Heimskringla - 17.12.1930, Side 7

Heimskringla - 17.12.1930, Side 7
WINNIPPEG 17. DESEMBER 1930. HEIMSKRINGLA 15. BLAÐSIÐA ÞURfÐUR GAMLA. FYh. frá 11. bls. maður, sem einhverntíma hafði verið hjá Þuríði, -skildi þar eftir strengjalausa og rifna fiðlu. Við þennan fiðlugarm tók Þórður ástfóstri. Það gekk kraftaverki naest, hve mikilli hljómftegurð hann náði úr þessu skrífli, þegar hann var búinn að lappa upp í hana. Með hana sat hann öllum stundum í svefnstofu Þuríðar. Hún var griðastaður hans, og fiðlan var ástmey hans, vinur, faðir og móðir, alt í senn. Fyrir henni og með henni úthelti hann hjarta sínu. Hún grét með hon- um og hló með honum, eins og enginn annar gat gjört. Þegar Þórður var tólf ára, kom einn kennarinn hans heim til Þuríðar gömlu og talaði lengi við hana. Hvað þeim fór á milli vissi enginn. En eftir það fór Þórður fyrir alvöru að læra tón- fræöi. Þuríður keypti honum uýja fiðlu og skömmu seinna, °rgel. Þetta var veturinn áður e" eg útskrifaðist. Þá var Þórð- ■ur búinn að ná þeim tökum á fiðlunni sinni að hann var oft kallaður til að spila á innlendum samkomum, og litlu seinna, til að spila í einni stærstu kirkju bæjarins. Með löndum sínum sást hann aldrei, þeir fældu hann frá sér, með stríði og keskni meðan hann var lítill. kölluðu hann Þuríðarson kropp- inbak, og hlógu að stráknum með stóra höfuðið, stuttu fæt- urnar og kryppuna á bakinu. Ekki vissi eg þá, hverra manna Þórður var, þorði aldrei að spyrja Þuríði um það. Sumir sögðu að hún hefði tekið hann nvfæddan af einhverri aumingja stúlku, sem dáið hefði á sjúkra- húsi bæjarins, frá litla drengn- um sínum, og þá nýkominn að heiman. Þuríður sá um útför móðurunnar og tók soninn heim með sér. Þegar eg var hjá Þuríði og hér var komið aldri Þórðar og þroska, var þetta atriði flest- um gleymt enda hélt Þuríður því ekki á lofti. Einhverntíma spurði eg mann, sem lengi hafði verið hjá Þuríði gömlu hvað hann vissi um Þórð. Það var hann, sem sagði mér þetta, og bætti svo þessu við: Einusinni skömmu eftir að Þuríður tók drenginn, komu til hennar þrjár helztu konurnar í söfnuðinum, og spurðu hana hverra manna hann er—nema hvað hún ætlaði sér að gjöra við hann, því svaraði Þuríður á þessa leið: Sem stendur veit eg af eng- Tryggingin felst í nafninu! •s Í. ■S i i i i i Pantið um nýárið beztu tegundirnar ÖL, BJÓR og STOUT frá gömlu og vel þekktu rlgerðarhúsi. Gleðilegt Nýár! RIEDLE BREWERY STADACONA og TALBOT PHONE 57X41 s i ^ í i i i i x1 i i i i i i & i i í i i i i i i i ■5 í. í í í í um, sem standi honum nær en eg. Svo kemur það engum við hverra manna hann er—nema ef þér eruð að hugsa um að út- vega honum betra fóstur. — Er það máske?” ‘‘N-e-i. Við álítum ósann- gjarnt að láta yður eina bera þessa byrði. Þér hafið gjört býsna fellega bæði við hann og vesalings móðurina, og við vild- um gjarnan hjálpa yður,’’ sögðu þær. ‘‘Það var failega hugsað. En fleiri kunna að þarfnast hjálpar. Látið yður farast vel við þá. En þegar eg get ekki séð fyrir Þórði skal eg láta yður vita.” svaraði Þuríður. FYúrnar fóru með það og þótt- ust víst lítið hafa veitt enda vitj uðu þær aldrei um Þórð upp frá því. Svo lagðist sá orðrómur á, að annaðhvort hefði móðir drengsins verið dóttir Þuríðar, eða máske faðir hans, sonur hennar. Þegar svo fyrntist yfir þetta komu einhverjir því á loft, að Þórður væri í raun og veru sonur Þuríðar. Þórður var eins og allir krypp- lingar, ijótur hvar sem á hann var litið, nema augun, sem voru björt og skarpieg, blágrá að lit, með móleitum ýrum hér og þar. Hárið var fallegt, dökkjarpt og hrokkið, og hendurnar nettar eins og fagrar kvenhendur. Aft- ur voru fætur hans stórir og luralegir. — Undarlegt ósam- ræmi.. Eg hafði marga ánægjustund af fiðluspili Þórðar, enda hænd- ist hann helzt að mér, af því fólki sem þar var þá. Þórður var fámáll og fáskift- inn. Gaf