Heimskringla - 27.08.1930, Blaðsíða 6

Heimskringla - 27.08.1930, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA Haraldur Guðinason Söguleg Skáldsaga ------eftir-- SIR EDWARD BULWER LYTTON IV. BÓK ------——---------------------- VIII. BÓK. ÖRLÖGIN. I. Kapítuli. Nokkrum dögum eftir þann hryggilega at- burð, sem getið er um í lok síðasta kapítula, var floti þeirra Saxanna allur saman kominn í Conwoy. Á litlum palli í framstafninum á stærsta skipinu, stóð Haraldur berhöfðaður, fyrir framan Aldísi konungsekkju. Því hirð- skáldið drottinholla hafði hnígið við hlið kon- ungs síns, og eigi fengið færi á að efna hið grimmilega loforð sitt; hvíldu því limlestar leif- ar Gryffiðs einar í hinum mjóa beði grafarinn- ar. Dóttir Álfgeirs hafði verði sett í hásæt'. og að baki hennar stóðu nokkrar hefðarmeyj- ar frá Walse, er kallaðar höfðu verið í skyndi til þess að veita henni þjónustu. En Aldís hafði enn eigi til hásætis gengið. Hún stóð við hlið sigurvegarans og mælti á þessa leið: “Vei þeim degi og þeirri stundu, er Aldís fór úr höllum feðra sinna og frá föðurlandi sínu! Drottningarskikkja hennar hefir sundur svift og í tötrum legið yfir harmlostnu hjarta hennar; og loftið, er hún hefir að sér andað, hefir rokið af blóði. Nú fer eg, ekkja, heimilis- laus og einmana; en fætur mínir skulu nú troða fold feðra minna, og varir mínar teyga það loft, er ilmaði um vit mín í æsku minni. Og þú, Haraldur, stendur mér við hlið, eins og eg sá þig í æsku minni, og gamla drauma og gleymda ber nú aftur í huga, er eg heyri rödd þína. Far vel, göfuglynda sál og góði Saxi. Tvisvar hefir þú bjargað afkvæmi óvinar þíns — fyrst frá smán, síðan frá hungursneyð. Þú vildir bjarga hinum grimmlundaða bónda mín- um, frá ofbeldi og sviksamlegum morðráðum; en allir heilagir voru honum gramir, því blóð frænda vorra, er hann hafði úthellt, hrópaði á liefndir, eins og helgir dómar þeir og ölturu, er hann hafði rænt og saurgað, kvæðu upp sinn ömurlega dóm yfir honum. Friður sé með framliðnum, og friður með lifendum! Fara mun eg nú til föður míns og bræðra; og meti þeir að nokkru orðstír og líf dóttur og systur, þá munu þeir aldrei framar sverð úr sliðrum draga gegn Haraldi Guðinasyni. Tak í hönd mina og gæti guð þín!’’ Haraldur lyfti hönd drottningar að vörum sér. Og nú virtist Aldís hafa aftur fengið full- an blóma æskufegurðar sinnar, er stoltið og sorgin brugðu þeim töfraljóma geðshræring- anna yfir ásjónu hennar, er ást og skyldurækni höfðu eigi megnað að framleiða. “Heilla og langlífis óska eg þér, göfuga frú,” sagði jarlinn. “Seg frændum þínum frá mér, að fyrir sakir sjálfrar þín og afa þíns vildi eg gjarna bróðir þeirra og vinur vera; því ef þeir aðeins vildu með mér vinna, þá væri Englandi óhætt fyrir öllum fjendum og öllum hættum. Dóttir þín bíður þín í höllu Mæru- kára. Og er tíminn hefir grætt þau sár, er þú hefir slegin verið, þá mun gleði þín skína þér endurborin úr andliti dóttur þinnar. Far vel, göfuga Aldís!” Hann lét lausa hendi hennar, er hann hafði að þessu haldið, gekk seint að skipshlið- inni og gekk aftur í bát sinn. Er menn hans réru hann til lands, gall við lúður sem merki þess að akkerum