Heimskringla - 09.07.1930, Blaðsíða 2
2. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 9. JtrLI, 1930.
Trúarjátningin og Mán-
aðarblað K. F. U. M.
Strauma má panta hjá Benjamín
Kristjánssyni, 796 Banning St., Win-
nipeg.)
(Grein þessi er birt hér til þess að
gefa mönnum hugmynd um þá ein-
örðu baráttu, sem allir hinir yngri
prestar og guðfræðingar á Islandi
hafa hafið gegn hverskonar skoðana-
kúgun og trúarbragða-ófrelsi. Má
af henni ráða, að þar hafa loksins
komið fram menn, er einhverja við-
leitni hafa til þess að fylgja sam-
vizku sinni og sannfæringu gegn þý-
lyndum afturhaldsanda trúarvanans,
er einráðinn er í því að súpa hverja
andstyggð erfðasyndanna til botns
af sauðarlegri hlýðni hjátrúar og
framtaksleysis. Jakob Jónsson, prest-
ur á Norðfirði, talar fyrir munn allr-
ar hinnar yngri sveitar, sem vígst
hefir til þjónustu andlegra málefna á
lslandi. Það ógeðslega flóð skætings
og óbæna, sem afturhaldsblaðið
Bjarmi og æðstu prestar K. F. U. M.
í Reykjavík, hafa stöðuglega ausið
yfir hina yngri menn, vegna þess að
þeir af hæversku við gu^ almáttug-
an hafa reynt að leita sannleika
hans, svo sem þeir hafa vit á, sýnir
glöggt hvar málstað þeirra er kom-
ið. Ekki getum vér tekið undir þá
skoðun með vini vorum Jakob, að
nokkurt sannarlega kærleiksríkt
prúðmenni eða göfugt og milt ljúf-
menni, geti látið þá hrottalegu 6-
svinnu út úr sér, að allir muni fara
í kvalastaðinn, sem ekki imdirrita
trúarjátningar K. F. U. M. í Reykja-
vík, að minnsta kosti kemur prúð-
mennskan ekki fram í þeim ummæl-
um. Nær væri að álykta, að þeir, sem
gala af slíku ofstæki hjátrúar-
innar, hljóti að vera grimm-
ir menn og miskunnarsnauðir, ef þeir
tala í alvöru, því að naumast ætla
þeir guð sinn grimmari, en þeir eru
sjálfir, — en ef þeir tala ekki alvöru,
eru þeir ábyrgðarlausir hræsnarar,
sem enginn getur tekið mark á.
Sú tilhneiging yfirleitt, að vilja
ráða yfir trúarhugmyndum annara
með hótunum eða valdi, er svo frá-
munalega frumstæð og villimanns-
leg, að merkilegt er að hún skuli fyr-
irfinnast í siðuðu þjóðfélagi, löngu
eftir að trúarbragðafrelsi er þó í lög
leitt.
Grein þessi er tekin úr Straumum,
málgagni frjálslyndra presta á Is-
landi, sem gefið er út af 12 ung-
um prestum og guðfræðingum. —
I.
K. F. U. M. í Reykjavík gefur út
lítið mánaðarblað og ritstjóri þess
er hinn þekkti framkvæmdarstjóri
félagsins, séra Friðrik Friðriksson.
Allir, sem kynnast honum, hljóta að
virða hann og elska, sakir prúð-
mennsku hans, mannkærleika og
hjálpsemi. Hann vinnur starf sitt
af mikilli fórnfýsi og leggur sig fram
af alhuga til þess að efla kristilegan
félagsskap meðal ungmenna.
Það er hverjum manni kunnugt,
hvaða stefnu séra Friðrik fylgir i
guðfræði. Varla mun unnt að finna
ákveðnari eða "dogmatiskari” gamal-
guðfræðing á öllu landinu, og þó að
víðar væri leitað. Þrátt fyrir það
hefir hann litinn eða engan þátt tek-
ið í opinberum deilum um guðfræði,
og meðal þeirra, sem orðið hafa
snortnir af áhuga hans, innileik og
góðvilja, eru margir, sem sízt gætu
átt samleið með honum í umræðum
um hana. Þeir líta þannig á, að ann-
að og meira ráði úrslitum en guð-
' fræðin, þegar metin eru störf manna
[í þágu guðsríkis. Mun svo hafa far-
i ið fleirum en mér, að þeim virðist
'■ séra Friðrik boða með persónulegum
krafti það annað, sem þýðingarmeira
var, guðstraustið, bænariðjuna og
fórnfýsina. Enginn getur kynnst
honum án þess að verða þess var, að
djúp og dýrkeypt trúarreynsla ber
uppi líf hans, bæði í leyndum og í op-
inberu starfi.
