Heimskringla - 22.04.1931, Page 5

Heimskringla - 22.04.1931, Page 5
WINNIPEG 22. APRIL 1931. HEIMSKRING.A 5. BLAÐSIÐA SINDUR. Þetta er alt skiljanlegt nú, eftir að Skúli Sigfússon þing- maður er búinn að benda á það. Orkuverið, sem Bracken- stjórnin ætlar að koma upp við Dauphinána, er blátt áfram til- raun til þess að drekkja þeim sem meðfram Manitobavatni búa. * * * Á íslendingadags nefndar- fundi s.l. mánudagskvöld var talað um að hafa íslendinga- daginn skemtilegri í ár en nokkru sinni fyr. Þó maður eigi bágt með að trúa því, að það sé hægt, er nefndinni blá alvara með þetta. * * * Það er ekki gott að koma þessu saman. Tímarnir eru sagðir einhverjir þeir verstu, er menn muna í Manitoba, en þó eru $125.00 borgaðir í kaup á dag, ekki aðeins í einn eða tvo daga. heldur í 160 til 200 daga samfleytt, samkvæmt síðustu fyikisþingfréttum að dæma. • * • Bikarinn, sem Þjóðræknisfé- lagið gaf til efflingar hockey- leika, er silfurbúið drykkjar- horn á stalli af fornri gerð. — Það getur vel verið að Þjóð- ræknisfélagið sé ekkert þjóð- ræknisfélag, en flest af því, er það gerir, ber á sér ótvíræðan norrænan blæ. • • • • Mr. Trott, verkfræðingur Manitobastjórnarinnar, segir að Brandon orkuverið sé $800,000 en J. G. Glassco segir að það sé gullnáma fyrir $1,398,000. Þetta má hvorttveggja til sanns vegar færa, þó gagnstætt hvað öðru virðist. Munurinn á tölun- um, $598,000, er gullnáma fyr- ir þann, sem seldi verið. m m m Jæja — Good bye! Eg sé ykkur á sumarmála^amkom- unni annaðkvld í Sambands- kirkjunni. SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR JÓNSSON. Frh. frá 1. bls. bjarnarstöðum í sömu sveit. Þau Jón og Sigríður settu fyrst bú saman að Hofsöðum í Stafholtstungum og bjuggu þar í 6 ár, þaðan fóru þau að Uppsölum í Norðurárdal og voru þar eitt ár og þaðan fluttu þau til Ameríku árið 1878 og námu land í Mikley í Manitoba, á norður enda eyjarinnar þar sem að höfnin er, og kölluðu heimili sitt Grund og bjuggu bar í 28 ár. Frá Mikley fluttu þau til Shoal Lake bygðar og námu þar land, sem fékk nafn - ið Hove, því bygðarmenn fengu þar sett þóst hús með því nafni og Jón maður Sigríðar var póstafgreiðslumaður og þau bjuggu þar í 8 ár. Þaðan fóru jau að Gimli , Manitoba og áttu þar héima í 15 ár, þar til að þau fluttust suður til San Diego í California árið 1928 til að vera nálægt Jóni syni sín- um og börnum sínum sem þar áttu þá heima. Þau bjuggu Par í litlu húsi rétt hjá heimili lóns, unz hún andaðist eins og fyr er sagt 17 janúar s.l. Þau Jón og Sigríður eignuð- ust 8 börn; tvær stúlkur sem báðar hétu Helga dóu í bernsku, og eina sem hét Ólafía er dó 6 ára gömul, og Krístínu sem gift ist Helga Sveinssyni í Selkirk. Manitoba dó 1905, frá 4 ungum börnum, eitt þeirra Allan Sveinsson tóku þau Jón og Sigríður og ólu upp. Á lífi eru Thorbjörg /ekkja Jóhannesar heitins Sigurðson- ar, verzlunarmanns búsett í Winnipeg. Jón giftur Björgu Jónsdóttur, hafa þau búið í San Diego, California í nokk- ur ár. ólafía gift séra Eyjólfi J. Melan einnig búsett í San Diego, og Stefanía gift Guðjóni Jónssyni búsett í Los Angeles. Sigríður heitin var hin mesta dugnaðar og myndar kona virt og metin af öllum sem kyntust henni, en það höfðu margir gert á hennar löngu lífsleið. Þau hjónin komu félítil hing- að til þessa lands en höfðu mikla ómegð og eftir