Heimskringla - 18.03.1931, Blaðsíða 4

Heimskringla - 18.03.1931, Blaðsíða 4
4 BLAÐSJÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 18. MAHS 1931 StofnuO 1886) Kemur iít á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS. LTD. 853 og 8S5 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86537 ______ VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyriríram. AUar borganir sendist THE iHKING PRESS LTD. Ráðsmaður. TH. PETUKSSON Utanáskrift til blaðsirs: Manager THE VIKING PRESS LTD:, 853 Saraent Ave.. W-nnivea Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til rKstjórans: EDITOR HEIVSKRINGLA 853 Sargent A Winnipeg. "HeimskrlRgla'’ is published by ».nd printed by The Viking Press Ltd. 853~855 S'vrgent Avenue. Winnlpeg, Man. Telephone: 89 994 WINNIPEG 18. MARS 1931 FIMM ÁRA VERKEFNI RÚSSLANDS. Um nkkur ár, eftir að ráðstjórnin á Rússlandi tók við völdum, var landið sem lokuð bók fyrir umheiminum. Fréttir bárust þaðan ekki nema að meira eða minna leyti brjálaðar. Dagblöðin fluttu þær bæði slitrótt og svo útleiknar, að heildarútsýn yfir ástand landsins var ó- hugsandi að geta öðlast. Og verkamanna blöðin, sem ekki voru dagblöðunum neitt fréttavísari, prédikuðu bara trú á Rúss- land og athafnir hinnar nýju ráðstjóm- ar. Með þetta fyrir augum, er því ekki að furða, þó á öfgakendum hugmyndum hafi stundum borið hjá mönnum, sem blöðin auðvitað lesa sér til fréttafróð- leiks, viðvíkjandi Rússlandi. Og eins er því varið með fréttir af því, sem Rússland hefir nú tekið sér fyr- ir hendur síðustu árin. FTá hinu svo- nefnda fimm ára verkefni hennar hefir sama sem ekkert verið sagt. En með því að það getur ekki skoðast einskis vert, skal hér að nokkru á það minst. Hugmyndin, sem fyrir ráðstjórninni á Rússlandi vakir með þessu fimm ára verkefni, er í stuttu máli það, að koma landinu sem fyrst í tölu hinna meiri iðn- aðarlanda heimsins. Og með það í huga hefir hún ráðið í sína þjónustu tvö þús- und verkfræðinga frá Bandaríkjunum. Ráðstjórnarríkið (Soviet Russia), er að stærð hér um bil einn sjötti af öllu þurlendi í heiminum. Og íbúatalan er um 160 miljónir. Með tiliti til framfara stóð Rússland. og gerir að vísu enn, mjög að baki öðrum menningarlöndum, eins og kunnugt er. En til þess að reyna að lyfta því upp í tölu þeirra, ætlar nú ráðstjórn- in að verja á fimm ára tímabili fé, er nemur hvorki meira né minna en 32 bilj- ónum dala. Á framkvæmdum í þessa átt byrjaði ráðstjórnin 1928. En til þess að skilja þetta áform hennar til hlítar, verða menn að hafa glögga hugmynd um, hvernig landinu er nú stjórnað. í raun og veru er nú ekkert ‘Rússland’ til í stjórnarfaríflegum skilningi. Hið mikla landflæmi, sem að stærð er um 8 miljónir fermílna, og yfir nærri helm- ing Evrópu nær og einn þriðja af Asíu, gengur nú undir nafninu Union of Soci- alist Soviet Russia, og er vanalegast skammstafað U. S. S. R. Því er stjórn- að af verkalýðsstétt. Einn af hundraði af þjóðinni, eða 1,600,000 ráða eða fara með völdin. Og þessi einn hundraðasti hluti er auðvitað kommúnistaflokkurinn. Aðeins verkamenn og bændur hafa at- kvæðisrétt. í öllum aðal stjórnarstöðun- um eru kommúnistar. Og land- og sjó- herinn er algerlega undir flokksstjóm þeirra. Kommúnistai-nir komu til valda árið 1917, þegar keisaraveldið hrundi. Þegar þeir tóku við völdum, skiftu þeir rúss- neska veldinu í sex aðalhluta, eða lýð- fylki. Er þeim stjórnað hverju fyrir sig af “soviets” eða nefndum, sem kosnar eru af sýslu-fulltrúanefndum (County Committees). En þessir sýslufulltrúar eru kosnir af sveita-, þorpa- og bæja- nefndum, sem