Heimskringla - 20.05.1931, Blaðsíða 6

Heimskringla - 20.05.1931, Blaðsíða 6
f BtAJ»81E>A HEIMSKRINQLA i WINNIPEG, 20. MAÍ, 1931 HobinlHood Rdpid Odts Betra því það er PÖNNU ÞURKAÐ KnsoosðoosoðoosGGCsciOoooscoosoroeoeoosooooeocoosoeosðk í JAPONETTA eftir ROBERT W. CHAMBERS. j| Snúið hefir á íslenzku DavíS Björnsson Inwood var búinn að leita eftir Christ- ine inn í öllu húsinu og úti í kringum húsið og fann hana loksins niðri í rósagarðinum. En þegar hann var búinn að finna hana, hafði hann ekki kjark í sér til þess að ganga til hennar, svo var hann orðinn niður beigð- ur og utan við sig upp á síðkastið. Hann gekk þessvegna aftur til baka inn í Billiard- herbergið, þar sem fólkið var að skemta sér. Wallace stóð á milli þeirra Díönu og Lillian Wemyss upp við Billiard-borðið og skemti sér ágætlega í samræðum við þær. Inwood staðnæmdist þar augnablik og kreisti bréf Edgertons í hendi sinni, sem hann hafði í öðrum buxna vasanum. Lillian Wemyss kom auga á hann og brosti til hans yndis- lega en hvarflaði augum sínum fljótt af hon- um aftur til Wallace. Það var eitthvað það í fari hennar þessa stund, sem verkaði illa og viðbjóðslega á Inwood, svo hann snéri sér á hæl og gekk með beigðu höfði fram að dyrunum. “Mr. Inwood!’’ kallaði Díana í gegnum hávaðann. “Viljið þér ekik spila Billiards með okkur?’’ Hann sneri sér að henni brosandi og sagði: “Nei, þakka yður fyrir. Eg er ekki vel upplagður til þess núna.’’ “Billy!” sagði Mrs. Wemyss. “Eg vil að þú spilir með okkur!” “Nei, þökk fyrir. Eg spila ekki núna”, sagði hann kuldalega og hvarf um leið út úr dyrunum. Þetta var í fyrsta skiftið, sem hann setti sig upp á móti vilja Mrs. Wemyss og það sló hana hálf illa þó hún léti ekki mikið á því bera. Hún leit áhyggjufull til Díönu um leið og hún sagði: “Eg er hræddur um að Billy Inwood sé ekki vel frískur, hann hefir hagað sér svo einkennilega hina síðustu daga. Díana og Wallace Þögðu. Mrs. Wemyss sneri sér við og sá Mr. Inwood ganga fyrir gluggan út á grashjall- ann, og á næsta augnabliki gekk hún út til hans og þegar hann kom auga á hana gekk hann á móti henni. “Billy!” sagði hún blíðlega. “Ertu las- inn?” “Nei alls ekki.' “Hversvegna varstu ekki kyr, þegar eg "bað þig um það?’’ “Af því mig langaði ekki til þess.” “En eg bað þig um það að vera kyr,” sagði hún, eins og sá sem veld hefir. “Já, það heyrði eg líka.” “Nú?” sagði hún undrandi. N Á meðan hún lagði fyrir hann þessar spurningar, stóð hann teinréttur fyrir fram- an hana og horfði dreymandi augum út í bláinn. En nú sneri hann sér að henni og spurði: “Lillian! Kærir þú þig annars nokkuð um mig?” “Billy! Hvílík þó spurning, sem þú kem- ur með!” ‘Já, viltu svara hepni? — Kærir þú þig nokkuð um mig?” “Þv, spyrðu svona flónslega? Þú veist að eg geri það—.” “Elskar þú mig?” “Hvað!” “Eg spurði hvort þú elskaðir mig.” “Billy! Hvað í almáttugs bænum —.” “Bíddu svolítið, lofaðu mér að spyTja þig aftur, Lillian. Er það áreiðanlegt að þú elskir mig?” “Eg veit hreint ekki hvað þú meinar