Heimskringla - 20.05.1931, Blaðsíða 5

Heimskringla - 20.05.1931, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 20. MAÍ, 1931 HEIMSK.RINQwA 5. BL.AÐSEÐA ur minn, og lætur mig vita hvað þú ræður af, annað kvöld.” • * • Þungur niður, eins og bæld- . ur sársauki skilnaðarins, vafð ist um sál gamalmennisins, er sat á gljúfurbarminum við Huldufoss, þar hafði Bliinda Rósa kosið að kveðja Grím. — Æskan og ellin, andstæður lífs ins, stóðu þar hlið við hlið, i þögulu samræmi við orkuna og eyðsluna, sem í fossinum fólst. — * * m Skerandi hvinur barst frá kaupfélagsskipinu, um leið og það tók skrið og stefndi út fjörðinn. Hvítur foss stóð um stefnið, dimmblá rönd breiddist út frá kjölfarinu, kolsvartur • reykjarmökkur teygðist aftur frá reykháfnum, sem smá- greiddist í sundur og hvarf út í geiminn. Grímur stóð á þilfari o" horfði yfir sveitina, unz mynd hennar rann inn í móðu."— Hafið var framundan. — • • • Fimtán ár liðu, Svo að ekk- ert fréttist af Grími, utan eitt bréf, er hann hafði skrifað frá Þýzkalandi, ári eftir að hann fór. Bréfið var til Blindu -Rósu, en þá var hún dáin. Grími var tilkynt lát hennar. Miklar breytingar höfðu orð- ið í Hvammssveit síðan Grímur skildi við æskustöðvarnar. — Allstórt þorp var risið upp á Hvammstanga. Meðal annara húsa var þar myndarlegt sam- komuhús, bygt á kostnað sveit- arinnar og ungmennafélagsins. Fyrsta slagharpa, sem í sveit- ina kom, var flutt í þetta hús. Hvarvetna mátti sjá framfar- ir og velmegun. Á hverju vori hafði komið skip til kaupfé- lagsins, sem nú átti stór verzl- unarhús við höfnina. Félagið hafði blómgast og aukið verk- svið sitt með hverju ári. — Og enn var komið vor. — Sextánda vorið síðan Grímur fór að heiman. Og enn flaug lóan til sumardvalar, þar sem bjartar nætur hjúpa fjöll og firði draumríkum unaði. Það var morgun einn í ní- undu viku sumars, að eimskip stefndi inn Miðfjörð, og sveigði inn á höfnina. Það var með vörur kaupfélagsins. Hvítur bátur seig niður með skips- hliðinni, í hann stigu tveir menn og ein kona. Báturinn rendi upp að bryggjunni. Svo breyttur var nú Grímur í sjón, að fáir þeirra, er á ströndinni stóðu, þektu hann. Aftur kannaðist hann við mörg andlit frá fyrri tíð. — Þau Grímur og kona han3 ætluðu að dvelja mánuð f Hvammssveit, og að þeim tíma liðnum hverfa aftur til Þýzka- lands, þar sem hann hafði at- vinnu sem óperusöngvari, en hún lék á fiðlu. Grími fanst tíminn líða und- ur fljótt. Hann var oft á gangi um brekkurnar og fjallshlíðina fyrír ofan Hvamm. Umhverfið var honum hugljúft og mynd þess greypt í sál hans, og oft dvaldist þeim hjónum upp við Huldufoss. Það talaðist svo til, að þau Grímur og kona hans hefðu söngsamkomu, iáður en þau færu úr sveitinni. Vildu hjónin jafnframt nota það tækifæri til að kveðja kunningjana. • • • Boginn WnúSi dúnmjúka tóna úr strengjum fiðlunnar. þýða eins og sumarblæinn, leik- andi létta eins og skvettur lækjarins. Það var vorsöngur Mendelssohns (op. 62 No. 6), sem kona Gríms spilaði. Þegar fiðlan þagnaði, stóð Grímur á fætur, en kona hans settist við slaghörpuna. Rödd Gríms var undrafögur og þróttmikil. Fögnuður áheyr- endanna fór vaxandi með hverju lagi. — Sfðast söng Grímur tónsmíð eftir sjálfan ♦ sig, er hann kallaði “Blinda Rósa”. Tónverkið var í þrem köflum: Fyrsti partur átti að túlka æsku Rósu. Þýður hjúf- urblær hvíldi yfir tónunum, eins og unaður barnslegra drauma. Þá var annar kafli, þrunginn voldugu magni og ákafa, sem á pörtum bar blæ örvæntingar. Það var túlkun þroska og at- gervis, sem leitar framsóknar og frelsis, en finnur fjötur ör- laganna vefjast lamandi um sig, eins og þegar frostnóttin fölvar fegurð blómsins. — Síðasti kafl- inn svaraði til friðar og rósemi efri áranna, þegar jafnvægi og og gleggri skilningur höfðu náð yfirhöndinni, og eigin þrár og eftirvæntingar