atkvæðisbærir íbúar kjósa. En yfir lýðfylkjunum er svo samþingaráð (Union Congress of Soviets) með tvö eða þrjú þúsund fulltrúa. Þetta ráð kemur saman annaðhvert ár, og svarar til lög- gjafarþinga annara landa. Það kýs úr sínum hópi 400 manna framkvæmdarráð. En svo kýs þetta framkvæmdarráð aftur —tuttugu og eins manns yfirráð (presi- dium). Og það eru hinir eiginlegu stjórn- endur ríkisins. Joseph Stalin- núverandi alræðismað- ur (dictator) Rússlands, er ritari fram- kvæmdarráðsins og einn af fulltrúum yf- irráðsins. í yfirráðinu á hann sæti sök- um þess að hann er foringi kommúnista- flokksins. Af því sem þegar hefir verið sagt, er það ljóst að stjómarstarfiö er í eins mörgum liðum á Rússlandi og hvar ann- arsstaðar sem er og eiginlega mjög hið sama, nema hvað kosningaréttinn áhrær- ir. Það er ekki einungis, að færri hafa kosningarétt á Rússlandi en annarsstað- ar, heldur hafa bæja- og sveita-einstak- lingar ekkert að segja beinh'nis, er’ til kosninga kemur um aðallöggjafarmál þjóðarinnar. Þetta 'er stjórnskipulagið, sem verið hefir á Rússlandi síðastliðin 13 ár. Á þeim tíma hefir kommúnistaflokkurinn setið við völd. Stefna hans er þjóðeign jarða og náttúruauðæfa, stjórn allrar fram- leiðslu og verzlunar. Samkvæmt komm- únista skipulaginu má einstaklingurinn ekki eiga jarðir né neitt sem auður getur heitið. Hann má ekki reyna að komast yfir auð sjálfur. Þegnarnir eru annað- hvort vinnulýður stjórngrinnar eða styrk þegar hennar. Rússland er eina landið, sem í stórum stíl og um alllangan tíma hefir reynt kommúnista fyrirkomulagið. Jafnaðarmenn og kommúnistar stefna stjórnarfarslega eflaust að mestu leyti að sama marki. En þá greinir á um að- ferðirnar til þess að ná því. Jafnaðar- menn leitast við að ná því með atkvæð- um aiþýðu, en kommúnistar með bylt- ingu. Kommúnistarnir mega því heita, eins og einhver hefir um þá sagt, “óþol- inmóðir” jafnaðarmenn. Faðir nútíma kommúnismans var Þjóðverjinn Karl Marx, eins og kunnugt er — dáinn 1883. Og að byltingunni lok- inni á Rússlandi 1917, reyndu þeir Lenin og Trotzky að koma hugmyndum Karl Marx í framkvæmd. Hin nýja stjórn þeirra tók í sínar hendur allar verk- smiðjur, námur og járnbrautir, og lokuðu öllum verziunarhúsum og bönkum. Auðvitað var þessari miklu gerbreyt- ingu ekki með ljúfu geði tekið af þjóð- inni, enda fylgdi henni fjögra ára innan lands ófriður. Stjórninni reyndist ofvax- ið að halda uppi iðnaðar- og jámbraut- arrekstrinum. Bændurnir neituðu að yrkja jarðirnar. Og árið 1921 varð hall- æri svo mikið’ í landinu, að mannfellir varð þar ægilegur. Um þrjár miljónir mana dóu af hungri og harðrétti. Rússland var að þrotum komið. Lenin kannaðist við að tilraun sín hefði mis- hepnast. Hann gerði því samning við eignamennina, er margir voru að vísu úr landi farnir. -um að hefja aftur sér- eignarviðskiftarekstur. En Trotzky sner- ist allbiturt á móti þessu. En enda þótt Lenin dæi 1924, var stefnu hans haldið áfram. Um leið og Trotzky eftirmaður hans lét á sér skilja, að vikið hefði verið frá kommúnistastefnunni með þessari aðferð Lenins, var hann útlægur ger. Og þjóðin var að nokkru búin að koma fyrir sig fótunum 1927, er Stalin tók við af Trotzky. En enda þótt Stalin viðurkendi fyllilega stefnu Lenins, sá hann að eitthvað varð að breyta til, ef heita ætti að landinu væri stjórnað eftir kommúnista fyrir- komulaginu. Og það sem honum varð fyrst ljóst í því efni, var að stjórn sín kunni ekki að stjórna og að hún yrði að læra, hvernig reka ætti viðskifti lands ins, af auðvaldsstjórnunum, áður en hún gæti nokkuð gert. Og það fyrsta, sem