Heimskringla - 21.01.1931, Blaðsíða 6

Heimskringla - 21.01.1931, Blaðsíða 6
9. BLAÐSiÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 21. JANCrAR, 1930- RobinwHood Rdpid Odís Betra Jjví það er “PÖNNU ÞURKAД tooeoðcoeðcoosGoceccocc>>9oeosoðooco9Sccceososccoeco9J< JAPONETTA w> eftir ROBERT W. CHAMBERS. Snúið hefir á íslenzku Davíð Björnsson j Já, það er víst ennþá eitt, sem þér ekki skiljið,” sagði hún reiðilega; “og það er það, að eg stend hér og hringi á dyravörðinn. Hann er írskur og stór og sterkur, og hann er senni- lega nú þegar kominn hálfa leið hingað upp.” “Haldið þér að eg sé innbrotsþjófur?” spurði Edgerton kíminn. “Eg er alls ekki hrædd við yður," sagði hún og hafði fingurinn kyrran á hnappnum. “Hræddar við mig! Nei, auðvitað eruð þer það ekki.” “Nei, eg er það ekki, enda þótt töskurnar yðar sé sennilega pakkaðar fullar af silfurtaui mínu og stássi.” “Hvað þýðir þetta?” “Hvað — hvað hafið þér pakkað niður í töskurnar yðar? Og hvaða erindi eigið þér inn í mín herbergi? Viljið þér gera svo vel og láta töskurnar yðar vera og hverfa svo í burtu hið bráðasta?” Rödd hennar var dálítið titrandi, svo Ed- gerton sagði: “Ó, þér megið ekki verða hræddar, þó að eg sé hér.” “Nú, en ætlið þér ekki að fara?” “Nei, auðvitað fer eg ekki eitt fet. Eg er neyddur til þes sað vera kyr, því hér hlýtur að vera einhver misskilningur á ferð. Og eg held þér ættuð að hlusta á mig og hætta við að hringja, með því líka að dyravörðurinn er ekki heima.” “Svo! Er hann ekki heima?” sagði hún og reyndi að skýla hræðslu sinni. “Eg heyri að hann er að koma upp stigann, sennilega með — með byssu". Edgerton roðnaði. “Þegar eg í næsta skifti sé dyravörðinn,” sagði hann, “þá skal eg áreiðanlega höggva af honum höfuðið.------Þér skulið ekki verða hræddar, eg sagði þetta í spaugi En heyrið þér megið til með að hlusta á mig, vegna þess að eg hefi alvarlegt mál að ræða við yður”. Og Ijálf ringlaður og alvarlegur kastaði hann töskunum frá sér og færði sig nokkur skref nær henni Hún vék aftur á bak upp að veggnum og hræðslan skein úr augum hennar, sem hún lét þó stöðugt hvíla á honum. Edgerton nam staðar. “Eg hefi ekki hina allra minnstu hugmynd um, hver þér eruð,” sagði hann. “En það er eitt, sem eg veit með vissu, og það er að eg er James Edgerton og að þetta er mín íbúð. En hvernig þér hafið komist hér inn, er mér ekki mögulegt að reikna út, nema því aðeins að hinn svikuli dyravörður hafi leigt yður íbúð- ina í þeirri von að eg yrði í burtu annað ár til og fengi því aldrei að vita það” “Þér — þér James Edgerton!” hrópaði hún. “Já, eg kom með skipi hingað seint í gær- kvöldi." “Svo þér eruð James Edgerton — úr fé- laginu Edgerton, Tennant & Co.?” Hann hló. , “Eg var einu sinni James Edgerton, með- limur félagsins Edgerton, Tennant & Co. En er nú aðeins vegfarandi í vindheimum.----- Afsakið — fyrirgefið — en — en hver eruð þér?” “Eg er Diana Tennant.” “Hver?” “Diana Tennant. Hafið þér aldrei heyrt talað um mig og systur mína?” “Eruð þér virkilega bróðurdóttir Henry Tennahts frá San Francisco?” “Já, við erum hérna báðar systurnar, Syl- víetta situr uppi á þaki.” “Uppi á þaki?” “Já, við höfum búið okkur þar til svolítinn garð. En er það áreiðanlegt og víst að þér séuð James Edgerton? Og vissuð þér ekki að við tókum á leigu húsið yðar fyrir nokkra mán- uði?” Hann strauk hendinni um ennið og spurði: “Viljið þér vera svo góðar að leyfa mér að setjast niður augnablik og tala við yður?” “Auðvitað Og þér megið til með að af- saka mig, herra Edgerton.