Heimskringla - 27.08.1930, Blaðsíða 8

Heimskringla - 27.08.1930, Blaðsíða 8
8. BLAÐSIÐA WINNIPEG, 27. AGCrST, 1930 heimskringla Fjær og Nær Námsskeið á beztu verzlunarskóla f Vestur-Canada til sölu á góðu verði hjá The Viking Press, Ltd. * * * Séra Albert Kristjánsson, sem dval- ið hefir hér í Winnipeg og nágrenninu um hálfs annars mánaðar tíma í sum- ar fríi sinu, lagði af stað aftur bílleið- is vestur föstudaginn þann 22. þ. m. Frú Kristjánsson mun dvelja hér enn eitthvað fram eftir haustinu sér til heilsubótar. * * * Nítugasti og áttundi fundur The British Medical Association stendur nú yfir þessa dagana hér í Winnipeg hófst þann 26. ágúet og stendur til 29 ág. n.k. Talið er að um 2000 læknar muni sækja læknaþing þetta. * » * Séra K. K. ólafssyni var haldið mjög veglegt vina- og kveðjusamsæti síðastliðinn laugardag, af söfnuðum þeim, er hann hefir um fimm ár þjón að í Argylebyggð. Séra Kristinn er að flytja vestur til Seattle og tekur við þjónustu íslenzku safnaðanna þar vestra. • • • Mrs. J. Melsted, er búið hefir að 621 Maryland St. í þessum bæ, lagði af stað til Santa Rosa, Calif., s.l fimtudag, þar sem hún býst við að dvelja fyrst um sinn. Mrs. Melsted heimsótti Island á hátiðinni ,og er ný komin til baka úr þeirri för. • • * Finnur Johnson frá Calgary, Alta. hefir verið í bænum nokkra undan fama daga. Hann kom sunnan frá Detroit, Mich., þar sem hann var i heimsókn hjá syni sínum, Walter, er þar stundar skopmyndateikningar á hreyfimyndahúsum. Er hann sagður snillingpir i þeirri iðn. Faðir hans hélt s.l. mánudag af stað vestur til heimilis síns i Calgary. • • • A fimtudagskvöldið 21. þ. m. komu nokkrir Islandsfarar saman að heim- ili þeirra hjóna, Mr. og Mrs. F. Swan- son, 626 Alverstone St. Meðal þeirra voru Mr. og Mrs. J. J. Bildfell. Var Mr. Bíldfell, formanni heimfarar nefndar Þjóðræknisfélagsins, afhent- ur gullbúinn íbenholtzstafur, til minn- er- Jónas Pálsson Pianist and Teacher 107 LENORE ST. PHONE 39 81 Pupils prepared for the Asso- ciated Board of the Royal Aca- demy and Royal College of Mu- sic, London, England. THOMAS JEWELRV CO. ■Crrsmíði er ekki lærð á einu eða tveimur árum. 25 ára reynsla sannar fullkomna þekkingu. Hrenslun $1.00 Fjöður $1.00 Waltham írr $12.00 Póstsendingar afgreiddar tafar- laust. CARL THORLAKSON úrsmiður. 627 Sargent Ave., Winnipeg MRS. THOR BRAND 726 VICTOR STREET WINNIPEG tekur á móti sjúklingum (con- valescent patientsjog annast um þá á heimili sínu. Talsimi: 23130 ingar um ferðina og sem þakklætis- vottur frá samferðafólkinu. Á gull- skjöld, sem greyptur var í stafinn. var grafin minningarmynd frá Þing- völlum, og á gullbaug: "J. J. Bíldfell, frá nokkrum lslandsförum 1930. Tildrögin til þessarar gjafar vorij þannig, að þegar lestin með Islands- farana nálgaðist Winnipeg, kom í ljós löngun ferðamannanna að sýna þess vott, að þeir mettu vel unnið starf í þeirra þágu. Að visu hafði verið samþykkt einróma þakklætis- tillaga til heimfaramefndar Þjóð- ræknisfélagsins á skipinu Minnidosa, en samt langaði farþega að gefa for- manni heimfararnefndarinnar ein- hvern grip til minningar við lok þessarar ferðar, sem gengið hafði svo ágætlega og orðið ferðafólkinu til hinnar mestu ánægju og uppbygg- ingar. Flestir gefendurnir voru utanhæj- arfólk og gátu eigi verið viðstaddir. Hafði F. Swanson, Mrs. Ingi björgu Goodman og séra Guðmundi Arnasyni, verið falin framkvæmd á þessu, og töluðu þau nokkur orð við afhendingu stafsins, ásamt Mrs. F. Swanson. Heiðursgesturinn þakkaði fyrir sig og var síðan sezt að borð- um. • * * Þorgils Ásmundsson, frá Los