Heimskringla - 21.01.1931, Síða 2

Heimskringla - 21.01.1931, Síða 2
2. FUAJÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 21. JANCrAR, 1930- Frá Lapplandi Lappar og hreindýr eru tvö hug' tök, sem flestum dettur jafnsnemma i hug. Hreindýrarækt hefir verið at- vinnuvegur Lappanna frá alda öðli, eða siðan sögur fyrst fara af þeim. En þær fyrstu upplýsingar um Lappana er að finna í bók, sem heitir Germania frá 98 e- K., Qg er bók þessi saman af rómverska rithöfundinum Tacitus. — Lappamir eru sama fólk og áður köll- uðust Finnar og alloft er getið í göml- um sögum. Finnakerling var það, er forðum sagði fyrir um flutning Ingi- mundar gamla til Islands. 1 sögpim þessum eru Finnarnir oft riðnir við fjölkyngi og galdra. Nafnið Lappar, sem þjóðflokkur þessi ber nú, hafa Norðurlandabúar gefið þeim, og er talið vera dregið af Lappalæni, sem er staðarnafn, en aðrir halda að sé dreg- ið af að löpa, sem þýðir að hlaupa, og að það hafi aftur verið dregið af þvi, að þeir vóru svo fljótir á skíðum, að það var sem þeir hlypu, en notkun skiða er frá Löppunum komin, og hafa Norðurlandabúar lært af þeim að n0ta þau. Sjálfir kalla Lappamir sig Same, sem þýðir aðeins fólkið Lapparnir em sérstakur kynflokk- ur, eða af sama kynflokki og Finn ar, en um það eru þó mjög skiftar skoðanir. Þeir eru litlir vexti. Efri hluti líkamans er langur í saman burði við neðri hlutann. Höfuðið er allstórt, breitt, kjálkamir 0g kinn- beinin standa mikið út, augun em oft móbrún, nokkuð dökk og fjörleg, hárið er svart og slétt, og hörundslit- urliturinn brúnleitur eða öskugrár. — Sumir halda því fram, að þessi mó- rauði hörundslitur stafi af reyknum í kofum þeirra og af því að þeir séu heldur latir að þvo sér. A gönguferðum mínum um heiðar og fjöll Lapplands og Jamtalands heimsótti eg nokkrar Lappafjölskyld- ur. Er mér sérstaklega í minni koma mín til fyrsta Lappans, sem eg sá og talaði við. Eg og félagi minn fór- um snemma morguns af stað fram I afdal einn, sem liggur fram á milli hæstu fjallanna í Jamtlandi og er dalurinn 700 m. y. h. Hann er vax- inn kræklóttu, lágvöxnu birki, með bröttum f jallshlíðum á báða vegu. Þar langt fram í dalnum býr Jónas Mar- tensson, svo heitir Lappinn, sem við ætluðum að heimsækja. Félagi minn þekkir hann vel, siðan fyrir nokkrum árum að hann dvaldi hjá Jónasi heila viku. 1 dalnum eru 6 fjölskyldur og eru allir k0famir saman eða skamt á milli þeirra. “K0tumar” (kaata heitir bær Lappans) em allar eins í laginu og topptjald, þar sem efsti toppurinn er tekinn af- Máttarvið- irnir eru tvennar sperrar og em bit- ar á milli þeirra efst og mynda fer- hyrnt op þar sem reykurinn fer út um, sfðan eru birkihríslur reistar ská hallt upp hringinn í kring og þakið með torfi eða mosa. Við berjum að dyrum hjá Jónasi. Fyrir innan er svarað “stig paa” á sænsku með löppskum hreim. Það fyrsta sem við sjáum er eldur og reykur. Við göng- um nú inn og heilsum fólkinu, sem er húsbóndinn, Jónas Martensson, kona hans og dóttir. Þegar það er SAFNIÐ POKER HANDS Sem eru í TURRET Fine Cut Tóbaki. Fyrir þær getið þér fengið dýrmæta muni POKER HANDS SKEGG- BURSTI Fjögur setti af Poker Hands BLYSLJÓS Fimm setti af Poker Hands VEKJARA KLUKKA eru einnig í eftirfarandi alþekktum tóbakstegundum: Turret Sigarettur_ IDssie pSotfiii ireyfiltofeaM. Stojiewall JacElsoiii Viffkdllar (fimm í hverjum pakke.) )^dens plöti reyl&t©]ba]& Big| B©tsí m1* n t o B a fe WincHester MillBainR Si^arettur Bex Siggarettnar OM tobaR AXLA- BöND Tvö setti