Heimskringla - 24.09.1930, Blaðsíða 6
6. BLAÐliIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 24. SEPTEMBER 1930
Haraldur Guðinason
Söguleg Skáldsaga
-----eftir---
SIR EDWARD BULWER LYTTON
. -----------——----------------------------»
“Rétt segir þii, herra, og viturlega,” svar-
aði riddarinn, sem vaknaði hann af blundi.
“En Haraldur er maður enskur í húð og hár,
og Englendingar eru svo gerðir, að þeir eru
öllu lifandi ótortryggnari milli engla og sauða.’’
Vilhjálmur hló hátt. En skyndilega hætti
hann að hlæja, því grimmilegt öskur barst hon-
um að eyrum. Leit hann upp snögglega, og
sá þá son sinn og hund veltast á gólfinu, læst-
ir banvænum fangbrögðum, að því er virtist.
Vilhjálmur hljóp þegar tU þeirra; en
sveinninn, er þá lá undir hundinum, æpti:
“Lát vera! Lát vera! Ekki að hjálpa!
Eg skal sjálfur sigra fjan#i þann!’’ Komst
hann nú á kné og greip báðum höndum fyrir
kverkar hundinum, svo að hann skók sig og
varpaði sér árangurslaust fram og aftur, og
nísti tönnum froðufellandi, svo að hann hefði
brátt gefið upp öndina.
“Nú má eg þó bjarga hundinum mínium,”
sagði Vilhjá'mur og brosti glaðlega, sem til
forna ,og dró hundinn úr greipum sonar síns,
þótt hann að vísu þyrfti nokkuð kröftum ti!
þess að beita.
“Þetta var illa gert, faðir,” sagði Hróbjart-
ur, er þegar hafði fengið viðurnefnið HirSbrók,
“að snúast í lið með fjandmanni sonar þíns.’’
“En fjaridmaður sonar míns er eign föður
þíns, hetjan mín,’’ sagði hertoginn, “og þú
verður sakaöur um drottinssvik fyrir að fara
með ófriði á hendur mínum ferfætta léns-
manni.”
“Hann er eigi þin eign, faðir; þú gafst mér
hundinn, er hann var hvolpur.”
“Vitleysa, herra Hirðbrók; eg lánaði þér
hann aðeins einn dag, er þú gekkst úr Uði um
öklann við að hlaupa af virkisveggnum. Og
svo laskaður sem þú varst, þá var þó nóg ilska
í þér til þess að æra vesalings kvikindið.”
“Gafst eða lánaðir, það skiftir engu máli,
faðir; það sem eg hefi eitt sinn í hendur feng-
ið, því held eg, eins og þú gerðir fyrir minn
dag, er þú lást í vöggu þinni.”
Og þá var hinn mikii hertogi, er á heimili
sínu var manna ástúðugastur og umburðar-
lyndastur, svo blautgeðja, að hann tók svein-
inn í fang sér og kyssti hann. Og eigi grun-
aði hann það, með aliri framsýni sinni, ‘að í
kossi þeim fælist sæði þeirrar ægilegu bölvun-
ar, er átti eftir að spretta af sálarkvölum föð-
ursins, og enda í eymd í fordæmingu son'arins.
Jafnvel MaUet de Graville hleypti í brýrn-
ar yfir tillátssemi föðursins — jafnvel Þórald-
ur dvergur hristi höfuðið. En í þessu bili kom
inn einn höfuðsmaður hertogans með þá fregn
að enskur aðalsmaður, er mjög virtist hafa far-
ið rasandi (því hestur hans hafði dottið dauður
niður jafnskjótt og hann var kominn af baki)
væri kominn til haUarinnar, og krefðist þegar
viðtals við hertogann. Vilhjálmur lét niður
sveininn, skipaði stuttlega að láta gestinn
ganga á sinn fund, benti de GravUle að fylgja
sér, og gekk, með venjulegri hirðsiðarækni, inn
í næsta herbergi og settist þar í hásæti.
Af stundu komu hirðsiðameistarar inn
með gestinn. Var saxneskur uppruni hans
auðkenndur af hinu langa yfirskeggi, og þekkti
de Graville þar aftur fornvin sinn Guðröð, sér
til mikillar furðu. Hinn ungi þegn laut VU-
hjálmi með minni nákvæmni en hertoginn var
vanur, gekk að hásætisröðinni og mælti á nor-
mannska tungu, og var röddin ókennilega loð-
in af geðshræringu:
“Kveðju sendir Haraldur jarl þér, herra.
