Heimskringla - 18.03.1931, Blaðsíða 6

Heimskringla - 18.03.1931, Blaðsíða 6
• BJLADSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 18. MARS 1931 JAPONETTA eftir ROBERT W. CHAMBERS. Snúið hefir á íslenzku Davíð Björnsson “Er það ekki nóg?’’ t “Er það, Díana?’’ “Það er nóg með tilliti til píanóspils,” sagði hún óþolinmóðlega. “Hefir þú nokkru sinni séð eða heyrt þann snilling, sem ekki hefir verið sparkað í? Og hvað þér við kemur ur, þá ert þú svikari. Þú sagðist vilja dansa við mig. Nú vil eg það ekki sjálf, þó að þú bæðir mig þess.” . Edgerton leit brosandi upp í laglega and- litið hennar og hætti við að spila. “Hvað kærir þú þig annars í raun og veru um mig?” spurði hann. “Eg vildi óska að þú vildir segja mér það, Díana.” “Hreinskilnislega eða í gamni?” “Hreinskilnislega.” “Án yfirskyns, meinar þú?” “Svo einlæglega sem þér er hægt.” “Nú, eg kæri mig talsvert mikið um Þig-" “Þú sagðir það altof einlæglega,” sagði Edgerton og hló. “Það sem eg ætla mér að segja, það segi eg — — var Christine Rivett hrífandi við borðið?” “Hún var skemtileg.” “Aðeins það og ekkert meira?’’ “Nú, jæja, líkar þér það betur, ef eg segi þér að hún hafi verið hrífa'ndi?” “Það er alt annað mál og nær sanni. “Já, er það ekki, og eg hefi nú þegar til-'* kynt henni, að eg ætli að gerast lukkuveiðari. Hún stendur til að erfa mjög mikið fé.” “Eg efa það ekki,” svaraði Díana stilli- lega. “Og það mun líka vera ein ástæðan til þess, að faðir hennar bauð okkur hingað.” Díana sagði þetta án þess að hið minsta bros léki um varir hennar. Og eftir að hann hafði tvívegis litið til hennar spurnaraugum, sagði hann. “ Þetta er vitanlega aðeins gaman hjá þér?” “Ó-já> það má vel vera að það sé aðeins gaman. Ung og falleg stúlka.---------Eg ætla mér ekki að dansa við þig, svo þú þarft ekki að vera að reyna að leggja andlit þitt í bleyti. Þú ert svikari o geg vil ekki dansa við þig. Díana sneri sér á hæl og gekk hægt og tignarlega í fasið á Curmew hersi, sem óðara byrjaði að snúa upp á yfirskeggið og toga í skyrtuermarnar sínar. En honum til mik- illar gremju beygði hún til hliðar við hann og mætti þá Jack Rivett, og á næsta augnabliki svifu þau út á gólfið í hægum vals. Það nötuðu margir fleiri þetta fagra dans- lag. Edgerton gekk til frú Rivett og fór að segja henni ýmsar sögur og æfintýri frá liðn- um árum í New York. Og hún hló og var hin skemtilegasta í viðræðum. Eftir dálitla stund kom dóttir hennar til þeirra, svo að Edgerton bauð henni upp í dans. Þau dönsuðu þó ekki lengi, því Edgerton var ek*i rétt vel lipur í þeirri fótament. Þau gengu út í garðinn. Það var ekki fyr en um miðnæturleytið að fólkið fór að tínast burtu og bjóða hvert öðru góða nótt. Edgerton og Christine voru þá orðnir sæmilega góðir vinir, og þegar þau skildu, tóku þau hjartanlega höndum saman fyrir allra augum. Díana, sem gekk út við hlið systur sinn- ar, kastaði kveðju til Edgertons kæruleysis- lega. En Sylvíetta talaði við hann nokkur orð án þess að sleppa armi systur sinnar, svo bauð hún honum góða nótt með handabandi. Síðan hurfu þær út úr stofunni. « En áður en hann var háttaður, var bréfi laumað undir hurðina á herberginu hans. Hann tók það upp, opnaði það og las. Bréfið