Heimskringla - 24.09.1930, Blaðsíða 4

Heimskringla - 24.09.1930, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA WINNIPEG, 24. SEPTEMBER 1930 Híitnakrtngk (,Stofnuð 1886) Kemur út & hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS. LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist lyrlrfram. AUar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. SIGFOa HALLDÓRS frá Höfnu’O Ritstjóri. Utanáskrift til hlaðsint: Manager THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla” is published by tnd printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Syrgent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 WINNIPEG, 24. SEPTEMBER 1930 Sex vikna starf Það eru ekki fullir tveir mánuðir síðan að kosningarnar til sambandsþingsins fóru fram. Og síðan að Bennettstjórnin tók við völdum eru tæpar sex vikur. Ef dæma skyldi nú eftir því, sem menn hafa átt að venjast, væri fullsnemmt að gera sér mikiar vonur um framkvæmdir eða efndir á kosningaloforðum stjórnar- innar, eftir ekki lengri tíma. Rjeynslan hefir oftast verið sú, að kosningaloforðin hafa verið gleymd o,g grafin daginn eftir kosningarnar. Þetta hefir gengið svo langt, að það virðist orðin hefð, og jafn- vel sjálfir kjósendurnir eru hættir að gefa því gaum. Það er í sjálfu sér þess vegna ekkert óeðlilegt, þótt þjóðin hafi horft hálf undr- andi á athafnir Bennettstjórnarinnar undanfamar sex vikur, eða síðan að hún tók við völdum. Þar hefir svo djarflega verið til verks gengið, að þess eru ekki dæmi, að nokkur stjórn hafi ráðist í aðr- ar eins framkvæmdir og hún hefir gert, eftir ekki lengri tíma en liðinn er frá kosn ingu hennar. í þessu einkennir hinn núverandi stjórnarformaður sig frá flestum ef ekki öOum fyrirrennurum sínum. Hann lít- ur svo alvarjegum augum á kosningalof- orð sín, ef til vill alvarlegri en menn yfir- leitt hafa gert sér grein fyrir, að hann skoðar það sína helgustu skyldu, að byrja viðstöðulaust á að efna þau undireins og honum gefst tækifæri til þess. Eins og kjósendur muna, vom kosninga loforð Bennetts þau, aö^áta engum steini óvelt úr vegi, er á einhvem hátt hnekkti atvinnulífi landsins, iðnaði, viðskiftum og sölu á bændaafurðum. í sambandi við þessi mál, hefir hann innan mánaðar frá því að hann tók við völdum, kallað þing saman til þess að ráða bót á alvarlegasta málinu af þeim öllum, atvinnuleysinu. Og í því efni er ekki gengið neitt hikandi að verki, heldur em viðstöðulaust veittar 20 miljónir dala, til þess að hrinda af stað störfum í samvinnu við sveitir og fylki landsins. Varð þetta til þess, að vekja svo stanfskrafta hins opinbera af svefni um land alilt, að nú eru miklar líkur til, að talsverð bót verði ráðin á atvinnuleys- inu, sem allir góðir menn munu fagna. Frekari aðgerða var nú vart að vænta, eftir ekki lengri stjórnartíma. En eigi að síður hafði stjórnin samið frumvarp og lagt fyrir þetta þing, um mikilvægar breyt- ingar á tollalöggjöfinni, til eflingar iðnaði jafnframt atvinnu. Og síðast en ekki sízt, má nefna starf stjórnarinnar í sam- bandi við hveitisöluna. Þó það mál hafi ekki fyrir þingið komið í tillöguformi, hef- ir stjórnin verið að rannsaka það frá því daginn eftir að hún komst til valda. Um möguleika á því að rýmka hveitisöluna erlendis, verður ekki sagt neitt með vissu fyr en