Heimskringla - 25.03.1931, Blaðsíða 6

Heimskringla - 25.03.1931, Blaðsíða 6
• BLADS.WA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. MARS 1931 JAPONETTA eftir ROBERT W. CHAMBERS. Snúið hefir á íslenzku Davið Björnsson “Vegna þess að þær eru svo ósköp ein- manna og — þær eru mjög góðar ungar stúlkur, Jakob.” “Ó, það efa eg ekki,” sagði hann þur- lega. “Já, það eru þær. og það getur líka hver ein kona fur.dið út hjá þeim fljótlega. — Það er þeim að þakka að allir gestir okkar hafa skemt sér hér svo mæta vel. Heldur þú það ekki líka?” “Þær hafa unnið fyrir sínu kaupi — og fólkinu sýnist falla þær vel í geð — og eg vilid gjarna fá að vita hve vel Jack fellur við yngri systirina, Silviettu. “Hefir þú líka tekið eftir því?” “Eg er aðeins að spyrja þig, Sarah.” Það varð augnabliks þögn. Svo sagði hún hálf hræðslulega: “Veist þú annars nokkuð um þær?” “Þær eru sæmilega lærðar”, sagði hann hræsnislega. “þv( önnur þeirra, —svo langt sem eg veit, — hefir rétt til þess að stunda lækningar. — Hin er lögfræðingur. — Þær líta þó ekki út fyrir að vera svona þroskaðar.” “Þessi börn!” “Já, Smith var í Keno síðast Iiðinn vetur * verslunarerindum. Hann hejTði talað um þær þar. Annars hefi eg ekkert spurst fyrir um þær.’ “Eg er viss um að þú hefir ekki heyrt neitt ljótt um þær," sagði Mrs. Rivett örugg. “Nei, þær eru í alla staði mjög heiðarleg- ar. — Þær eru aðeins mjög kátar og glaðleg- ar — geta verið með og tekið þátt í hverju ,sem vera skal. — Þær eru fallegar stúlkur og einnig góðar. — En heimurinn er hlaupinn frá okknur, mamma. Æska okkar og fjör- brota tímar eru nú liðnir hjá en alvaran og aldur kominn í þess stað.” “Ef það væri ekki vegna barnanna, þá skildi eg með hinni mestu gleði lofa því öllu að hlaupa framhjá.” sagði hún brosandi. “Það vildi eg gjarna líka. Skollinn mætt.i hafa alt þetta skraut og hégóma mín vegna! “Jakob!” “Fyrirgefðu. — Við skulum gera okkar ákildu. Börnin langa til að kynnast félags- skapnum í New York, og eg skal hjálpa þeim til þess, ef eg get. — Svo held eg að þú ætt- ir að vera Jack, með tilliti til þessa stúlku fearns.” “Miss Tennants?” “Já, Silvíettu. Segðu honum að halda sig frá henni.” “En hún er frænka Mr. Edgerton’s.” “Það er of langt aftur til þess að það hafi nokkra þýðingu. Það er engin ráð- hyggni í því. Og svo er eg heldur ekki alveg viss um að Edgerton sé nægilega góður.” “Ó, Jakob. þú sagðir----------” “Ef eg hefði staðið altaf nákvæmlega við það sem eg hefi sagt, þá mundir þú ennþá vera sama fátæka konan, sem fyrst er við komum saman og mættir ein án annarar aðstoðar gera öll innanhússtörfin. Jim Edgerton þekk- ir sig mjög víða í New York, — — og eg hefði gaman af að vita hversu lengi hann verður svona náinn vinur dóttur okkar. Bíddu, ^Sarah — það er aðeins tíma spursmál? Eg vil að minnsta kosti taka þetta dálítið varlega. Mér er alveg sama um það, þó hann hafi l'tið af peningum eða sé í fjarkrePpu. í’að spillir honum að engu leyti, því þann hluta er mér innanhandar að bæta. En fyrst af öllu vil eg vera viss um það, hvað hann ætla^ sér, eða hve vinátta hans til Christine er djúp.” “En þeir sendu þér nokkrar upplýsingar frá New York. Og þú hefir stóran lista yfir ættingja Edgertons” sagði Mrs. Rivett. “Það veit eg vel — eg veit það mjög vel. Og ef hann alls ekki hefði nokkra slíka ætt- menn sem þar eru taldir