Heimskringla


Heimskringla - 24.09.1930, Qupperneq 7

Heimskringla - 24.09.1930, Qupperneq 7
WINNIPEG, 24. SEPTEMBER 1930 HEIMSKRINCLA 7. BLAÐSIÐA N af ns pj iöl Id 1 Hjónabandið. (Frh. frá 3. síðn) ir og nafnið, sem hún ber.” Hann sýndi n; Eugenie sama þótt- ann og kuldann og hún áður hafði beitt við hann. Henni rann í skap; hún hvessti augun á mann sinn. "Og þess vegna neitarðu mér um allar upplýsingar um hagi þína-” “Nei, ekki þegar þú æskir þess sjáif.” Eugenie átti litla stund í stríði við [ sjálfa sig. Loks spurði hún “Ætlar þú ekki að uppfylla kröfur námu- mannanna þinna?” “Eg hefi veitt þeim þau hlunnindi er hægt var að veita, og þeir af sjálfs- hvötun hafa farið fram á. En kröf- um Hartmanns er alls ómögulegt að sinna. Þær miða eingöngu til þess að eyða allra hlýindi og mynda ein- tóma stjórnleysi. Hann mundi tæp- lega hafa þorað að hafa aðra eins ósvífni í frammi við mig, ef hann ekki vissi hvað eg á í hættu í þess- um ófriði.” “Hvað er á hættu?” spurði Eugen- ie áhyggjufull. “Efnahagur þinn?” “Meira enn það. Staða mín og aleiga er í veði.” “Og þú ætlar ekki að láta undan?” “Nei!” Unga konan horfði þegjandi á mann sinn, manninn, sem nokkrum vikum áður hafði ekki þolað að yðrast við hana fyrir “taugaveiklun.” Nú lagði hann ótrauður út í ófrið, er stofnaði aleigu hans í hættu. Var þetta sami maðurinn? Þetta “nei” var svo steinhart o gákveðið, hún fann að hann mundi ekki láta undan neinum ógnunum. “Eg er hrædd um að Hartmann muni halda ófriðinum til streitu” sagði hún. “Hann hatar þig.” Arthur brosti fyrirlitningarlega. “Eg veit það! Eg geld honum í sömu mynt.” Eugenie mundi eftir heiftarlogan- um í augum Hartmanns, er hún nefn- di nafn mannsins síns, og hana greip skyndilega ótti mikill. “Þú ættir ekki að gjöra lítið úr hatri þessa manns, Arthur. Ofsi hans er afskaplegur, ekki síður en dugn>- aðurinn.” Arthur horfði lengi og alvarlega á hana. "Þekkir þú hann svo vel? Þú hefir reyndar altaf dáðst að þessu svaðamenni! Það er dálaglegur dugnaður að heimta það, sem ómögu- lega getur fengist að vilja heldur ginna fjölda manna út í ófrið, en taka neinum sönsum. En jafnvel Hart- mann getur fyrirhitt þá mótstöðu, er ofsi hans fær ei unnið bug á. Hann skal ekki neyða mig til neins, þó eg mætti búast við að verða undir í ó- friði þessum.” Hann stöðvaði hest sinn og eins gjörði Eugenie. Skógargatan lá hér yfir bugðu af akveginum, og þar komu þau auga á þá, sem þau vildu forðast, hópur námumanna stóð þar og-beið eftir einhverju. “Við komumst samt sem áður ekki hjá þessum fundi!” “Væri ekik bezt fyrir okkur að snúa við ?” spurði Eugenie í hálfum hljóðum. “Það er um seinan! Þeir hafa kom- ið auga á okkur. Við komumst ekki hjá þeim, en að snúa við, væri að leggja á flótta. Það er slæmt að við skulum vera ríðandi. Það gjörir þeim frekar gramt í geði. En við verðum að halda áfram og láta engan bilbug á okkur finna.” “Þú hefir samt óttast fund þeirra?” Arthur leit forviða á hana. “Eg? það varst þú, sem ekki máttir verða á vegi þeirra. Nú er ekki hægt að komast hjá því, en þú ert þó ekki einsömul. Haltu þétt í taumana, og vertu fast við hliðina á mér! Verið getur að allt gangi friðsamlega.” Þau riðu nú hægt ofan á akveginn. Arthur hafði haft rétt að mæla. Þessi fundur gat ekki orðið með ó- heppilegra hætti. Námumennirnir voru alir í æstu skapi, þeir komu af róstusömum fundi. Þeir voru famir að líða skort, sökum verkafallsins, og nú mættu þeir húsbónda sínum, sem ekki vildi láta undan kröfum þeirra, — ríðandi dýrum gæðingi, og með hoiþim hin tiginborna frú hans, á heimleið "úr skemmtiferð. — Það var auðvitað að þeim yrði gramt í geði. Þeir höfðu líka tautað skamm- ir og hótanir sín á milli, en þögnuðu þó, er hjónin komu ofan á akveginn, en þeir röðuðu sér í þéttan hóp þvers yfir veginn og virtust ætla að varna þeim hjónum leiðina. Það kom titringur á varir Arth- urs; annað