessi lýður stendur hér uppi
svangur og ráðþrota, þá afneitar
stjórnin allri ábyrgð — þú og eg
verðum þá að sjá um að þeir falli
ekki hungurmorða! Og þessu til
sönnunar má geta þess, að Winnipeg-
borg hefir um 6—8 síðastliðna mán-
uði borgað úr bæjarsjóði meira en
þrjú hundruð þúsund dollara til þess
að halda lífi í allslausu fólki hér.
Er nú hægt að færa sögur af kald-
ranalegra og óforsjálnara athæfi en
þetta er? Aumingja fólkið, sem er
sópað hingað inn, á hér enga skuld
í máli. Það var tælt, og að því var
skrökvað.
Eg skil tæplega að nokxur einasti
heiðvirður kjósandi samþykki svona
atfc»efi. Og það mun satt vera, að
engin þjóðstjórn í menntuðu lándi
hefir gert sig seka um slíkt sa.M-
vizkuleysi sem okkar Canadastjórn,
gagnvart þessu mannkynsins sárasta
böli.
• * *
Islenzkt atkvæðamagn er víða á-
hrifamikið hér í Vestur-Canada, en
sjálfsagt hvergi meira en einmitt hér
í syðra Mið-Winnipeg kjördæmi. Þar |
sækir nú í annað sinn herra Jóseph
Thorson, undir merkjum Liberala, en
Mr. W. W. Kennedy býður sig þar
fram undir merkjum Conservativa.
Hr. Thorson hefir nú setið á þingi i
fjögur ár við fremur lítinn orðstír.
þrátt fyrir gumið um hann í vissum
blöðum, sem ætíð sjúga stjórnardúsu.
hann átti aldrei að lenda á þennan |
pólitíska bás. Það er næst því að
vera sorgarleikur, þegar maður með
hans ágætu gáfum og menntun ger-
ist skósveinn í liði slíkra manna, sem
ekki virðast hafa nokkurt annað
augnamið en það, að skara eld að
sinni köku. Og það er raunalegt.
þegar slíkir menn smá rýrna og eins
og skreppa saman, þar til þeir eru
orðnir að bara svolitlum pólitískum
dindli, í liði þeirra manna, sem enga
frægð hafa getið sér á neinu sviði.
Eg skal gera nokkra frekari grein
fyrir þessu, með því að birta hér
kafla úr bréfi frá vini mínum i
Keykjavík:
“Ekki er eg stoltur yfir fulltrúa-
sendingu Jóseps Thorson hingað, því
hann hefir eflaust ráðið þessari út-
nefning frá Ottawa. Canada er eina
þjóðin, sem óvirðir hátíðina með
sendisveitinni og velur hana alla ut-
an þings.”
Eg hygg, að þetta sé alveg rétt á
litið. Canada, allra þjóða fremur,
átti áreiðanlega að sýna meiri al-
vöru og þjóðvirðing í þessu manna-
vali. En svo var auðvitað þessi
dæmalausa málsbót, að þessir menn
eru allir þolreyndir liberalar í póli-
tík!
Og einmitt þarna brá hr. Thorson
upp góðri mynd af pólitískri fram-
komu hans sjálfs og flokks hans um
undanfarin ár. Ekkert annað hefir
gildi eða getur komið til greina, en 1
tryggt og auðsveipið pólitiskt fylgi-
Þú styður mig og eg skal umbuna
þér!
En það má enginn væna mig þess,
að eg sé að reyna að gera þessa
sendisveina Canada að minni mönn-
um. Þeir eru allir heiðvirðustu
menn, hver á sínu sviði. En eigi að
síður voru þeir rangkjörnir sem full-
trúar þessa lýðveldis til hinnar ís-
lenzku Alþingishátíðar, sem var svo
afar einstök í sinni röð í menningar-
sögu þjóðanna.
Það mætti auðvitað skrifa miklu
lengra mál um það, sem eg hefi að-
eins drepið á hér að framan. En eg
hefi ekki tíma til þess og verður
þetta þvi að duga að sinni.