í tengd við sig, þá mundi eg ekki vera svo hikandi. Það eru ættingjarnir, sem ýms vandræði og reki stefn- ur stafa frá en ekki vinirnir. — En hvernig fellur Christine hann í geð?” “Barnið er mjög hrifið af honum — en eg get ekki sagt um ennþá, hvort það er annað en augnabliks hrifni eða vinskapur. Hún Christine mín er nú svo undarleg stund- um. Tildæmis var það nú þessi ungi Inwood “Inwood! Þessi allra kvenna vinur? ______ Eg er glaður yfir því að hún lét hann fara sinn veg. En svo við snúum okkur aftur að Jack — hver er hans meining?” “Eg veit það ekki. Hann er mjög oft með Silvíettu og er hrefinn af henni. Hann er svo óskup góður drengur — — —” , “Segðu honum líka hreint út að við höf- úm ekki þörf fyrir hana — auðvitað get eg sjálfur vel liðið hana, en það er líka alt og sumt. — Þar að auki kæri eg mig ekki um að sonur minn gifti sig með þeirri stúlku, sem RobinlHood Ropid Oats Canadiskur morgunmatur »rcð09SiseeesðoooðC990ooQooscðð?osoðososðscc«iðOðSðe6a. spilar alt of hátt. Reykir líka of mikið og gerir.” “Jakob, þú meinar þó víst ekki — ” “Nei, nei! Hún er ekkert nema heiðar- legheitin sjálf. En hún græðir of mikið og spirar alt of hátt. Reykir h'ka of mikið og drekkur meira en góðu hæfi gegnir áfengt vín. Þær báðar systurnar. Þær spila alveg ljómandi vel Bridge, svo að eg hefi held eg aldrei séð betur spilað. Slæm spil virðast ekki valda þeim neinum ama og þær barma sér aldrei yfir þeim og eru ekki með neinar spurn- ingar eða óþarfa mas í sambandi við sPila- menskuna. Hjá þeim heyrist aldrei nein ó- þolinmæði eða ávítun í augnaráði. — En hersirinn pg dómarinn eru reglulegir asnar að spila! Og ef það kemur fyrir að einhver vafi og þrætur verði um einn slag, þá gefa þess- ar tvær ungu stúlkur fyrst eftir, og það án nokkurrar misþóknunar. — Þær unna ævin- týrum og sporti. En það segi eg satt, að eg vil ekki að sonur minn gifti sig meðslíkum leikfugli.” ' Hann stóð upp, um leið og hans litlu, brúnu augu störðu fram í salinn gegnum gleraugun. “Nei, eg hefi sjálfur gætt þess vel og þa ð er nauðsynlegt að ætt mín haldi áfram að gæta þess,’ sagði M,r. Rivett. — Og eg vil íhuga vel eitt gróða fyrirtæki til — og reyna að ná í nokkra unga menn og stúlkur í New York, svo börnin mín geti valið um það besta”. Mrs. Rivett beigði höfuðið og var hugsi. “Hvað er að mamma?” spurði hann með höndina á bak við eyrað. “Eg var aðeins að hugsa um það Jakob, að eg yrði svo fjarska glöð, ef þú hættir að gefa þig að öllu gróða bralli.’ “Ó vertu alveg óhrædd,” sagði Mr. Riveti og lagði handlegg sinn yfir um hana. — Grannan og horaðan handlegg, en harðan og stæltan sem stálfjöður. Og hún hallaði höfð- inu upp að brjósti hans, þar sem hún ávalt fann þann styrk og það traust, sem hún þarfnaðist svo mjög. “En einhverntíma,” sagði hún, “þegar börnin okkar eru vel gift-------” “Já, já.” sagði hann og nikkaði höfðinu. “Þá eitt lítið hús fyrir þig og mig — bara fyrir mig og þig.” Hann brosti. En það voru ekki margir, sem s.