Heimskringla - 27.05.1931, Síða 3
WINNIPEG 27. MAÍ 1931.
HEIMSK.RINGLA
3 BLAÐSIÐA
-var fyrir löngu búinn að brjóta
svo alt leirtau á heimilinu, að
|>að varð að skamta fólkinu í
trédöllum; en þá var það einn
morgun, er konan breiddi ofan
yfir rúmið sitt, að hún fann
blátt, fallegt pelaglas með upp-
lileyptum myndum, sem hún
hafði lengi átt og þótt vænt
um. Hún furðaði sig á því, að
•ekki skuli vera búið að brjóta
glasið, og ætlar nú að forða
því. Per með það fram á stofu-
loft og læsir það ofan í járn-
benta kistu, og hefir lykilinn í
vasanum. En þegar hún kem-
ur aftur inn i baðstofuna hróð-
ug í anda yfir að hafa þó forð
að glasinu sínu, þá kom glas-
ið á eftir henni í þúsund mol-
xim á steinhellu, sem var fram-
an við baðstofudymar.
Önnur smásaga er það, að
-vinnukona feldi sokk eða vetl-
ing af prjónunum, og lagði
prjónana hjá sér á borðið jafn-
óðum og þeir losnuðu; tók svo
nál og saumaði fyrir totuna;
og að því búnu ætlaði hún að
taka prjónana á borðinu, en
þeir voru þar ekki framar. En
á borðinu lá vírgrind, auðsjá-
anlega búin til úr prjónunum,
af svo miklum hagleik/ að ekki
sást endi á neinum af prjónin-
um nema með nákvæmri eft-
irtekt. Þessi grind var lengi
höfð til sýnis.
Heyrt hefi eg margt um
hvefsni af hálfu þeirra Skottu
og Þorgeirsbola, en leiður er
eg nú orðinn á þessum drauga
gangi, og læt því hér við sitja
í bráðina.
Það var haustið 1880, að
halda átti kjörþing á Skinna-
stöðum í Axarfirði. Þingið
boðaði með löngum fyrirvara
sýslumaðurinn Benedikt Sveins
son, og á þingi þessu átti að
kjósa þingmann fyrir Norður-
Þingeyjarsýslu. Tvö þingmanns
efni voru í vali, þeir prófastúr
Benedikt Kristjánsson í Múla
og Guðmundur bóndi Jónsson í
Sköruvík á Langanesi. Tíð var
góð og svo framorðið sumars,
að heyskapur var hér um bil
á enda. Faðir minn bauð mér
að fara með sér á þingið og
þáði eg það feginn. Hafði aldrei
komið á slíkan mannfund fyr.
Við þurftum að fara af stað í
afturbirtu til að vera komnir
í tæka tíð á kjörstaðinn. En
við vorum vel ríðandi og alt
gekk vel. Eg hafði ekki komið
fyr í Axarfjörð, og aldrei séð
skóg fyr en í Ferjubakkakinn-
inni. Eg varð svo hrifinn af
Hérna er herbergi sem
SJALFT BORGAR
LEIGUNA
. . . Það var einu sinni sú
tiðin að það var alls ekki
herbergi. Það var eigi
annað en auður geimur,
undir þekjunni. Þá kom-
umst við að þvi hve auð-
veldlega má nota þess-
konar rúm með þvf að
klæða það innan með
TEN/TEST, og við gerð-
um úr þvi skemtiherbergl.
En Það var eigi fyrr en
við gerðum það, að við
urðum þess vör að með
því að klæða það innan
með TEN/TEST höfðum
við útbygt öllum kulda
frá þekjunni, svo að þar
smaug enginn hiti lengur
út. Húsið varð strax hlýrra
og notalegra og kolakaup-
in lækkuðu.
A ári hevrju er eldiviðar
sparnaðurinn drjúg lelga
eftir herbergið, og auk
þess höfum við notln af
herberginu.
Við slóum með þessu,
tvær flugur i elnu höggi.
— við fengum auka her-
bergi og við spöruðum
fast að þriðjungi í eldt-
við. Ekki svo illa að verið
með TEN/TEST.
Leitið allra upplýsinga og verðlags hjá
WESTERN DISTRIBUTOR
The T. R. Dunn Lumber Co., Limited
WINNIPEG, MAN.
FAST HJA ÖIXUM BETRI TIMBURSÖLUM I LANDINU
TDIR
þér srm
nctiS
T I M BUR
KA UPIÐ
The Empire Sash & Door Co., Ltd.