sig aldrei að samtali fólks, veitti helzt engan gaum, nema talað væri um söng eða hljóðfæraslátt. Fyndist honum talað af verulegri þekkingu, ljómaði andlit hans af gleði. Fyndist honum það ekki, varð svipur hans þungur og úrýgur, og hann hafði sig þegar á brott En sjaldan lagði hann sjálfur til þeirra mála fremur en annara. Sumarið eftir að eg útskrifað- ist, fór eg með landmælinga- mönnum vestur í f jöll, og var við þá vinnu fram og aftur um landið í tólf ár. Á þeim árum kom «g oft til Wjnnipeg, en sjaldan til að stanza að mun. Þá sjaldan eg gjörði það, gisti eg æfinlega lijá Þuríði gömlu. í mínum augum var Þuríður aldrei gömul, var það enda ekki, — þó það kæmist upp í vana að tala um hana á þenna hátt. Ef eg má segja, að úr mér hafi orð- ið maður, er það Þuríði allra manna mest að þakka. Mér var því innilega vel við hana og bar fyrir henni djúpa virðingu. Eg gjöri þessa játningu hér, til þess að koma ef mögulegt, í veg fyrir að lesarinn lesi virðingarleysi af KIEWELf BREWING C0. Sími 201 178 St. Boniface, Man. minni hálfu, út úr þessu marg- undantekna viðurnefni Þuríðar, löngu áður en hún varð gömul. Meðal annar breytinga, sem í Winnipeg urðu þessi árin, breyttist og hagur og heimili Þuríðar. Æfinlega hafði hún fult hiis. En síðast þegar eg kom til hennar, var hún flutt. Hún hafði selt gamla heimilið á Ross, með góðum ábata, en byggt annað vestur á sléttum, stórt og vand- að, og átti það skuldlaust. Þórð ur var á Þýzkalandi að fullnuma sig í söng og hljóðfæraslætti. ‘‘Nú er drengurinn minn flog- inn úr hreiðrinu. Hann spilar í stórborgum heimsins, tekur inn mikla peninga og þarf nú ekki lengur á gömlu Þuríði að halda — og engum, bætti Þuríður við. “Hann skrifar þér þó,” sagði eg. Mér fannst ekki laust við gremju í málrómi hennar, og það hrygði mig mjög hennar vegna. Það var -svo ólíkt henni. Og svo fanst mér hún ekki eiga það skilið að Þórður gleymdi henni, eins og mér fundust orð hennar benda til. “Þórður skrifar mér. ó, já. Hann skrifar gömlu Þuríði. En Villi minn, Eg vonaði að hann gæti notið listar sinnar hér heima. En blöðin, eru ekki að auglýsa list krypplingsins. Land- inn er ekki stoltur af honum. “Hann kemur vonandi bráð- um heim, og þá verður hann frægur af list sinni, einnig hér í fæðingar bæ sínum. Hvað landinn segir um hann, eða læt- ur ósagt, getur ekki haft varan- leg áhrif á framtíð hans,” sagði eg í hughreystandi málróm. “Eg veit það, og því skiftir óað Útlu. En hitt er stærra og óví getur engin frægð haggað, Villi minn. Hann líemur heim tii að deyja, því hann gengur með dauðann í sér — tæringu. Það var arfurinn hans, aumingjans, auk vanskapnaðarins. Bara eg endist ofurlítið lengur, svo eg geti hlynt að honum þangað til alt er búið,” sagði Þuríður. Hvað gat eg sagt? Gerðu þig heimakominn, Villi minn,” sagði nú Þuríður, eins og við hefðum verið að tala um daginn og veginn. “Eg hef, eins og vant er, mikið að gjöra. Við borðum á sama tíma og vant er.” Svo var hún farin. Hún var ekki að fiska eftir meðaumkun. En þó fannst mér meiri klökkvi í rödd hennar en vant var. Koma mín hafði eflaust vakið upp fornar minningar, því eg var bú- inn að þekkja heimili hennar svo lengi — þekkja það betur en flestir aðrir. Ennþá liðu nokkur ár. Eg kvæntist vestur í landi, en vann sem fyr, hingað og þangað, síð- ustu árin við stórbrúasmíði, því nú var eg orðin byggingameist- ari, ekki siðri en mælingamaður. Loks kom að því, að eg flutti til Winnipeg. Þegar eg var búinn að útvega okkur húsnæði og koma fjölskyldu minni niður, fór eg að leita að Þuríði. En Þuríð- ur var farin, og fólkið í húsinu hennar vissi ekki hvert, — hafði hvorki heyrt hana né séð — keypt húsið af fasteignasala, sem hafði fullmakt til að selja það, svo nafn eigandans kom þar hvergi til greina. Þá fór eg til fólks, sem eg vissi að þekkti hana vel. En það