Heimskringla - 25.03.1931, Blaðsíða 3

Heimskringla - 25.03.1931, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 25. MARS 1931 HEIMSKRINGLA 3 BLAÐStÐA Ásg. Bjarnason Mrs. P. S. Pálsson. Árni Eggertsson notaði tækifærið Meðan lítið hlé varð á fundarstörí- um, til þess að minna menn á Sel- skinnu. Iþróttamál tekin fyrir. Á. Bjarnason stakk upp á þriggja manna nefnd. Mrs. F. Swanson studdi. Samþ. Forseti skipaði í nefndina: Carl Thorlaksson, Grettir Jóhannsson, Davíð Björnsson. Heimfararnefndarmál tekið fyrir. J- J. Bíldfell flutti skýrslu, sem forseti nefndarinnar og vísaði að öðru leyti til skýrslu, sem út kæmi i Tímariti félagsins. Skilagrein for- seta var á þessa leið: Herra forseti! Vér meðlimir heimfararnefndar- innar teljum það rétt, nú að vertíð- arlokum, að gefa stutt yfirlit yfir starf nefndarinnar, þó vitanlega ekki verði unt, að fara ítarlega út í hvert atriði undirbúnings þess, sem nefnd- in hefir haft með höndum, þvi til Þess hefði þurft langan tíma og mikla þolinmæði. Eins og yður mun ílestum kunn- ugt, þá var fimm manna nefnd kos- in á þjóðræknisþinginu 1927, til þess samkv. ósk undirbúningsnefndar Al- T’ingishátíðarinnar á Islandi og til- iögu þriggja manna nefndar, er stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins fól iir sinum hópi, að athuga heimfarar málið. Eg þarf ekki að fara mörgum orð- um um verkefni það, sem fyrir þess ari nýkosnu nefnd lá, og þeim þrem mönnum, sem henni var leyft af Þjóðræknisþinginu að bæta við sig. J“að nægir að segja, að verkefnið var mikið. Þjóðræknisþingið hafði fengið nefndinni $100 i peningum °g afhent henni svo málið, til á- kvæða, umsjónar og úrslita. Eyrsta verkefni nefndarinnar var að koma sér niður á mennina þrjá, sem hún hafði leyfi til að bæta við sig- Sá fyrsti af þeim til að taka sæti i nefndinni, var Hon. Thos. H. Johnson. Þvi miður naut hans ekki iengi að í nefndinni, því hann lézt, eins og kunnugt er 20. maí 1927. Voru þá valdir þeir J. T. Thorson, Söra J. A. Sigurðsson og Guðmund- uf Grímsson dómari. Eftir að nefndin var fullskipuð tök hún til starfa fyrir fult og alt. Verkefnið, sem framundan henni lá, var mikið, því hún leit svo á, að það væri í hennar verkahring, að Sera ferðina sem aðgengilegasta til Þess að sem flestir gætu tekið þátt * henni og heimsótt ættlandið á hinni tilkomumiklu hátíð þegs. Eyrirkomulagið, sem nefndin kom sör niður á við undirbúning þessa máls, var að ná sambandi við allar aðalbygðir Islendinga, og fá þar kosnar nefndir, sem stæðu svo í sambandi og ynnu með aðalnefnd- inni í Winnipeg, ojf tókst þetta þeg- ar í byrjun vonum fremur. Nefnd- inni í Winnipeg var einnig Ijóst þegar í byrjun, að óhugsanlegt væri að vinna verk það, sem þurfti að vinna og koma í framkvæmd, án mikils fjár. Spursmálið var þvi: Hvar átti fé það að fást? Þrír vegir virtust liggja opnastir. Hinn fyrsti, að leita almennra sam- skota * á meðal Vestur-Islendinga. Annar, að nefndarmen nog aðrir, er góðfúslega vildu styrkja þetta mál, legðu fram þetta fé. Sá þriðji og sá er nefndin tók, var að sækja um veitingu frá stjórnum Manitoba og Saskatchewan fylkja, og ef þyrfti, frá ríkisstjórninni. Var þessi að- ferðin valin, eins og yður öllum er nú kunnugt, og nefndin skýrði frá i skýrslu sinni á þjóðræknisþinginu 1928, og það samþykti mótmæla- laust. Eins og yður er öllum kunnugt, þá urðu Vestur-íslendingar ekki á eitt sáttir, að þvi er þessa fjársöfn- unaraðferð nefndarinnar snerti. Á- litu sumir, að almenningsfé ætti ekki að notast til undirbúnings slíkr ar ferðar, og féllust heldur ekki á, að fé, sem neinu næmi, þyrfti til undirbúnings ferðarinnar, og ef þess þyrfti með, þá gætu Islenditigar sjálfir lagt það fram. Um