eins árs \ieru í þessu landi vóru búnir þeir peningar er þau höfðu komið með að heiman, en þau vildu ekki binda sig neinu stjórnar láni, héldu að það kæmi að skulda dögum (sem aldrei komu þó). Urðu þau fyrir það að leggja harðara á sig. Einnig áttu þau við nokk- urt heilsuleysi að stríða, en með dugnaði sínum, framsóknar og sjálfstæðishvöt, tókst þeim að koma upp börnum sínum og verða efnalega sjálfstæð, alla samvistina ætíð heldur veit- andi og þurftu aldrei að sækja til annara. í þessu litla húsi í San Diego voru þau enn sjálf- stæð, og tóku með hinni fornH gestrisni sinni á móti kunningj- um sínum og börnum, þótt þau væru komin í ókunnugt land og fjærri gömlu kunningj- unum. Og þó sjón hennar færi æ þverrandi þá voru þau ætíð glöð heim að sækja. Heimili þeirra á Grund í Mikley var fyrsta húsið á eyj- unni eins og áður var minst á, og því á þjóðleið. Var þar því jafnan gestkvæmt og brugðust þau aldrei gestrisnis skyldunni, sú gleði að taka mönnum vel, fluttist með þeim á hvort eitt heimili er þau settu saman Sá veit gerst sem reynir, og á það við um lífsbaráttu land- nemans. Það er barátta með tvær hendur tómar, litla sem enga reynslu á landinu nýja og eigi margt sem kveikir bjartar vonir um betri daga fyrsta sprettinn. Þögn skógarins sem umkringir bæ frumbýlingsins tekur við flestu sem þar ber við, og segir aldrei frá neinu. Enn þá má sjá á sumum stöð- um, þar sem farnir bæjir stóðu eða vóru, dálitla girðingu, stundum hálf brotna, er sett hefir verið í kringum gröf lítils barns sem eigi þoldi hörku frumbýlis æfinnar og landnema lífsins. Alt Þetta reyndi Sigríður heitin. Aila baráttuna og sorg- irnar sem fylgdu litlu leiðun- um í skógnum, hún átti þrjú þeirra þar, en manndómur hennar og drengskapur stóðust þá eldraun. Hún elskaði mann sinn og börn og vini sína með óbilandi trjgð. Það var hennar aðal einkenni samfara þrótt mikilli atorku og sparsemi, og þótt örðugleikarnir væru marg- ir átti hún á gamals aldri margt til þess að fagna yfir. Börn hennar sem upp komust eru hinir nýtustu borgarar mannfélagsiiis og sömulieið'is barna börn. Maður hennar, sem alla sam- búð þeirra liafði unnið með henni í sátt og sameiningu sýndi henni er sjón hennar þvarr og heilsan þverraði frá bæra alúð og umhyggju. Hún var hraust kona og heilsu góð mestan hl-uta æfinnar. Síð- ustu árin dapraðist sjón henn- ar mjög og einnig kendi hún hjarta bilunar og um nýárs leitið s. 1. lagðist hún í rúmið og þótt hún væri aldnei mjög þjáð leiddi þessi sjúkdómur hana til bana. Lík hennar var flutt austur til Gimli, Manitoba og jarðað þar. Líkræðu og húskveðju flutti Dr. R. Pétursson frá Winnipeg og þakka aðstand- endur hinnar látnu honum, og öllum þeim sem á einhvern hátt réttu hjálp eða sýndu hlut- tekningu við fráfall hennar og jarðarför. Hún lifði þannig að hennar er saknað af öllum sem þektu hana, en sárast af manni og börnum er kveðja ástríka eigin konu og móðir. E. J. M. Eftir lifandi ekkjumaður lifir nú hjá Thorbjörgu dóttur þeirra í Winnipeg. STEINUNN JÓNSDÓTTIR DAVÍÐSSON Minningarorð. Kærleikans guð okkur kennir að kærleikans sól eigi að skína. Dimt er í lofti. Dunar í eyr- um mér heijarómur. Þjáningar, stunur og andvörp berast með bylgjusveiflum loftsins frá sál til sálar. Barátta er háð milli lífsins og dauðans. Hvort sigr- ar? Aldursárin eru orðin mörg og