vissi Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldf. Skrifatofuaíml: 23674 Stundar sérataklagra lunynasjúk- dóma. Kr at5 finna á akrifstofu kl 10—12 f. h. of 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsfml i 33158 DR' A. BLONDAL 601 Madical Arta Bldj. Talsíml: 22 206 Stuadar atrstaklega kvensjúkdóma og barnasjúkdóma. — At) httta: kl. 10—12 * h. og S—5 e h. Helmlli: >06 Vlctor St. Slml 28 130 DR B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldic. Cor. Oraham and Kennedy St. Phone: 21834 Vit5talstími: 11—12 og 1_6.30 Helmili: 921 Sherburn St. WINNIPEG, MAN. Dr. J. Stefansson 216 MBDIOAL ARTS BLDG. Hornl Kennedy og Graham Itnndar elnfttng;n auglna- eyrna nef- of k rcrka-sj Akdóma Er atJ hltta frá kl. 11—12 f. h. og kl. 3—6 e. h. Talsfml: 21834 Heimtlt: 688 McMillan Ave. 42691 Talsfml: 28 889 DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR 614 Someract Block Portagre Avenne WINNIPKG DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. S. «. SIMPSOSÍ, N.D., D.O., D.C. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. ekkert — nema það, að hún og Þórður hefði farið vestur. að hafi. Þórður hafði komið heim, geðillur — sumir sögðu, veikur. Eftir lieimkomuna, fór hann hvergi og sá helzt enga. Hann spilaði nætur og daga, þegar hann þoldi við—fyrir geðvonzk- u, bætti fólkið við góðgirnis- lega. Þuríður varð að hætta við atvinnu sína n. 1. borðfólkshald, því engin undi því, sem ekki var heldur von til — að geta ekki sofið fyrir spilamenskuna hans Þórðar. “Hvert fóru þau þá?” spurði eg. Hvert, — nú þau fóru vestur að hafi'. — Vestur á strönd.” “Þú veizt ekki hvar þau hafa sezt að?” “Nei, hef enga hugmynd um það.” Svo hér var ekkert að græða. Þuríður var mér töpuð. Svo liðu tvö ár. G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrceðingur 702 Confederation Life Bldf. Talsími 24 587 WALTER J. LINDAL BJÖRN STEFÁNSSON Islenxkir lögfratSingar 709 MINING EXCHANGB Bldg Sími: 24 963 356 Main St. Hafa einnig skrifstofur aC Lundar, Piney, Gimli, og Riverton, Man. Telephone: 21613 J. Christopherson, Islenskur Lögfræffingur 845 SOMERSBT BLK. Winnipeg, :: Manitoba. A. S. BARDAL ■•lur lfkktstur og annast um ðtfar- Ir. Allur útbúnatSur sá bestl. Knnfremur selur hann allskonar mlnnisvarha og legstelna. 848 SHERBROOKE ST. Phonei 86 607 WINNIPBQ Björgvin Guðmundson A. R. C. M. Teacher of Music, Composftion, Theory, Counterpoint, Orcheg- tration, Piano, etc. 555 Arlington SL SIMI 71621 MARGARET DALMAN TBACHRR OF PIANO 864 BANN1NG ST. PHONE: 26 420 Ragnar H. Ragnar Pfanókennari hefir opnaC nýja kenslustofu a8 STE. 4 NOBMAN APTS. (814 Sargent Ave.* TAI.SÍMI 88 295 TIL SÖLU A ADtRU VBRÐI “FURRACl!” —bœtll TlSar eg kola "furnace" 1(110 brúkaH, «r (II sttlu hjá undlrrttuttum. •ott taeklfnrl fyrlr fólk út A landl er bnta vllja hltunar- áhttld á helmlllnu. GOODHAN A CO. 786 Toronto St. Slmi >8847 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Bsggngs nnd Fnrnttnre Motlng 762 VICTOR ST. SIMI 24.500 Annast allskonar flutnlnga fram og aftur um bœinn. 100 herbergt mett etta án batts SEYMOUR HOTEL vertt sanngjarnt Stml 88 411 C. G. HCTCHISON, elgandl Market and Klng St„ Wlnnlpeg —:— Man. MESSUR OG FUNDIR i kirkju Sambandssafnaffar Messur: — & hverjum sunnudtgi kl. 7. e.h. Safnaffarnefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld i hverjum mánuBi. Hjálparnefndin'. Fundir fyrsta mánudagskveld 1 hverjum mánuBi. Kvenfélagiff: Fundir annan þriflju dag hvers mánaBar, kl. 8 afl kveldinu. Söngflokkuri<m»: Æfingar i hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum . sunnudegi, kl. 11 f. h. M. J. B. seoococoocococcooocccoococcooceocccoococoooccooeoeooo« RobinHood FhtíUR Betra því það gerir betra Brauð vccoocccccccccccccccccccccooccccccccocccccccccccccoccc !.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.