En eitt má eg fullvissa ykkur um,
landar mínir, að eg er ekki að vonast.
eftir nokkurri dúsu eða stjórnar-
starfi. Hvað það snertir gildir mig
einu hvaða flokkur ræður hér völd-
um. En eg er canadiskur borgari
og vildi reyna að styðja að hag
þessa lands, og frá þeirri sjónarhæð
horfi eg á þessar kosningar.
Það er sannarlega kominn tími til
þess að skifta um og reyna hvort ný-
ir vendir eigi sópa betur.
M. Peterson.
Stjórnmálahugleiðingar
eftir
Torfa úr Dölum.
“Gott er að hafa tungur tvær og
tala sitt með hvurri”. Þessi íslenzki
málsháttur hefir verið í heiðri hafð-
ur af frjálslynda stjórnarflokknum
hér í Canada, síðan fyrst að sögur og
sagnir eru þekktar um starfsemi
hans. Vitanlega eru undantekning-
ar til með einstöku menn í flokknum,
en þessi málsháttur hefir ætíð verið
æðsta boðorð flokksins, sem heildar,
og þá vitanlega hafa hin boðorðin
verið þessu lík og í fylsta samræmi.
Það er samkvæmt frjálslyndi
flokksins, að tala í kosningum eins
og hver vill heyra. Hátolla og vernd-
artolla fyrir Austur-Canada, Quebec
og Ontario, en frjálsa verzlun við
bændur og búalið í Vestur-Canada.
Kaþólsku við kaþólska í Quebec og
annarsstaðar, en prótestantatrú við
hina, þar sem þá er að finna. Sam-
kvæmt þeirra frjálslyndi var ekkgrt
vit í því, að vera íhalds- og verndar-
maður. Að halda í og vernda gamla
og góða siði og reglur forfeðranna,
var og er enn í dag hámark heimsk-
unnar og óráðandi öllum bjargráð-
um.
Þegar vér íhaldsmenn erum að
sýna fram á nauðsynina á þvi, að
vernda iðnað Canada fyrir verka-
menn og bændur, svo viðskiftin og
verzlun þeirra geti sem bezt notið sín
innan vébanda þeirra sjálfra hér í
Canada, þá skilja þessir frjálslyndu
höfðingjar ekki baun í þeirri velmeg-
unarfræði. Og enn í dag standa þeir
jafnstoltir og fyr í því að prédika sína
frjálsu verzlun, og gefa í hendur öðr-
um löndum afurðir lands og þjóðar.
Hér skulu sýnd nokkur dæmi.
Samningurinn við Nýja Sjáland
og Astralíu.
Árið 1924 gerði fjármálaráðherrann
Hon. James A. Robb, í umboði King-
stjórnarinnar, viðskiftasamning við
Ástralíustjórnina. 1 þessum samningi
er gert ráð fyrir að vörur frá Canada
verði keyptar af áströlsku þjóðinni,
gegnjjví að Canada kaupi aftur vör
ur frá Ástralíu. Vörurnar frá Can-
ada voru flestar unnar hér í verk-
smiðjum, svo sem pappir og bifreið-
ar, sem að miklu leyti er búið til af
auðfélögum frá Bandaríkjunum, en
er sett saman hér í Canada og selt
héðan. En vörur þær sem Astralía
og Nýja Sjáland áttu að borga með,
voru bændavörur og aðallega smjör.
Allir vita að Ástralía og Nýja Sjá-
land eru akuryrkju- og kvikfjár-
ræktarlönd, þar sem allir gripir
ganga úti allt árið, og er því sama
sem kostnaðarlaust. En hér í Can-
ada verða bændur ekk einungis að
leggja stórfé í húsabyggingar, vegna
kaldrar veðráttu, heldur einnig að
rækta fóðrið fyrir gripi sina yfir
langan tíma ársins. Þennan sann-
leika vita allir, jafnvel unglingar inn-
an fermingar; en King og hans
frjálslyndu varðaði vitanlega ekkert.
nú fremur en áður, um hag bænd-
anna í Canada, eins lengi og þeir
gátu aukið haga Bandaríkja auðfé-
laga, sem undir umhyggju Kings og
hans stjórnar fluttu sinar vörur inn
í Canada til þess að seljast þar, og
þaðan út um allan heim. Á þennan
hátt er öll stjórnspeki Kings og hans
kumpána, að svíkja Canadabóndann
og selja hans hagnað til útlendra
auðfélaga.