An- geles, Calif:, hefir verið staddur i bænum undanfarna daga. Hann kom úr Islandsför og sýndi Heimskringlu þá hugulsemi að færa henni til birt- ingar ferðalýsingu dálitla og kvæði eftir sig. Þorgils hélt heimleiðis s.I. föstudag, en ætlaði að staldra við í Vancouver og fleiri bæjum á leiðinni suður. ( Eftirfarandi nemendur Jónasar Pálssonar stóðust próf við The As- sociated Board of the Royal Academy and Royal College of Music, London, England: I píanóspili, advanced grade, Berg- þóra Johnson; Harriett Diner. Intermediate grade: — Donna Goldstein. I undirstöðuatriðum hljómfræðinn- •; — Svala Pálsson; Bergþóra John- son; Lárus Björnsson; Harriett Din- Bergþóra Johnson hlaut “Honor- able Mention” í píanóspili. • * • Séra Jóhann Bjamason messar í byggð Islendinga í grend við Sin- clair næsta sunnudag þann 31. ág. Messustaður og timi hvorttveggja auglýst nákvæmar þar heimafyrir. J. A. JOHANNSON Carage and Repair Service Banning and Sargent Sími 33573 Heima sími 87136 Expert Repair and Complete Garage Service Gas, Oils, Extras, Tires, Balteries, Etc. ROSE THEATRE Phone 88 525 Sargent and Arlington Thur., Frl., Sat., Thls Week A Picture of a Thousand Thrills 1.01.A I.AM: aml PAIJI, PAGR —in— “THE GIRL FROM HAVANA” 100% Talkins: (PaMMeil General) A Lady Detective Captures a No- torioua Gang of Jewel Thieves, and Finds Cuba a Port of Romance Extra Added Tar/.an; Comedy; Miekey Monne Children any time except NiAAT7Saturday Nights 1 Hr 1 ^ O W & Holiday Nights I UI# BARGAIN SIJPPER SHOW Adults Daily to 7.00 p.m. ___________Z5c_____________ Mon., Tues., Wed., Next Week SPKCIAL HOLIDAY PRÖGRAM /,ane Gray’n FlrMt All-Talkin>c “THE LONE STAR RANGER” Starring GKORGE O’BRIEN and SI F2 CAROL See and Hear—When This Fron- tier Was Young—The Roarin& Border Towns—The Struggle of Texas Rangers----The Outlaw Hordes—The Gripping Action Drama of a Daring Fighter, and a True Blue Girl. * 100% Talking (Paaned General) Added Comeily—Fox Newa OMwalíl Carfoon SPECIAL HOIi II)A Y MATINKK Monday, Septemher 1»t Doors Open at 12.30 p.m. ....... Children lOc ...... Sorglegt slys vildi til á gatnamótum Victor og Sargent stræta í gær, þeg- ar flutningabíll ók yfir þriggja ára gamalt bam, að nafni Yvonne Bar- nett, til heimilis á 618 Victor St., og dó það samstundis. — Hafa 20 menn verið drepnir og 287 meiddir af bíla- slysum i Winnipeg síðan 1. janúar síðastliðinn. • * * Mr. og Mrs. Dr. Þorbergur Thor- valdson, frá Saskatoon, komu til bæjarins í byrjun þessarar viku. — Komu þau frá Evrópu, en þar hafa þau verið allt síðastliðið ár, og ferð- ast um ýms lönd á meginlandinu og síðast til Islands á þjóðhátíðina. Dr. Thorvaldson hefir kennt við Saska- toon háskólann undanfarin ár, og fékk sér frí þetta ár, sem kennurum er gefið eftir vissan árafjölda. Hjón- in lögðu af stað heim til Saskatoon i gærkvöldi og tekur Dr. Thorvald- son þar við kennslustarfi sínu við háskólann aftur. • • • S.l. mánudag dó að Gimli, Man., Agnes Thorgeirsson, kona um ní- rætt. Verður hennar nánar minnst í blaðinu síðar. IJtan af landi Seyðisfirði, 30. júli. Unnið hefir verið að síldarsöltun her undanfarna daga. Fitumagn ’síldarinnar 17 — 22%, meðaltal 19.5% öhemju síldargengd frá Dalatanga og norður eftir, “svartur sjór” inn í fjörð. Þaulvanur nótabassi, sem hér er staddur, og hefir stundað síldveiði 12 ár fyrir Norðurlandi fullyrðir, að hann hafi aldrei séð meiri síldartorf- ur fyrir Norðurlandi. Skortur veiðitækja og mannafla tilfinnanlegur. Söltunarleyfi tak- mörkuð, en skjótnotuð. Almenningi þykir þó tilfinnanlegast að engin bræðslustöð