Heimskringla - 27.05.1931, Blaðsíða 2
I BLAÐSEDA
HEIMSKRINCLA
WINNIPEG 27. MAl 1931.
Margrét Austmann
Hún andaðist á heimili sínu
á Lundar í júní mánuði síðast-
liðið ár og var láts hennar get-
ið í Heimskringlu um það leyti.
Margrét var fædd í Hlíðar-
húsum í Jökulsárhlíð í Norður-
Múlasýslu 16. nóvember árið
1853. Ólst hún upp þar í sveit-
inni og giftist Birni Rúnólfs-
syni Austmann ánið 1888. Þau
Bjöm og Margrét reistu bú á
Litla Steinsvaði við Lagarfljót
og bjuggu. þar fjórtán ár. Það-
an fluttust þau vestur um haí
árið 1901 og settust að í Álfta-
vatnsbyðinni, eins og hún var
þá venjulega nefnd nokkru
norðar en þar sem Lundar
þorpið stendur nú. Bjuggu þau
þar á landnáms heimili sínu
yfir 20 ár og fluttust svo, er
þau brugðu búi þar sunnar í
bygðina til Mary Hill, þar sem
þau dvöldu nokkur ár hjá dótt-
ur sinni og tengdasyni. Eftir
það fluttust þau til Lundar og
tivöldu þar þangað til Margrét
dó.
Þau hjón áttu eina dóttur,
Sigrúnu að nafni, semt er gift
Guðmundi Sigurðssyni, ættuð-
um af Norðurlandi. Bjuggu þau
Guðmundur og Sigrún all mörg
ár í Hafteigi, skamt frá Mary
Hill pósthúsinu, en fluttust fyr-
ir rúmu ári síðan til High
Prairie í Peace River héraðinu
í Alberta og búa þar nú. Son-
ur Björns, en stjúpsonur Mar-
grétar, er Björn bóndi í Lauf-
ási frá Lundar, sem er giftur
Björgu, dóttur Högna Guð-
mundssonar, er þar bjó lengi
ásamt bróður sínum Eiríki. Er
það fólk alt ættað af Fljóts-
dalshéaði og Austfjörðum.
Margrét sál, var myndarkona
og einkar vel látin af öllum,
sem hana þektu. Hún var gest-
risin og vinföst, og var heimili
þeirra hjóna mikið gestaheimili
bæði á íslandi og hér. Hús-
móðurstörf sín rækti hún í
bezta lagi og var jafnan reiðu-
búin að rétta öðrum hjálpar-
hönd, er á þurfti að halda,
enda átti hún marga vini með-
al nágranna sinna og sveit-
unga. í viðkynningu var hún
hispurslaus og hreinskilin og
fór ekki dult með skoðanir sín-
ar á neinu, en var þó jafnan
glöð í bragði og vingjamleg.
Drjúgt við lagði hún hverju því
máli, sem hún studdi; voru þau
Björn og hún meðlimir únítara
safnaðarins þar í bygðinni eft-
ir að hann var stofnaður og
studdu hann af alefli. Mestalla
æfi sína var hún heilsuhraust
og starfskona mikil, en rúmu
ári áður en hún dó varð hún
fyrir því slysi að meiðast af
byltu, og eftir það lá hún rúm-
föst og ósjálfbjarga. Varð leg-
an henni erfið, sökum þess, að
þótt hún væri nokkuð hnigin
að aldri, var hún enn með
fuilum lífskröftum og kunni
ila við að geta ekki stigið á
fæturnar. Margir urðu til þess
að hlynna að henni í legunni,
þar á meðal systir hennar, sem
kom alla leið vestan af Kyrra-
hafsströnd til þess að stunda
hana. Og aðdáanlegrar um-
hyggjusemi naut hún frá manni
sínum, sem þó var sjálfur ant-
inu lasburða og því nær blind-
ur. Þau Björn og Margrét lifðu
saman í farsælu og ástríku
hjónabandi í 42 ár. Skömmu
eftir dauða hennar fluttist
hann til Björns sonar síns.
Með Margréti sál e rhnigin
til moldar ein af hinum eldri,
íslenzku ágætiskonum, sem
með starfsemi sinni, góðvilja
og fórnfýsi^ hafa gefið svo
mörgum íslenzkum heimilum
hér vestra þann blæ, sem ósk -
andi væri að hyrfi ekki með
yngri kynslóðinni; því hann er
eitt af því bezta, sem vér höf-
um í arf tekið og með oss flutt
frá ættjörðinni í hin nýju heim
kynni vor hér evstra.
