Heimskringla - 15.04.1931, Page 4
4 BLAÐSJÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 15. APRIL 1931.
StoinuB 1S8S)
Kemur (it á hverjum miBvikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS. LTD.
SS3 og 865 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsimi: 86537
Verð blaðsins er $3.00 íirgangurinn borglst
fyrlrfram. AHar borganir sendist
THE VIKING PRESS LTD.
Ráðsmaður. TH. PETURSSON
iltanáskrift til blaðsirs:
Manager THE VIKING PRESS LTD.,
853 Saraent Ave.. Winnivea
Ritstjóri STEFÁN EINARSSON
Utanáskrift til rilstjórans:
EDITOR HEIYSKRINGLA
S53 Sargent A je„ Winnipeg.
‘•Helmskringla” ls published by
and printed by
The Viking Press Ltd.
853-855 Snrgent Avenue, Winnipeg, Man.
Telephone: 89 994
WINNIPEG 15. APRIL 1931.4
SIR JOSIAH STAMP.
Hver er þessi Sir Josiah Stamp, sem
rannsókninni stjórnar, sem hafin var í
gær í Winnipeg, viðvíkjandi kornsöl-u-
fyrirkomulaginu á Grain Exchange.
í stuttu máli sagt, er hann einn af
fremstu þjóðmegunarfra^ðingum, sem nú
eru uppi.
Hann er stjórnandi járnbrautarfélags
er nefnist The Midland and Scottish Rail-
way, og er sagt að vera stærsta jám-
brautarfélagið á Bretlandseyjum.
Hann er einnig annar aðalstjórnandi
stóriðnaðarfélags þess, er nefnist The
Imperial Chemical Industries, svo aðeins
sé minst á tvö helztu störf hans.
Það virðist nú sem rekstur þessara
félaga, ætti að vera hverjum einum manni
ærið verkefni, jafnvel þó um eins færan
mann sé að ræða og Sir Josiah Stamp.
En því fer nú fjarri, að öll störf hans séu
með þessu talin.
Hann flytur fyrirlestra um hagfræði
og þjóðmegun við fjölda háskóla á Eng-
landi, svo sem Oxford-, Cambridge-, Lon-
don- og Wales-háskólana, og ýmsar fleiri
mentastofnanir Hann er og forseti Rocke
feller Social Science ráðsins.
Að vinna í konunglegum rannsóknar-
nefndum má heita daglegt brauð fyrir
honurp. í nefnd, sem skipuð var 1919
til að rannsaka tekjuskattinn á Englandi,
var hann skipaður. Eiinnig í nefnd þá, er'
gera átti út um fjármálin milli Bretlands
og Norður-lriands 1922. Ennfremur í
skattanefnd á Englandi 1924. I>á skipaði
stjórnin hann í nefnd þá, sem rannsak-
aði gengishrun þýzkra peninga, og út úr
þeirri rannsókn urðu bæði Dawes- og
Youngsamningarnir til. Er sagt að rann-
sókn Sir Josiah sé mjög að þakka, að sú
hugmynd varð framkvæmanleg. Þá var
hann skipaður til að rannsaka kolanámu-
reksturinn 1925 af brezku stjórninni. Og
í hvert skifti að heita má, sem á rann-
sókn hefir þurft að halda viðvíkjandi ein-
hverjum hagfræðismálum, hefir stjórn-
inni fyrst dottið nafn hans í hug, er til
þess hefir komið að skipa slíka nefnd.
Hann er því ekki neinn nýsveinn í starfi
þessu, sem hann er nú kominn hingað
til að ynna af heifti.
En auk allra þessara starfa í þarfir
hins opinbera, hefir hann síðan 1921
skrifað og gefið út eina eða tvær bækur
á hverju ári., sem að efni til hafa verið
um þjóðmegun eða hagfræðismál. Er
þetta gott sýnishorn þess, hvílíkur hæfi-
leika og afkastamaður hann er.
Hann er og einn í stjórnarráði Eng-
landsbanka.
