Heimskringla - 15.04.1931, Page 3
WINNIPEG 15. APRIL 1931.
HEIMSKRINGLA
3 BLAÐSTÐA
ineð hann — hinn hafði sokk-
ið strax og ,vir*ist meðvitunrl-
arlaus, þegar þeir komu upp.
Segja menn, að Sigtryggur
hefði getað bjargað sér, ef
hann hefði slept hianninum.
En það gerði hann ekki og fór-
ust þeir þar báðir, svo að eigi
varð að gert. Kendu menn um
straumþunga, dýpi og illri að-
stöðu. Þótti að Sigtryggi hinn
mesti mannskaði, ekki einung-
is frændum hans og vinum, er
voru margir, heldur og öllum,
sem til hans þektu. Svo er sagt
að Sigtryggur þennan morgun
kveddi móður sína með þeim um
mælum, að verið gæti að þau
sæjust ekki framar. Á hann að
hafa dreymt fyrir dauða sín-
um, án þess þó að segja draum
inn. Að honum látnum tók
yngri bróðirin við búinu og
býr með systur sinni.
Hér áttum við ágæta nótt —
hvergi betri. Við Marta höfð-
um heilt herbergi fyrir okkur
tvær, með tveimur góðum rúm
um. Fengum kaffi í rúmið,
fórum seint á fæbur og sváf-
um úr okkur lúr og þreytu.
Bezt gæti eg trúað að Helga
liafi gengið úr rúmi fyrir okk-
ur. Þegar við komum á flakk,
eða rétt á eftir, mættum við
Brimneshjónum, sem þá voru
að koma út. Auðvitað var
‘heimafólk löngu komið á fæt-
ur og sjálfsagt búið með rnorg-
unverk sín. Kl. 10 f. h. kvödd-
um við þau systkini og riðum
áfram, svo sem til var ætlast.
Réttarholt. — Þar áðum við
næst. Bær sá er skamt frá
Framnesi og í leiðinni fram að
Flugumýri, og þangað var ferð
inni heitið þeim megin vatna.
1 Réttarholti var mér sagt að
byggi stórefnað fólk og ná-
frændur dr. Rögnv. Pétursson-
ar í Winnipeg. Þar var okkur
einnig vel tekið. Ungfrú María
Rögnvaldsdóttir las okkur
kvæði — Minni Vestur-ísl. —
eftir sjálfa sig. Hafði verið til
þess ætlast að það væri flutt
á Þingvöllum. En af því varð
þó ekki, en það hafði verið
flutt á Hegranesþingi sunnu-
daginn næstan áður — eitt af
því marga, sem búið var þegar
við Marta komum þangað. Mér
fanst kvæðið skáldskapur að
efni og formi, og sérlega vin-
gjarnlegt. Gæti eg trúað, að af
öllum þeim sæg af samskonar
kvæðum, sem ort voru heima
um sama efni, stæði það fáum
að baki, ef nokkrum. Kvæðið
gaf hún frænda sínum dr. Rögn
valdi Péturssyni. Bjóst eg við
því í Heimskringlu fyrir löngu.
En úr því það er enn ókomið,
vonast eg eftir því í Þjóðræknis
Tímaritinu. Eg hefði reynt að
' fá þetta kvæði, ef öðruvísi
hefði á staðið.
Flugumýri. — Frá Réttar-
holti riðum við fram að Flugu-
mýri, hinu fornfræga höfuð-
bóli Gissurar. Hvergi sá eg
sýrukerið, sem barg þeim herra
En þar þótti mér fallegt, eins
og reyndar allsstaðar í Skaga-
firði, eða víðast alla leið norð-
an frá sjó og fram til fremstu
dala. Fyrir miðju héraði, eða
nokkru vestar, blasir við Mæli
fellshnúkurinn — all einkenni-
Iegur — og heldur þar vörð um
héraðið að sunnan, líkt og
Tindastóll að norðvestan. Fjölh
in austan og sunnan eru sund-
urskorin mjög, og mynda dali
— alla bygða, að mig . minnir.
Suðaustur af Flugumýri er
Djúpidalur; þar niður rennui
Djúpadalsá. Frá þeirri á er raf-
magnsorka bæjarins. Var mér
sagt að Flugumýri hefði verið
fyrsti bær raflýstur í Skaga-
firði eða Skagafjarðardölum.