með öllum þessum spurningum.” “Viltu vera svo væn og svara?” “Þú hefir alls engan rétt til að efast um það. Þú veist mjög vel hvað við höfum ver- ið hvort öðru.” “Eg skil þig ekki." “Eg vissi ekki annað en við værum trú- lofuð,” sagði hún með sorgblandinni röddu. “Eg skrifaði til þín á meðan eg var á ferða- laginu og eg skrifa ekki mörg bréf.” “Svo eg á að skilja þetta þannig að þú elskir mig.” “Auðvitað — þú heimski drengur.” “Ef það er tilfellið, þá ættum við að opinbera trúlofun okkar." “Billy! Ertu afbrýðissamur?” Hún hló léttum dillandi hlátri yfir því að hafa hann nú aftur á valdi sínu. “Nei,” sagði hann. “Eg er ekki afbrýð- issamur, en ef við eigum að giftast, þá finst mér kominn tími til þess að fólkið fái að vita það.” “Meinar þú fólkið hér?” ‘Eg á við að allir fái að vita það.” “Þú hefir þá víst ekki í huga að opinbera trúlofun okkar í vetur?” “Eg hefi í huga að gera það hér í kvöld.” “Hér!” “Já, hér — í kvöld.” “Eg vil ekki hafa það!” hrópaði hún. “Þetta er mjög órýmilegt af þér." “Er nokkur ástæða til þess að fólkið megi ekki fá að vita það?” “Kæri vinur! Við getum ekki gert út um- svo þýðingarmikið mál á einu augnabliki.” “Ef eg á að giftast þér þá vil eg að það verði opinberað nú þegar.” “En eg hefi sagt þér að eg vilji það ekki.” “Hversvegna?” “Hversvegna? — Til þess eru margar orsakir.” “Viltu nefna mér eina af þeim, Lillian?” Á meðan • hún stóð og mældi Inwood með sínum bláu augum, vann hugur hennar í ákafa. Og augnablik efaðist hún um vald sitt yfir þessum unga manni. Nei, þannig mátti hún ekki hugsa. Það sem hann þarf ! með er agi. Það var alveg voðalegt að hann skildi finna upp á þessari heimsku einmitt núna á meðan að gestirnir voru þar. Svo var hún búin að eiða alt of löngum tíma, við hann, því Scott Wallace var hjá Díönu, en við hlið hennar mátti hann ekki staldra einn of lengi. Að aga hann. Já, það er ein- mitt það sem eg þarf að gera.” “Billy!” sagði hún. “Komdu nú inn með mér og spilaðu Billiards?’’ “Má eg þá segja þeim að við ætlum að giftast?” “Nei!” sagði hún súr á svipinn. “Hvenær má eg opinbera það?’’ “Vertu nú góður Billy. Heldurðu að eins árs frelsi sé of mikið fyrir stúlku, sem liðið hefir eins mikið og eg. Eg hefi ekki löng- un til að giftast, hvorki þér né öðrum fyrst um sinn. JEg hefi ekki tekið neina fasta á- kvörðun í þá átt ennþá." sagði hún gremju- lega yfir því að hann skildi sækja þetta svona fast. “Lillian, það er ekki nema rýmilegt að eg fái að vita ákveðið um þetta nú,” sagði Inwood. “Billy! Ef þú heldur þessu áfram þá endar það með því að þú gerir mig alvarlega reiða. Þú hefir nú þegar gert mér nægilega gramt í geði." “Yfir því að biðja þig að ákveða hvenær ' brúðkaup okkar eigi að haldast?’’ “Eg geri það ekki!’ ’sagði hún reiði- lega, um leið og hún leit til þeirra Díönu og Wallace, sem komu gangandi, hlið við hlið út á grashjallann skamt frá þeim. “Afsegir þú þá að giftast mér?’’ spurði hann. “Já, mér þykir það leitt, en eg verð að gera það. Þetta ár, hefir verið mér svo frjálslegt og skemtilegt að eg hefi enga löng- un til þessað giftast. Og eg veit ekki hven- ær eg hefi löngun til þess. Eg er fullkom- lega ánægð að vera eins og eg er — frjáls og frí.” “Þú afsegir það þáð?” “Já, fyrst um sinn.” “Nei, þú verður að gefa mér ákveðið svar.’’ Hún nikkaði höfðinu. “Gott. Þá skal eg gera það. Eg segi nei — í eitt skifti fyrir öll------. Og Billy Inwood, minstu þess að þú hefir sjálfur ollað þér þessa refsivandar.” En reiði Lillian varaði sjaldan lengi. Hún var hvumleið yfir þessu hans vegna. En með sjálfri sér var ’hún sannfærð um að hann mundi ekki yfirgefa hana. Hún rétti honum því hönd sína brosandi, og hann tók í hana. “Ertu mjög reiður?” spurði hún. “Nei.” “Skiljum við — — sem vinir?’ “Já, sannarlega, ’sagði hann svo hrein- skilnislega að brosið hvarf alveg af vörum hennar og hún varð augnablik, sem í vafa en, nei, það gat ekki verið. Iíún hafði hing- að til aldrei þurft að efast um afl sitt. Og sannfærð um að Inwood mundi koma til henn ar undireins og hún kalaði þrykti hún þétt hönd hang og gekk svo hlæjandi aftur inn f húsið. Hann gekk með henni heim að dyrunum^og skildi þar við hana. Og um leið var sem allan mátt drægi úr líkama hans. Hann kastaði sér niður á mar- mara-bekk og faldi andlitið í höndum sér. Hvað lengi hann sat þannig, vissi hann ekki. Hann vaknaði úr draumamóki sínu við það, að hönd var lögð á öxl hans og blíð rödd tal- aði í eyra hans. Hann leit upp og mætti þá augum Díönu, sem athuguðu hann, gaum- gæfilega. “Þvi eruð þér svon niðurbugaðir, Mr. Inwood?” spurði hún, um leið og hann stóð upp. “Eg er það ekki, Miss Tennant.” “Hversvegna eruð þér svona sorgmædd- ur?” “Eg veit það ekki?” sagði hann og stundi þungan. Díana tók undir hand- legg hans og gekk með hon- um fram og til baka um gras hjallann og reyndi á allar lundir til þess að lífga hann upp. “Eg hélt að allir menn “flörtuðu” undir eins og þeim væri gefið tækifæri til þess,’ ’sagði Díana. “En eg hefi árangurslaust varpað mér í arma yðar. Sorgin hlýtur að rista djúpt í hjarta yðar, ungi maður.” “Inwood hló og reyndi til að sína henni fram á hve mikla virðingu hann bæri fyr ir henni. En Díana hristi að- eins höfuðið og sleppti handlegg hans. “Nú fer eg inn aftur,” sagði hún. “Það er listihús í hinum enda garðsins. Ef þér viljið bíða eftir mér þar, þá kem eg ef til vill til baka. Viljið þér gera það?” “Vitanlega,” sagði hann. Að svo mæltu gek khún leiðar sinnar en hann stóð nokkra stund í sömu sporum, og horfði á eftir henin þar til hún hvarf inn í húsið. Þegar hún var horfin, sneri hann sér í áttina til listihússins og gekk þangað hægt og hugsandi. Hann tók upp hjá sér Cigar- ettu veski og eldspítustokk. En um leið og hann sté inn í listihúsdyrnar féll hvortveggja úr höndum hans niður á gólfið. Svo mikið varð honum um það, sem hann sá þar inni. 1 hengi bekknum í listihúsinu lá hvítklædd vera með andlitið hulið í höndum sér. “Eruð það þér, Miss Rivett?" spurði In- wood bæði glaður og undrandi. “Já,’ sagði hún