Heimskringla - 09.07.1930, Blaðsíða 7

Heimskringla - 09.07.1930, Blaðsíða 7
 WINNIPEG 9. JtrLI. 1930. heimskringla 7. BLAÐSIBA Stefna Kingstjórnarinnar eykur hagsæld FRAMLEIÐANDA 1. Með því að lækka verð á verkfærum, sem notuð eru til akuryrkju, námuiðnaðar, skógarhöggs og fiskiveiða, allt gert með tolllækkun eða afnámi samkvæmt ívilnunar-tolllögunum, eins og þau koma fram í fjármálafrumvarpi Dunnings. 2. Með lækkun tolls á vöruflutningavögnum og bíl- um, sem þannig hjálpar bændum, verzlunarmönn- um og framleiðendum yfirleitt. 3. Með aukning á ágóða framleiðandans með því að færa niður flutningskostnað á framleiðslu hans til neytandans, þrátt fyrir mótspyrnu conserva- tíva gegn niðurfærslu farmgjalds samkvæmt Crows Nest Pass textanum. 4. Með fullkomnun Hudsonsflóa brautarinnar, og þannig að opna styttri, fljótari og ódýrari leið á heimsmarkaðinn. 5. Með því að auka eftirspurn eftir canadiskum vör- um, með alþjóða verzlunarsamningum og alheims velvilja. Nýrri markaðir. Víðtækari markaðir. Betri markaðir. * 6. Með því að tryggja að nýju útrás fyrir canadiskt hveiti, með aukningu á toll-ívilnun á vörum frá Bretlandi, og endurlífgun alríkisandans í við- skiftum. VESTUR-CANADA er tryggara með King Greiðið King frambjóðanda atkvæði 28 Avörp fornmanna, flutt á íslendinga- deginum í Winnipeg 26. júní. Grímur Geitskór Hér er staðurinn. Margt hefi eg athugað og mikið hefi eg kannað á landi og í lundu. Viða hefir vegur minn legið á hraunum og hrjóstri, i klungur og kletta, hjá veiðivötnum blám, og ljúfum berjalautum, yfir há- i ar heiðar, um fagra fjalladali, glæst- j ar blómabrekkur, og iðgræn engja- j lönd. En ekkert eitt af öllu þessu I má, út af fyrir sig, ráða kjöri. Ekki l#ieldur hinir arðvænlegu kostir, fugl eða fiskur, hafnir né hagar, hverir né fossar, ekki eldfjallanna umbrot né tign hinna jökulkrýndu tinda. Vörn þess, sem vernda skal, geymsla þess, sem gæta ber, hún ein má ráða. Þennan stað afmarkar gjáin sú hin mikla til annarar handar og önnur gjá smærri til hinnar. Á bjargi skal borg reisa. Hér mega sett grið stöð- ug standa. Af bergi því, sem hér hafa loft og láð eftir sig látið, svo sem ung Hliðskjálf væri, skal segja upp lög þau, er svásasta geymi frum- skipun frjálsborins anda. Svo skal Þingvöllur það verða Islendingum, sem Iðavöllur er goðum. Og þess væntir mig, að æ því meira teljist á- gæti hans sem lengra um líður. Svo kveð eg að því máli öll regié, sem eg nú treysti því, að hingað hafi fylgt mér að verki allra þeirra gifta og hinn almáttki ás. Ferð til Dakota Úlfljótur Það var sannarlega gleðiefni fyr- ir okkur, er stöndum fyrir “Vínlands Blómi”, að vera boðnir suður til Da- kota í júní. Það var ánægjulegt, að þetta unga félag vort skyldi eiga þá vini, er vildu sjá oss og heyra. Þetta var fyrsta boðið, sem við höfðum feng- ið, svo því var tekið; og maður hlakk- aði til þess 14. júní, líkt og maður ætlaði að takast ferð á hendur til Islands. Enda var það í mjög nánu sambandi. 14. júní um kl. 12 lögðum við af stað. Allt brosti við manni, veðrið var gott og fagurt, brautirnar renni- sléttar og bifreiðin í bezta lagi. Tollþjóngrnir og aðrir embættis- menn við línuna kurteisir og alúð- legir. Allt gekk að óskum, og eftir hálfs fimmta tíma keyrslu komum við til Mr. J. J. Meyers, en tii hans var ferð- inni heitið. Innilegri viðtökur hafa mér sjaldan mætt á lifsleiðinni. Ekki gátu þau heiðurshjón og börn þeirra sýnt oss meiri alúð og gestrisni, þótt við hefðum verið þeirra náustu skyld- menni. I sannleika erum við J. J. Myres mjög skyldir, í því að elska skógar- gróður. Merkin sýna verkin hjá Mr. Myres. Umhverfis húsið stóðu há og fögur tré af