Heimskringla - 15.04.1931, Blaðsíða 6

Heimskringla - 15.04.1931, Blaðsíða 6
• BLiA£>SI£>A HEIMSKRINGLA WINNIPEG 15. APRIL 1931. JAPONETTA eftir ROBERT W. CHAMBERS. * Snúið hefir á íslenzku Davíð Björnsson Hún reif sig lausa úr örmum hans en hönd hans slepti hún ekki. “Þú — þú hefðir ekki átt að kyssa mig,’’ sagði hún loksins stamandi. “Þú mátt aldrei gera það aftur — aldrei. Hún lyfti upp hönd hans og lagði hana við vanga sinn. “Ekki elska eg þig minna fyrir það/ sagði hann. “Þú mátt ekki tala þannig---------•” hikaði og hneygði höfuð sitt kafrjóð. Hann lyfti því upp, horfði blítt og ástúðlega í augu hannar og kysti hana aftur. Þegar hann slepti henni, hallaði hún sér hljóð upp að byrkitrénu-og huldi andlit^sitt í höndum sér. Þegar hún, eftir stutta stund hafði jafnað sig ofurlítið, talaði hún svo lágt að hann mátti beyja sig niður að henni til þess að heyra hvað hún sagði. “Þetta er í fyrsta sinn, sem eg hefi framið svona heimsku, að láta karlmann kyssa mig. _____Þú mátt ekki gera það aftur. Eg veit alls ekki hvernig eg á að taka því. Eg get ekki elskað þig. Þú veist það." Hún leit í augu hans. “Veistu það ekki, Jim?’’ “Jú,” sagði hann þrjóskulega. “Þú veist vel að eg get það ekki. Og þú getur ekki heldur elskað mig." “Eg hygg að það ætti að vera þannig. En eg get ekki hjálpað því,’ ’sagði hann. Og nú var sú stund komin sem hún á- kvað að framkvæma ráð sitt — örlaga — augnablik'ð — skilnaðarstundin. “J»ú getur ekki elskað mig, Jim!” sagði Díana. “Þú veist hvað eg er! aðeins, yfir- borðið. smávægileg skemtana-drós, er selur viðfeldni sína og kunnáttu af því það er létt- ara og þægilegra heldur en að stunda heiðar- legt og sjálfstætt stari. Hvernig getur maður eins og þú fengið sig til að elska einlæglega svoleiðis stúlku?" Hún stóð upp og hallaði sér upp að trénu sem hún sat undir. Edgerton stóð einnie á fætur og gaf hönd hennar lausa um leið. Hún lagaði á sér hárið, dustaði fisið af fötum sínum, strauk hönd sinni yfir hvarmana og horfði niður á grasið. Þegar hún leit aftur upp til Edgertons, sagði hún brosandi: “Svoná lagaður söngleikur hefir enga nytsemd eða fullnægingu í för með sér, og eg vona að þú látir ekkert slíkt trufla þig, né ógna þér, og sjálf vil eg heldur ekki leika í þannig leik, því lífið er alvarlegra en leik- sviðið. Eigum við að fylgjast að til baka aftur, veginn frá hinu horfna draumalandi og liðnum dögum? Og eigum við ekki að halda áfram að vera góðir vinir?--------Og — á eg ekki að fyrirgefa þér það, sem þú freistaðist til að gera þennan fagra sumardag?" “Eg vildi óska þess að þú vildir giftast mér”, sagði hann fast og ákveðið “Hvað!” sagði hún og lét sem hún yrði yfir sig undrandi. “Eg að giftast þér!” “Já, viltu verða konan mín?” Díana hló svo hátt og hjartanlega yfir þessari látlausu og einlægu spurningu hans. að það verkaði á han neins og svipu högg og blóðið þaut með hraða upp í kinnar hans, og sjálf var hún alveg forviða yfir því hve meist- aralega vel hún gat hulið tilfinningar sínar. Hún sagði: “Gifta mig! Nei. Eg vil ekki giftast þér! Guð hjálpi mér! Heldur þú virkilega að eg fari að giftast samkvæmis herra, stórum. sterkum, og stæðilegum manni, sem gerir sér það að góðu að vera aðeins undirtilla annara við fánýtt starf, og sem ef til vill hefir hvorki vilja eða löngun til þess að koma ser áfram og starfa og stríða, sem karlmaður.” Dökkir lfekkir settust að í andliti