G. Á.
Steinunn Rafnkelsson
Þann 4. apríl síðastliðinn and
aðist á heimili sínu á Oak
Point, Man., konan Steinunn
Rafnkelsson 85 ára gömul.
Hún var fædd árið 1846 á
Vindborðiá Mýrum í Austur- j
Skaftafellssýslu. Foreldrar
hennar voru Jón bóndi og;
hreppstjóri Jónsson, sem lengi j
bjó á Hofi í Öræfum, og kona
hans, Sigríður Gísladóttir, ætt-
uð úr Skaftártungum. Stein-
unn dvaldist hjá foreldrum sín-
um þar til hún giftist árið 1879
eftirlifandi manni sínum, Eir-
íki Rafnkelssyni frá Holtum
í Hornafirði.
Þau Eiríkur og Steinunn
bjuggu fyrst á Hofi sjö ár, það-
an fluttust þau að Holtum í
Hornafirði og voru þar tvö ár.
Að þeim liðnum fluttust þau
vestur um haf árið 1888 og
settust fyrst að í Mikley. Það-
an fluttust þau í ísafoldarbygð
ina í Nýja-íslandi og bjuggu
þar 12 ár; síðan fluttust þau
evstur að Manitobavatni og
bjuggu þar all mörg ár, fyrst
í greiid við Lundar og síðan
n >rðar Taeð vatninu að vest-
anverðu, nálægt Asham Por.it,
síðu-tu níu árin áttu þau heim
a á Oak Foint.
Böm þeirra hjóna eru fimm:
Sigríður, kona Sigfúsar Borg-
fjörðs á Oak Point; Jón, bú-
settur á Oak Point, giftur
Guðrúnu ólafsdóttjr, ættaðri
úr Borgarfirði; Rafnkell, bú-
settur að Stony Hill, giftur
Halldóru Sveinsdóttir, ættaðri
af Síðu; Jón, búsettur að Sil-
vel Bay, giftur Jónínu Þorvarð
arson, og Gísli, ókvæntur, sem
dvalið hefir heima með for-
eld'um 'íijum.
Steinunn sál, var mesta af-
bragðskona. í umgengni var
hún látlaus og rólynd; heimili
sitt stundaði hún með frá-
bærri alúð og skyldurækni með-
an kraftar entust; hún var
greind vel og all vel hagmælt,
þótt hún léti b'tið á því bera;
minni hafði hún ágætt og
kunni frá mörgu að segja frá
yngri árum. Frásögn hennar
var blátt áfram og látlaus, eins
og hún var sjálf, og var skemti
legt að heyra hana segja frá
ýmsum siðum -og háttum, sem
tíðkuðust í umhverfi hennar
þégar hún var ung.
Lengst af æfinni var hún
heilsuhraust og sinti öllum
venjulegum heimilisstörfum
eftir að hún var komin yfir
áttrætt. Fyrir næstum þremur
árum misti hún sjónina og eftir
það fór helsu hennar að
hnigna. Seinustu sex mánuðina,
sem hún lifði, var hún rúmföst.
Steinunn sál. tilheyrði hinni
eldri kynslóð Islendinga, sem
fluzt hafa hingað vestur, þeirri
kynslóð, sem nú er óðum að
hverfa. Hún hafði ýms einkenni
þess tíma, sem hún ólst upp á.
og þess landshluta, sem hún
var uppalin í, svo sem festu og
trygð við fomar endurminning-
ar og óbeit á öllum flysjungs-
hætti. Starf íslenzkra kvenna á
hennar aldursskeiði hefir alt ver
ið bundið við heimilin; en þótt
starfssviðið hafi ef til vill verið
nokku ðþrengra en nú gerist,
var skyldurækni og stöðuglyndi
þeirrar kynslóðar þeim mun
meiri; enda var þeirra kosta
þörf í afskektum héruðum á
íslandi, þar sem erfiðleikar
voru margir og miklir, og ekki
síður á frumbýlingsárunum hér
í landi, meðan flestir áttu við
fremur erfiðan kost að búa.
En endurminningin um þá
menn og þær konur mun lifa
í þakklátum hugum afkomenda
þeirra.
G. Á.
Endurminningar
Eftir Fr. Guðmundsson.
