Heimskringla - 09.07.1930, Blaðsíða 6

Heimskringla - 09.07.1930, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA WINNIPEG 9. JCrLI, 1930. »- -------------------------------------—- Haraldur Guðinason Söguleg Skáldsaga | ----aftir---- SIR EDWARD BULWER LYTTON IV. BÓK “Það er hárrétt,” svaraði Saxinn; “það gerir jafnmikinn mismun að því er þá snert- ir, eins og það mundi þjófum og illmennum; enda eru margir þeirra glæpamenn, eða þá börn þeirra. Og flestir þeir, sem ekki eru það, er sagt að ekki séu Saxar, heldur útlendingar sem Saxar yfirunnu. Nei, þeir eru fáráðling- ar, en varla menn, og þeir bera enga ættjarð- arást í brjósti. Samt sem áður er ekki alveg vonlaust um þá. Kirkjan tekur sva^á þeirra; og sem einstaklingur álít eg að kirkjan geri rétt í því,” bætti Saxinn við, og mildi skein úr augunum. “Og hver ábóti er skyldur til að gefa frelsi þremur þrælum innan sinnar land- areignár; og fáir eru þeir, sem þræla eiga, að þeir gefi ekki sumum þeirra frelsi í erfðaskrám sínum; svo að synir þræla geta verið þegnar, og eru þegnar, þann dag í dag.” “Mikil undur!” hrópaði Normaðurinn. “En; þeir hljóta að bera á sér merki svívirðing- arinnar, brennimarkið. Aðrir þegnar hljóta að fyrirh'ta þá.” “AHs ekki. Hvers vegna?” _ svaraði Sax- inn. “Landið er ætíð land, og peningar pen- ingar. Sannarlega get eg sagt, að eg fæst ekki mikið um, hver faðir mannsins hefir ver- ið, ef sá hinn sami hefir sínar tíu ekrur eða meira af góðu plóglandi.” “Þú metur landeignir og peninga,” sagði Normaðurinn. “Það gerum við auðvitað líka. En við metum meira orðstír og ættgöfgi.” “Þú ert enn hinn sami, Normaður,” svar- aði Saxinn, með góðlátlegum fyrirlitningarkeim í röddinni. Við eigum eitt gamalt en viturlegt orðtæki: Allir eru komnir frá Adam, nema Tit, sem plógnum fylgir. En þegar Tit verður ríkur, kalla allir hann hinn kæra bróður sinn.” “Þar sem þið hafið slíkar skaðræðishug- myndir í höfðinu, furðar mig ekkert á, að for- feður vorir frá Noregi og Danmörku yfirunnu ykkur svo auðveldlega. Fastheldni við allt, sem fornt er: trú, ætt og orðstír, er traustara stál til varnar gegn utanaðkomandi óvinum, heldur en það sem smiðir ykkar hafa nokkurn tíma unnið.” “Er hann hafði þetta mælt, keyrði hann hest sinn spornum, án þess að bíða eftir svari Sexúlfs, og litlu síðar reið hann inn í klaust- urgarðinn. Múnkur nokkur, sem tilheyrði Sánkti Benedikts reglunni, leiddi hinn tigna gest inn í klefa ábótans, sem — eftir að hafa horft á hann um stund undrandi, en með ánægjusvip ■— faðmaði hann að sér og kyssti á enni og Vanga. “Ah Giíillaume!” hrópaði hann á Nor- mandíumáli. “Þetta er í sannleika sú náðar- gjöf, sem maður gæti sungið lofsöngva fyrir. Þú getur ekki ímyndað þér, hversu kær er mönnum koma hvers ættingja okkar, hér í bessu landi ávissu og útiegðar.” “Þú minnist á lofgerðir, kæri faðir,” mælti ðe Granville og losaði á vestisböndunum, og kom þá í ljós að hann var mittismjór eins hun- angsfluga. Því jafnvel svo snemma á öldum var það í tízku meðal herskárra spjátrunga á Frakklandi, að vera mjór til mittisins. — “Þú minnist á lofgerð. En því fyr sem þú gerir jiakkir þína yfir góðri máltíð, þess hátíðlegri og fegurri mun latínan hljóma í eyrum þeirra, sem á hlusta.. Eg hefi verið á ferð síðan um dagrenningu, og er nú