Ed- gertons. Brúnirnar sigu og varirnar voru þétt klemdar saman, svipur hans var samt ekki óþýður en fastur og ákveðinn. Díana lét, sem hún tæki ekki eftir þögn hans né litbrigðum. Hún hélt áfram tali sínu fjörlega og hlæjaiídi: “Vitleysa! Ung stúlka, sem hefir í sér svolítinn snefil af glaðlyndi og björtum fram- tíðarhugsjónum, getur ekki undir neinum kringumstæðum fengið ást á slíkum manni. Ekki einu sinni þó hún vildi, því hvernig ætti hún að geta litip upp til hans? ------Þú ert mjög góður, viðfeldinn og vingjarnlegur við alla, og sérstaklega þó við Sylvíettu og mig, og mér þykir vænt um þig----------og sannast að segja fanst mér ekki meira til um að þú kystir mig heldur en það hefði verið hún Sylvíetta systir mín. Og það er alls ekki í huga mínum ennþá að verða ástfangin af nokkrum karlmanni. Það geta orðið vikur; mánuðir og ár þangað til, og ef til vill verður það aldrei — aldrei!” Díana hló aftur sorglausum hlátri, um leið og hún lagði hönd sína á handlegg hans. jooooBooooooooooooBoooooooooooooeooooooooooecooococooe RpbinlHood Rdpíá OdtS Betra því það er “PÖNNU ÞURKAД jroooooooooooooooooooooooeoooecooeoooooooooooooooooooíi “Þú skilur mig, Jim, er ekki svo?” spurði hún blíðlega. “Þú átt svo margt eftir að læra enn, Jim. Og þú mundir ekki verða ánægður með mig." “Þú munt hafa alveg rétt fyrir þér, Dí- ana,” sagði hann fast og ákveðið. “Eg var flón og fór of langt. Það er sannarlega þess vert að leggja mikið á sig þín vegna og vinna fyrir þig.” Þau gengu saman heim á leið og hún hélt í handlegg hans og hallaði sér lauslega upp að honum. “Jim! Hefi eg móðgað þig voðalega,” spurð^, hún næstum því of blíðlega, að henni fanst. “Nei, það veit guð að þú hefir ekki gert.” “Eg mundi elska þig ef mér væri það mögulegt,” sagði hún hughreistandi. “En það er ekki til í mér að hafa löngun til þess að giftast manni, sem hefir ekki hærri fram- tíðarhugsjónir en þú virðist hafa. Eg veit. eg muni vera of opinská og hreinskilin að ^egja þér þannig meiningu mína. En eg vona að þú reiðist mér ekki fyrir það.” “Nei, það geri eg ekki. Mér er þetta alt saman mátulegt,’ ’sagði hann. Edgerton tók þessari hörðu útreið og ofanígjöf sem maður. Og þá fyrst bilaði hana mótstöðuaflið. Og hún snéri sér frá honum til þess að hann skildi ekki sjá tárin. sem voru við það að hálfblinda augun hennar. Þau gengu þegjandi og alvarleg yfir eng- ið og heim að húsum. Díana rétti honum hönd sína að skilnaði og gekk svo hægt og hugsandi upp í herbergi sitt til þess að hafa fataskifti áður en sest yrði að borðúm. Og þar fann Silvíetta hana á hnjánum út við gluggann með hönd undir kinn, og brúnar hárkrullurnar liðuðust niður um fölt og út- grátið andlitið . “Díana! Hvað gengur að þér kæra syst- ir?” hrópaði húp. Díana stóð upp hægt og þreytulega, um leið og hún reyndi að hylja sálarstríð sitt. “Ó, ekki neitt sérlegt,” sagði hún. “Eg hefi aðeins verið viðbjóðslega vond við Jim.” “Eg hélt þó að það hefði staðið nær huga þínum að vera góð við hann,” sagði Silvíetta stillilega. “Og það hefi eg líka verið að vissu leyti, en hann veit það ekki,’ ’sagði Díana. Silvíetta stóð um stund þegjandi og virti systir sína fyrir sér, með ástúðlegu augnaráði. “Eg vil ekki að þú hafir nokkra með- aumkvun með mér Silvíetta. Eg stenst það ekki”, sagði hún. “Nei-------. Ekki fyrst þú kærir þig ekki um það. — Á eg að gera í stand baðið handa þér? — Og hver heldur þú, að sé kominn?” Díana leit spjrrjandi til systur sinnar. “Ungi maðurinn, sem þú daðraðir mest við í Kína!” “Og hver þeirra?’ spurði hún einfeldnis- lega. “Billy Inwoodd!’ Það byrti mikið yfir svip Díönu við að heyra þessa frétt. “Svo Billy Inwood er kominn. Sá húðar- selur slapp frá mér í Kina rétt um það leyti, sem eg var að ná góðu haldi á honum. Hann fór þá að elta einhverja unga miljóna mær, sem kom þangað til dvalar yfir stuttan tíma. Eg þarf að tala við þann dreng og vita hvert eg get ekki dregið með því svolítið úr sálar kvölum mínum, sem eg umfram alt verð að dylja.------Það er mikið mannsefni í þeim pilti, Silvíetta.’’ Nokkrum mínútum áður en sest var að borðum, gekk Billy Inwood inn í stofuna og heilsaði fyrst upp á Mrs. Rivett. En þegar hann kom auga á Díönu, sem rétt á eftir kom inn úr dyrunum, gekk hann hvatlega á móti henni og rétti fram báðar hendurnar. “Díana!’’ Hrópaði hann. “Eg bjóst ekki við að sjá þig hér! Eg er mjög glaður yfir þvf að hitta þig aftur.------Nei! og Silvíetta hér líka! Þetta er blátt áfram dásamlegt. Eg----------” örðin dóu á vörum hans og hann varð eldrauður í framan í því hann gekk fram og heilsaði Mrs Weymss. Það var aðeins eitt ár síðan að hún hafði fengið skilnað frá manni sínum, og þá var hún há og grönn og mjög lagleg kona. En á þessu eina ári hafði hún fitnað ósköpin öll, svo hin barnslega æskufegurð, siem áður hvíldi yfir svip hennar var nú horfin. Hann þekti hana þó undir eins og honum varð svo mikið um að sjá hana þarna að honum fanst alt hringsnúast fyrir augum sér. “Góðan daginn,’ sagði hann. “Það kemur mér sannarlega á óvart að þú skulir vera hér, Lilly---------.” “Það var ánægjulegt,’’ umlaði Mrs. Wem- yss, brosandi um leið og hún hvíslaði í eyra hans þessum orðum. “Eg er Lilly Wemyss. Eg hefi tekið upp mitt fyrra nafn. Mundu eftir því að þú mátt ekki kalla mig Mrs. Ath * erstane!’ Billy heigði sig til smþykkis orðum henn- ar og þvingaði sig til að brosa. Og það þving- unar bros leið ekki af vörum hans á meðan setið var yfir borðum. Billy Inwood leiddi Christ ine til borðs, og léttur sem fjöður hvíldi armur hennar á handlegg hans. Þau töluðu saman hlýtt og vinsamlega en samræðurnar voru langt frá því að vera fjörugar, því af einum eða öðrum ástæð- um fanst honum hann ekki hafa neitt til þess að segja við Christine. Það var engu líkara en hann væri þræl- bundinn Mrs. Wemyss, því augu hans leituðu stöðugt yfir að þeim enda borðsins, sem hún sat. “Ó, guð!” hugsaði hann. “Hvílík þó hrein skilni! Skildi Lilly vonast eftir því að eg — að eg —.” Lengra vogaði hann ekki að Jiugsa. Og hann sat við hlið ChristinQ angistar fullur og ólukkulegur og altof niður beigður til þess að geta notið þess augnabliks, sem hann hafði svo lengi þráð og óskað eftir — að ná aftur fundi Christine. Fyrir aðeins tveim dögum, síðan var hann alveg vonlaus að sú þrá hans og ósk mundi rætast. En nú var hún uppfylt, og hann sat til borðs við hlið hannar, sem hann þráði — en, ólukkulegur. t VIII. KAPITULI Curmew hersir var í slæmu skapi, því það hafði flest snúist upp á móti honum hina síðustu daga. í fyrsta lagi það, að hann hafði tapað heilmiklu af peningum f spilum og það ýfði skap hans, því hann þoldi mjög illa að tapa og tók því engu betur heldur en Wisklon dómari, sem sagt var að þyldi allra manna verst að verða undir í spilum. í öðru lagi hafði Jack Rivett tekist að komast upp á