merki geðshæringar sást aldrei á honum, og hönd hans titraði ekki, er hann tók um tauma Freyju, til þess að vera við öllu búinn. “Gluck auf!” sagði hann. Enginn tók undir kveðjuna. Námu- mnnirnir litu illilega til þeirra og sumir flykttust að þeim. “Ætlið þið ekki að láta okkur kom ast fram hjá?” spurði Arthur alvar- lega. Hestarnir ókyrrast, þegar þið þyrpist svona að þeim. Víkið úr vegi!” Þó Eugenie vissi að hætta væri á ferðum, horfði hún samt forviða á mann sinn. Það var í fyrsta sinn að hún heyrði mann sin ntala í þess að hún heyrði hann tala í þessum málróm; myndugleiki húsbóndans gagnvart undirmönnum sínum kom þar vel í ljós, þó hann væri stilltur. Það var djarft af Arthur að tala þannig til þeirra, þegar svona stóð á. En það hefði tekist, ef flokkur- inn hefði verið foringjalaus. Nú litu allir í sömu átt, eins og þeir ættu þaðan von á skipun. Þar stóð Ulrich Hartmann, hann var að koma ofan úr skóginum; höfðu félagar hans verið að bíða eftir honum. — Hann stóð grafkyr og horfði á Ber- kow og kónu hans, fremur ófrýnn á svip. Arthur hafði litið í sömu átt og aðrir. Hann sneri sér nú alveg við. “Hartmann, eruð þér líka foringi hér í dag? Sjáið þá um að við get- um komist áfram. Við bíðum.” Ef það hefði verið nokkur keimur af skipun eða beiðni i orðum þessum, mundu þau hafa haft sömu áhrif og eldur í sinu, og við því var Hart- mann búinn. En þessi rólega áskor- un um að hann ætti að koma hér á reglu, eins og hann væri til þess kjör- inn, það var viðurkenning á mynd- ugleika hans, og kom því flatt upp á Hartmann. Hann var á báðum átt- um, er hann kom til þeirra. “Nú, yður langar til að komast á- fram, herra Berkow?” “Auðvitað! Þér sjáiða ð við ætl- um að fara yfir brautina.” Ulrich setti upp hæðnissvip. “Eruð þér þess vegna að kalla á mig? Þér eruð húsbóndi í námun- um og yfir verkafólki yðar. Því skipið þér þeim ekki að vikja úr vegi? Eða eruð þér nú kominn á þá skoðun, að eg sé húsbóndi hér, og að eg þurfi aðeins að segja eitt orð til þess að sýna yður það?” Eugenie var orðin náföl. Reynd- ar vissí hún að þessum heiftaraugum var ekki beint að henni, en hún var heldur ekki hrædd sín vegna. Nú þorði hún ekki að beita því valdi, er Ulrich ætíð hafði látið undan. Hana grunaði að hann mundi ekki láta það á sig fá, þegar hún var stödd við hlið mannsins síns. “Hundrað manns ráða ávalt við einn,” sagði Arthur þurlega, “ef i handalögmál fer. En það kemur þó Iíklega ekki til þess, Hartmann?. — | Munduð þér ekki álíta yður óhultan, þó þér aleinn væruð staddur innan um mína menn? Eg álít að mér sé jafn óhætt hér og á heimili mínu.” Ulrich svaraði ekki, hann horfði þungbúinn á Arthur, sem sat á hest- baki andspænis honum, stilltur og rólegur, og hvessti á hann augun eins og þegar þeir fyrst áttust við. En þá hafði han nstaðið á skrifstofu sinni og menn hans allir hjá honum; nú var hann aleinn og umhverfis hann hópur uppreisnarmanna, er aðeins biðu eftir að þeim yrði gefið merki til þess að ráðast á hann, en samt sást honum hvergi bregða. öhrædd- ur leit ahnn í kringum sig; hann vissi að hann var húsbóndinn. Þessi ró og stilling hafði áhrif á verkamennina, sem voru vanir hlýðni. Þeir voru í efa um, hverj- um þeir ættu að hlýða. Þeir litu aftur spyrjandi til Ulrichs, sem stóð þegjandi í sömu sporum. Nú leit hann aftur upp, skotraði augunum til Eugenie og gekk svo skyndilega aft- ur á bak. “Vikið úr vegi, svo hestarnir kom- ist fram hjá. Víkið til vinstri hand- ar!” Skipuninni var hlýtt í snatri; var auðséð að nv'i hlýddu verkamennirmr fúslega. A svipstundu var kopiið breitt skarð í hópinn, svo Berkow og kona hans komust óhindruð leiðar sinnar. Þau héldu yfir á skógargöt- una fyrir handan veginn, og hurfu brátt að baki trjánna. “Heyrðu, Ulrich!” sagði Lorenz í meinlausum ásökunarróm við félaga sinn, “þú skammaðir mig áðan þeg- ar eg vildi stilla til friðar