Heimskringla - 17.12.1930, Blaðsíða 4

Heimskringla - 17.12.1930, Blaðsíða 4
12. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPPEG 17. DESEMBER 1930, Ifdmskríngla (Stofnue 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS. LTD. J53 00 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86537 Verð blaðslns er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. Utanáskrift til blaOsint: Manager THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til rilstfórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent A ve., Winnipeg. "Helmskringla'’ is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 WINNIPPEG 17. DESEMBER 1930. Bölsýni. eftir sr. Ragnar E. Kvaran.’) Ef ekki hefði þorrið mikið á seinni ár- um lestur ritningarinnar, þá mundi all- mikill hluti hins kristna heims nú sitja við að lesa ritið Prédikarann í Gamla testamentinu. Hann á svo furðulega vel skapferli manna þessa stundina. Og þeg- ar þess er gætt, að hann er ritaður fyrir svo sem 2200 árum, iþá mætti svo virðast sem hann ætti æði vel við skapferli mann kynsins yfirleitt. Þetta stafar vafalaust meðfram af því, hve prýðilega og alþýð- lega hann er ritaður. Það þarf og snill- ing til þess að gera upp bú alheimsins með þessari einföldu setningu: allt er hégómi! Líklega er engin setning til í öllum heimsbókmenntunum, sem eins oft hefir verið endurtekin og þessi upphrópun, eins og hún var í latnesku biblíuþýðingunni: Vanitas vanitatum. í hvert sinn, sem einhver spekingurinn, sem hafði varið æfi sinni til að ráða lífsins gátu, hafði flækt sjálfan sig svo, í neti sinnar eigin hugs- unar, að hann hafði engan mátt til þess að losa sig aftur, þá gat hann þó æfinlega hnýtt endahnútinn á vef sinn með því að segja, að öll tilveran væri hégómi. í hvert skifti, sem umbótamenn hafa rekið sig á örðugleika, sem þeir ekki gátu yfirstíg- ið, þá gátu þeir ávalt leitað sér réttlæting- ar í meðvitundinni um að það, sem væri bogið, yrði ekki beint og hið vantandi yrði eigi talið, eins og Prédikarinn hafði svo greinilega bent á. Hugsanir Prédik- arans hafa ávalt verið svo vinsælar sök- um þess, að í þeim finnst ævarandi rétt- læting á uppgjöfinni gagnvart örðugleik- unum. Og eins og eg benti á, þá eru þessar hugsanir óvenjulega ofarlega í hugar- straumi vorra tíma. Bölsýnið liggur í loftinu frá því á ófriðarárunum, og það virðist fara vaxandi og magnast. Eg hefi eitt sinn bent á það á prenti, að hinn mikli heimspekingur Þjóðverja, Spengler, væri ef til vill öðrum fremur rödd tíðar- andans. Honum finnst hann vera að horfa á upplausn menningarinnar — allt sé að hníga á ógæfuhlið. En hann hugg- ar sig við að þetta liggi í eðli hjutanna, heimssagan sé einn eilífur hringur. Vor menning sé að komast inn í þann hluta hringsins, þar sem menning fyrritíðar þjóða hafi liðið undir lok. Hann bendir á það í riti sínu, að mjög líkt hafi verið á- statt um ýmsar fornþjóðir^ er átt hafi sér markverða menningu, einmitt rétt áður en tré lífs þeirra tók að fúna í toppinn og síðan að visna upp með miklum hraða. Og nú er vitanlega að oss kom- ið. Á þenna hátt orðar hann hið forna viðlag: allt er hégómi. Annar rithöfundur, sem eg persónulega hefi mikið eftirlæti á, og mér virðist ávalt hafa eitthvað ákveðið og viturlegt og far- sælt að benda á til leiðbeiningar, er hann stendur andspænis ákveðnum viðfangs- efnum, hnígur þó undir þunga