Heimskringla - 20.05.1931, Blaðsíða 8

Heimskringla - 20.05.1931, Blaðsíða 8
B. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 20. MAÍ, 1931 FJÆR OG NÆR Séra Ragnar E. Kvaran flyt- ur guðsþjónustu að Riverton kl. 2 síðdegis 24. þ. m. og á Gimli kl. 7.30 síðdegig sama dag. • ♦ * Hin undurfallega saga Blinda Rósa, sem birt er á öðrum stað í þessu blaði, er frumsamin af Ásgeiri I. Blöndahl, Wynyard, Sask. • * * Leikfélag SambatndssafnaS- ar le’ikur “Ástir og miljónir’”’ á Lundar laugardaginn þann 30. maí. Inngangur verður 50 cent fyrir fullorðna og 35 cent fyrir börn innan 12 ára. Leikurinn byrjar kl. 8.30, og gengur arð- urinn til Sambandssafnaðarins á Lundar. Það er þrisvar búið að leika þenna leik í Winni- peg og einu sinni á Gimli fyrir fullu húsi, af Sambands leik floknum. Efnið er stórkostlegt og velþekt leikfólk, eins og t d. séra Ragnar E. Kvaran, Árni Sigurðsson og Mrs. J. F. Krist jánsson. Það ætti enginn að sitja sig úr færi á Lundar og grendinni að sjá þenna leik. • • • Söngflokkur Sambandssafn- aðar heldur söngskemtun í kirkiu safnaðarins á Banning stræti,.. þriðjudagskvöldið.. 26. þ. m., með aðstoð Mrs. K. Jó- hannesson og Pálma Pálma- sonar, er þar verður með strengjakvartett, og fleiri. — Söngflokkurinn syngur einung- is gömul og vel þekt lög, sem íslendingar hafa eignað sér um langan aldur. Inngangur 35c. Byrjar kl. 8.10 • • • Hátíð mikil verður haldin 25. maí n.k. í gamla Norðurstjörnu skólahúsinu í hinni svonefndu Grunnavatnsíbygð austan við Lundar. Samkoman byrjar kl. 1 e. h. og fyrir henni stendur Kvenfélagið Frækorn. Verður þetta 25 ára minningarmót þess Phone 88 525 s;-,r<roTit orri Arlinarton Thur. Fri. Sat. This Week May 21-22-23 geobgb; o’brien “FAIR WARNING" Bin-Tin-Tin in “The I.one Defender” (Ch. 3) Comedy, News, Serial Mon. Tues. Wed., Next Week May 25-26-27 SPECIAL MATINEE Monday Afternoon, May 25 % Show Opens at 12.30 p.m. EL BRENDELL in Mr.\\ Lemon of Orange Comedy — News — Variety J. A. JOHANNSON Garage and Repair Service Banning and Sargent Sími 33573 Heima »ími 87136 Expert Repair and Complete Garaye Serrice Gaa, Oils, Extras, Tirea, Batteries, Etc. félags, og er vonandi að sem flestir vinir þess frá fyrri og seinni tíð komi þenna dag til að minnast margra kærra endur minninga og glaðra stunda á samkomum félagsins s.l. 25 ár. /Þetta félag er áreiðanlega einstætt í sögu Vestur-íslend- inga, með því að samanstanda af konum úr báðum kirkju- flokkum héraðsins, sem hafa í sameiningu starfað að velferð- armálum bygðarinnar í 25 ár. Velþektir ræðumenn tala við þetta tækifæri. Einnig skemtir æfður söngflokkur. Veitingar og aðgangur ókeypis. — Allir boðnir velkomnir. Sá dagur, sem minst er 25 ára starfs Kvenfélagsins Fræ- korns, má sannarlega kallast merkisdagur. • • * Framsagnar- og upplestrar- samkepni unglinga, er notið hafa íslenzkukenslu Fróns fór fram fimtudaginn 7. maí í G. T. húsinu, og tókst mæta vel. Börnunum var skift í tvo flokka. í yngri flokknum voru 10 nemendur 8—10 ára, og eldri nemendur 8, 11—12 ára Dómarar voru J. J. Bíldfell, Sig- urjón Björnsson og Valgerður Jónasson Þrenn verðlaun gefin { hvor- um flokk í yngri flokknum hlaut Frið- rik Kristjánsson 1. verðlaun, Doris Blöndal 2. og Friðrik Sveinsson 3. verðlaun. í eldri flokknum