Heimskringla - 18.03.1931, Blaðsíða 7

Heimskringla - 18.03.1931, Blaðsíða 7
WINNIPEG 18. MARS 1931 HEIMSKRINGLA 7 BLAÐSIÐA I Erum vér kristnir? Herra ritstjóri! Eg þakka þér fyrir tilraun þina að leiðrétta það ranga, á hvaða sviði sem er, og velja og rita svo sjón- deildarhringur okkar lesenda verði viðari eftir en áður. En oft finst naér það ekki metið sem skyldi. Hér eru nokkrar hugleiðingar mín- ar, ef þér þykja þær, eða eitthvað af þeim, þess verðar að prenta 1 blað- inu. Þó það sé ekkert nýtt, þá finst mér, að fleiri en gera það, ættu að láta skoðanir sínar i ljós um þau efni, sem reynslu hafa fengið, og góðan vilja til að breyta eftir þvi, sem við köllum “sannleikur og réttlæti”. Mér hefir fundist það jafnvel ómögulegt fyrir einstaklinginn. Og ætla eg að segja litillega mína reynslu með það, og hver mér hefir fundist vera orsökin. Og þykir mér nú sárt að hafa ekki hæfileika eða æfingu til að skrifa, og verð eg að biðja lesend- ur að taka viljann fyrir verkið, þvi að eg hefi aldrei lært réttritun i ís- lenzku og litið í ensku. Einnig að lesa þessar línur til enda, þó það geti ekki i fyrstu samlagast skoðun- um yðar, og með eins góðan vilja til bótar, eins og það er skrifað, og líka, ef eg fer með rangt, að leiðrétta það með sem heztum rökum, og er * þá tilgangi minum að miklu náð; það eykur von mina um batnandi sam- komulag í mannfélaginu. Þú talar um, ritstjóri góður, að það taki meira en mannlegar taugar, það þurfi kaðla til þess að hlusta á miður vel farið með sönglistina. En eg segi fyrir mig, að það tekur kað- altaugar í sterkara lagi, að hlusta á og vita til, hvað fólk er yfirleitt þröngsýnt, og það fólk, sem maður veit að er gott og hefir góða greind til að bera og vel mentað að mörgu leyti. Og sérstaklega finnur maður «1 þess í kringum sig, og sér að það er að hafa áhrif á framtíð barria og unglinga í óæskilega átt. Mér var kent að segja satt og gera rétt, þegar eg var ungur; og eg sá og heyrði að fullorðna fólkið gat ekki breytt eftir þessu nærri því altaf. Hætti mér þá stundum við að tapa eða veikjast í trú og trausti á sann- leik og réttlæti. Líka hefi eg komist í þá afstöðu að verða útundan fyrir mig og mína með því að segja satt. • • • Er það rétt eftir nútíðar framför- um, að fólk lifi við skort, hvað þá örbirgð? Eg svara því hiklaust neit- andi . Og mín skoðun er, að orsökin sé rangt mannfélags fyrirkomulag. Og á þvi berum vér fullorðnir meiri og minni ábyrgð. Og jafnvel finst, eftir því sem vér erum betur af efna- lega, ábyrgðin meiri. Því i flestum eða öllum tilfellum getur sá ríkari beitt sér meir fyrir hverju sem er. Eg komst að þeirri niðurstöðu fyrir að minsta kosti 9 árum, að það fyrirkomulag, sem við lifum eft- ir, væri i ósamræmi við kenningar Jesú Krists, og við vitum að sé rétt- ast. Og eg held þvi fram, þar til % mér verður sýnt fram á það gagn- stæða. Frá þvi að eg var hugsunarlítill drengur, hefir mig langað að geta eitthvað gert til þess að bæta úr þvi raunalega fyrirkomulagi, sem við lifum eftir í samfélagi hverjir við aðra. Mér finst það væri réttara að kalla það “samkeppni” hverjir við aðra. Ein ástæðan fyrir því, að eg reyni að skrifa um þetta, er sú, að mér finst að fólk yfirleitt þurfi að íhuga betur hvers vegna við, sem höfum unnið frá því við vorum börn og vinnum enn, eftir þvi sem við höf- um fengið vit og orku frá náttúr- unnar hendi, og eftir ástæðum, skul um ekki geta lifað sæmilegra lífi. Sérstaklega er við vinnum að þvi að framleiða ýmislegt af þvi, sem fólk þarfnast mest. Hvers vegna getum við ekki veitt bömum okkar sæmilegt fæði, klæði og húsnæði, hvað þá að mentast, .