Hefir hann sætt hinni lævíslegustu og ókristi-
legustu rangsleitni af lénsmanni þínum, Guy,
greifa af Ponthieu. Sigldi jarl hingað tveim
langskipum frá Englandi, í heimsókn til hirð-
ar þinnar. Rak stormur skip jarls upp í Som-
me-árósa. Gekk jarl þar öruggur á iand, er
hann vissi eigi fjandskapar von. Var hann og
föruneyti hans þá höndum tekið af greifanum
sjálfum, og varpað í dyflizu í Belrem-kastala.
Er myrkvastofa sú einungis hæf illræðismönn-
um, en þó situr þar, meðan eg flyt mál mitt,
æðstur tignarmaður á Englandi og mágur kon-
ungsins. Hefir greifi þessi, drottinssvikarinn,
haft í hótunum með hungri, pyndingum og
jafnvel lífláti, hvort sem honum er alvara, eða
það er gert með þá fúlmennsku fyrir augum,
að krefjast sem hæst, lausnargjaids. Loksins
hefir svikari þessi, ef til vil laf því að hann
er þreyttur orðinn á staðfestu og fyrirlitningu
jarls, leyft mér að færa þér boð Haraldar jarls.
Pór hann á fund þinn sem þjóðhöfðingi og vin-
ur. Munt þú nú leyfa lénsmanni þínum að
halda honum sem þjófi eða fjandmanni?”
“Göfugi Englendingur,” svaraði Viihjálm-
ur alvörugefinn; “þetta er fjær valdsviði mlnu
en þú virðist ætla. Er það að vísu satt, að Guy,
greifi af Ponthieu, hefir land þegið af mér að
léni, en eigi má eg hlutast til um löggjöf í ríki
hliðið kom Vilhjálmur sj
RoblnÍHood
PLOUR
“MONEY BACK,? ábyrgðin
er yður trygging
á móti þeim til þess að fagna
gesti sínum. Bafnaði hann
nú ströngustu hirðsiðaregl-
um sínum, hjálpaði sjálfur
jarli af baki, og faðmaði hann
kærlega að sér, við lúðraþyt
og trumbuslátt.
Með honum var blómi þess
háaðals, er risið hafði með
örfáum ættliðum frá hinum
ofbeldisfullu sjóræningjum
við Eystrasalt, og hafði her-
toginn vahð svo fylgd sína
sjálfum sér og gesti sínum
jafnt tii heiðurs.
Þar var Hugo de Mont-
fort og Roger de Beaumont,
jafnfrægir í fóikorustum sem á ráðstefnum,
gránaðir við góðan orðstír. Þar var Hinrik
riddari de Ferrers, er sagt er að hafi dregið
nafn sitt af hinum stórkostlegu smiðjum, er
reistar voru kringum kastala hans, þar sem
hamraðar voru verjur og vopn, er óbilandi
þóttu í oruStum. Þar var Raoul de Tancar-
ville, gamall kennari Vilhjálms, að arfgengi
hirðgjaldkeri Normannahertoga; og Geoffroi
de Maudeville og Tonstain eða Þorsteinn hvíti,
er með nafni sínu bar sér vott um danskan
uppruna innan um hina almennu afbökun nor-
rænna nafna meðal Normanna; og Hugo de
Grantmesnil, nýkominn úr útlegð; og Humph-
rey de Bohum, og má enn sjá hinn gamla kast-
ala hans í Carcutan; og St. John, og Lacie, og
D’Ainoourt, er miklar lendur áttu milli Maiine
og Oise fljóta; og Vilhjálmur de Montfichet, og
Roger, að auknefni “Bigod”, og Roger de Mor-
temer, og margir aðrir, sem enn fara sögur af
víðar en í Neustríu, sem þá var kallað. Þar voru
einnig helztu prelátar og ábótar kirkju þeirr-
ar, er vaxið hafði að orðstír í Rómaborg og
meðal lærdómsmanna eftir það að VilhjáJm-
ur settist að ríki, svo að engu varð til jafnað
norðan Alpafjaila, klæddir hvítu rykkilíni yfir
skrúða sínum; Lanfranc og biskupinn frá Cou-
tance, og ábótinn frá Bec, og æðstur ailra að
tign, en að vísu eigi að lærdómi, Odó frá Boy-
eux.
Svo mikill var þar fjöldi höfðingja og pre-
láta, að lítið rúm var í halargarðinum fyrir
minniháttar höfðingja og riddara, er stimpuð-
ust þar í þrönginni, með minni metnaði en Nor-
mönnum er eiginlegur, um það að sjá ljónið,
verndarvætt Englands. Og loks var þar Har-
aldur, rólegur og yfirlætislaús, meðal allra
þessara voldugu tignarmanna, en þó með því
yfirbragði, sem væri hann á dreka sínum á
Tempsá, sá maður, er fyrir þeim væri öllum.