hlaut Lilian Baldwin 1. verðlaun, Guðrún Bjering 2. og Gladys Gillies 3. verðlaun. Á prógramminu var eiennig stuttur leikur, “Mömmurnar’’, er 7 börn tóku þátt í, og tókst vel. Mrs.H. Helgason lék á slag- hörpu. Miss Helga Jóhannes- son lék á fiðlu. Misses Jean Bruce og Jean Berg og Mr. Hermann Eyford skemtu með hljómlist, en Alvin Blöndal með söng, og var gerður góður róm ur að. Mr. J. J. Bíldfell kunngerði úrskurð dómaranna og lauk miklu lofsorði á, hve börnin hefðu leyst hlutverk sín vel af hendi, er sýndi að kennurun- im hefði furðu vel tekist við kensluna. Börnin hefðu fengið ’ykil að andlegum fjársjóðum, sem hann vonaði að þau myndu hafa ómetanlegt gagn af á lífsleiðinni. Kennurum deildarinnar Frón, Mrs. Jódísi Sigurðsson og Mr. Guðjóni Friöriksson, sem stofn iðu til samkomunnar, er að- allega að þakka hve vel hún tókst. • • • Á fundi stúkunnar Heklu n. bönd þjóðanna á framleiðslu- j hálfvirði við það, sem áður hef- útbreiðslu, tolla, herútbúnaðar ir verið; egg t. d. frá 15 cent k. föstudagskvöld verður kapp- suðaustan vindar nærri dag kostnað. Talar á íslenzku. Að- gangur ókeypis. Samskot tek- in til að borga húsaleigu. Menn, konur og unglingar, fyllið sal- inn, komið í tíma; byrjar kl. 3 e. h.. — Mr. Ragnar H. Ragn- ar spilar á píanó. • * * Söngsamkoma hr. Sig. Skag- field, að tilhlutun Hjálparnefnd ar Sambandssafnaðar á mánu- dagskvöldið var, fór hið bezta fram. Hvert sæti var skipað og urðu jafnvel margir frá að hverfa. Létu áheyrendur óspart fögnuð sinn í Ijós með lófa- klappi, enda söng hr. Skagfield hvert lagið öðru betur. * • • Sigurjón Johnson, fyrrum Iji heimils að 492 Sherbrook St. dó miðvikudaginn 13. þ. m. af hjartabilun. • • • TILKYNNING Eg hefi nú tekið að mér út- sölu á “Eimreiðinni” fyrir Vesturheim, og hefi eg þá um- boðssölu á þessum fjórum ís- lenzkum tímaritum: Iðunn ............. $1.80 árg. Eimreiðin .......... 2.50 Perlur ............. 2.50 Kvöldvökur ......... 1.75 “ Fyrsta hefti af Eimreiðinni fyrir yfirstandandi ár er nú tii mín komið og verður tafar- laust sent til allra hlutaðeig- enda samkvæmt kaupendaskrá er fyrverandi útsölumaður hef ir afhent mér. Er þetta hefti byrjun 37. árgangs þessa þjóð- kunna tímarits og er það prýðilega vel vandað — gagn sýrt af fræðandi efni og skreytt 37 myndum. Og inngangsorö þessa árgangs eru mjög eftir- tektarvert ávarp frá útgef anda og ritstjóra. Eimreiðin er vissulega þess verð að hún fengi meiri út- breiðslu hér vestra. MAGNUS PETERSON 313 Horace St. Norwood, Man., Can. BRÉF TIL HEIMSKRINGLU. Cloverdale, B. C. 26. apríl 1931. Herra Stefán Einarsson. Kæri vinur: Þökk fyrir bréf þitt síðastlið- ið haust ,en sem lengi hefir dregist fyrir mér íið svara. Þú biður mig að skrifa Kringlu fréttir, en því miður er fátt af viðburðum. Af tíðarfarinu er það að segja að veturinn var hér einmuna góður, fram að miðjum marz. Síðan hafa verið rigningar og UNCLAIMED CLOTHESSHOP Karlmensfl föt og yflrhafnlr. nnifiuft eftlr mAIi. Nitiorhoncflnir haf fnlIITí Ar Klldl. ok fdtln aejant frfi $0tll $24.50 apphafleera nelt fi $25.00 oj? npp f $60.00 471^ Portage Ave.—Sími 34 585 MOORE’S TAXI LTD. C«r. Donald and Grakam. 