þó hæfileikar séu til þess? Hvers vegna megum við ekki hafa hæfilegan tíma til hvíldar? Og ef vér tökum tíma til að hvíla okkur og lesa, förum við að sjá hversu strit okkar er mis- brúkað í heiminum, og sjáum að við framleiðum nóg til þess, sem við mundum kalla, að lifa í alls- nægtum. Og sjá að það er saman- tvinnað auðvald hér og í Bandaríkj- unum og jafnvel víðar, sem við er- um þrælar fyrir, og jafnvel að gera börnin okkar að þrælum þess líka. Og sjá og vita að það er ennþá verra víða annarsstaðar i heimin- verandi fyrirkomulagi; en rpikið mætti laga, finst mér, ef við leituð- umst við hver og einn að hafa fé- lagsskap, sem allir gætu verið í og rætt vandamál sín. Og mikið finst mér lífið yrði kærleiksríkara, ef vér gerðum oss betri grein fyrir því að vér höfum siðferðislega öll jafn- an rétt í lífinu, ef vér vinnum að þvi eftir viti og orku, og ætti að vera Iagalega. Hugsum okkur, hvað mikil van- ræksla það er á réttlætinu, að vér gerum ekki hver og einn það sem við getum, til þess að gera fyrir- komulagið eins rétt og vér vitum bezt. Og sjaldan finn eg meir til þess en um jólin, að viti Jesús Kristur, hvað misjöfn eru kjör mannanna, hve hryggur hann hljóti að vera; og er það ein ástæðan fyrir því, að eg hefi ekki enn getað verið glað- ur um jólin, eða að jafnaði; og sér- staklega er mér finst svo lítill á- hugi á að laga það hjá fólki yfir- leitt. Það kann að þykja svartsýni af mér, slíkur hugsunarháttur eða skrif, en vart finst mér það meiri svart- sýni en að hugsa að fólk geti aldrei búið við jöfn kjör, að svo miklu leyti sem fólk getur að gert, eða að minsta kosti jafnari mikið en nú er. Og ósamboðið hverri manneskju er vill kallast kristin. Líka finst mér það væri affarasælla fyrir mann félagið í heild sinni. Og illa skil eg kenningar Jesú Krists, ef hann ætl- ast ekki til þess af okkur, og meira en tími kominn til þess eftir nærri tvö þúsund ár. Og þeir sem ætlast til að breytt sé eftir kenningum1 hans, ættu ekki að .^vera á móti því að koma samræmi á fyrirkomulagið, og mér finst óverulegt, ósamboðið kenningum hans; of lítið traust á sjálfum sér og öðrum; og eg vona að eg þurfi ekki að hafa svo lítið Veróníka. Talbot varð nauðugur, viljugur að fara niður þrepin og kalla á Ralph. Hann vonaði, að Ralph myndi ekki heyra til sin, en hann hafði góða heyrn. Hann leit upp og kom til þeirra. Veroníka, sem stóð i steinhliðinu í hvarfi frá mönnunum, sá að hann var rólegur og alvarleg- ur. Ralph kom upp þrepin og stað- nwmdigt fyrir framan jarlinn. Hann leit í augu jarlsins, sem voru hvöss og reiðiþrungin. Þægileg leið til Islands Takið yður far heim með eimslílp- um Canadian Pacific félágsins. þá verðið þér samferða mörg- um Islendingum. Þér mun- uð njóta ánægjulegrar ferðar, góðrar þjónust. Agætra