----Eg er viss um að þér getið vel skilið hræðslu mína við að sjá ókunnann mann standa í dyrunum með töskur í höndunum.” Hann liló, og augnabliki síðar vogaði hún líka að senda frá sér örlítið bros, um leið og hún tók sér sæti á einum flauelsstólnum. Þau sátu bæði hljóð og hugsandi nokkra stund. Edgerton tók fyr til máls aftur. “Svo að þér hafið áreiðanlega leigt þessa íbúð af dyraverðinum?” sagði hann. “Eg og systir mín — já En hafði hann ekki fengið leyfi yðar til þess að leigja hana?” spurði hún. “Nei. En það skuluð þér ekki láta fá hið minnsta á yður. Eg skal bæta úr því á einn eður annan hátt. Eg skal-----” “Ó, þetta er óttalegt!” hrópaði hún. “Þér hljótið að hugsa eitthvað slæmt um okkur. En við vorum alveg saklausar af því að meina nokkuð illt. Þetta var hrein og bein tilviljun. Er það ekki undarlegt, herra Edgerton? Syl- víetta og eg gengum götu út götu, fram og aft- ur, og leituðum okkur að hentugri íbúð með hús gögnum, sem við gætum fengið leigða fyrir nokkra mánuði og væri ekki of dýr fyrir okkur. Og svo í fimtugasta og sjötta stræti sáum við að þessi íbúð var auglýst til leigu yfir sumarið, og við spurðum okkur fyrir um hana, og fund- um það út, að við gátum fengið hana fyrir næstum því ekki neitt, og höfðum vitanlega enga hugmynd um hver átti íbúðina.” “Hvaða nafn áttuð þér að setja á ávísun- ina fyrir húsaleigunni?” spurði Edgerton. “Við áttum að borga dyraverðinum,” svar- aði hún. “Ne-ei. Við gengum þannig frá því, að við þyrftum ekkert að borga fyr en við hefð- um ráð á því,” sagði hún. “Það gleður mig,” sagði Edgerton “Eg skal ekki gefa þeim satans svikara eitt einasta cent. En hvað mér sjálfum viðkemur, þá dett- ur mér vitanlega ekki í hug að taka á móti —” “Ó, herra Edgerton!” hrópaði Diana og bandaði frá sér með hendinni. “Eg er nauð- beygð til þess að segja yöur þegar allt eins og er! — Margskonar erviðar kringumstæður okk- ar — en þó hálf hlægilegar”. “Nei, nei, þér þurfið ekki að segja mér neitt, sem yður er ekki geðfellt," sagði Edger- ton. “En eg má til; eg er blátt áfram neydd til þess. Þér skiljið það ekki. Þessi slæmi dyra- vörður hefir klemmt okkur þannig, að það er alveg ómögulegt fyrir okkur að komast í burtu. Eg vildi gjarna fara undireins, en — en eg — get það ekki.” “Nei, og þér þurfið þess heldur ekki, ung- frú Tennant. Eg lofa ykkur að vera. Og eg — eg er að hugsa um, hvernig bezt muni vera að haga því,” sagði hann. “Hvernig getum við krafist af yður —” “Það er ekki að krefjast neins. En eg verð að finna einhvern veg út úr þessu.” “En við viljum alls ekki, að þér þurfið að fara frá heimili yðar okkar vegna,” sagði Di- ana. “Nei, það veit eg. En eg fer samt. Lofið mér aðeins að hugsa málið.” “Já, herra Edgerton. En lofið þér mér fyrst að skýra fyrir yður okkar niðurlægjandi kringumstæður, því eg er hrædd um að þé<r, eftir að hafa heyrt sögu okkar, skammist yðar fyrir okkur,” sagði Diana. “Nei, ungfrú Tennant, það geri eg ekki,” sagði Edgerto'n. “Það kemur að því. — Bara að eg hefði áræði til þess að segja yður allt eins og er í sambandi við okkar