orðinn svangur og upp- gefinn.” “Guð komi til!” hrópaði ábótinn rauna- lega. “Þú veizt ekki, sonur minn, hvaða erfið- leika við eigum við að stríða á þessum slóðum; hve tóm forðabúr vor eru, og hve níðingslega léleg fæða vor er: Saltað svínakjöt —” “Kjötið af fjandanum!” hrópaði Ma^let de Granville forviða. “En vertu rólegur, fað- ir kær, eg hefi nægilegar vistir á burðardýrum mínum, fuglakjöt og fisk, og aðrar boðlegar krásir, og nokkrar flöskur af góðu víni, sem ©kki var pressað — lof sé hinum heilögu —• úr vinberjum þ'essa lands. Þú skalt því bjóða matreiðslumönnum, að framreiða það sem þar er að finna.” “Eg hefi enga matreiðslumenn, sem eg get treyst,” svaraði ábótinn. Um matreiðslu vita þeir nokkurn veginn jafnmikið og um latínu. Samt sem áður skal eg nú fara, og gera það sem eg get við steikarapönnurnar. A meðan skalt þú taka þér bað og góða hvíld. t»vi Saxar, jafnvel í klaustrum sínum, eru hreinlátir, og þeir hafa lært af Dönum að baða sig.” “Já, eg hefi tekið eftir því,” svaraði ridd- arinn. “Jafnvel í hinum lítilfjörlegustu hús- um, þar sem eg hefi gist á leiðinni til Lund- úna, hafa húsbændurnir boðið manni á mjög kurteislegan hátt að taka bað. Og svo maður HEIMSKRINGLA tali nú sannleikann, þá er fátækt fólk bæði gestrisið og góðhjartað, þrátt fyrir sitt undar- lega hatur á útlendum mönnum. Og ekki er kjötmeti þeirra slæmt, heldur bæði mikið og gómsætt. En, eins og þú segir, það er lítið bætt í meðferðinni. Þess vegna ætla eg, faðir kær, að bíða þar til fuglakjötið er steikt og fiskurinn soðinn. Og á meðan ætla eg að baða mig, eins og þú hefir boðið mér. Eg mun dvelja hér nokkrar klukkustundir, því eg þarf að fregna um ýmislegt.” Ábótinn leiddi Graville við hlið sér inn í klefa, þar sem tekið var á móti öllum meiri- háttar gestum. Og hann fullvissaði sig um að baðið, sem tilreitt hafði verið, væri nægi- lega heitt. Því bæði Normenn og Saxar — eins hraustir og okkur virðast þeir eftir sög- unum — skulfu svo eftir að hafa komið í kalt vatn, að þeim var stundum hegnt með því að láta þá baða sig í köldu vatni, og hvílast síðan á berum fjölum. Hinn æruverði faðir fór nú sína leið, til að líta eftir áburðardýrunum, og gefa hinum þol- in móða en undrandi fylgisveini sínum strang- ar fyrirskipanir viðvnkjandi matreiðslunni. — Þessi maður talaði hvorki Normannamál eða latínu, og skildi naumast tíunda hvert orð af því, sem yfirboðari jians sagði í sínum flóknu fyrirskipunum. Skjaldsveinn Mallets — eftir að hafa skift um föt, og notað ósköpin öll af sápu, smyi’sl- um og ilmvatni — því Normaður af liáum stigum er því vanur, að honum sé persónulega þjónað, og ber mikla virðingu fyrir líkama sín- um. Nálega klukkustund leið, þar til faðir Gra- ville — í síðum kjól, bryddum loðskinnum, ný- rakaður og snyrtilegur, hneigði sig og varp öndinni mæðilega, og blessaði máltíð þá, sem fram var reidd í klefa ábótans. Þrátt fyrir hina miklu matarlyst leik- mannsins, gættu hinir tveir Normenn alirar hæversku, og tóku kurteislega og ekki áfergi- lega við bitunum, sem réttir voru að þeim á steikarateinunum, og aðgséttu þá þögulir. — Þeir sjaldan meira en aðeins brögðuðu á rétt- unum og létu óánægju sína í ljós á þolinmæð- islegan hátt. Það mátti segja að þeir sötruðu Vínin fremur en drykkju og nörtuðu fremur en