máltiða, og allra þæginda er hið volduga flutninga félag hefir til að bjóða. Skrifið eftir upplýsingum um far- bréfaverð til Evrópu er Innifelur allan kostnað. Gerið fyrirspurnir til umboðs- nianna á staðnum eða til W. C. CASEY, Gen. Pass. Agent, C.P.R. Kldg., Winnipeg, Phones 25 815, 25 816. CANADIAN PACIFIC STEAMSHIPS um. Það er raunalegt og vægast sagt ókristilegt. Og þvi hvíldin stundum verri en engin, og ekki furða þó maður eldist og verði gráhærður fyr- ir tímann. Og mikið verð eg hryggur í huga fyrir lengri tíma, er eg minnist á það við vini mína að þetta þurfi ekki að vera svona, ef bara fólk taki sig fram um að vilja laga það, að minsta kosti reyna að lesa og fræðast um það frá fleirum en sínu eigin sjón- armiði; go svarið verður eitthvað á þessa leið: Ertu ennþá að hugsa um þetta? Þetta verður svona að vera. Það verður aldrei hægt að gera við því, að sumir verði ekki fátækir o. s. frv. Eg hýst varla við því, undir nú- “Nú, herra minn”, sagði jarlinn alvarlegur og hvellróma, “það lítur út fyrir, að yður hafi þóknast að vera ósvífinn!” Ralph leit ekki undan og virti Talbot ekki viðlits. Hann ^tóð fyrir aftan stól jarlsins og horfði á Ralph með drembilegum reiðisvip. sem lýsti hatri. "Hver segir það, lávarður minn?” spurði Ralph. “Talbot” gvaraði jarl- inn. “Mér þykir það leiðinlegt, lávarð- ur minn,” sagði Ralph og var róleg- ur. “Eg er hræddur um, að Talbot hafi skjátlast. Eg hefi bara einu sinni verið ósvífinn. Það var þegar eg var drengur. Eg held, að það hafi verið barsmíðin, sem eg fékk þá, sem kom mér til að hætta þvi. Eg giska á, að Talbot hafi álitið mig vera veiðiþjóf, og það er auðvitað nóg til þess, að gera hverjum sem vera skal gramt í geði.” “Ha, Talbot? Hveð segir þú?” spurði jarlinn. Talbot reyndi að brosa. “Ef til vill gefur það næga skýringu. Að minsta kosti tek eg afsökun mannsins gilda, Sir.” Þegar Talbot nefndi afsökun, leit Ralph upp og í augu hans. Hann brosti og leit svo aftur til jarlsins. “Er það svo að skilja, að eg eigi fara?” spurði hann. Jarlinn hikaði eitt augnablik. "Ha? Það veit hamingjan, að þér ættuð að fara yðar veg. En — þér megið vera. Notið þér tímann til þess, að temja yður kurteigi i fram- göngu. Hvað eruð þér með í körf- unni?” “Silung, lávarður minn,” svaraði Ralph. Hann gekk með körfuna að stólnum, opnaði hana og sýndi jarl- DUSTLESS COAL and COKE CHEMICALLY TREATED IN OUR OWN YARD Phone 87308 D. D. WOOD & SONS LIMITED. WARMING WINNIPEG HOMES SINCE “82” THREE LINES að Nafnspj öld traust til mannfélagsins, að það mundi ekki reyna meira en það hef- ir gert til að laga það, ef það leit- ar sér meiri og skýrari upplýsinga í þá átt. Svo eru margir, sem hafa sýnt fram á það með góðum rökum, sem við getum fengið áreiðanlegar sögur og rit eftir, svo sem H. G. Wells, Henry George, Upton Sinclair, og margir fleiri. Mig hefir tekið það sárt síðan ár- ið 1919, að eg fékk að, vita, að um það leyti hefði fimti hver partur af öllu, sem við bændur framleiðum i Vestur-Canada, færi í vasa auðfélag- anna. Mér finst þó nágranni minn væri afkastaminni en eg, vildi eg 'heldur jafna við hann; já, þó hann væri latari. Að minsta kosti mundum við flest vilja heldur, að það gengi