50 Cents Taxl Frá elnum statS tll annars hvar sem er í bænum; 5 manns fyrlr sama og einn. Allir farþegar á- byrgstlr, alllr bílar hltatlir. Slml 23 800 (8 llnnr) Kistur, töskur o ghúsgagna- flutningur. ræða um eftirfarandi efni: Á- kveðið að vísindin fremur en siðfræðin eigi að vera undir- staða bindindisfræðslu. Með iátandi hliðinni tala Stefán Ein arsson og Hjálmar Gíslason, en béirri neitandi S. B. Benedicts- son og Jóhannes Eiríksson. — ^undur verður opinn fyrir alla eftir að kappræðan byrjar. • • • Árshátíð Jóns Bjartiasonar skóla verður haldin í Fyrstu hitersku kirkju á fimtuaags'- kvöldið í þessari viku. Sam- koman hefst kl. 8. Aðalræðu- maður verður Hamilton dóm- ari, og mega men nreiða sig á ánægjujlega ikvöldstund. ÍÁllir eru velkomnir. Tekið verður á móti gjöfum til skólans. Komið að sjá stærsta nemendahóp- inn, sem nokkurntíma hefir sótt skólann. • • • TAKIÐ EFTIR! Mr. S. Vilhjálmsson flytur fróðlegt erindi að 532 Agnes St., Labor Hall, næsta sunnu- dag, 24. þ. m. Erindið fjallar um friðar- og afvopnunartil- raunir, óeirðir og atvinnuleysis orsakir, sijúrna<rástand þjóð-| með korntegundir og hey. anna, verzlunarviðskiftasam- lega, og þar af leiðandi er jörð svo blaut að ómögulegt er að vinna hina algengu vorvinnu. Að vísu plægðu sumir nokkuð í haust og vetur; en þar við sit- ur, ómögulegt að diska eða plægja fyrir bleytu, margir hvorugt reynt. Fari ekki að þorna úr þessu, má búast við lélegri uppskeru, því hér er valt að treysta á hausttíðina, sem oft er rigningasöm; og þó rign ingar séu ekki, er hér oft þoku og suddasamt eftir miðjan sept. Svo vegna þessa raka og hlýja veðurs, spíra hér oft kornteg- undir, en þorna ekki, ef þær á annað borð vökna. Um afkomu manna yfirleitt veit eg ekki mikið, er samt hræddur um að hún sé ekki sem hezt. Markaður er afar slæmur, alt sem framleiðendur selja, er í lágu verði; og það sem verst er, að helzt ómögu- legt er að selja. T. d. eru fleiri þúsund tonn af kartöflum hér í bygðinni, sem ómögulegt er að selja, og þar af leiðandi liggja fyrir skemdum, því þær verða ekki geymdar til næsta árs, eins og hægt er að gera niður í 9 cent. Aftur er hænsna fóður að vísu mun lægra en að undanförnu, en ekki sem verðfalli eggjanna svarar. — Hænsnarækt er hér mikil, og eggjaframboð þar af leiðandi mikið. Atvinna er nú sem stendur alls engin, og ekki útlit fyrir að úr því batni bráðlega. í haust var hér unnið nokkuð að vegavinnu, helzt þar sem þess þurfti ekki. Eins og kunn- ugt er, lagði sambandsstjómin fram fé síðastliðið haust til at- vinnumála, og fékk fylkisstjórn in hér part eins og hin fylk- in, og útbýtti því svo til bæja og sveitastjórna, og fékk sveit- arstjórnin hér 10 þúsund doll- ara í sinn hlut, og svo lagði sveitin til 15 þúsund dollara á móti; en þeir sem sáu um vinnuna, varð ekki ráðafátt að eyða peningunum á sem styzt- um tíma, og láta sem minst sjást hvar unnið var. En þrátt fyrir þær misfellur hefir það óefað hjálpað nokkrum um tíma, og eru Mr. Bennett þakk látir, og telja ekki hans skuld þótt illa hafi verið með féð far- ið af öðrum, sem um það áttu að sjá. Heilsufar hefir mátt heita gott; óvenjulega lítið af hinu algenga Kyrrahafsstrandar kvefi í vetur. Að vísu gekk hér lítils háttar kvef um tíma febrúar, sem læknar kölluðu flú, til að hræða þá, sem altaf eru að kvíða fyrir dauðanum hafa víst búist við að verða frekar sóttir, ef það væri kallað flú