Heimskringla - 27.08.1930, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 27. ÁGÚST, 1930
HEIMSKRINGLA
7. BLAÐStEJA
Svör við Spurningum
(Frh. frá 3. síBu).
Árni Pálsson. Mjög fagurt kvæði
var og sungið, sem ort hafði til
okkar hr. Þorsteinn Gíslason rit-
stjóri.
Á sunnudaginn hélt dómkirkju-
presturinn, séra Friðrik Hallgríms-
son, messu fyrir okkur Vestur-Is-
lendinga. ---
Þá kemur næsta spurningin, eða
öllu heldur fjórar þær næstu, því þær
eru þannig lagaðar, að mér finnst
bezt að svara þeim öllum í einu. —
Landið með fjöllunum fögru hafði
aldrei úr huga mér horfið, þau 42 ár,
sem eg hafði fjarlægur dvalið. Leik-
systkini mín frá æskuárunum mættu
mér samstundis. Sigurður Jónsson,
að Njálsgötu 3, hafði skrifað mér til
Ameríku, og ekki einungis boðið
mér til sín, heldur eggjað mig lög-
eggjan að koma. Hann næstum því
bar mig á land og leiddi mig heim til
sín, þar sem kona hans Ólína, sem eg
hafði aldrei áður séð, beið mín til að
fagna mér sem væri eg hennar skil-
getinn bróðir. Þau hjón önnuðust
mig sem sitt eigið barn í tvær vikur
á heimili sínu og á Þingvöllum, og
kostuðu ferð mína fram og til baka,
ásamt mörgu öðru, sem of langt yrði
upp að telja. Ásmundur Jónsson, á
Hverfisgötu 58, bróðir Sigurðar,
mætti mér og á bryggjunni; en “það
er ekki hægt að gera tvo mágana að
einni dótturunni”; svo hann varð að
láta sér lynda, að eg færi með bróð-
ur hans, gegn loforði um, að eg
dveldi hjá honum nokkuð af tíman-
um; og var eg til heimilis hjá hon-
um og Sigríði konu hans, sem var
mér eins og bezta systir. Eg dvaldi
hjá þeim i rúma viku i góðu yfirlæti.
Leiksystkini mín, þeir bræður Sigurð
ur, Ásmundur og Arnbjörn Jónssynir
og náfrænka mín Guðrún Gunnlaugs-
dóttir, fóru með mig í bíl austur að
Borg í Grímsnesi, þar sem við lékum
okkur saman þegar við vorum börn.
— Eg hygg að þeir bræður hafi kost
að ferðina, en um það fékk eg ekk-
ert að vita; og er það hið eina, sem
eg hefi á móti þeim að segja, að eg
fékk aldrei að vita, hvað neitt kost-
aði, hvað þá heldur að greiða nokk-
uð fyrir það. Og þessu sama mætti
eg alstaðar. Eg gat ekki að mér
gert en að láta hugann hvarfla til
þess, hve lélegir spámenn Vestur-
Islendingar væru.
Eftir að við höfðum skemt okkur
nokkra stund í högunum á Borg, fór-
um við að Efra Apavatni. Þar býr
systir þeirra bræðra, Sigríður, og
maður hennar Helgi Guðmundsson.
Þar var eg í tvo daga og þar kom
eg fyrst á hestbak eftir 42 ár. Helgi
léði mér hest og fylgdi mér sjálfur
að Laugarvatni, og var okkur sýnt
skólahúsið hátt og lágt, sem er í
smíðum. Svo héldu þeir mér, Guð-
mundur kennari og Bjarni skóla-
stjóri, með fjörugum samræðum fram
yfir miðnætti.
Næsta dag léði Helgi mér hest á
ný og fylgdi mér sjálfur austur að
Hvítá . Lengra vildi eg ekki að hann
færi, fannst óþarfi að sundleggja
hestana. Ekkert fékk eg að borga.
Tómas Tómasson í Auðsholti ferj-
aði mig yfir ána. En þegar eg spurði
hann, hvað ferjutollurinn væri, vildi
hann ekki segja mér það; en sagði
að Þórður í Hvítárholti hefði minnst
á mig við sig. Eg sagði honum, að
eg ætlaði að Hvítárholti. Hann
bauð mér inn upp á kaffi, á meðan
hann léti ná í hesta. Svo fylgdi hann
mér að Hvítárholti og léði mér hest.
