Heimskringla - 17.12.1930, Side 3

Heimskringla - 17.12.1930, Side 3
WINNIPPEG 17. DESEMBER 1930. heimskringla « 11. BLAÐSIÐA og kunni vel það sem eg var að læra, því hugurinn var ávalt við efnið — það, að læra, læra, mér og öðrum til gagns. En samt hygg eg, að þar hefði við setið, sem þá var komið, hefði Þurið- ur gamla ekki tekið í taumana. Þenna vetur las eg fyrir tvö ár og komst í gegn. — En eg er ekki að segja mína sögu, nema að því leyti, sem hún grípur inn í sögu Þuríðar gömlu, þessi ár- in. Það komu jól, þenna vetur, eins og að.ra, þó að til mín ættu þau lítið erindi. Móðir mín seldi kú um haustið áður en eg fór í skólann. Fyrir andvirði henn- ar keypti hún mér nauðsynleg- ustu föt — nærfatnað til skifta og einn ytri fatnað. Það var ekki allt merkilegt, sem kaup- menn í smá kauptúnum út um nýlendur, seldu í þá daga, og fatnaður var þar engin undan- tekning. Eg var því ekkert upp með mér af fötunum rnínum, né skónum, þegar eg kom í borg- ina, og sá aðra skólapilta — hafði litla ástæðu til að vera það. Piltarnir hlógu að marrinu í skónum mínum, og voru til með að toga í fötin, sem voru — en áttu ekki að vera á fötunum mínum. í þessum fötum átti eg að halda mér til um jólin. Það gjörði nú ekki mikið til. Eg gat setið heima og lesið — veitti heldur ekki af. Þeir, sem gátu fóru heim í jólafríinu. Eg hafði hvorki tíma eða peninga til þess. Þeir sem ekki fóru heim, fóru á jólatrés- samkomuna í kirkjunni, eða eitthvað. Eg bar inn eldiviðinn eins og eg var vanur og fylti eldstæðin. Það var mitt verk — það eina, sem eg gat gjört fyrir Þuríði gömlu. Aldrei hafði hfin beðið mig 'þess. Það varð bara að vana. Svo fór eg upp í her- bergi mitt. Þar var þá ljós. Það hafði einhver annar kveikt en eg. Það var óvanalegt, því einn- ig þar var viðhafður allur sparn- aður með ljós eins og annað. Reglan var, að ganga aldrei frá logandi ljósi. Það var ekki langrar stundarverk að slökkva og kveikja. Maður gat farið frá ljósinu, með þeim ásetningi að koma strax aftur — en svo gat auðveldlega eitthvað það komið fyrir, sem hindraði þann ásetn- ing og þá logaði ljósið öllum að gagnslausu, fyrir utan hættuna, sem af því gæti stafað. Á rúminu rnínu uppbúnu — það var æfinlag uppbúið, var all- stór kassi í umbúðum, og á hon- um var jólaspjald með þessum orðum: “Til Villa, frá Þuríði, með þakklæti fyrir eldiviðar burðinn og beztu jólaóskum’’. Þú hefur séð fólk velta fryir sér óvæntum bréfum, líta á rithönd og póstmark, til þess að reyna að sjá, frá hverjum það kunni að vera, þegar einfaldasta ráðið er, auðvitað að opna það. Eg var ekki í neinum vafa um frá hverjum þetta var. Nafnið sagði i til þess. En hvað gat það verið? Eg átti ekki von á gjöfum. Og böggullinn var stór. —- Máske voru í honum bækur. Nei. Til til þess var hann ekki nógu þungur eftir stærð. Jæja, þá var næst að opna hann, og á þann hátt ganga úr skugga um hvað hann hafði að greina. Og það gjörði eg. Varð eg hissa? —Já, H. P. AIbert Hermannson Konunglegur ræðismaður Svía Umboðsmaður Swedish-American Line Óskar íslendingum hvar vetna hér í landi til hamingju og blessunar, við í hönd farandi Jól og Nýár 470 MAIN STRET WINNIPPEG, MAN. ASK FOR DryGingerAle OR SODA Brewers Of COU NTRY “C LU tf BEER GOLDEN GLOW AL*E BANQUET ALE XXX STOUT BREWERY OSBORN E &. M U LVEY - Wl N NIPEG PHONES 41-111 4M04 M PROMPT.DELIVEPEV TO PERMIT HOLDtRS heldur en ekki. Þarna voru kom- in Ijómandi falleg dökkblá