skuli vera til á Aust- fjörðum, þegar slík uppgripaveiði er fyrir landi. Eru menn sammála um það, að stófnun síldarbræðslustöðvar á Austurlandi mundi verða Austfirð- ingum að miklu gagni og auka at- vinnu í fjórðungum og aðsókn. Vitnisburðir gagnkunnugustu manna eru samhljóða, að mikil síld sé lang- an tíma á hverju sumri fyrir Austur- Iandi, svo hafi verið seinustu 19 ár milli Dalatanga og Langaness, þó kannske sjaldan þvílíkt og nú. J. H. CURLE Director of Business Research, Dominion Business College. Gas er fljótt - - Og með "Optional Gas Water Heater” taxta vorum, er kostnaðurinn færður niður. Ef þér enn ekki njótið hlunnintíanna af því að hafa æfinlega nægilegt af heitu vatni, komið þegar í stað og leitið yður upplýsinga. Símið: 842 312 eða 842 314. Winnipeg Electric Company “Your Guarantee of Good Service” Four Stores: Appliance Dept., Power Bldg., Portage and Vaughan; 1841 Portage Avenue, St. James Marion and Tache, St. Boniface. 511 Selkirk Avenue. Þakkarávarp. Hjartans þakklæti mitt eiga þess- ar línur að færa öium vinum, skyld- um og vandalausum, nær og fjær, er auðsýndu mér og börnum mínum hluttekningu og vinahót í sjúkdóms- stríði og við lát eiginmanns míns, Jónasar Sigurbergs Einarssonar. — Sérílagi þakka eg fólki á Gimli og í umhverfi, er hjálpaði svo göfug- lega með peningagjöfum, bæði ein- staklingar og félög. Blómagjafir og samúð, auðsýnda við jarðarförina, þakka eg og af hjarta. Mér er ljúft að þakka læknunum, Dr. B. H. Olson frá Winnipeg, og Dr. F. W. Shaw á Gimli. Hinum fymefnda' fyrir fús- ar komur á heimilið án endurgjalds, hinum síðamefnda fyrir alúð og þol- inmæði og þátttöku í kjörum hins- deyjandi ástvinar. Ailan kærleika og bróðurhug auð- sýndan mér og börnunum mínum, bið eg guð að launa. Mrs. Jóhanna Einarsson, og börn, Gimli, Manitoba. The Dominion Business College and Cooper Institute of Accountancy are pleased to announce the appoint- ment to their staff of John H. Curle as Director of Business Research. This department seeks information and co-operation from Business Exe- cutives, Office Managers and Edu- cators with a view of serving stu- dents and employers efficiently. Mr. Curie has a long and favor- able record in Manitoba and his ex- perience has afforded opportunities for discovering the needs of business and the professions. He was with the Assessment Department of the City of Winnipeg for ten years, was Secretary of the Manitoba Division of the Retail Merchants Association af Canada for eleven years, Secretary of the Advisory Committee on Com- merciai Education of the University of Manitoba for nine years. He has been a member of the Studies Re- view Committee appointed by the Manitoba Department of Education, a member of the Manitoba Assess- ment and Taxation Commission ap- pointed by the Provincial Govern- ment, and was Secretary of the Mani- toba Economic Conference for three years. Mr. Curle has also extended a valuable services to the Board of Trade, the Kiwanis Club, the Lions Clum, Y. M. C. A., Y. W. C. A., and other service organizations at various times, and has had several years' ex- perience in the commercial school vork. He is now with the Dominion Busi- ness College to co-operate with the management in serving the students and to assist employers who use the Emplayment Service of the College. Mr. Curle is now available for counsel and consultation. Leiðrétting. Oss hefir verið bent á það, að í dánarfregn Helgu Jónsdóttur Gísla- son í síðasta blaði, er rangt farið með það atriði, að kona Jóns Sig- urðssonar á Syðra-Lóni var ekki