hann gerir í þessa átt, , er að vingast við hinar svonefndu auðvaldsþjóðir og viðskiftahölda þeirra, einkum Bandaríkjanna. Að því búnu skipar hann nefnd sérfræðinga, til þess að athuga hvernig hægt sé á fimm ár- um, að hefja landið bæði í iðnaði og öðr- um framfaragreinum, að jöfnu við það sem eigi sér stað í öðrum menningar- löndum, en þó á grundvelli kommúnista- stefnunnar. Nefndin leggur fram álit sitt og árið 1928 er viðreisnarstarfið byrjað. En það er í þessu fólgið: Árið 1933 ætlar Rússland að vera búið að auka stál-, olíu- og kolaframleiðsluna um helming. málmnámið til þriðjunga, og véla- og verkfæraframleiðslu að ein- um fjórða. En alt til verksmiðjanna, er þetta á að gera með, verður að sækja til útlanda. Og einnig verkfræðingana til að koma þeim upp. En nú fær Rússland hvergi lán erlendis. Verður allur þessi kostnaður því að borgast með útfluttri vöru, korni málmi og við. Þjóðin á allar jarðir í Rússlandi. Og til j >ess að vinna þær á sem hagkvæmastan hátt, og koma skriði á framleiðsluna, hafa verið sameinaðar í eina, margar jarðir. Síðastliðinn október unnu sex miljónir fjölskyldna á samlagsbúum. — Sumar jarðirnar í þessum samlagsbúum hafa þó bændur leigðar, því þeir geta leigt jarðir með vissum skilyrðum. En auk þessara samsteypubúa, rekur stjórn- in sjálf búnað á 3000 jörðum. Með upp- skeruna af þessum jörðum að bakhjalli, og öðrum auðsuppsprettum landsins. hugsar stjórnin sér nú að standa straum af kostnaðinum, sem þessu fimm ára verkefni hennar er samfara. Og í hverju eru nú framkvæmdirnar fólgnar í þessari iðnaðarviðreisn, sgm stjórnin hefir á prjónunum? Við ána Dniper í XJkraníu, er verið að gera orku- ver, sem er eitt hið stærsta í heimi, og miklu stærra en Muscle Shoals virkjunin fræga í Bandaríkjunum. Umsjón þessa verks er í höndum bandarísks manns, Col. H. L. Cooper að nafni. Hefir hann séð um gerð sumra stærstu orkukvía í Bandaríkjunum. Um 17,000 manns eru þarna að verki með honum, sem að verk- fræðingunum undanskildum, eru allir rússneskir. Munu brátt iðnaðarbæir þjóta upp umhverfis verið. Er einn þeirra. og sá fyrsti nú að- rísa upp, og er eftir kom- múnista hugmynduip um fyrirkomulag bæjasniðinn. Ver þettá er ætlasttil að gefi næga orku á 70,000 ftermílna svæði, sem með öðrum orðum er eins stórt og sex Ný-Englandsríkin í Bandaríkjunum til samans. Ein miljón íbúar eru þarna sem stendur, en um 1933 er mælt, að um 8 miljónir manna geti auðveldlega notfært. sér orkuna frá þessu feikilega veri. Verk- ið á því kvað nú vera hálfnað. Annað fyrírtæki er bílaverkstæði í sýn- ingarbænum gamla Nýja Novgorod. Er undirstaða þess 2000 fet á lengd, og verð- ur líklega eitthvert stærsta verksjæði þeirrar tegundar, þegar fullgert er. Er um bæ þenna talað sem “Detroit hina rússnesku”. “Fyrsta bílnum, sem sam- an hefir verið settur í Rússlandi, var hrundið út úr því nýlega. Það var Ford- bíll, enda héfir Ford mótorfélagið lagt efnið til þessarar byggingar og bíla- stykkin verið flutt frá því félagi til Rúss- lands. í Úralhéraðinu er málmnám mikið, og þar er eitt stærsta stál- og járnverkstæði után Bandaríkjanna að rjsa upp. í þorpi, er Cheliabinsk nefnist, er einn- ig verið að koma upp dráttarvélaverk- stæði, sem talið er með stærstu verkstæð um þeirrar tegundar, sem til eru. í Azbest í Síberíu, er verið að vinna að gríðar mikilli asbestos framleiðslu. Þetta eru nú helztu fyrirtækin„ sem farið hefir verið af stað með, samkvæmt þessu fimm ára áformi Rússlands. Auð- vitað eru mörg fleiri á ferðinni. Umsjón þessara verka hafa bandarískir verkfræðingar algerlega með