tiltektir,” sagði Diana. “Nú, jæja, eg hefi ekkert á móti því að heyra sögu yðar. En þér megið ekki á neinn hátt þvinga yður til frásagnar,” sagði hann. “Eg veit að eg er ekki skyldug til þess. En eg má til. Við erum fátækar. Við höfum eytt næstum öllum okkar peningum og getum því ekki með góðu móti fengið annarsstaðar leigt.” sagði Díana. Edgerton leit undrandi upp og á allt skrgut ið og fínindin, sem voru í kringum hann. Svo leit hann aftur á hina silkiklæddu stúlku, sem sat fyrir framan hann. “Þér getið vitanlega ekki trúað því, sem eg er að segja yður, hélt Diana áfram og roðn- aði. “Og hvernig ættuð þér að geta álitiö okkur fátækar, þegar við búum í svona stórri íbúð og klæðumst svona vel og höfum öll þessi kynstur af kjólum, skrauti og dýrindis munum í kringum okkur. En þó ótrúlegt sé, þá er það nú einmitt ástæðan til þess að við erum fátæk- ar.” “Hún hallaði sér lítið eitt fram í stólnum og roði færðist í kinnar hennar. Augun tindr- uðu og málrómur hennar var dálítið gremjuleg ur þegar hún hélt áfram: “Eftir gjaídþrotið, hafði hvorki eg eða Syl- vietta mikið til að lifa af. Þér vitið, hvernig hvert einasta cent, sem föðurbróðir minn átti, gekk til að------” Hún hætti við að Ijúka við setninguna, þagnaði augnablik og hélt svo áfram: “En — en, herra Edgerton. Þér hafið lík- lega misst allar yðar eigur líka? Eða er ekki svo?” Hann hló. — “Hér um bil allt." “Ó, guð!” hrópaði hún. “Hvað þetta getur allt verið óttalegt — og óréttlátt! Óg ef til vill hafið þér heldur ekki peninga til að borga með húsaleigu. Hafið þér?” ‘Nei, það hefi eg ekki. En eg mun hafa mig fram úr því einhvern veginn,” svaraði Ed- gerton. “Herra Edgerton,” sagði hún fast og ein- arðlega; “það er Sylvietta og eg, sem verðum að fara.” “Nei, svaraði hann hlæjandi. “Þér megið til með að halda áfram sögu yðar, ungfrú Ten- nant; eg er orðinn mjög forvitinn um hana, og hefi mikla samúð með yður.” “Ó, já, eg má eins vel halda áfram með hana,” sagði Di- ana hálf örvingluð. “Hlust- ið þér nú á, herra Edgerton. Við hugsuðum lengi fram og aftur um allt mögulegt, því einhverja leið urðum við að finna til þess að afla okkur peninga. Svo loksins tókum við það ráð að framfylgja einni hugmynd af mörgum, sem Sylvietta kom með. Við söfnuðum því saman öllum þeim peningum, sem við átt- um til, borguðum allar okkar skuldir og lögðum svo af stað með Chaperone — sem er svo fjarskalega indæl og góð. Eg skal segja yður söguna af henni síðar við tæki- færi. Og svo tókum við Argent, köttinn okkar, og lögðum af stað til New York; og við leituð- um og leituðum eftir íbúð, þar til við fundum þessa hér. Og svo — vitið þér hvað við gerð- um?” spurði hún fjörlega. “Nei, það veit eg ekki," sagði Edgerton brosandi. “Nú, við keyptum kjóla, fallega kjóla. Og allt það fallegasta sem við náðum í; það keypt- um við og vorum næstum hálfdauðar af hræðslu meðan við vorum að því. Og svo — auglýstum við —” “Auglýstuð þið?” “Héðan! Getið þér nokkurntíma fyrirgef- ið okkur, herra Edgerton?” “Auðvitað,” sagði hann undrandi. ‘En hvað auglýstuð þið?” “Okkur sjálfar.” ‘Við hvað eigið þér?” “Já, og við höfum fengið svar. En hing- að til hefir enginn komið, sem okkur hefir lík- að. Við auglýstum bæði í dagblöðum, viku- blöðum og mánaðarblöðum.” — Hún spratt upp af stólnum, gekk