skyldi létt, og sveif nú skipið hátignarlega fram gegnum flotann. En Aidís stóð enn upprétt og augu hennar mændu á bát- inn, er bar til strandar æskuást þennar, er hún hafði orðið að dyljast. Þá er Haraldur steig á land, gengu þeir til máls við hann Tosti og Normanninn, er höfðp átt vinsamlegar samræður meðan jarl var á skipi. “Bróðir,” sagði Tosti og brosti, “auðvelt væri þér að hugga hina fögru ekkju, og veita ætt vorri allan liðsstyrk Austur-Önguls og Mersfu.” Haraldur brá lítið eitt litum, en svaraði ekki. “Undarlega fríð kona,’’ sagði Normann- inn, “þrátt fyrir það að hún er nú nokfcuð tek* in í andliti og ásjónan nokkuð sólbrennd. Og eigi undrast eg, að vesalings kattakóngurinn geymdi hennar svo vel.” “Herra riddari,’’ sagði jarlinn og flýtti sér að breyta um umtalsefni; “ófriðurinn er nú á enda, enda munu Walesbúar nú í mörg ár sjá landamæralínu vora í friði. — í kvöld hyggst eg að ríða áleiðis til Lundúna, og megum vér þá tal taka á leiðinni.” “Ferð þú svo skjótt, herra?’’ spurði ridd- MEIMSKRINGLA winnipeg, 27. ágöst, 1930 • ■■ - ■ -- ■ ■ . -■!... —' -■ ......-■ 1 '^9- að fá að þrýsta hægri hendi Haraldar Guðinasonar, og fá sig fullvissaðan um vináttu hans.” Þótt Haraldur væri vitur maður og langsýnn, þá var hann þó eigi tortrygginn — og enginn Englendingur, nema ef vera kynni Játvarð- ur sjálfur, hafði hugmynd um ágirnd Vilhjálms á énskri konungstign, og svaraði hann því einlæglega: “Giftudrjúgt myndi það báðum, Englum og Nor- möpnum, bæði gegn fjand- mönnum og til eflingar við- skiftum, að með oss væri samband og vinátta góð. Eg mun íhuga orð þín, Graville riddari, enda skal það eigi mín sök, ef eigi gleymast gamlar væringar, svo að þeir sem riú eru við hirð þína, verði síðastir gíslar er með Normönnum þurfa nokkurn- tíma að dvelja til tryggingar saxneskum trúnaðarheitum.” Að svo mæltu tók hann annað hjal; og hinn fram- gjarni og duglegi sendimað- ur, er glaður var og reifur yfir væntanlega ágætum er- indislokum, kryddaði samtal- ið á hinn gamansamlegasta hátt, og dró jarlinn úr þeim "heilabrotum, er hann hneigðist æ meira til Robln 00 FI/OUR Notið þetta vandaðra mjöl í brauð, kökur og bakelsi. arinn undrandi. “Eða er það eigi ætlun þín að kúga til fulls óeirðarseggi þessa, skifta landi þeirra meðal þegna yðar, svo sem að láni gegn styrk á ófriðartímum, byggja vígi og kastala á hæðum og við árósa? Eða hvar eru slík vígi af náttúrunnar hendi sem hér? — Eða geysist þér Saxar aðeins yfir landið án þess að tryggja yður hald á því, er þér vinnið?” “Vér berjumst til sjálfsvarnar, en eigi til landvinninga, herra riddari. Vér kunnum eigi kastala að smíða; og vildi eg biðja þig þess að skóta því eigi að þégnum mínum, að skifta unnu landi á milli sín, eins og þjófar ránsfeng. Gryffiður konungur er dauður, og bræður hans ríkja nú í hans stað. England hefir varið veldi sitt, og refsað uppreisnarmönnunum. Hvers þurfum vér frekar? Vér erum eigi eins og hinir fyrstu villimannlegu forfeður vorir, er hjuggu sér heimili og landvist með sigðum*Saxa sinna. Vötnin stillast eftir stórflóð, og svo fer einnig með mannkynið eftir ofbeldisfullar uppreisnir.” Tosti brosti fyrirlitlega, svo