Guð • rún Björnsdóttir, heldur Guðlaug Guðmundsdóttir. Guðrún þessi var bróðurdóttir Guðlaugar og gift Gísla Þorsteinssyni bónda á Hallgilsstöð- um á Langanesi, bróður Dómhijdar Þorsteinsdóttur, konu ölafs Gunn- laugssonar Briem á Grund í Eyja- firði. ingar mínar og náunga minna með því að geta látið þá öðlast augna- blikshamingju endur og eins, ef þeir eru sjálfir verðir þess að höndla hana. Sannmentaður maður hefur á öllum tímum og í öllum löndum verið sá, sem kunni að sigrast á sjálfum sér og gat þannig skipað sjálfum sér að fórna ávalt meiru og meiru af sjálf- um sér því hlutverki, sem er honum ofurefli, en væntir samt einskis ann- ars af guði eða mönnum en að mega gera einmitt þetta. Svör við spurnirgum fyrrum sýslumanns í Árnessýslu, og frú hans Soffía Skúladóttir frá Mó- eiðarhvoli í Rangárvallasýslu. Eg hafði þar ágætar viðtökur og ánægju- legar samræður við þau hjón. Fór þaðan ekki fyr en eftir hádegi næsta dag. Var þá fluttur suður yfir Hvítá, því eg ætlaði að Hjálmholti í Flóa, þar eð þar frétti eg að væri einn af hinum gömlu Grímsnesbænd- um, Kolbeinn Sigurðsson, áður hóndi í Gölt í Grímsnesi, framúrskarandi dugnaðar- og atorkumaður, einn af ailra efnuðust bændum í sinni tíð í Grímsnesi. Eg mætti honum í hús- dyrunum; hafði hann ætlað út á tún að snúa heyi, sagðist nú ekki lengur hafa sjón til neins við heyskap nema að snúa, en í fyrra hafði hann geng- ið að slætti. Hann er nú 94 ára gamall, og dvelur hjá sonarsyni sín- um, sem þar býr. Slíkir menn vinna á meðan dagur er. Næsta dag fékk eg keyrslu með vörubíl út fyrir ölfusá og upp að Ingólfsfelli. Þaðan fékk eg annan góðan göngutúr út að Grimslæk, sem er utarlega I ölfusi. Þar býr forn- vinur minn og frændi, Eyjólfur Guð- mundsson. Hjá honum gisti eg um nóttina og höfðum við margs að minnast frá fornri tíð. Næsta dag komst eg suður til Reykjavíkur. • * * Eg þarf ekki að fjölyrða um það, sem fram fór á Þingvöllum, blöðin hafa nákvæmlega skýrt frá því. Vil aðeins drepa á það, hve allt fór snilldarlega úr hendi, landi og þjóð til ómetanlegrar sæmdar og öllum aðkomandi til ógleymanlegrar á- nægju. Allt bar ijósan vott um að- dáanlegan siðferðisþroska þjóðar- innar. Það var svo undarlegt, að orð fá ei iýst, að af öllum þeim mann- fjölda, sem þarna var saman kom- inn, 30 til 40 þúsund manns, skyldi enginn sjást ölvaður. Líklega gæti það ekki átt sér stað hjá nokkurri þjóð nema Islendingum, að minnsta kosti þori eg að fullyrða, að það hefði ekki getað átt sér stað í Bandaríkj- unum, hversu sterkar skorður sem stjórn þeirra hefði sett fyrir því; jafnvel þó hengingarsök hefði verið. Það var eins og land og þjóð, guð og náttúran, legðust öll á eitt til að gera hátíðina sem blessunarríkasta fyrir land og þjóð og gesti. Um það leyti sem forseti samein- aðs þings lauk máli sínu við þing- setningu, kom sólin hjört og hlý út á milli skýjanna, eins og hún væri að leggja blessun sína yfir athöfnina frá hásæti drottins. Og vinur minn, sem hjá mér sat, vakti athygli mína á því, að Skjaldbreið væri þokuiaus, en þoka á öðrum fjöllum, sem væri mjög óvanalegt. Af því dró eg þá \ ályktun, að þaðan horfðu hollvætt- ir Islands velþóknunaraugum á það, sem hér var að gerast. Mér finnst eg hafa farið af Islandi í þetta sinn göfugri og betri maður, en eg kom þangað. Samt hafði eg enga löng- un til að kyssa jörðina, því að það hefði verið barnaskapur; en hjartað fylltist heilagri lotningu. • * • Jú, það vantaði margt — sorglega margt. Og sumt af því ennþá nauð- synlegra en skógurinn, þó óneitan- lega sé hann nauðsynlegur. Og vel sé hverjum, sem