um leið og hún reis upp svo tunglsljósið féll á fölt andlitið hennar. “Má eg vera hér litla stund?” spurði hann hikandi. “Eða viljið þér heldur að eg fari?” “Nei-------. Eg fer að fara-------. Kjóll- inn minn er orðinn hálf rakur af daggfallinu. “Sváfuð þér?” Hú nhikaði augnablik. En hún gat ekki sagt honum ósatt. “Nei,’ ’sagði hún. “Þá hljótið þér að hafa heyrt til mín er eg kom?” Hún hristi höfuðið. “Hvað eruð þér að gera hér úti alein með höfuðið hulið í höndum yðar’” “Eg var að hugsa,” sagði hún-------------. Hafið þér nokkuð á móti því að fylgja mér aft ur heim að húsinu, Mr. Inwood?” “Hafið þér nokkuð á móti því að dvelja hér nokkrar mínútur lengur?” spurði hann. “Kjóllinn minn er orðinn daggvotur.” “Þá megum \ið líklega til með að fara.” “Eg held það.” Hvorugt þeirra hreifði sig. “Það er svo yndislega milt kvöld núna, að eg held að varla sé hætta á afkælingu," sagði hann. “Það er plæmt útsýni fyrir veiðimennina.” “Já, það er það — —. Samt er ekkert frost í loftinu.” “Það getur orðið frost í nótt sagði hún.” “Og þá fölna blómin,” sagði hann. “Já.” “Og þá verður heldur ekki hægt að sitja lengur hér úti á kvöldin." “Sennilega ekki.” “Er það þá ekki synd að njóta ekki þessarar stundar svo lengi, sem unt er?” “Eg hefi notið hennar í lanean tíma.” % “Ekki eg." “Ó, en þér getið dvalið hér svo lengi sem þér viljið.” “Aleinn?” “Eg hefi altaf verið einmana í heilt ár,” sagði hann hægt og stillilega. “Hvað?” Hún heyrði vel hvað hann sagði þó hún spyrði. En þessi orð hans endurómuðu í sálu h<<nnar. “Miss Rivett!” sagði hann. “Getið þér liðið það að hlusta á mál mitt svo litla stund. Eða er eg ekki þess verður?" “Hvað meinið þér?” spurði hún hálf klökk. “Eg meina, að — nú í kvöld. Nú í 'yrsta sinni, síðan eg hitti yður er mér leyfilegt að segja yður tilfinningar mínar gagnvart yður, ef þér viljið leyfa mér það.” Hún sagði ekki orð en tók höndum sínum fyrir andlitið og grúfði sig niður. “Ohristine!'’ sagðfy hann og tók um hönd hennar. Hún lyfti upp höfðinu- og leit á hann tárvotrum augum og sagði: “Getum við þá loksins talað 3aman’” “Já.” “Guði sé lof!” sagði hún og lét sig falla að brjósti hans. “Elskan mín!” sagði hann. “Ó, Billy! Ef þú aðeins vissir-------! Meira gat hún ekki sagt, því gleði hennar var svo stór og stundin svo dýrmæt. Þögnin lagði sínu hátíðlegu helgi yfir hamingju þeirra. Skamt frá listigarðinum gengu þau Dí- ana og Wallace. “Eigum við ekki að koma við í listi- • húsinu?” spurði hann. Díana þagði og hvarflaði þangað að- gætnum augum sínum. Alt í einu geislaði alt andlit hennar af ánægju og hún mælti: “Nei, kæri. Ekki held eg það. Eg sé að það eru einhverjir þar inni, sem eg bygg að ekki vilji láta trufla sig.. Já, — slíkur heim- ur, sem við lifum í, Mr. Wallace! Eg held eg vilji heldur ganga inn aftur og spila Billiards.” Þetta sama kvöld, skrifaði hún til Ed- gertons. Kæri Jim! Þú svaraðir aldei síðasta bréfi mínu. Eg ætla að fyrirgefa þér það, Jim. Af einhverjum, mér óþektum og óskiljan- legum ástum, hefir