að riddarinn sá, er var nokkuð hugsandi um stund, um þessi einkennilegu orð, er hann hafði hlýtt á, en gekk síðan þegjandi með jarli heim í virkið. Við tíðindi þessi hafði Haraldur fyrst og fremst sársauka. Hraustir hafa samúð með hraustum, og í hugprúðum hjörtum er ætíð nokkurrar vináttu að vænta í garð hraustra óvina. En er Haraldur hafði til fulls áttað sig, gat hann eigi annað en til þess fundið, að nú var England laust við sinn ægilegasta fjand- mann, — og hann sjálfur við háskalegustu hindranirnar á sinni glæstu framtíðarbraut. “Og nú til Lundúna!” hvíslaði að honum rödd metorðagirndarinnar. “Nú er enginn ó- vinmr eftir til þess að trufla frið þessa kon- ungsveldis, er sigrar þínir, Haraldur, hafa ör- uggar tryggt, en áður eru dæmi til um ríki Saxakonunga. Vegur þinn um ríki það, er þú hefir héðan af frelsað frá eldi og sverði fjalla- rændngjanna, verður sigurför, sllík sem var hinna fornu Rómverja, og hróp lýðsins verður sem bergmál frá hjörtum hersveita þinna, er þér eru hollustubundnir. Sannlega er Hildur spákona. Og þegar játvarður hefir hvíldir tek- ið hjá öllum heilögum, hvar mun þá finnast enskt hjarta, er eigi hrópar af mesta alhug: “LENiGI LIFI HARALDUR KONUNGUR!”? II. Kapítuli. Normanninn reið Haraldi við hlið á eftir hinum sigursæla her. Flotinn sigldi til hafna, og Tosti fór norður í land til jarlsdæmis síns. “Og nú,” sagði Haraldur, “get eg þakkað þér, sem mér líkar, ágæti Normanni, fyrir meira en aðstoð þína í orustum og á ráðstefn- um, og gefst nú færi á að gefa gaum síðustu bæn Sveins og óteljandi tárum Gyðu móður minnar, yfir Úlfröði í útlegðinni. Þú sér það sjálfur, að nú er engin átylla né ástæða lengur til þess að greifi þinn haldi þeim lengur í gísl- ingu. Skalt þú nú heyra af Játvarðar eigin munni, að hann óskar eigi lengur gísla af ætt vorri til tryggingar því, að vér höldum sættir við hann; og eigi get eg trúað að Vilhjálmur hertogi hefði leyft þér að flytja mér hingað þessar fregnir af framliðnum, ef hann eigi væri reiðubúinn til þess að auðsýna réttlæti lifendum.’’ “Nærri fer mál þitt hinu rétta, jarl frá Wessex. En í allri einlægni og hreinskilni sagt, þá hygg eg að herra minn, Vilhjálmur, vilji gjarna fá að bjóða til .sín velkominn svo ágæt- an höfðingja, sem er Haraldur jarl, og að vísu hygg eg að hann haldi gíslunum til þess að þú komir sjálfur að sækja þá.” Riddarinn brosti glaðlega, er hann sagði þetta, en undirhyggja Normanna leiftraði þó úr hinum skæru, brúnu augum hans. “Stoltur má eg víst vera yfir þeirri ósk, ef þú talar eigi skjall eitt,’’ sagði Haraldur, “og gjarna vildi eg, nú er friður er í land kom- inn, sjálfur heimsækja svo víðfræga hirð. Heyri eg jafnt kaupmenn sem pílagríma Ijúka lofsorði á viturlega umhyggju Vilhjálms greifa fyrir kaupskap og viðskiftum, og margt gæti eg numið í höfnunum við Signu, er að haldi mætti koma á mörkuðunum við Tempsá. — Einnig er mér mikið sagt af áhuga Vilhjálms greifa um það, að endurlífga klerkleg fræði, með tilstyrk Lafrancs Langbarða. Margt er mér einnig sagt um skrautbyggingar hans, og kurteisi hirðar hans. Vildi eg feginn takast ferð á hendur yfir haf til þess að sjá allt þetta. En