En einmitt sökum þessarar við-
kynningar, sem ávalt er bjart yfir i
; huga mínum, kom mér á óvart litil
j grein, sem birtist í desemberhefti
Mánaðarblaðsins. Astæðurnar til þess
að eg minnist á hana, eru aðallega
i tvær. 1 fyrsta lagi virðist hún rit-
uð sem einskonar svar við grein
minni í síðasta “Prestafélagsriti” og
hinum drengilegu fundarsamþykkt-
’um frá Borgarnesfundinum, og í öðru
lagi finnst mér vert að gefa þvi
gaum, hvert stefnt er í félagi eins og
K. F. U. M. Eins og eðlilegt er, bæði
vegna heitisins á félaginu og mann-
kosta framkvæmdarstjórans, lita
menn yfirleitt samúðaraugum til K.
F. U. M. En þrátt fyrir það, má ekki
skella skolleyrum við hverri firru, er
þar kann að koma fram, og efamál
er, hvort menn gera sér það lengi að
góðu, að þar sé alinn upp öflugasti
stofninn af ofstækisfullu afturhaldi í
trúmálum. En þessi litla grein, sem
eg nefndi, getur vakið grun um, að
svo kunni að vera. Sá munnsöfnuður,
sem í henni er, hélt eg að tæplega
myndi tíðkast, nema hjá skamma-
greinahöfundum stjórnmálablaðanna
og “Bjarma”. Þar eru notuð þau
orð um andstæðingana, sem eg hélt
að flestum, er þekkja sögu Júdasar
Iskariot, mundi hrjósa hugur við að
láta sér um munn fara. Og eg efast
um að • nokkur mundi gera það, ef
hann setti sér nógu áþreifanlegu fyr-
ir sjónir hvað í þeim felst.
Greinarkornið ber fyrirsögnina
“Kirkjan”, en er annars eingöngu um
notkun trúarjátningarinnar (aposto-
likum) í kirkjunni. Höf. segir, að
postulleg trúarjátning sé gefin af
heilögum anda. Hún er “innihald alls
þess, sem kirkjan hefir að færa
mönnum frá guði”, “hið helgasta”,
sem hún á til þess að veifa í nafni
guðs vors. En þetta merki er hatað
af þeim, sem hata guð,. Krist og
kirkjuna, og “fjandmenn guðs” njóta
góðrar aðstoðar “sumra meðal kirkj-
unnar manna, sem eru það í orði, en
ekki í anda”. En þar munu vera
fremstir I flokki þeir prestar, sem
vilja trúarjátninguna burtu. En það
getur kirkjan aldrei, “svo lengi sem
hún heldur áfram að vera kristin
kirkja”. “Þá væri hún ekki lengur
tilheyrandi kirkju Krists”, “heldur
eitthvert ókristilegt trúatffélag, en
kristindóm ætti það ekki, nema þá í
einhverri skrípamynd”. — Ekki lízt
höf vel á ástandið, eins og það er nú.
“Um stund geta þeir hreykt sér hátt
hatursmenn guðsríkis og hróðugir
geta um stund verið þeir Júdasar
kristnu kirkjunnar, sem hafa stutt
fjandskap þeirra með sviksemi og
afneitun sinni, en Júdasarlikar lenda
lagsbróður sínum hjá” — og þá læt-
ur guð játningatrúna sigra.
Hvað mundi svona orðbragð vera
kallað, ef það væri ekki eftir einn
virðulegasta klerk íslenzku kirkjunn-
ar, heldur “Strauma-menn” eða eín-
hverja aðra ennþá lakari. Á það að
vera hlutverk “Mánaðarblaðsins” að
árétta skætinginn í jólablaði Bjarma
með fúkyrðum og brigslum? Margt
getur okkur dottið í hug, sem “úti í
fásinninu” tökum á móti jólapósti
hinna “rétttrúuðu” í Reykjavík. Eitt
er að minnsta kosti vist, að þama er
engin tilraun gerð til þess að færa
rök fyrir stórorðum fordæmingum
eða öðru, sem fram er borið. Þess
vegna hljóta margar spurningar og
athugasemdir að koma lesandanum
í hug.