Var mér og sagt að þrír aðrir
bæir þar fram væru nú og að
gera það sama. Þeir sem hafa
raflýst hús, nota rafmagnið til
allrá liluta, svo sem matreiðslu
upphitunar, o. s. frv.. Fallegt
þótti mér á Flugumýri eins' og
annarsstaðar í Skagafirði; og
^vidswa^
SUMAR VERÐ Á IS
1 mai til 30. september, 1931.
5 mánaða ísbirgðir 12% pd. daglega, Q CA út í hönd
Borgist að fullu 11. mai 1931. I O.UU
12 V2pd. daglega með 12%, pd. aukreitis
daglega fyrir júlí og ágúst ........
25 pund daglega, sett í kæliskáp.
inn ..............................‘T’..
$16.20 “lh"d
$19.50 út'“"d
COUPOM
BÆKUR
20 tickets—25. pd., hvert ...$5.00
8 tickets—25 pd., hvert ...$2.00
20 tickets—50 pd., hvert ...$6.65
9 tickets—50 pd., hvert ...$3.00
1405 Portage Ave.
Phones: 39 500-39 217
KINGFISHER”
GILL NETTING
Made by JOSEPH GUNDRY and CO. LTD.
BRIDPORT, ENGLAND
ESTABLISHED OVER 250 YEARS
BEST QUALITY LINNEN GILL NETTING
SUPER QUALITY SEA ISLAND COTTON
FÁIÐ OKKAR PRÍSA ÁÐUR EN ÞÉR KAUPID
Office and Warehouse: 309 Scott Block, Winnipeg
W, Flowers,
SALES REPRESENTATIVE
PHONE 86 594
þér sem
notiS
TIMBUR
KA UPIÐ
A
The Empire Sash & Door Co, Ltd.
BirgSlr: Henry Ave. Eaet Phone: 26 356
Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton
verð gæði anægja.
þó er það nokkuð misjafnt eins
og annarsstaðar.
Að Flugumýri var gott að
koma, enda þótt Jón bóndi léti
ekki sjá sig. Veður var gott og
ágætur töðuþurkur, og mikil
taða lá á túni, svo hann átti
víst annríkt. En sonur hans ____
Sigmar minnir mig hann héti—
hinn efnilegasti maður, ann-
aðist móttöku gesta ásamt móð
ur sinni, og skorti því hvorki
gestrisni né vingjarnjegt við-
mót. Samt sá eg bónda álengd-
ar, og leizt, sem þar mundi
maður, sem vissi hvað hann
vildi — og gerði það.
Frá Flugumýri riðum við
sömu leið til baka, og niður i
Hólmann, ekki langt frá, eða
fyrir framan Framnes, og áð-
um hestum okkar nálægt
Skinnþúfu. Þar sá eg fallega
hesta býsna marga. Þá riðum
við yfir Hólmann og yfir Hér-
aðsvötnin á brú, og sem leið
lá vestur að Reykjafossi í
Svartá. Þangað var ferðinni
heitið, svo við fórum þar af
baki, áðum hestum okkar og
tókum mynd af fossinum, sem
er allmikill og rennur áin í
svaðalegum gljúfrum þar fyrir
neðan.
Eins og áður er getið, var
veður hið blíðasta, verulega
heitt þenna dag. Á eyrunum og
í mónum þarna við ána, var
mikið af smáflugum, mýbiti.
Létu hestarnir illa við því, og
trússahestur okkar gerði okk-
ur þann ógreiða að ösla yfir„
ána meðan við vorum að mynda
tökunni. Reið Gunnlaugur yfir
eftir honum. í þeirri ferð komst
hann að þeirri markverðu nið-
urstöðu, að bezt mundi fyrir
okkur að ríða vestur yfir ána.
Myndi þaðan skamt á þjóð-
veginn, þ. e. bílveg. Annars
ætluðum við sömu leið til baka.