innihélt aðeins þrjú orð: “Góða — nótt, Jim!” Höndina kannaðist hann vel við. VI. Kapítuli. Gestir komu og gestir fóru frá Adriutha. En hinn upprunalegi hópur var kyr. Flest af því fólki, sem kom og fór, var flest af því tæi, sem Edgerton langaði einna minst til að hitta og kynnast, — fólk sem var virt og metið fyrir peninga sína meira en fyrir nokkuð annað. Að Adriutha komu margir rithöfundar og listamenn, sem dvöldu þar aðeins yfir helgar og fóru þaðan aftur á mánudögum. saddir og uppfyltir af glæsilegum vonum af árangri þeim, er sambúðin við Mammon lét þeim góð- fúslega í té. Edgerton var ætíð fús til þess að taka á móti öllum þessum misjöfnu mönnum í bezta skapi og með óþreytandi jafnaðargeði. Að vera trúr yfir öllu því, sem honum var á hendur falið, var honum meðfæddur eigin- leiki, og það ásamt ýmsu fleiru gerði hann vinsælan og aðlaðandi. Og það var margt, sem bjó í Edgerton, sem enn hafði ekki fengið tækifæri til að njóta sín, og sem hann skýldi «099ossoooeoososos6ðð9osooo90ooooð9fiðssosooeo6ððoosoc Robin II Hood Rdpiá Odts Betra því það er PÖNNU ÞURKAÐ stundum undir hinni léttýðgu framkomu sinni og tali. Hina fyrstu daga á Adriutha skemti hann sér allvel, vegna þess að þar bar svo marga nýbreytni fyrir augu og eyru fyrst í stað. En eftir því sem lengra leið frá, fór hann að kunna ver við sig, og honu^, fór að leiðast. Þrátt fyrir það kom honum aldrei í hug að svíkja húsbónda sinn eða frændur, með því að víkja á braut, heldur réði hann það af að leita að einhverju hjá þessu fólki, sem vekti hjá honum einhvern áhuga og dreifði leiðind- unum, — einhverju, sem gæti gert honum ver- una þar meira aðlaðandi og skemtilegri. Eftir hið fyrsta stormasama kvöld í júní, kom heiður og fagur og sólríkur sumarmorg- un, sem opnáði augunum víðsýnið og sýndi þeim fegurðina, sem alstaðar blasti við frá þessu vel setna ríka heimili. Skógar, hæðir- láglendi, vötn og aðrar spegluðust í árdags- ljóma sólarinnar, sem sendi geisla sína yfir döggvott blómgresið, er vaggaðist undur hægt og hljótt fyrir andþýðum blænum. Adriutha Lodge stóð þarna eins og gnæfandi klettur mitt í þessu geislaskrúði og fegurð. Gróðrar- hús, vermireitir, búpeningshús, geymsluhús, blöður, lystihús og vöruhús, ásamt sjálfu skrauthýsinu, sem búið var í—myndaði eins- konar afskekt þorp, sem umkringt var af nátt úrunnar fegurstu litbriðum og myndum. Bílar brunuðu fram og aftur um brautimar, og mótorbátarnir klufu öldurnar á vatnsmiklu fljóti, og heyrðust vélaskellirnir í þeim heím að Adriutha Lodge. Edgerton reið við hliðina á Díönu út á engið. ( Alt í einu kom hann auga á mann einn sem fylti þau bæði hinum megnasta viðbjóði og andstygð. Hann rótaðist þar og reif upp jörðina. eins og naut í flagi, stórskorinn og mikilúðlegur, skítugur og grettur, ruddalegur og ránslegur, eins og villidýr í frumskógum Afríku. Þau stöðvuðu bæði hesta sína um stund og horfðu á þessar aðfarir mannsins, sem fyltu Edgerton með einhverjum óljósum viðbjóði. Díana og Edgerton höfðu riðið dá- lítinn spöl á undan hinu fólkinu og töluðu sín á milli um heima og geima. En vegna þess að þau námu staðar þarna um stund drógust þau afturúr, svo að Sylvietta, Jack, Christine og Ourmew