íu hann brosa. “Aðeins eitt lítið hús fyrir tvær gamlar manneskjur,” sagði hann. “Einn hest til að geyra út á sér til skemtunar og eina stúlku til þess að sjá um okkur. Er það ekki, Sarah??” “Hún leit í kringum sig ánægjulega og brosti hlýtt. “Eg get vel sjálf dustað af rykið og búið til máltíðir okkar. Mig hefir svo lengi lang- að til að fást við það,” sagði fru Rivett og roðnaði eins og ung stúlka. “Og það skaltu líka fá að gera. Það sver eg þér. ó> herra guð! hvað eg verð líka glað- ur þegar eg losna út úr öllu þessu umstangi,” sagðí herra Rivett. “Sjáðu til, Jakob,” sagði frú Rivett. “Það er alveg sem eg sjái það eða finni í anda, hve dagarnir líða þá fljótt og yndislega, við að hugsa um sitt eigið, ein, og hafa þig ávalt hjá sér.” “Einn fagran dag mun þessi ósk þín ræt- ast, kæra. Þú skalt bara sanna til,” sagði hann ástúðlega. “Og þá bý eg til kanelkökurnar, sem þér þóttu einu sinni svo góðar,” sagði hún bros- andi. “Já! En hvernig í skrambanum stendur á því að eldhússtúlkan býr þær aldrei til? Nú, jæja, það gerir ekkert til, eg ætla að bíða betri tíða. Og svo höfum við margt fleira að gleðja okkur við, er ekki svo?” Hann hló. Aðeins konan hans hafði heyrt hann hlæja nokkrum sinnum, þegar þau töl- uðu um sín hjartans málefni. Svo lyfti hún upp höfðinu sínu og hann kysti hana. Hann fór til New York þetta sama kvöld, til þess að vera þar yfir miðviku- daginn við ýmsar útréttingar, eins og vani hans var þann dag vikunnar. Alt gekk sinn vanagang og fátt bar til tíðinda á Adriutha. Samkvæmi, útreiðar og ýmsir leikir voru þar oft hafðir um hönd. ____ Sumir skemtu sér vel og lifðu ávalt í velsælu og paradísar gæðum, aðrir voru leiðir og þreyttir á öllu umstanginu, skrautinu og mun- aðarlífinuOg enn aðrir lifðu í heinium sælu- ríkra vona, ásta og framtíðardrauma. Út frá leikskálanum, þar sem ungu menn irnir skemtu sér við ýmsar íþróttir.og leiki, var herbergi eitt stórt og gamaldags, sem skreytt var innan með dýrafeldum og dýra- höfðum með starandi glasaugum, gömlum málverkum, byssám og öðrum skotvopnum. Þangaö gekk frú Rivett stundum inn með sauma sína og safnaðist þá venjulegast í kring um hana flest heimafólkið og skemti með sög um, sögnum og spennandi æfintýrum frá liðn um dögum. Stundum spilaði það þar, og stund um var líka sungið þar, en oftar komu þar þó saman ástaguðir og gyðjur, og léku þar sína hrífandi þætti hins dulræna ástalífs. D'ana sat oft við hlið frú Rivett og stoppaði í slifsi eða sokk, ef ekki var verið að leikjum. Stalst þá Edgerton til að færa stól sinn að hlið hennar og sagði henni sögur frá stúdentsáfum sínum í París, jafnfraipt því sem hann leitaðist við að lokka fram á varir hennar heillandi bros og dillandi hlátursöldur. sem ávalt snertu viðkvæma strengi í sálu hans. Stundum kom það líka fyrir að Christine settist á skammel við aðra hlið móður sinnar til þess að hlusta á Edgerton, og hin litla, góða kona fann til mikillar gleði yfir að sjá þau þannig í návist hvors annars. Og hún hugsaði margt, gamla konan, þó hún ekki vogaði að láta eitt orð í ljósi um þá ósk, sem hún bar i hjarta sínu. Hvað Christine og Edgerton viðkom, voru þau orðin hinir beztu trúnaðarvinir hvors ann ars. Það var einlæg vinátta, sem þó átti ekki neitt skylt við þær tilfinningar, sem Edger- ton bar til Díönu. En sem heimurinn misskildi og lagði út á annan veg. Gagurinn sem þau riðu öll út sér til skemt- unar, var Edgerton enn í fersku minni. Hann skammaðist sfn enn fyrir þau orð, sem hann hafði látið sér úr munni fara um fólkið á Adriutha Lodge. Og hann fann það með sjálf- um sér, að Díana hafði þá rétt fyrir sér, er hún setti ofan í við hann. Og hvað var hann annaö en vanþakklátur rakki, sem var óverð- ugur