Um leið og eg minnist á Þórð í
Hvítárholti, verð eg að fara ofurlít-
ið til baka. Það var að kvöldi hins
fyrsta hátíðisdags á Þingvöllum, að
eg var staddur i tjaldbúð Arnesinga,
þar sem margt fólk var saman kom-
SAFNIÐ
POKER HANDS
Sem eru í
TURRET Fine Cut Tóbaki.
Fyrir þær getiö þér fengiö
dýrmæta muni
POKER HANDS
SKEGG-
BUBSTI
eru einnig í eftirfarandi alþekktum
tóbakstegundum:
Tnrret Sigfarettunr
AXLA-
BÖND
Fjögur
setti af
Poker
Hands
BLYSLJÓS
Vindlar
(fimm í hverjum pakka)
Fimm setti af
Poker Hands
Bigf BeEi
mmaii Bnt oBaSl
Wiirkclhester
Sig'aretttuir
MillBaoi]}!
ir
Res
Tvö setti
af Poker
Hands
SPIL
PIAYING
CARDS
VEKJARA KLUKKA
tobafe
Eitt sotti af
Poker Hands
KOBKTREKKJARI
Fimm setti af Poker
Hands
BRÚÐA
Átta setti
af Poker
Hands
Tvö setti af Poker
Hands
KETILL
Tíu setti af Poker
Hands
).
ið. Gat eg þess, að hér mundi flest
fólk vera Ámesingar, þó eg þekkti
engan, en væri þó gamall Árnesing-
ur sjálfur. Þá gaf sig á tal við mig
maður, er sagðist heita Þórður
Magnússon frá Hvítárholti. Eg sagð-
ist vera ættaður úr Grímsnesi. Hann
sagði mér að amma sín hefði heitið
Amdís Erlendsdóttir frá Miðengi í
Grímsnesi. Eg vissi að enginn Er-
lendur hafði búið í Miðengi í Gríms-
nesi í síðustu tvær aldir nema lang-
afi minn (því eg hafði ættartölu mína
skrifaða af föður mínum), þess
vegna hlutum við að vera “óskakk-
ir þremenningar”. Eg kvaðst þurfa
að fara austur að Skáldakfúðum í
Gnúpverjahreppi, því þar býr æsku-
vinur minn, Runólfur Þorbergsson.
Þórður bauð mér að koma til sín, og
kvaðst myndi reyna að láta mig fá
hest og lána mér dreng til fylgdar
austur yfir Laxá.
Og nú vík eg aftur að því, er Tóm-
as í Auðsholti flutti mig að Hvítár-
holti. Þórður var þá ekki heima í
bili, en kona hans, Margrét Sigurð-
ardóftir, Jónssonar prests að Stóra-
núpi, tók á móti mér með systurleg
um innileik, ásamt frænda mínum,
Magnúsi föður Þórðar, sem er. þar
hjá syni sínum. Hann er níræður að
aldri, orðinn blindur og allmikið bil-
aður að heilsu; fylgir hann þó föt-
um, og hefir sálarkrafta i fullu fjöri.
Skemtinn er hann í viðræðum; bú-
hyggjumaður hinn mesti, enda fram-
úrskarandi búmaður á sinni tíð. —
Mikla ánægju hafði eg af að skrafa
við hann. Bráðum kom Þórður heim
og tók mér sem hefðum við verið
samferðamenn frá vöggunni. Þarna
var eg tekinn inn í fjölskylduna, og
hver heimilismaður varð mér eins og
nátengdur ættingi, sem verður mér
ógleymanlegt eins lengi og eg lifi,
eða ef til vill lengur.