höndum. Rússneska verkfræðinga skortir bæði þekkignu og sérstaklega æfingu í að hafa slík stórvirki með höndum. Og hvað eina, sem af vélum eða efni skortir til þess, að koma þessum fyrirtækjum af stað, er mest flutt inn í landið frá stærstu iðn- stofnunum Bandaríkjanna, svo sem Gen- eral Electric félaginu, Ford Mótorfélaginu, Newport Shipbuilding and Drydock félag- inu, The Radio Corporation of America o. s. frv. Að vísu eru þarna einnig að verki um 1000 verkfræðingar frá ýmsum löndum Evrópu. Eru það Svíar, Þjóðverjar ítalir, Norður-Slavar o. fl. En stjórnendur verksins eru Bandaríkjamenn. Vinna þeir sumpart fyrir félögin. sem þeir eru frá í Bandaríkjunum, en ‘mmpart eru þeir bein línis verkamenn ráðstjórnarinnar. Um stjórnmálin er þeim alveg sama. Það skiftir þá engu, hvort Marx's, Lenin’s, Trotzky’s eða Stalin’s stefna er ofan á, eða hvort rússneska flaggið er rautt, blátt eða grænt. Þeir eru ráðnir til að koma óheyrilega miklu verki af, á næst- um óhugsanlega stuttum tíma. Og útlitið er að það ætli að takast. Auðslindir Rússlands má heita að hafi verið óbeizlaðar ti] þessa. Á dögum keis- arans sæla voru ekki fleiri verksmiðjur í öllu landinu, en í ríkinu Pennsylvanía í Bandaríkjunum. Frá keisaratímunum tók ráðstjórnin við einu stærsta járnbrautarkerfi í heimi í því herfilegasta ástandi, sem hægt var að hugsa sér. Það var um 60-000 mílur af brautum illbrúkanlegum; 17,000 katl- ar útslitnir mjög, og svo fylgdu því auð- vitað ein miljón járnbrautarþjónar og ekkert handa þeim að gera, sem heitið gat. Til þess að koma þessu í lag, fékk ráðstjórnin enn um 150 manns frá Banda i ríkjunum. Og með 900 miljón dala fjár- i framlagi ætlar ráðstjórnin ser I að ári liðnu að vera búin að ráða bætur á samgöngunum. Umsjónarmaður þessa verks er Charles A. Gill, áður stjórnandi Baltimore og Ohio járnbrautar- félagsins. Eitt af því, sem gerir stjórn- inni kleift að ráðast í þessi stór virki, er fórnfýsi eða lítilþægni verkalýðsins, hvort sem þú vilt heldur kalla það. Kaup er af- ar lágt í Rússlandi. Handsverks maður fær þar 42 dali á mán- uði í kaup, en við vanaleg verkamannastörf er kaupið 32 dalir á mánuði. Og þar sem nærri alt hveiti, kjöt, egg og smjör, er flutt út úr landinu, er fæði bæði knapt, lélegt og dýrt. Pund af ekkert of góðu smjöri í Moskva kostar nú $1.50 til $2.00. Og pund af seigri nautasteik kostar $L50. En hávaðinn af fólkinu lifir ekki á þessu, heldur svörtu brauði, sem er það eina, sem nóg er til af, fiski og garðmat. Og þar sem framleiðslan og viðskiftin eru í hönduiii ráð- stjórnarinnar og ekkert er futlt inn í andið nema búnaðaráhöld er fatnaður afar dýr og skór því i sem næst ókaupandi. En þrátt fyrir þetta leysir nú verkamað- urinn af hendi meira verk og með meiri ánægju en hann gerði 1913. Hvernig stendur á þessu? 1 fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þangað. einnig blásið honum þeirrl skoðun í brjóst, að það sé um að gera að trúa innilegar og heitt á “málefnið”. Þeir leiða honum það jafnt og þétt fyrir sjónir, að hann vinni ekki fyrir sjálfan sig og fjölskyldu sína. heldur til velferðar þjóðinni f heild sinni. Um Þennan tilgang sinn hafði verkamanninn aldrei áður svo mikið sem dreymt. Sá leyndardómur liggur í því að verkamanninum finst nú líf sitt tryggara en áður- eða á keisaratímunum. Kaupið er lágt — það er satt. En hafi hann ekki vinnti, er hann styrktur úr vátryggingarsjóði atvinnulausra manna. Atvinnuleysi er að vísu sama sem ekkert í Rússlandi sem stendur. En það hafði fram að 1928 ekki átt sér stað. Verði verkamaðurinn veikur, er hann læknaður honum