Heimskringla - 25.03.1931, Blaðsíða 4

Heimskringla - 25.03.1931, Blaðsíða 4
4 BLAÐSJÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. MARS 1931 ----- —--------------------—' ^etmskringla StofnuO 1886) Kemur út á hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKXNG PRESS. LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyriríram. AHar borganir sendist THE VXKING PRESS LTD. Ráðsmaður. TH. PETURSSON Utanáskrift til blaðsins: Manager THE VIKING PP.ESS LTD., 853 Sargent Ave . Winnipea Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til rilstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Helmskringla" ls pubUshed by and printed by < The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 WINNIPEG, 25. MARS 1931 BÓKAFREG’N. Tímarit Þjóðræknisfélags ís- lendinga. XM. ár. vyinnipeg, 1930. Á þjóðræknisþingi fyrir tveim árum komst einhver svo að orði um tímarit þetta, að það væri líftaug Þjóðræknisfé- lagsins. Þetta má fullkomlega til sanns vegar færa. Tímaritið hefir ekki einungis orðið bjargvættur margs þess, sem hér hefir íslenzkast og bezt verið sagt í bundnu og óbundnu máli, og átt mikinn þátt í því, að vekja að minsta kosti hug- rænt og vonfagurt vinarþel milli Aust- ur- og Vestur-íslendinga, heldur hefir það líka verið á efnalega v^su sú heilla- þúfa Þjóðræknisfélagsins, er ekki var unt án að vera. Um þörf ritsins verður því ekki deilt, og að því er hitt snertir, hve vel tilganginum hefir verið náð, má auð- vitað eigi sí?t þakka því að Þjóðræknisfé- lagið hefir verið svo lánsamt, að hafa átt ágætan íslenzkan fræðimann að, til að líta eftir ritstjórninni frá byrjun, dr. Rögnvald Pétursson. Þetta hefti Tímaritsins hefst á kvæði eftir Stephan G. Stephansson, er nefnt er Þiðranda-kviða. Mun dr. Pétursson hafa í fórum sínum eitthvað af óprentuð- um kvæðum eftir skáldið, sem eflaust verða birt við hentugleika. Er þetta á- minsta kvæði að efni til um áhrif nýrra siða á ættaratgervið, og er hið girnileg- asta til fróðleiks. Hafa ef til vill einhverj- ir gaman af að leita sér frekari skiln- ings á efni þess- með því að lesa alt kvæðið, ef mint er á þessar vísur: Glögt í grun get eg séð> hvað verða mun það, sem réð Þiðranda falli, þessi goð vor fornu, hrunin af stalli! Fegursta frænda sinn flytja vildu í himininn þeirra og þinn — Þiðrandi er þar kominn til fylgjanna forfeðra sinna. Því hvert sem þú snýr, og hvar sem þú býr, þá hnígur hver hugur til sinna. Næst í Tímaritinu er ritgerð um Al- þingishátíðina eftir Jón J. Bíldfell. Að sama efni lýtur einnig skýrsla Guðmund- ar Grímssonar til ríkisstjórans í Norður Dakota, og ræða og kvæði séra Jónasar A. Sigurðssonar, er hann flutti á Þing- völlum fyrir hönd Þjóðræknisfélagsins. í grein Mr. Bíldfells eru tildrögin til heim ferðarínnar, ásamt heimferðinni sjálfri og hátíðinni, og gestum annara þjóða og gjöfum, lýst mjög greinilega, er gefur rit- gerðinni nokkurt sögulegt gildi. Af öðrum ritgerðum má nefna: Endur- minningar um Eggert Jóhannsson, eftir sagnaskáldið J. Magnús Bjarnason. í hripum, eftir Steingrím lækni Matthías- son. Nokkrar athugasemdir um skáld- sögur Jóns Thoroddsens, eftir prófessor Stefán Einarsson. Fyrirlestur um Andra Jarl, eftir St. G. St., fluttur veturinn 1887. Auðlegð íslenzkra örnefna, eftir Guðm. A-iðjónsson. Eru þær allar hinar læsilegustu. Fjöregg, nefnist og saga eft- ir skáldkonuna Arnrúnu frá Felli. Þá eru kvæði eftir Mrs. Jakobínu Johnson, Þorskabít og Pál S. Pálsson. Af þessari upptalningu á efni Tímarits- ins er það ljóst> að það borgar sig vel, og dálítið betur þó, að heyra til