eftir samveldisfundinn, en þar verð- ur unnið að framkvæmdum þess máls. Og það eitt er víst, hvernig sem um það mál fer, að forsætisráðherra fer ekki með það hugsunarlaust eða óundirbúinn á fund- inn. Hann hefir undirbúið mikið verk- efni, að því er viðskifti við önnur lönd snertir, og er hveitisalan auðvitað þar að- al málið. f Þegar því er litið á þetta sex vikna starf stjómarinnar, verður ekki komist hjá því að viðurkenna, að það sé óviðjafnan- lega mikið. Þeir eru meira að segja ekki margir, sem ekki finnst það ganga furðu næst, að undirbúningi að öllu því verki, sem nú hefir verið framkvæmt, skyldi lokið á jafnstuttum tíma og stjómin hef- H ir haft til þess. Öðru eins stjómarstarfi hefir ekki verið afkastað í allri sögu Can- ada á svo stuttum tíma. Að undirbúningi að mestöllu þessu verki hefir forsætisráðherrann sjálfur unnið. Segja sum blöðin, að á þeim fjór- um vikum, sem liðu frá því að hann tók við völdum og þar til að þingið kom sam- an, hafi hann leyst af hendi eins mikið starf og nokkur forsætisráðherra hafi gert á heilu ári. Jafnframt stjórnarformennsík- unni hafði hann fjármálaráðherrastarfið með höndum. Breytingin á tollalöggjöf- inni var algerlega af honum sjálfum ger. En hún er allstór bók í þingtíðíndunum, sem ekkert smáræðis verk er að semja, þar sem hún er öll eintómar lagamáls- greinar. Það mun því ekki vera fjarri sanni, er blaðið Saturday Night segir um framkvæmdir stjórnarinnar, er það held- ur því fram, að þær hafi því aðeins verið mögulegar, og verði því aðeins skiljanleg- ar, að vitanlegt sé að forsætisráðherrann sé mjög yfirgripsmikilli viðskifta- og stjórnmálaþekkingu gæddur, og áhuga og starfsþoli, er aðeins fáum sé léð. Klámhögg stjórnarandstæðinga Eitt Ijósasta dæmið um stjórnmálavan- þroska og grautargerðarpólitík þeirra stjórnmálaflokka, er fóru með völdin á undan Bennett, er hvernig þeir tóku í fjárveitingu þá, sem Bennetts ráðuneytið fékk samþykkta til opinberra starfa í landinu, til þess að ráða bætur á atvinnu- leysinu og bægja með því neyðinni frá dyrum fátækrar alþýðu. Liberalar, bænd- ur og verkamannafulltrúar, allir greiddu atkvæði á móti 20 miljón dollara veitingu stjórnarinnar til opinberra starfa! Þetta er að vísu lygileg saga, en samt er hún sönn — smánarsaga um það, hvernig menn af auðvirðilegustu póli- tískri illgirni, leggjast jafnvel á móti vel- ferðarmáium sinna eigin stétta, og reyna að gera þau tortryggileg, aðeins fyrir þá sök, að annar stjórn málafl okkur hafði vit og drengskap til að bera þau fram, landi og lýð til heilla. Það væri sannarlega fróðlegt að heyra þær gildu ástæður, sem stjórnarandstæð- ingar þóttust hafa fyrir því, að leggjast á móti þessu lífsnauðsynlega velferðarmáli vinnulýðsins. í þingtíðindunum ætti að vera frá þeim skýrt, en þau má lesa allt til enda, án þess að þar finnist nokkur frambærileg ástæða til þessarar óheyri- legu framkomu. Það er að vísu satt, að Heaps og Woodsworth gerðu breytingartillögu við tillögu stjórnarinnar, þess efnis, að tryggja verkamönnum ákveðið kaup og vinnutíma. En jafnvel þó að sú tillaga væri felld, af þeim ástæðum, að sveitirn- ar eða bœirnir, sem sjá eiga um vinnuna, hafa sett ákvæði um þetta, hver í sínu lagi, sem ekki þótti ástæða til að fara að blanda sér í, þá getur það á engan hátt virzt nægileg