Heimskringla - 25.03.1931, Blaðsíða 5

Heimskringla - 25.03.1931, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 25. MARS 1931 HEIMSKRING-A 5. BLAÐSIÐA ustu skilyrðin þurftu þá heldur ekkl að vera jafn aflmiklir hæfileikar i öilum sveitum landsins, það var svo mikið komið undir því, hvað hjörð- in var leiðitöm og ótortryggin og nægjusöm. Var haft eftir Torfa Einarssyni í Klófa í Strandasýslu er hann var einu sinni alþingismað- ur Strandamanna, — að hann hefði eitt sinn átt að segja: Ef eg hefði endilega orðið að vera einhver ann- ar maður á landinu en eg er, þá hefði eg helzt kosið að verá Jón á Gaut- löndum. Jón á Gautlöndum var mik- ill höfðingi að verðleikum, en mér var vel kunnugt um það, að margir fleiri Þingeyingar stóðu honum jafn- fætis að öllu öðru en opinberri starfsæfingu, og heima í héraði voru völdin smámsaman að safnast á aðra honum jafnhæfa, þó honum færist allt slikt vel. Það er likast því að jafnvel einfaldir menn geti ekki lengur búið að eiginleikum sínum, ef þeir hafa stöðugar samvistir með miklum hæfileikamönnum. En allir verða fingurnir jafnir þegar i lófann er komið. Einn rúmskast fyr en annar, og allir vakna þó á endanum. Það var til þess tekið að á sumum sviðum Austurskaftafellssýslu væru menn lengst á eftir tímanum, á þeim árum sem eg var að alast upp. En nii standa engir Austurskaftafellingum ú sporði. Þeir beisla fossana og raflýsa bæina ekki einungis heima- fyrir, heldur smíða þeir einnig hey- vinnu vélar og tóvinnu vélar útum allt land. Austurskaftfellingur er forseti neðrideildar Alþingis, Þorleif- ur Jónsson á Hólum og Jón, sonur hans einn af listmálurum landsins. En alt þetta bendir á, að hinir síð- ustu verði fyrstir, og að ekkert er Það til, sem við í raun réttri höfum ástæðu til að miklast af. Frh. Hitt og betta Scotland Yard. Nú sem stendur er mikið deilt um Scotland Yard í blöðum Lundúna- borgar. Virðist þetta fræga lög- reglulið hafa tapað í áliti hin síð- ari ár, og liggja til þess ýmsar or- sakir. Aðallega er árásum Lundúna- blaðanna, og þá fyrst og fremst jafnaðarmannablaðsins “Daily Her- ald”, stefnt gegn yfirforingja lög- regluliðsins, Byng lávarði. Hefir Byng þessi verið foringi liðsins í nokkur ár, og síðan hann tók við því hefir liðinu hrakað í áliti. Byng lá- varður dvelur nú sem stendur í Niz- za og hefir verið þar sér til heilsu- bótar í heilt ár. Það, sem veldur því, að árásirnar á Scotland Yard eru háværari nú en áður, er morð eitt, sem framið var fyrir fáum vikum í Lundúnum — og sem ekki hefir enn tekist að ljósta upp hver framdi. Vinnukonan kom ekki heim um ise Steele að nafni, fékk frí kvöld nokkurt til að skila bók, er hún hafði að láni, á leigubókasafn. Atti hún að koma við i lyfjabúð einni fyrir húsmóður sína. Vinnukonan kom ekik heim um kvöldið og nóttina, en morgúninn eftir fann næturvörður lík ungrar stúlku við skógarjaðar í úthverfi borgarinnar. Var líkið alls nakið, nema hvað það var í sokk á öðrum fæti. 'Líkið var flakandi í sárum. og sýndi rannsókn, að það hafði ver- ið skorið með tvíeggjuðum hníf. Við nánari eftirgrenslan kom í ljós, að þetta var lík Luise Steele. — Scot- lan^ Yard tók málið þegar til með- ferðar, en ekkert hefir upplýst ann- að en það, að morðið hefir verið framið i bifreið — og að fleiri en einn karlmaður hafa staðið að því. Þar sem um 20 morð, sem framin hafa verið á nokkrum mánuðum, eru enn óupplýst og Scotland Yard getur ekki haft upp á sakamönnun- um, stígur óánægjan með hverjum degi; enda hefir stórglæpum fjölgað mjög í Lundúnum upp á síðkast- ið, og telja menn að það stafi af máttleysi Scotland Yard, sem er stjórnlaust að mestu. Má Scotland Yard muna sinn fífil fegri, er það var tilbeðið af næst- um hverjum manni fyrir slygni og hugrekki. — En ef til vill vinnur það álit sitt aftur, ef sjúki lávarð- urinn verður settur af. Myndablöðin. Danskur læknir hefir nýlega tekið sér fyrir hendur að rannsaka efni vikumyndablaða þeirra, sem gefin eru út i Danmörku, og athuga, hvort þau hefðu ekki ill áhrif á menning- arlegt ástand uppvaxandi kynslóðar. Hann las öll slík blöð í eina viku, frá 24. til 30. ágúst s.l. Hefir lækn- irinn svo gefið út bók um rannsókn- ir sínar. 