ætu. Þeir þvoðu fingur sína í róslituðu vatni mjög nákvæmlega að máltíðinni lokinni, og veifuðu höndunum yfir hö'fði sér, til þess að gefa vætunni tíma til að gufa upp, áður en þeir þerruðu dögg þá sem eftir yrði, með handklæð- um eða pentudúkum sínum. Síðan litu þeir þögulir hvor á annan og vörpuðu öndinni mæðulega, eins og þeir sæu í anda viðhafnar- siðina í Normandíu, sem enn yrði vart við hér í útlegðinni. Og þegar þessari hæversklegu máltíð var lokiö, og þjónarnir höfðu farið með borðbúnaðinn, byrjaði samtal þeirra. “Hvers vegna kemur þú til Englands?” spurði ábótinn snögglega. “í sannleika, æruverði faðir,” svaraði de Graville, “af ástæðmn ekki. óskyldum ástæð- iunum fyrir því, að þér eruð hér. Þegar eftir dauða hins illa og svallsama Guðina, bað Ját- varður konungur Harald að send sér nokkra af sínum nánustu vildarmönnum frá Norman- díu, þá baðst þú Vilhjálm bi^kup í Lundúnum að mæla með slíku föruneyti, sem Haraldi þóknaðist að senda eftir tilmælum Játvarðar konungs. Þú varst ekki sem ánægðastur með hina einföldu fæðu og stranga aga í Bec- klaustri. Biskupinn varð við bón þinni, og þú gazt þannig skift á múnkakuflinum og ábóta- mítrinum. í stuttu mál, metorðagirndin kom mér hingað til Englands, og hún kom þér hing- að.” “O-já! Og hvers vegna? Hvernig myndir þú þrífast betur í þessari svínastíu en eg?’ ’ “Þú manst eftir því,” byrjaði de Graville aftur, að Lafrans frá Langbarðalandi, varð allt í einu hrifinn af því að fara að rétta við fjárhag minn, sem þá var í talsverðu ólagi; og eftir að hann kom til baka frá Rómaborg, með leyfi páfans fyrir giftingu Vilhjálms hertoga og frændkonu sinnar, þá varð hann hinn mest metni ráðgjafi hertogans. Bæði Vilhjálmur og Lafrans höfðu mikinn áhuga á því að kenna hinum ólærðu aðalsmönnum latínuna, og þekk- ing mín gerði mig að miklum manni í þeirra augum. í stuttu máli, þá hefi eg síðan verið að færa út kvíamar fremur myndarlega. Eg á nú allmiklar lendur meðfram ánni Signu, sem hvorki verzlunarmenn né Gyðingar geta snert. Eg hefi sett á stofn klaustur, og lagt að velli nokkur hundruð ræningja frá Bretaníu. Þarf eg að skýra það, að eg er hafður í miklum há- vegum? Það vildi nú svona til að frændi minn, Hugo de Magnarille, frækinn burtreiðarmaður og frakkneskur riddari, drap af tilviljun bróður sinn í einhverju uppþoti heima; og vegna þess að hann er viðkvæmur og góðmenni, sá hann svo eftir þessu og gaf lönd sín Ode af Bayeux, yfirgaf allt sitt og fór til Jórsala. Þegar hann hafði beðist fyrir við gröfina helgu (riddarinn gerð krossmark fyrir sér) fannst honum hann huggast á einhvern dásamlegan hátt, og eins og byrðinni væri létt af sér. En á leiðinni til baka varð hann fyrir óhöppum. Hann var fangaður og gerður að þræli af einhverjum heiðingja, og í kom sér of mjög í mjúkinn | hjá einni af konum þessa sama manns, og slapp þaðan aðeins með því að leggja eld bæði í kvennabúrið og fangls ið. Nú hefir hann með hjálp hinnar heilögu meyjar, kom- ist til baka til Rúðuborgar, og heldur sínu eigin landi að j léni frá hinum stolta Odo biskupi, sem foringi fyrir liði biskupsins. Það vildi til, þeg- ar hann var á leiðinni heim gegnum Sýrland, áður en þessi óhöpp komu fyrir hann sem eg gat um, að hann sór sig í fóstbræðralag við píla- grím nokkurn, sem var á leið- inni