Varð það að ráði. Trússahestur
inn fékk að fara yfir aftur, og
nú fórum við með. Tóku þær
Marta og Sigurlaug myndir af
okkur úti í ánni, sína myndina
hvor, svo þær urðu sín á hvorri
en við Gunnlaugur og hestarn-
ir á þeim báðum. Ekki þorði
Gunnlaugur að sleppa mér einni
yfir ána, ef ske kynni að mig
sundlaði, og riðum við því sam-
hliða. En mig sundlaði ekki
minstu vitund og eg kunni á-
gætlega við mig á hestinum,
sem bar mig yfir ána; enda var
áin ekki djúp — í kné, meira
eða minna. Eg hefi áður getiö
þess, að við stúlkurnar riðum
tvívega í hnakk. Búningur okk
ar voru knébuxur og treyjur
aðsniðnar í mitti, ein- eða tví-
hneptar, en víðar um lær og
| lendar; rubber-stígvél knéhá,
leða því sem næst, og háttkúfur
'á höfði. Allir höfðu með sér
j regnkápur oftast hvert Fbm
menn fóru. Eg er með regn-
hatt kollótt^n að kalla, og frem
jur hokin í sæti. Þykir mér mik
;ið fyrir því hvað kerlingarleg
|eg er á hestinum — vildi nú
helzt fara heim aftur og vita
hvort eg ekki gæti setið betur
En það væri, jú, helzt til mikið
lagt í sölurnar. En hvað um
gildir, þá þykir mér mjög vænt
um þessar myndir. Þegar eg
horfi á þær, lifi eg að minsta
kosti upp ánægjuna af að vera
á hestbaki — án sársaukans,
sem var því samfara. Má vera
að af því hafi eg borið mig svo
illa, að mér leið ennþá ekki
sem bezt líkamlega. En sú kom
þó tíð, áður en lauk þessari
norðurför minui, að eg vandist
hestbakinu. En þá voru engar
royndir teknar. Myr.davélin var
])á tóm, og ekki hægt úr því
að bæta.
Eins og Gunnlaugur gat til,
kcmum við bráðlega á bílveg-
inn og létum nú spretta úr
spori. Hestar austan Héraðs-
vatna eru flestir bílhtæddir,
enda óvanari þeim en hestar
vestan megin þeirra. Við urð-
um því að gæta okkar vand-
lega og hleypa af veginum með
an bílar fóru framhjá. Því þó
litlu fallegu íslenzku hestarn-
ir séu fráir á fæti, hlaupa þeir
ekki bílana af sér. En alt gekk
þetta slysalaust. Hér liggur veg
urinn hátt, eftir ásum og mela-
hryggjum. Útsýn út og suður
og austur yfir hin bezta, enda
veður yndælt Fanst mér sem
hvergi hefði eg séð fegurri
sveit á íslandi, og sízt of mik-
eg eða hafði mikið heyrt um
hana talað. Einhvern veginn
greip sú hugsun mig, að
aðsvötnin tækju óþarflega
ið af þessu fagra, víðáttumikla
sléttlendi. Mér fanst eg alt
gjnu sjá svona landflæmi í
Ameríku, og mikilvirka menn
og vélar, að marka þeim bás
— vötnunum, og fáeinum vik-
um, mest mánuðum seinna,
þetta mikla undirlendi þakið
knéháu korni, sbm gengi í
bylgjum, iðgrænt fyrir hafgol-
unni. Vökudraumur, og sjálf-
sagt barnalegur, því “oft mæla
börn sem vilja. En í þessari
fögru sveit eru “bændabýlin
þekku í þrí- og fjórsettum röð-
um, og sumstaðar meira, mikið
meira norðar í bygðinni. Og
einkennilegur tcmleiki grípur
hugann—söknuði blandin heim-
þrá—sem við útlendingar vitum,
að ekki verður fullnægt — við
erum á förum heim í annað
sinn. —
Mér hefir láðst að geta þess.
að í þessari ferð komum við að
Hofdöl.um. Þar býr bóndinn og
skáldið Jónas Jónasson, sá er
orti og flutti minni Vestur-ís-
lendinga að Hegranesþingi. —
Þetta kvæði gaf hann mér og
mælti svo fyrir að eg fengi það
skólabróður sínum og vini, —
skáldinu Þ. Þ. Þ., til birtingar
í “Sögu’’. Kvæðið sendi eg Þor-
steini gegnum HeimskrínglU,
því ekki hafði eg áritun hans.