ástæða til þess að leggjast á móti fjárveitingunni sjálfri, og þeirri bráðu nauðsyn, sem riú er á því, að ráða bætur á bölvun atvinnuleysisins. Önnur aðalmótbára stjórnarandstæð- inga gegn fjárveitingunni var sú, að eigi væri ikveðið nógu skýrt á um það, til hverra framkvæmda fénui skyldi vanjið, eða ihvernig því skyldi verða skift á milli sveita- og bæjarfélaga. Það liggur í aug- um uppi hvílík firra þetta er. Enda þótt stjórnin hefði þegar safnað talsverðum skýrslum um þetta efni, þá vannst þó öld- ungis enginn tími til að fá nákvæmar á- ætlanir eða tillögur áður en þing kæmi saman, frá hverju bæjar- eða sveitarfélagi um þau störf, er þau þyrftu að fá unnin. eða glögga greinargerð á því, hve mikil nauðsyn var fyrir hendi á hverjum stað, að ráðast í opinber störf til þess að létta af atvinnuleysinu, enda hefði þinginu ald- rei unnist tími til þess að brjóta þær skýrsl ur til mergjar á svo stuttum tíma, og gera nákvæmar ákvarðanir um, hvar unnið sikyldi fyrir hverju oenti. í raun og veru hlýtur veitingin líka að vera komin undir því, 'hve mikið starf hver sveit eða bær vill ráðast í eða telur nauðsyn á hjá sér. Virð- ist því þessi fjárveiting stjórnarinnar, eins og hún var borin fram, vera hin beinasta leið til þess að ráða bót á vandræðunum, og í raun og veru sú hin eina leið, sem hægt var að fara að svo komnu máli, unz nánari skýrslur koma fram um það, hvað hver sveit vill láta vinna. Er naumast ástæða til að ætla, að stjórnarvöldin verði hlutdrægari í fjár- veitingum sínum, ef þessir 20 miljón dolli- arar hrökkva ekki til sem þriðjungsfram- lag til vinnulauna við þær framkvæmdir, er ráðist verður í nú á næstunni, eftir að EIMSKRINGLA hún hefir fengið nákvæmar skýrslur frá hverju sveitarfélagi uim það, hve mikið það vill eða þarf að láta vinna, en þingið hefði orðið með því að skifta fénu milli fylkja og sveitarfélaga af handahófi, áður en það vissi , hvar þörf var fyrir og hvar engin. Yffrleitt voru ástæður liberala og verka manna fulltrúanna gegn fjárveitingunni allaT handónýtar og ekkert nema fyrir- slláttur, og framkoma þeirra í þessu máli gersamlega óverjandi og þeim til stórrar vansæmdar. Liggur beinast við að hugsa, að þeim hafi leikið stjómmálalegur öfund- arhugur á því, hversu föstum og hiklaus- um tökum Bennettráðuneytið tók þeg- ar í stað á þessum málum, sem því duld- ist eigi að nú þyrftu hinnar skjótustu úr- lausnar, og því hafi þeir reynt að höggva klámihögg þetta, aðeins til að reyna að sverta þá aðdáun, sem núverandi stjórn á með réttu skilið fyrir skörulegar aðgerðir sínar, landinu til viðreisnar, alveg án til- lits til þess, þótt þeir tækju með því brauð- ið frá munni hungraðra manna. Sindur J. S. Woodsworth lætur ánægju sína í ljós yfir því, að verkamannamálum, sem fyrir sex mánuðum síðan fengu enga á- heyrn á þingi, skuli nú vera veitt svo mik- il athygli, að til aukaþings sé boðað. Nýir siðir koma með nýjum herrum. En hvers vegna sá hr. Woodsworth sér ekki fært að láta fögnuð sinn í ljós á þann hátt, að vinna með conservatíva flokknum að vel- ferðarmálum verkalýðsins. Er hann einn- ig orðinn blindur fyrir því, hvernig liberala flokkurinn hefir ginnt verkamenn til fylg- is við sig, án þess að gera r.okkum skap- aðan hlut fyrir þá. * * * J. S. Woodsworth segir í “The Weekly News’’, 19. sept. s.l.: “Ræða Kings um há- sætisræðuna, hin fyrsta ræða hans sem leiðtoga stjórnarandstæðinga á þingi, var allt annað en ákjósanleg. Eins og einn þingmanna hafði orð á við mig, er hann “poor looser”. Ergelsi hans duldist ekki. * * * Og verkamanna þingmennirair á sam- bandsþinginu greiddu atkvæði á móti 20 miljón dollara fjárveitingu Bennettstjóm- arinnar til þess að ráða bætur á atvinnu- leysinu. “Og þú líka, sonur minn Brútus?’’ * * * Liberalar geta greitt Maokenzie King allar þær átrúnaðaryfirlýsingar, sem þeim gott þykir. Það stendur eins óhaggað fyr- ir því, að þjóðin greiddi honum ekki traustsatkvæði í nýafstöðnum kosning- um. Opið bréf til Heimskringlu Tileinkað þeim vinum mínum, Itósu Casper i Blaine og K. N. skáldi að Mountain N. D. Blaine, 9. sept. 1930. Heimskringla mín! Ennþá langar mig til að níðast á veglyndi þínu, með því að biðja um rúm fyrir þetta bréf. Þegar eg heimsótti þig síðast, lofaði eg Rósu Casper “meira síðar”, en hefi ekki komið því i verk, fyrir annaleysi, þ. e. þarflegra anna. En verið hefi eg að koma nokkurskonar heildar- verki i punkta þá, er eg tók niður í Islandsför minni og hefi nú lokið því verki. En hvort eg á að senda þér það í dagbókarformi, eða bara svona undan og ofan af, veit eg ennþá ekki. — Var og er ennþá hrædd um, að lesendur Heims- kringlu hefðu þegar fengið sig fulla af “lslands fréttum, sem svo vel hafa sagðar verið, eftir Is- landsblöðum, og mundi ekki kæra sig um ferða- sögur okkar heimfaranna, ofan í þær. En af því sem vinur minn K. N. segir i síðasta Lög- bergi, vil eg ekki þegja lengur. Þvi engu vil eg eða get gleymt af þvi, sem eg heyrði, sá eða reyndi í þessari eftirminnilegu för — engu nema einu —r ekki einu sinni sjóveikinni, sem ekki var nema vingjarnleg minning þess, að eg væri á sjó og á leiðinni heim, því baka túmum kom hún hvergi nærri mér. A þeirri leið var eg góð- ur sjómaður, svaf eins og selur og át eins og hestur. Byrjaði þá að safna holdum og hefi haldið því áfram síðan — veit ekki hvar það lendir. Líklega verð eg að hefja einhverskonar líkamsþjálfun til að halda þeirri söfntp i skefj- um, og kemur það sér nú illa, því nú gerumst eg værukær. Ein er þó bót í máli. Fólk segir að eg hafi yngst um 20 ár við ferðina. Ef eg svo held áfram að yngjast við hvert pund, sem eg bæti við mig, er það kannske ekki tilvinn- andi? Máske gæti það orðið til þess, að gott fólk sendi mig heim á næstu þúsund ára hátíð Islands — 70 ár. — Hvað er það fyrir þann, sem alltaf er að yngjast? Páll Jónsson Eg var íerðbúinn að heiman, er eg frétti lát þitt, vinur minn. — Var að kveðja (heimili mitt til stuttrar dvalar í öðru hér- aði,—þú hafðir kvatt þitt heim- ili í síðasta sinn, til langdvalar, þar sem mannkynið dreymir um “nóttlausa voraldar veröld”, í skrúðlundum sannleika og rétt- lætis. Fregnin kom ekki að óvör- um, því mér var ljóst, að þú háðir “glímu” við þann sjúk- dóm, er hlaut að leggja líkams- þrótt þinn að velli — en ganga að öðnu leyti frá þér ósigruð- um. Og eftir “glímuna” hinstu finnst mér eg sjá þig standa brosandi, vikinn frá bragði sjúk- dóms og — dauða. • • • En það er tómlegra í bænum og byggðinni við burtför þína: einum vin, hinum íslendingi færra. Hljóður hugur snýr sér að enduxminningum frá sam- leiðinni, og vissulega er þar margs að minnast