Hvar eru t. d. heimildir fyrir því,
að heilagur andi hafi gefið kirkjunni
játninguna? Ef svo er, hefir hann
þá ekki líka gefið hinar höfuðjátn-
ingamar? Allar hafa þær orðið til
á svipaðan hátt, fyrir manna sjónum
að minnsta kosti, sem afsprengi há-
spekilegra heilabrota og guðfræði-
legra deilna, sem oft máttu kallast
illdeilur. Frá Kristi eru þær ekki
komnar, svo vér yitum, og aðalrit
postulatímabilsins, Nýja testament-
ið og “Kenning postulanna”, nefna
ekki postullega trúarjátningu á nafn,
og er þó “Kenning postulanna” fyrsta
lærdómskver kristninnar. Það er
skrifað á 2. öld og ætlað þeim, sem
taka vildu skírn. Eins og fleiri
mannanna verk er hin postullega trú-
arjátning að smámyndast og mótast
allt þangað til um árið 500, eða jafn-
vel lengur. Samkvæmt kenningu
“Mánaðarblaðs K. F. U. M.” hefir
kirkjan þvi allt fram til þess tíma
engan kristindóm átt nema skrípa-
mynd og söfnuðir postulanna verið
“ókristilegt trúarfélag”. Er þeltta
þveröfugt við það, sem flestir hafa
haldið fram hingað til. Og ef satt
er, sýnist það furðuleg ráðstöfun
heilags anda, að láta dragast svo lengi
að gefa mönnum hinn sanna kristin-
dóm í stað skripamyndarinnar.
“Mánaðarblaðið” virðist einnig lita
svo á sem allt 'sé tekið fram í trúar-
játningunni, sem kirkjan geti fært
mönnum frá guði. Þarna vildi eg þó
mega minna á eitt, sem höf. trúar-
játningarinnar hafa fellt undan og
það er líf og starf frelsarans á jarð-
vistardögum hans. Eða er ef til vill
engin þörf á, að mynd guðspjallanna
af Jesú frá Nazaret sé færð mönn-
um? Vera má að þá yrði hinni trú-
fræðilegu Kristmynd miðaldanna of
mikil hætta búin. En sennilega hefði
bæði kirkjan og mannkynið verið
betur komið, en fyr hefði verið horfið
að því að rífa trúarjátninga-hjúpinn
af Kristi guðsspjallanna og sýna
hann í sögulegu ljósi. Trúarjátning-
in minnist ekki einu orði á kenning-
ar Krists, kraftaverk hans, lækning-
ar, framkomu hans gegn olnboga-
börnum mannlífsins eða syndsjúkum
sálum. Til þess að færa mönnum
það, verðum vér að ganga fram hjá
öllum játningum og leita beint til
Nýja testamentisins.
“Mánaðarblaðið” kallar trúarjátn-
inguna helgasta táknið, sem kirkjan
á til þess að veifa í nafni guðs. Vera
má, að líta megi á hinar fornu játn-
ingar með nokkurri lotningu vegna
þeirrar helgi, sem á þeim hefði hvílt
um margar aldir. En að kristnin
eigi ekkert helgara til að hafa að
tákni eða merki, er vægast sagt fá-
ránlegasti barnaskapur. Ritstjóri
“Mánaðarblaðsins” veit vel, að ýmsir
þeirra, s^m vilja trúarjátninguna
burtu, hafa tilnefnt annað merki,
bænina “faðir vor”. Það hlýtur því
að vera meðal annars með hliðsjón
af þeirri uppástungu, að hann kallar
trúarjátninguna helgasta táknið. En
mér er spurn: Getur hún talist helg-
ari en faðir-vor-ið ? Ef ritstjórinn
lítur svo á — og samherjar hans —
þá væri fróðlegt að fá að vita, hvað
þeir setja út á faðir-vorið, svo að
sjálfsagt sé að skipa því skör lægri
sess en játningunni. Annars ætla eg
ekki að fara hér út í nánari saman-
burð á þessu tvennu, en vísa til grein-
ar minnar í Prestafélagsritinu. Frá
hlið gamal-guðfræðinga hefir ekki
enn, svo eg viti, verið sagt eitt orð
um það, hvers vegna eigi er unnt að
nota faðir-vorið sem merki kristinn-
ar kirkju.