1 henni stendur meðal ann- ars þetta: “Hvað viðburðalifið snertir, þá er því til að svara, að lífið í myndablaðaheiminum á sér enga stoð í sjálfu mannlífinu. Svo má segja, að í þessum blöðum hafi eg lesið um 67 atburði, og frá þeim er skýrt aðeins á tvennan hátt. Annar er mjög taugaæsandi. Glæpa sögurnar eru hræðilegar. Þessa einu viku las eg um 9 morð eða mann- dráp, tvær morðttlraunir, fjögur sjálfsmorð, eina nauðgunartilraun, þrjú rán, eina tilraun til upphlaups, tvö svik, þrjá stórþjófnaði, tvær smyglanir o. s.' frv.” Og að lok- um segir læknirinn: “Eg tel, að út- breiðsla þessara blaða sé vottur þess, að þjóðin sé ekki á háu menn- ingarstígi.” Múmian með gullkórónuna. I námunda við Kairo í Egypta- landi fanst nýlega gröf, sem talin er að vera 500 ára gömul. 1 gröf- inni fanst múmía (smurt lík) og hafði hún á höfði sér kórónu úr skíru gulli alsetta gimsteinum, enn- fremur voru á handleggjum mímí- unnar armbönd úr dýrindis gim- steinum og gulli. Hvfta eitrið. Nýlega hefir franska lögreglan tekið kokain- og heroin-forðabúr & sitt vald frá smyglurunum. Var forðabúrið í einu af úthverfum Par- ísar. Frönsk og amerísk lögregla vinnur saman að þvi, að hafa hend- ur í hári eitursmyglara. Talið er að kokainið og heroinið, sem franska lögreglan náði, hafi verið 40—50 miljóna franka virði. i Prentun- The Viking Press, Limited, gerir prentun smáa og stóra, fyr- ir mjög sanngjarnt verð. Ábyrgjumst að verkið sé smekklega og fljótt og vel af hendi leyst. Látið oss prenta bréfhausa yðar og umslög, og hvað annað sem þér þurfið að láta prenta. Bækur og stærri verk gerð eftir sérstökum samingi. THE VKING PRESS LTD 853 SARGENT Ave., WINNIPEG \ & * Sími 86-537 * TREMONT BLOCK 694 Sherbrook Street ELSINORE APARTMENTS 677 Maryland Street í þær 28 íbúðir, sem eru í stórhýsi því, sem hér að ofan er sýnt, er Arctic’s Ice-Machine deildin að ljúka við að setja inn hina frægu “Commander’’ tegund af ísvélum. Hinn vel þekti S. M. P. stál kæliskápur (sjá mynd í miðju) er í hverju eldhúsi í þessum 28 íbúðum. Arctic’s Ice-Machine deildin er rétt að ljúka við að. setja hina frægu “Commander’* tegund af ísvélum inn í 28 í- búðir. í stórhýsi því, sem sýnt er hér að ofan. Hinn vel- þekti S. M. P. stál kæliskápur, sýndur í miðju, er í hverju eldhúsi í þessum 28 íbúðum. S. M. P. STEEL REFRIGERATOR Þegar lokið er viS að setja vélar þessar í Elsinore Apartments og the Tremont Block, hefir “Arctic” sett hinar frægu “Commander” tegund ísvéla inn í fim stórhýsi Union Loan and Investment félagsins, sem gerir stórhýsi þessi ein meS þeim fullkomnustu í borginni Winnipeg. Auk þeirra. sem að ofan eru nefndar, höfum vér sett þær inn í The Monterey Apts, 45 Carlton St., The Camelot Apts., 400 Assiniboine Ave., og The Trevere Apts., 300 Furby St. Og af ótal fleiri slíkum verkum gerðum af “Arctic” á síðastliðnum tveim árum, er ekki efi á því, að the “Commander” er nú orðinn uppáhald meðal eigenda stórhýsa í bæjum. Arctic vill hér með þakka The Union Loan and Investment félag- inu fyrir hin mikilsverðu viðskifti á liðnum árum, og vonar að mega njóta þeirra framvegis. “Let ARCTIC Quote You On Ice Machine Service” The Arctic Ice & Fuel Co., Limited Phone 42 321

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.