Heimskringla - 18.03.1931, Blaðsíða 3

Heimskringla - 18.03.1931, Blaðsíða 3
WINNIPEG 18. MARS 1931 HEIMSKRINGLA 3 BLAÐSQDA koma, en enginn bauð mér það, svo eg bað þá og ekki heldur. Skildist tnér, að þar byggi fólk, sem ekki kom staðnum við, þ. e. skólanum, eða staðar búinu. Vera má að það hafi verið rangt skilið af mér. En á þessum sama hól mátti sjá nýja °g gamla tímann hlið við hlið að kalla. Gamli torfbærinn húkir þar einmanalegur út i horni, og lætur Mtið á sér bera. öll önnur hús staðarins eru úr steinsteypu mikil °g rammlega ger. Efst á hæðinni austast eru og rústir af gömlum — brunarústir — ef eg hef tekið rétt eftir. Fyrir sunnan nýja skólann eru og rústir af íbúðarhúsi staðarins, sem brann fyrir nokkrum árum — að mig minnir. A norð- austurhluta hæðarinnar stendur nú skólinn — og íþróttahús pilta rétt j á bak við, mikið og rúmgott. Sjálf Mirkjan stendur norðvestan í hæðinnl eða neðan við hana fremur lágt, en blasir við þjóðbraut að norðan. Gripahús og hlaða suðvestur frá skólanum og fjárhús og hlaða syðst I °8' neðst í sömu hæð. býsna spöl frá og sjást ekki að heiman. Allar eru Þessar byggingar úr steinsteypu gerð að nútízku sið, með ný- j tízku þægindi. Er staðurinn hinn feisulegasti, og vandaður mjög. Af öllu þessu tók Marta myndir fyrir ! °kkur báðar. Einnig af kirkjunni j btan og innan. Var mér sagt að j Melgi myndir Hólakirkju væru mjög gamlar — komnar frá kaþólskum sið, Þ- e. altarið og altristaflan. Máske tnisnefni eg þessa kjörgripi fyrir Þekkingarskort á slikum hlutum. svo er, bið eg afsökunar. En svona Mom mér þetta fyrir sjónir: Yfir altarinu er skápur bygður inn i Mirkjustafninn, sem lokaður er, þ.e. skápurinn. Þegar hánn er 'opnaður, sýna báðar hurðir -• þær eru tvær °g lokast í miðju, og skápurinn sjálf- ur hillulaus auðvitað — eina heild hlgidómsmynda, sem komnar eru, að sagt er, eða geymst hafa frá tíð Jóns biskups Arasonar. Til hægri handar er prédikunarstóllinn, en til vinstri, Kristur á krossinum. Af þessu tójc Martha mynd, skápnum opnum og altarinu, ásamt nefndum hlutum til beggja hliða. Uppi yfir er ■ Ijósahjálmur. Sést alt þetta á myndinni. En píláraverk, sem að- skilur kór og kirkju, spillir mjög nefndri mynd; en samt gefur hún sæmilega líking af veruleik þespara gömlu verðmætu — fyrir elli sakir, ef ekki annað — altarismynda. trti i kirkjugarðinum grúskuðum við yf- ir lítt læsu letri á fornum legstein, svo mosagrónu að viða var með öllu ólæsilegt. Þó tókst okkur að ráða fram úr mörgu af því. Snjall- astur í því var Páll, mágur Gunn- laugs kennara. Tók hann sjálfskeið- ing sinn upp úr vasanum, og hreins aði með hnífsoddi mosann upp úr letrinu. En viða hafði tönn tímans — vatns og vinda, þó svo holað steininn, eða steinana, að þrátt fyr- ir þessa hjálp, varð ei komist fram úr grafletrinu. Eg hafði með mér nokkur blóm úr garði þessum, og nú hvíla þau í annari gröf — dáin að vísu, en álíka læsileg og letrið á legsteinunum fornu í Hólakirkju- garði. Gröf þessara fölnuðu blóma er “Vestan um haf”, minjagripurinn sem við Vestur-Islendingar, fyrir örlæti og góðvild Alþingishátíðar- nefndarinnar bárum með okkur heim. Eftir nokkurra klukkutíma dvöl á þessum fornhelga sögustað, tók- um við hesta okkar og riðum heim að Brimnesi. Þangað komum við kl. 9 s.d. Frá þeirri ferð er ekkert sögulegt að segja — nema það, að nú fann eg enn betur, en fyr um daginn, afleiðingarnar af þvi, að Hérna er herbergi sem SJALFT BORGAR