Birgðlr: Henry Ave. East Phone: 26 356
Bkrifstofa: 5. gólfl, Bank of Hamilton
VERÐ GÆÐI ANÆGJA.
fegurðinni nær og fjær, að eg
undraðist yfir því í huganum,
hvað lítð og sjaldan þeir menn
dáðust að þessari bygð, sem oft
höfðu séð hana og þektu hana
gerla. Þarna vildi eg lifa og
deyja, og sá ekki, að neitt gæti
verið að. Veðrið var sérstak-
lega gott, útsýnið yfir sveitina
framúrskarandi tilkomumikið,
skógurnn grænn með alt sitt
laufskrúð og angandi reyrlykt
og reykur upp af hverjum bæ,
eins og þeir allir byðu heim til
sín í einu.
Aðeins eitt undraðist eg, og
það var það, að faðir minn
skyldi ekki hafa orð á þessari
dýrð, sem við okkur blasti.
Og nú alt í einu vorum við
staddir á Skinnastaðahöfðan-
um og sáum heim á kirkju-
staðinn fáar teigslengdir fram-
undan. Þetta var þá heimili
prestanna, sem þjónuðu á Víð-
irhóli, og þetta var þingstaður
dagsins og heimilið oft um-
rædda, höfuðból hreppsins. —
Hvergi kom eg í fyrsta sinn,
þar sem augað og fegurðartil-
finningin hafði ekki neitt út á
að setja, nema á Skinnastöð-
um. Víða sér maður meiri feg-
urð og stærri svip í einhverri
átt, en hvergi meiri samsvör-
un og vingjarnlegra Víðhorf
hvert sem litið er. Á þeim dög-
um þótti það fyrirmannalegt, að
reiðhestarnir reistu hátt höf-
uðin, bæru sig vel, sem kallað
var, og létu sem þá langaði til
að hlaupa, og sumir jafnvel
létu aldrei á því standa að fara
á sprett heim að bæjum, þó
þeir hefðu mikið fjrir því að
fá hestinn til að fallast á það,
og af þeim toga er það spunn-
ið, að sagt er að einstöku ís-
lendingi hafi dottið í hug eft-
ir að hér kom, að venja uxana
á að gera hlaðsprett, og kynna
sig þannig fyrirmannlega.
Á Skinnastaðahöfðanum datt
mér snöggvast í hug, að ann-
aðhvort þá eða aldrei þyrfti að
gera hlaðsprett, því að í góða
veðrinu dreifðust tveir eða þrír
menn í mörgum smáhópum út
um alt túnið, og töluðu nátt-
úrlega um pólitík. En sprett-
urinn var orðin nsvo langur
frá Grímsstöðum á Fjöllum, að
það hlaut að vera synd að
herða á honum, og eg komst.
ekki sem fyrirmaður inn á þing
staðinn.
En var eg ekki á valdi
forlagaviðburðanna? Var eg
ekki fæddur í júní, undir
krabbamerki, hraðskreiðari aft-
urábak en áfram? í fyrsta
skifti á frægasta og fegursta
blettinum í fæðingarsveit minni.
f fyrsta skifti sjónar- og heyrn-
arvottur að bjargráða vand-
virkni höfðingjaháttarins ann-
ars vegar, og undirlægjueðlis-
ins hins vegar! Var þetta ekki
fyrsti draumurinn minn í rúm-
inu? Voru þetta ekki forsend-
ur dagsbirtunnar? Átti það
ekki fyrir mér að liggja átján
árum seinna, að standa í sömu
sporum á Skinnastaðahlaðinu
og Sköruvíkurbóndinn þennan
dag, og verða fyrir sömu út-
reið?
Þá vorum við komnir á þing-
staðinn. Föður mínum var vel
fagnað af öllum, en eg þekti
engan, nema vandræðamenn/
sem komu af og til upp á Fjöll,
að leita eftir liðsinni í bágind-
um sínum; en hér stóðu þeir
eins og utan við alt. Mér var
vel við þá alla. Þeir höfðu oft
sagt mér sögur og orðið til ný-
breytni og glaðværðar á okkar
heimili, og þarna voru þeir sak
lausastir af öllum, einungis að
taka eftir því sem við bar og
draga af því sínar ályktanir.
Þarna sá eg hið fyrsta sinn
sýslumann Benedikt Sveinsson.