lífsþrótturinn er lamaður af veikindastríði, amstri, á- hyggjum og erfiðleikum þessa jarðneska lífs. Líkaminn — um búð sálarinnar — eyðist og hrörnar; mótstöðuaflið minkar og þverr. — Þjáningar, stunur og andvarp. — Svo er alt hljótt. — Kallið er komið. — Dauðinn hefir sigrað það dauð- lega, en lífið lifir. Sálirnar renna saman við söng og heil- agt mál. Fylking fylgir til grafar og hinsta kveðjan er flutt. Eg sit hugsi og hlusta — þögn. Um hugarfylgsni mín líða minningar liðins tíma, — fagrar, lýsandi og ljúfar. Þegar eg sem einmana út- lagi, framandi og fáum kunn- ur, kom til þessa lands-, dvaldi eg á heimili hinnar látnu. — Og sá einn, sem er einstæðing- ur í ókunnu landi meðal miljóna tungna, sem hann ekki skilur finnur það bezt, hvar kærleik- urinn, hjartagæðin og einlægn- in á sér tryggastan bústað hjá þeim, sem hann mætir og kynn ist. Eg þráði og þarfnaðist kærleikans geisla, sannleiks og yls til örvunar og styrktar í framsókn og baráttu við and- stæður og erfiðleika. Og þá var það sem þú út réttir þínar vinarhendur á móti mér, sem móðir. Eg man það vel. Þú leiðbeindir mér og hvattir mig til dáða og treystir aflið í sjálf um mér. Þá var sumar og þá var bjart, helzt í huga í húsi þínu. Og þar var mér góður griðastaður og ávalt örugt skýli, þegar öndvert blés. Alt var þér lagið og létt að skilja, sem lítilmagnann áhrærði, því kærleikur þinn var djúpur og víðtækur, til manna og mál- leysingja. Þú varst vinur og líknari dýr anna, sem leituðu vegmóð og hungruð að húsdyrum þínumT Og þú varst verndari fuglanna og miðlaðir þeim molum af borðum þínum í hörkum og harðindum vetrarins, svo litlu, loftfleygu sálirnar umkringdu hús þitt í hópum og sungu þér lof og þakkir á sínu máli. Dýrð sé þér, kærleiksríka, góða sál, og þökk — hjartans þökk fyrir alt. Oss er ekki leng- ur leyft að njóta hjálpar þinn- ar og hjartagæzku hér í heimi. Hver getur skilið huliðsrúnirnar og leitt í Ijós gátur lífsins? Hópur hjartna færa þér þús- undfaldar þakkir. Þó að líkanr þinn hafi nú verið kistulagður og moldu ausinn, þá svífur sá! þín nú sæl og frjáls um fagra röðul vinda. Far þú í friði, faðmi guðs umvafin, framar ei sorgir né andstreymi þjá. Gott er að hvílast, gott er að sofna og guði aftur vakna hjá. D. Björnsson. ----------- i UM VÍÐA VERÖLD Nýir heimar fundnir í 150 miljóna Ijósára fjarlægð. Rannsóknir Shapley’s, Hubble’s og Lundmark’s. Hvað er heimurinn stór? Svo hafa menn spurt að minsta kosti síðan þeir fóru að hafa tæki til þess að mæla og áætla fjarlægðir í geimnum. Menn höfðu til skams tíma hugsað sér alheiminn óendanlegan, en nú hafa vísindin horfið frá óeirri hugmynd, í því formi að minsta kosti, sem hún hafði áður. Hugmyndir manna um fjarlægðir í geimnum hafa einn- ig breytst mikið seinustu árin. Um aldamótin var það algeng- ast, að hugsa sér það stjarna safn, sem kallað er alheimur- inn, frá 6 til 10 þúsund Ijósára Vítt, en ljósár er sá tími, sem ljósið fer á einu ári. Rannsókn- ir ýmsra -i\ngra stjörnufræð- inga hafa nú'seinustu árin, og einkum eftir 1920, þótt leiða >að í Ijós, að menn hafi áður áætlað fjaiflægðir alheimsins alltof litlar. Það er einkum amerískur stjörnufræðingur, dr. Shapley, prófessor við Harvard háskóla, sem rannsakað hefir ^essi efni. Hann áætlaði (1920) yvermál þess sólkerfasafns, sem >á var þekt, kringum 300 