af Poker Hands SPIL Eitt sotti af Poker Hands KORKTREKKJARI Fimm setti af Poker Hands BROÐA Átta setti af Poker Hands Tvö setti af Poker Hands KETILL WEAR-EVEB Tíu setti af Poker Hands búið rennur vatnið í striðum straum niður kinnar mínar, sem eg gráti há- stöfum, og er eg sannarlega feginn þegar Jónas býður mér að setjast niður, þvi að niðri við grjótið ber ekki eins mikið á reyknum. Settist eg nú flötum beinum á gólf- ið, sem allt var þakið hris, og fór nú að virða fyrir mér “kotuna” og fólkið. Þetta er eins og æfintýri fyr ir mér, að sitja nú við arinelda hjá Löppum uppi á háfjöllum. K0tan er lág, rétt sv0 að maður getur stað- ið uppréttur um miðbik hennar, und- ir reykopinu á miðju gólfi er eldurinn og þar yfir hangir kaffiketillinn á krók. Crt við vegginn gegnt dyrun- um er eldhússkápurinn, sem virðist vera tveir sykurkassar hver niðri i öðrum. 1 skápnum eru eldhúsáhöld- in, matarílát og matarleifar. A gólf- inu stendur stórt fat með nýsoðnu hreindýrakjöti. Crt við vegginn er rúmfötunum vafið saman á daginn. A kvöldin eru þau breidd út á gólf- ið, sem allt er þakið hrís. Rúmstæði, stóla eða borð nota Lapparnir ekki. Þótt allt sé fátæklegt í "kotunni” er hún þó heimilisleg og notaleg. En þegar kalt er, fer hitinn reyndar fljótt út, vegna þess hve reykopið er stórt. og þótt heitt sf á kvöldin, þegar farið er að sofa, er allt gaddfreðið að morgninum. Og 30—40 stiga frost á C. er ekkert óvenjulegt á þessum slóðum. Þegar eg hefi virt fyrir mér "kot- una” og innihald hennar, og jafnað mig i augunum, fer eg að rabba við | karl. Honum þótti engu minna gam- an að hitta Islending en mér að hitta Lappa, og k0m það báðum 0kkur i gott skap og ræddum við Iengi og vel. Jónas er ósvikinn Lappi i útliti, frek- ar lítill, dálitið skorpinn í andliti og minnir mann ósjálfrátt á kræklótta birkihríslu. Karl er fámáll; i fyrstu verð eg að toga hvert orð úr honum, en hann sígur á, svörin koma djarleg ar og ákveðnara, og þegar hann finn- ur að eg er ekki að spyrja hann til þess að gera gaman að, heldur til þess að fræðast um hagi Lappanna, verð- ur hann frjálslegri og opinskárri; annars eru Lapparnir feimnir eða hræddir við að láta aðra vita hugs- anir sinar, alltaf er eitthvað leynd- ardómsfullt við þá. Eg spyr Jónas um trúarbrögð Lappanna og hjátrú, það er hann tregur til þess að tala um. En um hreindýrarækt og dýra veiðar vill hann gjarna spjalla. Eg spyr hann um möguleika fyrir hrein dýrarækt á Islandi. Flestir Lappar stunda hreindýrarækt (nokkrir eru fiskimenn) og hafa stórar hjarðir. Oftast halda n0kkrar fjölskyldur saman 0g fylgjast þá að öll þeirra hreindýr. Þessar stóru hjarðir þurfa eðlilega mikla haga, og rása þær því mikið. A veturna eru Lapparnir með hjarðirnar niðri í skógunum og jafn- vel niðri við ströndina. Þegar vorar, flytja Lapparnir með alla sína búslóð upp tii afdala og fjalla. Ferðalög þessi eru oft hinar mestu glæfraferð- ir. Mat sinn, tjöld, fatnað, áhöld og börn reiða þeir á hreindýrunum. — Bömin láta þeir í dálítinn kassa, sem er svipaður i laginu og flatbotnaður bátur, binda vandlega yfir með skinni svo að aðeins sér á nefið og i augun. Þeir þurfa yfir margar ár að fara sem eru kaldar og miklar í leysing- unum> og er það oft hin mesta þraut að koma dýrunum yfir vatnsfallið, og tekur það stundum fleiri daga. A nóttunni sofa þeir i tjöldum. Af svefni verður stundum ekki mikið, því að þeir þurfa að vaka yfir hreindýr- unum, svo að þeir missi þau ekki út í buskann. Þegar upp i birkiskógana