Næsta morgun lét Þórður leiða
heim hest einn fállegan, bleikan að
lit, og sagði: “Þenna hest, frændi,
áttu nú að hafa, eins lengi og þér
líkar, svo sem sé hann þín eign.” —
Sté eg á bak, og lagði eg leið mína
fyrst að heimili séra Kjartans, fyrr-
um prests að Hruna. Þá var eg svo
óheppinn, að hann var nýfarinn suð-
ur til Reykjavíkur, til að mæta Vest-
ur-Islendingum. Eg hafði áður hitt
séra Kjartan vestur á Kyrrahafs-
strönd, þegar hann var á ferð hér
vestra fyrir nokkrum árum, og geðj-
ast mætavel að honum. Frú hans og
fjölskylda tóku mér vel, og hafði eg
ljómandi skemtilegar samræður við
frú Helgason. Gat hún þess við mig
að ekki myndi Kjarta* hafa sleppt
mér frá sér þann dag, hefði hann
verið heima. En eg fór til baka að
Hvítárholti og var þar næstu nótt.
Morguninn eftir sté eg enn á bak
Bleik. Þar var þá og annar hestfur,
og á baki honum aldraður maður, að
nafni Eyjólfur Símonarson, af Hlið-
arætt. Skyldi hann vera meðreið-
armaður minn austur yfir Laxá. —
Hann eggjaði mig á að koma að
Hruna og finna hinn nýja prest
Hreppamanna, séra Jón Þórarinsson
og frú hans. Þar mætti eg alúðar-
viðtökum hjá þeim hjónum. Sýndi
séra Jón mér fyrst kirkjuna, sem er
mjög falleg og smekkleg. Ennfrem-
ur sýndi hann mér nokkur af hinum
dásamlegu listaverkum, sem íslenzk
náttúra hefir að bjóða. Fyrst laut-
ina, þar sem kirkjan stóð, sem átti að
hafa sokkið,, og getið er um i þjóð-
sögum Jóns Árnasonar: “Hátt lætur
í Hruna”. Þar sýndi og séra Jón
mér hin mestu náttúruafbrigði, sem
eg minnist að hafa séð. Það eru þrir
klettar, sem sýná svo náttúrlegar
andlitsmyndir, að vel hefði mátt telja
mér trú um, að Einar frá Galtafelli
hefði meitlað þær í bergið. Og mig
undrar ekki þótt Árnessýsla gæti
fóstrað slíkan listamann, eins afar
auðug og hún er af hinum dásamleg-
| ustu listaverkum. Þarna er karlinn,
kerlingin og dóttirin, sem þjóðsagan
getur um að séu tröll, sem orðið hafi
! að steini.
| Eg vil ráðleggja öllum ferðamönn-
um að koma að Hruna, ef leið þeirra
liggur þar um. Eg þori að ábyrgjast
að engan mun iðra þess, þó hann
verji þar nokkrum klukkustundum i
návist séra Jóns og frúar hans, hvort
heldur sem er að kirkju eða heimili..
Séra Jón hefir þíðan framburð, hvort
heldur er í daglegri ræðu eða í pré-
dikunarstól; íburðarlausa en skýra
og heilbrigða hugsun.
Eg kom til vinar míns, Runölfs í
Skáldabúðum, og undraðist stórum
hvað fijótur hann var að kannast við
mig og hve vel hann mundi eftir mér.
Við vorum saman til sjós fyrir 42 ár-
um síðan, þá ungir menn milli tví-
tugs og þrítugs. Hann er nú 67 ára,
en ekki sést eitt grátt hár á höfði
hans og ándliti, og hefir hann þó all-
mikið skegg. Hann byrjaði búskap
örsnauður á koti á Rangárvöllum.
Það hrundi yfir höfuð honum í jarð-
skjálftanum. Þá fékk hann Skálda-
búðirnar, einnig í rúsum. Byggði
hann bæinn upp og bætti jörðina. —
Kom upp þrem mannvænlegum börn
um, sem nú hafa tekið við jörðinni.
Dóttir hans heitir Björg, en synirnir
Sigurgeir og Sigurbergur, báðir at-
orkumenn með afbrigðum. Hafa þeir
þeir nú reist steinhús á jörðinni. Kona
hans er Elin Bergsdóttir frá Skriðu-
felli, vel metins bónda á sinni tíð.