gátunnar um lífið, og leitar sér afþreyingar og hvíldar í hugsuninni um að allt sé hé- gómi. Maðurinn er Bertrand Russell. Hann mælir á þessa leið: “Skammt og máttvana er mannsins líf: yfir hann og allt hans kyn feliur dómurinn, hæglátlega en ákveðinn, miskunnarlaus og dimmur. Almáttugt efnið, blint gagnvart góðu og illu, og lætur sig eyðinguna engu skifta, heldur braut sína án þess að vægja. Mað- urinn, sem í dag er dæmdur til þess að missa þá, er hann ann mest, og á morg- un á sjálfur að halda inn um hlið dimm- unnar, á þess eins kost að hlúa að hin- um háleitu hugsunum, er göfga hans *) Grein þessi er upphaflega rituð sem kirkjuræða, en hefir verið undið til þess forms, er betur hentar blaðagrein. skamma dag; fyrirlíta bleyðu-hræðslu þeirra, sem eru þrælar örlaganna, dýrka við altarið, er hans eigin hendur hafa reist, halda huga sínum, óskelfdur af ríki hendinganna, frjálsum í harðstjórn þeirri, er ræður yfir hans ytra lífi; standa mikillátur gegn hinum ómótstæðilegu öfl um, sem leyfa aðeins um stundar sakir þekkingu hans og dóm, standa aleinn, sem þreyttur en ósveigjanlegur Atlas, undir heimi, sem hans eigin hugsjónir hafa skapað þrátt fyrir dyninn af herskörum hins vitundarlausa afls.’’ Þetta eru mikillát orð og karlmannleg, en þegar til alls kemur, þá er þó ráðlegg- ingin þessi: Þú skalt haga þér sem allt sé ekki hégómi, enda þótt allt sé hégómi. Þetta bölsýni er eldra en Prédikarinn og yngra en dagurinn í gær. Þessar síð- ustu vikur hafa aukið á það að miklum mun. Úr öllum heimsins löndum koma fregnirnar um fáheyrða örðugleika í at- vinnumálum, atvinnuleysið læsir tröll- sloppu sinni svo að segja um hvert land, hvíslað er í erlendum blöðum um hætt- una við borgararstyrjöld, stjórnmálafor- ingjar fullvissa menn um með háum rómi, en engri sannfæringu í röddinni, að nú fari allt að birta til innan stundar, aðrir spá feigð og fimbultíðindum um framtíð mannanna. Við teigum bölsýnið eins og Þór mjöðinn úr horni Útgarðaloka. Meðvitund mín um það, hve ofarlega þetta er í hugsunum manna, hefir aukist við að verða þess var, hve íslenzk aiþýða út um byggðir hér er í óvenjulega örðugu skapi. Þjóð vor er yfirleitt hæglát þjóð og með allmiklu jafnvægi. En mér til allmikillar undrunar hefi eg orðið þess var, að mikið fleiri menn en eg átti von á, hafa hent á lofti eitt vígorð frá einum merkum og einkennilegum manni, hafa neglt það yfir dyrastaf hugmyndaheims síns og horft á það, þar til þeir urðu hvorutveggja í senn, hugfangnir og skelfd ir. Það er orð dr. Helga Péturss: Hel- stefna. Hver sá maður, sem kann að setja sam- an haglega smíðað orð, er nærri því hættulega vopnbúinn á þingi mannanna. Menn láta orð, sem vel er slöngvað, kljúfa á sér höfuðið og alla hugsun. En mér þykir valurinn ískyggilegur, sem virðist liggja fyrir þessu eina skeyti: Helstefnu dr. Helga Péturss. Með orðinu virðist vera átt við það, að mannkynið hafi átt kost tveggja leiða frá öndverðu — lífs- stefnu og helstefnu; stundum er talað því líkast, sem mennirnir hafi í raun og veru aldrei komist inn á lífsstefnuna, en víst virðist vera um það, samkvæmt skilningi þessara manna, að á helstefnuvegi sé ver- ið í dag. Það er enginn vandi að vera bjartsýnn á fögrum vormorgni, er ailt leikur í lyndf. Og ef til vill er þá heldur engin ástæða til þess að tala um bjartsýni. Engan þarf að uppörva til þess að halda huga