ýmsum tegundum, sem gefa skjól og fegurð. Öll þessi tré höfðu verið plöntuð. Þann 15. júní fór Myres hjó.nin með okkur upp á hæsta f jallatindinn. Þar sá maður yfir alla íslenzku byggðina. Það var fögur sjón og að- dáanleg. Víða sáust skógaraðir, er fyrir 50 árum ekki höfðu verið til, sem gerði útsýnið breytilegra og feg- urra. Oft hafði eg áður heyrt getið um myndarskapinn á öllu í Norður Da- kota. En farið upp á fjallabrúnina og lítið yfir byggðina, og sjáið hvað myndarleg hún er, og eftir því fer júlí Publication authorized by E. G. Porter, Portage la Prairie ;000000a00000000000aa0a0000a0a00000EB30000E83n0E83£ Jos. T. Thorson s Liberal Candidate Winnipeg South Centre u’ill address Public Meetings as follows- THURSDAY, JULY 10—John M. King School Ellice, McGee and Agnes FRIDAY, JULY 18—General Wolfe School EUice, Banning and BumeU MONDAY, JULY 21—Good Templars’ Hall 635 Sargent Ave. You are invited to attend these meetings and hear Mr. Thorson discuss the vital issues confronting the country in the following elections. THORSON’S COMMITTEE ROOMS: Phone: Headquarters: Acadia Gardens, Portage and Donald . 89 790 St. James: Cor. Inglewood and Portage ............ 62 450 992 Portage Avenue ............................... 71 301 800 Sargent Avenue ....4.......................... 71 339 (Published by authority of W. C. Borlase, President Winnipeg South Centre Liberal Association.) r-annr<rtnrn3anEH3E83E83EiE830EO3gPC83gI3CgCPgg0gE83PDggEH3DE83I3C83ffrír Það skal áform allrar lagasetn- ingar, að land hvert og lýður þess verði goðunum og hollvættum sínum, geðþekk. Með lögum skal land byggja Sjálft landið á þann rétt á sér. Það er því aðeins látið njóta laga, að lýður sá, er það fæðir og nærir megi samboðinn verða sjálfs þess eðli. Hvergi er land til svo hrjóstugt, að vísvitandi skuli varna því þess lifs, sem það bezt getur borið. Röng lög er rangnefni — þau heita ólög. Og hvergi skyldi nokkurt land með ólögum eyða. Því er sú þörf oss nú mest, að sem flest megi það hér að góðu gagni verða, sem um gjörvöll norðurlönd bezt hefir dugað feðrum vorum og frændum, frá ómuna aldri. Hefi ég leitast við, að fara sem högustum höndum um allan þann efnivið til löggjafarinnar, sem ég sókt hefi til Noregs. Að landsins staðháttum skyldi svo lögin laða, að sem mest afstýri sundurþykkju en afli sátta. Æ munu saman fara heilar sættir og hollar vættir. Ofraun er hinu, að annað bregðist. Hvorugs eða hvors tveggja fær lýður og land að njóta. Þá er lán i landi, er laðast fá að bústöðum manna, hamingjur miklar og heilladísir. Enginn skyldi svo ósvinnur maður vera, að hann fæli landvætti með fíflsku sinni. Því skal það hér ekki neinum mönnum lofað, að sigla að ættjörð sinni með táknum oflætis og ójafnaðar.-gapandi höfðum og gínandi trjónum. Allt slíkt skal ofan taka ekki síðar en þá er komið er í landsýn. Er sú hreysti og hugprýði einnig spökust að viti, sem mesta virðingu sýnir því. sem hæst ber að virða, —• en það er landið með vættum þess, í vernd allra goða. Skirra má svo bezt öll- um vandræðum að skipulagi goðanna sé fylgt. Beri þeim vanda nokkurn að höndum, ganga regin öll á rök- stóla og ráða svo ráðum sínum. Væri Saga þá eigi mikils metin, ef dunur allra djúpa yrðu þar jafnan að engu hafðar. Lítil virðing væri Jörð í því sýnd, að ekki bæri neinn kennsl á svip hennar og vaxtarlag, né léti sig æðaslög hennar neinu skifta. Það mundi sýna óvirðing mikla, að at- huga svo fávíslega þrekvirki Þórs um gjörvalla Jötunheima, að ekki fengi neinn af því skynjað byltingar lofts og veðra. Minnst sæmd yrði það nokkurs manns eigin eyrum, að Heimdallur fengi blásið hljómum allra náttúrunnar