Heimskringla - 27.05.1931, Blaðsíða 5

Heimskringla - 27.05.1931, Blaðsíða 5
WINNIPEG 27. MAÍ 1931. HEIMSKRINGhJt 5. BLAÐSIÐA lega að fræða menn hér um landbúnaðinn heima. Þorgeir er bóndi góður og því tiltrúandi að taka öðrum betur eftir þess konar, enda skýr um flesta hluti. Þorgeir þakkaði þá tiltrú og alla góðvild heimamanna, sérstaklega þeirra er efnt höfðu til þessa kveðjusamsætis', og hét að gera sitt bezta til þess að ei yrðu þeir fyrir vonbrigð- um. Kristján Casper talaði til allra heimfara. Umtalsefni hans voru íslenzku kveðjuorðin: “Komdu sæll” og “Vertu sælT’. Kvað hann ekkert tungumál eiga fegurri kveðjur. Honum tókst vel. Að endingu kallaði forsetinn á hinn nýkomna prest safnaðarins, séra Friðrik, sem fyrst heilsaði fóiki og veik svo máii sínu að samsætisefni. Bað hann heimfara vel fara og heila aftur koma, ef þeir vildu heldur koma aftur en vera kyrrir heima á ættjörðinni, sem hann unni alira íslendinga beztu krafta, Vestur-íslendinga líka, eða eitthvað á þá leið, sonar- legt og fallegt í garð föðurlands ins. Eftir það beindi hann máli sínu aðallega til Rósu Casper, lofaði starf hennar viðvíkjandi fjársöfnun þeirri, er nú tæki M. J. B. heim, kvað hann hugul semi dygð, sem margir ættu, en komi þá aðeins að notum til stærri framkvæmda, er ein- hver tæki að sér forystu, með fyrirhöfn og ábyrgð sem það hefði í för með sér. Hjörtu manna væru yfirleitt góð og gljúp til undirtekta og aðstoð- ar til góðra verka, er til þeirra væri kallað og forystan fengin. Það minnsta, sem fólk nú gæti gert í viðurkenningar og þakk- lætisskini fyrir þetta starf sem Rósa hefði haft með höndum, og leitt til svo farsælla lykta væri, að taka nú í hönd hennar, m. fl., sem hann sagði um það efni. Munu þá margir hafa til þess orðið að taka í hendina á Rósu, og máske nokkrir hugs- að:- Já, bara að starf þitt hefði verið í mína þágu, eða einhvers annars þágu en það var. En víst er eitt, Rósa var hetjan á þessu móti, fyrir hlut- töku og skilning sr. Friðriks á starfi hennar. Rósa átti þetta skilið og mikið meira. Hún er í raun og sannleika mikil og góð kona, fram yfir það sem alment gerist — jafnvel þá um miklar og góðar konur er að ræða. Ýmsir aðrir töluðu á þessu móti, en sr. Friðrik var þó síðastur. Þá sleit forseti sam- komunni, svo fóiki gæfist kost ur á að kveðja. Veitingar voru hinar beztu og samsæti hið á- nægjulegasta. Þannig stendur þessi fregn í Dug. Var þetta síðasta sam- koman sem eg var á — fyrir heimför okkar. hrynja vikuiega — og og smjör | þá til fjalla, og jafnvel þar með Árið 1930, var Blaine Isl. og öðrum Strandamönnum að því er atvinnu og efnahag snerti langt fyrir neðan það að vera miðlungs ár, og fór æ versnandi, svo, að það sem af er þessu ári 1931 — eða frá vori fyrra árs og fram á þetta yfirstandandi vor á það engann sinn líka í atvinnuleysi og vand- ræðum, sem af því leiða. Geng ur það svo langt, að í þessu alls-nægta landi, Sveltur fjöldi fólks, og ennþá greiðist lítið fram úr. Fiskifélögum hefir fækkað til muna hin síðari ár um þessar slóðir, og þau fél. sem enn reka þá iðn, taka ein- ungis gamla starfsmenn sína — engin von fyrir nýjar hend- ur að komast þar að vinnu. Sögunar millur fram og aftar með ströndinni hafa verið lok- aðar meira og minna í allan vetur. Tæplega munu það ykj- ur að minna en % þeirra manna sem venjulega stunda þesskonar atvinnu hafi haft vinnu af og til. Hinir aliir