kemur, staðnæmast þeir- oft þar á meðan hreinkýmar bera og kálfarnir stálpast. Siðan er haldið áfram upp á heiðarnar, þar kunna hreindýrin við sig; þau em eins 0g féð, að þau vilja vera einhversstaðar hátt uppi; þau eru sérstaklega hrædd við mýið,, sem ætlar að gera út af við bæði menn 0g skejnur niðri í skógunum, þegar logn er á kvöldin og heitt. Svo þola þau illa hitann, og ef verulega heitt er, standa þau oft tímunum saman uppi á kletti, þar sem blástur er, eða við snjóskafl;; er þá illmögulegt fyrir Lappana að i*eka þau niður í dalina. Þangað vilja þau ekki. Aður ráku þeir hjörðina heim á hverju kvöldi, til þess að mjólka, en nú eru þeir hættir þvi, en hafa i þess stað geit- ur, sem þeir hafa heima við “kotum- ar”. En í júlí smala þeir til þess að marka, svo þurfa þeir alltaf öðru hvom að ná í hreindýr til þess að ! slátra og eta. Þau eru stygg og erf- itt að ná þeim, en Lapparnir em ekki ráðalausir. Þeir ná þeim með svo- kölluðum “lasso”. Það er langur kaðall með lykkju á endanum, og kasta þeir því þannig, að lykkjan falli yfir hornin. Eru þeir mjög leiknir i þessu. Á sumrin eiga Lapparnir náð- uga daga. Þeir mjólka geitumar og fara einstöku sinnum á silungsveið- ar; annars sitja þeir mest í “kotun- um” til skiftis hver hjá öðrum 0g skrafa saman, gera við föt 0g skó, smíða sleifar og ýmsa smámuni, sem þeir síðan selja ferðamönnum. Þeir lesa dálítið, hafa fréttablað, sem skrifað er á löppsku, og er núverandi ritstjóri þess menntaður Lappi, lög- fræðingur. Blaðamennska þeirra er allgömul. Eg hefi séð útdrátt úr grein úr Lappablaði skrifuðu löngu fyrir aldamót, og var þar með^I ann- ars grein um Islendinga. Segir þar að Danir hafi farið mjög illa með okkur, svelt okkur og kúgað á allar lundir, og sé það orsök til hins mikla flutnings til Ameríku. Lapparnir eiga nokkra rithöfunda, en merkastur er Jóhann Thusi, er skrifað hefir stóra bók um Lappana og lifnaðarháttu þeirra, og heitir bókin “Muittalus sa- mid birra”. Þegar kemur fram í október eða nóvember, fer að harðna um Lappa á heiðunum. Þá verða þeir að taka upp búslóð sína á ný og leggja af stað niður í byggðina. Þá er oftast kominn mikill snjór og láta þeir þvi hreindýrin draga sleðana með far- angrinum, og eru þeir eins og flat- b0tnaðir bátar í laginu. Sitja þeir 0ft sjálfir í sleðanum og aka alltaf við einteyming. Þarf hina mestu leikni til þess að stýra, þvi hreindýr- in eru mjög óstýrilát og hlaupa hratt. Oft staðnæmast Lapparnir ofar- lega í skógunum, slá þar tjöldum og halda þar til um jólin. Jólin eru þeirra mesta hátíð og er þá mikið að gera. Það þarf að sauma ný föt, því sá sem ekki fær ný föti um jólin á á hættu að verða étinn af Stallo, en Stallo er hinn versti óvættur, að hálfu leyti maður og að hálfu leyti einhver ólýsanleg ófreskja. Þá þarf að slátra jóla-hreinuxanum, höggva brenni, þurka af öllu og þvo, og svo má ekki gleyma að bera nóg vatn inn í “kot- una”, því að ef það er ekki nóg, þá sýgur Stallo heilann úr fólkinu. Allt verður að vera kyrrt og hljótt um jólin. Enginn má vinna handartak. nema brýn nauðsyn sé, t. d. að verja hjörðina fyrir úlfum, flá hreindýr, sem úlfurinn hefir drepið e. þ. 1. Við Stallo eru Lappar hræddir og gæta því allrar varúðar, til þess að æsa hann ekki upp. írlfurinn er næst versti óvinur Lappanna. Stallo er hættulegastur, en úlfinn er þeim þó verst við og kalla þeir hann öllum illum nöfnum. Verða þeir reiðir 0g komast í vígamóð, þeg- ar þeir minnast á úlfinn. trlfarnir eru aftast í