Heimskringla - 27.05.1931, Síða 6

Heimskringla - 27.05.1931, Síða 6
• Bt AASISA HEIMSKRINQLA WINNIPEG 27. MAl 1&31. RobinÍHood FIíOUR Betra því það gerir betra brauð >msðooeeesoseeeooooscoseoooeioo?<soo0sccccooeoooeisoso9ot JAPONETTA eftir ROBERT W. CHAMBERS. Snúið hefir á íslenzku Davíð Björnsson Það er alt öðru máli að gegna með ChTistine, því Inwood er af ágætu bergi brot- inn. Er það ekki satt? En vesalings Silví- etta! Hennar ættingjar munu efalaust ekki nægilega stórir og háttsettir til þess að hrífa huga föður hans. Og þar að auki er Silvíetta ekki ástfanginn í honum enn. Hvað eigum við að gera, Jim? Er þetta réttlátt gagnvart vesalings Jack? Eða eigum wið að Ijúga. Eða eigum við að vera hér kyrrar og láta Jack líða og Silvíettu verða Tirygga? Ó, kæri, góði, Jim! Eg ligg hér á hnján- tim og bið þig um vitur ráð. Eg vona að þú daufheyrist ekki við þessari bón minni. Fleira hefi eg ekki að segja að undan- i teknu því að það gleður mig stórlega að j heyra að þér vegnar vel og gengur vel. Eg. vona að þá gerir nú í þessu, það eitt sem þú mundir hafa gert, sem óhlutdrægur maður. I>ú hefir fundið þig sjálfan, Jim, og stígur nú óðfluga upp á við. Jim, eg er ekki enn svo óttalega gömul En eg gæti tæpast verið yngri. — Eg hugsaði til liðinna daga. — Og nú í kvöld — að eg einhverntíma verði ef til viH gömul og þá ekki fær til þess að stunda þann starfa, sem eg hefi nú á hendi. En eg er einhvernveginn ekki upplögð til þess að srtarfa að því, sem erfiðara er. Og nú orðið hefi eg heldur enga löngun til þess að starfa, sem læknir. Enda líka orðið of seint að taka það upp nú. Eg veit því ekki hvað af mér kann að verða síðar meir, nema því aðeins að eg nái því marki sem eg hefi sett niður á dag- skrá mína, — að giftast ríkum manni, þeim fyrsta sem eg mæti á vegi mínum og biður mín. Eg vil ekki ónæða þig með fleiri úrlausn- arefnum í kvöld, mér er líka hálf ilt í höfð- inu. Góða nótt, Jim. Japonetta. Diana innsigldi bréfið, setti á það frí- merki og kysti utanáskriftina. Hún var altaf vön að gera það þegar hún skrfaði nafnið hans. Svo lagði hún handlegg sinn fram á borðið, studdi hönd undir kinn og hugsaði um hann. Hún var upp með sér af honum, en þó dálítið áhyggjufull yfir því ef hann næði ekki þeirri stöðu í heiminum, sem hann var hæfastur fyrir. Og hún reyndi ekki að skilja í því fyrir sjálfri sér hvaða afleiðing það hefði fyrír hana að hann var nú aftur meðal vina sinna. Ef sú ást, sem hann bauð henni einusinni hafði ekki dáið algerlega við þau orð og að- farir sem hún hafði í frammi við hann skömmu áður en þau skildu, þá hlaut hún að deyja fyr eða síðar eftir að hann var komin heim. Þegar hún sendi hann til baka til vina sinna vissi hún ekki það, sem hún vissi nú. Han nhafði aldrei talað um þessa ungu, Mlss Ellis við hana — hún var að vísu barn enn— og þó — hún hafðl einhvert hugboð um það að vindurinn væri að snúast. Hún hafði þó haft það fram, sem hún óskað eftir, að hann fyndi sjálfan sig. Hún var sér þess vel meðvitandi að hún olli sér sjálf þessarar sorgar, hans