Næsta dag fór Runólfur með mig
austur í Þjórsárdal, inn í Skriðu-
fellsskóg. Höfðum við ánægjulega
stund að Skriðufelli. Einnig komum
við að Stóra-Núpi; fengum þar alúð-
ar viðtökur, og var mér sýnd kirkj-
an; en hana hafði séra Jón i Hruna
ráðlagt mér að fara og sltoða, þar eð
hún væri einkennilega smekkleg.
Um kvöldið héldum við aftur að
Skáldabúðum og gisti eg þar um
nóttina.
Næsta morgun fylgdi Runólfur mér
fyrir Laxá og þar kvöddumst við,
og gat hvorugur tára bundist. Að
Hvítárholti fór eg um kvöldið.
Næsti dagur var sunnudagur, og
var eg þá við kirkju að Hruna. Þar
mætti eg Guðjóni Helgasyni frá
gröf og konu hans, Guðrúnu Erlends-
dóttur, ættaðri frá Brjánsstöðum í
Grímsnesi; var Guðrún ein af leik-
systrum mínum í æsku. Þar var eg
næstu nótt, og fluttur þaðan næsta
dag að Hvítárholti.
Daginn eftir ætlaði eg að fara það
an út í Grímsnes, þvi eg var alger-
lega hættur við að fara upp að Gull-
fossi, því erfitt var að komast þang-
að, þar eð Hvitá hafði brotið af sér
brúna í vetur, en nú var verið að
byggja hana upp að nýju.
Þegar eg ætlaði að fara að kveðja
Þórð, bað eg hann um reikninginn
yfir allt, sem hann hafði gert fyrir
mig, og bjóst eg við að buddan
myndi léttast talsvert. En hún létt-
ist ekki vitund, því Þórður vildi ekki
heyra borgun nefnda á nafn. Kaupa-
maður hans hafði komið kvöldið áð-
ur og var byrjaður að slá. Gekk eg
til hans og bað han nað lofa mér að
reyna, hvort eg kynni enn að halda
á orfinu, og tókst mér það þolan-
lega, svo eg spurði Þórð, hvort hann
hefði ekki annað orf og Ijá, og kvaðst
hann hafa það. Eg bað hann að lofa
mér að reyna hvort eg gæti nokkuð
slegið, og varð hann við þeirri bón
minni. Eg sleppti ekki orfinu i tvo
daga, og varð nú samvizkan rólegri.
En það varð ekki nema stundar frið-
ur, því frændi minni lét ekki snúa
svona á sig. Því næsta dag komu
þau hjónin Guðni frá Jaðri og Kristín
kona hans, sem eiga heima á næsta
bæ við Gullfoss. Lét þá Þórður
sækja Bleik og kvað það skömm
mikla, ef eg færi svo að eg ekki sæi
Gullfoss. Dreif eg mig með þeim
hjónum, og komum við að Tungufelli
klukkan 2 um morguninn. Þar vöktu
þau upp um nóttina til að fá gist-
ingu. Ekkert fékk eg að borga þar
fremur en annarsstaðar. Svo létu
þau hjón son sinn 15 ára gamlan
fylgja mér upp að Gullfossi. Dreng-
ur sá er reglulegt náttúrubarn, og
sýndi hann mér margt einkennilegt
þar um slóðir. Trúað gæti eg því,
að þar væri efni i annan Stephan G.
Hann heitir Sigurjón. Eg var sér-
lega heppinn með veður, glaða sól-
skin, og var dýrðlegt að sjá regn-
bogann yfir þessari dásamlegu tign-
arsjón. Ekki kemst Niagara neitt
í námunda við Gullfoss að fegurð
(C. P. R. félagið var svo höfðinglund-
að að gefa okkur fria ferð þangað)
Niagara er breiðara vatnsfall en
Hvítá, en Gullfoss fegurri en Nia-
garafossarnir. Og þar við bætist,
að í berginu vestan til neðan við foss-
inn er margbreytilegt útflúr, eins og
náttúran sé að gefa mönnum sýnis-
horn af sínum dásamlegu listaverk-
um. Þar getur að líta ljónshöfuð
með vængi á baki, sem ætla mætti
að væri ímynd einhvers verndarvætt-
ar landsins. Á öðrum stað í Skriðu-
fellslandi sá eg hól í lögun eins og
skip á hvolfi.