sínum björtum, þegar hann er allur í birtu. En í dag er vissulega ástæða til þess að hug- leiða, hvort það rökkur, sem yfir hugum manna hvílir, þessi fullvissa manna um, að allt sé á leið til böls og harma, sé á öðiru reist en þeim örðugleikum, sem menn eru að ganga í gegnum þessa stund- ina. Er nokkur veruleg heimild til þess að gera lífsskoðun sína bölsýna og bitra, þótt svo vilji til, að menn séu nú að ganga í gegnum tímabil, sem þung ský hvíla yfir? Er ófriðarhættan, sem vissulega vofir yfir mönnum, atvinnuleysið og fá- tæktin, hin fullkomna stöðvun á meiri- háttar viðskiftum milli þjóða, glæpirnir, sem í kjölfar þessa sigla, í einu orði, allar hörmungafréttirnar, sem að mönnum berast úr öllum áttum, vottur um það, barátta mannanna fyrir farsæld og feg- urra lífi sé ófyrirsynju háð, merki þess, að lífsskoðun bölsýnisins sé ein réttmæt lífsskoðun, ef menn viiji vera sjálfum sér trúir? Vitaskuld er ekki vit í að ætla sér að svara þessum spurningum til hlítar í fárra dálka grein. Naumast er meira unt að gera en leiða athygli manna að þeim. Og eins og þegar hefir verið bent á, þá er sérstök ástæða til þess að leiða athygl- ina að þeim nú, þegar svo mikið af böl- sýnishugsunum liggur í loftinu. En enda þótt ekki sé unnt að svara þeim nú til hlítar, þá er ekki óhugsandi að hægt sé að finna eitthvert sjónarmið, sem líklegt sé að leiði á rétta braut, ef það er haft fyrir augum og grandgæfilega er eftir skygnst. Eg held ekki að mjög langt sé farið frá því rétta, þótt sagt sé að menn telji að- allega fram tvennar tegundir af ástæðum fyrir því, að leitin eftir farsæld og fegurra lífi sé í eðli sínu gagnslaus og nái aldrei tilgangi sínum. Sumir segja að þessi barátta sé gagnslaus vegna þess, að það liggi í eðli hlutanna, í náttúrunni, í um- hverfinu, sem menn eru settir í, að þeir nái aldrei takmarki sínu. “Almáttugt efnið’’, eins og Russell kemst að orði, heldur braut sína án þess að láta sig neinu skifta forlög mannanna, eða hvað þeim er gott eða illt. Aðrir segja aftur á móti, að leitin eftir farsæld og fullkonm- un sé gagnslaus vegna þess, hve sjálft hið mannlega eðli sé ófullkomið. Væri önnurhvor þessara staðhæfinga rétt, þá ætti lífsskoðun bölsýnisins rétt á sér. En eru .þær réttar? Mjög mikils vert er að átta sig þá fyrst og fremst á því, að menn mega ekki með nokkru móti láta örðugleikana, sem þeir eru í þessa stundina, villa sér með öllu sýn. Menn fá ekkert yfirlit yfir mann- legt líf, ef þeir láta sjóndeildarhringinn ekki verða stærri en fárra ára reynslu. Þeir verða að líta lengra yfir og spyrja, hvort reynsla mannanna sé yfirleitt á þá leið, að maðurinn sé svo bundinn af blind- um lögum náttúrunnar, að óskir hans um farsælar breytingar geti ekki ræzt. Er barátta mannanna til bjartara lifs og feg- urra vonlaus vegna þess, að hið “vitund- arlausa afl’’, sem heimspekingurinn tal- ar um, sé með öllu óháð óskum mann- anna? í mínum augum er það svo, að svarið við spurningunni liggur nærri opið við um lejð og spurt er. Því fer t. d. svo fjarri, að þeir örðugleikar, sem mennirnir eru í nú, stafi af því, að óskir þeirra hafi ekki ræzt, a ðmiklu nær er að segja, að ástand- ið stafi beint af því, að í atvinnumálum hafi svo að segja allt fallið mönnum í skaut, sem þeir hafa beðið um. Yfirleitt er litið svo á, sem t. d. ófriðurinn síðasti hafi stajfað af samkeppni mannanna í verzlun. Og