uppi hjá bræðsluskálunum — hvað gerðir þú nú sjálfur?” Ulrich starði ennþá yfir á skógar- götuna; þegar áhrif unga húsbónd- ans náðu ekki lengur til hans, fór hann að sjá eftir eðallyndi sínu. “Hundrað á móti einum!” tautaði hann gremjulega. “Eg er óhultur meðal yðar!” Svona er það, þessa menn skortir aldrei fagurgala, þeg- ar þeir eru hræddir, og við látum alltaf gabba okkur!” “Hann virtist sannarlega ekki vera hræddur!” sagði Lorenz. “Hann er alls ekkert líkur föður sínum. — Ulrich, við ættum sam —” “Hvað ættum við?” sagði Ulrich fokvondur. “Láta undan, er ekki svo? Til þess að þið getið fengið frið og næði, og honum verði hægt að þröngva kosti ykkar enn meir en faðir hans, þegar hann sér að við fá- um enga rönd við reist. Að eg vægði honum í dag, kom til af því að kon- an hans var með honum og af því að —” Hann þagnaði alt í einu. Hann var svo dulur og þótafullur, að hann hefði heldur bitið úr sér tunguna en segja félögum sínum frá því,, hvaða vald það var, sem hafði neytt hann til að sýna Arthur vægð. — — Arthur og Eugenie höfðu haldið áfram ferðinni þegjandi. Þau riðu þétt samhliða og Arthur hélt ennþá í taumana á Freyju, þó m'i væri ekki lengur nein hætta á ferð- um. Sérð þú nú, hve hættuleg ferð þín var?” spurði hann loks. “Já, en eg sé líka í hverri hættu þú ert staddur.” “Það verður svo að vera. Þú hef-' ir sjálf séð, hvernig þessi Hartmann getur neytt félaga sína til að hlýða sér í blindni. Hann þurfti aðeins að segja eitt orð til þess að okkur yrði leyft að komast áfram; enginn þorði að mótmæla, og þó höfðu þeir aðeins beðið eftir því, að hann gæfi þeim bendingu til að ráðast á okkur.” “En tíann gaf aldrei þá bendingu,” sagði Eugenie. Arthur leit aftur alvarlega til henn- ar. “Nei, ekki í dag! Hann má sjálf- ur bezt vita hvað hefir aftrað hon- um. En hann getur gert það á morg- un, eða hvenær sem fundum okkar ber aftur saman; eg er fullkomlega við þvi búinn.” Þegar þau voru komin út úr skóg- inum, hleyptu þau hestunum á sprett og voru eftir fjórðung stundar kom- in að grashjallanum fyrir neðan höll- ina. Arthur stökk af baki — allar hreyfingar hans voru nú miklu rösk- legri en áður. Hann rétti hendina fram til þess að hjálpa konu sinni af baki. Hún var enn náföl; var ekki laust við að hún titraði, er hann tók utan um hana, og hún titraði enn meir, af því að hann hélt lengur utan um hana en annars var vandi hans, er hann hjálpaði henni af baki. Hefirðu verið hrædd?” spurði nann um leið og hann bauð að leiða hana upp að höllinni. Eugenie svaraði ekki. Hún hafði reyndar verið dauðhrædd; en hún vildi ekki láta mann sinn álíta sig huglausa, og því síður vildi hún láta hann vita, að hún hafði verið hrædd hans vegna; en hann hafði víst samt grun um að svo væri. “Hefirðu verið hrædd, Eugenie?” Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldgr. Skrifstofusími: 23674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er at5 finna á ski*ifstofu kl 10—12 f. h. og: 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. TnlMfml: 33158 DR A. BLONDAL 602 Medical Arts Bldg. Talsími: 22 296 Síandar sérstaklega kvensjúkdóma og barnasjúkdóma. — AS hitta: ki. 10—12 t h. og 3—5 e. h. Heimili: S06 Victor St. Sími 28 130 DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Ar 1» Bldg:. Cor. Graham and Kennedy St. Phone: 21 834 VitJtaJstími: 11—12 og 1_5.30 Heimili: 921 Sherburn St. WINNIPEG, MAN. Dr. J. Stefansson 21« MEDICAL A RTS BLDG. Horni Kennedy og Graham Stnndar elnKlingu augfrin- cyrna nef- og kvcrka-NjAkdóma Er at5 hitta frá kl. 11—12 f. h. og kl. 3—5 e. h. TaUími: 21834 Heimili: 638 McMillan Ave. 42691 Talnfmi: 28 889 DR. J. G. SNIDAL TAN NLÆKNIR «14 Somertiet Ðlock Portagre Avenue WINNIPEG DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DH. S. G. SIMPSON, N.D., D.O., D.C. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. ‘WINNIPEG —MAN. A. S. BARDAL selur líkkistur ogr annast um útfar- ir. Allur útbúnat5ur sá bezti. Ennfremux selur hann allskonar minnisvarSa og leg;stelna. 843 SHERBROOKE ST. Phone: 86 607 WINNIPEG spurði hann aftur. Málrómurinn var bliðlegur, og hann þrýsti handlegg hennar fast að brjósti sér. Hún leit upp til hans og sá leiftrinu bregða fyrir í augum hans, skærar en nokkru sinni fyr, og hann láut ofan að henni til þess að heyra sem bezt svar henn- ar. “Arthur, eg —” “Windeg barón er kominn hingað fyrir hálfri klukkustund siðan og elzti sonur hans með honum!” Þjónn einn flutti þessi tíðindi. Hann hafði varla sleppt orðinu fyr en ungi bar- ónninn, er víst hafði séð hjónin koma kom þjótandi niður riðið til að heilsa systur sinni, er hann hafði ekki séð síðan hún giftist. “Curt, ert það þú!” sagði Eugenie. Henni brá næstum ónotalega við komu föður sins og bróður, er hún áður hafði þráð svo mjög. Arthur hafði sleppt hönd hennar óðar en nafn Windegs baróns var nefnt. Hún sá hve svipurinn varð snögglega kuldalegur, og heyrði kuldann í mál- rómnum er hann heilsaði hinum unga mági sínum kurteislega, en samt sem ókunnugur maður ætti í hlut. “Ætlar þú ekki að koma upþ með okkur?” spurði hún, er hann nam staðar fyrir neðan riðið. “Fyrirgefðu, að eg má til að biðja þig að taka einsömul á móti föður þínum fyrst í stað. Eg má til að sinna öðru, sem eg var næstum því búinn að gleyma. Eg kem svo og heilsa baróninum eins fljótt og eg get.” (Framihald) G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 24 587 WALTER J. LINDAL BJÖRN STEFÁNSSON Islenzkir lögfrceSingar 709 MINING EXCHANGB Bldg Sími: 24 963 356 Main St. Hafa einnig skrifstofur aC Lundar, Piney, Gimli, og Riverton, Man. Telephone: 21 613 J. Christopherson. Islenskur LögfræSingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitoba. Mrs. B. H. Olson TEACHER OF SINGING 5 St. James Place Tel. 35076 Björevin Guðmundson A. R. C. M. Teacher of’ Music, Composition, Theory, Counterpoint, Orchei - tration, Piano, etc. 555 Arlington St. SIMI 71821 MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNING ST. PHONE: 26 420 Ragnar H. Ragnar Píanókennari hefir opnað nýja kenslustofu að 558 MARVLAND ST. (milli Sargent og Ellice) TALStMI 36 492 TIL SÖLU A ÓDtRU VEUtíl “PURNACE” —bœT5i viTJar og kola “furnace’* lítiTJ brúkab, er tll sölu hjá undirrltuöum. Gott tækifæri fyrir fólk út k landi er bæta vilja hitunar- áhöld & helmilinu. GOODMAN «& CO. T8C Toronto St. Slml 28847 Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— BaKgagre and Fucnltnre Movlna; 762 VICTOR ST. SIMI 24.500 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. 100 herbergi meö eöa án batts SEYMOUR HOTEL ver?5 sanngjarnt Sfml 28 411 C. G. HUTCHISON, elgandl Market and King St., Winnipeg —:— Man. MESSUR OG FUNDIR í kirkju SambandsstfnaSar Messur: — tf hverjum sunnudegi kl. 7. e.h. SafnaSarnefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld í hverjum mánuBi. H jálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuSi. KvenfélagiS: Fundir annan þriSju dag hvers mánafiar, kl. 8 aC kveldinu. S'óngflokkuri~n: Æfingar á hxerju fimtudagsKveldi. Sunnudagaskólinn:— A hverjum • sunnudegi kl. 2.30—3.30 e. > • Innköllunarmenn Heimskringlu: f CANADA: ^rnes................................. F. Finnbogason Amaranth ............................ J- B. Halldórsson Antler...................................Magnús Tait Árborg ,. .. .. .. ., .. .. .. ., ,, G. O. Einarsson Ashern.............................. Sigurður Sigfússon Baldur ..'...........................Sigtr. Sigvaldason Belmont .................................. G. J. Oleson Bredenbury..............................H. 0. Loptsson Bella Bella.............................J- F. Leifssou Beckville ............................ Björn Þórðarson Bifröst ...........................Eiríkur Jóhannsson Brown.............................. Thorst. J. Gíslason Calgary............................ Grímur S. Grímsson Churchbridge........................Magnús Hinriksson Cypress River............................Páll Anderson Ebor Station..............................Ásm. Johnson Elfros.............................J. H. Goodmundsson Eriksdale ............................ Ólafur Hallsson Framnes.............................Guðm. Magnússon Foam Lake................................John Janusson Gimli......................................B. B. Ólson Glenboro...................................G. J. Oleson Geysir.................................Tím. Böðvarsson Hayland............................... Sig. B. Helgason Hecla................................Jóhann K. Johnson Hnausa...............................................F. Finnbogason Húsavík..........................r. .. John Kernested Hove.............................. Andrés Skagfeld Innisfail ......................... Hannes J. Húnfjörð Kandahar ............1................. S. S. Anderson Kristnes.................................Rósm. Árnason Keewatin................................Sam Magnússon Leslie...............................Th. Guðmundsson Langruth.............................. Ágúst Eyólfsson Lundar .................................. Sig. Jónsson Markerville ...................... Hannes J. Húnfjörð Mozart................................ J. F. Finnsson Nes.......................................Páll E. Isfel^ Oak Point..............................Andrés Skagfeld Oak View .......................... Sigurður Sigfússon Ocean Falls, B. C.........................J. F. Leifsson Otto, Man................................Björn Hördal Poplar Park............................Sig. Sigurðsson Piney....................................S. S. Anderson Red Deer ........................... Hannes J. Húnfjörð Reykjavík................................. Árni Pálsson Riverton ............................ Björn Hjörleifsson Silver Bay .......................... ólafur Hallsson Swan River........................... Halldór Egilsson Selkirk................................... Jón Ólafsson Siglunes.................................Guðm. Jónsson Steep Rock .............................. Fred Snædal Stony Hill, Man........................... Björn Hördal Tantallon.......................... .. Guðm. ólafsson Thornhill..........................Thorst. J. Gíslason Víðir..................................Aug. Einarsson Vogar..................................Guðm. Jónsson Vancouver, B. C....................... Mrs. Anna Harvey Winnipegosis.......................... August Johnson Winnipeg Beach.........................John Kernested Wynyard................................F. Kristjánsson í BANDARfKJUNUM: Blaine, Wash......................Jónas J. Sturlaugsson Bantry................................Sigurður Jónsson Chicago.........................................Sveinb. Árnason Edinburg...............................Hannes Björnsson Garðar................................ S. M. BreiðfjörO Grafton................................Mrs. E. Eastman Hallson .. ..........................Jón K. Einarsson Hensel.................................Joseph Einarsson Ivanhoe...................................G. A. Dalmaún Miltoc...................................F. G. Vatnsdal Mountain...............................Hannes Björnsson Minneota......................... .. .. G. A. Dalmann Pembina.......................................Þorbjörn Bjarnarson Point Roberts......................Sigurður Thordarson Seattle, Wash........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold.................................. Björn Sveinsson Upham.................................Sigurður Jónssoa The Viking Press, Limited Winnipeg, Manitoba

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.