AðdáunaTkliður reis frá þeim, er svo
heppnir voru að sjá hann, er hann gekk fram-
hjá við hlið Vilhjálmi, jafnhár hertoganum og
jafn teinbeinn, elgi líkt því jafn gildur, en þvf
nær jafn sterklegur, að því er þeim virtist, er
/ mann kunnu fyrir sér að sjá, og leizt hann ýt-
urvaxnari og mjúkstæltari; því engir menn í
verö’dinni mátu þá jafn mikils persónulega yf-
irburði sem hinir normönnsku riddarar.
Hertoginn hélt uppi glaðlegum samræðum
við Harald, meðan hann leiddi jarl til einka-
herbergis á þriðju hæð kastalans; en í því Her-
bergi voru þeir Haki og Úlfröður.
Þetta vona eg að komi þér ekki á óvart,”
sagði hertoginn brosandi,^ “og nú vil eg eigi
tefpja samtal ykkar.”
Að svo mæltu gekk hann út úr herberginu.
Úlfröður hljóp í faðm bróður síns, en Haki
nálgaðist jarl með meiri varfærni og snerti
aðeins kápu hans.
bet!ra hefði það verið hamingju Englands, að
við hefðum grotnað niður hér í útlegðinni, en
þú, vonarstytta og stoð Englands, hefðir fæti
stígið í launráðavef þenna.”
“Fávíslega mælt,” sagði Úlfröður óþolin-
móðlega. “Fyrir ári er það Engiandi, að vin-
átta haldist með Normönnum og Söxum.”
Haraldur, er jafnglöggur var af reynsl-
unni orðinn á hugarfar manna sem faðir hans,
nem þá er trúnaðartraust það, er honum var
eðlilegt, stakk árvekni hans svefnþomi, virti
frændur sína ifyrir sér með gaumgæfni. Sá
hann brátt dýpri gáfur og alvarlegri skaphöfn
einkenndu frekar hið þungbúna andlit Haka,
en hina áhyggjulausu ásjónu Úlfröðs. Hann
gekk því lítið eitt til hliðar með bróðursyni
sínum og sagði:
“Eigi veldur sá er varar. Hyggur þú að
hinn blíðmálgi hertogi dirfist að sitja um líf
mitt?”
f
“Eigi um líf þitt, en frelsi.”
Haraldur hrökk við. Svall honum nú í
brjósti meðfæddur móður, er jámvilji hans
hafði annars vel tamið, og leiftraði úr augum
hans.
“Frelsi! -— Gerist hann svo djarfur, ef vill!
En þótt allt hans lið vildi stigu fyrir mér
stemma frá höll þessari til ahfsstrandar, þá
skyldi eg höggva mér braut gegnum fylking-
ar þeirra.”
“Hyggur þú mig hugiausan?” sagði Haki
stillilega. “En hefir eigi greifinn haldið mér
árum saman, þvert ofan í lög og rétt.og mót-
mæli játvarðar konungs ? Fagurt mæhr hann,
en flár er hann í verki. Óttast þú eigi ofbeldi,
en varastu vélráðin.”
“Hvorugt óttast eg,” sagði Haraldur og
rétti úr sér, “og eigi iðrast eg augnablik. —
Nei, og eigi iðraðist eg í dyflizu hins grálynda
greifa, — er eg skal gjalda með eldi og sverði
svik sín, gefi guð mér líf til, — að eg sjálfur
kom hingað tii þess að heimta aftur ifrændur
mína. Eg kem í nafni Englands, magnaður af
styrkleik þess, helgaður af hátign þess.”
Áður en Haki fengi svarað, opnuðust dym-
ar og inn kom hirðgjaldkerinn, Raoul de Tan-
oarville, með allt föruneyti Haraldar, Saxana,
ásamt mörgum normönnskum riddarasvein-
um og knöpum, er báru með skjrautleg klæði.
Hirðgjaldkerinn laut jarli, af þeirri hæ-
versku, er eiginleg var þarlendum mönnum,
og bað um að mega leiða hann til laugar, með-
an hirðknapar hans tóku fram klæði þau, sem
■ jarl skyldi skrýðast fyrir veizlu þá, er haldin
skyldi honum til heiðurs. Varð því eigi að
sinni af frekara samtali með þeim frændum.
hans. En samkvæmt þeim lögum ber honum
réttur lífs og dauða yfir öllu því er strandar
eða rekur upp á fjörur hans. Harma eg mjög
ófarir hins ágæta jarls, og mun eg veita hon-
um allt það er í mínu valdi stendur. En öll-
um málaleitunum í þessu efni við Guy, verð
eg að hafa sem þjóðhöfðingi við þjóðhöfðingja,
en eigi sem lénsdrottinn við sinn undirmann.