atvinnuleysið er einnig tal- ið stafa af því, að verzlunarfyrirkomulag nútímans hafi komist í ógöngur. En það er vissulega ekki fánýtt að gera sér grein fyrir, að fyrir 75-100 árum beindust allar óskir hinna vitrustu manna og beztu að því, að við fengjum verzlunarfyrirkomu- lag samkepninnar. Að öllum líkindum var einmitt þetta sú heitasta og ákveðnasta pólitíska ósk, sem mennirnir hafa nokk- uru sinni átt. Vér skulum rifja upp fyrir oss fáein atriði málsins. Hvítra manna þjóðir höfðu búið ýmist við einveldi eða aðalsmannavald eða hvortveggja öldum saman. Þjóðarhagur var yfirleitt miðaður við konungsvaldið og þær ættir landsins, sem einkaréttindi höfðu. Á fyrri hluta síðustu aldar verða raddirnar fyrst magnmiklar um það, að hin þjóðfélagslega frelsun sé í því fólgin, að afnema einkaréttindi sérstakra ætta Og þeirra fylgifiska, og opna öllum leið- ina til þess að berjast á vettangi lífsins. Snildarlega ritaðar bækur, er á skömm- um tíma urðu heimsfrægar, voru samdar til þess að sanna það, að þess meira rúm sem einstaklingnum sé gefið til þess að brjóta sér veg í veröldinni, og þess minna sem að því sé gjört að hefta frelsi ein- stakra manna og þessi einkaréttindi sem sérstakir flokkar eða ættir hafi til verzl- unar og iðnaðarstarfsemi, þess meiri heill muni alþjóð af því stafa. Þessi ósk um verzlunarfrelsi fer eins og eldur í sínu um allan hinn menntaða heim. Og óskin rætist á ótrúlega skömmum tíma. Og enginn vafi leikur á því, að þessi fylgdi mikil blessun. Ekki þarf til annars að vitna en þeirrar staðreyndar, að undir hinu nýja fyrirkomulagi fjölgar mann- fólkinu um helming á 100 árum. Svo meira svigrúm hefir lífið áreiðanlega feng ið. En og málinu fylgir eitt stórt og mik- ið en — ósk mannanna í þessum efnum hefir rétt aðeins ræzt og hinir nýju hætt- ir hafa ekki staðið nema fáeina áratugi, þegar í ljós kemur, að þetta, sem menn liöfðu verið að óska eftir og þeim veittist svo bráðlega, var fjarri því að vera ein- hlýtt. Óskinni varð að setja skorður. Ekki stóð á náttúrunni að verða við óskum manna. En á síðari áratugum hefir öll stjórnmálastarfsemi, sem nokkurs hefir verið virði, beinst að því, að setja skorður við því, að samkepnin gæti gengið sinn reglulega og eðlilega gang. Skorðurnar voru einungis ekki nógu miklar til þess að unt yrði að fyrirbyggja það, að þetta, sem menn höfðu óskað ákafast eftir, þeytti mönnum út í ófrið og léti þá síðan sitja við atvinnuleysi, og vandkvæði þau öll, sem menn búa við í dag. í eina átt, þá skipist hlutirnir á furðu lega skömmum tíma 1 þá átt, sem menn æskja eftir. Ef til vill dettur einhverjum í hug að spyrja um, hvern- ig á því standi þá, að enn geti komið til mála, að ófriður hefjist milli þjóða — svo að segja allir óski frekar eftir friði en ófriði og hafi ávalt gert. En þetta er mikill misskilningur. Það er er ekki fyr en nú á allra síðustu ár- um, að menn hafa tekið að óska með nokkurri alvöru eftir afnámi ófriðar i heiminum. I gegnum alar árþús- undirnar, sem menn hafa dvalið á jörðinni, hefir þeim aldrei komið til hugar í alvöru að hugsanlegt væri að lifa i ófriðarlausum heimi. ófriður var samgróinn hluti alls lífsskilnings þeirra. Við ófrið hafa verið bundnar svo að segja allar hugsanir þeirra, sem þeim hefir þótt mest til um. •— Sæmd, heiður, réttlæti ,frægð föður- landsást, drottinhollusta — allt hefir þetta verið svo