LEIGUNA . . . Það var einu sinni sú tíðin að það var ails ekki herbcrgi. Það var eigi annað en auður geimur, undir þekjunnl. Þá kom- umst við að þ*í hve auð- veidlega má nota þess- konar rúm með þvi að klæða það innan með TEN/TEST, og við gerð- um úr þvi skemtiherbergi. frá þekjunni, svo aó þar smaug enginn hiti lengur út. Húsið varð strax hlýrra og notalegra og kolakaup- En Það var eigi fyrr en við gerðum það, að við urðum þess vör að með því að klæða það innan með TEN/TEST höfðum við útbygt öilum kulda in iækkuðu. A ári hevrju er eidlviðar sparnaðurinn drjúg leiga eftir herbergið, og auk þess höfum við notin af herberginu. Við slóum með þessn, tvær flugur i einu höggl. — við fengum auka her- bergi og við spöruðum fast að þriðjungi í eldi- við. Ekki svo illa að verið með TEN/TEST. LeitiS allra upplýsinga og verSlags hjá WESTERN DISTRIBUTOR The T. R. Dunn Lumber Co., Limited WINNIPEG, MAN. FAST HJA ÖLLUM BETRI TIMBI'RSÖLUM I LANDINU TDIR hossast á hestbaki. Eg bar mínar þjáningar með kristilegri þolinmæði og vestur-íslen^kri þögn og þraut- seigju. Rauður var viljugur, svo eg lét hann stökkva, þegar eg gat, og varð svo stundum spöl á undan, en stundum á eftir. Sá þá enginn, þótt eg heyktist af kvölum, og mér var hælt fyrir dugnaðinn. Lét eg mér það nægja. Þetta kvöld ætluðum við að sitja uppi og bíða eftir norðlenzku mið- sumarssólsetri. Mig langaði til að sjá sólina ennþá einu sinni fljóta, hálfa i hafi eins og i ungdæmi mínu. En T?að átti ekki að lánast. Kulda- legur þokubakki steig upp úr haf- inu og kollvarpaði þeirri ánægju. Hey-annir. Þann 16. júlí, sem reyndist all- góður þurkdagur, voru allir á Brim- nesi við töðuþurk, að okkur Mörtu meðtöldum. Ekki gekk eg samt heil til verks, var eftir mig eftir ferðalagið daginn áður. Lét eg þó ekki á því bera, því nú átti eg von á meira ferðalagi af sama tæi og vildi sizt af því verða. Þegar við komum heim kvöldið fyrir, tók eg mér góðan göngutúr, og trúi þvi að hann hafi varðveitt mig frá harðsperru. En, illa þoldi eg að sitja þenna dag, enda litill tími til þess. Alt laust hey, þ. e. taða, var rifjað nokkrum sinnum og sumt sætað. Næsta dag, þ. e. þann 17. júli, var haldið- áfram sama verki, nema hvað nú var hirt. Þenna dag var ágætur þerrir, mikið hlýrra og logn mikinn hluta dags, en kólnaði þó svo mjög við kvöldið, að eg spáði frosti. Að þeim spádómi mínum hlóu allir. Þó reyndist hann sannur, eins og síðar kom fram. Þenan dag var alt laust hey hirt, nema sætin, sem sætuð voru daginn áður. Að vinnu voru hér 11 manns fullorðn- ir. Það voru húsbændurnir Gunn- laugur og Sigurlaug, foreldrar Gunn laugs og Sigurður faðir Sigurlaug- ar, Páll mágur Gunnlaugs, vinnu- maður, þ. e. ársmaður, vinnukona, kaupakona og við Marta. Taðan var bundin og sáturnar fluttar á tví- hjólaðri kerru, tvær eða þrjár í senn, sem einn hestur gekk fyrir. Vinnusparnaður nokkur hefði verið að því að losna við bindinguna. Sig- urður tók á móti, Páll fór á milli, stúlkur rökuðu og söxuðu eftir á- stæðum. Vinnu- eða kaupakonan setti upp sáturnar og vinnumaður- inn batt, og hrykki hann ekki til hjálpaði Gunnlaugur. Vinnan var gleðiefni — var og verður heil- brigðu fólki, andlega og líkamlega. Enda fátt ánægjulegra en að vinna — eg meina, engin vinna ánægjulegri þegar eins er ástatt og hér War. Fólkið gott, mátulega glaðvært og kappsamt. Mér þykir innilega vænt um myndina, sem eg sá af Brim- nesfólkinu, þar sem það stendur í