þús- und ljósár. Fram að 1923 þektu menn ekki með vissu neitt stjörnukerfi utan þessa sólkerfa safns, sem svonefndur okkar heimur tilheyrir. Hinsvegar bektu menn hinar svonefndu stjörnuþokur. En 1923 komst Shapley að því, að ein þessi “stjörnuþoka’’ var ekki til í æim skilningi, sem stjörnufræð in hafði áður haft, heldur var um að ræða nýjan “alheim,’’ nýtt, sjálfstætt stjörnusafn í svo sem milj. ljósára fjarlægð frá okkar stjörnukerfi. Árið 1925 ^aiínaði stjörnu- fræðingurinn Hubbel einnig, að sveipþokurnar svonefndu væru í raun réttri alls ekki “þokur’’ heldur einnig sjálfstæð stjörnu- söfn í óskaplegri fjarlægð. Þannig hefir heimurinn stækkað stórkostlega síðustu fimm til sex árin í meðvitund mannanna. Það er stærsti stjörnukíkir heimsins (á Mount Wilson í Ameríku), sem hefir orðið til þess, að stjörnufræð- ingar hafa getað sannað þess- ar kenningar og komst len^ra og lengra út í órafjarlægðir ai- heimsins. Auk Ameríkumann- anna sem nefndir voru, hefir Svíinn Lundmark lagt drjúgan skerf til þessara rannsókna og dr. Wolf og aðrir hafa tekið af hinum fjarlægu stjörnusöfn- um merkil. myndir. \ Síðustu athuganir Shapleys eru um þokurnar i Centaurus.' Niðurstaðan er sú, að þar hefir fundist heilt safn af sólkerfa- söfnum (galaxies) í svo óskap- legri fjarlægð og svo afskap- lega víðáttumikil, að maðurinn hefir aldrei áður haft nokkurn grun um slík undur alheimsins. Centaurus-“þokan’’ er sem sé í svo sem 150 milj. ljósára fjar- lægðhéðan og þvermál hennar, þar sem það er hreiðast, er um sjö milljónir ljósára. í “þok- unni” eiga að vera um tvö þúsund sjálfstæð sólkerfasöfn. Menn hugsa sér nú rúmið (eða rúmtímann, samkvæmt Einsteinskenningu) eins og út- haf og sólkerfasöfnin í því eins og eyjar og meginlönd. Eitt af meginlöndunum er það, sem sólkerfi okkar tilheyrir. En það- an sést hilla undir undralönd nýrra og nýrra landa — í 150 miljóna ljósára fjarlægð. TÁRIN Eg var staddur út í Mikley fyrir nokkru síðan og hitti svo á að verið var að leika þetta leikrit eftir Pál Árdal, sem kallað er Tárin. Úti á landsbygðinni, er löng- um erfitt fyrir þá sem taka þátt í að leika að ná saman til æfinga, og í þessu tilfelli var mér sagt, að sumir hefðu oft á tíðum keyrt utan af vatni, frá fiskiveiðum, 10 mílur, og til baka aftur sömu nótt. Þrátt fyrir þetta, var leikurinn sóttur ágætlega yfirleitt. Eg hefi aldrei séð betur leikið yfirleitt en í þetta sinn. Leikrit þetta er lýsing 4 drykkjuskepnum eins og vér, bindindismenn reynum löngum að útmála hann. Það sýnir hvernig menn leiðast, út í að taka fyrsta staupið, svo annað, þriðja, fjórða og svo ótakmark- að, verða miklir drykkjumenn, svo drykkjusvín, gleyma öllu velsæmi, leiðast út í að stiela til þess að geta veitt sér vín, og að lokum fyrirfara sér, má- ske farga öllu, sem menn eiga af munum og skilja við konu og börn. Hér er sýnt hvað erfitt er að snúa aftur, eftir að mað- ur er kominn langt út á þessa braut. Þó er dæmi gefið, þar sem einn maður kemur af til- viljun, meira en nokkuð annað inn í hús sitt, sem hann hefir á- sett sér að sjá aldrei aftur, heldur hverfa frá því út í heim, og rekst þar á litlu dóttur sína, sem er að tala upp úr svefnin- um og biðja fyrir pabba, og rétt í því kemur kona hans inn og verða þau leikslokin, að hann sezt aftur, verður að nýjum og betra manni og hamingjusám- ur