Að Hvítárholti kom eg eftir hátta-
tíma. Samt vakti húsfrú Margrét
eftir mér, til veita mér beina.
Einn af heimilismönnum í Hvítár-
holti heitir Einar Friðriksson, 12 ára
gamall, skarphygginn unglingur. —
Mér kæmi ekki á óvart þó hann væri
efni í einn íslenzka listamanninn. —
Hann bað mig um að gera visu um
sig, og aðra um Bleik. Eg gerði það,
og bað hann svo um álit á þvi, hvor
væri betri, og var hann fljótur að
því, og sagði að vísan um Bleik væri
langtum betri, og undraðist eg, hve
hárrétta dómgreind hann hafði á
I því. Eg set hér báðar vísurnar, og
l hygg að flestir verði honum sam-
dóma, þó báðar séu visurnar bull.
En þær eru svona:
Frækinn Einar Friðriksson,
frá eg greini lýði:
Aflað reynir yggs á kvon,
yngissveina prýði.
Eú hin er svona:
Það vekur mér unun, hvað vinirnir
gleðja,
nú vík eg í burtu um ólgandi sæ.
Sannlega finn eg það sárast að kveðja
sem þó móti staðið ei fæ.
Þó að eg veltist á vestrænu strindi,
í veraldar glaumi bregði á leik,
man eg það jafnan, að mest var mér
yndi
dt ] N afns PJ Íöl (d N I
Dr. M. B. Halldorson
401 Boyd Illdsr.
Skrifstofusíml: 23674
Stundar sérstaklega lungnasjúk-
dóma.
Er ati finna á skrifstofu kl 10—12
f. h. og 2—6 e. h.
Heimlli: 46 Alloway Ave.
Talsfml: 331
DR A. BLONDAL
602 Medlcal Arts Bldg.
Talsími: 22 296
Stundar sérstaklega kvensjdkdóma
og barnasjúkdóma. — AtS hitta:
kl. 10—12 * h. og 3—6 e. h.
Heimdl: S06 Victor St. Sími 28 130
DR. B. H. OLSON
210-220 Medfcal Arta Bldar.
Cor. Graham and Kennedy St.
Phone: 21 834
Vititalstími: 11—12 og 1_5.30
Heimili: 921 Sherburn St.
WINNIPEG, MAN.
Dr. J. Stefansson
210 MRDICAL ARTS BLDQ.
Horni Kennedy og Grah&m
Stundar elngDnaru aui^in- eyrna -
nef- og kverka-ajAkdóma
Er atJ hitta frá kl. 11—12 f. h.
og kl. 3—5 e. h.
Talafmi: 21S34
Heimlll: 638 McMillan Ave. 42691
Talafml: 28 889
DR. J. G. SNIDAL
TANNLÆKNIR
014 Somerset Block
Portagre Avenue WINNIPEG
DR. K. J. AUSTMANN
Wynyard —:— Sask.
HEALTH RESTORED
Lækningar án lyfja
DH. 8. G. SIMPSON. N.D., D.O., D.C.
Chronic Diseases
Phone: 87 208
Suite 642-44 Somerset Blk.
WINNIPEG —MAN.
A. S. BARDAL
selur líkkistur og annast um útf&r-
ir. Allur útbúnatiur sá bezti.
Ennfremu.r selur hann allskonar
minnisvart5a og legsteina.
843 SHERBROOKE ST.
Phonet 80 007 WINNIPEG
um merkur að þjóta á Hvítárholts
Bleik.
Frá Hvítárholti var mér fylgt út
að Auðsholti og ferjaði Tómas mig
yfir ána; en jafnnær er eg enn um
hvað ferjutollurinn er, ekki til neins
að spyrja mig um það, því eg fékk
aldrei að vita það. Þaðan fékk eg
góðan göngutúr út í Grímsnes; fékk
góða gistingu á Stóruborg.