En með því að eg sá þess ekki
getið í Heimskringlu í yfirliti
því, er nefnt blað gefur yfir
síðasta hefti Sögu, — sem út-
gefandinn vill ekki senda mér
fyrir hönd Jóns Trausta, þrátt
fyrir ítrekaðar bænir mínar,
bréflegar og munnlegar, —
býst eg við að taka mér það
Ressaleyfi >að setada Heims-
kringlu það til birtingar bráð-
lega. Eg vil taka það fram, að
það sem eg hér segi viðvíkj-,
andi sendingu á Sögu, er það
ekki gert í aðfinsluskyni né af
gremju. Þ. Þ. Þ. hefir sínar á-
stæður hér til, sem ekki snerta
mig persónulega. Og eg vil bæta
því við, að eg á vini mínum
Þ. Þ. Þ. og frú hans að þakka
ágætar viðtökur, þær fyrstu er
eg mætti hjá löndum í Winni-
peg s.l. sumar; og er eg ógleym
in á það, sem og alt vingjarn-
legt og gott frá fyrri árum —
einnig ógleymanlegt. Og að síð
ustu bæti eg þessu við: Jón
Trausta vantar Sögu, og mun
borga hana — taka henni sem
velkomnum vini — ef hún kem
ur. -— útúrdúr enn einu sinni,
segir fólkið, og það er satt. Bið
eg það því fyrirgefningar.
Mér þótti sérlega fallegt í
Hofdölum. Við komum þangað
nokkuð seint. Samt voru allir
að heyvinnu. Jónas bóndi var
að flytja inn töðu af túni sínu.
Samt hætti hann og kom heim
og var hinn þægilegasti. Ekki
varð viðstaðan þó löng, sökum
þess, að áfanga- og næturstað-
ur var annarsstaðar ákveðinn.
En sem sagt, mjög áliðið dags.
Það er undarlegt, hvað leiðin
frá Brimnesi og fram að Fram-
nesi — fyrsta dag — eða kvöld-
leiðin okkar er óglögg í huga
mínum, eins og í þoku; og þó
man eg. að eg var hrifin af
öllu er fyrir augun bar. Af öllu
öðru, sem eg sá í þessu ferða-
lagi, hefi eg glögga mynd í hug-
anum, sem eg get kallað fram
hvenær sem eg vil. Máske var
eg drukkin af unaði. Mun það
næst sanni. Man eg t. d. það
eitt um Hofdali, að hús standa
hátt og hallar túni til vesturs,
og að sá halli er mikill. En nið-
ur um hvað, og að hverju? —
Sléttlendinu fagra, meðfram og
á milli Héraðsvatna — ef minn-
ið ekki svíkur mig hér. Sem
sagt, viðstaðan varð ekki löng.
Við riðum í einum áfanga það-
an að Framnesi, og gistum þar,
sem fyr segir.
Þenna umrædda dag, þ. e. a.
s. þann 19. júlí. riðum við sem
leið lá norður að vestan verðu
Þau hjón Gunnlaugur og Sigur-
laug höfðu ákveðið gististað
að Litlu-Gröf. Leið okkar lá
rétt fyrir ofan Páfastaði. Eg
hafði mikið heyrt látið af bú-
skapnum á Páfastöðum og lang
aði mjög til að koma heim þang
að og sjá með eigin augum það
sem séð yrði. Varð það úr, að
við riðum heim þangað. Var
um ^ccccccccaecccc,
iginn ^
mik |
nikla 8 OUdl IU
alt í 8 ____
um
það bil
$30
Með því að liagnýta yður
HID SÉRSTAKA
TILBOÐ VORT Á STÓM OG VATNSHITUNARVéLUM
Ef þér Iátið setja inn hjá yður rafmagns3tó
meðan á framboðssölunni stendur sparið þér
frá $18 til $20 í vírlagningu.
—EINNIG—
Gefum vér hverjum rafmagnsstóar kaupenda
er notar Hydro rafafl, SLAVE FALLS LOAD
BUILDING ARÐSKÍRTEINI er heimilar mót-
takanda ókeypis not af rafafli uppá $10.00
é
TIL SAMANS ER ÞARNA SPARAÐ UM
$30
En ef þér viljið heldur kaupa eldastóna annars
staðar, þá megið þér það, tilboðið gildir eftir
sem áður. Allir rafáhalda verzlunarmenn
geta tekið þátt í þessari framboðssölu.
NÚ ER TÍMI TIL AÐ KAUPA RAFELDASTÓ OG
SPARA SEM SVARAR $30
AÐEINS
$15 Niðurborgun
og stóin er flutt
heim til yðar.