milli hans og Silvíettu svo rækilega að vesal- ings hersirinn sá og fann að hann hafði þar ekkert tækifæri meir. En það er ekki síður veiði manna að gefast upp þó þeim bregðist von sín í þessum eða hinum staðnum, þeir leyta, fyrir sér þar til að þeir finna. Og þar sem Curmew hersir sá sér ekki lengur fært að dorga við Silvíettu, þá snéri hann sér að Díönu, en hún smaug úr greipum hans sem áll og gerði grín að tilfinningum hans og smjaðri, og varð það til þess að auka ennþá meira á gremju hans til Rivetts unga. Þrátt fyrir gremjd sína reyndi hann þá öðru hvoru að koma séi* í mjúkinn hjá Jack .Rivett. En Jack gat aldrei felt sig við hersirinn, honum fanst hann fráhrindandi og leiðinlegur. og það fór ekki fram hjá hersirinum. Og þó Jeck reyndi til að tala við hann glaðlega og vinsamlega á stundum, þá fann hersirinn það mjög vel, að SÚ velvild átti ekki djúpar rætur í hjarta Jack’s og varð það því ásamt mörgu fleiru til þess að magna hatur hersisins til hins unga manns. Var þessi afstaða hans til Jacks, ekki hyggileg né hentug fyrir hann siálfan, vegna þess að með öllum sínum iause:opahætti og flaðri, hafði það til fleiri ára verið fastur ásetningur hans að giftast C^ristine Rivett við hentugleika. Að í því yrði nokkur fyrirstaða frá hennar hálfu kom honum ekki til hugar. Um tíma var hann þó hálf hræddur um það að Christine væri að verða helst til hrifin af Edgerton. En eftir að Mr. Inwood kom, tók hersirinn eftir því að hún gaf sig meira að honum en Edgerton, svo honum varð miklu hughægra, því hann á- leit þetta aðeins augnabliks ástabrall hjá Mrs. Rivett. Að vísu var honum ekki sérlega ant um Christine, þó hann með sjálfum sér hefði ákveðið að giftast henni, en það voru miljón- irnar, sem hún stóð til að erfa, er heilluðu | huga þessa veraldarmanns. En nú var Díana | annarsvegar í huga hans, og þó að hún nægi ekki mikið upp á móti miljónum Mr. Rivetts þá hefði hann þó tekið ákvörðun ga'rv>vart henni að einu leyti. Hún var ung og mjög falleg og það hafði mikil áhrif á annan eins veraldar mann og Curmew hersir. En hún var fátæk og stóð svo að segja alein uppi í heiminum, og þó hún væri af góðum ættum þá fanst honum það varla þess vert að taka slíkt með í reikninginn. En hún var ung falleg og skemtileg og hann var alveg sann- færður um það, að ef hann bæði hennar, þá mundi henni ekki koma til hugar að neita vellríkum herramanni, sem honum; þess- . vegna gerði hann margar tilraunir til þess að koma sér vel við Díönu, og henni til mestu skapraunar var hann stöðugt á hælum hennar hvert sem hún fór, og setti sig aldrei úr færi að setj^st við hlið hennar, þegar hann kom því við, og byrjaði að stara græðgislega á hana gulu augunum sínum og snúa upp á yfirskeggið og toga í skyrtu líningarnar. Fjörlega sagði Díana systir sinni frá frekju og ruddaskap hersirins. Þær hlóu báðar hjart- anlega að flónsku hans, og svo féll umræðan niður og hersirinn var á augabragði gleymd- ur. Enda var Silvíetta upptekin við að hugsa um alvarleg málefni, sem snertu hana sjálfa. Eðlisávísun henanr sagði henni það, að Jack Rivett tæki hana fram yfir allar aðrar stúlkur á Adrintha, og með sjálfri sér varð hún að viðurkenna að henni litist vel á hann og að hún fann ávalt til óumræðilegs fagnað- ar og unaðar við nærveru hans. En eftir því sem vinfengi þeirra þroskaðist, fór það ekki fram hjá kvenlegum næmleik hennar nð fólk- ið var farið