TIL ÍBÚA WINNIPEGBORGAR
STEYPUKOSTNADUR
Hver notar steinstéttina, sem þeir sem
með strætisvögnum ferðast borga fyrir og
halda snjólausum á vetrum?
Þar sem einfalt vagnspor er lagt, verð-
ur strætisvagnafélag yðar að borga fyrir
steypu strætisins, 7 fet 8 /i þumlung að
breidd og þar sem tvöföld sporlagning er
16 fet og 5 þumlunga. Flutningsvagnar og
bílar slíta þessum strætum. Að halda við
og gera þessar strætisbætur kostaði árið
1929, $130,584.55.
SKATTAR
1 hvert skifti sem þú feðast með sporvagni borg-
arðu bænum skatt.
Arið 1929 borgaðirðu með sporvagnferðalagi
þinu i sköttum, $445,963.62, sem hér fylgir:
I Winnipe gfasteignaskatti $ 40,169.57
Utan Winnipeg 11,327.95'
Winnipegborgar virðingarskattur 49.500.00
Winnipeg tekjuskattur 165,648.26
.Winnipegborgar vagnaleyfi 6,700.00
Til Manitobafylkis (Corp’n Tax) . 6,630.00
Sporlínaskattur í bænum 22,210.78
Að halda við og steypa stræti 130,584.55
Ymsir Skattar 13,193.51
Ársskattar alls $445,963.62
Tekjuskatturinn (gross earnings) og steypuskatturinn á strætunum, sem að ofan er syndur,
er sérstaklega óréttlátur. Þeir voru lagðir á þegar tímar voru alt aðrir en nú. Til þess að hægt
væri að bæta sporvagnaflutninginn, ætti að breyta þessum sköttum eftir því sem kringumstæð-
ur breytast.
Eitt meira. Winnipeg rafmagnsfélagið hefir ekki notið sömu réttinda og önnur félög. í 20
ár hefir Winnipeg Hydro verið undan þegið því að borga skatt samkvæmt fólksfjölda bæjarins,
en ekki tekjum, sem félag vort hefir borgað. Það er nú fyrst með byrjun þessa árs, að Winnipeg
Hydro byrjar að borga þennan skatt.
Það er tvent í sambandi við þetta sem vert er að athuga. Allar tekjur Winnipeg Hydro
félagsins eru helmingi meiri en en tekjur Winnipeg sporvagnafélagsins. Þessvegna ætti Win-
nipeg Hydro að greiða tvöfalt á við það sem strætisvagnafélagið borgar. Ef þess væri nú kraf-
ist að Hydro borgaði hlutfallslega eins og stræt.isvagnafélagið að þessu leiti, væri það stór sum-
ma af fé, sem það skuldaði Winnipegborg og upphæðin sem Hydro var upp á lagt að borga 18
maí, sem er um $150,000.00, væri ekki nema lítið brot af allri skuld þess til bæjarins. Auk
þessa er Winnipeg Hydro undan þegið tekjuskatti og flykisskatti, þó sporvagnafélagið borgi
þessa skatta.
Alt sem vér gerum kröfu til, er að jafnt gangi yfir alla, en enginn hljóti sérstök hlunnindi.
Frh.
Margir hafa heyrt talað u'm
drauginn á Núpi í Axarfirði,—
hinn svokallaða Núpsdraug, —
og var hann mikilvirkastur
allra drauga í Þingeyjarsýslu.
Hans athafna tímabil hefir
hlotið að vera einhverntíma á
árunum 1850—60, þvi að Árni
föðurbróðir minn var farinn að
búa á Skógum í Axarfirði, og
mig minnir að hann væri orð-
inn hreppstjóri í sveitinni á
uppivöðslutíð draugsins. Mig
minnir að eg heyrði svo frá
sagt, að Árni hefði gift sig
sumarið 1849, og eitthvað hef-
ir hann verið búinn að taka
þátt í opinberum sveitamálum
áður en hann var gerður að
hreppstjóra.
Um þegsar mundir bjó á
Núpi maður sá, er Friðrik hét,
vel látinn og vinsæll, og tók
alla í sveitinni sárt til þeirra
hjóna. Ekki man eg hvað kona
Friðriks h$t; en sonarsonur
beirra, Sigurður feð nafni, fór
til Ameríku, og hefi eg heyrt
að hann hafi búið í Nvja ís-
landi. Skamt frá bænum á
Núpi er tjörn ein, sem börn
þeirra hjóna höfðu gaman af
að leika sér við og köstuðu þá
oft steinum út í tjömina, eins
og baraa er siður. Eina nótt
seint á sumri, dreymir konu
Friðriks það, að til hennar kem
úr kona, henni ókunn, og bið-
ur hana að sjá um, að börnin
hennar hafi það ekki að leik
á daginn, að kasta steinum í
tjöraina, því að mikið ilt geti
hlotist af því. Draumurinn var
skýr og hún man hann vel,
þegar hún vaknar, en tekur
ekki mark á þessu rugli, og svo
fer því sama fram.