til baka, eins og hann, frá gröf Frelsarans; en hafði ekki losnað við syndabyrði sína eins og hann. Þessi ves- alings múnkur lá örvænting- arfullur og deyjandi í ein- setumannskofa nokkrum, þar sem frændi minn hafði feng- ið sér skýli. Og þegar hann heyrði að Hugo var á leiðinni til Normandíu, þá sagðist hann heita Sveinn, og hafa fyrmeir verið hinn mikilvirti jarl á Englandi, elzti sonur “PENINGANA TIL BAKA” Skilyrðislaus ábyrgð í hverjum poka- Guðina gamla og faðir Haco, sem hertoginn okkar heldur enn sem fanga. Hann bað Hugo að hlutast til um það, að hertogin léti Haco lausan og sendi hann heim aftur, ef Játvarður konungur gæfi samþykki sitt til þess. Vegna einhverrar enkennilegrar heppni vildi það til, að í gegnum allar þær hörmungar, sem hann varð að þola, þá hélt Hugo frændi minn Maríu- mynd úr blýi, og hafði um hálsinn hvað sem á gekk. Heiðingjarnir höfðu aldrei álitið það ómaksins vert að ræna hann þessu lítilfjörlega málmlíkneski, enda höfðu ekki skilið, hve mik- ið gildi, heilagleiknn gaf málminum. Hugo bréfið aftan á líkneskið, svo þrátt fyrir það að það var dálítið rifið og skemt, var það þó þarna kyrrt, þegar hann kom til Rúðuborgar. Þar sem hann vissi nú, í hve miklum met- um eg var hjá hertoganum; og þar sem hann, þrátt fyrir aflausnina eftir pílagrímsförina, treysti sér ekki til þess að mæta Vilhpálmi, er álítur bróðurmorð hroðalegasta glæp; þá bað hann mig að bera fram erindið og biðja um leyfi að senda bréfið til Englands.” “Það er löng saga,” kvað ábótinn. '~“Verið þolinmóður, faðir,” sagði de Gra- ville. “Sagan er nú nálega á enda. Ekkert gat verið ákjósanlegra fyrir fraíntíðarfyrirætl- anir mínar. Þú skalt vita, að Vilhjálmur hafði lengi verið áhyggjufullur um hvað væri að gerast á Englandi. Hin leynilegu skeyti, sem hanp fær frá biskupinum í Lundúnum, sýna að Játvarði konungi þykir nú ekki eins vænt um hann og áður; sérstaklega síðan Vilhjálm- ur hertogi eignaðist bæði syni og dætur. Því eins og þú veizt, strengdu þeir þess heit, Vil- hjálmur og Játvarður, þegar þeir voru ungir, að giftast ekki. Vilhjálmur fékk lausn frá sinni heitstrengingu, en Játvarður hélt sýna. Ekki löngu áður en frændi minn kom til baka, hafði Vilhjálmur heyrt að Játverður hefði út- nefnt einn af ættingjum sínum sem eftirmann sinn. Vilhjálmur varð bæði hryggur og reið- ur yfir þessu, og eg hafði heyrt hann segja: “Eg vildi að meðal allra þessara myndastytta úr stáli, væri einhver svo áreiðanlegur og vit- ur, að eg gæti trúað honum fyrir áhugamál- um mínum á Englandi, og eg vildi að eg hefði einhverja gilda ástæðu til að senda erindreka til Haraldar jarls.” Eg hafði lengi hugsað um þessi orð hertogans, og kátur var Mallet de Graville, þegar hann með bréf Sveins í vasan- um fór á fund Lafrans ábóta og sagði: “Vernd- ari og faðir! Þú veizt að eg einn á meðal hinna normönsku riddara hefi lært saxneska tungu. Og ef hertogann vanhagar lum sendiboða og afsökun, þá stendur sendiboðinn hér, og í þess- ari hendi er afsökunin.” Síðan sagði eg sögu mína. Lafrans fór undireins á fund Vilhjálms hertoga. Rétt í þessu kom fregn um dauða Aðalráðs, og útlitið var betra fyrir lénsdrottni mínum. Vilhjálmur hertogi kallaði mig á fund sinn undireins, og gaf ^jnér fyrirskipanir sínar. Svo eg lagði út á hafið einn, að