Heimskringla - 22.10.1930, Side 6

Heimskringla - 22.10.1930, Side 6
«. BLAÐlitÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 22. OKTÓBER, 1930. --------------------------------------'1 Haraldur Guðinason Söguleg Skáldsaga ----eftir--- SIR EDWARD BULWER LYTTON i-------------------------------------—* lyndi hans gagnvart einbeittum málaleitun- um þínum og ættmanna þinna. Nú hefir svo til tekist, að hamingjan eða forsjónin hefir íylgi veitt loforði konungs og þeim réttmætu vonum, er eg á því byggði. Um stund leit svo út, sem Játvarður iðraðist eftir því, er hann hét mér í æsku, eða vildi rifta því. Hann sendi eftir Öðlingnum frænda sínum, er réttborinn var til ríkisins. En nú er sá óhamingjusami hiöfðingi látinn. Kröfur Játvarðar verða ekki álitnar samkvæmt landslögum ykkar, ef mér skjátlast eigi, ef Játvarður andast áður en hann verður fullveðja. Auk þess hefir mér verið trú- að fyrir því, að sveinninn Játgeir hafi hvorki staðfestu né gáfur til þess að stýra jafn vold- ugu ríki og England er. Nú hefir konungur þinn einnig verið mjög vanheill síðan þú fórst, og mætti svo fara, að gröf hans verði í dóm- kirkju ykkar grafin áður en árið er liðið.” Vilhjálmur tók sér nú málhvíld og hóf aftur að varpa smásteinum í lækinn, en horfði þó út undan sér á andlit jarls, er eigi bar vott neinnar geðbreytingar- Síðan hélt hann áfrám: “Bróðir þinn, Tosti, er svo nátengdur er mér, hefi eg heyrt að fallast myndi á kröfur mínar til konungstignar; en værir þú fjarri Englandi, þá skilst mér að Tosti myndi í þinn stað taka forystu fyrir hinum volduga ættlegg ykkar Guðinasona. En til sannindamerkis um það, hversu lftils eg met aðstoð bróður þins samanborið við þína, og hversu óbifanlegt traust eg ber til þín, þá hefi eg hreinskilnislega sagt þér, það sem lævísari maður mér mundi dulið hafa, þár sem er sú hætta, er bróðir þinn hefir stofnað sér í jarlsdæmi sínu. Kem eg þá þegar að kjarna máls rníns. Eg gæti hald- ið þér því, sem leystum fanga, unz eg, með þinni aðstoð hefði rutt mér veg að hásæti Eng- lands, og eg veit, að þú einn gætir hindrað réttmætar kröfur mína og snúið svo konungi hug, að hann efndi eigi við mig loforðið lum arfleifð mína. Þrátt fyrir það segi eg þér allt af létta og vildi þinni aðstoð einni eiga að þakka konungstign mína. Vii eg nú við þig semja, kæri Haraldur, eigi sem konungur við lénsmann sinn, heldur sem einn þjóðhöfðingi Tdð annan. Skalt þú að þínu leyti tryggja mér Dofrakastala fyrir flota minn, er eg legg að landi, þegar tími er til kominn; skalt þú að- stoða mig á friðartímum á þjóðþinginu, að það viðurkenni mig sem erfingja Játvarðar á Eng- iandi, er eg m.un stjóma að öllu svo, að sam- kvæmt sé enskum kirkjaisiðum, hefði og lands- lögum. Eg er svo stórlátur að halda, að eigi munið þið öflugri konung fá yfir ykkur til að vernda ykkur frá Dönum, né reyndari í því að efia velmegun landsmanna. Af minni hálfu býð eg þér fegurstu dóttur mína, Adelízu, er þú skalt þeðar festum bindast; systur þína Þyri Jinga og ógefna, skalt þú gifta einhverjum vold Hgum höfðingja í ríki mínu; öllum löndum, virðingum og eignum, er nú hefir þú, skalt þú halda eftir sem áðiur, og fari svo, sem mig grunar, að Tosti bróðir þinn fái eigi haldið jarlsdæmi sínu hinu víðlenda, norðan Imbru- fljóts, þá skal það í þinn hlut falla. Hvað ann- að er þú kannt að óska þér til staðfestingar því minni og þakklæti, eða til staðfestingar því, að þú skulir hafa sama vald í lendum þimum, og jafnfrjáls sem hinir voldugu greifar í Pro- vence eða Anjou er uog óháðir Prakkakonungi, er