Eg geng út frá þvi, að einhvern-
tíma hafi verið í K. F. U. M. lagt út
af orðunum: Dæmið ekki. — Þó leyf-
ir sjálfur framkvæmdarstjórinn sér
að kalla okkur, sem skifta viljum
merki kirkjunnar, Júdasa innan henn-
ar og skipa okkur á bekk með fjand-
mönnum guðs. Þó efast hann víst
ekki um, í hvers liði þeir eru. “Júd-
asarlíkar lenda lagsbróður sínum
hjá”. Við nýguðfræðingarnir erum
farnir að venjast því, að fjandanum
séu gefnar ávísanir á okkur, svo að
eg kippi mér ekki svo mjög upp við
það. En mér hrýs hugur við því, að
slík orð komi frá manni, sem eg hefi
litið upp til frá fyrstu viðkynningu,
og af öllum er talinn einn hinn göf-
ugasti prestur Islendinga á síðari
tímum. En geta vinsældir eða virð-
ing nokkurs manns réttlætt það, að
hann setjist í dómarasess yfir starfs-
bræðrum sínum og dæmi þá hiklaust
í neðri staðinn. Því að öðruvísi verða
orð hans ekki skilin. Annars er vert
að athuga, hvað í Júdasartitlinum
felst. Höf. einkennir hann með orð-
únum: sviksemi og afneitun. Með
öðrum orðum: við, sem viljum setja
faðir-vor í stað trúarjátningarinnar.
erum að svíkja mannsins son með
kossi. — Því er þar með dróttað að
okkur, að þótt við gerumst þjónar
kirkjunnar, búi undirniðri vísvitandi
viðleitni til þess að ofsækja Krist og
kristindóm. Það má vel vera, að við
séum illa innrættir, en fyr má nú
rota en dauðrota. A sínum tima
mun hinn guðlegi sannleikur dæma
okkur og verk okkar hér á jörð. En
K. F. U. M. hefir ekki enn hlotið neitt
dómaravald í guðsríki, svo að það
geti með margra alda gömlum
mannasetningum lokað fyrir neinum
manni dyrum þess. Slíkur dómsúr-
skurður bjóst eg því aldrei við að
kæmi frá jafn mildu ljúfmenni og
sr. Fr. Fr., eg veit að hið sanna
hugarfar hans er ekki á bakvið for-
dæmingarorð hans í “Mánaðarbl.”, og
von mín er sú, að barnavinurinn í
K. F. U. M. haldi áfram að skrifa
í öðrum anda, sem hæfir honum
betur.
II.
1 niðurlagi greinarinnar bendir höf.
á það ráð, er hann hyggur að verða
muni til að halda trúarj^tningunni í
hefð og gildi. “Hver trúaður*'
prestur ætti að hafa hana hátt yfir
á predikunarstóli í hverri messu.”
Þessi niðurstaða er í fullkomlega
heilbrigðu samræmi við þá þýðingu
sem höf. eignar játningunni, og er
miklu meira vit í henni, en þeirri
hjákátlegu hálfvelgju, sem nú er
ríkjandi. Standi og falli allur kristin-
dómur með trúarjátningunni, eru það
svik við það helga erindi kirkjunnar
að láta hana ekki hljóma sem hæzt
í hvert sinn, er merm koma saman
til að styrkja trú sína. Sé kjarni
trúarinnar aftur á móti í öðru falinn,
eru það samskonar svik að halda
henni á lofti sem lýsingu sálhjálp-
legrar trúar, og viðhalda þannig tví-
veðrungi og blekkingum eða sið-
spillandi sambreyskingi þeirra kenn-
inga, sem enga samleið eiga. Það er
þetta, sem mergsýgur kirkjuna á.
vorum dögum.
Við hverja bamsskírn ætlast helgi"
siðabókin til, að þessi orð séu sögð:
“Heyrum nú játning trúar vorrar,
sem barnið á að skírast til.” —
þau eru tekin alvarlega, er meira
en lítið með þeim sagt (þvi að von-
andi á ekki að skoða þeu sem mein-
ingarleysu). Þau eru yfirlýsing
kirkjunnar samþykt af þeim, sem
bera barnið til skírnar, og getur að-
eins orðið skilin á eina leið: Héðan
í frá skal alt uppeldi barnsins miða
að því að innræta því þær skoðanir,
sem lýst er í postullegri trúarjátn-
*) Við Júdasarnir erum sennilega
ekki meðtaldir.