Næsta morgun kom eg að Klaust-
urhólum, og fann Magnús sveitar-
oddvita Grímsnesshrapps, sem þar
býr.- Hann léði mér hest, og hann
víst ekki af lakara tæinu, rennivakr-
an gæðing (liklega reiðhest hans
sjálfs); sagði eg mætti hafa hann í
viku, ef eg vildi. Eg fór út að Kald-
árhöfða. Þar býr ögmundur Jóns-
son, bróðir þeirra, er tóku á móti mér
í Reykjavík. Hann er bilaður að
heilsu. Kona hans er Elízabet Guð-
mundsdóttir, systir Helga á Apa-
vatni. Þar dvaldi eg í tvær nætur í
góðu yfirlæti. Þaðan fór eg aftur
að Klausturhólum, skilaði hestinum
og spurði um leiguna. Eg fékk sama
svarið og áður: Það er ekkert. Magn-
ús hafði eg aldrei séð eða heyrt fyr,
svo að ekki var um neina æskuvin-
áttu að ræða okkar á milli. Eg gisti
hjá Magnúsi um nóttina, en morgun-
inn eftir flutti hann mig að Borg.
Þaðan gekk eg að Eyvík. Þar fann
eg fornkunningja minn Jóhannes
Einarsson, sem þar bjó lengi góðu
búi, en er nú hættur búskap, og dvel-
ur hjá syni sínum, er þar býr. Eg
mætti þar miklum alúðarviðtökum,
og fylgdi Jóhannes mér að Kiðja-
bergi. Þar býr fornvinur föður míns
Gunnlaugur Þorsteinsson, Jónssonar
(Framh. á 8. síðu*
G. S. THORVALDSON
B.A., L.L.B.
Lögfrœðingur
702 Confederation Life Bldg.
Talsími 24 587
WALTER J. LINDAL
BJÖRN STEFÁNSSON
Islenxkir lögfrceðingar
709 MINING EXCHANGB Bldg
Sitrti: 24 963 356 Main St.
Hafa einnig skrifstofur að Lundar,
Piney, Gimli, og Riverton, Man.
Telephone: 21 613
J. Christopherson,
Islenzkur Lögfroeðingur
845 SOMERSET BLK.
Winnipeg, :; Manitoba.
Mrs. B. H. Olson
TEACHER OF SINGING
5 St. James Place Tel. 35076
Bjömvin Guðmundson
A. R. C. M.
Teacher of MusSc, Composition,
Theory, Counterpoint, Orchet-
tration, Piano, etc.
555 Arlington St.
SIMI 71621
MARGARET DALMAN
TEACHKR OE PIANO
804 BANNING ST.
PHONE: 26 420
Ragnar H. Ragnar
Pianokennari
Phone 34 785
—Kennslustofa—
693 Banning Street
TIL SÖLU
A ÖDfRU VERDI
“FURNACE” —bœtJl vlSar oc
kola “furnace” lítlS brúkatl, *r
111 sölu hjá undlrrltutlum.
Gott tæklfæri fyrtr fólk tkt á
landi er bæta vilja bitunar-
áhöld á helmlllnu.
GOODMAN & CO.
TS6 Toronto St. Slml 28847
Jacob F. Bjarnason
—TRAN SFER—
UnKKxKc and Knrnlture
762 VICTOR ST.
SIMI 24.500
Annast allskonar flutninga fram
og aftur um bæinn.
100 herbergi meö eöa án baöa
SEYMOUR HOTEL
verti sanngjarnt
Slmi 28 411
C. G. HUTCHISON, elgandl
Market and Klng St..
Winnipeg —:— Man.
MESSUR OG FUNDIR
í kirkju Sambandssafnaðar
Messur: — á hvtrjum sunnudegi
kl. 7. e.h.
Safnaðarnefndin: Fundir 2. og 4.
fimtudagskveld í hverjum
mánuði.
Hjálparnefndin: Fundir fyrsta
mánudagskveld i hverjum
mánuði.
Kvenfélagið: Fundir annan þriðju
dag hvers mánaðar, kl. 8 að
kveldinu.
Söngflokkuri~n: Æfingar á hverju
fimtudagskveldi.
Sunnudagaskólinn:— A hverjum
sunnudegi kl. 2.30—3.30 e. i*.