Hið ógæfusama kornsölufyrirkomulag
hér hefir oft áður verið rannsakað. En
það mun hæpið, með tilliti til hagfræði-
legrar þekkingar Sir Josiah Stamp, að
Grain Exchange hafi áður horfst í augu
við aðra eins rannsókn og þá, sem und-
ir forustu hans fer nú fram í Winnipeg.
-------------------o------
HAFA BANKARNIR NEITAÐ BÆNDUM
UM LÁN?
Um þetta efni birtist eftirfarandi grein
í aprílhefti McLean’s Magazine. Tímarit
þetta er gefið út í Toronto, og er víðlesið
og eflaust eitt af skárstu tímaritum í
Canada.
* * *
Þurfa bændur í Vestur-Canada á
bráðabyrgðarláni að halda?
Hafa bankarnir neitað þeim um það?
Hvaða áhrif hefir það á rekstur land-
búnaðararins í ár, ef bankarnir lána ekki
bændum? Getur afleiðin af því orðið sú
að bóndinn verði að ganga á bústofn
sinn og brytja hann niður til framfærslu
sér og fjölskyldu sinni?
í einu orði ságt, fullnægja bankarnir
ekki þörf V^ptur-Canada nú eins og þeir
hafa gert og búast mætti við af þeim
með allri sanngirni?
Um þessar spurningar hefir orðið tíð-
rætt í sléttufylkjunum í seinni tíð. Virð-
ist þar fáum blandast nokkur hugur um,
að lánfyrirkomulag bankanna sé, sem
stendur, aðfinsluvert. Fulltrúar. Vestur-
Canada í sambandsþinginu hafa meira
að segja gert ákveðnar tilraunir til þess
að draga athygli að þessu.
í stuttu máli eru aðfinslurnar við bank
ana fólgnar í þessu:. í byrjun uppskeru-
ársins 1930, lítur út fyrir að bankaúti-
búin hafi, annaðhvort af sjálfsdáðum eða
eftir skipun stjórnarráðs bankanna, á-
kveðið að hætta að lána bændum í Vest-
urlandinu fé, án nokkurs tillits til hvort
tryggingin væri góð eða ill fyrir láninu.
Og afleiðingin af þessu er talin sú,
að fjöldi bænda, sem annars er vel fjáð-
ur talinn að jörðum, búpeningi, áhöldum,
húsum og vátryggingum, á erfitt með
að reka búskapinn, vegna þess að þeir
geta ekki fengið skilding lánaðan, gegn
veði á neinu af eignum sínum.
Þeir verða því að sverfa á kaupmann
sinn, sem ekki má við því, að lána sér
það sem með þarf til fæðis og klæðnað-
ar um lengri tíma, en skattar eru ógreidd
ir og í ekkert er hægt að ráðast, vegna
þess, að fyrir það sem unnið er, er ekki
hægt að borga í peningum.
í tveimur ræðum, sem Hon. Robert
Weir hélt nýlega, aðra í Toronto og hina
í Montreal, skelti hann skuld' á bankana
fyrir það, að hafa neitað bændum um
lán, þó næga tryggingu gætu gefið, og
hann kvaðst ekki geta rengt sjálfan sig
um það, að það liti svo út, sem bank-
arnir ætluðu að hætta að lána Vestur-
Canada nokkurt fé.
Svar bankanna.
Stjórnendur helztu bankanna í Can-
ada fundu sig knúða til þess að svara
þessari ákæru. Lýstu þeir því strax yfir
að reglugerð þeirra fyrir lánveitingum
væri sú sama í Austur- og Vestur-Can-
ada, og sú sama í dag og í gær og hefði
ávalt verið.
Hvorir fara með satt mál, bankamir
eða ráðherrann, hefir enn ekki verið
rannsakað. Það hafa engar áreiðanlegar
skýrslur verið lagðar fram, er skeri úr
því, hvo.rt bankavaldið sé sekt um þetta
eða saklaust. En síðan máli þessu var
hreyft af ráðherranum, hefir bréfum rignt
til sambandsstjórnarinnar í Ottawa frá í-
búum Vestur-Canada, er mál ráð-
herrans styðja.