Þjóðræknis- félaginu, því félagar fá ritið gefins. En jafnvel til utanfélagsmanna er verðið einnig svo lágt, aðeins $1.00, að ekkert á skylt við sannverð bóka eða rita. Tímarit Þjóðræknisfélagsins, er eitt eigulegasta ^slenzka ritið, sem út er gefið. ------------------o------ OPINBER MÁL. RæSa Kings. Á fjögra og hálfs klukkutíma ræðu þá, er Mr. King, leiðtogi stjórnarandstæðinga, flutti á sambandsþinginu 16. marz, hafa flest blöð landsins minst einn og sama veg. Þau viðurkenna að hún hafi verið flutt af talsverðri lipurð, en að hún hafi verið efnisrýr og áhrifalítil frá upphafi til enda. Ræðan hefir ekki verið birt orðrétt í neinu blaði, svo vér höfum orðið varir við, aðeins verið sagt frá efni hennar. Það er sem blöðunum hafi ekki fundist hún þess virði. í þingtíðundunum er hún öll birt, og teljum vér þann til matarins hafa unnið, er les hana alla. Að efni til má skifta ræðunni í þrjá stendur í biblíunni. Það mun fátt sann- á stjórnartímabili Kings, er flestir voru orðnir mettir af að hlýða á, í síðustu kosningum. Hefði það sýnt nokkra misk- unnsemi gagnvart almenningi hjá King, að hlífa honum við þeim endurtekning- um. Það vinnur honum ekki vinsældir, að vera stöðugt að prédika kosningabær- um lýð það. að hann hafi kosið í blindni, af því hann hafnaði Kingstjórninni. Annar kafli ræðunnar var um kosninga loforð Bennetts, sem engin voru efnd. Lofað hefði verið að leggja veg þvert yfir landið, frá hafi til hafs, en það væri enn ekki búið! Einnig að bæta úr at- vinnuleysi, en enginn árangur hefði enn sést af því, o. s. frv. Þetta er sama þvæl an og Siftons blöðin hafa verið að tönglast á síðan um kosningar, og flestir eru orðnir steinuppgefnir á að lesa. Þriðji kaflinn er um framkomu Ben- netts á samveldisfundinum, eða um þessa margumræddu ókurteisi nýlendanna, að krefjast þess, að Bretland veitti þeim viðskiftavernd á sama h'átt og þær veittu Bretlandi hana og hafa gert umtalslaust síðastliðin 30 ár, án nokkurrar ívilnunar af hálfu Bretlands. Um öll þessi mál, var lítið hægt að fræða almenning fram yfir það, sem búið er, enda gerði ræða Kings það ekki. Það var þv5 ekkert ónáttúrlegt, þó að menn geispuðu, í stað þess að vera hrifn- ir, undir lestrinum. Lítandi á innihald ræðunnar og þýðingu hennar, verður ekki séð, að nein ástæða hafi verið til að eyða hálfri fimtu klukkustund af þing- tímanum í slíkt fjas. * * * Mr. Bennett svaraði ræðu Mr. Kings svo kröftuglega á tveimur klukkustund- um, að varla er hægt að segja. að steinn stæði yfir steini í henni á eftir. Viðvíkjandi fyrsta atriðinu benti hann á, að canadiska þjóðin hefði borgað lægri skatta á þeim 8 mánuðum, sem conservatívar væru búnir að vera við völd, en á nokkrum átta^ mánuðum á nokkru stjórnarári Kings. Um efndir kosningaloforða sinna kvað hann það bera beztan vott, að 200,000 manns hefði fengið atvinnu fyrir tolla- löggjöfina, og þess utan um hundrað þúsund fyrir beina fjárveitingu frá sambandsstjórninni, til að bæta úr at- vinnuleysinu. Hefði engin stjórn í þessu landi, hvorki fyr né síðar, aflað eins mörgum mönnum atvinnu og núverandi stjórn. Viðskiftin, að því er hveitiverzl- unina snerti, kvað hann standa þannig, að frá 1. ágúst 1930 til febrúarloka 1931 hefðu 90 miljónir mæla verið seldir, en á sama tíma í fyrra 65 miljónir mæla. En þegar kom til að svara fyrir stefnu sína á samveldisfundinum, kom það reyndar upp úr kafinu, að það var sama stefnan og Sir Wilfred Laurier fór fram á við Bretland árið 1902. Hann hafði séð, enda var honum til þess trúandi, að stefna þessi var stórt sjálfstæðisspor fyrir Canada, sem hinar