að kostnaðar- lausu. Þegar konan hans elur barn, er hún flutt á sjúkrahús stjórnarinnar og þar er eftir henni litið, honum einnig að kostnaðarlausu. Og þegar hann eldist og rerður ófær til vinnu. fær hann ellistyrk, nægan fyr- ir sig að framfleyta lífinu á. Öll þessi hlunnindi eru alt að því talin að svara til 10 dala á mánuði; og að því meðtöldu er það eins hátt kaup og hann hafði 1913. Hann er ekki betra vanur en þessu. Svart brauð til morgun- mið- degis- og kvöldverðar, kann að vera heldur einfalt mataræði í augum ameríska mannsins. En því má ekki gleyma, að verka- maðurinn rússneski, konan hans og börnin, hafa ekki átt öðru að venjast. Það mætti í tugum þúsunda benda á rúss- nesk börn, sem aldrei hafa séðj brjóstsykur. Og hávaðinn af ungum stúlkum eða kvenþjóð- inni, hefir aldrei komið í silki- sokka. Alþýðan hefir ekki einu sinni lifað þægilegu lífi, sem við mundum kalla, og því síð- ur í óhófi. Eggin og svínakjöt- ið er sent út úr landinu. En þess er ekki saknað vegna þess að alþýðán hefir aldrei á því lifað. Verkamaðurínn telur sig það sælli nú en áður, að hann á von á að geta fengið svarta brauðið sitt reglulega — tvö pund á dag, eins lengi og hann vinnur. Og verkaníanninum finst ráð- stjórnin hafa gert meira fyrír sig. Hún hefir gefið honum j frelsi í mörgum skilningi. Hún hefir gefið honum aftur upp áhalds drykkinn hans, votka, sem zarinn svifti hann. Og hún hefir breytt giftingarlög- ifflum og hjónskilnaðarlögunum að skapi hans. Leikmenn mega gifta hann og gefa honum skilnað- formálalaust að öðru leiti en því, að hann sjái fyrir börnunum. Kommunista foringarnir hafa Þetta ástand rússneskrar al- þýðu, er hér að ofan er lýst, er ef til vill aðal-ástæðan fyrir því, að ráðstjórnin gat látið sér í hug koma, að hefjast handa á þessu fimm ára verk- efni sínu. Með því er í svo mikið lagt, að það hefði að líkindum orðið margfalt auð- ugri þjóð en rússnesku þjóð- inni um megn að framkvæma það undir öðrum menningar- ástæðum. En jafnvel þó verk- efnið virðist að þessu frádregmx ekki fýsilegt fjárhagslega er sem stendur ekki útlit fyrir annað en að það ætli a& hepn- ast. En hvað er nú um kommun- ismann í sambandi við þetta alt saman? Er hann að sigra, eða er hann að tapa? Hjá mörgum býr nokkur efi í huga um það. Það er að vísu satt, að jarðirnar og viðskiftin og; framleiðslan er í höndum stjórnarinnar. En iðnaðar framfarirnar, sem undirstaða hefir nú verið lögð að í land- inu, og sem þjóðin skoðar vel- ferð sína og framtíðar vonir hvíla á, verða ef til vill ekkf síður þakkaðar auðvalds stefn- unni, en kommunista stefnunni. Hefir ekki hin fordæmda auð- valdsstefna í raun og veru hafið Rússlond upp úr ógöngun- um? Sú» spurning hlýtur að gera vart við sig hjá rússnesku þjóðinni. Hvernig hún svar- ar henni, sker tíminn úr. Hitt dylst ekki, að breyting- einhver er í aðsigi á hag rúss- nesku þjóðarinnar. Rússneskf verkamaðurinn verður ekki á- valt ánægður með núverandí ástand sitt. En hvaða stefnu tekur þjóðlífið þá? Einnig úr því verður tíminn að skera.. En alt vekur þetta þá hugsun, hvort gátan um samlíf manna í þjóðfélagslegum skilningi, sé ekki enn óráðin, og hvort að það sem við eftir beztu vitund höldum í dag að sé takmark siðmenningarinnar, verði ekki skoðað fánýti á morgun? Litið á þroskaferil mannsins, er ekkert tíðara en það, að sumt af því sem ein kynslóð talar um sem ódauðlegar eða eilífar hugsjónir, t./ d. spá- manna sinna, skálda eða presta sé litið á, af eftirfarandi kyn- slóð, sem hverja aðra og ofur- einfalda barnaóra.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.