vegna. Hver3 átti hún að óska sér frekar? Með sorgþrungnu hjarta, lyfti hún upp sínu veika höfði, kysti nafn hans ennþá einu sinni áður en hún lagði bréfið frá sér. Svo lagði hún sig upp í rúmið og ætlaði að bíða eftir Sylvíettu. En eftir litla stund var hún sofnuð. XII. KAPfTULI Góð veðráttu hélst áfram þó áliðið værí. Stundum var farið á veiðar. Stundum var skemt sér við útreiðar eða spil, eða þá eitt og annað eftir því sem beinast lá við. Sumir af herrunum voru farnir aftur til borgarinnar. Curmew hersir sýndi betri hlið sína þessa daga. — Hann var upp með sér, glaður og findinn, og allra vinur, jafnvel Jacks Riv- etts, sem í huganum var mjög illa við hann. Það var næsta dag eftir að Christine Rivett fann hamingju sína, sem hún gekk inn á skrifstofu föður síns til þess að hafa tal af honum. En hann sat þá á ráðstefnu með Mr. Dineen. “Það er ekki til neins fyrir þig að koma inn til þess að hafa tal af mér núna, Christ- ine,’ ’sagði faðir hennar. “Eg er í önnum.” “Nei, það er líklega ekki til neins,’’ endur tók hún, um leið og hún leit svo þýðingar- rniklu augnaráði til Mr. Dineen, að hinn stóri glaðlegi írlendingur hló. “Þér viljið að eg fari minn veg,” sagði hann og benti til hennar brosandi með vísi- fingrinum. “Ef þér viljið vera svo góður — fyrir aðeins fáeinar mín;tur,’’ sagði Christine. “Já, það vil eg gjarna géra,’ 'sagði hann og blikkaði glettnislega öðru auganu til Mr. Rivetts, sem sat og horfði á dóttur sína hálf undrandi. Þegar írlendingurinn hafði lokað hurð- inni á eftir sér, gekk Christine til föður síns ákveðin og einarðleg en dálítið föl, og lagði, aðra hönd sína á öxl hans. “Pabbi!” “Já, hvað er nú kæra mín?’’ “Hreinskilnislega sagt, þá hefi eg beðið Billy Inwood um að giftast mér.’’ Augu hans boruðu sig gegnum hana. “Hvort ykkar hóf bónorðið, Chrissy?” “Við bæði.’’ “Hvað ertu að bulla barn?’’ “Það var ekki neitt reglulegt bónorð Eg hefi elskað hann alt síðast liðið ár og hann hefir einnig altaf unnað mér. Þetta var altsaman misskilningur.” “Hvað þá, og hvernig misskilningur?’’ Hún horfði fast og einarðlega í augu hans. “Viðvíkjandi drengskapar málum,’’ sagði hún stillilega. Það hnussaði í honum ergilega. Hún hélt áfram máli sínu og tók ekki höndina af öxl hans. “Við höfum bæði verið mjög ólánsöm og fagnaðarsnauð. En misskilningurinn hvarf alveg af sjálfu sér —. Eg var úti í listihúsinu í gærkvöldi og hugsaði um raun- ir mínar. Hann kom þangað af hendingu einn —. Eftir að við höfðum talað dálítið lauslega saman um daginn og veiðinn, sagði hann mér að hann hefði nú fyrst leyfi til að ; tala ef eg vildi hlusta á sig. Og svo — svo — : svo litum við á hvort annað — og sv o— svo kystumst við — . Það var alt og sumt, að undanteknu því að eg sagðist vilja giftast honum áður en hann bað mig þess. “Ertu búinn að fastsetja daginn líka?” spurði faðir hennar kuldalega. “Nei — við mamma höfum talað aðeins lauslega um það. Ertu ánægður yfir þessu pabbi?’’ “Ekki ákaflega.’’ “Hversvegna ekki?” “Eg þekki hann ekkert, og veit ekkert um hanp,’’ sagði hann hranalega. “Jú, þú veist að eg elska hann.’’ “Já, já, vitanlega. Eg þarf víst ekki að efast um að hann sé heiðarlegur maður,” “Og þar að auki,’’ sagði dóttir hans “enn- fremur veist þú að hann er vinur Jim Ed- gertons.’’ ‘,Já, það hefir náttúrlega mikið að segja,” sagði Mr. Rivett. “Og mamma heldur mikið af honum,’’ sagði Christine. Faðir hennar horfði lengi á hana án þess að mæla orð. Skyndilega tók hún rögg á sig, lagði hendurnar um háls föður síns og kysti hann, og gamli maðurinn hallaði henni ástúðlega að brjósti sínu. “Eg þakka þér þúsund sinnum pabbi minn,’’ sagði hún blíðlega við eyra hans. “Chrissy — Chrissy —. Nú þegar! Eg vildi gjarnan að þú hefðir ekki farið frá mér undir eins — —Hann rétti úr sér. Tók klút upp úr vasa sínum og fór að fægja gleraugun sín. “Nú, jæja,” sagði hann hvatlega. “Eg verð að tala um þetta við móður þína —. Hún skilur þetta —. Hún veit mikið meira heldur en er. Þeir mundu ekki trúa því í Wall stræti, en það er samt satt.’’ “Pabbi.’’ “Já, kæra barn.” “Getum við ekki búið hjá þér og mömmu?’’ “Vitanlega barn. Heldur þú að mér komi til hugar að láta ungan oflátung koma og taka þig algerlega frá mér, áður en eg hefi kynst honum ? Þú getur sagt honum að eg muni yfirheyra hann alvearlega ef honum kemur í hug slík fjarstæða.’’ Hann hló stuttum hlátri. “En eg er heimskingi, Chri- ssy. Við tölum bæði eins og flón---------. Þú mundir ekki vilja koma aftur og búa hjá okkur. Það er eg viss um.” “Jú, það vil eg.’’ “Nei, kæra; þú skilur það ekki ennþá móðir þín og eg bjuggum okkur til lítið og snoturt heimili. Þú munt vilja gera það sama áður en langt um Iíður----------. Bíð þú þennan unga mann að koma inn til mín. Chrissy.’’ Christine hljóp tindilfætt og brosandi til dyranna, og eftir stutta stund var bankað á dyrnar og Inwood gekk inn. Mr. Rivett leit til hans skarpt og alvar- lega. “Hvernig gengur það með kröggurnar, sem þér voruð flæktur' við," spurði hann hryssingslega. Inwood sótroðnaði. ‘Eg er sloppinn út úr þeim,’’ sagði hann. “Með sæmd, eða svivirð- ing?’’ “Á fullkomlega heiðar- legan hátt.” “Hvað er það?’’ “Það er þá víst ekki al- varlega meining yðar að krefjast þess að eg fari að skýra yður frá því?’’ “Jú, það er. — En eg bjóst ekki við að þér vilduð svara því. — Getið þér séð sæmilega fyrir dóttir minni?” “Já, það get eg.’ “Ekki á þann veg, sem eg hefi séð fyrir henni?’’ “Nei, Mr. Rivett.” » . “Þetta er nóg,” muldraði í Mr. Rivett. Eftir augnabliks umhugsun sagði hinn ungi maður.: “Hafið þér nokkuð á móti mér sem tengdasyni?” “Hvernig í skollanum ætti eg að hafa á móti yður? Eg þekki yður ekkert. Ef þér verðið dóttir minni góður eiginmaður, þá skal eg halda af yður, sem. tengdasyni. Ef þér verðið það ekki, þá slæ eg yður í hel. Þér lítið fremur heiðarlega út, en það er ekki nóg. Viljið þér segja mér eitthvað um ætt- ingja yðar?’’ “Já, það vil eg gjarna gera,’ sagði Inwood brosandi. Og það var eitthvað það í brosi hans, sem heillaði Mr. Rivett. “Var móðir yðar Lawrence?’’ spurði hann “Já, hún hét Elizabeth Lawrance.” “Betty Lawrenoe,” spurði hann og starði einkennilega á hinn unga mann. “Þektuð þér hana Mr. Rivett?” spurði Inwood. “Eg kendi henni í skóla. — Betty Law- rence — það eru aðeins tvær manneskjur, sem brosa þannig. — Þér og móðir yðar. — Það rennur gott blóð í æðum yðar, Inwood — Eg þekki líka föður yðar í Wall stræti. Við erum kunningjar. — Svo vona eg að þér i gerið yður ekki aftur að flóni.’’ "“Nei, Mr. Rivett. Það mun eg ekki gera.” Þeir tóku þétt og alvarlega höndum sam- an. Og þegar Inwood var farinn, kom Mr. Dineen aftur inn. Mr. Rivett horfði á Dineen í heila mínútu i án þess að mæla orð. Svo sagði hann sein- lega: “Dóttir mín ætlar að fara að gifta sig. “Guð varðveiti mig! Það barn!” hrópaði hinn stóri írlendingur. “Já, og henni er full alvara með það, John.” “Og hvenær?” “Þegar hún er búin að undirbúa at- höfnina. — Hún er góð stúlka. — Þau eru ! bæði góð börn. Þau verða hjá okkur svo lengi, sem þau geta, og vilja. Þetta er gang- ur lífsins, John. En svo lítill kofi er ekki til að hann verði ekkf stór þegar börnin eru farin. — Eg vildi að eg hefði getað verið lengur en eg var með foreldrum mínum. — En eg varð að fara út í heiminn, til þess að vinna og afla mér daglegs brauðs.” / “Og þú hefir unnið mikið og aflað líka vel. En hver er hann annars þessi náungi, sem lánið leikur þannig við?” spurði Din- een. “Billy Inwood.” “Sonur Stuarts Inwood?” “Já, sonur hans.” | Dineen kveikti sér í vindli. “Hann á til góðra að telja dreneur sá. Ætt hans er stór og göfug. Og ekki skortir Inwoodana auðinn. Hvernig lýst þér á strák- inn?” “Hann mætir ófeimin naugnaráði mínu,” sagði Mr. Rivett. “Að öðru leyti lýtur hann út eins og flestir aðrir drengir á hans reki, og hann líkist þeim efalaust líka,” sagði hann gremjulega. “Þeir eru flestir hvor öðrum líkir ,þessir uppstroknu og tungumjúku New York menn, með sín hár fínu, slipuðu látalæti hvenær sem þeir sjá sér einhvern leik á borði. Guð veit, hvort þeir geta nokkurn- tíma orðið menn, með mönnum. Hvað heldur þú um það, Dineen? Þú ert nú orðinn það gamall að þú hefir séð nýfæddan spjátrung vaxsa upp og verða þrjátíu ára. Hefir þú nokkurntíma séð þá þroskast og vitkast nema í tossa og tísku áttina?” Dineen hallaði sér aftur á bak í stólnum og saug ánægjulega vindil sinn og blés þykk- um reykjarstrokum út í loftið. “Sumir þeirra verða menn,” sagði hann hægt og stillilega. “En flestir þeirra eru hengilmænur og slóðar, og þó þeir ættu ein- hvert framsóknarafl í sér, þá er það fljót- lega eyðilagt með skólunum. En hamingjunni sé þó lof fyyrir að við höfum þá, því annars mundu þær góðu menneskjur í Reno, Palm Beach og París áreiðanlega deyja úr hungri.” “Hvað veist þú um Jack Inwood?” spurði Rivett. “Ekki neitt annað en það að hann er vefslunar miðill.” “Þá getum við víst ekkert fengið að vita um hann, nema því að eins að á hann verði minst í blöðunum,” sagði Rivett þur- lega. “En konunni minni fellur hann vel í geð, og hún hefir ávalt rétt fyrir sér, John. Eg ætla snöggvast inn og tala við hana. — Hvað var það annars, sem þú