þenna meiningarmun, sem síðar verður minst á að nokkru, skal hér ekki deilt, aðeins tekið fram, hvað fyrir nefndinni vakti. Heimfararnefndin áleit að nauðsýnlegt væri að setja á stofn skrifstofu í Winnipeg, sem þeir, er heim ætluðu gætu snúið sér til með allar upplýsingar, eins og síðar kom á daginn að óhjákvæmi- legt var. Henni var ljóst, að hjá ferðum til ýmsra bygðarlaga, sem Islendingar búa í víðsvegar um álf- una, varð ekki komist. I þriðja lagi, fanst nefndinni, að lúðrasveit úr hópi Vestur-lslendinga ætti að vera með í för sem þessari, en slíku var ekki unt að koma í framkvæmd nema með miklu fé. Og síðast lang- aði nefndina til að listrænt fólk hér vestra, sem á einn eða annan hátt hefði skarað fram úr og gæti orð- ið Islendingum i heild til sóma, þyrfti ekki að sitja heima, þó það ætti ekki alveg nóg til fararinnar. Og síðast, en ekki sízt, vildi hún stuðla að því eftir megni, að kynna íslenzku þjóðina út á við, á þann hátt að meiri áherzla væri lögð á menningargildi hennar, en það sem venjulegar auglýsingar draga fram, er flestar eru samdar í hagsmuna- I Prepare Noiv! Better times will come, much sooner than most people anticipate. The re- sult will be a keen demand for steno- graphers, secretaries and bookkeqpers, to fill the openings made vacant by the ' late financial depression. Right now, office staffs are cut to the limit, and many who have been dismissed have gone into other occupations, or have left the City. Besides, the number now training for business is considerably below the average. A Thorough School! The “Success’’ is Canada's Largest Private Commercial College, and the finest and best equipped business train- ing institution in Western Canada. It conducts Day and Evening Classes througho^t the year, employs a large staff of expert teachers, and provides sufficient individual instruction to per- mit every student to progress according to his capacity for study. twenty-one years, since the founding of the “Success” Business College of Winnipeg in 1909, approximately 2500 Icelandic stud- ®ats have enrolled in this College. The decided preference for Success” training is significant, because Icelanders have a keen sense of educational values, and each year the number of our lcelandic students shows an increase. Day and Evening Classes OPEN ALL THE YEAR The SUCCESS BUSINESS C0LLEGE, Ltd. PORTAGE AVENUE AT EDMONTÓNSTREET. PH0NE 25 843 \ skyni, til arðs fyrir ýmiskonar fyrir- tæki, sem spretta upp við slík tæki- færi. Með þessi verkefni í huga fór nefndin þess á leit við Þjóðræknis- félagið, á þingi þess árið 1928, að það veitti henni heimild til að bæta við sig starfsmönnum eftir þörfum, og var sú bón veitt. Einnig kaus þingið þá I nefndina dr. Sig. Júl. Jóhannesson. Áttu þá sæti i nefnd- inni auk hans, þeir Jón J. Bíldfell formaður, Jakob Kristjánsson skrif- ari, séra Rögnv. Pétursson gjald- keri, Árni Eggertsson, Ásmundur P. Jóhannsson, Joseph T: Thorson, séra Jónas A. Sigurðsson og Guð- mundur Grímsson dómari; en bætt var við: W. IJ. Paulson, þingmanni frá Leslie, Gunnari B. Björnssyni fyrrum ritstjóra, ,og síðar þeim séra Ragnari E. Kvaran og Sigfúsi Hall- dórs frá Höfnum ritstjóra. Nefndin hélt nú áfram starfi sínu við að auka og efla samböndin við hinar dreifðu bygðir Islendinga, en einkum þó við að ná sem haganleg- ustum farkosti fyrir væntanlega heimfarendur, hjá flutninga- og eim- skipafélögum. Áður hafði nefndin fengið ákveðið loforð hjá Samein- aða gufuskipafélaginu, um að far- gjald skyldi ekki verða hærra en $172.00 fram og til baka frá Mon- treal, en nefndin var ekki ánægð með það. Henni fanst að taxti sá er ákveðinn var á milli Kanada og Bretlands, ætti