Heimskringla - 17.06.1931, Síða 4

Heimskringla - 17.06.1931, Síða 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG 17. JÚNÍ 1931. 'Pjeimskringla StofnuO 1886) Kemvr iil á hverjum miOvikudeoi. Eigendur: THE VIKING PRESS. LTD. 153 og 855 Sargent Avenue, Winnipeo Talsimi: 86537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst fyrlríram. Ailar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður. TH. PETURSSON Utanáskrift til blaösim: Uanager THE VIKING PP.ESS LTD., 853 Sargent Ave . Winnipep Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEiy SKRINGLA 853 Sargent A je., Winnipeg. "Helmskringla ’’ is published by and printed by The Viking Press Ltd. 153-855 Siroent Avenue. Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 WINNIPEG 17. JÚNÍ 1931. ÞJÓNAR YÐAR”. Nýlega stóð frétt í blöðunum um það, að starfsmenn stjórna þessa lands, bæði sambandsstjórnarinnar og fylkisstjórn- anna, væru að hafa fund með sér í Montreal. Menn þessir, sem hér eru nefndir Civii Servants, hafa myndað fé- lag sín á milli, sem eflaust miðar að því að bæta og hefja starfsemi hins opin- bera, landinu fyrst og fremst til vel- ferðar, en ef til vill að einhverju leyti einnig í eigin hagsmuna skyni. í daglegu tali var talað um þessa menn heima sem “þjóna hins opinbera”. Orðin Civil Servants þýða það, eins og kunnugt mun flestum. Alt, er þessir þjónar hafast að, snertir aila þjóðina að meira eða minna leyti. En furðu fáir virðast þó veita starfi þeirra mikla eftirtekt. Menn láta sér nægja að vita, að starfsmenn stjórnar- innar séu undirgefnast þjónar þeirra. — Þjónarnir eru með öðrum orðum undir- tyllur, aðeins verkfæri í höndum þjóð- arinnar, ekki frumkvöðlar að neinu í- augum almennings. En hér skjátlast mönnum. í hinni ljóst hugsuðu ræðu, er Hannes Péturs- son héit í Sambandskirkjunni fyrir nokkru ,og birt var í Heimskringlu 23. apríl 8.1., er í fyrsta skifti, svo vér höf- um tekið eftir, á það bent, að þarna sé risin upp sérstök stétt manna í þjóðfé- laginu, sem eins og allar aðrar stéttir, eigi sín sérstöku áhuga- og velferðar- mál. Og félagið, sem þessir þjónar hafa stofnað, virðist einnig bera vott um það. að hér sé orðið um sjálfstæða stétt manna að ræða, sem hagsmuni sína láti sér ant um að vemda og varðveita, hvað sem húsbændur þeirra eða þjóðin held- ur eða segir um það. Aðal áhugamálið, sem sagt er að liggi fyrir fundi “þjóna hins opinbera” í Mon- treal ,er það að berjast fyrir því, að kaup þeirra sé hækkað, eða að koma í veg fyrir að minsta kosti að það sé lækkað. Nú mun kaup ógiftra manna í stjórnar- innar þjónustu vera $90 á mánuði, en kaup giftra manna $135 til $150. Þetta hyggjum vér vera lágmarkskaupið, með von um kauphækkun eftir því sem þjón- ustan lengist. En hér með er ekki alt talið. Margir af þjónunum þurfa á bílum að halda í sambandi við starf sitt. Og þá fá þeir um talslaust ásamt öllum kostnaði þar að lútandi, svo sem olíu, aðgerð, geymslu- húsi o. s. frv. Hér í Manitoba er bíla- floti hinna opinberu þjóna sagður all- stór eba um 280 bílar talsins. Og um það hvað rekstur þeirra kostar, hefir svo mikið verði talað, að hér gerist ekki þörf að endurtaka það. Þar sem heimilis- notkun bfla hefir farið mjög í vöxt á síðari árum, má þetta