Megnum mótmælum mætti þessi
viðskiftasamningur strax á þingi af
hálfu Conservatíva. Sýndu þeir, að
með þeim hlunnindum, sem Ástralíu
og Nýja Sjálandi væru gefin, þá eyði-
legði stjórnin að svona miklu leyti
heimamarkaðinn fyrir bændunum
hér.
Bændur i Canada hefðu byggt upp
markað fyrir sitt smjör svo aðdáan-
lega vel, að ekki einungis hefðu þeir
uppfyllt allar þarfir heimafyrir, held-
ur seldu þeir til annara þjóða um 14
miljón dollara virði á árinu.
Þetta var heldur ekki það eina, sem
samningurinn hafði að geyma bónd-
anum til skaða og skapraunar.
Undir almennum verndartolli var
tollurinn 4 cent. En nn 1 einu
hækkar stjórnin tollinn upp í 5 cent
til allra annara þjóða. En Ástralía
og Nýja Sjálandi fá hann settan nið-
ur í 1 cent, með þessum vöruskiftum
við Canada. Hér gaf Kingstjórnin
Ástralíu og Nýja Sjálandi tækifæri til
að fylla canadiska markaðinn, með
því að senda hingað og selja hér sitt
smjör í samkeppni við Canadabónd-
ann.
Hér á eftir set eg töflu er sýnir
betur en nokkuð annað, hvaða áhrif
þessi alræmdi samningur við Ástr-
aliu og Nýja Sjáland hefir haft á
smjörverzlun canadiskra bænda frá
1924 til 1. jan. 1930. Geta skal þess,
að skýrslan er tekin frá Búnaðar-
máladeild og Verzlunarráðuneyti Can-
ada (The Dept. of Commerce and the
National Dairy Council of Canada).
Skýrslan er miðuð við 31. marz hvert
ár, nema seinasti liðurinn.
Smjörpd. Smjörpd.
innflutt útflutt
1924 1.558,102 13,649,000
1925 198,241 24,502,000
1926 7,029,084 23,303,900
1927 7,190,267 9,878,400
1928 15.626,007 2,648,300
1929 25,608,249 1,889,200
1929, 31. des. 35,928,249 1,400,400
William W Kennedv nefndur’en taPaði kosnmgu með fá-
•' um atkvæðum. Og hann sækir enn
þingmannsefni conservativa í Mið-
Winnipeg syðri.
W. W. Kennedy, sem nú sækir um
kosningu í Suður-Mið-Winnipeg, er
fjölhæfur maður, eins og sjá má af
því, að hann hefir verið skólakennari, öll skiftin hefir hann lagt áherzlu á
sem Conservative þingmannsefni fyr-
ir Suður-Mið-Winnipeg í þessum
kosningum.
Þetta er í þriðja sinn að hann sæk-
ir um þingmennsku síðan 1925. I
Eg bið bændur að athuga vel of-
angreinda skýrslu, og sérstaklega
31. marz 1925, þegar innflutt eru
198,241 en útflutt 24,502,000 pund,
og svo hvernig árlega að innflutning-
urinn eykst en útflutningurinn mink-
ar öll árin, þar til 31. des. s.l., að
innflutt smjör er orðið fast að 36,-
000,000 pundum, en útflutt aðeins
1,400,400. Þessi samningur gekk í
gildi 1, október 1925. Var mikið um
hann rætt i Ottawaþinginu, þvi 23.
júní 1925, réðist Rt. Hon. Arthur
Meighen, sem þá var leiðtogi Con-
servatíva, á þenna alræmda samning
og tætti hann sundur ögn fyrir ögn,
svo að þaðan í frá hefir hann verið
bitbein flokkanna á þingunum í Ot-
tawa.
Eg set hér einnig skýrslu um toll-
inn á smjöri hjá nokkrum þjóðum, til
samariburðar, og þá vitanlega fyrst
Ástralíu og Nýja Sjálandi:
Ástralía: Smjör og ostur, 12c pd.
(preference), 14c (General).