til þeirra er yrðu fyrir óhöppum, uppskeru- bresti eða skemdum o. s. frv. • • • « Hvérsu oft sér maður ekki og heyrir, 'að persónulegt gildi manns- ins er metið eftir buddu eða fjár- hagslegum efnum eða kringumstæð- um. Hvað segir Kristur um það? Hver hugsandi maður eða kona er svo blind, að sjá ekki að eins gróði er annars tap. Til dæmis er það hagur fyrir bændur í Manitoba, að bændur í Saskatchewan fái litla uppskeru. Jafnvel er það hagur fyrir mig að nágranni minn fái litla upp- skeru; eg gæti betur ráðið við hann í efnalegri kepni, og jafnvel andleg- um efnum. Hvað haldið þið að Kristur mundi segja um það? “Leit- ið, þá munuð þér finna”. Lesið "Smiður er eg nefndur” (They Call Me Carpenter), “War on Poverty”, “Crime of Poverty”, "Paul’s School of Statemanship”, “Histojy of Cana- dian Wealth” og margt fleira. Palli frá Kirkjubæ. inum. Hans hágöfgi laut áfram og leit fyrst ofan í körfuna, ■ en svo á hið laglega, veðurbitna andlit Ralphs. “Þetta er fallegur fiskur. En eg hefi veitt fallegri —” Hann and- varpaði, og augun, sem hvíldu 4 andliti Ralphs, urðu döpur. Það var depurð ellinnar, sem minnist liðinna æskudaga. “Þeir væru fallegri, ef stíflugarðin- um væri haldið betur við,” sagði Ralph blátt áfram. “Ha, hvað? Hvað er að stífl- garðinum?” gpurði jarlinn. “Hann er gamall og hér um bil gagnlaus í svona veðri. Það þarf að hlaða hann upp að nýju,” svar- aði Ralph. Jarlinn virtist hlusta eftir mál- rómnum. “Hlaða hann upp! Segið Burchett, að hann eigi að láta gera það. Ætlið þér að koma með fleiri I uppástungur?” sagði hann. Rödd- in var fremur þurleg, en lýsti þó hvorki biturð né fyrirlitningu. “Viðvíkjandi veiðinni, lávarður minn? Já, já, illgresið ætti að hreinsa burt ur litlu tjörninni. Eins er með skóginn. Það væri gott að fella trén á milli skógarins okkar og Saintbury’s-skógarins. Fuglarnir yrðu þá okkar megin.” Hann talaði með viðeigandi virð- ingu, en mjög djarfmannlega, og með þerri rósemi, sem vakið hafði undrun Veroníku og espað sj.olt hennar. Jarlinn glápti á hann, og hló svo lítið eitt. Það veit heilög hamingjan, að þessi náungi hefir á réttu að standa. Farið nú inn i I húsið og spyrjið um Veroníku —” “Leyfið mér að fara,” tautaði Talbot, en jarlinn gaf því engan gaum. “Og segið henni að skrifa um- boðsmanninum mínum bréf /með yður. Þér getið farið með það og gefið honum gkýringar.” "En Burchett — hann er ráðs- maðurinn, lávarður minn,” sajgði Ralph. Svipur jarlsins varð ein- kennilegur. “Kurteisi yðar, maður minn, þarfn- ast viðgerðar, ekki síður en veiði- garðurinn minn. Farið og gerið eins og yður er sagt. Farið inn þarna!” * Ralph tók ofan og skundaði inn í forsalinn. tburðurinn og skraut- ið greip alla eftirtekt hans fangna, Dr. M. B. Halldorson , 401 Boyd Bldg:- ðkrlfstofuaiml: 23674 Stundar sérstaklcgra lungnasjúk- dóma. Hr aT5 flnna á skrifstofu kl 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Helmlli: 46 Alloway Ave. Talsfml i 33158 DR A. BLONDAL 601 Meðical Arts Bld*. Talsími: 22 2*6 Stundar sérstaklega kvensjúkdðma og barnasjúkdóma. — Atl hitta: kl. 10—12 ■« h. og S—5 e. h Heimlll: »06 Victor St. Simi 28 130 DR B. H. OLSON 210-220 Medlcal Arfa Uhlsr. Cor. Oraham and Kennedy 