fyllilega með hlunnindum “þjónustunnar’’ telja. En svo er enn annað, sem með henni má telja. Það er að stöður þjónanna eru þeim veittar nú orðið, einu sinni fyrir alt, eða til lífstíðar. Áður var það ekki gert. Og þegar nýr stjórnmálafiokkur kom tii valda, var þjónum oft fækkað og ýms embætti, sem óþörf þóttu, lögð niður, ef hin nýja stjórn lét sér meira ant um þjóðþrif, en sú er áður var við völd. En þetta þótti svo mikið miskunn- arleysi gagnvart vinnumönnunum, sem sagt var upp vinnu, að það var með lög- um farið að reyna að gera þær réttar- bætur gagnvart þeim, að engum mætti segja upp starfi við stjórnarskifti. Og eftirlitið og ráðning stjórnarþjóna var falin einum manni (Civil Service Com- missioner). Ef hin nýja stjórn æskti að koma einhverjum verðugum fylgismanni sínum í stöðu, var því um ekkert annað að ræða, en að skapa nýjar stjórnar- skrifstofur. Varð afleiðingin af því sú, að stjórnarþjónum fjölgaði heldur en ekki og nú eru í Canada alls 1,200,000 stjórnar þjónar. Það er með öðrum orðum átt- undi eða níundi hver maður þjóðarinn- ar stjórnarþjónn. Þess verður efalaust skamt að bíða, að það verði stjórnar- þjónn fyrir hverja fjölskyldu,. eða hverja sex íbúa landsins, ef þessu heldur áfram. Stjórn landsins eða fylkjanna þarf ekki að fara í handaskolum vegna þess, hve fáir stjórni eða segi okkur til, hvað við eigum að gera, til þess að verða auðug- ir eða lánsamir menn í heiminum. Eitt, sem þessari réttarbót fylgdi, að fá einum manni, sem stjórnin hafði ekkert yfir að segja, ráðningu þjónanna í hendur, var það, að vinir hans og fylg- ismenn urðu auðvitað eindregið fyrir valinu, er farið var að skipa þessar stöð- ur. Og þeir höfðu meiri og minni áhrif á hann, ef um vini þeirra var aftur að ræða. 1 einni vissri stjórnardeild í fylki einu kom þetta í ljós á þann hátt, að að- stoðarráðgjafinn kom konunni sinni fyrst og fremst í stöðuna í sinni deild, er bezt var launuð næst hans eigin stöðu, og svo fjölskyldunni og frændum og vinum hverjum af öðrum. Að koma inn á þá skrifstofu, var svipað og að koma heim á heimili aðstoðarráðgjafans; hann var umkringdur sama skylduliðinu á skrif- stofunni og heimilinu. Síðan á stríðsárunum ætlum vér enga fákænni löggjöf hafa verið samda, en þá, er einum manni voru fengin völdin í hendur til þess að ráða alla starfsmenn hins opinbera, og farið var að veita stöðurnar æfilangt. Afleiðingin af því er sjáanlega ekki einungis sú, að starfs- mennirnir eru hættir að taka sér mjög nærri hvernig þeir þjóna húsbændum sínum, þjóðinni, heldur eru þeir einnig farnir að segja henni hvaða kaup hún eigi að greiða þeim. Og áhrif þeirra á ráðningarmanninn (Civil Service Com- missioner) eru orðin svo mikil, að stöð- urnar eru þeim ekki einungis vísar æfi- langt, heldur eru þær blátt áfram farnar að ganga í erfðir. Það er í flestum lýð- frjálsum löndum verið að bannsyngja konungsvald og ríkiserfðir þess. En það er vafamál, hvort það ríkisvald sé hóti verra en einræðið, sem skapað hefir ver- ið í sambandi við opinbera starfsemi þessa lands. Stjórnarþjónarnir hafa í mörgum greinum orðið meira að segja yfir þjóðinni og sjálfum stjómunum, en þó þeir væru keisarar. Þeir kjósa sig sjálf ir og þeir ákveða laun sín sjálfir og öll þau