Nýja Sjáland: Smjö rog ostur: 20%
(Preference), 40% (General).
Bandaríkin: Smjör 12c, ostur 5c á
pundið.
Argentína: Smjör 6.18c, ostur 13c
pundið.
Suður-Afrika: Smjör lOc pd., ostur
25—30%.
En samkvæmt Nýja Sjálands og
Ástralíusamningnum er tollur á einu
pundi af smjöri lc, almennur tollur
4c; ostur frír, almenur tollur 2c.
Svínafeiti, frí, almennur tollur 2c.
Nýju kjöti y2 c, almennur tollur
3%c
Árið 1928 gerði H. C. Cohan (con.)
tillögu í þinginu um að samningur-
inn væri numinn úr lögum, en King
og hans lið felldu hana með 136 at-
kvæðum gegn 76. (13. marz 1928,
Hansard bls. 1321.) Og 7. marz
1929 gerði Hon. Hugh Guthrie sams-
konar tillögu, og fékk hún vitanlega
sömri útreið, með 127 gegn 65. (Han-
sard, unrevised page 1541). Og nú á
síðasta þingi, 4. marz 1930, gerir
Mark Senn (Con.) svolátandi þings-
lyktuntillögu:
“Þingið ályktar að stjórnarskipun
1757, sem gerð var 26. september
1925, í sambandi við verzlunarsam-
band við Nýja Sjáland, skuli hér með
numin úr lögum, og samstundis gerð
tilraun til þess að sanngjarn við-
skiftasamningur megi takast við
þjóðina.”
Um þessa ályktun var kapprætt
mikið, og á endanum gerir Mr. Dun-
ning í nafni Mr. P. Cosgrain (Lib.
Whip, af því ráðherrann mátti ekki
gera uppástungu), þess efnis^ “að
samningnum sé breytt eins fljótt og
unnt verður”, og gekk breytingin í
gegn, og þar með afstýrði hann van-
traustsyfirlýsingu á stjórnina í þing-
inu.
Eftir atkvæðagreíðsluna spyr Mr.
H. H. Stevens (Con.) verzlunarmála-
ráðherrann, hvort breytingin muni
ekki taka fram yfir þann tíma, sem
sambandsfundurinn í brezka veldinu
verði haldinn á þessu komandi hausti.
Ráðherrann svarar: “Vinur minn
er alveg réttur. Eg held það taki allt
sumarið að koma samningnum í
gegn”. (Bls. 532, unrevised Hansard)
Samkvæmt þessu, fer ritstjóri Lög-
bergs með rangt mál i síðasta blaði
sínu, þar sem hann segir:
“Það er svo sem ekki mikil hætta
á því, að píslarvottinum verði fóta-
skortur í rökfiminni. Samt ætti hann
að vita, ef hann á annað borð veit
nokkurn skapaðan hlut, að innflutn-
ingstollur á smjöri frá Nýja Sjá-
landi, er nú kominn í sama horf og
áður, svo honum verður undir engum
kringumstæðum kennt um núverandi
lágverð á smjöri”.
Ennfremur ber samningurinn við
Nýja Sjáland það með sér, að sex
mánuði þarf til þess að segja honum
upp, eða þá að gerbreyta, eins og í
þessu tilliti. Vitanlega er það ekkerP
nýtt, þó Lögberg viti eigi, eða vilji
ekki viðurkenna sannleikann í þessu
máli, og allra sízt á þessum tímum.
blaðamaður, lögmaður, hermaður,
og fyrsti þingmaður þess kjördæmis,
er hann nú sækir um þingmennsku i.
Hann er fæddur á bóndabýli í On-
tario, menntaður á alþýðuskóla og
miðskóla þess fylkis og hóf framtíðar-
starf sitt með skólakennslu og að rita
í blöð.
1 Winnipeg byrjaði hann að starfa
háskólanum í Kingston, og kom tii
Winnipeg það ár og hefir verið hér
siðan, eða 26 ár.