Litlu seinna kom draumkon-
an aftur til húsfreyju í svefni,
og bar sig illa yfir því, að hún
tæki ekki ósk sína og viðvör-
un til greina, og bað hana að
sjá um að börin héldu ekki
þessum leik áfram að kasta
steinum í tjörnina, því að þau
spiltu veiði sinni og gætu skað
VISS MERKl
k " ...............
136
Bezta meðalið til þess að losast við
bakverk, nýrna- og blöðrusýki, eru
Gin Pills. Þær bæta heilsuna á þann
hátt að þæ rhreinsa nýrun svo að.
þau getah reinsað blóðið eins og
vera á.
Dósin kostar 50c hjá lyfsalanum.
að húsfreyja tekur ekki mark
á þessu draumarugli. — Þá
kemur draumkonan hið þriðja
sinn, og er sjáanlega reið og
segir, að nú sé svo komið, að
ekki verði fyrir goldið, því aö
í dag hafi börnin hennar hand-
leggsbrotið eitt sitt barn, og
muni hún nú sjálfa sig fyrir
hitta. Næsta dag eru böra hús-
freyju að leika sér úti í góðu
veðri. Sjá þau þá að eftir veg-
inum kemur kona gangandi,
og þykjast þau þekkja þar
frændkonu sína, sem heimsótti
þau annað slagið, og kom þeim
saman um það, að hlaupa á
móti henni. En þegar þau áttu
enn eftir dálítinn spöl til henn-
ar, þá sáu þau að þetta var
ekki frænka þeirra og stönzuðu
við. En ókunna konan urraði
og stappaði niður fótunum
framan í börnin, svo að þau
hlupu hrædd heim og sögðu
móður sinni frá þessum at-
burði, og er það hið fyrsta, sem
draugsins á Núpi varð vart, og
voru þetta sögð tildrög til
draugagangsins.
Verulega byrjaði þó drauga-
gangurinn ekki fyr en í októ-
ber um haustið. Þá var það
seint á degi, er allir voru komn
ir til baðstofu og seztir að
kvöldvinnu, stúlkur við kambat
og rokka og karlmenn rökuðu
sauðargærur, og ljós loguðu
á sínum stöðum í baðstofunni,
að tekið var til að kasta mold
fram undan rúmunum og inn á
baðstofugólfið. í fyrstu (hélt
Friðrik að börnin væru völd að
þessu, en brátt var gengið úr
skugga um að þau voru sak-
laus, og að enginn maður á
heimilinu gat verið valdur að
að börnin sín. Fer nú sem fyr,
þessu; og ekkert sást né heyrð
ist, þó að vandlega væri að gáð
nema moldausturinn inn á gólf
ið. Upp frá þessxi hafði fólkið
raunar aldrei frið nætur né
daga, fyr en loks seinni part
vetrarins, að húsbændurair af-
réðu að flýja heimilið með alt
sitt bú, og var þá Árni í Skóg-
um, sem var góður smiður.
fenginn til að gera við alt það
á heimilinu, sem var brotið og
bramlað eftir drauginn. Næsta
sumar flutti annar maður á
jörðina, og varð þá ekki fram-
ar vart við draug þenna.
Margar smásögur heyrði eg
af þessum draug, sem eg hirði
ekki um að segja frá; en tvær
af þeim voru þó svo sérstakar
í sinni röð, að eg vil lofa mönn
um að heyra þær. Draugurinn
HREINLÁTASTA OG
HOLLUSTUMESTA MJOLKURSTOFN-
UN I WINNIPEGBORG
Eign Winnipegbúenda og rekin af þeim.
Hreinlæti í meðferð allra afurða og stjórnsemi.
Veldur framgangl vorum og vexti.
SfMI 201 101
E. Anderson
President
WINNIPEG ELECTRIC COMPANY.
“Þér getið slegið rjómann —
en ekki skekið mjólkina."
MODERN DAIRY LIMITED