þó myndi allt þetta aðeins auka á ógleði mína, ef eg kæmi aftur án þess að hafa Haka og Úlfröð í för með mér.” “Eigi þori eg svo að tala, sem lofi eg nokkru fyrir hönd hertoga,” sagði Normann- inn, sem hafði þann taum á samvizku sinni, að hún leyfði honum eigi að ljúga opinberlega, þótt skjótur væri hann til launráða; “en það veit eg, að fáa hluti á herra minn þá í greifa- dæmi sínu, að hann vildi eigi gefa þá til þese eftir þvi sem árin færðust yfir hann, þótt hann í æsku hefði verið opinskár og manna glað- værastur. Haraldur hafði rétt getið sér til um þá hrifningu er sigursæld hans hefði vaðið meðal þjóðarinnar. Hvar sem hann fór um borgir þusti allur lýðurinn fram á strætin til þess að heilsa og fagna honum. Og er hann kom til höfuðborgarinnar virtust fagnaðarlætin engu minna en þau er látin höfðu verið í té Ját- varði, er Englandi við komu hans var tryggður í hásæti konungur af ætt Siðreks. Samkvæmt hinum villimannlega sið sam- tíðarinnar, hafði höfuð hins ógæfusama undir- konungs, og drekahöfuðið af skipi því er honum þótti vænst um, verið sent Játvarði, sem sigurtákn. En hófsemi Haralds hlífðist yið þá sem eftir lifðu. Ætt Gryffiðs var aftur í há- sæti undirkonungs Englendinga hafin með bræðrum hans, Blethgent og Rigæatle, “og sóru þeir eiða”, eins og annálaritarinn gamli kemst að orði, “og sendu konungi og jarli gísla, til sanninda um það að þeir myndu hon- um hollir í hvívetna reynast, og ætíð vera reiöubúnir honum til aðstaðar, á legi og láði, og gjalda honum sama skatt og áður hafði æ tíðkast að greiða Englands konungi.’’ Eigi miklu síðar en þetta var sneri Mallet de Graville aftur til Normandíu, með gjafir til handa Vilhjálmi frá Játvarði konungi, og sérstaka ósk frá konungi, sem jarli um að senda aftur gíslana. En skarpskyggni Mlall- ets hafði eigi orðið vör að hylli Játvarðar var allmikið snúin frá Vilhjálmi. Var það Ijóst, að hjónaband hertogans, og loforð þau er fylgt höfðu þeirri giftingu, höfðu illa geðjast hinum skírlífa og innfjálga konungi, og að við dauða Guðina og fjærveru Tosta virtist öll beiskja konungs gagnvart þeim Guðinasonum hafa horfið, enda var Haraldur höfuð þeirrar ætt- ar. En þó óttaðist Mallet alls eigi að við Harald myndi Vilhjálmur eiga að keppa um konungs- tign á Englandi, með því að aldrei hafði enn verið þar maður til konungs tekinn er eigi var af ætt Siðreks. Þótt Játvarður Öðlingur væri nú dauður þá var þó á lífi Játgeir sonur hans, ríkiserfingi. Og Normanninn er vissi að herra hans hafði til ríkis komið aðeins átta ára að aldri, var eigi nægilega kunnugur þeim sið, er Saxar aldrei viku frá, að bægja. frá konungs- tign eða jarldómi öllum þeim, er eigi voru lög- aldra, hversu nálægt tigninni sem þeir stóðu fyrir erfða sakir. Hann fékk á hinn bóginn skilið, að æska hins megna Öðlings greiddi veginn fyrir hertoganum að hásætinu, og að eigi reyndi sveinn sá veita mikla mótstöðu. Einnig kom þar til að landslýðurinn hafði engri hollustu heitað á þenna unga erfingja hins þýzksinnaða útlaga; nafn hans heyrðist aldrei nefnt við hirðina, og ekki hafði heldur Játvarður opinberlega kjörið hann til ríkis,- erfingja — og taldi riddarinn