túninu, hver með sitt verkfæri, hrífu eða hvað annað, sem einkendi starf hvers um sig þann dag. Til að fyrirbyggja allan mlsskilning viðvíkjandi vinnubrögðum mínum, skal það tekið fram ,að eg tók dag inn seint, fór seint á fætur, og vann engin afrek — fékk bara að vera með. Þessir tveir vinnudagar voru mér gleðidagar. Frh. Marteinn Friðrik Sveinsson Hann lézt að heimili sínu í Elfros, Sask., miðvikudaginn 14. janúai- s. 1., 41 árs að aldri. Banameinið var innvortis meinsemd og hafði hann þjáðst allmikið. Marteinn var fæddur að Mountain N. D. 22. október 1889. Foreldrar hans voru lijónin Sveinn Guðbjartur Friðriksson og Henrietta Vilhelm- ina Marteinsdóttir Claessen. fi Er faðir hans dáinn fyrir mörgum ár- um, en móðir hans hafði heimili hjá Marteini og dó þar síðastliðið vor, er hún var að búa sig í ferð til Islands. Henrietta bjó að Mountain nokk- ur ár, eftir að hún misti manninn, var þar með Martein og annan yngri dreng, er hét Carl. Þá flutti hún til Canada. Þargiftist hún Guð- laugi heitnum Magnússyni, alkunn- um fræðimanni i Nýja Islandi. Þau bjuggu að Dagverðarnesi í Arnes- bygð og síðar að Gimli, og þar dó Guðlaugur. Þegar Marteinn var tveggja ára gamall varð hann fyrir slysi, sem orsakaði það, að annar fóturinn var styttri eftir það. Var það augljóst, að hann gat ekki gengið að al- gengri bændavinnu. Þegar fullorð- insárin fóru að nálgast, sneri hann sér þvi að handverki við sitt hæfi. Fór han ntil Winipeng og lærði ak- tygjasmíði. Reyndist hann góður verkmaður. Var það atvinna hans þangað til síðustu árin, að hann tók að selja lífsábyrgðir. Hepnaðist honum það starf einkar vel. Ávann sér lof yfirmanna sinna og traust og virðingu almennings. Hinn 16. marz 1912 gekk hann að eiga Margréti Hólmfríði Hallgríms dóttur Hallson, frá Sauðárkróki í Skagafirði á Islandl. Þau áttu heima í Winnipeg þangað til 1915, að þau fluttu til Elfros. Var þar heimili þeirra síðan. Þau eignuðust 7 börn og eru 4 á lifi: Guðrún Ja- kobína; Marteinn Guðlaugur Karl; Henry Stefán, og Marino Grettir, öll heima. Heimilislífið var hið ynd- islegasta. Hjónin voru svo vel sam- an valin, að tæpast getur betra. Marteinn hafði hið mesta yndi af að hlynna að heimili sínu, varði til þess tómstundum sínum eftir því sem kraftar voru til. Líklega hefir áfellið í æsku orsak- að það, að heilsan var aldrei mjög sterk. Mest bar þó á vanheilsu sið- ustu árin tvö. - A þeim tíma gekk hann undir tvo uppskurði, annan fyrir tveimur árum, hinn fyrir ári síðan. I desembermánuði síðastliðn- um gerði hann á ný tilraun til að leita lækna i Winnipeg, en alt varð það árangurslaust. Siðustu þrjá mánuðina lá hann rúmfastur. Með KAUPIÐ ÞAÐ FYRIR SÉRSTÖK HÁTfDLEG TÆKIFÆRI — GESTUH YÐAR MUN GEÐJAST BRAGDID SÉRSTAK LECA — ÞAD ER SVO FRÁBRUGÐIÐ HVERSDAGS- LEGU TEGUNDUM. Blue Ribbon Limited köflum leið hann allmikið, ekki sízt undir það síðasta. Marteinn hafði til að bera bæði elju og hagsýni. Hann sá vel um fólk sitt. Hafði oft mikinn kostn- að, en stóð straum af öllu, sem hon- um bar, með sóma, enda naut hann ávalt að fulu trausti þeirra, er hann varð samferða & lífsleiðinni. Svo lengi sem kraftarnir entust var hann starfandi. Jafnvel síðastliðið sumar vann hann af alefli að lífsábyrgðar- starfinu. Hann lá ekki á liði sínu. Sannarlega fór Marteinn ekki var- hluta af erfiðelikum lífsins, en hann tók á móti þeim með einstöku jafn- aðargeði. Það var einkar bjart yfir æfi hans. páir hittu hann víst