radda, áh þess neinum mætti það að nokkuri kenningu verða. Og þá hvað mest væri sjón manna sjálfum þeim gleymd, þegar þeim daglega sæist yfir þann alföðurljóma, sem yfir allt þetta breiðist. Slíkar bendingar skyldu menn ekki láta undir höfuð leggjast, því það eitt má með sanni lög telja, sem þýðst fær goðanna ráð. Skulum vér, Islend- ingar, nú héðan í frá, fylgja svo málum vorum á þessum Þingvelli, sem framast vilja oss áheym sína veita, regin öll og hinn almáttki ás. N a: fn IS PJ iö Id —er Dr. M. B. Halldorson 401 Ðojd llldpr. Skrifstofusimi: 23674 Stundar sérstaklepa lungnasjúk- dóma. Er at5 finna á skrlfstofu kl 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimíli: 46 Alloway Ave. TalHÍmli 33158 DR A. BLONDAL 602 Medical Arts Bldg. Talsími: 22 296 Stund&r sérstaklegra kvensjúkdóma og barnasjúkdóma. — Að hitta: kl. 10—12 * h. og 3—6 e. h. Heimfli: 806 Victor St. Sími 28 130 DR. B. H. OLSON 21*1-220 Medlcal Ar«s BldK. Cor. Graham and Kennedy St. Phone: 21834 ViCtalstíml: 11—12 og 1_5.30 Helmili: 921 Sherburn St. WINNIPEG, MAN. annað. Hvar sem við komum, var ætíð tekið vel á móti okkur og málefni okkar. Við fundum hér sannarlega vini. Það væri of langt mál að telja upp alla þá merku menn, er við mættum. En þó má eg til að geta þess að hafa mætt skáldinu K. N. Júlíus. Mælti hann fram vísu er hljóðaði í þá átt, að hann ætlaði að Játa Birni það eft- ir að klæða landið, en sjálfur sagðist hann ætla að taka það að sér, að klæða landsins dætur. Hann sýndi okkur eplatrén og ann- an jurtagróður, þar á heimilinu. Mun það vera hinn stærsti aldingarð- ur, er íslendingar í Norður Dakota eiga, að minnsta kosti sá stærsti, er eg sá. J’n það var eitt sorglegt, er eg sá, og það Var sandfokið ofan af hæðun- um. Eftir að menn voru búnir að strita við plægingar og sáningu, að þá skuli koma sandfok og eyðileggja allt. Sem betur fer, kemur það ekki oft fyrir; en í vor hefir borið meira á því en að undanförnu, vegna stöðugra vinda. Sandhæðirnar myndu vel geta framleitt Pineskóga. Það sá eg hjá B. Eastmann, við Akra P. O., þar sem hann var að grafa skurð, að sandurinn var sams- konar og þar sem Pine-skógurinn vex norður í Canada. Ef sáð væri meira af Pine i kringum akrana, myndi það að mínu áliti hjálpa stórlega til að verjast sandfoki. Eg tók eftir að margir höfðu plant- að Spruce og Balsam, en hafði lukk- ast illa, líklega af þvi að plöturnar hafa verið fluttar langt að, og ræt- urnar skemmst. Myndi þess vegna fræið vera hentugra. Auðvitað eru svoleiðis verk aðallega í hag þeim er á eftir koma, þvi að sá sem sáir nýtur kannske ekki uppskerunnar Því miður máttum við ekki standa lenj,'ur við, og komum heim aftur þann 17. júní. Eg þakka ykkur öllum í Dakota fyrir ykkar velvild og alúð okkur til handa, og þann stuðning er þið sýnd uð “Vínlands Blómi”. Og ósk okkar er sú, að við getum með 'tímanum sent ykkur blómfræ frá íslandi. Við vonumst til að geta úthlutað ís- lenzku blómfræi hér i landi, engu síður en vestur-heimsku trjáfræi á Islandi. Ef að allir tækju “Vínlands Blómi” eins vel og Norður Dakotabúar, þá stuttu stund sem við stóðum þar við, þá yrði tilgangi okkar fyllilega náð. Hjálpið okkur með að kaupa hnappana. Hver hnappur, sem keypt- ur er, gróðursetur tré á íslandi. Crt- látin eru ekki stór, aðeins 25 cents. • • • En ekki hefðum við átt að flýta okkur heim, því ekkert beið okkar þar. Við höfðum beðið um að að vera á Islendingadagshátíðinni þann 26. júní hér í Winnipeg, og höfðum við-búið okkur út með hnappa til að selja þar, töldum sjálfsagt að okkur yrði leyft það. I nærri tvær vikur biðum viö eftir svari. En þessir góðu Dr. J. Stefansson 210 MKDICAL ARTS