vinnulausir. Afurðir bænda — já, og allir skapaðir hlutir, sem alþýða hefir með höndum. Bændur kvarta sáran, að von- um. Þeir hafa gert það þegar betur hefir blásið. Samt eru þeir sá hluti alþýðumanna sem ekki sveltir, hvernig sem velt- ur — fæstir. En verkalýðurinn Hvað á hann að gera? — hvert getur hann fliiið ? Alþektir iðju og starfsmenn fylla nú hópa allsleysingja — af því að þeir, mánuðum saman hafa ekkert fengið að starfa. Hvar ætlar þetta að lenda, spyrja menn. En enginn svarar. Af hverju — af hverji, stafa þessi vandræði7 Over Production segja vitring- arnir. En af hverju over pro duction fremur nú en að undan förnu. Af því, mínir elskan- legir, að atvinnulaus alþýða hefir ekki kaupþol, fer því á mis við venjulegar lífsnauðsynj ar, að eg ekki tali um lífsþæg- indi. Kyrstaða í atvinnumálum er engin tilviljun, heldur til orðin af fyrirhuguðu ráði þeirra sem hafa peningaráðið. Pen- nigavaldið skapar eða afskapar atvinnu — ræður öllu. Af fyr- irhuguðu ráði þess, er atvinnu- leysi, með það eitt fyrir augum að svelta verkalýðinn þangað til hann tekur þakksamlega þau laun, sem það, vill borga. — Afar einfalt og auðskilið. 1 allsnægta landi sveltur aldrei sá, sem hefir nóga peninga. Og í þessu landi er engin peninga- þurð og gnægðir af öllu. Allir hlutir eru að lækka í verði. Þess vegna fá framleiðendur, þ. e. verksmiðjueigendur, minna fyrir vörur, sem þeir framleiða. Einnig fiskifélög, námueiggnd- ur — allir — allir framleiðend- ur. Vegna þess lægra kaup. Ó, já. En stór-auðfélög opna ekki atvinnugreinar upp á það að* hafa lægri prósentur af stofnfé sínu en áður. Ekki mik- ið. Þar sem þeir höfðu fimtíu fimtugustu, halda þeir áfram að hafa það. Mismunurinn lend- ir á vasa eða handafla vinnu- mannsins. Þar sem vörur lækka er eðlilegt og sjálfsagt að kaup við framleiðslu þeirra lækki líka, en það ætti að falla hlut- fallslega á verkafólk og stofn- fé vinnuveitenda. En slíkt kem- ur ekki fyrir undir núverandi fyrirkomulagi. Sá ríki þarf ekki að láta fé sitt fremur en hann vill í fyrirtæki almenningi til heilla, og hann gerir það ekki. Svo við megum bí6a ró- leg og svelta til dauðs — eða þangað til allar okkar heimsku legu sjálfstæðishugsjón ir eru sálaðar. Nema því aðeins að al- þýðan vakni — og taki til sinna ráða — t. d. sviftum herra Dollar valdinu. Lofum þeim svo að sitja með þá — dollarana — sem safnað hafa þeim sam- an. Fagurt er gullið. En fegurra er kornið á akrinum og þarf- ara hungruðum manni. Þegar gullið getur ekki keypt korn- ið og safnað því í kornhlöður. þá fær vinnumaðurinn það fyr- ir vinnu sína, við framleiðslu þess og annara nauðsynlegra hluta, sem vinnan ein getur framleitt. Mikið gott! En hver viil hengja bjölluna um háls- inn á kettinum, sögðu mýsn- ar. Einhver eða einhverjir verða líklega að deyja — og gera það í fyllingu tímans, til að frelsa mannkynið. — Svo ekki meira af þessum heilabrotnm. • • • Tíðarfar síðastliðinn vetur var hér hjá oss strandarbúum eins og við áttum því að venj- ast hér fyrmeir — einmuna gott, eins og þegar bezt hefir verið. Blóm hafa á ýmsum stöðum lifað úti við góða heilsu, og fólk yfirleitt á guðs náð og golunni, sem æfinlega hefir verið mild og hlý. Sum- staðar ekki sést snjór, og þar sem hann hefir sést, hefir hann ekki enzt til að klæða jörðina eina hálfa klukkustund, nema langminsta móti, svo fólk, sem lifir allskonar hörmungar löngu áður en þær