höfðu snúist í fórn og umhyggju fyrir annara velferð. — “Ó, guð vors lands!” — Öll þrjú erindin voru sungin. Aðdáun og þökk fylgdu Grími og konu hans út í næturkyrð- ina. Á leiði Blindu Rósu er nú fegursta minnismerkið, sem reist hefir verið í kirkjugarðin- um í Hvammi. Það er höggvið í marmara af mikilli list, og er undra nákvæm stæling af Huldufossi og gljúfrinu. — Og á sólríkum stað, nokkru ofar en Huldufoss, stendur hvítmál- að fagurt hús. Þar eiga at- hvarf munaðarlaus börn og gamalmenni. — Minnismerkið, og féð, sem hæli momaðarleysingjanna var reist fyrir, var sent frá Þýzka- landi.--------- Ásgeir I. Blöndahl. TÆKIFÆRI ÞEIRRA ER HLUTABRÉF EIGA SEM FALLA BRAÐUEGA 1 GJALDDAGA HJJ CANADA STJÓRNINNI AÐ FRAMLENGJA GJALDAGA ÞEIRRA MEÐ KAUPUM 1 THE PREMIER SECURITY IN CANADA GOVERNMENT OF THE DOMINION OF CANADA d 1931 CONVERSION LOAN Fjármálaráðherra Canadastjómar b..ður öllum þeim er verðbréf eiga hjá Dominion stjórainni og sem vísað er til í eftirfarandi grein, tœkifæri til að framlengja verðbréf sin með þeim skilmálum er nú skal greint frá: [ Þetta tUboð er nær tU þeirra er verðbréf hafa sem eru að falla i gjalddaga, með rentuborgun og skattundanþágu sem áður, með flestum sömu skUyrðum, að þvi viðbættu að fá framlengingu á 4 54% rentu af verðbréfunum. ] STRÍÐSLÁN, 5% VERÐfeRÉF MED GJALDDEGI 1. OKTÓBER 1931 — Þeir sem verðbréf þessi eiga geta fengið þeim breytt í verðbréf sem í gjaldaga falla lsta nóvember 1956 og rentan er borguð af frá lsta apríl 1931. Fyrsta verðbréfið (coupbn) verður fyrir sex mánuði, undanþegið skatti, með 5% rentu, sem borgast 1. októ. ber 1931 . Annað verðbréfið verður fyrir sjö mán- uði, með 41% rentu og greiðist lsta maí 1932. Eftir það verður renta greidd, að upphæð 41% tvisvar á ári þar til verðbréfið fellur í gjalddaga. ENDURNÝUNAR LÁN, 5i% VERÐBRÉF, MED GJALDDAGA lsta NÓVEMBER 1932—Þeir er þessum verðbréfum halda, geta fengið þeim breytt í verðbréf með gjalddegi lsta nóvember 1957, með 4£% rentu sem greidd er tvisvar á ári frá lsta maí 1931. í sambandi við þessi verð- bréf verða þrír adjustment-coupons sem renta verður greidd af er nemur 1%, hinn lsta nóvem- ber 1931, lsta maí og nóvember 1932. SIGURLÁN, 51% VERÐBRÉF MEÐ GJADDEGI 1. NÓVEMBER 1932 — Þeir er þessi verðbréf eiga geta breitt þeim í verðbréf með gjalddegl lsta nóvember 1958, með 4£% rentu, greiddri tvisvar á ári frá lsta maí 1931. Fyrstu fimm rentumiðarnir upp til og að meðtöldum lsta nóvember 1933, verða undanþegnir skatti. Með- fylgjandi þessum verðbréfum eru fimm skattfríir adjustment-coupons, sem greidd verður renta á er nemur 1%, lsta nóvember 1931, og lsta maí og nóvember 1932 og 1933. SIGURLÁN, 51% VERÐBRÉF, MEÐ GJALDDEGI lsta NÓVEMBER 1934—Þeir sem þessi verðbréf eiga geta breitt þeim í verðbréf sem í gjalddaga falla lsta nóvember 1959, með 41% rentu borg- aðri frá lsta maí 1931, tvisvar á ári. Meðfylgj- andi þessum verðbréfum verða adjustment-cou- pons, sem greiðast lsta nóvember 1931 og lsta maí og nóvember 1932-1933-1934 með viðbættri rentu er nemur 1% árlega. Upphæð verðbréfa þeirra er þannig er boðin nemur $250,000,000. Fjármálaráðherrann áskilur sér þó rétt til að hækka eða lækka þessa upphæð, ef honum virðist þörf gerast til þess. Áskrifendur að lánum þessum geta snúið sér til hvaða banka sem er, eða viðurkendra verðbréfa sala, og stock brokers, er allir hafa áskrifta-eyðublöð og ritlinga er sk..rir frekar verðbréfa- hugmynd þessa. En áskriftir að lánunum verða aðeins ttl greina teknar séu þær gerðar á eyðublöð þan, er King’s Printer hefir látið til þessa gefa út. Áskriftir byrja 11 maí 1931 og enda á eða fyrir 23 maí 1931, samkvæmt því er fjármálaráðherrann ákveður í því efni. _ . DEPARTMENT OF FINANCE, Ottawa, llth May, 1931.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.