það vænlegt fyrir Vilhjálm. Þrátt fyrir það var augljóst, að normönnsk áhrif við hirðina og meðal þjóðar- innar fóru síþverrandi og að eini maðurinn, sem gæti endurvakið þau svo um munaði, og komið í franikvæmd draumum og hugsjónum hins ógjarna lánardrottins hans, var Haraldur, er einn réði nú öllu á Englandi. III. KAPÍTULI Haraldur treysti því fyrst um sinn, að skorinorð tilmæli Játvarðar konungs myndu fá áorkað lausn gíslanna úr haldi, og því fremur sem hann hafði sjálfur til þess mælst. Sat hann því fyrst um sinn við hirðina, og veitti eigi af, því þar var alt á hinni mestu ringul' reið, sökum afskiftaleysis munkakonungsins, meðan Haraldur var í herferðum sínum gegn Walesmönnum. Þá tók hann sér tíma til þess að gera sér tíðfarið til hins fornrómverska höfðingjaseturs. Og eigi voru ferðir þessar þakksamlegri ást lians, en himum harðari og voldugri ástríðum, er gerðu honum hughvörf og hag hans tvíátta. Því nær sem hann kom þeirri töfrandi veru, er forsjónin virtist hafa ætlað honum, hvernig sem færi, því meir fann hann til þess dularfulla seiðmagns, er kaldskynsemi hans hafði fyrirlitið. Sá, sem girnist fjarlæga hluti, og óvísa, gengur því með eins á draumaland skáldlegrar ímyndunar, því þráin og ímynd- unaraflið eru skilgetnir tvíburar. Á æskuárum og manndómsárum sínum hinum fyrstu, leit Haraldur svo á allar fram' kvæmdir, hversu æfintýralegar sem þær kunnu annars að vera, sem takmörkuðust þær af skyldunni. Þegar hann lifði einungis ættjörð sinni, þá lá allt sem í skíru ljósi sólar fyrir honum. En eftir því sem sjónarsviðið víkkaði, hvarflaði augu hans æ tíðar frá vissu til óvissu. Og eftir því sem síngirnin, sem enn var að vísu að hálfu dulin samvizku hans, smátt og smátt ruddi sér að miklu leyti til rúms, þar sem ættjarðarástin ein hafði áður dvalið, eftir því stækkaði völundarhús sjálfsblekking' arinnar. — Nú skyldi hann skapa örlög- in eftir kringumstæðunum — en eigi fram' ar ögra örlögunum með dyggðum sín- um — og þannig varð Hildur honum sú rödd er svaraði spurningum hans eigin hvíldarlausa hjarta. Hann þurfti við hvatningar frá ó~ þekktum öflum, til þess að helga markmið sitt og festa það fyrir sjónum. En Edith er fagnaði frægðargengi elskhuga síns, og einskis annars gætti í fögnuði símum yfir því að fá hann heim ’aftur heilan á húfi, undi róleg við líðandi stund, grunlaus með öllu. Hún tók ekki eftir því, svo títt sem hann kom, að fyrst af öllu íeituðu augu hans að andliti völvunnar — hún undraðist ekki hversvegna þau sátu svo oft á hljóðskrafi, eða stóðu svo oft í tunglsljósi við hina fornu gröf. Hún var þess örugg, að Haraldur elskaði hana eina af öllum konum, og að ást þeirra myndi standast tíma, breytingar, fjarvistir og vonbið — og hún vissi eigi, að það sem ást metorðagjarns manns er háskalegast er ekki persónur heldur hlutir — og ekki hlutir heldur tákn þeirra.— Þannig liðu vikur og mánuðir og Vil' hjálmur hertogi sendi engin svör við kröfum Játvarðar og Haralds um að gefa lausa gíslina. Og nú fór samvizkan að ónáða Harald, að hann hefði svo lengi eigi hirt um bænir bróður síns né tár móður sinnar. .

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.