að gilda til Island3 í þetta’ skifti, en far taxti sá nam $150.00 báðar leiðir frá Montreal. Félögin sem við áttum tal við um þetta féllust á, að krafa sú væri sanngjörn þar eð vegalengdin til Is- lands frá Montreal, væri styttri, en frá Montreal til Liverpool á Eng- landi. En á meðan á þeim samn- ings tilraunum stóð; voru hafin opinber mótmæli gegn stefnu nefnd- arinnar í fjármálunum, og enda i sambandi við stefnu og gerðir henn- ar í fleirum málum. Breyttist nú aðstaða öll í málinu. Það var ekki lengur orðið sameig- inlegt mál allra vestur Islendinga, heldur kappsmál vissra manna eða máls aðila að skipuleggja förina á annan hátt en Heimfararnefndin hafði ákveðið. Skifti það fólki í flokka. Mér dettur ekki í hug að fara að rifja þá raunasögu upp hér, . né heldur að færa fram rök, eða ástæður fyrir því, að allar samein- ingar tilraunir urðu að engu og þar afleiðandi gerði sameiginlegt ferðalag ómögulegt, það alt er mönnum í fersku minni. En á á- hrifin sem sú andstæða hafði, á verk og verka hring Heimfarar- nefndar, verð eg að minnast á með- nokkrum orðum. Fyrst. — Hún skifti íslendingum í tvo andstæða flokka sem báðir höfðu sama takmark, en greindi á um, aðferð til að ná því takmarki. Annað. — Þetta skifti heimfarend- um, svo að kapp og orku þurft.i að neyta til að efla hópana, sem aftur krafðist ferðalaga og kostn- aðar sem þeim er ávalt samfara. Þriðja — Það veikti áhrif beggja máls aðila til hagkvæmlegra far- samninga, og ekki síst eftir að andstæðingar vorir höfðu samið við flutnings félag um flutning á heim- farendum þeim, sem í þeirra hópi væru, þá urðu allar frekari samn- ings tilraunir að engu, þvi öll hin stærri eimskipafélög, tilheyra hinu svokallaða North Atlantic Con- ference. Norður Atlantshafssam- bandinu sem öllu öllu ræður um slíka kosti og lætur eitt yfir alla ganga, og það eina er sá hæsti far texti sem félagið getur innheimt. Þegar að þannig var komið, sömdum við heimfararnefndarmenn við C.P.R. félagið upp á sama taxta og sameinaða félagið gekk inn á að veita 1927 — hinu svonefnda Kaupmannahafnar taxta, eða $172.00 frá Montreal til Reykjavíkur og til baka aftur á þriðja farrými. Um niður sett far, á öðrum farrýmum var ekki að ræða. Eitt atriði í samningum þeim, er nefndin gerði við C. P. R. var, að hún skyldi verða aðnjótandi fyrir hönd þeirra sem á hennar vegum færu heim vanalegra sölulauna, á Eimskipa- farbréfum þeim er Islands förum yrðu seld, en það eru $12.00 á fullu farbréfi — farbréfi fram og til baka á þriðja ferðamanna- farrými, og 5 prósent á fyrsta pláss farrými og voru það eins og nú var komið málum, aðal tekj- ur nefndarinnar en eigi innheimt- anlegar, fyr en ferðin var haf- in, auk $5,000.00 tillagi frá stjórn- inni í Sask. og Manitoba. Þótt að samingar voru þannig á- kveðnir, við flutningsfélagið, var Heimfararnefndin ekki laus við all- ann vanda í því sambandi. Einlægar snurður voru að falla á, nálega fram á síðustu stund áður en farið var, sem kröfðust úrlausnar og varð- nefndin að senda erinareka alla leið austur til Montreal í því sambandi hvað eftir annað, sem olli bæði kostnaði og tíma eyðslu. Einnig ' gerði aðstaðan hér vestra það óum- flytjanlegt fyrir nefndina að senda umbodsmenn alla leið til Islands, itl þess að sjá þeim er á hennar vegum færu heim, fyrir gistingu og beina. Til þeirrar farar voru vald- ir þeir J. J. Bíldfell, formaður nefndaripnar og séra Rögnvaldur Pétursson, féhirðir. Um samninga óá er þeir gerðu þar heima er ykk- ur öllum kunnugt og þá velvild er hlutaðeigendur á Islandi sýndu þeim í hvívetna. Síðar fóru þeir séra Rögnvaldur og Á. P. Jóhanns- son heim til þess að annast um frekari undirbúning og sjá um að alt yrði til