Cfhj of Wfiinfpeg
HydroIlectrfcSustem
Afborganir
sími 848 133
Jmeð
PRINCESS* ST.
vægum
skilmálum
Það er all einkennilegur karl, megin dyra píanó, og innar
gamall búfræoingúr, að mér þfiim megin borð og stólar. —
var sagt seinna. Ber jörðin minj innar nær stafnglugga, hæg-
, * . , .. indastólar fóðraðir og einn
ar þess, að honum hefir orðið , ,.
K ’ ruggustoll. A veggjum myndir
not að námi sínu. Þegar kveðj- af ýmsum og ýmiskoifar lands-
um var lokið, spurði Albert, íagsmyndum. Ein af þessum
hvert ferðinni væri heitið, að myndum var af söngmanninum
góðum og gömlum sið. Gunn- sigurði Skagfield, því hér átti
laugur sagði sem var að hann heima. Kona hans er dótt
Litlu-Gröf . næsta bæ. Þar jr Alberts og konu hans Helgu
býr frændkona Sigurlaugar ólafsdóttur; og var mér sagt,
konu hans. Albert getur þess, ag jjfjn stæði fjTir búi foreldra
að þar muni rúmlítið fyrir 4 smna) ,þ e a s þeim hluta
næturgesti í viðhót, því að þar þesg) er nióður hennar tilheyrði
séu gestir fyrir. Gunnlaugur — en ag garnia konan væri nú
tók þessa bendingu svo, að ag mestu leyti sezt í helgan
bóndi myndi eigi ófús að hýsa sfem> Samt er hún ernleg og
eitthvað . af okkur, og frétti enn hin myndariegasta. Hún
hvort hánn gæti það. Albert Spurgj mjg eftir Magnúsi Jóns-
kvaðst skyldi sjá kvenfólkið og gynj fr^ p'jaiij) öldungnum okk-
vita hvað það segði. Þegar að ar hlinda, og fólki hans, og
hann kom aftur, kvað hann okk bað mjg ag hera þeim kveðju
ur gistingu velkomna, ef við sjna-
gætum gert okkur að góðu að prh Skagfield er hin við-
sofa í baðstofu innan um heim- hynnilegasta kona; blátt áfram
ilisfólk. Hér var auðvitað að- en vingjarnleg og myndarleg.
eins um ókkur Mörtu að ræða, i jyj£r var sagt ag hún væri ein
því þau Gunnlaugur og Sigur-'af mestu búkonum í Skaga-
laug héldu að sjálfsögðu áfram f jrð;
að Litlu-Gröf til venzlafólks | Eklíi höfðum við Marta set-
síns. Við tókum boðinu með jg lengi, er inn kom sonur
þökkum auðvitað, þótt undir- þ6irra Skagfields hjóna, fjör-
niðri hlökkuðum við ekkert til hnokki hinn mesti, 6 til 8 ára.
þess. Það er ógaman fyrir kven Var hann að spjalla við okkur
fólk að hátta í rúm, þar sem m,eðan móðir hans gekk um
karlmenn sofa í næstu rúmum, beina. Spurðum við hann, hvort
á móti og samhliða — kven- hann ætlaði að verða söng-
fólk sem öðru hefir vanist mest maður eins og faðir hans. Kvað
an hluta æfi sinnar, og eg var
orðin því óvön. Á því lét eg
auðvitað ekki bera. Að fengn-
,nm þessum málalokum, riðu
þau hjón að Litlu-Gröf, eins og
til stóð og tóku með sér hesta
okkar, en okkur var boðið til
stofu. Það var rúmgott her-
bergi. Við aðra hlið stóð upp-
búið rúm nærri dyrum. Hinu-
(Framh. á 7. síðu.)
* FRIGIDAIRE
Onlu $ 10 Cash
Balance 2 Years
E.NESBITT LTD.
Sarqent at Sherbrook
■kTHE beSt in radio*!
ið af þeirri fegurð látið, og hefijbóndinn Albert Kristjánsson úti.
ÞETTA ER HIÐ NAFNTOGAÐA BLUE RIBBON— KEIM
GÓÐA KAFFI — KEMUR f RAUÐUM BAUKUM MED TIL-
HEYRANDI LYKLI — JAFNAN TEKIÐ FRAM YFIR
ANNAÐ ÞEGAR UM GÆÐI ER AD RÆDA.
Blue Ribbon Limited
WINNIPEG
CANADA