koma, og oft þær sem aldrei koma, er farið að kvíða fyrir þurkasumri. Ástæðu laus er sá kvíði ekki, því hér þornar afar fljótt. Og sumrin eru hér vanalega of þur. Það er því miður satt. Regnfall var mikið s.l. vetur, en frost sama sem engin FRÉTTABRÉF TIL HEIMSKRINGLU. Innisfail 11. maí 1931 Hr. ritstj. Heimskringlu! Alberta-íslendingar eru 1 meira lagi pennalatir, með að senda fréttir þaðan til viku- blaðanna íslenzku í Winnipeg Þess vegna dettur mér í hug að senda þér fáeinar línur til birtingar í blaði þínu. Við lifum hér landbændalífi. utan við glaum og gleði stór- bæjanna, andstreymi og erfið- leika. Stórblöðin koma til okk- ar á hverjum degi vikunnar, en útvarpið alla daga árshr- inginri út, hvorttveggja með helztu fréttir Um allan heim. Jafnvel frá Norðurheimskauts eyjunni litlu, íslandi, oft viku áður en þær koma frá ykkur vikublöðunum. Hinn síðastliðni vetur hefir verið annar sá bezti, er komið hefir, þá 43 vetur, er eg er búinn að vera hér. Aldrei snjó- að, nema tæplega grasfyllir í senn, og horfið undan hláku- vindum og sólbráði jafnharð- an. En nú er af sem áður var. Mestalt land er akrar og eyði- flög, og útibeit á viltu landi til þurðar gengin. Hestar liggja akspikaður í hálmi allan vet- inn, en sauðfé og mjólkurkýr alið á viltu og ræktuðu heyi og fóðurbæti. Svín og alifuglar á kornmat. Þann veg hefir bú- sæld okkar komist á hæst stig, sem eg man eftir. En aðgætandi er, að allar okkar afurðir eru fallnar svo verði síðustu þrjú árin, að fátt borgar framleiðslukostnað, sér staklega þetta yfirstandandi ár. Mun láta nærri að okkar hráefna bændavara hafi fallið um 60 prósent, en verkstæða- vara og iðnaðarvara aðeins um 15 prósent. — Þingmaður okk- ar á Alberta fylkisþinginu, sagði í ræðu sinni, að hann hefði þurft að láta sjö hundruð pund af ull fyrir tíu punda fatnað. Við fengum 7 cent í okkar vasa hjá ullarsamlaginu. en 5 cent fóru í flutnings- og flokkunarkostnað til Austur- Canada, þar sem hún var seld. á hvert pund, og hefir hann þá fengið 49 dollara fvrir alla ull- ina. — En við sem skuldlausir erum, komumst vel af. Hinir braskarar, sem láta vaða á súð- um og skulda stórupphæðir fyr ir lönd og dýra bíla og aðrar vélar, eru sem stendur í pen- ingaveltuþurð, sem er engin ný saga í þessu mikla auðsældar- landi. Enda er líf og fjör á leik- húsum og danssölum í engri afturför; enda veður og vegir ágætir og fjöldinn á ferð og flugi nætur sem daga; og eru íslendingar hér engir eftirbát- ar annara þjóðflokka, en standa flestum framar í búsæld og vel- megun. Byrjað var að sá um miðjan apríl. Kemur hveiti vel upp á hvíldu landi. þó þurt sé og vinda samt. Sá flestir í sama ekru- fjölda sem fyrra árs. Heilsufar fólks er allgott; eitt hús í sóttverði hjá íslendingi og annað hjá danskri fjölskyldu, af skarlatssótt. Andast hafa á vetrinum, einn merkur bóndi, Björn Björnsson, áður getið í Lögbergi, og fyrstu dagana af maí öldungurinn Þor- kell Olson, um áttrætt, hjá syni sínum, Carl Olson, en kona hans og tvær dætur eiga heima f Newton, B. C. Merkur og ’fróður maður samtíðar sinnar, er með honum til grafar geng- inn, jarðsunginn af sér . P. Hjálmssyni 5. maí s.l. Skemtanir. Mrs. Thorstina Jackson Wal- ters hélt fyrirlestur og mynda- sýningu að Markerville 5. maí, fyrir fullu húsi, og tókst á- gætlega að vanda. Myndirnar voru skýrar og vel sagt frá nöfnum og stöðu hvers eins manns, skipaflota, húsum, bæj- um, fénaði