undanteknum einum skjaldsveini; kom til Lundúna; heyrði að konungur og fylgdarlið hans væri að Win- chester — en um þá varðaði mig lítið — og að Haraldur jarl væri með her sinn í Hales og hefði lagt til orustu við Griffið. Jarlinn hafði sent hraðboða eftir völdu liði, og sínum eigin mönnum, sem dvöldu á höfuðbóli hans nálægt borginni. Með þessum slóst eg í fylgd, en heyrði þín getið í klaustrinu í Gloucester, og stanzaði hér til þess að segja þér fréttimar og heyra þínar.” “Kæri bróðir,’ ’sagði ábótinn og horfði undrunaraugum á riddarann. “Eg vildi að eg hefði farið að eins og þú, og í staðinn fyrir að íklæðast kirkjuskrúða, þá hefði eg íklæðst herklæðum. Einu sinni var hlutskifti okkar líkt. Við vorum af góðum ættum, en fátækir. Hamingjan góða! Nú ert þú eins og svanur- inn á straumiðunni, en eg eins og skelin a klettinum.” , I “En,” mælti riddarinn, “þótt kirkjuaginn banni þér sem múnki, að berja menn' niður nema í sjálfsvörn, ■ þá veiztu vel, að jafnvel í Normandíu, sem eg býst við að sé hin heilaga- miðstöð allra prestlegra kenninga hérna meg- in við Alpafjöllin, eru þessir kirkjuréttir álitn- ir of strangir til þess að fara eftir þeim, og að minnsta kosti er þér ekki fyrirboðið að vera áhorfandi með sverð eða kylfu við liönd þér> ef í nauðir ræki. Þess vegna, Tiegar eg minnt- ist þín, eins og þú varst fyrrum, þá datt mér sízt í hug að eg myndi finna þig hér eins snígil undir bobba! Nei, en í herklæðum — kirkju- réttinum hafði eg gleymt — hugsaði eg niér þig, þar sem þú værir að hjálpa hinum frækna Haraldi til þess að fletta sundur og heilakljúfa hina uppreisnargjörnu Völskur.” “Ó, guð komi til! Ekkert slíkt getur átt sér stað!” sagði hinn tröllaukni ábóti og stundi við. “Þú veizt lítið, þrátt fyrir dvöl þína 1 Lundúnum og þekkingu þína á tungu þeirra, um háttu þessara ruddalegu Saxa. Það er mjög sjaldan að ábótar og prelátar ríði til bar- daga; og ef það væri ekki fyrir það að risavax- inn danskur múnkur, sem kom hingað til þ®sS að flýja undan misþyrmingum fyrir rán, og seni heldur að María mey sé valkyrja og Sánkti Pétur sé Þór — væri það ekki fyrir það, seg1 eg, að einstöku sinnum skiftumst á nokkr- um höggum í gamni, þá væri armleggur minn farinn að afvenjast vopnaburði.” “Vertu hughraustur, gamli vinur,” sagði riddarinn í meðaumkunarrómi. “Betri tímar koma ef til vill bráðum. Þangað til aðgætum við hvernig sakir standa. Því allt sem eg hefi heyrt, staðfestir allt það sem Vilhjálmur hefir heyrt, nefnilega að Haraldur jarl sé voldugasti maður á Englandi. Er það ekki rétt?” “Jú, sannarlega. Á því er enginn minnsti vafi.” “Er hann giftur eða ógiftur? Þeirri spurningu svara jafnvel hans eigin menn tví' rætt.” “Já, allir farándsöngvarar og skáld kunna sína söngva. Mér er sagt af þeim, sem skilja hina fátæku og vesælu tungu, að hann sé tru* j lofaður Edith hinni fögru, eða eitthvað verra. En það er alveg víst, að hann er ekki giftur> því frúin er skyld honum, og kirkjulegir meiU' bugir eru á giftingunni.” “Einmitt það. Ekki giftur. Það er á- gætt. Og Álfgeir er ekki lengur með Völsk- um, heyri eg?” “Nei, hann liggur í Chester særður mjög illa kominn og aumur; því liann er næg1' lega skynsamur til þess að sjá, að honum sr ekki viðreisnarvon.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.