En nú bfð eg þig fyrst að hvílast og matast.
Mun eg þegar leita þeirra ráða er mér virðast
hallkvæmust.”
Andlit Saxans bar vott um vonbrigði hans
og kvíða yfir svari þessu, er svo mjög var á
annan veg en hann hafði" búist við. Svaraði
hann nú af meðfæddu hispursleysi og hrein-
skilni, er ungæðisást hans á normönnsku hátt-
erni aldrei hafði megnað að uppræta:
“Eigi mun eg mat snerta né vín drelkka,
fyr en þú, herra greifi, hefir ákveðið hverja
hjálp þú sem tignarmaður tignarmanni, krist-
inn maður kristnum manni, maður manni, vilt
þeim veita, er í háska þenna hefir ratað ein-
göngu af því trausti er hann ber til þín.”
“Því er ver,” sagði hinn slungni sjón-
hverfingameistari, “að þunga ábyrgð vilt þú
mér á herðar leggja, sökum ókunnugleika þíns
á landi voru, lögum og þjóð. Misstígi eg mig
hið minnsta í þessu efni, þá er vá fyrir dyrum
þínum lánardrottni! Guy er maður Skap-
styggur og drambsamur, og hefir lög að mæia.
Og mætti vel svo fara að hann sendi mér höf-
uð jarfs, ef of hart væri eftir gengið lausn hans
úr haldi. Uggir mig að mikið fé og víðáttu-
mikil lönd muni það kosta mig að leysa jarl-
inn. Lát þú eigi hugfallast, því helmingur her-
togadæmis míns væri sízt of hátt lausnargjald
fyrir herra þinn. Far því og et mat þinn með
góðri lyst; drekk full jarls og bið huglátlega og
vongóður fjoir honum.”
“Ef yður þóknast, herra,” mælti de Gra-
vilie, “mér £r kunnur þessi ágæti þegn, og vil
eg biðja yður a|S veita mér þá bæn, að eg megi
taka hann í mína umsjá, og létta af honum á-
hyggjum.”
“Það skal þér veitt, en þó síðar; svo ágæt-
an gest skal stallari minn fyrstur heiðra.”
Síðan sneri Vilhjálmur sér að höfuðs-
manni sínum, er þar stóð, og bauð honum að
leiða Saxann til herbergis Vilhjálms Fitzos-
borne er þá bjó þar í höllinni, og fela hann
umsjá Fitzosborne greifa.
Þá er Saxinn var út genginn í þungu skapi
og dyrnar höfðu lokast á hæla honum, reis
Vilhjálmur á fætur og skálmaði sigri hrósandi
fram og aftur um herbergið.
“Eg hefi hann! Eg hefi hann!" hrópaði
hann upp yfir sig; ekki sem sjálfviljugan gest,
heldur sem fanga gegn lausnargjaldi. Eg hefi
hann — jarlinn! Eg hefi hann! Far þú nú,
Mallet vinur minn, á fund þessa afundna Eng-
lendings; gæt vel að! Fylltu hann með öllum
þeim sögum, er þér geta til hugar komið, um
grimmd Guys og bráðræði. Mikla þú. fyrir
honum alla þá erfiðleika, er eg verð að yfir-
stíga til þess að leysa jarlinn. Mikla þú hættu
þá, er jarl hefir ratað í, og allann kostnaðinn
við að leysa hann. Skilur þú?”
“Normanni er eg, herra,” svaraði de Gra-
ville og glotti við. “Kunnum vér Normannar
íangt að teygja lítið klæði. Mun þér og, herra,
hvergi mislíka fréttaburður minn.”
“Far þú þá — farðu,” sagði Vilhjálmur,
“og send þegar á fund minn — Lanfranc —
nei, bíddu — ekki Laufranc, hann er kvalráð-
ur um of; Fitzosborne — nei, hann er drembi-
látur um of. Far þú fyrst til bróður míns, Odó
frá Bayeux, og bið hann að ganga þegar til
fundar við mig.”
Riddarinn laut honum og gekk á braut. En
Vilhjálmur gekk enn um gólf með leiftrandi
augum og mælti í hljóði við sjálfan sig.