og margs að siaknia. Hugurinn staðnæmist við kaldan vordag fyrir 18 ár- um. Nepjan var mér nærgöng- ul, en úrræði takmiörkuð til varnar. — Þá mætti eg þér fyrst og þáði af þér hinn fyrsta greiða. Heimili þitt varð mér athvarf. Glaðværð þín og gáf- ur þokuðu burt áhyggjum dags ins og breyttu bölsýni í bros. í námunda við þig gat ekkert ömurlegt þróast; yfir skapgerð þinni hvíldi svo mikill bjarmi, að lýsa hlaut um veg þess, er með þér fylgdist. — Slíkum mönnum verður sjaldan vina vant. * * * Eg get ekki “fylgt þér til grafar” né lagt blóm á leiði þitt, enda skiptir það minnstu máli; þú varst sjálfur lundheilli en svo, að þú finndir lífsg1eði í ytri siðum og venjum. — En eg man þig, vinur, direnglundina, gleðiná og góðviljann, er eg naut af samfylgd þinni.^ Breyt- ingin er öllum búin, þer í dag — mér máske á morgun. Ljxift er þá að koma til samfunda því bjart mun um bústað þinn í faðmandi ljósmóðu þekking- ar og þroska. Ásgeir. “Þegar Manga þegir, þá er eitthvað bogið.” Haft er eftir karli einum (sumir segja kerlingu), að í því einu væri hann ólíkur guði, að guð sæi alla hluti fyrirfram, en hann sjálfur alla hluti á eftir. Sá er og munur á Vnér og Belsibub, sem ritningin kallar að verið hafi lygari frá upphafi og Lýginnar faðir, að hann samkvæmt ritningunni lýgur æfinlega — sjálf- sagt að yfirlögðu ráði (reyndar veit eg að hann sagði einu sinni satt) (fg dettur aldrei sannleikur í hug fyr en hann er búinn að ljúga — að minnsta kosti ekki til að segja hann, (nema í þetta eina skifti). En mér dettur aldrei í hug að ljúga fyr en eg er búin að segja satt, og þá er það auð- vitað um seinan, því töluð orð verða ekki aftur tekin. Vinur minn K. N. verður því að taka allt, sem eg segi, fyrir góðan og gildan sannleika. Eg lýg aldrei, nema máske í annara orða stað, helzt þegar um smábæja frétt- ir er að ræða. Maður getur ekki verið alstaðar, og veyða því oft að láta sér nægja í þeim efnum annara sögur, eg t(úc þær vanalega eftir sannorðum mönnum, sem ljúga ekki nema stundum. Já, og eins og til dæmis um það, hvort Björn Bene- diktsson var skilgetinn eða ekki. Eg var þar ekki viðstödd, af þeirri ein- földu og afsakanlegu ástæðu, að eg fæddist ekki fyr en rúmum 10 árum seinna. — Annars — já, hver veit hvað annars hefði getað orðið. “Fátt er mi í fréttum”. Fátt ætti það ekki að vera, fyrir okkur, sem heim fórum, þó sjálf- sagt hafi þar sína sögu hver að að segja. En vísfe er, að því er mig snertir, að af því er — Engu “hægt að gleyma”. Enda vildi eg engu gleyma — vona að nesti þeirrar ferðar endist mér alla æfi. En hvar á að byrja ? Hvar að enda ? Hvað að segja, og hvað að láta ósagt ? En gátan, sem eg er nú að glíma við, og hvernig sú gáta ræðst, er mjög undir veðrinu kom- ið. Veðrinu — og því það? munu margir spyrja, og ekki að ástæðu- lausu. Ástæðan er þessi: Þegar sól- in skín, sé eg allt með sólskins aug- um. Þegar dimmviðri drottnar, þá finnst mér erfitt að halda bjartsýni. En hér ætti ekki áhrif þess síðara að ná til — ekki of mikið. í fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds. Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þangað. Ferðin. — Frá Blaine fóru fjórir heimamenn og einn Austúr-Islendingur, sem verið hafði nokkur ár hér vestra. — Þessi Austur-lslendingur var Pétur nokkur Johnson, ættaður úr Skaga- firði, að eg held. Hinir voru Þórir Björnsson, Húnvetningur, og Jón Jónsson frá Múnka-Þverá. Munu þeir hafa lagt upp frá 20. til 24. maí —- man nú ekki hvort. Þeir fóru syðri leið, þ. e. sunnanverðu línunn- ar austur. Sá fyrri til að samleið- ast vinum sínum, þeim Mr. og Mrs. Kr. Johnson i Duluth, til heimferðar, og dvelja áður hjá þeim nokkra daga og fleiri kunningjum þar austur. Jón til þess að heimsækja bróður sinn í Dakota og fleiri frændur og vini þar, er hann færi heim alfarinn. sem eg hefi síðar frétt að sé, þó ekki væri það þá fullráðið. Hinir tveir vorum við Þorgeir Símonarson bóndi í Blaine — þ. e. Þorgeir í Blaine, en eg er — bara eg — hún Manga gamla vinkona hans K. N.. — Veit engan betri titil en þann — já, og Rósu minnar í Blaine — til að einkenna mig með. Skyldum við Þorgeir verða ferðafélagar, því við höfðum bæði tekið samskonar farbréf, nefnilega sem taka skyldi okkur Canadamegin austur til Montreal, en Bandaríkja- megin heim þaðan, þ! e. vestur aft- ur. Þetta voru mín ráð, og skyldu hyggindi er í hag koma — en reynd- ust öfugt, eins og síðar mun sýnt verða. Við keyrðum í bílum — eða eg — til Vancouver, og gengum á lest C. P. R. félagsins kl. 7 eða þar um e.h Auðvitað fengum við okkur hress- ingu í Vancouver. En eg ætla ekki að segja frá, hvað eg át á hverjum stað, og bið því fólk að minnast þess í eitt skifti fyrir öll — að eg át og drakk líkt og annað fólk, og þegar þess var þörf. Fyrst af mörgu samferðafólki, er við mættum, voru þau hjónin Kristj- án Sívertz og kona hans frá Victoria, B. C. Þau lögðu upp þetta sama kvöld á sömu lest og víð. Þetta kvöld leið skjótt eins og flest önnur, og skömmu eftir þetta fórum við að sofa. Þar eð járnbrautarferðir eru hver annari líkar, skal eg eigi fjöl- yrða um þær, að öðru leyti en því, að allt gekk vel, fljótt og skemtilega. Þegar við vöknuðum næsta morgun. vorum við komin upp í fjöll, og auð- vitað hélt lestin áfram, stanzaði á stöku stað — stundum svo lengi, að við fórum út, réttum úr okkur, og endá fengum okkur kaffisopa. Að morgni 7. júní fórum við gegnum Nepawaa (máske er þetta vitlaust stafað bæjamafn ,bið forláts á því); þar fór Þorgeir af. En við héldum áfram til Winipeg, og komum þang- að kl. 9 árdegis. Gengum við Pét- ur Johnson heim til Þorsteins skálds Þorsteinssonar, og höfðum morgun- verð hjá og með þeim hjónum. Fylgdi frúin mér síðan til Jósephínu Jóhann- son fomvinu minnar, og hélt eg þar til meðan eg dvaldi í Winnipeg, þ. g. hafði þar heimili. Þessa daga not- aði eg vel. Heimsótti bæði blöðin Heimskringlu og Lögberg, og mæti í fyrsta sinni núverandi ritstjóra Lög bergs, og virtist hann vel að manni. Einnig séra Benjamín Kristjánssyni. sem þá var að taka við Heimskringlu í fjarveru ritstjórans, Sigfúsar Hall- dórs. Um séra Benjamín Kristjáns- son er það skemmst að segja, að mér leizt eins vel á hann og mér hefir geðjast vel að öllu, sem eg hefi séð og lesið eftir hann. Kann eg þá eigi mann að sjá, ef hann ekki lætur eft -. ir sig nokkur þau andleg verðmæti, er öðmm verði til uppbyggingar, og haldi nafni hans á lofti lengur en al- mennt gerist. Undarleg tdlviljun — eða máske eru það forlög — að Sam- bandssafnaðarmenn vestan hafs skuli hafa haft því mannvali á að

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.