Vér höfum yfirfarið bréf þessi og verð
ur ekki á því vilzt, segir höf. greinarinn-
ar, að megn óánægja er ríkjandi meðal
íbúanna í Vestur-Canada út af framferði
bankanna í þessu efni. Og bréfin eru held
ur ekki öll skrifuð af bændum, sem sér-
staklega eru óánægðir með hag sinn. Því
fer fjarri. Hörðustu ákærurnar koma frá
læknum, prestum verzkmarmönnum og
fjármálamönnum í smærri bæjum sléttu-
fylkjanna. Mikið af þeim er einnig frá
þingmönnum, og bera það með sér, að
í bygðum þeirra hafa menn snúið sér til
þeirra með umkvartanir sínar, vegna
stöðu þeirra, og því væntanlegra áhrifa
í þá átt að fá bætt hér eitthvað úr skák.
Öll lýsa bréfin því, að skoðun þeirra, er
þau skrifa, sé sú, að núverandi banka-
fyrirkomulag, fullnægi ekki þörf búnað-
arástandsins í Vestur^Canada. Kenna
sum þeirra bönkunum um það, en nokkur
þó stjórnmálunum eins mikið og bönk-
unum.
Mörg af þessum bréfum sýna einnig.
að bréfritararnir virðast smeykir við að
láta skoðanir sínar í ljós um þetta mál.
Níu af hverjum tíu biðja um að birta
ekki nöfn sín. Það virðist sem sú trú sé
mjög ríkjandi hjá almenningi, að bank-
arnir muni reyna að koma fram hefndum
á þá, sem dirfast að finna að einhverju
í starfi þeirra.
Og það leynir sér heldur ekki, að bréf-
ritararnir eru mjög ófúsir til að kenna
bankastjórum útibúanna um þetta, því
þeir bera þeim undantekningarlaust vel
söguna.
Ástæður tilfærðar.
Það eru ekki til neinar opinberar
skýrslur er sýni viðskifti bankanna síð-
ustu átta mánuðina í Vestur-Can-
ada, svo að af því verði nokkuð ráðið,
hvort bankarnir hafi takmarkað lánveit-
ingar sínar til bænda. En hér á eftir fara
nokkur dæmi, úr áminstum bréfum, er
íbúar Vestur-Canada benda á máli sínu
til sönnunar um þetta:
1) Bóndi nokkur í Norður-Saskatche-
wan á 4,500 ekrur af landi, sem hann
keypti á $44,000. Hann borgaði $15,000
út í hönd og $5000 árlega af afgangi
verðsins skilvíslega. Á jörðinni er um
$1700 virði af búnaðaráhöldum, sem
borguð -eru að fullu. Bóndinn á skuld-
laust 100 nautgripi, 40 hesta, 50 sauð-
kindur og 200 svín. Hann æskti að taka
lán til þess að borga með þreskingar-
kostnað sinn að fullu s.l. ár og jafnframt
til að kaupa nokkrar fleiri kýr. Hann
fer til þriggja banka. Tveir af þeim tóku
honum vel og ætluðu að veita lánið, en
því var neitað af höfuðbóli bankans í
Austur-Canada. Þriðji bankinn var ekki
í héraðinu, en stjórnandi hans kvaðst ó-
fús að byrja viðskifti við menn, sem
heima ættu í annari sveit, sem bankar
væru starfandi í. Bóndinn fékk því ekki
lánið.
2) Bóndi nokkur í Norður-Saskatche-
wan fékk góða sprettu 1930, en hveitið
skemdist af regni og snjó. Þegar hann
seldi það, fékk hann 9 cent fyrir mælir-
inn, að frádregnu burðargjaldi og korn-
hlöðukostnaði. Þetta var tveim centum
minna en þresking kostaði, og hann hafði
ekkert fé til þess að borga þeim, Sem
hjá honum unnu að uppskerunni, né
búðarskuldir, né skatta, né vátrygging-
ar. Hann beiddist láns hjá banka til næsta
vors til þess að standa í skilum með
þetta, en var neitað ium það. Bóndi þessi
segist að vísu vita, að bankinn álíti lán-
töku þessa ekki bráðnauðsynlega en sann
leikurinn sé þó sá, áð hann neyðist held-
ur til að iáta landið úr hendi sér ganga
og hætta búskap, en að láta þá, sem
hann skuldar, bíða óhag af því, ef hann
ekki fær neins staðar lán.