II. Kapítuli.
Ekki var það fyr en ótal boðberar höfðu
frá Vilhjálmi komið, er eigi buðu lausnargjald
í fyrstu, heldur töluðu aðeins digurbarkarlega,
vafalaust til þess að lengja umJeitunartímann,
og mikla erfiðleikana í áliti almennings, að Guy
frá Ponthieu, fékkst til þess að láta lausan
hinn tiginboma bandingja. Launin, sem hann
áskildi sér, var fjárupphæð álitleg og fögur
höll við Eaulne fljót. En hvort þau laun voru
sanngjamt lausnargjald, eða andvirði egndrar
snöru, kann nú enginn framar að greina, og er
það eingöngu á færi oss skarpskyggnari manna
að geta sér til hvort líklegra sé. Að þessum
skiimálum saimþykktum, opnaði Guy sjálfur
dymar að dyflizunni. Lét hann nú, sem allt
hefði fram farið lögum og rétti samkvæmt, og
hefðu málalokin orðið hin heppilegustu. Var
hann nú jafn kurteis og stimamjúkur, sem hann
hafði áður verið óþjáll og ískyggilegur.
Fylgdi hann nú Haraldi sjálfur með fríðu (
föruneyti til Vatnshallar, en þangað reið Vil-
hjálmur til móts við þá. Hló hann gamansam-
lega, en þó kurteislega, að hinum stuttaralegu
og fyrirlitlegu andsvöruim, er jarlinn greiddi
afsökunum hans og stimamýkt. Við hallar-
Er þeir höfðu kærlega heilsast, sagði jarl-
inn við Haka, er hann hafði þegar faðmað að
sér með engu minni blíðu en Úlfröð:
“Eg sá þig síðast ungan svein, og var
reiðubúinn til þess að segja við þig: ‘Heill, son-
ur minn’ en nú sé eg að þú ert maður full-
vaxta, og orða því bæn mína á þessa leið —
‘Gakk þú mér í stað föður þíns og vertu bróðir
minn’. Og þú, Úlfröður, hefir þú haldið eið
þann er þú sórst mér? Er hjarta þitt ennþá
ensk, þótt hulið sé það normönnskum kufli?"
“Uss!” hvíslaði Haki. “Fornt máltæki er
það, að oft er í holti heyrandi nær.”
“En eigi myndi sá heyrandi skilja ósvikna
saxnesku frá Kent, vona eg,” sagði Haraldur
brosandi, þótt nokkuð þyngdi yfir svip hans.
“Satt er það,” sagði Haki; “mæl þú á
saxneska tungu og mun oss þá óhætt.”
“Óhætt!” hafði Haraldur eftir honum.
“Haki er barnalega tortrygginn, bróðir,”
sagði Úlfröður; “og hefir hertogann fyrir
rgngri sök.”
“Ekki er það hertoginn, heldur bragðvísi
sú, er umkringir hann sem andrúmsloiftið,”
sagði Haki. “Ó, Haraldur, veglyndur ert þú
að koma hingað eftir frændum þínum! En
Hertoginn, er engu óglæsilegri hirð
hafði um sig en Frakkakonungar, leyfði eng-
um nema fjölskyldu sinni og gestum að sitja
við sama borð og bann sjálfur. Helztu ihirð-
menn hans (þessir drembilátu höfðingjar!)
stóðu honum við hlið; og Vilhjálmur Fitzos-
borne, “hinn mikilláti”, bar sjálfur fyrir her-
togann, þá gómsætustu rétti, er normannskir
eldamenn voru þá þegar orðnir frægir fyrir.
Og stórmenni voru þessir normönnsku elda-
menn; og oft féll í þeirra hlutskifti gull og
gimsteinar, og jafnvel fagrar hallir, fyrir eitt-
hvert lostætið, er sérstaklega sjaldgæft var.
Þá var nú lifandi við eldamennskuna!
Heillandi var Vilhjáimur öllum mönnum
fremur, er hann var glaður. Laðaði hann gest
sinn með öllum töfrabrögðum alúðar sinnar.
Þó var Matthildur hertogafrú því nær enn ást-
úðlegri, ef unnt hefði verið. Var hún allra
kvenna bezt mennt; allra kvenna fegurst;
andrík og framgjöm engu síður en hertoginn,
og kunni ágætlega að velja þau umræðuefni,
er bezt létu í enskum eyrum. Tengdir hennar
við Harald, er var systurmágur hennar, rétt-
lætti alúð hennar við hinn fríða jarl, er því
nær var úr hófi hjartanleg, enda krafðist hún
þess, með blíðubrosi, að hann væri með henni
hverja stund er hann mætti vera frá hertog-
anum.
v