með konu sinni og dóttur, það sem eftir er æfi. Leikritið er, ef það er vel leikið, mikið áhrifameiri lexía í þessu efni en nokkur sú ræða eða jafnvel fyrirlestur, sem nokkur maður gæti flutt á einu kvöldi, hvað mikill snillingur sem sá maður væri, og er það því rétt ályktað af konunuip, sem mintust á þetta leikrit við mig, bæði í Riverton og í Mikley, að það sé eins áhrifa- drjúgt og góð bindindisræða. Já, það er sannarlega það og langt yfir það. Það er hugsanlegt að farið verði eitthvað til að leika þetta rit út í frá í umhverfinu, jafn- vel til Selkirk eða Winnipeg, og er þeirri kvöldstund vel var- ið sem menn una sér við að hlýða á og sjá leikinn, meðan Mikleyjarfólk hefir hann með höndum. Það virðist liggja beint fyrir bindindissinnað fólk, að hlynna að því að þetta verði leikið sem víðast og oftast, því það er al- gerlega í samræmi við stefnu þeirra, og það væri ekki úr vegi að fá ritið lánað og leika það og borga fyrír lánið; það væri þess vert. Jóhannes Eiríksson. Sigur lífsins Hver gaf þér líf að lifa að lifa og vera glaður? Hver gaf þér þennan þroska, að þú ert nefndur maður? Hver gaf þér vit, sem varir og vandar málsins bætur, og augu er stöðugt stara á stjörnu heiðar nætur? Hver gaf þér þrótt að þora, þá þú varst yfirgefin, og berjast einn til bóta, þó birgi ljósið efin? Hver lýsti lífs þíns brautir, sem lágu um hraun og klungur? Hver gaf þér dýra drama? Þig dreymdi sigur ungur. Hver gaf þér styrk, að standa í stormi og ölduróti, og reynast huguð hetja, þá hér var alt á móti? Hver gaf þér glaðar vonir, við grafir ástvinanna um æðri endur fundi, þó engin kynni að sanna. Hver gaf þér von að vona, þó værí svarta myrkur, um ljós, km lýsti vegin hvar lá hinn huldi styrkur? Hver lagði þessar leiðir, sem lífgar blóm á vorin, sem eiðir vetrar veldi og vermir köldu sporin? Eg eygi guð í öllu, þó afar lítið skilji, og sigur lífs mér sannar hanns sanni kærleiks vilji. Sú ábirgð ein mér nægir og elli lýsir mína, eg sé í gegnum sortann, hvar sannleiks ljósin skína. Sigurður Jóhannsson Minni Islands Flutt að miðsvetrarmóti Jóns Trausta í Blaine Wash., 14. febrúar, 1931 Föður landið, föður landið, fasta hugsun mína tekur, mér finst einhver segja sekur, svona að slíta ættar bandið. En eg finn það innst í huga ekki slitnar þetta band ein mun til þess eilífð duga, elska heitast föður land. Móður málið, móður málið, mína sem að hugsun lýsir, þegar dimmir, vega vísir vona minna, sigur stálið slær, sem morgun bjarmans birtu brautu á, sem oft er hái. Altof fáir um það hirtu * ónýtt kusu heldur tál. Landsins saga, landsins saga, leiftrar eins og fórnar eldur, sem að mestu viti Veldur, vera frjáls um alla daga. Því að gleyma þessum vitum þar sem helgast frelsið skín, flagga hér íneð fölskum litum, fara gleymdur heim til sín. * Öllu að tapa, öllu að tapa, , ekki sýnist mikill gróði; ber eg þennan harm í hljóði, heimskast allra minna glapa, að eg skildi frá þér flúa, föður landið kæra mitt. . Heim á leið er ljúft að snúa lauga í tárum skrautið þitt. Eg skal biðja, eg skal biðja, eg skal biðja föður hæða, höfund allra guðdóms gæða, geyma þig, í hættum styðja. Þessi bænin barnsleg, stutta, breyta sorg í gleði má, beint frá hryggu hjarta flutta, hún mun föðurs kærleik ná. Sigurður Jóhannsson

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.