3) Maður sem fjármálastörf hefir með
höndum í smábæ í Suður-Saskatchewan,
skýrir frá því, að í sinni sveit þurfi bænd
ur alment á láni að halda, er nemi $200
—$500 yfir veturinn. En þegar þeir fóru
síðastliðið haust fram á slíkt lán við
bankana, var þeim neitað um þau. Þeim
var sagt, að valdið til þess að veita þessi
lán, væri ekki hjá bankastjórum útibú-
anna, heldur hjá aðalskrifstofunum.
4) Þetta er bóndi í norðurhluta Sas-
katchewanfylkis. Hann á 960 ekrur af
landi, sem verðlagt er á $25,000. Aðrar
eignir hans nema um $20,000. Sú eina
skuld, sem á eignum hans hvílir, er 1200
dollara skuld í banka í sveitinni. Hann
sótti um lán meðan hann var að koma
uppskerunni í peninga. Bankin nneitaði
að veita það. Og eins gerðu lánfélög, er
hann bauð eignina að veði fyrir slíku
láni.
5) Bóndi í norðurhluta Saskatchewan-
fylkis, á 480 ekrur af landi, metnar á
$11,500. Hann skuldar $4000 á eigninni
og $1100 í banka. Hann gat ekki fengið
lán, er svaraði til framfærslukostnaðar
hans og fjölskyldunnar til vorsins.
6) Bóndi í norðurhluta Saskatchewan-
fylki á 800 ekrur af landi skuldlausar
og þess utan í verðbréfum $10,000 virði
Lánstraust hans hjá bankanum hefir
verið ótakmarkað undanfarin ár, eða
hefir leikið á eins miklu og $15,000. Hon-
um var neitað um lán s.l haust um upp- { grein Þessari- hefir Mr- Weir
farið fram á það, að eitthvað
af þeim séu rannsakaðar/og lof
ast haiin til að bréfin skuli
verða lögð fram, ef til slíks
skerutímann, þó hann skuldi ekki bank-
anum eyrisvirði.
7) Bóndi í norðurhluta Saskatchewan
fylkis, sem búnaÓ* rekur á 1600 ekrum,
hefir óumtalað hingað til fengið að
hleypa skuld sinni hjá bankanum upp
$4000. Síðastliðinu baust hlaut hann 30
cents fyrir mæli '-n af hveiti að frá-
dregnu burðargjaldi og kornhlöðukostn-
aði. Hann galt bankanum það sem hon-
um bar, en hafði ekki nóg eftir til að
greiða vinnulaun, skatta og nokkra búð-
arskuld. Honum var neitað um lán.
, 8) Hér er dæmi frá Albertafylki. Bóndi
þar á 800 ekrur af landi og rekur stórt
nautgripabú. Hann er skuldlaus. Hann
fékk stundum 3000 dollara lán í einu hjá
banka. En nú í haust skorti hann peninga
og leitaði á náðir bankans, sem hann
skuldaði ekki eyri. Hann fær $200 lán.
Eina ráðið, sem hann sér nú, er að færa
saman búskaparkvíarnar, minka höfða-
tölu skepna sinna.
9) Líkt dæmi er af öðrum bónda í
grend við bæinn Calgary. Hann rekur
gripabú. Eignir hans eru metnar $100,-
000. Hann skuldar á þeim $2000, auk
$6000 bankaláns. Hann fór í haust fram
á $1000 lán. Því var neitað. Hann sér
ekki hvernig hann geti rekið svo stórt
bú, sem hann hefir, án þess að fá við
og við nokkurt lán til þess að greiða
bóndi á óðali sínu, og er eign
hans metin á $97,000. Hann á
$18,000 lífsábyrgð, borgaða
að fullu. Hann skuldar banka
um $2000. Og allar aðrar skuld
ir hans nema ekki meira en
$5000. Hann sótti um $500
bankalán, sem hann ætlaði ti!
fóðurkaupa handa skepnum, er
hann ætlaði að fita til frálags,
en var neitað um þetta lán.