öðru- vísi en með glöðu sinni. Hann tók á mótl dauðanum með sömu rósemi og öðru. Hann lét ekkert ógert, sem unt var, til að fá heilsubót, en þegar þess var ekki kostur, tók hann þvi óumflýjanlega með dásamlegri still- ingu. Hann talaði um kveðjustundina án kviða og hafðl jafnvel spaugsyrði á vörum, og þó var alvaran djúp í sál hans. Mánudaginn áður en hann lézt, kvaddi hann barnahópinn sinn og á- minti þau fagurlega um að geyma helgustu óðul lífsins og vera móður sinni til aðstoðar og ánægju í hví- vetna. Elskaðri konu sinni fól hann börnin, sem hún þurfti að lifa fyrir. Sál hans mat mjög hið fagra. Hann hafði mikið yndi af blómum, og hann hafði nautn af skáldskap. Sjálfur færði hann stundum hugsanir sínar og tilfinningar í stef. Meðal annars samdi hann kvæði til að lýsa þakk- læti sínu til konunnar sinnar. Alla sína tíð var hann fylgjandi lúterskri kristni, studdi alt kirkju- legt, og leitaðist ávalt við að lifa sefti kristinn maður. Sá, sem þetta ritar, var með hon- um á sumum sérstökum alvörustund um. Hann bæði fermdi hann og gifti. Það varð þá einnig hlutverk hans að vera viðstaddur síðustu kveðju- stundina. Hann var jarðsunginn af séra Rúnólfi Marteinssyni sunnudaginn 18. jan. Húskveðja var flutt á ís- lenzku á heimilinu, en útfararguðs- þjónusta á ensku í samkomusal bæj- arins. Var þar fjölmenni mikið sam- an komið og mikil almenn hlut- tekning. Frímúrarar, sem hann til- heyrði, voru þar viðstaddir sem fé- lag, gengu í fylldngu út að graf- reitnum og fluttu þar kveðjuathöfn að loknum hinum venjulegu greftr- unarsiðum kirkjunnar. Það er mikill söknuður að Mar- teini, en hann vann æfidagsverk sitt fallega ,og þess vegna unaðs- legt að minnast hans, enda er gott að muna eftir því, að Aldrei er svo svart yfir sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú. R. M. • • * Marteinn Sveinsson látinn. Fellir auga fagurt tár, fölnar gleðistundin. Bólgna hjartans svöðusár, sviður blóðug undin. • • • Eg leit inn á verkstæðið vinar mins, þar sem viðmótið hlýja og handtakið var. Autt er nú sætið og alt er nú hljótt, eins og um koldimma skammdegis- nótt. Hóflyndur var hann, en hugglaður þó, hugrekki bar hann í lifs ólgusjó. Vinhollur, dulur, en aldrei um of, almenningá hlaut hann því verðskuld- að lof. Göfuglynt hjarta í brjósti hann bar, búhöldur góður og sveitarstoð vár, ástríkur, trúfastur, tryggur og hreinn, tálsnöru aldrei hann lagði á neinn. Margir hans sakna, er mist hafa vörn, mannúðlynd kona og ástfólgin börn, því húsfaðir var hann svo hollur og trúr, í hvívetna reyndist þeim skjöldur og múr. Hann var sem gróðursett grenittré eitt, sem greinarnar réttir um skóglendið breitt, og kjarnskóginn verndar mót kulda og snjó, svo kvistirnir smávöxnu þroskast i ró. En hvílík skelfing greip skógblómin öll, þá skall yfir þruma, svo drundu við fjöU, og eldin sló niður ágætan meið, er öxin að stofninum skrúðgræna reið. Vinur hins látna, B. J. $60 ALLOWANCE ON YOUR t OLD RADIO OP PhONOGPAPH PeQðrdless of its age.make or con - diticn as part payment on a Victor Conibination Home Recordino Radio- Electrola 5397^ 2 years ío pay the balance. Phone 22-685. Open till fl ÓNaAÓctÍLtd. Saheerhnrtoo',kt THE BEST IN RADIO Lowest Terms in Canada þér sem notiff TIMBUR KA UPIÐ A The Empire Sash & Door Co, Ltd. BirgSlr: Henry Ave. Eaet Phone: 26 356 Bkrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ANÆGJA.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.