hersir, voru nú komin á undan þeim. Af einhverri óskiljanlegri inn hvöt, fékk Ed- gerton alt í einu viðbjóð á öllu, sem tilheyrði Mr. Rivett, á augum hans, þjónustufólki og fyrirtækjum hans. Og hann gat ekki hrundið þessu úr huga sér. “Jim!” sagði Díana. “Finst þér það ekki ljótt að hugsa og tala á þessa leið?” “Hvers vegna? Mér er borgað fyrir að vinna hér og starfa,” svaraði hann. En hann sá þó og fann, að hún hafði rétt fyrir sér, og það varð því aðeins til þess að erta hann. “Og þar auki gefur hann þér húsaskjól,” sagði Díana rólega. “Þínar hugmyndir um sumt fólk, virðast stundum vera hálf smásmugulegar,’’ sagði hann. “Eg vil ekki berja á þá hönd, sem gefur mér að borða” svaraði Díana. “Ja, hamingjan góða! Á maður þá ekki að hafa leyfi til að segja sína eigin mein- ingu?” “Jú, undir lás og loku.” “Gott og vel,” sagði hann og roðnaði. “Eg hélt aðeins að eg mætti vera ærlegur gagnvart þér — og mér sjálfum.” “Stöndum við virkilega á þeim grund- velil gagnvart hvort öðru?” spurði hún stilli- lega. “Það hélt eg — að minsta kosti í svo nánu sambandi, að eg get beðið sjálfan mig leyfis um að fá leiðbeiningar hjá þér.” “Díana sneri sér við í söðlinum. “Sjálfan þig leyfis?" endurtók hún. — “Meinar þú að þú sért að niðurlægja þig til þess?” “Eg meina það sem eg segi,” svaraði hann stuttur í spuna og ennþá móðgaðri yfir þessari ofanígjöf. Kinnar hennar urðu litverpar af reiði og hún beit sig í varirnar, og það var engu líkara en það kostaði hana mikla áreynslu að halda sér í skefjum. Litld Xðar leit hún til hans blíðlega og brosandi, um leið og hún sagði stillilega: “Nei, þú meinar ekki það, sem þú ert að segja, Jim. Ef þú gerðir það, þá birtist þú mér oft í röngu Ijósi, og það veit eg að þú vilt ekki gera.” “Eg er að verða leiður og þreyttur á þessu öllu saman,” svaraði Edgerton þrálát- lega. “Það sagði eg þér líka fyrir löngu síðan,” sagði Díana. “Nú. og þá er eg eftir því — því — — Það er ekki misskilið stolt. Og eg læt mig það ekki svo miklu skifta hvað fólk hugsar um mig. Ef eg hefði löngun til þess að vera veitingaþjónn á kaffihúsi á Broadway, þá mundi þeirra meining og athugasemdir ekki bera hinn minsta árangur. — Eg er orðinn þreyttur á flestu af fólkinu hér — — hvað það hugsar og aðhefst alla tíð. Það er ekki umhverfið eða náttúran, sem hrindir mér frá sér, heldur fólkið, aðbúðin. starfið — mér leið- ist það alt, Díana.” “Eg hugsa að þú sért einn ig orðinn dálítið leiður á mér,” sagði Díana brosandi. Hann leit til hennar vand- ræðalega og með iðrunar- svip, yfir að hafa sagt svona mikið. “Díana!” sagði hann hvat lega. “Eg er asni En veiztu hvað? Það er enginn í öll- um heiminum annar en þú, sem eg mundi hafa sagt það, sem eg hefi tal- að við þig — hvort sem þú helduf kallar það uppgerð eða uppfylling.” “Þú meinar víst líka að þér standi nokk- urn veginn á sama hvað eg hugsa um þig?’ sagði Díana. Hann hugsaði sig um augnablik. “Nei, það meina eg vitanlega ekki, að mér standi á sama um það.” “Þú munt bráðlega geta komið til með það.” , “Nei, það mun aldrei verða, því það er langt frá því að mér sé eða verði sama um það. Það sem eg meinti, er sannast bezt að segja það, að eg — eg segi alt við þig — að eg hefi