(Frh. á 3. bls.)
I
i
I
i
i
i
í
i
i
í
i
i
i
í
i
i
HVORTSKALVERA?
GreiðiS Atkvæði
Og notið áhrif yðar til stuðn
ings
JAS. H. STITT
frambjóðanda Conservatíva
f Selkirk kjördæmi.
Canada Fyrst
eða
Canada Næst
i
*
Hon. R. B. Bennett, leiðtogi conservatíva flokksins í Canada, hefir
borið fram sanna canadiska stefnuskrá, sem áreiðanlega verður til þess
að gera Canada að því mikla iandi, sem það á heimtingu á að verða.
TRÚNAÐAR YFIRLÝSING.
1. Vér lofumst til ð vernda þá, er a ðfrumiðnaði þessa lands vinna,
svo sem landbúnaði og hverjum öðrum undirstöðuiðnaði sem er. Vér lof-
um neytanda einnig fullri vernd gegn yfirgangi auðshölda.
2. Vér lofumst til að efla akuryrkju, kvikfjárrækt og smjör- og mjólk-
urbúaiðnað, sem svo hörmulega lítið er sinnt af núverandi stjórn.
3. Vér lofumst til að vinna að alefli að því, að bæta úr núverandi á-
standi, bæta kjör almennings og vernda hann gegn viðskiftaoki, útlendu
eða innlendu.
4. Vér lofumst til að efla viðskifti milli fylkja landsins, vinna að því
að Canada noti sitt eigið eldsneyti, og bæta erlenda markaðinn.
5. Vér lofumst til að bæta samgöngur á allan hátt, norður á bóginn
með því að vinna hispurslaust að því að ijúka við Hudsonsflóa brautina,
og leggja nýja stúfa, sem nauðsynlegir eru til þess að brautin verði öllu
landinu til sem mests gagns. í vestrinu með því að tengja iandið við
Peace River leiðina, í austrinu með því a ðbæta St. Lawrence sjóleiðina.
Vér lofumst til að gæta vel þeirra samgangna, sem nú eru, aukakig bæta
hafnir við vötnin miklu, við Hudsonsflóann og á austur- og vesturströnd
landsins. Þá iofumst vér einnig til að gera allt sem unnt er til þess að
koma á þjóðvegasambandi um allt landið. 1
6. Vér lofumst til að stuðla að því að heppileg og ábatasöm viðskifti
eflist milli brezka ríkisins og Canada.
7. Vér iofumst til að bæta ellistyrktarlögin og fullkomna.
8. Vér lofumst til að haga svo fjárveitingum, að allt landið megi í
senn hagnast af því, er flokkurinn aðhefst í sambandi við ofanskráð mál.
Eins og allir munu sjá, er ekki í ofanskráðri stefnu um neitt það
að ræða, er eina stétt manna eða flokk snertir sérstaklega.. Stefnan er
fyrir ALLT LANDIÐ. í stjórnmálastefnum flokkanna, hafið þér oft orð-
ið þess varir, að þar er atriðum smeygt inn, sem aðeins eiga við sérstaka
hluta landsins, og sem auðvitað voru ætlaðir til þess að vera beita fyrir
vissa kjósendur. Mr. Bennett hefir skuldbundið sig til að framfylgja of-
anskráðri stefnu bókstaflega, hvar í landinu sem vera skal. Það stendur
á sama í hvaða hluta landsins þú átt heima og hver stétt þín eða staða er,
þessum ákvæðum verður eftir því sem vit leyfir óhikað haldið fram, Can-
ada til heilla í heild sinni.
GEFIÐ CANADA TÆKIFÆRI
ATHS.—Allir kjósendur, sem FYRST OG FREMST LÍTA Á HAG
CANADA, eru beðnir að gæta þess, hvort nöfn þeirra séu á kjósenda-
skránni, sem birt er í pósthúsinu. Ef einhver nöfn hafa þar fallið úr, þá
símið tafarlaust til 202 og gefið fullt nafn yðar og áritun. #
Birt af The Selkirk Conservative Association.
I
í
j
I
í
í
í
j
I
j
j
j
!
j
(
í
j
j
I
!
f
!
!
f
!
I
j