einungis í orði kveðnu eru undirmenn kon- ungs síns, eða eg, sem ríki yfir Normandíi svo að Filippus Frakkakonungur er aðeins að nafni til minn yfirkonungur — skal þér í té látið. í raun og sannleika verða þá tveir kon- ungar á Englandi, þótt aðeins einn beri það tignarnafn. Missir þú þá einskis í við dauða Játvarðar, heldur átt þú allt að vinna, með því að verða keppinautum þínum öllium æðri, og öðiast einlæga ást þíns þakkláta Viihjálms. Við guðs dýrð, jarl, þú lætur mig lengi bíða svars!” “Það sem þú býður mér,” sagði jarlinn," t)g lét samkvæmt því er hann hafði ásett sér urn nóttina, engin geðbrigði á sér finna, þótt varir hans væru fölar af bræði, “er meira en og hefi til unnið og meira en hinn voidugasti lénsmaður nokkurs konungs mætti óska sér. En Játvarður getur engum England ánafnað Og eg eigi gefið. Konungdómurinn er þar al- gerlega í höndum þjóðþingsins.’’ “Og þjóðþingið í þínum höndum,” sagði Viihjálmur nokkuð hvasst. “Eg æski þess eins, tnaður, sem mögulegt er; eg bið þig einungis að vera piér allt er þú mátt; og sé það minna en eg ætla, þá verð eg þeim skaða að hlíta. Hvers átt þú að missa? Vil eg eigi hafa í hót- unum við þig; en þú mundir sannarlega fyrir- líta fíflsku mína, ef eg léti þig nú — er þú veizt um áform mitt — ganga mér úr greip- um — ekki tií þess að veita mér, heldur til þess að ljósta þvf upp. Veit eg þú elskar England, svo sem eg geri. Þú álítur mig mann út- lendan. Satt að vísu, en nákvæmlega er sami uppruni Normanna og Dana. Þú, sem ert af átt Knúts hins ríka, veizt hve vinsæl var stjóm hans. Því skyldi mín miður vinsæl verða? Knútur hafði engan rétt til ríkis, nema rétt sigurvegarans. Réttur minn felst í frændsemi minni við Játvarð — óskir Játvarðar eru mér í vil — samþykki þjóðþingsins fyrir þína að- stoð — enginn annar ríkiserfingi — ættgengi konu minnar frá Elfráði, er með börnum mín- um endurreisir hina saxnesku konungsætt sem óblandaðasta að verða má. Hugleið þú allt þetta og seg mér, hvort eg eigi verðskulda kon- ungstign þessa?” Haraldur þagði um stund, og hinn geðríki hertogi héít áfram: • “Eru kostir þeir er eg býð þér, eigi nógu álitlegir í augum fanga míns — sonar hins mikla Guðina, er í augum allrar NorðuráSfu, þótt misskilið muni vera, átti á sínu valdi líf og dauða Elfráðs frænda míns og hinna nor- mönnsku riddara minna? Eða girnist þú sjálf- ur konungdóm á Englandi, og hefi eg þá haft keppinaut minn að trúnaðarmanni?” “Nei,' sagði Haraldiur, fullnuma loks í list þeirri að látast, er hann hafði ásett sér að nema á svo óheiilavænlegan hátt. “Þú hef- ir sannfært mig, Vilhjálmur hertogi; svo skal vera, sem þú mælir.” Hertoginn rak upp fagnaðaróp, og endur- tók síðan skilmá’a samningsins, og drap Har- aldur aðeins höfði til samþykkis. Hertoginn faðmaði jarl síðan ástúðlega að sér, og gengu þeir síðan til tjalds síns. Meðan hestar þeirra voru sóttir, dró Vil- hjálmur Odó á einmæli; og eftir að þeir höfðu um stund hvíslast á, skundaði biskup til hests síns og keyrði hann sporum áleiðis til Boyeux á undan flokknum. Allan þann dag og allan næsta dag til nóns fóru sendiboðar ríðandi f allar áttir, suður og norður, austur og vest- ur, til allra afnkenndustu klaustra og kirkna í Normandíi, og ginnheilagir voru þeir dómar, er þeir fluttu með sér aftur til Boyeux, fyrir þá athöfn, er þar skyldi næsta dag fram fara. VII. Kapítuli. Hin göfugmannlega gleði í kvöldveizlunni virtist Haraldi sem hlakkandi sollur í hrylli- legum djöflafansi. Honum þótti sem hann læsi algleymingsfögnuð út úr hverju andliti yfir sölu