hópnum 0g sitja um hjörð ina og ráðast á hana þegar þeir sjá sér fært; verstir eru þeir þegar hart er á vetuma. Ef úlfarnir kom- ast í hjörðina, drepa þeir og rífa i sig svo mikið, sem þeir komast yfir og verða þau dýrin, sem undan kom- ast, svo hrædd, að hætt er við að Lapparnir missi alla hjörðina út i buskann, nái henni oft aldrei, eða aðeins lítinn hluta hennar. úlfur- inn hefir gert margan Lappann ör- eiga, svo að það er ekki að furða þó þeim sé illa við hann. A vetuma verða Lappamir oft að vaka yfir hjörðinni. Ganga þeir þá stöðugt hóandi kringum hjörðina og láta hundana gelta. Þorir úlfurinn þá ekki að hjörðinni. Þegar snjór er og skíðafæri, hleypur Lappinn úlfinn uppi. Crlfurinn sekkur i snjóinn og þreytist, en Lappinn rennur áfram á skíðunum, þegar hann kemst i færi, slær hann stafnum i hrygg úlfsins og hryggbrýtur hann. Lapp- arnir segja, að úlfurinn reyni stund- um að bíta í skíðin og fella mann- inn, og ráðist síðan á hann. Þegar úlfurinn kemur með opinn kjaftinn móti Lappanum stingur hann vinstri hendinni niður i k0k hans, sv0 hann geti ekki bitið, og stingur hann sið- an i hjartastað með slíðurhníf sínum. Bangsi heimsækir lika stundum Lappana, og nær sér þá i einn kálf eða svo, en hann er miklu betri en úlfurinn. Hann lætur sér nægja með að ná í kálf of eta sig saddan, en úlfurinn drepur alltaf fjölda. Björn- inn er meinleysis skinn, ef hann er ekki áreittur, en ef Lapparnir fara að reyna til að veiða hann, er hann erfiður viðureignar, því að björninn hefir vit á við mann og styrkleika á við níu, segja þeir. Þegar bangsi verður var við að hann er eltur, fel- ar hann sig á bak við tré og ræðst á manninn, þegar hann kemur að felustaðnum. En Lappinn er kænn eins og björninn. Lapparnir vita að bangsa þykir gott í staupinu og nota sér það. Þeir hella brennivíni í skál og setja hana í námunda við bæli bjarnarins. Bangsi finnur fljótt lykt ina og kemur til þess að svala þorsta sínum, en þá er Lappinn nálægur. Meðan björninn drekkur og á sér einskis ills von, ræðst Lappinn á hann; stundum bíður hann þangað til vínið er farið að verka, því að þá fer bjöminn að skrækja og hring snúast, og er auðvelt að yfirvinna hann. — Frá mörgum slíkum veiði- ferðum kunna Lappamir að segja. Nú nota Lapparnir byssur við veið- arnar og eru margir afbragðs skytt ur. Efíir jólin halda Lapparnir niður til byggða. Þá er haldinn markað- ur. Þangað k0ma kaupmenn úr öll- um áttum til þess að kaupa hrein- dýrakjöt, skinn, l0ðföt og ýmiskon- ar handunna muni smápoka og sleif- ar. A markaðinum skemta þeir sér við danz og drykkju- Þegar mark- aðinum er lokið, fara þeir aftur út í skógana, og setjast nú að i vetr- arkotunum. Konur vinna ýmsa handavinnu, sauma föt og gera við. Þegar Lapp- ar koma í vetrarsetustaðinn slátra þeir nokkmm hreindýrum, salta kjöt ið niður í sleðana og geyma til vors- Ins og þurka það þá, því á vorin slátra þeir ekki. Matur þeirra er heldur fábreyttur. Þeir lifa mest á hreindýrakjöti, mjólk, graut og kaffi. Þeir hafa eina aðal máltíð, á kvöld- in, og er venja að skifta um og hafa kjöt annan daginn, en graut hinn, 0g er alltaf drukkið kaffi á eftir. Kaffi drekka þeir mikið, svart og sykurlaust með dálitlu salti í. — Þótti mér það ekkert sælgæti. A. veturna gera karlarnir við gömlu sleðana og smíða nýja, gæta hjarð- arinnar, bæði til þess að halda henni saman 0g verja fyrir úlfum og bjöm- um. Svo verða þeir að líta eftir að öll dýrin fái fylli sína. Þvi gamlar hreinkýr leggja það t.d. ekki á