nátengt hugmyndinni um ófrið, að mönnum hefir blátt á- fram ekki komið til hugar, að nokk- urt vit væri í að óska afnáms ófriðar Og það er vissulega ekki af vonzku mannanna, að friðarhugsjóninni geng- ur hægt í dag. Menn geta einungis ekki afklætt sig á augabragði þeim hugsanaflíkum, er þeir hafa klæðst i kynslóð eftir kynslóð. En alheims- friður er kominn á, á sömu stundu og mannkynið óskar eftir honum. Eg tel afar mikilsvert fyrir oss, að gera oss þess grein, með hve nærri því fáránlegum hraða óskir mannanna hafa verið að rætast á þessum allra síðasta kafla mannkynsæfinnar. Fyrir þá sök tel eg það ómarksins vert að rifja það hér upp með fáeinum orð- um, sem eg hefi eitt sinn áður vitnað til i ritgerð í íslenzku tímariti. Agæt- ur amerískur fræðimaður -mælir á þessa leið: “Hugsum oss, að einni kynslóð manna hafi tekist að afla sér þess alls, sem nú er talið til menningar. Þeir hefðu orðið að byrja, eins og all- ir einstaklingar gera, gersamlega menningariausir, en þeim er ætlað að rekja allan þann feril, sem kynslóðim- ar hafa farið t. d. í síðustu fimm hundruð þúsund árin . Sérhvert ár kynslóðarinnar svaraði þá til tíu þúsund ára í ferli mannkynsins. “Sé miðað við þenna mælikvarða, þyrfti þessi sjálflærða kynslóð 49 ár áður en þvi vitsmunalífi væri náð, að hún gæti lagt niður fornan ávana og inngróna siði reikandi veiði- manna, en settist að hér og þar og tæki að rækta jörð, skera upp, temja skepnur of vefa óbrotnasta klæði. Sex mánuðum síðar, eða er hálft fimtug- asta árið væri liðið, höfðu nokkrir þeirra, er bezta höfðu aðstöðuna, fundið upp skrift og með því komið á fót frábærilegri og undursamlegri aðferð til þess að breiða út og við- halda menningu. Þrem mánuðum síð- ar hafði öðrum flokki tekist að slípa bókmenntir, listir og heimspeki svo ágætlega, að næstu vikur var til þessa jafnað. I tvo mánuði hafði þessi kynslóð vor lifað við blessun kristindómsins; prentsmiðjan er ekki nema hálfsmánaðargömul og ekki höfðu þeir haft gufuvélina nema tæpa viku. 1 tvo eða þrjá daga hafa þeir verið að þjóta fram og aftur um hnöttinn á gufuskipum og i járn- brautarlestum, og ekki er lengra síð an en í gær, er þeir rákust á töfra- möguleika rafmagnsins. Siðustu klukkustundirnar hafa þeir verið að fljúga í loftinu og sveima undir yfir- borði sjávarins, og hafa þeir þegar beitt síðustu uppfinningum í ófriði, sem að mikilleik samsvaraði hinum háleitu hugsjónum þeirra og magni auðlinda þeirra. Þetta er ekkert furðuefni, því að ekki er nema vika siðan þeir voru að brenna og grafa þá lifandi ,sem ósammála voru ráð- andi flokknum um skilyrði fyrir sálu- hjálp, skera á opinberum stöðum upp kviðinn á þeim, sem höfðu aðrar hug myndir um stjórnarfar, og hengja gamlar konur, sem ásakaðar voru um samneyti við djöfulinn. Enginn þeirra hafði verið annað en flakk- Með þessu vildi eg hafa sagt það, að ef við erum á helstefnu-vegi í dag, þá er það að minsta kosti ekki fyrir þá sök, að til- verunni sé svo háttað, að oss sé neitað um að fá óskir vorar uppfyltar. Það staf- ar þá af einhverju öðru. í stað þess að tala um blind öfl, sem sporni við óskum mannanna, þá er miklu réttara að segja að í hvert skifti sem óskir mannanna taka að verða magnmiklar og ákveðnar andi villimaður fyrir ári síðan. Æðri þekking þeirra var altlof ung, til þess að hún gæti rist djúpt, og þeir höfðu margar stofnanir og marga forystu- menn, sem höfðu þann starfa að við- halda úreltum hugmyndum, sem horf ið hefðu að öðrum kosti. Breyting- arnar höfðu verið svo hægfara og ó- merkjanlegar, allt fram til síðustu tíma, að ekki var við því að búast, 1 fullan aldarfjórðung hafik Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þangað. að fleiri en fáeinir menn hefðu átt- að sig á, að megnið af þvi, sem þeir trúðu og töldu eilífan sannleika, átti rót sína að rekja til óhjákvæmilegs misskilnings villimannsins.’’ Mér finnst þessi mynd vera prýði- lega skýrandi. Hún bendir á, svo að ekki verður um vilzt, að því fer mjög fjarri, að tilverunni sé svo háttað, að mönnum sé þess varnað að fá óskir sínar uppfylltar. Þeir fá þær svo skjótlega uppfylltar að þeir vita ekkert hvað þeir eiga við gjafimar að gera, eftir að hafa fengið þær í hendumar. Canada stynur undir þvf að náttúran hefir gefið landinu of mikið korn. Visindamenn finna upi> geisla, sem fara í gegnum holt og hæðir, og það fyrsta, sem mönnuna verður fyrir að hugsa um i því sam- bandi, er hvernig menn eigi að nota. þetta til þess að gera með því skaða í næsta ófriði. En í þessu sambandi, sem eg er á þetta að minnast, leiði eg athyglina fyrst og fremst að þesáu: hafi bölsýni rétt á sér sem lífsskoðun, þá getur sú skoðun að minnsta kosti ekki stuðst við þá hug mynd, að mennimir hljóti að verða ófarsælir vegna þess, hve hin blindu náttúruöfl séu mönnum andstæð og erfið- I hvert skifti sem vér höfum leitað, höfum vér fundið, í hvert skifti, sem vér höfum knúið á dyr náttúr- unnar, hefir hún lokið upp dyrum fjársjóða sinna fyrir oss. En þrátt fyrir þetta komumst vér ekki hjá að viðurkenna þann sann- leika, sem hrópar til vor frá hverju húsþaki, að mennirnir eru ófarsæl- ir. Þá er spurningin þessi: stafar ó- farsældin af þvi, að mennirnir séu svo ófullkomnir, að þeir hljóti ávalt að hrópa bölið yfir höfuð sér? Er ófullkomleiki mannanna réttlæting á bölsýnni lífsskoðun ? Sá, sem játaði þessari spurningu, segði mikinn sannleika, en þá vafa- laust ekki nema hálfan sannleika: Og hálfur sannleikur er stundum ekki mikið betri en full lýgi. Ef skýring min á því, hve sveigj- anleg náttúran sé við mennina og hversu tamt henni sé í raun og vem að láta að óskum þeirra, er rétt, þá. er það bersýnilegt, að eitthvað er bogið við óskirnar, ef allt fer illa, eftir að þær hafa verið uppfylltar. A það hefir vérið drepið hér að framan, að öngþveiti það, sem Ver- öldin er í nú, er bein afleiðing af upp- fylling óska hinna beztu og vitrustu manna um þá háttu, sem nú ríkja í verzlunarmálum. Og mér dettur ekki i hug eitt augnablik, að t. d. samkeppnisfyrirkomulagið sé ekki langsamlega fremra þeym háttum, er áður ríktu. Samt er svo komiff, að þessi *ó.sk hefir leitt mennina i hinn mesta vanda. Og ekki verður með nokkru móti undan þeirri hugs- un komist, að vandræðin stafi af breyskleika mannanna. Samkeppnin er prýðileg hugsun í eðli sínu, en hún var ekki fyr orðin ríkjandi aflið i þjóðháttum manna, en í ljós leidd- ist, að hún kitlaði og örvaði léleg- ustu hvatir þeirra. Afleiðing þeirra hvata hefir á okkar tímum birzt sem ófriður og atvinnuleysi og glæpir. lg svona virðist því miður fara með flestar vorar óskir, sem uppfyllast fyrir þá sök, að þær verða almenn- ar og magnmiklar. Og mér þykir mjög sennilegt, að hvaða fyrirkomu-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.