Englands. Hver léttur hlátur, er kom frá vörum hinna gleðivönu Normanna, hljómaði í eyrum hans sem svarrandi seiðþys úr nornasveimi. Öli skilningarvit hans vift- ust yfirnáttúrlegum næmleika gædd, eins og þá er menn skynja og skilja í vitrunum frem- ur en með sjón og heym; hið lægsta hvísl Vil- hjálms í eyra Odós var seqj reiðarslag í hans eigin eyrum; hið skjótasta augnatillit, er fór á milli einhvers klerksins og einhvers bringu-, breiðs riddara, var sem leiftursýn fyrir augum hans. Sviðinn í sári því, er hann hafði nýlega fengið, og geðshræring sú, er hann var í, gerðu hvorttveggja í senn, að örva og villa sýn at- hygli hans. Hann var s&ttveikur á líkama og sái. Það var sem hann svifi mitt á milli drauma og óráðs. Seint um kvöldið var hann leiddur til her- bergis þess, þar sem hertogafrúin sat ein með Adelízu dóttur sinni og yngri syni sínum Vil- hjálmi — rauðhærðum dreng og rjóðum í kinn- um, sem hinir dönsku forfeður hans, en þó gæddur sérkennilegri, karlmannlegri fegurð. og sem þegar, þótt hann væri barn að aldri, var þakin gullsaum og gimsteinum, að þeirri geðþekkt sinni ,er svo mjög girntist hóflaust, og æfintýralegt skraut, að hann, er hann var orðinn Vilhjáimiur konungur, auknefndur “hinn rauði”, tók það prjál upp, til almenns hneykslis og ásteytingar kirkjunnar þjónum, í stað þeirrar ugnu prýði, er einkenndi samtíð föður hans. Fór þar fram viðhafnarkynning til málamyndar, Haraldar og hinnar ungu meyjar, og síðan stutt athöfn, er jarli, fullum fyrirlitningar, virtist vera hin versta spémynd trúlofunar barns í æsku og skeggjaðs manns. Fagurgalalitaðar heillaóskir hljómuðu í kring- um hann, síðan brá björtu ljósi fyrir augu hans, og hann var leiddur út úr herberginu milli Odós og Vilhjálms, og til herbergis síns, er klætt var dýrum veggtjöldum frá Arras, og stráð sefgrasi á gólfið. Fyrir framan hann stóðu á veggskotum líkneski af hinni heilögu mey, erkienglinum Michael, heilögum Stefáni, Pétri postula, Jóhannesi postula og heilögum Valeríusi; og úr klauétrinu rétt hjá barst óm- ur klukkunnar, er hún sló til miðnættis. Hin þrönga giuggakista var hærra uppi en svo, að hann næði til hennar, veggurinn afar þykkur og sá eigi til himins fyrir hinum háa kirkju- turni. Haraldiur þráði ferskt loft. Allt sitt jarlsdæmi hefði hann á þeirri stundu viljað gefa til þess að finna á vanga sér hinn úrsvala vind, er nú næddi um engil-saxneskar grund- ir. Hann opnaði dyrnar og leit út. Skriðljós hékk í gangræfrinu og stóð þar í ljósglætunni hávaxinn varðmaður, en á bak við hann glitti í traustar járngrindur, er voru fyrir uppgöng- unni. Jarl lokaði hiurðinni, settist á sæng sína og þrýsti andlitinu að krepptum hnefum sín- RoblnfHood rxtíuR. Abyrgðin er yður trygging >9C0090000QOOOCCOCCCOOOOCCOOOCCOSCOOOCOOOOSOSOOSOSOOS« um. Blóðið svall í æðum hans, og honum fannst hör- und sitt sem eldur viðkomu. Nú minnist hann spádóms Hildar, hina örlagaþrungnu nótt við bautasteininn, þá er hann ákvað að virða að vett- ugi bænir Gyrðis; ótti sá, er þjáð hafði Edith; aðvörun Játvarðar; allt þetta ásótti hann með kvíðvænlegum á- kafa. Og sífellt hljómaði fyrir eyrum hans: Krók á móti bragði; lævísi gegn læ- vísi. Hann sat þarna lengi, sem stirðnaður, í sömu stell- ingum og afklæddist eigi, unz órólegur svefn rann homuni í brjóst, og vaknaði hann af honum er klausturklukkan hringdi til fótaferðar. Var hann þá jafn á- hyggjufullur og enn þreyttari og syfjaðri en um kvöldið. En nú komu þeir.Guðröður og Haki inn í herbergið og spurði hinn fyrnefndi hann með nokkurri undrun, hvort