en ekki kvef. Eg er nú nýbúinn að lesa hið ágæta Tímarit Þjóðræknisfé- lagsins, og er það leiðinlegt, að allir VesturHÍsíendingar skuli ekki geta orðið það samtaka að verða meðlimir félagsins því það gæti rnargan bætt, en engan skemt, hvað annað sem á milli kynni að bera, og er vonandi að menn hristi bráðum af sér pólitískan og trúarlegan skoðanamun, og taki höndum saman um þetta eina málefni allra sannra íslenzkra manna og kvenna. Þá las eg með ánægju ræðu séra Benjamíns Kristjánssonar, sem hann hélt á pálmasunnu- dag, og væri gaman og gagn- legt að ræður slíkra kenni- manna sem sére B. K. og sr. Friðrik A. Friðriksson í Blaine eru, væru sem oftast birtar, ásamt ræðum annara góðra kennimanna, því þó eg hafi nefnt þessa tvo, væri engu sið- ur gagnlegt að sjá ræður eftir menn eins og séra R. Mar- teinsson og B. B. Jónsson, D.D. Prýddi ef til vill meira dálka Lögbergs, en sumt af því, sem þar hefir verið klest í seinni tíð. Þó eg hafi tilgreint þessa fjóra presta, væri engu síður ánægjulegt að heyra ræður annara presta, því þrátt fyrir skoðanamun verður því ekki neitað, að Viestur-fsle’ndijngar hafa aldrei verið betur staddir hvað kennimenn snertir, en ein mitt nú, og er vonandi að þeir beiti þeim hæfilekum í rétta átt. • • • Það er nokkuð síðan eg skrif aði það sem hér fór á undan, og hefir tíðin mjög breyzt síð- an. Eru nú búnir að vera góðir þurkar í rúma viku, og eru menn nú sem óðast að vinna að sánjjngu. Ön,nur atvinan ylð sama; þó búast sumir við, að einhver vegavinna byrji síðar- meir; hvort það verður nokkuð að mun, er óvíst, því alstaðar er kvartað um peningaleysi, og víst ekki að ástæðulausu. Fylk- isstjórnin hér tók við rúmum 85 miljóna skuldabagga af gömlu stjórninni, og er víst, ekki búin að ráða fram úr því ennþá, hvernig eigi að mæta afborgunum; veit heldur ekki, hvort þeir eru mikið að hugsa um það, því satt að segja held eg að flestir þeir, sem í þessari nýju stjóm eru, séu aðgerða- lausir sælkerar, hugsandi mest um að kýla sína eigin vömb. Eg ætla nú að hætta að sinni, og þakka fyrir Kringluna. Eg hefi haft gaman af að lesa hina skemtilegu ferðasögu Mrs. M. J. Benedictsson, og endur- minningar Fr. Guðmundsson- ar, og væri óskandi að meira birtist af því tæi, en e.kki nema ein saga í einu. Með kærri kvéðju og beztu óskum um gleðilegt sumar til Heimskringlu og allra íslend- inga, er eg Þinn einl. Þ. G. ísdal. EXCHANGE Your Old FURNITURE NOW IS THE TIME TO TRADE IN YOIJR OUT-OF- DATE FURNITURE ON NEW. PHONE OUR AP- PRAISER. J. A. Banfield LIMITED 492 Maln St. Phone 86 667 BRÉF TIL HEIMSKRINGLU. Los Angeles 8. maí 1931. Háttvirti ritstj. Hkr.: Það er orðið all langt umliðið síðan nokkuð hefir birzt í Heimskringlu héðan frá Los Angeles, enda fátt, sem við ber sem í frásögur sé færandi. — Atvinnuleysi svo til vandræða horfir hér, sem víða annars- staðar. Félags- og samkvæmislffið hér á meðal íslendinga hefir þar af leiðandi því sem næst verið í kaldakoli nú um langt skeið. Er það þó ekki af þvi, að hér sé ekki talsvert af list- fengu og skemtilegu fólki á meðal íslendinga, þegar þess nýtur við. Samkomur hafa eng ar verið meðal Islendinga hér á þessu ári, utan ein skömmu eftir nýárið: afmælissamkoma öldungsins Þorsteins Jónsson- ar (Foster Johnson), sem var góður búhöldur