vinfengis D'önu. Og hin unga stúlka hafði samt fyrirgef- ið honum það.. En þessi snöggu umskifti og fljóta vinátta, sem stöðugt óx með þeim Chris- tine og Edgerton, gerði hana bæði undrandi og grama. Henni var ómögulegt að skilja á- stæðuna fyrir því. að hann svo snögglega fann gleði sína í návist þess fólks, sem hann fyrir skömmu síðan áleit óþolandi. Það var ekki fyrir það að hann vanrækti hana sjálfa. Hann var ætíð jafn elskulegur við hana og áður, og Sylvíettu líka. Hann var mikið með þeim, keyrði með þeim, reið með þeim og gekk með þeim, og var ávalt tilbúin að leggja þeim ráð og líknarorð, ef þess þurfti við. En vinátta hans og Christine kom með svo skjótri svipan og svo óvænt Díönu, að hún gat ekki gert sér grein fyrir ástæðunni. Flún undraðist yfir því. Hún athugaði vel hina ungu stúlku, og undraðist þá minna. Og þar sem hún þekti Edgerton ekki nægilega vel, eða ekki svo vel sem hún hélt, fór hún smám saman að efast um trygglyndi og staðfestu frænda síns. En það gerði henni ávalt þungt í skapi, þegar sú hugsun greip hana, og hún fór að skammast sín fyrir sig sjálfa. Christine Rivett var þar á móti mjög rík, og það einasta sem vantaði til að gera framtíð ’hennar glæsi- lega, var gott nafn, nafn eins og Edgertons. Hún skammaðist sín þó oft fyrir þessar hugs- anir. og reyndi að varpa þeim úr huga sér, en henni tókst það ekki, hversu góður og ástúð- legur sem Edgerton reyndi til að vera við hana og systur hennar. Á meðan þessu fór fram hafði Jack Ri- vett tekist að bola Curmew hersi frá hlið Syl- viettu, þessum óþekta flagara, sem alveg var sama um hvar hann leitaði fyrir sér. Og þegar hann sá að Sylv*etta var alveg útilokuð frá honum, sneri hann sér til Díönu með öruggri og fullri vissu um, að hún mundi ekki banda hendinni á móti öðrum eins manni og liann áleit sig vera. “Veiztu hva?S?” sagði Díana vlð Sy]- víettu eitt kvöld, er þær voru að hátta. “Eg held virkilega að Curmew liersir sé að verða ástfanginn af mér.” Það var hann líka, en þó á alt annan hátt en Díana gerði ráð fyrir. Og þannig leið sumarið á Adriutha, og Edgerton, sem ávalt stundaði sitt starf með áhuga og umhyggjusemi, fór smám saman að fella sig við fólkið og fjölskyldu herra Rivetts. Honum féll betur og betur við Jack og Christ ine Rivett, þrátt fyrir það þó hann fyndi það með sjálfum sér, að á sínum sælulífsárum hefði hann ekki gefið mikið fyrir þau. Hvað Sylvíettu og Dínu viðkom, þá áttu þær nú líka þarna orðið marga kunningja, og þess vegna var hann þeim ekki eins nauðsynlegur og fyrst. En þrátt fyrir það gat hann aldrei slitið huga sinn úr sambándi við Díönu. Við fyrstu viðkynningu þeirra varð hann snort- inn af fegurð hennar, og eitthvað var það innra hjá honum. sem tengdi hann við þessa stúlku, sem hann gat ekki skilið enn til fulln- ustu. Og síðan þau komu til Adriutha, virti^t sem bilið á milli þeirra ahefði víkkað. Díana aftur á móti gat ekki vel gert sér grein fyrir tllfinningum sínum gagnvart Edgerton. Hún fann til óumræðilegrar sælu þegar hún mætti honum í fyrsta sinn, og vegna þess að hún var kvenmaður, hugsaði hún það ennþá jafn ynd- islegt. Hún gat ekki gleymt þeirri stund, þar sem það hjá honum aftur á móti hafði birzt honum í þoku og draumamynd, hrífandi en óljósri. Hún mundi líka svo glögt málróm hans á þeirri fyrstu stundu, er hann talaði til hennar í