klæð- isföt, sem eg hafði svo oft séð og dáð í glugganum á Robinson- búðinni. Og ekki nóg með það, — Þar voru skór, hattur, hálslín, vasaklútur, milliskyrta og sokk- ar. Flýttu þér, Villi, kallaði Einar, einn af skólabræðrum mínum, “Eg er að bíða eftir þér. Við förum til kirkju." Einar var ári yngri en eg. En svo líkir vorum við á stærð, og í vexti, að við hefðum getað verið steyptir í sama móti. Nú skildi eg. Þuríð- ur hafði miðað fötin við hann. og nú beið hann eftir mér, af því hann einn vissi hvað um var að vera. Eg stóð og starði eins og flón, þangað til Einar kom upp og rak eftir mér. Meðan eg klæddi mig, sagði hann mér að Þuríður gamla hefði sent sig eftir þess- um fötum, rétt fyrir Jólin og sagt honum að láta þau passa sér. En svo stóð á að einhvern- tíma skömmu fyrir jólin höfð- um við gengið hjá nefndum búð- arglugga, sem þessi föt voru í. Á leiðinni heim, og heima töluð- um við ekki um annað en þessi föt. Fleiri bættust í hópinn. Vildi einn þessi, annar hin, eins og drengjum er títt. En eg hélt með bláu klæðisfötunum. Ekki datt mér þá í hug að eg mundi eign- ast slík föt á næstu árum. Nú var eg samt að fara í þau. Þessi saga er ekki af mér, eins og eg hef þegar tekið fram. En því get eg þessa atriðis, að eg er sannfærður um, að eg var ekki eini fátæki pilturinn, sem Þu- ríður gamla klæddi, þó máske hafi eg verið sá eini í þetta sinn. Þuríður gamla hafði aldrei stúlkur í borði. Þó voru stúlkur þar oft, ein eða fleiri í senn. Þær hjálpuðu henni vanalega eitt- hvað. Þar var æfinlega mikið að gjöra. Hún hefur lag á því, hún Þu- ríður gamla, að láta stúlkurnar vinna sér fyrir ekkert.’’ sagði fólkið. En eg hygg, að þær hafi þá verið hjá henni, þegar þær þurftu að hvíla sig, voru lasnar eða vinnulausar. Það var við- laga heimili þeirra. Nokkuð var það, að aldrei fóru þær til hinna frúnna, sem öfunduðu Þuríði gömlu af vinnu þeirra. Nú þegar eg lít til baka, eftir nærri þrjátíu ár, rifjast ýmis- legt upp fyrir mér, sem eg ann- aðhvort tók ekki eftir þá, eða hugsaði lítið um. Þuríður var sérkennileg kona. Hún t. d. var í engum félagsskap, hvorki söfn- uði, G. T. stúku, né kvenfélagi, og aldrei heyrði og þess getið, að hún tæki þátt í neinum af hinum svo kölluðu velferðarmál- um, sem þá voru á dagskrá. Einusinni man eg að tvær konur komu til hennar, þær voru að taka samskot handa honum B. sem hafði meitt sig eitthvað. Eg man að þær hældu honum mik- ið, og sögðu frá hvað bágt fjöl- skylda hans ætti, og hvað það væri fallegt og kristilegt að hlaupa nú mannlega undir bagg- a með henni. Þær sögðu frá þessu með svo miklum fjálgleik, að eg gat varla vatni haldið, og bjóst nú við að sjá Þuríði gefa ríflega. Hún sagði eitthvað lítið um það, að hún væri nú ekki aflögu fær, og að margir voru ver staddir en hann B. “Eitthvað látið þér það þó heita, Þuríður nn'n,’’ sagði konan sem fyrir svörum stóð. “Svo þekkja allir höfðinglyndi þitt.’ ,Eg virti þær fyrir mér, þessar þrjár konur. Gestina vel búna, en Þuríði í hverdags vinnuföt- um sínum. Þær voru ekki líkar, og mér fanst Þuríður bera af þeim. Ekki að fegurð né klæða- burði. En eitthvað var það í svip hennar, sem mér fannst til- komu meira, en í svip hinna. Hún brosti ögn að gullhamra- slættinum. En hvað bjó á bak við þetta bros? Gestirnir sátu, en Þuríður stóð SAFNIÐ POKER HANDS Sem eru í TURRET Fine Cut Tóbaki. SKEGGBURSTI Fjögur setti af Poker Hands VEKJARA KLUKKA Fimm setti af Poker Hands BLYSLJÓS