hin þunglyndi vinur þinn, Mr. Inwood, eftir dálitla áminningu frá mér, haft sig loksins til þess að biðja Cliristine. Það var tæpast að eg þekti hana þegar hún kom upp til mín áðan og sagði mér frá ham- ingju sinni, svo voru umskiftin mikil. Við feldum saman mörg gleði tár—. En þú skilur það ekki, Jim. “En nú á eg eftir að skýra pabba frá þessu,’ ’sagði hún. “Hann verður ef til vill mótfallinn þessu, en eg ætla mér að vinna hann á mál mitt. Og eg er líka sannfærð um að Christine gerir það því hún hefir járnvilja og festu föður síns. En ekki get eg skilið hversvegna maðurinn hefir hagað sér svona undarlega upp á síðkastið og stöðugt verið á hælum Mrs. Wemyss. En svo alt í einu virðist hann hafa slept öllum tökum á Mrs. Wemyss og fundið sjálfan sig. Og þú ættir nú bara að sjá þá miklu breytingu, sem orðið hefir á vini þínum! Hann kom dansandi til mín þegar eg bauð honum góða nótt. Hann tók í hönd mína, þrýsti hana innilega og sagði: : “Þökk! — Þúsunda þakkir! Miss Tenant.” Og þó gerði eg ekki annað en undirbúa þeim stefnumót og svo á eftir, að taka mér skemti göngu með Mr. Wallace. Scott Wallace er góður drengur. Eg er viss um að þér mundi falla hann í geð. Hann er findinn og skemtilegur en dálítið stríðinn. Eg sagði um daginn að hann væri mesti klaufi að fara með byssu. En það er nú kom- ið upp úr kafinu að hann er einhver flínkasta skyttan af öllum þeim, sem hér eru saman komnir. Hann var aðeins að leika á okkur. Við skemtum okkur ágætlega vel saman. Hann lýtur út fyrir að vera frá Wall stræti, svo er hann háttprúður, kurteis og fyrir- mannlegur. Fólk segir að hann sé stórkaup- maður frá New York. En mér er sama hvort heldur er og hvað hann er. Hann er mjög alúðlegur við mig og nærgætinn. Allir bera þeir mikla virðingu fyrir Mr. Rivett, sem alt- af er hinn sami hægláti, þöguli og sístarf- andi maður. En hvað Christine viðvíkur, þá held eg afar mikið af henni, Jim. Eg er glöð yfir því að hú nfékk þó um síðir sinn kæra Inwood. Svo eru það tvö atriði, sem eg er í hálfgerðum vanda með. Og eg má til að leita til þín, ráða viðvíkjandi þeim. — Nei, ekki nema öðru þeirra. Annað vil eg ekki láta þig vita um fyrst um sinn. Og nú skalt þú fá að heyra, Jim, hvað mér liggur þýngst á hjarta. — Við verðum að fara burtu héðan, og ástæðan til þess er sú, að Jack Rivett er orðinn ástfanginn f Silvíettu. En Silvíetta elskar hann ekki, að minsta kosti get eg ekki merkt það á neinu. Enda væri það ekki heiðarlegt af henni að gera það undir kringumstæðunum. Hún hef- ir sjálf haft orð á því við mig og mér finst hún hafa þar alveg rétt fyrir sér, vegna þes3 að við erum báðar þénandi hjá Mr. Rivett. Það væri ekki heiðarlegt að sonur þess- ara hjóna glataði þ^nnig höfði sínu, og Sil- víetta hefir heitstrengt að hindra það. En hann situr fastur við sinn keyp og hún getur ekki gert að þvf þó han nsé ástfanginn f henni. En við vitum báðar að faðir hans hefir ákveðið honum annan ráðahag.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.