nýlendurnar. King hafði víst aldrei dreymt um það. að hann væri með þessu að andmæla fyr- irrennara sínum, sem hann þykist lifandi eftirmynd af. Er sagt, að hann og iiðs- sveina hans hafi sett heldur hljóða, við að heyra orð hins virta leiðtoga þeirra les- in • þinginu, er vitni báru um þetta, því viljandi varð þeim það ekki á að kasta steini að stefnu hans. En svona fór það nú. Það eru rétt sex mánuðir síðan að bráðabyrgðarþingið kom saman. Á þeim tíma virðist King ætlast til að hægt væri að bæta úr öllum brestum og kippa öllu til fullnustu í lag, sem úr skorðum hafði gengið á stjórnarárum hans. Almenning- ur hlýtur að líta svo á, sem King beri aJl mikið traust til Bennettstjórnarinnar, að láta sér detta þetta í hug. Að tveim til þrem árum liðnum hefði verið eitthvert viðlit að halda öðru eins fram, ef á- standið væri þá óbreytt. * ¥ * • Eftirlit hreyfimyndasýninga. Það hefir talsvert verið rætt um það í Winnipeg undanfarið, hvort ekki væri nauðsynlegt að lögleiða í Manitobafylki eftirlit á því, að hreyfimyndir þær, sem' hér eru sýndar, séu ekki siðspillandi. Kemur sú krafa ekki síður frá skóla- kennurum, en foreldrum barna yfirleitt. Halda kennarar því fram, að áhrif þau er börnin verði fyrir á hreyfimyndahús- unum, séu í algerðri mótsögn við það, sem skólarnir séu að reyija að kenna þeim. Um 80 prósent af öllum börnum í al- þýðuskólunum er sagt að sæki hreyfi- myndahúsin all reglulega. Þó ekki væri nú nema vegna þessa, er full ástæða til að gefa þessu máli alvarlegan gaum. í Bandaríkjunum er lögákveðið eftirlit með hreyfimyndasýningum. Voru í borg- inni Chicago á einu ári eftirfarandi sýn- ingar bannaðar 1 788 myndum: 1811 morðsýningar með byssum. 175 morðsýnftigar með hnífum. 129 ofbeldissýningar með öðrum vopn- um. 231 sýning af hengingum. 173 sýningar valdandi ótta (svo sem með því að rífa augun úr fólki með klóm o. s. frv.) 173 sýningar af ofbeldi í frammi haft við kvenfólk. 929 sýningar af al- og hálfnöktu fólki. 31 sýning af tughthúsbrjótum. Þetta nægir til að sýna, að alt er ekki með feldu með þessar myndasýningar. En þetta eru þó einmitt oft þær myndir. sem hér eru sýndar, vegna þess, að í Bandaríkjunum er ekkert eftirlit á þeim myndum, sem til Canada eru sendar. Að vísu hafa bæir í Canada einhverjar regl- ur unx það, hvaða tegundir mynda megi sýna, til þess að vera veitt leyfi til þess, en það eftirlit hefir ekki reynst líkt því fullnægjandi. * * * , Josephine K. málið. Sagt er að Canada sé í undirbúningi með að senda Bandaríkjastjórninni mót- mæli gegn framferði varðbátsins, sem skaut á vínsmyglunarskipið Josephine K.. Eins og kunnugt er, beið kafteinn skipsins, Mr. Cluett, bana í sambandi við það. Mótmæli þessi kváðu aðallega vera bygð á því, að skipið hafi verið lengra undan landi en 12 míhir, er skotið var á það. Að vísu telst það utan landamerkja Bandaríkjanna, þv1 þau eru aðeins þrjár mílur undan landi. En Canada gerði einu sinni samning við Bandaríkin um það, að vínsmyglunarskip héðan skyldu ófrið- helg vera innan 12 mílna frá landi. Canda gerði þetta auðvitað af tilhliðr- unarsemi við bannlög Bandaríkjanna. Og á þann samning verður ekki gengið af þess hálfu, þótt slysalega tækist til með smyglunarskipið Josephine K. Reynist það rétt að vera, að það hafi ekki verið meira en 12 mílur undan landi, er á það var skotið, fellur það réttlaust, en sann- ist hitt- að það hafi verið lengra frá landi en það, átti skipið fullan rétt á sér sem hvert annað skip úti á rúmsjó. Munu þá Bandaríkin ekki heldur skorast und- an að greiða bætur fyrir það. Þetta er ekki fyrsta