sig að krafsa, það láta þær þau yngri gera, en síðan koma þær og berja þær frá krafsinu og éta sjálfar úr því. * * * Svíar, sem eru mjög vel menntuð þjóð og áhugasöm í hvívetna, telja það vitaskuld skyldu sína að mennta Lappana, kenna þeim trúarbrögð og önnur fræði. Lapparnir eru tilfinn- ingamenn og taka fljótt á móti ýmsum áhrifum, sem trúarlegs efnis eru. Sérstaklega hefir trúarstefna, sem kennd er við upphafsmann henn ar, prestinn Læstadius, náð mikilli útbreiðslu. Verða þeir stundum svo æstir, að þeir sitja næturnar út við bænalestur og sálmasöng; sitja þeir þá á hækjum sínum róandi og emj- andi og biðja guð um að vera sér syndugum líknsaman. Barnaskóla hafa Lapparnlr; var eg svo heppinn að geta verið við í einni kennslustund. Kennarinn var Lappi og fór kennslan fram í einni “kot- unni” og á sænsku. Skólinn er þrjá mánuði að sumrinu og aðra þrjá að vetrinum, eftir hátíðar. Bömin læra að lesa 0g skrifa sænsku, sögu, mest sögu Lappanna, landafræði, reikning og kristin fræði. En löppsku töluðu börnin alltaf saman sín á milli. — Lappskan er mjög frábrugðin Norð- VISS MERKI PILLS S <■' A * V,J*'*........ *•”***'’-,»»»? 136 Bezta meðalið til þess að losast við bakverk, nýrna- og blöðrusýki, eru Gin Pills. Þær bæta heilsuna á þann hátt að þæ rhreinsa nýrun svo að þau getah reinsað blóðið eins og vera á. Dósin kostar 50c hjá lyfsalanum. urlandamálunum, ekkert skyld, en er skyldust finnsku og öðrum finnsk- ugriskum málum. Eg var einnig sv0 heppinn að geta verið á svokallaðrf Lappamessu. Þessar Lappamessur eru haldnar tvisvar á sufhri, í og við Lappakap- ellurnar, sem byggðar eru fyrir Lapp ana uppi í afskekktustu sveitunum. Þetta er mikill viðburður og allir ferðalangar fara þangað til þess að vera á Lappamessunni. Messan byrj- aði seinni hluta laugardags með greftrun, barnsskírn og bænahaldi. Tveir prestar þjóðkirkjunnar komu til þess að gera öll embættisverkin. Snemma á sunnudagsmorguninn yf- irheyrðu prestarnir Lappana, til þess að vita um kunnáttu þeirra í kristn- um fræðum. Klukkan 12 byrjaði guðsþjónustan, sem stóð til kl. 3, en þá var líka hjónavígsla á eftir messunni. Eftir stundar hvíld byrj- aði trúboðs fyrirlestur í kirkjunni, og á þrem stöðum í skógarjaðrin- um, hafði trúboðum tekist að safna nokkrum Löppum i kringum sig og töluðu þar af mikilli áfergi og með handaslætti, og reyndi þar hver um sig að sannfæra Lappana um að eina leiðin til eilífrar sælu væri að fylgja kenningu þeirra. — En hverju eiga vesalings Lapparnir að trúa, þegar þjóðkirkjuprestar, hvítasunnukirkju- trúboðar, aðventistar og baptistar, 4 I I I j 1 I T I 1 ♦ í "!^HK:3MHEEMWWSir:!WK’^g—Kl Komist hjá— því af húsverkunum, sem mest þreyta og reyna á Léttu af þér þvottadeginum með því að láta oss þvo þvott- inn og straua hann með voru SEMI FINISH SERVICE Vér skulum þvo og straua borðdúka og línlök yðar ágæt- lega og færa þér afganginn af þvottinum mátulega rakan til þess að þú getir strauað hann sjálf. Allt þetta gerum við fyrir að- eins fá cent pundið. Látið oss sækja þvottinn. SEMI FINISH SERVICE 8 CENTS PUNDIÐ MINNST $1-00 NEW METH0D LAUNDRY LTD. 372 BURNELL STREET PHONE 37 222 *THE BEST IN RADI0 Vícíor.Majestíc. General Electric. Silver-Marshall. E.NtE§Binnr ilto. Sarqenf ai Sherbrook LOWEST TERMS IN CANADA - TIMBU KA UPIÐ The Empire Sash & Door Co., Ltd. BlrgSir: Henry Ave. Eaet Phone: 26 35ð Bkrifttofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ANÆGJA.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.