ætlaðir að fara að segja mér um Edgerton, þegar dótt- ir mín kom inn?” “Eg sagði að hann væri alveg eins og gömlu Edgertonarnir. Hugsaðu þér! Eg lét hann byrja með því að hreinsa blekbyttur og annað þesskonar, til að sjá hvort hann gæti haldið það út. Og hugsaðu þér! Hvern ein- asta morgun var hann kominn á skrifstof- una klukkan sjö á morgnana og hann vann verk sitt svo vel og dyggilega, — þrátt fyrir lamaðan handlegg hans, að það var hrein- asta snild. Svo lét eg hann sitja heila viku við að yfirfara margbrotna reikninga og skjöl. Han nleysti einnig það verk af hendi mörg- um sinnum betur en eg bjóst við. — Nú, svo lét eg hann fara upp í teiknistofuna, og þar var hann aðra viku og vann að mjög erfið- um viðfangsefnum. Mér til mikillar undrunar stóðst hann það próf líka. Þá gaf eg William- son bendingu. Hann vissi hver stóð á bak við drenginn og sagði við hann: “Eg ætla að biðja yður að gera fyrir mig uppdrátt að lystigarði, sem eg þarf að Iáta setja upp.” — — Þeir eru núna að byggja hann eftir uppdrætti Edgertons.” “Þetta sagði eg þér,” mælti Rivett. “Ah, þvættingur! Eg sagði það við þig! En látum það liggja á milli hluta, jakob. Eg talaði svo við Everly, og hann sendi hann inn í efnafræðisstarfshúsið. Þegar hann er þar ekki, þá gengur hann í kring meðal kaup- sýslumannanna og spyrst fyrir um eitt og annað viðvíkjandi viðskiftum'.” “Hann hefir opin augu fyrir atvinnu- rekstri.” “Áreiðanlega. Honum er það meðfætt. Það er járn í öllum Edgertonum. En það hefir tekið han nlengur en nokkurn annan ætt- ingja hans að opna augun fyrir köllun sinni. Hann hefir gengið í kring og leikið sér að listinni — segir þú — eins og köttur að bréf- bolta. Hann er áreiðanlega listrænn. Upp- drátturinn, sem hann gerði af lystigarðinum, var ágætur. — En— hefir þú ekki hugsað þér að gefa honum tækifæri?” Rivett kinkaði kolli. “Eg er Edgerton, Tennant og Co.,” sagði hann. “Eg sá það að Edgerton mundi vakna til meðvitundar um skyldu sína. — Hann er heiðarlegur maður og af ágætum ættum kom inn. Eg hefði átt að fara að við þá annan veg. — Konan mín heldur upp á Edgerton. — Það er eftir ósk hennar.” “Ó, er það aðeins hennar vilji, að hann fái tækifæri?” spurði Dineen stillilega. “Já, það er hennar vilji og minn vitan- lega einnig. — Eg gat verið mjúkhentari á félaginu EMgerton, Tennant og Co. — Eg vildi að eg hefði verið það. En við þurftum að ná í járnið — við þörfnuðumst þess.” Dineen hneigði höfuðið alvarlega. “Vitanlega! Maður, sem stendur sig jafn illa fjárhagslega og þú, verður náttúrlega að hirða alt, sem nýtilegt er í öskufötunni,” sagði Dineen háðslega. Mr. Rivett varð litverpur í andliti. “Þún meinb......írlendingur!” sagði hann. “Hvenær ertu að hugsa um að fara?” “í kvöld, hugsa eg.------Það er ein ösku fata, sem eg hefi ekki ennþá rótað í nægi- lega — Carrol-Baker félagið.” “Þú ættir að sjá um að það væri gert,” sagði Mr. Rivett. “Það getur verið að það finnist þar eitthvað af leðju, sem við getum notað fyrir kjölfestu.”

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.