vandræða- og mis- klíðarefnið, sem m'lli þessara friðsömu landa rís upp vegna framferði vínsmygl- ara. “Sterkur drykkur jer glaumsamur,’* kafla. Er einn kaflinn um framfarirnar ara vera en það. ------o------- ORT TIL SÖNGMANNSINS SIGURÐAR SKAGFIELD. Um þig ljómar listablær, laus við grómið bitra, rödd þín hljómar há og skær, hjartans ómar titra. Ljúf þín vakir listin hrein, lífsins akur þráir, þó að kvaki ugla ein, ei þig saka náir. Að þér hlaðist auðnan fríð, öfunds naður falli; lifðu glaður laus við stríð, listamaður snjalli. M. J. Sigurðsson. ENDURMINNINGAR. Frh. frá 1. bls. á áttunda ári, -þegar Kristján dó, en átt heima á Hólsfjöllum þangað til eg var 22ja ára gamall og því mestallan þann tima verið að kynn- ast honum af umtali föður míns og annara sem voru honum sam- tíða og vitnuðu alltaf í hann. Eg hef alla mína aefi furðað mig á þeirri frægðarlist, að semja fyrst lélega ritgerð, og vera svo í fleiri eintökum blaðanna að biðja um að lagfæra skepnuna. Eg ætla þvi ekki að fást við fleira af þeáfcu tagi, þó fleira smávegis kunni að vera mislukkað. Mér þykir hitt meira undrar, hvað prentaramir eru mér hjálplegir, að ekki skuli meira rask- ast. Seinast var eg stddur á Grims- stöðum við Mývatn, hjá tengdaföður mínum Jakobi Hálfdánarsjmi, og bú— inn a ðrökstyðja það á minn hátt, að hann muni hafa verið fyrsti framkvæmdarmaður samvinnufélags- hugsjónarinnar á Islandi. Eg var þá á nokkrum árum kunnugur orðinn flestum Mývetningum en það var ekkert áhlaupaverk og ekki heiglum hent, að hafa kynnst Mývetningum, hverjum einstökum og sameiginlega, á þeim árum til þess að vera því vaxinn að segja rétt af framþróunar ferli þeirra. Hitt var langtum létt- ara, einsog fjöldinn gerði útifrá að segja að þeir væru ekkert nema mo»tið, eða einsog Benidikt Gröndal hafði það í heljarslóðarstíl, þegar hann var kennari á Möðruvöllum og skrapp austur í Þingeyarsýslu, og mætti tólf herrum á Fljótsheiði í mjög góðu sumarveðri, og voru þeir allir með sðfaða kraga og hvít brjóst, og háa pípuhatta á höfði, allir eins vel ríðandi og hann. Hann sá strax af sinni miklu þekkingu, áð mennimir voru Skandinavar svona margir lslenzkir prófessorar voru ekki til, enda ómögulegt annað en að hann hefði þá þekt einhvem þeirra, nei, þeir hlutu að vera sænsk- ir og Norskir, svo hann kfréð að bæra ekki á neinu tungu máli, fyr en hann heyrði mumpa í einhverj- um þeirra, sem kynni að gefa til kynna hvaða tugumál yrði helst viðhaf£ á þessum fundi. Og eftir að allir hattar voru komnir hátt á loft, þá heyrði Benidikt að einhver sagði á óbjagaðri Islenzku: Komdu sæll. En þetta gátu verið tungumála menn svohann fór lengi hægt. Að lokum var hann búinn að komast fyrir það, að þetta vom allt smalar úr Mývatnssveit og Reykjadal. Þá setti Benedikt hattinn upp og fór af stað. Þá er það önnur saga, að það kom þýskur vellríkur söngfræðingur til Akureyrar . Hann hafði lært Islenz- ku svo að hann gat talað hana nokkum veginn vel. Hann keypti sér hest á Akureyri til að ferðast á upp um landið og gerði ráð fyrir að fara upp í Mývatnssveit til að sjá Islenzku náttúrfegurðina eins og húner fullkomnust. Hann var einn á fert5, og fór yfir heiðina milli Laxárdals og Mývatnssveitar. Sá hann þá á einum stað, hvar gamall maður sat í brekkuhalla og gætti fjár. Hann raulaði fyrir munni sér þýskt lag, sem söngfræðingurinn kannaðist vel við, fór hann þá af baki með þvi að þar var góður hagi fyrir hestinn og gaf sig á tal við gamla mannin, og sagði honum, að lagið, sem hann hefði verið að raula væri þýskt. Já, það er eftir hann þenna, sem hann nefnir með