Atta setti af Poker Hands Fyrir þær getið þér fengið dyrmæta muni POKER HANDS Eru einnig í eftirfarandi alþekktum tóbakstegundum: Ttirret Sigarettur MillbanK Sigarettur Wirichester Sigarettur Rex Sigarettur Old Chum tobak Ogdens plötu reyKtobaK Dixie plötu reyKtobaK Big' Ben munntobaK Stonewall Jackson Vindlar (í vasa pökkum fimm í hverjum) AXLABÖND Tvö setti af Poker Hands KORKTREKKJARI Hands KETLLL Hands SPIL PIAYING CARDS ¥ Eitt settl af Poker Hands meðan á samtalinu stóð. Þá vék hún sér að skáp, sem þar var, og tók eitthvað úr glasi, er þar stóð. í því vissi eg að hún geymdi smápeninga, og rétti að konunni, sem síðast talaði. Svip brigðin á andliti konunnar ovru skjót o gleyndu því ekki að hún hafði orðið fyrir vorbrigðum, og það mjög tilfinnanlegum. Hvað hafði Þuríður gefið. Það sá eg ekki. En það gat ekki hafa verið mikið. Óveðursskýin á andliti gestanna lægðu þó furðu fljótt, og bráðlega snerust þau í blíðu- bros. “Ekkjan, sem gaf ekki nema einn pening, gaf mikið, af því hún gaf aieigu sína. Þér haf ið gefið meira að vöxtunum, þó vonandi sé það eigi aleiga yðar, Þuríður nn'n. Fyrir þessa gjöf mun Guð launa yður að verð- ugu,’’ sagði sama konan. Með það kvöddu þær og fóru. Þetta var síðasta sníkjuferð þeirra til Þuríðar meðan eg var þar til heimilis, og aldrei mintist Þuríð ur á þetta atriði. En þó sýndist mér glettnisbrosi bregða fyrir á andliti hennar yfir fyrirbæninni. Nokkrum dögum seinna kom Bogga í sjantanum, öll útgrátin, Daginn eftir sagði hún, að ætti að reka sig með krakkana út á gaddinn. Hún var orðin á eftir með húsaleiguna — eða hvað það var, og hafði engin sköpuð ráð til að mæta þeirri skuld, þegar hún fór, bað hún Guð að launa Þuríði fyrir sig. En fyrir hvað? — Máske var það kaffið. En undarlega léttstíg var hún, ef það var ekki nema kaffið, sem Guð átti að launa Þuríði. En það vissi eg að Bogga var ekki rekin út næsta dag. Ýmislegt af líku tægi kom fyrir þessi ár, sem eg var hjá Þuríði gömlu, og margan greiða gjörði hún mér, þó hér sé ekki rúm til að telja það upp. En ekkert af því fór í blöðin, og engin þakkar ávörp fluttu þau henni. Krypplingurinn hennar Þuríðar ] gömlu. Hjá Þuríði var frá því eg fyrst þekkti til hennar, aumingja drengur, sem Þórður hét. Hann var krypplingur og eins og flest olnbogabörn náttúrunnar stygg ur í lund, tortrygginn og ófram- færinn. Sást sjaldan á manna- færi, enda höfðu krakkar jafn- an strítt honum, ef hann vogaði til leika með þeim. Svo hætti hann því bráðlega. Þó gekk hann á skóla, og þar átti hann heima. Hann var einn af þess- um unglingum, sem læra fyrir- hafnarlaust, það sem þau vilja læra. Öðru er helzt ekki hægt að troða í þau. Það var ekki margt sem Þórður vildi læra„ tónfræði og hljóðfærasláttur var líf hans og yndi. Einhver borð- Frh. á 15. síðu. | Canadian Livestock m Co-Operative Ltd. Manitobe Co-Operative Livestock Producers Limited UNION STOCK YARDS ST. BONIFACE, MAN. ösKar sínum mörgu viðsKiftavivitim og' vinum Oleðileg'ra Jóla og' farsæls Nýtt ár. I. INGALDSON, Manager. Farbréf til og frá allra landa heimsins EF ÞU ATT VINI í GAMLA LANDINU SEM AÐ ÞIG FYSIR AÐ HJALPA AÐ KOMAST TIL ÞESSA LANDS, ÞA KOMIÐ INN OG SJAIÐ OSS. VID SKULUM SJA UM ALT ÞVI VIÐ- VIKJANDI. GLOBE CENERAL AGENCY Rail Agents 872 Main Street (Phone 55800 Agentar fyrir allar eimskipa línur eða taliff viff einhvern af agentum (^ANADIAN I^ATIONAL

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.