11) Bóndi í Saskatchewan-
fylki sendir með bréfi sínu ti!
Ottawa eiðsvarna skýrslu, út-
færða af bankastjóranum í sveit
sinni um hag sinn. Eignir hans
eru metnar á $52,123. Allar
skuldir nema $14,949. Skuld-
laus eign hans er því $37,174.
Bankastjórinn í héraði hans sá
ekkert í vegi, að hann gæti
fengið lítilsháttar lán, er hann
fór fram á, en samt fór það
svo, að honum var neitað um
það frá aðalskrifstofu bankans
í Austur-Canada.
Fleiri dæmi.
Þetta er nú sagan, í bréfum
þeim, sem stjórninni hafa bor-
ist frá Viestur-Canada 'um af-
stöðu bankanna gagnvart land-
búnaðinum. Um hana er ekkert
frekar að segja. Hún þarf engr-
ar skýringar við. En við hana
mætti bæta því, er F. Eliason.
ritari hjá einu bændafélagi í
Vestur-Canada, skýrir frá, og
að þessu sama lýtur. Hann seg-
ir þá sögu frá Wynyard, Sask.,
að velmegandi bóndi þar hafi
sótt um $75 lán meðan á þresk-
ingu stóð í fyrrahaust, og hafi
verið neitað um það. Annar
bóndi þar, þolanlega efnum bú-
inn, sótti lum $60 lán til þess
að kaupa fóður handa naut-
peningi og svínum, sem hann
ætlaði að fita og senda síðan
til markaðar. Hann bauð banka
stjóranum að láta senda hon-
um alt andvirði skepnanna.
beina leið frá sláturfélaginu,
en ekkert dugði, og honum vav
neitað um þetta lán. Mr. Elia-
son minnist á þriðja atvikið,
en það er í því fólgið, að bóndi
bað um $21 lán til þess að
borga með bindaratvinna, en
var neitað um það af bank-
anum.
Frá sjónarmiði bankanna!
“Mark vort og mið er,’’ skrif
ar stjórnandi einn|ar ba'nka-
stofnunarinnar í Canada, “að
íhuga sem samvizkusamlegast
allar ástæður viðskiftaivina
vorra og að hjálpa hverjum ein-
asta bónda, sem hjálpar er
verður, alt sem unt er. Vér
göngum ekki hart eftir greiðslu
á lánum á þessum tímum, vegna
þess að oss er það íull kunn-
ugt, að fyrir bændum er nú
yfirleitt svo ástatt, að þeir geta
ekki greitt lánsskuldir sínar
jafnóðum og þær falla í gjald-
daga.”
En með tilliti til umkvartana
þeirra, sem á hefir verið bent
1 fullan aldarfjórðung hafa
Dodds nýrna pillur verið hin
viðurkenndu meðul við bak-
verk, gigt og blöðru sjúkdóm-
um, og hinna mörgu kvilla, er
stafa frá veikluðum nýrum. —-
Þær eru til sölu í öllum lyfja-
búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur
fyrir $2.50. Panta má þær beint
frá Dodds Medicine Company,
Ltd., Toronto, Ont., og senda
andvirðið þangað.
þingið, um rýmra og betra lán-
fyrirkomulag í Vestur-Canada.
Hvernig sem um mál þetta
fer, á Mr. Weir miklar þakkir
skilið, fyrir að hafa vakið at-
hygli á því, og þá ekki síður
fyrir lipra meðferð þess. Hann-
heldur því ekki fram, að bank-
arnir eigi skilyrðislaust að lána
fé það, sem þeim er trúað fyr-
ir. Og hann segir ekki, að þeir
hafi neitað þeim um lán, sem
óyggjandi tryggingu geti gefið
gefið fyrir láni sínu. En hann
kveður bankana verða að gera
grein fyrir afstöðu sinni við-
víkjandi umkvörtunum íbúa
vesturfylkjanna, ^vo ,*bændur
viti framvegis hvernig þeir eigi
að snúa sér í sambandi við lán
er þeir þurfi á að halda. Án
þess að vera það fullkomlega
Ijóst, viti þeir ekki hvert stefni
með búskapinn. Bændurnir, seg
ir hann að einnig ættu að láta
í té allar þær upplýsingar, sem
hægt sé viðvíkjandi bankavið-
skiftum þeirra.