leggur Islandi lið, í hverju sem er, hvort heldur það er skógrækt, eða einhver önnur jarð- rækt. En frá mínu sjónarmiði séð, myndi verkleg þekking í jarðrækt og notkun nýtizku búnaðartækja, vera Islandi heilladrjúgasta sendingin héðan að vestan. Og hezt mundi hún að notum koma þar heima, ef ein- hverjir bændur sæmilega efnum hún- ir færu til Islands og reistu þar bú með nýtízku tækjum, og með þeirri þekkingu, sem þeir hafa öðlast hér. Frjómagn íslenzkrar moldar er mik- ið. Islenzk jörð á í sér fólgin ótæm- andi ræktunarskilyrði, meiri og betri en önnur lönd, eins og íslenzk þjóð á í sér fólgin menningarskilyrði öðr- um þjóðum fremur. Það er “voða- lega”, “afskaplega” “ábyggilegt”, að Island verður innan skamms tíma mesta framfaraland heimsins. Þorgiis Asmundsson. * • • A LEIÐ TIL ÍSLANDS Hvað er að tarna? Hvað ertu að segja ? Hvort er eg vakandi, eða er mig að dreyma ? | Eg sé fyrir stafni er afarstór eyja. Er það nú víst að eg senn verði heima ? Heima á Islandi — hvílík þó náð! Hér er að rætast, hvað lengst hef eg þráð! Nú fer eg til /íslands sem fuglar á vori, fagnandi "dýrrindí” sýng eins og lóan, leik mér og danza, léttur í spori, ljóðhörpu stemmi við dillandi spóann. Freyðandi öldurnar flyssa að mér. Eg fæ ekki lýst þvi, hve glaður eg er. Lengi hef eg dvalið í suðrænum sölum sólrikra, landa við úthöf og merkur, fjarlægur indælum ættjarðar-dölum, erjandi hart, þó eg sé ekki sterkur. Löngum hef verið leiðindagjarn. Eg lagði frá Islandi næstu mþví barn. Nú hverf eg til.baka með hærur á kolli, hendurnar lúnar og andinn í draumi, glapinn af veraldar gjálífis solli, gálaus og fávitur, hrakinn með straumi. En trúin og vonin og ástin er allt, þó umhverfið tíðum sé dapurt og kalt. Nú eru að rætast þeir dýrustu draum- ar, sem dreymdi mig fyrrum á vestrænni grundu. Um æðar mér líða lifandi straumar, sem lyfta sér hátt á fagnaðarstundu. Hrópar af alefli hugur og mál. Eg heilsa þér, Island, með brennandi sál! Þorgils Asmundsson. Om FLOGIÐ FRA EVRÖPU YFIR ISLAND og GRÆNLAND Nýlega flaug þýzkur flugmaður að nafni Gronau, frá Evrópu, yfir Island og Grænland til Bandaríkj- anna, ásamt þrem félögum sínum. Lagði hann af stað frá Isiandi föstu- daginn 22. ág. kl. 6.35 f.h. og Haug til Ivigtut á Græniandi á ellefu klukku- tímum. Llfsspekl Clemenceaus. Clemenceu er sífelt mikið umtal- aður, og umþráttaður maður, engu síður eftir að hann dó en áður. Því valda ekki einungis stjórnmálastörf hans, sem voru áhrifamikil, en einnig rit þau, sem frá honum komu og hefur Lögrjetta áður sagt frá þeim ritstörfum hans, sem um stríðið fjalla sérstaklega og deilur hans við Foch. En hann skrifaði einnig annað stórt rit, sem er heimspekilegs efnis og heitir “Að kvöldi hugsunarinnar) (Au Soir de la Pensée) og gerir hann þar grein fyrir heimsskoðun sinni og lífsskoðun. Þar segir hann m. a.: Það sem er, er. Og eg er af þessu sem er. Eg er ögn einhversstaðar í einhverju breytilegu. Að því er til annara atvika í alheiminum kemur þá auðnast mér að geta fundið tll og vitað um það af þeim, sem við mig kemur að geta hugsað og ályktað svo að eg geti mýkt nokkuð þján- Prentun- The Viking Press, Limited, gerir prentun smáa og stóra, fyr* ir mjög sanngjarnt verð. Ábyrgjumst að verkið sé smekklega og fljótt og vel af hendi leyst. Látið oss prenta bréfhausa yðar og umslög, og hvað annað sem þér þurfið að láta prenta. Bækur og stærri verk gerð eftir sérstökum samingi. THE VIKIIG PRESS LTD 853 SARGENT Ave., WINNIPEG ■*P * Sími 86-537 * 'P ►O'OM’O'4 t-ommo+^+ommommommommo^

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.