og landlagsmynd- um. Seinna kvöldið fór eg ekki og sleppi því þess vegna. Stórkostleg skemtun var hald in þann 23. apríl, sumardaginn fyrsta, að “Fensala” fundarsal bygðarinnar á Markerville. Var þar saman komið yfir 2 hundr- uð manns, að fagna sumri, og um leið að halda upp á 25 ára hjónabandsafmæli hjónanna Jó hanns Björnssonar og frúar hans Sigurástar Daðadóttur, bú endur á Tindastól, fyrsta póst- húsi bygðarinnar, og fyrsta pósthúsi úti á landi milli Cal- gary og Edmonton; opnað 1. júní 1892, en lokað 1. júlí ár- ið 1912. Silfurbrúðhjónin voru leidd í skrautbúinn salinn; frúin af Mrs. Jónínu Hjálmsson, og bóndinn af bændaöldungnum Bjarna Jónssyni, og sett upp á Ieiksviðið. Huldi stólana á þrjá vegu skrautpappírs stúka, er skozki fréttaritarinn kallaði “Pergola”. Séra Pétur Hjálms- son tók fyrst til máls með við- eigandi ræðu og bæn. Tilnefndi hann Daniel Morkeberg sam- kvæmisstjóra og Jón Hillman. Skiftust á söngur og ræður á meðan prógrammið stóð yfir. Ræðumenn voru: P. Hjálms- son, D. Morkeberg, G. E. Bry- an, G. W. West, O. Sigurðsson, G. Stephanson. Þökkuðu brúð- hjónin með fáum orðum sitt í hvoru lagi, hlýju orðin, gjafirn- ar, sæmd og virðing alla, hann frá landnámstíð en hún fypir 26 ára vistarveru í sveitinni. Á milli söngs og ræðuhalda færðu sdmkvæmisstjórar brúðhjónun- um eftirfarandi gjafir: Letur- graíinn silfurbakka: Til minn- ingar um 25 ára tíbrá frá Tinda- stóli af hjónabandi Jóhanns og Sigurástar Björnsson, með jafn mörgum dollurum og ár frúar- innar í bygðinni; frá Mr. og Mrs. John Murdoch, Pyrex í silfurumgerð; frá Mr. og Mrs. Thory Johnson, silfur “teapot stand”; frá Mr. og Mrs. W. S. Edwards, San Francisco, $5.00 (Frh. & 8 síðu) Manntalid i Canada 1931 Með júnímánuði verður hver fjölskylda og hvert heimili heimsótt af mönnum þeim, sem sam- bandsstjórnin hefir valið til þess að sjá um mann talið, sem er hið sjöunda manntal, sem tekið hefir verið í Canada. Manntalið er í raun og veru uppgerð reikn- inga. Það er að segja, með því leggjast \:jórn- inni og þjóðinni í hendur skýrslur, sem skýra frá þroska landsins, sem auðveldara gerir í mörgum tilfellum að ráða fram úr ýmsu í þjóðmálum landsins. Allar þær upplýsingar sem gefnar eru, eru stjórninni gefnar heim- uglega og starfsmenn stjórnarinnar sæta þungri hegningu, ef þeir gefa nokkrum öðrum en stjórninni nokkuð af þeim upplýsingum. Meira að segja, upplýsingar þessar hafa ekkert að gera við skatta- mál, hermál, skólaskyldur, innflutning eða neitt þess háttar. Stjórnin getur ekki notað þær til neins annars en þess, er alment viðkemur manntali. Stjórnar fulltrúarnir leggja sömu spurningarnar fyrir alla. Og það er skylda yðar, sem íbúa landsins að svara þeim spurningum, sem greiðast og sannast. Stjórninni er mjög ant um að þurfa ekki að þrengja neinum til að svara þeim spurningum, en til þess hefir hún fult vald, ef því er neitað. Gefið út af HON. H. H. STEVENS, ráðherra VIÐSKIFTA STJÓRNARDEILDARINNAR — OTTAWA The Viking Press, Limited, gerir prentun smáa og stóra, fyr I tr mjög sanngjarnt verð. Ábyrgjumst að verkið sé smekklega og fljótt og vel af hendi leysL Látið oss prenta bréfhausa yðar og umslög, og hvað annað sem þér þurfið að láta prenta. Bækur og stærri verk gerð eftir sérstökum samingi. THE VIKING PRESS LTD 853 SARGENT Ave., WINNIPEG ^ f 5ími 86-537 f

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.