á sinni tíð við Glasston, N. D., og var og er vel þektur á meðal íslendinga, einkum þar eystra. Þar næst var haft skógar- gildi (picnic) þann 3. maí í Brookside Park, Pasadena, þar sem nokkuð af íslenzku fólki kom saman. Svo var samkoma haldin í sænsku lútersku kirkj- unni í Pasadena, sem er borg með 25 til 30 þús. íbúum, á- föst við Los Angeles. Samkoma þessi var náskyld íslendingum að því leyti, að sumt af því fólki, sem þar skemti, var ís- lenzkt. Og samkomunni var stjórnað af einum af hinum mörgu listamönnum, sem ís- lenzka þjóðin á, herra Sigurði Helgasyni tónskáldi. Hann er, sem kunnugt er, sonur hins góðfræga tónsnillings, herra Helga Helgasonar organista í Reykjavík, sem var landskunn- ur með þjóð vorri á sinni tíð, og hvers minning mun lengi lifa. Herra Sigurður Helgason er tónsnillingur með afbrigð- um, og eg þori að fullryða að hann stendur ekki að baki mörgum þeim, sem öðlast hafa prófessorstitil. En því miður hefir hann ekki gert listina að aðallífsstarfi sínu, heldur orð- ið að afla sér og sínum lífsvið- urværis með súrum sveita. — Þannig verður margur dýrmæt ur íslenzkur gimsteinn graf- inn. Þarna kom fram tuttugu >g tveggja manna karlakór, sem herra Helgason hefir æft og stjórnar. Þar heyrði eg hina indælu tóna, ^ka þeim, sem eg heyrði á íslandi í fyrra, og sem hér eru fágætir. Og svo að dáanlega var það æft og sam- stilt, að engu líkara var en að tónsnillingurinn væri að spila á lifandi mannlegt hljóðfæri, rétt eins og þar væri ein sál í mörgum líkömum. Einsöng sungu þar Mrs. Olive McFar- lane og Mrs. May Cook. Mrs. McFarlane er dóttir Eggerts sál. Oliver og ekkju hans, sem Íslendingum vestra eru að góðu kunn. Hún hefir silfurskæra soprano rödd og skemtir af- bragðs vel. Mrs. Cook er dóttir hjónanna Mr. og Mrs. Ragúel Johnson í Wynyard, Sask. — Hún hefir indæla alto rödd og beitisr henni aðdáanlegta vel. Hún söng á íslenzku: “Fölnuð er lilja og fölnuð er rós’’, ynd- islegt lag, sem hr. Helgason hefir samið. Enginn vafi er á því, að báðar þessar framan- nefndu konur hefðu verið með þeim fremstu á sönglistarsvið- inu, ef þær hefðu gert hana að aðal lífsstarfi sínu. Allmargir íslendingar voru á samkomunni, en hefðu þó gjarna mátt vera fleiri; en við metum því miður ekki æfinlega það, sem bezt er gert, eins og vert er. Að endingu þakka eg þrssu fólki fyrir ánægjulega stund, og sæmd þá, sem það hefir látið fslendingum í té. Þorgils Ásmundsson. r Ntr ER TIMINN TIL 'AÐ KAUPA LINOLEUM LINOLEUM GÓLFDÚKA o. s. frv. ..öllum nýjustu gerS- um úr að velja. Vér höfum nýlega fengið sendingu af FALLEGUM GLUGGATJÖLDUM FRÁ ,GAMLA LANDINU RÚM (fullkomin) Vœgar Afborganir. — — $1.00 á viku I>ér hafið lánstraust hjá oss | Gillies Furniture Co., Ltd. ! (Aður að 311 Nairn Avenue) I 956 MAIN STREET SÍMI 53 533 1 ~ I Egg og mjólkurafurðir eru í J öllum þeim feikna rentum og Bridgman Electric Co. Winnipeg — Furby og Portage — Sími 34 781 RAFLAGNING A GIMLI Látið oss gera raflagninguna í húsunum hjá yður og kaupið hjá oss ljósaáhöldin. Verk og vörur á Jdýr- asta verði. / Vér skulum með ánægju veita upplýsingar um kostnaða áætlun hvenær sem er. Lítið inn í búðina hjá oss, við hliðinaá símastöðinni á Gimli og talið við herra J. Ásgeirsson.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.