hann hefði kom- ið sér saman við hertogann um að halda heim- leiðis þann dag. “Því,” sagði hann, “hesta- sveinn hertogans fann mig áðan, að hertoginn sjálfur með fríðu föruneyti, hefði búið sig til þess að fylgja honum þá um kvöldið áleiðis til Harfleur, þar sem skip iægi búið fyrir þá fé- laga til heimferðar. Enda veit eg að stallari hertogans (kurteis maður og þegnlegur) geng- ur nú á milli samþegna okkar, þeirra sem í fylgd okkar eru, með góðar gjafir: hauka, gull- keðjur og glitsaumaða dúka.” “Satt mælir hann,” sagði Haki, er Har- aldur leit á þá glaðlegum vonaraugum. “Flýt þér þá, Guðröður,” mælti jarl og spratt á fætur, “og haf allt ferðbúið er hinn fyrsti lúður gellur. Aldrei hefir lúður fegurr hljómað en sá, er tilkynna skal heimferð okk- ar til Englands. Flýt þér! — Flýt þér!” Þá er dyrnar lokuðust á eftir Guðröði, er gladdist af feginleik jarlsins, þótt hann á hinn bóginn væri hinn reifasti yfir heiðri þeim og gjöfum, er hann hafði verið sæmdur, sagði Haki: “Þú hefir farið að mínum ráðum, göfugi frændi ? ’ ’ “Spyr mig einskis, Haki! Nú skal öllu gleyma er hér hefir fram farið!” “Ekki enn,” sagði Haki, dapurlegur í bragði ög með þeim alvöruþunga, er eigi va/ samræmanlegur við æsku hans, en fékk hon- um betri áheym en venja var um svo ungau mann. “Ekki enn; því um leið og stallarinn lagði af stað með gjafir þessar, heyrði eg her- togann hvísla að Roger Bigod, sem er yfir- gæzlumaður hans: ‘Haf alla þína menn undir vopnum um nónbil í ganginum fyrir neðan ráðstofuna, reiðubúna að stíga á bak, ef eg stappa fæti; og ef eg sel þér fanga í hendur — þá undrast eigi, en kom honum fyrir.’ — Hertoginn þagnaði og Bigod sagði: ‘Hvar herra?’ Og hertoginn svaraði grimmilega: ‘Hvar nema í Svarta turninum? — Hvar nema í klefa þeim, þar sem Malvoisin drafnaði upp?’ Ekki er því enn tími til þess að gleyma nor- mannskri lævísi; haf um stund góðar gætur á tungu þinni.” Öll sú meðfædda gleði, er áður en Haki tók til máls hafði skinið út úr andliti jarls, fölnaði nú á vöngum hans eins og ormétið blað, og augnaráðið varð skótt og ráðgátufullt, eins og verið hafði á föður hans, er enginn vissi, hvort honum féll betur eða ver. “Krókur á pióti bragði,’’ sagði hann í hálf- um þljóðum við sjálfan sig; svo rétti hann úr sér, kreppti hnefann og brosti. Að fáum augnablikum liðnum var óvenju- legur fjöldi normannskra aðalsmanna kominn inn í herbergið, og leið svo morguninn, að jarl mataðist með þeim, gekk til kirkju og gekk á fund Matthildar, er staðfesti þá frétt, að allt væri búið undir brottför hans, og gaf honum skrautsaumaðar gjafir frá eigin hendi til syst- ur hans; og komið var fast að nóni áður en hann hafði séð Vilhjálm eða Odó. Hann var enn hjá Matthildi er riddararnir Fitzosborne og Raoul de Tancarville gengu í herbergið í fullum tignarskrúða, og báðu jarl, óvenjulega hátíðlegir á svip, að ganga með sér á fund hertogans. Haraldur hlýddi þegjandi og var viðbúinn leynilegri hættu, bæði sökum alvörugefni ridd- aranna og aðvörunarorða Haka, en þó án þess að hafa hugmynd um gildru þá, er egnd var fyrir hann. Þá er hann kom inn í hina hátimbr uðu höll, sá hann Vilhjáfm sitja þar í fullum skrúða; hafði hann veldissvérðið í hendi, og ægði þar í tignarkápu sinni; bar hann höfuðið hátt, á þann sérkennilega hátt, er einkenndi hann við öll viðhafnar tækifæri. Að baki hon- um stóð Odó, í hökli og rykkilíni; um tuttugu hinna tignustu lénshöfðingja; en skammt frá hásætinu stóð, að því er virtist, borð eða skrín mikið allt þakið gullofnu klæði. “Kom þú nær, Haraldur,” sagði