ánægju af því að leggja fyrir fætur þína vanmátt minn.” “Með öðrum orðum, að eg á að finna mig í öllu frá þinni hlið. Það er eg nú ekki svo viss um, vinur minn.” ^ Edgerton leit forvitnislega til hennar. “Eg hugsa að þú rnunir finna þig í mikl- um hluta af sjálfum mér — að minsta kosti vona eg að þér þyki ofurlítið vænt um mig, því eg byggi talsvert á því.” Hún horfði fast í augu hans í þetta sinn án þess að brosa. “Mínar tilfinningar gagnvart þér vega milli tveggja gagnstæðra afla,” sagði Díana. “Milli tveggja gagnstæðra afla?” endur- tók hann. “Já, það hygg eg. Það þarf ekki nema eitt lítið atriði til að staðfesta álit mitt á þér.” Með vaxandi undrun rétti hann sig í hnakknum og hestarnir brokkuðu hægt og sígandi áfram og nálguðust skóginn.- “Eg hélt ekki að' þú hefðir nokkra sér- staka meiningu um mig, hvorki í einu eða öðru tilliti,” sagði Edgerton léttilega. “Það hefi eg heldur ekki — ennþá.” “En heldur þú ekki að þú komir þó ein- hverntíma til með það?” spurðixhann hlæj- andi. “Nei, það geri eg sennilega ekki heldur” Aftur varð nokkur þögn; en svo sagði hann: “Hvað var það. sem þú sagðir áðan? Að þínar tilfinningar gagnvart mér vægju á milli tveggja gagnstæðra afla?” “Já, það var það sem eg sagði.” “Hvernig afla?” “Milli vináttu og hins gagnstæða. Eg á- lít-----eg er víst farin að beygja út á ein- hverjar öfgaleiðir.” “Viltu ekki segja mér, hvað þú meintir með þessu, sem þú sagðir áðan, Japonetta? Meintir þú hatur?" “Það er ekki alveg útilokað.” “Og hitt?” “Hið mótsetta við hatrið.' Er það heldur ekki útilokað?!’ “Meinar þú ást?” spurði hún kuldalega. “Já, ást til dæmis.” “Ó, það er hyggilegra fyrir þig að spyrja sjálfan þig um, hvort nokkrir möguleikar muni vera til þess, að eg fari að heiðra þig á I þann veg.” “Ó, þá er vitanlega hafcur það eina, sem vofir yfir mér.” “Áreiðanlega það eina, kæri frændi.” “Á endanum það eina, eða þá alls ekki neitt. Alveg sama, hvort eg er vinsamlegur og góður, þá mun það eina — ef til vill lítils- háttar vinsemd, vera laun mín; og ef eg ekki er éins og eg á að vera, þá hatur. Er það ekki rétt útskýring?" “Ertu ekki ánægður með það?” spurði Díana í því hún leit til hans fögru, skæru aug- unum sínum. Edgerton svaraði engu. Og þó hafði hann verið ánægður með sjálfum sér, þegar hann hitti hana í fyrsta sinn og vinátta þeirra byrjaði, og hún var líka ennþá ung og töfrandi fyrir hugskots- sjónum hans. og myndin af henni, eins og hann sá hana í fyrsta ljósi sínu, stóð ennþá glögg og óafmáanleg í huga hans. En síðan, og alls ekki fyrir löngu, hafði annað alvarlegra mál komið þar inn á milli. Efi og áhyggjur um framtíðarmöguleika hans og hugsunin um það að hann gat ekki unnið fyrir sér á heiðarlegan hátt. Hann var eigna- laus og út úr því lífi, sem hann áður hafði helgað sér og stundað. Hann sat nú hljóður og hugsandi í söðli sínum og hesturinn lötr- aði hægt áfram líka hugsandi. Díana hóf held ur ekki samræðurnar að nýju, heldur setti sporana í síður klárnum, sem undireins tók viðbragð og þaut á stað fram veginn. Þá var sem Edgerton vaknaði af draum- móki sínu. Hann tók þá einnig þétt í taum- ana á hesti sínum og hleypti honum á skokk á eftir Díönu, og þannig riðu þau liðugt