að gefa þeim talsvert nánar gætur og það gerði hana órólega og kvíðandi, því henni var kunnugt um það að faðir þessa unga, ríka og laglega manns hafði ákveðið honum gott og ríkt gjaforð. Silvíetta reyndi því á margan veg að halda sér sem best hún gat frá honum. Og hún reyndi það bæði með lempni og blíðu, sem þó bar sjaldan mikinn árangur, því þessi ungi frjálslegi maður dró hana að sér með segulmagni sinnar látlausu, einlægu og góðn framkomu. Hún barðist fast á móti tilfinning- um sínum gagnvart þessum unga Rivetts niðja af ótta við hið ókomna, en sjálfs af neitun hennar brast ofta^t nær þegar hún var í návist hans, og það gerði hana bæði grama, kvíðandi og reiða sjálfri sér. Hér um bil viku eftir að Inwood kom til Adriutha Lodge, sat Silvíetta í lysti húsinu í rósagarðinum og skrifaði bréf. Þegar hún alt í einu leit *upp og mætti augum Jacks, er stóð fyrir framan hana með hendurnar í buxnavösunum og hárið flagsandi fyrir yind- inum. “Eg er að skrifa bréf, Jack,’ ’sagði Silví- etta ergilega. “Ó, eg set mig niður hér fyrir utan dyrn- ar og baða mig í sólskininu á meðan,’ sagði hann, og heigði sig. “Eg verð að skrifa hér í taisvert langati tíma,’ ’sagði hún kuldalega. “Skrifið þér um tímann?” spurði hann. “En hvers vegna viljið þér vera að skrifa um tímann, fagra mær, þar sem hann er óút- reiknanlegur og óendanlegilr, sem alvíddín. Um tímalengdina hugsa og rita ekki aðrir en þeir, sem eru ólukkulegir og líður eitthvað illa.’’ “Lesið þér þessa fyndni yðar á sólúrinu?” spurði hún. Hún byrjaði aftur að skrifa og reyndi til að gleyma hinum unga manni, er sat utan við lystihús-dyrnar umluktur af glitrandi sól- hafinu. En Silvíettu gekk, ekki vel að halda hugsun sinni í samhengi. Einhvert ómótslæði legt afl knúði hana til að líta við og við út um lystihúsdyrnar og mætti hún þá í hvert sinn glettnu og töfrandi augnaráði hans. “Jack!” Hann stóð hvatlega á fætur og sá sig um til beggja hliða eins og hann væri að leita eftir þeim, sem kallaði til hans. “Jack!" sagði hún aftur ákveðinn. Hann hló og leit til hennar eins og hann nú fyrst hefði veitt því athygli hver það var sem kallaði til hans, svo gekk hann inn í lysti hús dyrnar og staðnæmdist á þröskuldinum geislandi af æskufjöri og 'glettni. “Jack — þér eroið Ijóti maðurinn! Eg þarf nauðsynlega að skrifa bréf, en er það alveg ómögulegt á meðan að þér standið þarna eins og píslarvottur.’’ “Hvað á eg að fara langt í burtu,” ^purði hann svo vonleysislega og niðursleginn að hún vissi ekki hvort hún átti heldur að hlægja eða reiðast og svaraði þess vegna ekki en bankaði í borðið með pennaskaftinu og horfði niður á brééf sitt. Þegar hún svaraði honum ekki snéri hann sér við hljóðlega um leið og hann rétti hand- legg sinn út, sem afsökunarmerki á ónæðinu, er hann gerði henni, og settist svo á bekk utan við lystihús dyrnar. Silvíetta sá útundan sér þessa tilburði hans og hafði sterka löngun til þess að hlæja, en húp beit á vörina og byrjaði aftur að skrifa og leit hvorki til hægri né vinstri, en eftir að ' hún hafði haldið áfram þannig nokkra stund varð hún þess vör að það var ekki heil brú eða samhengi í því sem hún var að skrifa, og hún komst að þeirri niðurstöðu að hún varð að skrifa það alt um aftur. Þessi kvelj- andi þögn Jacks fyrir utan dyrnar hafði svo slæm áhrif á hana að hún gat ekki staðist mátið lengur.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.