að legubekknum og tók upp eitt nýkomið dagblað, og eftir að hafa leitað um stund í auglýsingadálkunum, fann hún það sem hún leitaði að og las svo eftirfar- andi auglýsingu: “Tvær ungar stúlkur af góðum ættum, sem eru ræðnar, sönghneigðar, góðir bridge- spilarar og vel að sér í matartilbuningi og æfð- ar í að útflúra og skreyta borð, óska eftir heim- ili, þar sem þær geta fengið að hjálpa til við hússtörfin og taka á móti gestum. Aðeins góð heimili hjá háttstandandi og ríku fólki geta komið til greina. Menn eru beðnir að snúa sér til------” Diana sneri sér að Edgerton, rjóð í and- liti og sagði: “Svo fylgir yðar fulla heimilisfang. Getið þér nokkru sinni fengið yður til að fyrirgefa okkur?” Hans undrunarfulla augnaráð mætti aug- um hennar. “Ó, þetta er ekkert,” mælti hann. “Það er reglulega fallega gert af yður að tala svona,” stamaði hún. ‘Og nú skiljið þér allt saman, eða er ekki svo? Við máttum til með að leggja alla okkar peninga í klæðnað. Og okkur fannst sem lánið væri með okkur, þegar við fundum þessa íbúð, því við vissum að hún mundi geðjast fólki vel, og enginn mundi álíta okkur fátækar, með öll þessi dýru málverk, húsmuni, teppi, silfurstáss og fínu kjóla. Og svo köttinn okkar, sem hlaut að vitna það, að við ættum hér heima”. Rödd hennar skalf ofurlítið, og augun urðu skær og glansandi eins og nýfágaðar stjörnur. Hún reyndi að standa fast á móti þeim tilfinningum, sem ætluðu að buga hana; og henni tókst það líka furðanlega vel. Og eft- ir alla þessa játningu og stríð í huga hennar, lét hún dagblaðið falla niður á gólfið og gekk svo hægt og tignarlega að stólnum. Milli þeirra á gólfinu lá stórt, blátt pers- í neskt teppi. Hann horfði alvarlega niður á j það, og hann var viss um að teppið bar sama lit og augun hennar. En svo fór hann að hugsa um annað alvarlegt mál. Hann þurfti að fá sér aðra íbúð. En hvernig? Hann hafði enga peninga. Hann varð að finna einhver ráð. — Þarna gat hann ekki verið. Hann leit upp, eftir að hafa hugsað málið nokkur augnablik. “Munduð þér og systir yðar álíta það ó- gestrisni af mér, ef eg bæði yður — eg meina — ef eg —” “Eg veit hvað þér eigið við, herra Edger- ton. “Sylvietta og eg förum strax." “Það getið þér ekki. Eða haldið þér, að eg mundi leyfa það? Þér verðið að muna eftir því, að þér hafið auglýst héðan. Það sem eg vildi spyrja um var, hvort þér hefðuð nokkra hugmynd um, hvenær þér búist við að fá þann starfa, sem þér auglýstuð eftir? En vitanlega er yður ómögulegt að segja nokkuð um það. Eg bið yður að fyrirgefa spurninguna. Eg var að hugsa um, hvort eg gæti fengið nokkurt til- boð í þetta —” ‘Herra Edgerton, við getum ekki verið hér. Eg veit að efnahag yðar og ástæðum er þannig varið, að þér getið ekki lofað okkur að vera. Ef eg hefði hugmynd um að þér gætuð lofað okkur að vera hér, þar til að eitthvað raknaði úr fyrir okkur, mundi eg biðja yður þess, vegna þess að þér eruð James Edgerton. En þér get- ið það ekki.” Hún stóð hvatlega á fætur. “Og nú fer eg til Sylviettu að segja henni frá þessu.’ “Ef þér hreyfið yður, þá tek eg þessar tvær handtöskur og fer og kem aldrei aftur.” “Þér eruð mjög eðallyndur, herra Edger- ton. Það hefir Edgerton fjölskyldan alltaf ver- ið, hefi eg heyrt. En við getum ekki tekið á móti —” Edgerton tók fram í fyrir henni hlæjandi: “Eg held að Tennant fjölskyldan hafi aldrei þurft að læra neitt í því efni.” Hann þagnaði og fitlaði við þessa tvo dali, sem hann hafði í vasanum. Svo brosti hann, gekk þvert yfir gólfið og tók upp handtöskurnar sínar. “Þér farið ekki!” mælti hún alvarleg. “Eg verð að fara ungfrú Tennant.” “Það er eitt svefnherbergi til.” Þau stóðu bæði í sömu sporum, án þess að líta hvort á annað. “Viljið þér bíða hér þar til eg kem til baka?” spurði Diana um leið og hún leit upp. “Mig langar til þess að tala nokkur orð við Syl- viettu. — Og mig langar líka til þess að Sylvi- etta sjái yður. Eg er stolt af yður, herra Ed- gerton. Viljið þér bíða?” “Já, eg skal bíða,” svaraði hann brosandi. Svo gekk hún á stað í sínum blómum lagða skrúða, með stráskóna á nettu fótunum sínum og blævæng í hendinni. En Edgerton tók að ganga fram og aftur um gólfið með hendurnar fyrir aftan bakið, á meðan hann reyndi til að hugsa sér einhverja leið fram úr vandræðunum, án þess að þurfa að neyðast til að grípa til þess úrræðis, sem hann ávalt hræddist, þess að fá lánaða peninga hjá einhverjum vini sínum. Þess á milil skaut upp í huga hans öðrum hlýrri myndum, sem tengdar voru við bróður- dætur Henry Tennants, þessar tvær ungu cali- fornisku stúlkur, sem hann hafði svo oft heyrt talað um, en þó aldrei orðið hrifinn af. Það var langt síðan að Tennants ættin hafði gifzt inn í Edgerton ættina — ekki síðan á frumbýl- isárunum, ef hann mundi rétt. En hvað kom honum það eiginlega við nú? Var hann kann- ske að hugsa um að giftast inn í Tennants ætt- ina? Hann hló með sjálfum sér og yppti kæru- leysislega öxlum. Það var nú helzt vit í því með eina tvo dollara í vasanum. Þrátt fyrir það gat hann ekki hrint þeirri hugsun frá sér, að honum bæri að einhverju leyti að líta eftir þeim systrum, og gera eitthvað til þess að hjálpa þeim út úr vandræðunum, sem vafði sig um þær. Og þó hann sæi ekki margar leiðir til þess í bili, þá var hann þrátt fyrir allt vongóð- ur með að geta það. Á meðan hann stóð þarna í sólskininu og virti fyrir sér myndirnar gömlu, útskornu mun- ina og teppin ofin fyrir öldum síðan, með alls- konar útflúri, myndum og rósum hins gamla tíma, fann hann það, að hann gat ekki selt einn einasta hlut af öllum þessum gömlu mun- um, sem hann hafði erft eftir frænda sinn, að minnsta kosti ekki fyr en allar aðrar dyr væru lokaðar. Hann hringlaði stöðugt þessum tveim dollurum í lófa sínum og braut heilann um það, hvort nokkur sala mundi vera fyrir listaverk hans í þeim bæ, þar sem grjótvinna var hærra launuð en skólakennarastaða. Pg á meðan hann stóð þarna og lét hug- ann flögra þannig, frá einu til annars, heyrði hann létt fótatak og skrjáf í silkikjólum. Hann sneri sér*Við og leit til dyranna og mætti aug- um þeirra systra Sylviettu og Diönu Tennant. III. Kapítuli. “Já, er þetta ekki óláanlegt?” sagði Sylví- etta með sinni liljómfögru, skæru rödd og án hinnar allra minnstu feimni, um leið og hún rétti Edgerton hönd sína. “Getið þér hugsað yður, hvað eg varð reið, herra Edgerton, þegar Diana kom til mín upp á þakið og sagði mér að elskulega fallegur ungur maður væri kom- inn, til þess að reka okkur út á götuna!” “Eg sagði það ekki á þenna hátt,” sagði Diana og roðnaði upp í hársrætur.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.