gegn- um skóginn, þar til þau komu auga á félaga sína. Curmew hersir stilti hesti sínum við hlið Díönu, en Edgerton hélt áfram unz hann náði Christine Rivett. Síðari hluta þessa dags spilaði fólkið tennis. En margt af því ríka fólki, sem þar var saman komið, er þau komu til Adriutha Lodge hélt þá heim til sín og yfirgaf um stundarsak- ir þenna félagsskap, sem Edgerton og frænk- ur hans voru farin að þekkja svo mikið, að þau gátu dreift sér meðal þess og skemt sér án þess að vera í samfélagi hvert við annað. Wicklow dómari, Mrs Rivett og Mrs. Lor- rimore, spiluðu kínverkst Kahn úti í garðin- um, og höfðu þanið sólsegl fyrir aftan höfuð sín, til þess að hlífa þeim við mesta hitanum. Curmew hersir spilaði Tennis með Sylvíettu, móti Jack Rivett og frú Wernyss. Mr. Rivett og Mr. Snaith spiluðu Cloak Golf og töluðu um olíu . En Christine og Edgerton sátu nið- ur við fljótið og ræddu saman, eins og þau gerðu hið fyrsta kvöldið sem þau mættust. Við og við sneri herra Rivett gleraugunum sínum í áttina til þeirra. og frú Rivett leit oft upp frá spilum sínum, til þess að gefa dóttur sinni gætur. Litlu síðar, þegar spilið var á enda, stó?5 frú Rivett upp og gekk fram að girðingarhlið- inu og horfði ofan að fljótinu, þangað sem þau Christine og Edgerton sáfcu í smábát, er þau höfðu tekið og hrint út á fljótið, og sem lá nú alveg kyr, því Edgerton hamlaði honum lauslega upp í strauminn. Þarna stóð þessi lágvaxna gamla kona nokkra stund/og horfði á þau hugsandi, um leið og hún vafði fastar að sér sjalinu, svo þessi litli andblær, sem leið y«r, skyldi ekki leggja inn .á brjóst hennar. Litlu síðar gekk hún hljóðlega inn í húsið og gekk í gegnum hverja stofuna af annari, þar til hún kom að hinu stóra orgeli. Og þar fann maðurinn hennar hana sitjandi í hálfmyrkri, hljóða og þungt hugsandi, með hendurnar fyrir andlitinu. “Nú, mamma,” sagði liann með þeirri rödd, sem enginn annar fékk leyfi til að heyra. Hún lyfti höfðinu brosandi og lagði hend- ur sínar í hans um leið og hann settist við hlið hennar. “Erfcu ánægð?” spurði hann um leið og hann klappaði hinni mögru hendi hennar. “Já, Jakob — þegar þú og börnin eruð það.” “Þjakar árans taugagigtin þig ennþá?” “Nei- nei, kæri. Það er ekkert sem amar að mér núna. Mér líður vel.” “Ert þú viss um, að þú hafir það að öllu leyti sæmilega gott?” “Já, kæri.” “Ertu ánægð yfir gestum þínum?” “Já — — þessar tvær Tennant stúlkur eru svo vingjarnlegar við mig.” “Og hvers vegna í fj....... skyldu þær heldur ekki vera það?” sagði Rivett hvatlega. Þær hafa aldrei áður fyrirhitt aðra eins konu og þig, það er eg sannfærður um.” “Kæri Jakob, þú mátt ekki tala þannig.” “Nú, jæja. En svo ættir þú heldur ekki að vera svo mjög undrandi yfir því, þó fólk sé yfirletyt vinsamlegt við þig, mamma. Og hvern ig ætti það að geta verið á annan veg gagn- vart þér?” Frú Rivett brosti. “Ó, eg er aðeins leiðinleg gömul kona, er unga fólkið getur tæplega haft ánægju af að tala við. En Díana Tennant og systir henn- ar, eru mjög ástúðlegar við mig. Vesalings móðurlausu ungu stúlkurnar! Eg veit — og stundum er eg mjög kvfðin--------’’ Hvers vegna?” spurði hann fljótlega.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.