hann með sinni hljómmiklu rödd, eríómaði sem herhvöt; “kom þú nær, svo án ótta sem án iðrunar. — Frammi fyrir meðlimum þessarar tignustu samkundu — er allir skulu vera vottar að holl- ustu þinni og tryggja þér mína — kalla eg á þig að staðfesta með eiði heit það, er þú gafst mér í gærdag; sem sé að hjálpa mér til þess að öðlast konungdóm á Englandi, að látnum Ját- varði konungi frænda mínum; að taka þér fyr- ir konu Adelízu dóttur mína; og að senda hing- að systur þína, að eg megi gifta hana, eins og við samþykktum, einum hinum göfugasta og hraustasta lénsmanna minna. Kom þú nær, Odó, bróðir minn, og les þú fyrir himum göf- uga jarli eiðstaf þann, er hann skal við sverja.’ Þá gekk Odó fram að hinu dularfulla skríni, er var hulið gullofnu klæði, og sagði stuttlega: “Þú skalt sverja, að þú skulir, að því leyt.i sem þú mátt við koma, rækja samning þinn við Vilhálm Normannahertoga, ef þú lifir, og hjálpi þér guð; og til vitnis þeim eiðstaf skalt þú leggja hönd þína á helgan dóm þenna,” og benti um leið á lítið skrín, er stóð á hinu gull- ofna klæði. Allt var þetta með svö skjótri svipan — allt bar svo fljótt að jarli, er þrátt fyrir liinar miklu gáfur sínar, var, eins og oss er þegar kunnugt, fremur spakráður en skjótráður — svo skjótt var snara þessi borin að hinum hug- prúða dreng, er ekkert umsátur fékk skelft — svo miklu hærra bar fyrir sjónir hans í öllum þessum þrautum fullnaðarósigur Englands, ef hann, er aleinn gæti forðað því, æli aldur sinn í normannskri dýflizu — svo ægilega yfirhönd fékk ótti Haka, og hans eigin grunsemdir, yfir hbnum, að sem í leiðsiu, svima og ósjálfrátt, lagði hann hendi sína á hinn helga dóm og mælti, með hálfstjörfum vörum: “Ef eg lifi, og hjálpi mér guð til þess!” Þá endurtók öll samkundan liátíðlega: “Hjálpi honum guð!” Og á sama vetfangi, að bendingu Vilháims lyftu þeir Odó og Raoul de Tancarville hinu gullna klæði, og rödd hertogans bað Harald að líta undir það. Eins og þegar maður stígur niður frá gullnu líkhúsi í hryllilega beinahvelfingu, komiu í ljós allar ógnir dauðans, er kæðinu var lyft. Þar hafði verið saman safnað frá klaustrum og kirkjum, frá skríni og helgum dómum, öllum þeim leifum mannlegs fallvaltleika, er hjátrú- in tilbað sem endurminningar helgra dýrhnga — hið skorpna skinn, hin hvítglitrandi bein dauðra manna, greypt, sem í skimpingi, í drif- ið gull, og þakin rúbínum; þarna teygðu sig hryllilegir fingur úr óskapnaðinum, að lifandi j manninum, er í gildruna hafði gengið — og þarna lék spébros hauskúpunnar undir heiliögu mítri — og allt í einu rann upp fyrir Haraldi, leiftiurskær og svíðandi hinn löngu gleymdi draumur um dans og spéhopp dauðra manna beina. “Við þessa sýn,” segja normannskir ann- álar, “skalf jarlinn og titraði.” “Ægilegúr er að vísu eiður þinn, og eðli- leg geðshræring þín,” mælti hertoginn, “því í þessu skríni eru allar þær menjar, er trú vor telur heilagastar í ríki voru. Hinir framliðnu hafa hlýtt á eiðstaf þinn, ’fenda er hann nú á þessari sömu stiundu skráður af öllum heilög- um í hásölum himnanna. Hyljið aftur hin lielgu bein!” X. BÓK. ALTARISFÓRNIN. I. Kapituli. Alráður biskup hinn góði sat nú á stóli í Jórvík. Hafði Játvarður sent boð eftir honum, því konungur hafði tekið sjúkleika mikinn, í fjarveru Haraldar, og hafði homum bæði áður og síðar birzt margt í dulvitrunum, er benti til óhappa-atburða á Englandi eftir dauða hans. Hafði hann þá sent eftir bezta og heilagasta preláta ríkisins til þess að ráðfæra sig við hann. /

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.