nafni, eg á mörg fleiri lög eftir hann, en þetta er sérstakt uppáhald mitt þó eg sé nú ekki vel ánægður með það. Nú hvað þykir þér að þvi, segir Þýzkar- inn. Já, þetta og þetta, sem hann tiltekur greinilega. Og það var það eina, se mað réttulegi var hægt að setja út á lagið. Þeir áttu langt mál saman um þýska þrófessora og söngfræðinga, og hallaði hvergi réttu máli hjá Tryggva gamla á Hallbjarnarstöðum, en svo hét is- lenski fjármaðurinn. En frá þessu sagðiþýskarinn í ferðasögu sinni, sem seinna kom út, og var það mikið víðar, sem hann undraðist þekkingu alþýðumanna 1 þessum sveitum. 1 fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hio viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þangað. Eg hef sagt þessar tvær sögur til að sýna hvernig öfgamar fara að leiða menn frá sannleikanum og skyggja á innihaldið, sem þó er ver- ið að leita að. Allir sanngjamir menn sjá það strax, að sannleikur- inn ligur á milli þessara öfga. Mér dettur ekki í hug að neita þvi, að Þingeyingar hafi verið montnir upp og ofan einsog gerðist í öllum sveitum landsins og hreint ekki meira. Hitt er annað mál, að í miðbiki sýslunnar, eða þessum sveit- um sem eg er að tala um, þá virtust mér menn og konur djarfmannleg í viðmóti og sannfrjálsari dagfarslega, en almennt gerðist i ytri hreppun- um og næstu sýslum. Mývetningar, Reykdælingar, Kinn- ungar, Barðdælingar, og Reykhverf- ingar alla leið útá Húsavík, höfðu með sér stórkostleg bókafélög. Ekki einungis allar Islenzkar bækur, sem út voru gefnar á þeim árum. Þeir höfðu Kringsjaa Dana, Review of Reviews frá Englendingum og ekki man eg nafnið á Þýska tímaritinu, sem eg sá hjá þeim. Enginn skyldi halda að þessar bækur hefðu verið keyptar ófyrirsynju, eða uppá mont, Þeir voru margir í þessum sveitum, sem lásu þessar bækur, sér til full- komins gagns. Höfðu skrifað sveita- blað, sem hét ófeigur og gekk manna á milli um alt þetta svæði. Þetta blað bar það oft augljóslega með sér, að þungskyldustu útlendu fræði- bækur og tímarit var ekki síður lesið, en það innlenda. Af þessari miklu menningar viðleitni kom það svo augljóslega fram að Þingeyingar sköruðu framúr á menningarbraut- inni í mörgum efnum, og naumast var við öðru að búast en að menn yfirleitt yrðu djarfmannlegri i stækk- uðum sjóndeildarhring einsog líka hitt, að þeir óvitrari nytu góðs af og yrðu þá máske sumir þeirra montnari en hvað þeim fór vel. Nú skyldi einhver halda að allur þeirra frami hefði verið í bókales tri og þeir á eftir tímanum með alt annað. Það kann að þykja sleggjudómur, að eg segi að engir voru hagsynni en þeir en eg vil leyfa mér að benda á það, að þrátt fyrir mikinn bókalestur og mikla félagslega fyrirhöfn, Ijóðasmiði, sagnasmíði, ritgerðir og tillegg að öllum málum í landinu, því sem mest varðaði og almenning áhrærði — þá samt bjuggu þeim búum sínum eins vel að minsta kosti, eins og gert var í nokkrum öðrum hluta lands- ins. Það voru engir aðrir, en andlega 'sjóndaprir eða móðursjúkur lands- hornaflækingar, sem höfðu tíma til að ferðast svo hægt um landið að skilið yrði til fróðleiks hið mismun- andi andiega loftslag, félagshugur og samvinna annarsvegar og andúð og tortryggni hinsvegar i hverri sveit útaf fyrir sig, en sá sem eitthvað færðist þó til á vængjum tilviljan- anna, komst fljótlega að þvi, að hver sveit landsins átti að minnsta kosti einn mann, sem skaraði fram úr, sem eignast hafði einhverja ofur- litla yfirburði framyfir hina og sem strax var tekið til greina einsog sjálfsögð forustu skilyrði. En for-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.