I Winnipeg byrjaði han nað starfa
að fréttaritun fyrir blaðið Winnipeg
Telegram undir stjórn W. Sanford
Evans. Eftir stuttan tíma tók hann
við ritstjórn blaðsins. Tveim árum
seinna varð hann aðalritstjóri kvöld-
blaðsins Telegram. En hann vildi
nema lög, og árið 1906 byrjaði hann
á laganámi hjá Alfred Joseph And-
rews, K.C., í þessum bæ. I júní 1906
útskrifaðist hann með heiðri í lög-
fræði, og var einn með þeim fremstu
við prófið 1909.
Að því búnu byrjaði hann lögfræði-
störf, og þeim hefir hann stöðugt
gegnt siðan, að undanteknum árum
þeim er hann var í stríðinu mikla.
Lögfræðisstofa hans hefir verið í
Winnipeg og er nú þekkt undir nafn-
inu Kennedy, Kennedy and Kennedy,
en svo stendur á því, að bræður hans
hafa í félagið gengið með honum.
I þau ár, sem hann hefir rekið þessi
störf, hefir hann áunnið sér traust
og tiltrú sumra stærstu viðskifta-
manna þessa bæjar.
Arin í hernum.
Þegar striðið mikla skall á, inn-
ritaðist Kennedy sem óbreyttur liðs-
maður í Fort Garry Horse deildina.
Seinna var hann færður upp og að
lokum var hann fyrir sakir fram-
göngu sinnar gerður að Major.
Hann var fjögur ár í hernum og
í full tvö ár í fremstu skotgröfunum.
Tvisvar var hann sæmdur fyrir góða
framgöngu Military krossinum, í
annað skiftið eftir orustuna við Pas-
schendeale, og í hitt skiftið í orust-
unni síðustu hundrað dagana áður
en stríðinu lauk.
Hann hefir ávalt gætt hags heim-
kominna hermanna, og árið 1926,
sem sambandsþingmaður fyrir Suður
Mið-Winnipeg, tók hann svo öflugan
þátt í umræðunum um ráðstafanir
heimkominna hermanna, að enginn
gerði betur. Kvað hann engum blöð-
um um það að fletta, að menn sem
fatlast hefðu í stríðinu, ættu fram-
færslueyrir sinn hjá landsstjóminni.
Og fjórum árum seinna, þegar að
kosningum líður, er sú hugmynd hans
að lögum gerð á þingi 1930.
Þegar Mr. Kennedy kom heim úr
herþjónustunni, tók hann upp sína
fyrri iðju, lögfræðisstörfin.
Hann var til þess kvaddur með R.
A. Bonnar, K.C., að vinna í Royal
Grain Enquiry Commission, sem mjög
vel rannsakaði meðhöndlun komvöru
í vesturfylkjunum 1921.
Árið 1925, þegar Suður-Mið-Winni-
peg kjördæmið var stofnað, var hann
útnefndur þingmannsefni og hafði
meirihluta allra atkvæða, þó þrír
sæktu. Árið 1926 var hann aftur út-
það ,að menn kjósi þingmann sinn
vegna stefnu stjórnmálaflokkanna,
er þeir fylgja, en ekki vegna kunn-
ingsskapar eða með neinum óhrein-
um meðulum. Hann berst duglega,
en ávalt drengilega.
Frá Islandi
Rvík. 1. júní
Bílferð að Selvogi
Á miðvikudaginn fór Meyvant
Sigurðsson bífreiðastjóri á bíl alla
leið að Nesi í Selvogi. Er það 1
fyrsta skifti sem bíll fer þessa leið,
en það er ekki í fyrsta skifti að Mey-
vant fer nýja vegi eða vegleysur S
bílum, og lyftir þannig undir fram-
kvæmdir og sjálfsagðar kröfur að
auknum vegabótum. Því að þar sem
bílar hafa einu sinni farið, þar takast
upp stöðugar bílaferðir.
Þeir hinir djarfhuga menn, sem
fara fyrstir á bilum hálfrudda eða
litt rudda vegi, eru brautryðjendur.
Þeir opna augu manna fyrir því,
hvað hægt er að komast á þessum
farartækjum og þeir opna líka augu
manna fyrir þvi, að oft vantar ekki
nema herslumuninn á vegruðninga á
stöku stað, til þess að stór hjeruð
verði bílasamgangna aðnjótandi.