Hann skauzt eins og eltur af
óvinum út úr bæjardyrunum
á Skinnastöðum fram á hlað-
ið, fórnaði upp báðum hönd-
um og kallaði með hárri og
skýrri röddu: “Hvernig lízt ykk
ur á það piltar, að hafa þetta
fyrir fundarstofu í dag? Og
þið ,sem standið utan túns,
komuð þið ekki til að vera hér
á kjörþinginu í dag?’’ — Eg
hafði náð í frænda minn Árna
hreppstjóra Kristjánsson á Lóni
í Kelduhverfi, og sátum við
báðir á sömu þúfunni beint á
móti bæjardyrum, þegar sýslu-
maður kom út, og sagði Árni
mér, að þetta væri Benedikt
Sveinsson. Snöggvast þótti mér
hann Ijótur, og svo aldrei fram
ar í hart nær 20 ár, sem við
áttu meira og minna saman
að sælda eftir það. Sýslumað-
ur setti kjörþingið og hélt um
leið inngangsræðu, sem hlaut
að hrífa hugi allra. Hugsunin,
framburðurinn, skerpan og
skilningurinn, hélzt alt í hend-
ur. — Þá töluðu bæði þing-
mannsefnin hvort á eftir öðru.
séra Benedikt af gömlum vana,
kurteist og útjbrotaJaust, og
(Framh. á. 7. síðu.)
ÞÚ ÁTT MIKIÐ EFTIR, EF ÞÚ ÁTT EFTIR AÐ
PRÓFA ÞETTA KAFFI, SEM ER LJÚFFENGT
OG BRAGÐGOTT, MEÐ ENGUM BEISKJUKEIM
— JAFN ILMSÆTT KAFFI HAFIÐ ÞÉR ALDREI
SMAKKAÐ.
Blue Ribbon Limited
WINNIPEG
CANADA
BORGIÐ HEIMSKRINGLU
TIL ÞEIRRA SEM EIGA
War Loan OG
%
VlCTORY BONDS
Greinargerð Fjármálaráðherra
Á hinum döpru dögum stríðsins, lánuðu í-
búar Canada sambandsstórn landsins fé er
nám hundruðum miljóna dala til heppilegra
framkvæmda málum samherja stríðsins.
Þegar Canadamenn lánuðu þetta fé, var á-
kveðið að greiða þeim það til baka að við-
lagðri 5% til 5/2% rentu árlega. Fyrsta
október í haust falla 53 miljónir dala af
þessu fó í gjalddaga. Fyrsta nóvember 1932,
fellur 73 miljónir í gjalddaga, og fyrsta
nóvember 1933 verður upphæðin 446 miljón-
ir dala. Og árið 1934 verður að mæta 511
miljónum, sem í gjalddaga falla.
Það væri ekki hyggilegt að bíða þar til að
lán þes-si falla í gjalddaga, að gera einhverja
ráðstöfun fyrir borgun á þeim. Til þess að
vernda lánstraust landsins, er sjálfsagt að
hafa nægan tíma fyrir sér. Og stjórnin á-
lítur nú tímann hentugan að bjóða þeim, er
verðbréf eiga hjá stjórninni, að endurnýja
þessi verðbréf eða lán er í gjalddaga falla
á næstu árum, með því að kaupa ný verð-
bréf af landinu með 4'/2% rentu árlega, sem
eru mjög góð kjör. Hin fyrri renta verður
þó borguð á verðbréfum þessum þar til þau
falla í gjalddaga þó keypt séu nú eða skift
sé á þeim fyrir ný verðbréf.
Canadamenn &em ávalt hafa sýnt traust
sitt á framtíð þessa lands, er nú boðið ef
þeir vilja, að skifta sínum gömlu verðbréf-
um, fyrir ný. Með því að gera það, eru
þeir að bæta fjárhagsástand landsins, efla
lánstraust þess bæði út á við og inn á við,
og greiða fyrir stjórn landsins að ráða fram
úr kreppu þeiri er hér er um þessar mundir
sem annar staðar út um beim.
Um enga peninga er beðið og engin ný verð
bréf verða seld. Það hefir verið ákveðið að
binda endurnýjun lána við upphæðina 250
miljónir dala. En þó áskilur stjórnin sér
rétt til að hækka eða lækka þessa ákveðnu
lánupphæð eftir kringumstæðum. Áskriftir
fyrir lánunum verða ekki teknar eftir 23
maí.
Vér sækjum um þessa verðbréfa endur-
nýjun í fullu trausti um það að Canada-
menn sjái bæði sér og' landinu hag í því, að
verða vel við henni. Ef landsmenn sjálfir
uppfylla þessa þörf landsins fyrir fé sem
stendur, er hag landsins vel borgið.
If
/