8t. Phone; 21 834 VitJtaletími: 11—12 og 1_6.30 Heimili: 921 Sherburn St. WINNIPEG, MAN. Dr. J. Stefansson 21« MRDICAL ARTS BLDG. Horni Kennedy og Graham Stnndar flnirftunu autfnn- eyma nef- og kverka-njdkdAma Er a« hltta frá kl. 11—12 f. h 02 kl. 3—6 e h Talalmi: 21834 Heimili: 688 McMillan Ave. 42691 Talnfmi t 28 889 DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR «14 Someraet Rloek Portagre Avenue WINRIIPEG DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. 8. O. SIMPSON, N.D., D.O., D.O. Chronic Diseasea Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. MOORE’S TAXI LTD. Cor. Donald and Graham. r.O Centa Taxl Frá einum staí til annars hvar sem er í bænum; 6 manns fyrir sama og einn. Allir farþegar á- byrgstir, allir hílar hitabir. Simi 23 896 (8 llnnr) Kistur, töskur o ghúsBagna- flutningur. Brynjólfur . Þorláksson Sími: 86 762 670 Victor St. Stillir PIANOS og ORGEL svo að hann tók ekki þegar í stað eftir Veroniku, sem horfði á hann í djúpri undrun. Hún hafði ekki beðið eftir því, að heyra niðurlag samtalsing. Ralph brá litið eitt. Hann tók ofan húfuna og gekk ti! Veroníku með skilaboð jarlsins. Veroníka brá litum. Hún settist við skrifborð, skrifaði bréfið og rétti honum það þegjandi. Hann hafði horft á hana á meðan með jafn- mikilli athygli og forsalinn fyrst. Þegar hann tók við bréfinu, virtist hann vera dálítið utan við sig og leit kringum sig. “Get eg komist þessa leið út í eldhúsið?” gpurði hann. Hún benti honum á dyr elnar, en tafði hann þó með masinu, þvi hún sagði ekki eitt einasta orð. Hann þakkaði henni leiðbeiningna og var kominn á fremsta hlunn að fara, þegar hún benti honum að vera kyrrum. “Hvers vegna ætlið þér þangað?” spurði hún. “Eg ætla með þessa silunga,”’ Framhald á 8. síffu G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. LögfrctSingur 702 Confederation Life Bldg Talsími 24 587 WALTER J. LINDAL BJÖRN STEFÁNSSON Islenxkir lögfrttOingar 709 MINING EXCHANGB Bldg Simi: 24 963 356 Main St. Hafa einnig skrifstofur ati Lund&r, Piney, Gimli, og Riverton, M&n. Telephone: 21613 J. Christopherson, Islenskur LögfrceSingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitoba A. S. BARDAL selur likkistur og ann&st um útf&r- ir. Allur útbúnaöur sá bextl Knnfremur eelur hann allskonar minnisvarCa og legstelna. 843 SHERBROOKE ST. Phone: 86 607 WINNIPKG Björevin Guðmundson A. r. c. M. Teacber of Musíc, Compositkm, Theory, Counterpoint, Orchet tration, Piano, etc. 555 Arlington 8L SIMI 71621 MARGARET DALMAN TKACHRR OF PIANO 8M BANNING ST. PHONE: 26 420 100 herbergl meí e&a án baSa SEYMOUR HOTEL vertJ sanngjarnt Sfml 28 411 C. G. HUTCHISON, eltfandl Market and King 8t., Winnlpec —:— Man. MESSUR OG FUNDIR f kirkju Sambandssafnafor Messur : — á hvtrjum tunnudegt kl. 7. *.h. Sofnaðarnefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld i hverjuM mánuBi. Hj&lparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld i hverjunt mánuBi. KvenjílagiO: Fundir annan þriBju dag hvers mánaBar, kl. 8 aB kveldinu. Söngflokkuri**: Æfing&r á hterju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn:— A hverjum sunnudegl, kl. 11 f. h.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.