Meyvant fór þessa leið á svo sem
6 tímum, en á kafla mátti kalla veg-
inn ófæran, lá þar í og tafðist bíll-
inn eitthvað 5 ,tima. Hann fór út
af þjóðveginum austan við ölfus-
réttir (Bæjarþorp), og þar yfir heið-
ina. írt að Hrauni í ölfusi var all-
góður vegur, en þaðan mjög slitrótt
út fyrir Hlíðarenda. Þar tekur við
ruddrir vegur, sem Selvogsmenn hafa
gert vestur fyrir svokallaða Hellis-
þúfu. Seinustu 6 km. eru óruddir
enn, en verða ruddir seinna í sumar,
og eins verður gert við þá aðra kafla
á leiðinni, sem verstir eru, svo að
þegar líður á sumarið má búast við
að þarna verði kominn sæmilegur
bílvegur.
Það hefir alveg sérstaka þýðingu
að þessi leið opnist bílum, því að þá
er fengin akbraut að kirkjunni helgu
að Strönd. Er enginn efi á því, svo
mikil ítök sem Strandarkirkja á t
hugum allra manna, og hvað Reyk-
víkingar eru ferðafúsir til merkra
staða, að um þessa leið muni verða,
er fram í sækir, sífelldur straumur
ferðamanna — nokkurskonar helgi-
för til þess að sjá kirkjuna merku á
sandinum, kirkjuna, sem' bænheyrir
alla, er á hana heita.
6. júni
Hafnargerðin í Borgamesi. Á
annan í hvítasunnu verður vígð höfn-
in i Borgarnesi . Hefir Eimskipafélag
Suðurlands tekið Esju á leigu til
Borgarnesferðar þenna dag, því að
Suðurland verður um þær mundir í
Breiðafjarðarferð. Er búist við að
margt manna vilji komast til Borgar-
ness við þetta tækifæri, enda verður
þetta tilvalin skemtiferð.
LÁG FARGJÖLD
Frá Islandi &
Rvik. 5. júní
Skemtibátur sá sem Alþingishá-
tíðanefndin hefir keypt til þess að
nota á Þingvallavatn í sumar er bygð-
ur fyrir tveim árum. — Var hann
upphaflega bygður til ferða á ánni
Trave og kostaði þá 12,000 kr. Nú
er hann seldur nefndinni fyrir 6,000
kr. Báturinn getur borið 35 — 50
manns og hefir 16 km. hraða á
klukkustund. Stærð hans er 10 x
2.40 m.
Að fáum vikum liðnum geturðu not-
ið ánægjunnar af að dvelja á hinum
undurskemtilegu stöðum í Kletta-
fjöllunum, á Kyrrahafströndinni, Al-
aska, á vesturströnd Vancouver Is-
land, Austur-Canada eða jafnvel fyr-
ir handan haf.
Daglega
frá 15 maí
Til
30. sept.
Á ÞEIM FERÐUM ER MARGT AÐ SJÁ
KYRRAHAFS STRÖNDIN
Um.. þrjár.. Ijómandi landslags-
leiðir að fara yfir fjöilin.
STADIÐ VIÐ A ÖLLUM FRÆG
UM SUMARBtrSTÖÐUM
Engar dýrar aukaferðir nauð-
synlegar. Hótel meðfram braut-
unum og mjög fagurt útsýni.
ALASKA
Heimsækið hið dular-
fulla norðurland á hinu .
þægilega Princess skipi ÖJQA
Frá Vancouver og til |])/Q
baka.
AUSTUR CANADA
FARBRJEF GETA VERIÐ UM
VÖTNIN MIKLU
Með $10.00 aukaborgun fyrir
máltíðir og rúm.
ÞRJAR LESTIR DAGLEGA
The De Luxe Trans-Canada
Limited
The Imperial The Dominion
VESTURSTRÖND VANCOUV-
ER-EYJAR
Ferð sögulega eftir-
tektarverð og mjög
skemtileg. Frá Victoría
og til baka
$39
LÁG FARGJÖLD
Komin aftur 31. okt., 1930
tíl
22. maí til 23. sept.
BANDARfKJANNA
Látið Pacific Agent gefa upplýsingar.
Canadían Pacific
Steamship Ticktts to and from European Countriea.