reiðu er hátíðargestirnir kæmu og eiga þeir þakkir skilið fyrir hið mikla verk er þeir leystu þar af hendi. Það er ekki auðvelt í fljótu bragði að gera sér grein fyrir öllu þvi feikilega starfi, er pessir menn urðu af hendi að leysa á tiltölulega stuttum tíma. Þeir þurftu að sjá um innkaup á hús- munum í spítalann sem stjórnin á Islandi hafði lánað Heimfararnefnd- inni til afnota á meðan að gestir þeir sem hátíðina sóttu, á hennar vegum dvöldu á Islandi. Um flutn- ing á þeim, frá Skotlandi til Islands, og frá höfninni og i spitalann. Þeir þurftu að sjá um smiði, á ýmsum munum, er nota þurfti á spítalanum, en sem ekki voru með í kaupunum svo sem fata trjám til að hengja á föt og fl., þeir þurftu að ráða vinnu fólk á spítalann, út- vega fólki vistir, til máltíða og semja um alt þeim aðlútandi. Sjá um að bílar væru til, að flytja fólk það sem á vegum Heimfararnefnd- arinnar kom, á milli Reykjavikur og Þingvalla á hverjum morgni og hverju kvöldi. Þeir þurftu að sjá um máltíðir á Þingvöllum fyrir all- an hópinn og þeir þurftu að sjá um ótal fleira sem hér yrði of langt upp að telja. Eins og að menn sjálfsagt muna þá var áætlaður kostnaður við 2 vikna veru hátíðar gestanna heima $52.80 fyrir manninn, með því, að viss tala manna fengist til vistar í spitalanum, en þó að hópur sá sem á vegum Heimgararnefndarinnar væri nógu stór til að fullnægja þeirri tölu þá fór nú svo samt að fjöldi manna þáði boð vina og vanda- manna í Reykjavik, að dvelja hjá þeim, á meðan þeir stæðu við á íslandi svo að tala þeirra sem á spitalanum dvöldu nægði ekki til að bera kostnað þann, sem nefnd- in hafði lagt út fé í sambandi við undirbúningin og varð nefndin því að taka til þeninga þeirra, er inn höfðu komið í sölulaun á eimskipa- farbréfum, og sem nefndin hafði opinberlega tilkynt að notaðir yrðu í þágu Heimfarenda. Síðar voru allir þessir reikningar og málavextir lagðir fyrir fund, er haldinn var á skipinu Minnedosa á Vesturleið, af heimfarendum og gerðir nefndarinn- ar samþyktar í einu hljóði, annars hljóðar fundargerðin á þessa leið: “Þann 6. ágúst 1930, kl. 2.30 e.h. 1930 héldu íslenzkir farþegar á S.S. Minnedosa fund. Fundarstjóri var kosinn Mr. J. J. Bíldfell ,og ritari séra Guðm. Árnason. Fundarstóri skýrði frá, að fund- urinn væri kallaður samkvæmt gefnu loforði Heimferðarnefndar Þjóð- ræknisfélagsins til þess að ráðstafa afslætti á fargjöldum. Ennfremur skýrði hann frá að nefndin hefði gert ráð fyrir að 250 manns af þeim, sem heim fóru á hennar vegum, gistu á Landsspítalanum og áð sá gesta- ÞETTA LYFTIDUFT ER SELT Á MJÖG VINSÆLU VERÐI—ÞAÐ SKAPAR VINNU FYRIR WINNIPEGBÚA —OG TRYGGIR ÁGÆTAN ÁRANGUR MEÐ BÖKUNINA. Blue Ribbon Limited fjöldi hefði verið nauðsynlegur til hann til að nefndinni væri gefin þess að greiða allan kostnað í sam bandi við veru Vestur-íslenzkra gesta þar. En nú hefði svo farið, að aðeins 121 hefðu þurft að fá gistingu þar. Kvað hann nefndina þvi hafa notað sölulaun sín af full heimild til þess að nota afslátt- inn eins og henni þóknaðist og þætti með þurfa. Mr. Árni Eggertsson studdi tillög- una og gaf um leið nokkrar skýr- ingar viðvíkjandj sölulaunum og lagaákvæðum í sambandi við þau. farbréfum að mestu leyti til þess að greiða það sem á vantaði. Mr. Ásm. P. Jóhannsson gerði grein fyrir kostnaðinum og fyrir- höfn sinni og annara meðnefndar- manna sinna. Kvað hann rúm, rúm- fatnað, stóla og annað fleira hafa verið keypt fyrir 250 manns og auk þess hefði nefndin orðið að borga leigu fyrir borðbúnað, láta búa til hengitré fyrir fatnað og gjalda starfskonum í spítalanum kaup. Sagði hann greinilega frá undirbún- ingsstarfi sínu og séra Rögnvaldar Péturssonar í Reykjavík, og að þeim hefði komið