Hann segir ennfremur, að fá-
ist bankarnir ekki til að lána
bændum í Vestur-Canada, með
þeim skilyrðum er því sé sam-
fara, verði að leita annarsstað-
ar fyrir sér með þau lán, því sá
hluti landsins geti ekki rekið
sínar iðngreinar án þeirra,
fremur en aðrir hlutar lands-
ins.
BJARTSÝNI.
kæmi. Mun hann hafa farið
fram á þetta við bankana.
Beaudry Lemon, forseti can-
adiska bankafélag «ins, segir,
að jafnvel þó að hægt sé að
benda á einstöku dæmi, er beri
ef til vill vott um of mikla var-
færni af bankanna hálfu í lán-
veitingum sínum, sé reglan sú.
að þeir séu, sanngjarnlega á
allar ástæður litið, fúsir til að
veita lán, og hafi meira aö
segja yfirleitt verið mjög ör-
látir á lánveitingar til búnaðar-
reksturs í Vestur-Canada.
Einn af stjórnendum banka-
stofnunar þeirrar, er mest við-
skifti hefir við bændur í vest-
urfylkjunum, heldur því fram,
að lánveitingar til bænda á ár-
nu 1930 hafi verið eins mikl-
ar o§ árið 1928, og meiri en
árið 1929.
Þarna er þá sýnishorn af
skoðunum beggja aðila í þess-
ari bankalánsdeilu. Að órann-
sökuðu máli verður auðvitað
ekkert fullyrt um, hvorir hafi
meira til síns máls. En bænda-
íélögin í Vesturfylkjunum hafa
erið að viða að sér upplýsing-
um í málinu, og er mælt að
vinnufólki sínu kaupið.
10) Þetta óviðjafnanlega dæmi er frá !þau séu að undirbúa tillögur til
norðurhluta Saskatchewanfylkis. Þar býr þess að leggja fyrir sambands-
Mynd af framtíðinni bregður
upp fyrir hugskotssjónum mín-
um.
Eg sé landið okkar — Banda-
íkin — alskipað farsælum heim
ilum, þar sem ánægjan ríkir
við arninn — fremsta land
heimsins.
Eg sé heim, þar sem kórónur
eru hrundar og komungar orðn
ir duft. Aðall iðjuleysisins er
horfin naf jörðinni.
Eg sé heim þrælalausan. —
Maðurinn er , loksins orðinn
frjáls. Vísindin hafa beizlað
öll náttúruöflin og knúð þau í
þjónustu mannkynsins.
Eg sé heim, þar sem friður-
inn skipar öndvegið; heim full-
an af fögrum listum og unaðs-
legum söng, sem fyllir manns-
sálirnar með gleði og unan, —
heim, þar sem ást og sannleik
ur drýpur af vörum mannanna,
heim, þar sem enginn skóg-
armaður stynur; enginn fangi
grætur. Heim, þar sem skuggi
gálgans fellur ekki fram á veg-
inn. Heim, þar sem daglauna-
maðurinn uppsker fullan ávöxt
af starfi sínu; þar sem vinna
og verðmæti haldast í hendur:
þar sem fátæka stúlkan, sem
vinnur sér inn brauð með nál-
inni — nálinni, sem nefnd hef-
ir verið naðran í brjósti hinna
snauðu — sé ekki lengur neydd
til þess að stytta sér stundir
með því að lifa í glæpum og
svívirðingu.
Eg sé heim, lausan við bein-
ingamanninn; við hin gnístandi
augu nurlarans; hinar bleiku
varir lýginnar, og hin grimmu
augu fyrirlitningarinnar.
Eg sé kynslóð, lausa við alla
sjúkdóma holds og sálar, fag-
urlimaða og bjarta, samræmi
forms og athafna.
Og á meðan eg horfi, lengist