vinnustofu sinni. Húsið, garðurinn á þakinu, hreiðrið og sólsetrið, á þessum gamla bústað hans, stóð henni altaf svo glögt fyrir hugskotssjónum. Og menn gleyma oft því, sem sagt er og skeður undir slík- ^um náttúrufyrirbrigðum — en kvenfólk gleym ir því ekki. Svo hvarfaði hugur hennar áfram til þess tíma, er þau komu til Adriutha. Það var ekki mikið að unna. Eitt bréf frá henni til hans og frá honum til hennar, éf til vildi líka eitthvað í sambandi við augun hans og rödd hans, sem nú var liðið burt. En var það í raun og veru nokkurs virði? Hvað hafði hún gert til þess að glæða það? Það var komið upp í vana fyrir henni að liugsa um alt þetta á kvöldin, þegar hún var komin í rúmið. Og hún hugsaði þá líka oft um hinn nýja og fljótráða vinskap milli lians og Chris- tine Rivett. Þetti gerði hana angurværa og leiða með sjálfri sér. En Sylvíetta sagði eitt kvöld þegar þær voru að aflkæða sig: “Væri það ekki undarlegt, ef Jim giftist þessu stúlkubarni?” “Giftist — henni!” endurtók Djana og reif sig upp úr sínu leiðinlega draumamóki. “Hann virðist vera mjög hrifinn af henni og ]iún er falleg,” sagði Sylvíetta brosandi. “Hvers vegna skyldi hann ekki giftast henni. ef hann finnur það út, að hún ann honum," sagði Díana stuttlega. “Mig undrar það, að hann skuli kæra sig um hana, vegna þess að hún er alls ekki við hans hæfi.” “Við hans hæfi! Hvað gerir það til? — Hann hefir býst eg við leyfi til að giftast hverri sem hann vill,” sagði Díana með þykkju. “Eða giftast hverju sem hann vill.” “Sylvíetta! Þér dettur þó víst ekki í hug að hann fari að gera nokkuð þvílíkt án þess að elska hana?” sagði Díana. “Eg veit ekki,” svaraði hún. “Hann er góður drengur og mjög vinveittur okkur, og eg trúi honum ekki til neins ills, en — hún erfir miljónir." “Hann gæti alls ekki gert það! — Og þar að auki er fjöldi af hans líkum, seiíí gjarna mundu —” “Hvers vegna verðurðu , svona voðalega æst, Díana? Hefir þú orðið vör við nokkurn sérstakan “karakter” hjá Jim Edgerton?” “Já------hann er tryggur og trúr sjálfum sér. — Hann er hugsjónamaður.----------Eg er ekki neitt þess konar — eg veit það vel.” “Mundir þú þá vilja gera það?” “Nei. -----Eg veit það ekki — Eg veit næstum því aldrei hvað eg á að ræða um við hann, þegar við erum saman. Við tölum oft- ast næi hvort við annað eins og tveir menn. En eg hefði mjög gaman af að vita hvernig honum lízt á mig, í samahburði við aðrar stúlkur. Eg vildi líka gjarna vita hvað hann hugsar um spilamensku ndna, vindlingareyk- ingar og------sem bæði þú og eg ættum að leggja niður. Og hvað hann eiginlega hugsar um alla okkar framkomu hér í húsinu og _______ heiminum. Eg hugsa annars að hann láti sig þetta litlu skifta. Lr hans starf nokkuð á annan veg en okkar?” spurði Sylvíetta blíðlega. “Hvers vegna ertu svona æst, kæra systir?” Eg er ekki æst. — Það er aðeins ýmis- legt, sem mér kemur í hug nú í seinni tíð. Og eg er kominn að þeirri föstu ákvörðun, að lfða hann ekki hér. Þetta er enginn staður fyrir hann. Hann hefir hæfileika, sem liggja ónot- aðir, sem krefjast stórra viðfangsefna. Hann Iætur sig berast altof létt með straumnum. Aðgerðaleysið er að eyðileggja hann.” Sylvíetta settist í ruggustól og rólaði sér fram og til baka, meðan húnathugaði systur sína, er stóð við rúmið rjóð og æst. é

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.