saman um að afhenda landsstjórninni á Islandi muni þá, sem notaðir voru i spítalanum og nefndin keypti, einkum þar sem stjórnin hefði leyft innflutning á þeim tollfrítt. Sum rúminn, sagði hann að væri nú þegar farið að nota i skólanum á Laugavatni. Séra jónas A. Sigurðsson kvaðst vilja bæta því við að jafnframt fjármálahliðinni væri önnur til, er að endurminningunum lyti, er yrði aldrei fullborguð. Spítalavistin hefði verið trygging gegn þvi að nokkur hefði þurft að vera búsnæðislaus. Sagðist hann vona, að öll misklið legðist nú niður, og skoraði á þá, sem viðstaddir voru og eigi væru meðlimir Þjóðræknisfélagsins, að ganga í það. Næst tók til máls Mr. Þorgils Ásmundsson, kvaðst hann standa í þakklætisskuld við íslenzku þjóð- ina fyrir viðtökurnar heima og heim- ferðarnefndina fyrir undirbúnings- starf hennar. Kvaðst hann vilja bjóða nefndinni sinn skerf af af- slættinum til hvers sem hún vildi nota hann. Mr. Christian Siverts bar fjram tillögu þess efnis, að fundurinn votti Heimferðarnefndinni þakklæti sitt og traust og aðgerðir nefndarinnar viðvíkjandi kaupum á húsgöngnum til afnota fyrir Vestur-Islendinga í landsspitalanum og útgjöldum i sambandi við það séu samþyktar. Tillagan var studd af Þorgils As- mundssjmi og samþykt í einu hlióði. Mr. Sigmundur Laxdal talaði nokk- ur orð um starf Heimfararnefndar- innar og lauk lofsorði á það. Lagði Mr. Þorsteinn Gíslason las og einn- ig tillögu, sem var sama efnis og tillaga Laxdals. Var svo gengið til atkvæða um tillögu Laxdals og Á. Eggertssonar og var hún samþykt í einu hljóði. Gerði þá Sigm. Laxdal tillögu, sem var studd af séra Jónasi A. Sigurðssyni, um að fundi væri slit- ið, og var hún samþykt. Fundi slitið. Guðm. Arnason, ritari. Um kostnaðinn í sambandi við veru hátíðagesta þeirra, er á veg- um heimfararnefndarinnar fóru á há- tíðina, get eg verið fáorður, því fé- hirðir nefndarinnar leggur fram it- arlega skýrslu um útgjöld og tekjur nefndarinnar. Það er nóg fyrir mig að segja aðeins frá aðalútgjalda- upphæðinni á Islandi, sem nam $9,046.31, og þess að þegar við fór- um, voru allir húsmunirnir, þeir sem keyptir höfðu verið I spit- alann, afhentir stjórn Islands að gjöf og nam sú upphæð $4,500.40. Um starf nefndarinnar hér vestra eftir að heimfararmálið klofnaði, er það að segja að hún hélt áfram stefnu sinni og starfi eins og ekkert hefði í skorist, enda var engin á- stæða til breytinga frá hennar sjón- armiði. Aðal augnamið hennar frá byrjun var að gera ferðina sem veg- legasta, og þeirri stefnu hélt hún út í gegn. En klofningurinn gerðl verkið erfiðara og dýrara einsog bent hefir verið á. Ferðalög í fjarliggjandi bygðir urðu nefndarmenn að takast á hendur, til þess að halda sambönd um og eyða misskilningi, sem tiðum vill eiga sér stað, ekki sizt þar sem við keppinauta er að etja, eins og hér átti sér stað. En aðalatriðið er, að árangurinn af starfinu varð sæmilegur, því hópurinn, sem heim fór á vegum Heimfararnefndarinn- ar, var undir kringumstæðunum, mjög myndarlegur, um 368 manns. Um ferðina heim, viðtökurnar I Reykjavík, hátíðina og kveðjur, er haldið var vestur aftur, tala eg ekki hér, heldur vísa til ritgerðar um það efni í þessa árs Tímariti félags- Frh. á 7. bls. *60 ALLOWANCE 0N Y0UR OLD RADIO OR PHONOGPAPH ReQdrdless of its aQe.make or con - dition as part payment on a Victor Combinotíon Home Recordmo Radio- Electrola $397^ 2years topay the balance. Phone22-68o. Open till fl SMuéttÍ Ltd. Saheerhnro<fk THE Lowest BEST IN Terms i n QADIO Canada pér sem notiti TIMBUR KAUPIÐ A i The Empire Sash & Door Co, Ltd. Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ANÆGJA ki

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.