BLDG. \ Horni Itennedy og Graham Stundar rlnítönmi nuK'fln- eyrnn- nef- ojff kverkn-Mjfikilónin Er a5 hitta frá. kl. 11—12 f. h. og kl. 3—6 e. h. Tnlsfmi t 21834 Heimili: 638 McMillan ■ Ave. 42691 Tulsfmi: 28 880 DR. J. G. SNIDAL TANNL.4ÍKNIR 014 Somemet Bloek PortnKe Avenue WINNIPEG DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. l»vl «5 gnngn unillr npp>ikiir5 vlfi hotiilnnKahólKii, KnllNteinnm, mngra- ok llfrarveiklf Hepatola hefir gefist þúsundum manna vel vítSsvegar í Canada, á hinum sí5astliT5nu 25 árum. Kostar $6.75 með pósti. Bœklingur ef um er be?5i‘5. Mrs. Geo. S. Almas, Box 1073—14 Saskatoon. Sank. HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR, 8. G. SIMPSON, N.D., D.O., D.C. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. A. S. BARDAL selur líkkistur og ann&st um útfar- ir. Allur útbúnaóur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarTía og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phonet 80 007 WINNIPEG G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 24 587 WALTER J. LINDAL BJÖRN STEFÁNSSON Islenikir lögfrœðingar 709 MINING EXCHANGE Bldg Sími: 24 963 356 Main St. Hafa einnig skrifstofur að Lundar, Piney, Gimli, og Riverton, Man. Telephone; 21613 J. Christopherson, Islenzkur Lógfrœðingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitoba. Mrs. B. H. Olson TEACHER OF SINGING 5 St. James Place Tel. 35076 Bj örgvin Guðmundson A. R. C. M. Teacher of Music, Composition, Theory, Counterpoint, Orchei- tration, Piano, etc. 555 Arlington St. SIMI 71021 MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 8»4 RANNING ST. PHONE: 26 420 Ragnar H. Ragnar Pianokennari Phone 34 785 —Kennslustofa— 693 Banning Street TIL SÖLU A ÓDfRV VERÐI “FURIVACE'* —bœT51 vibar og kola “furnace” líti5 brúkaD, «r ill sölu hjá undirrltuöum. Gott tœkifœri fyrir fólk út A landi er bæta vilja hitunar- áhöld á beimilinu. GOODMAN A CO. 780 Tnronto St. Sfml 28847 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— BaKgage nnd Fnrnlture Moiing 762 VTCTOR ST. SIMI 24.500 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. nefndarmenn sáu sér ekki fært að gefa svarið fyr en að kvöldi þess 24. júní, og þá að við mættum ekki vera þar. Ástæðan, er þeir gáfu, var sú, að aldrei hafi svoleiðis verið leyft áður — á þúsund ára minningarhá- tíð, áttu þeir víst við. Því ekki gátu þeir sagt með sanni, að þess háttar hafi aldrei verið leyft á Islendingadegi, því þótt hnappap hafi ekki verið seldir, þá voru undir- skriftir seldar á Selskinnu, sem — sem meinar mjög líkt. Það sem inn kom fór til Háskóla Islands; en við söfnum til að hlynna að skógarmál- um Islands. Vér munum það, að í vetur, þeg- ar þessi nefnd var kosin, að einn ræðumaður gat þess, að ekki væri um annað en þrjá félagsskapi að gera hjá Islendingum í Winnipeg, tvo kirkjuflokka og Goodtemplara, og að þá sem stæðu fyrir utan þá, þyrfti ekki að taka til greina. Skil eg nú enn betur mína aðstöðu hér, því engum af þessum flokkum heyri eg til. B. Magnússon. 428 Queen St., St. James. 100 herbergi meö eöa án b&$s SEYM0UR H0TEL verö sanngjarnt Sfml 28 411 C. G. HUTCHISON, elgandl Market and King St., Winnipeg —:— Man. MESSUR OG FUNDIR i kirkju Sambandssafnaðar Messur: — á hverjum sunnudegi kl. 7. e.h. Safnaðarnefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld í hverjum mánuði. Hjálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánutSi. Kvenfélagið: Fundir annan þriSju dag hvers mánaöar, kl. 8 »8 kveldinu. Söngflokkuri**n: Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum . sunnudegi kl. 2.30—3.30 e. •*. *

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.