hlunnindi, sem stétt þeirra og stöðu er samfara og kemur að haldi. — Hvað getur einvaldurinn beðið um meira en þetta? “JÓN BJARNASON ACADEMY”. Svo heitir ofurlítið en snoturt rit, er skólaráð Jónte Bjarnasonar skóla hefir nýlega gefið út. Ritið er á ensku, og mun tilgangurinn aðeins sá með því, að kynna hérlendum mönnum skólann og gildi starfs hans. í ritgerðum, sem um þetta efni eru birtar í ritinu, er um leið dregin athygli hérlendra manna að ýmsum merkileg- um siögulegum atburðum, svo sem Al- þingishátíðinni s.l. sumar, er dr. Svein- björn Johnson skrifar um. Ennfremur að menningargildi íslenzkrar tungu og bók- menta í greinum eftir W. Kirkonnell og séra H. J. Leo. Greinar þessar eru vel skrifaðar, og munu glæða skilning á efn- inu, sem þær fjalla um og gera það hugð næmt lesaranum. Er það eftirsjá að rit- ið var ekki stærra, því nægilegt er til af alíslenzku efni, sem ekki væri vanþörf að kynna sambýlingum vorum hér. Af auglýsingum er mikið í ritinu. Um þær minnir oss Lögberg fara þeim orð- um, að ánægjulegt væri, að íslendingar héldu skólanum við af* eigin ramleik, og án auglýsinga frá hérlendum eða ensk- um mönnum. Auðvitað væri bezt fyrir þetta land, að framandi þjóðflokkar legðu því til meptalýðinn af eigin ramleik, svo að það þyrfti ekkert til mentamála að leggja — ekki svo mikið sem auglýsing- ar! MANITOBA OG ATVINNULEYSIÐ. Fyrir skömmu birti sambandsstjórnin skýrslu yfir, hvernig hvert fylki færði sér í nyt fjárveitingu sambandsstjórnarinnar til þess að bæta úr atvinnuleysinu. Eins og kunnugt er, var féð veitt með þeim á- kvæðum, að nausynleg störf væru hafin þar sem þess væri kostur, til þess að veita mönnum atvinnu; annars varð að veita féð þeim sem beinan framfærslueyri, er á því þurftu að halda. Af skýrslunum er það ljóst, að af fjór- um vesturfylkjunum hefir Manitoba varið minna fé en nokkurt hinna fylkjanna til nauðsynlegra starfa, en aftur greitt meira en nokkurt þeirra í þeinan framfærslu- eyrir. í hverju fylki var féð, sem til ýmissa starfa var notað upp til 31. maí s.I. sem hér segir: f British Columbia ........ $3,447,000 í Alberta .................. 2,938,000 í Saskatchewan ............. 3,914,000 f Manitoba ................. 2,563,000 Ef vinnan er talin í dagsverkum, voru svona mörg dagsverk unnin í hverju fylki: í British Columbia ........... 641,923 í Alberta .................... 535,246 í Saskatchewan .............. 524,602 í Manitoba ................... 284,031 Eins langt og tölur þessar sýna, mætti nú ef til vill ráða af þeim, að í Manitoba hefði atvinnuleysið ekki verið eins mikið og í hinum vesturfylkjunum. En að svo hafi þó ekki verið, verður Ijóst af tölun- um, er upphæðirnar sýna, er greiddar hafa verið í beinum framfærslueyri. Hvað margir hafi hans notið í hverju fylki sýna eftirfarandi tölur: í British Columbia ...... 14,961 menn í Alberta ............... 18,018 — f Saskatehewan .......... 20,174 — í Manitoba .............. 40,127 — Af þessum skýrslum öllum er það ljóst að vesturfylkin þrjú hafa verið fúsari til samvinnu við sambandsstjórnina um að bæta úr atvinnuleysinu en Manitoba- fylki. Sambandsstjórnin veitti einn þriðja fjárins, fylkin hvert einn þriðja og sveit- irnar einn þriðja. Manitobafylki hefir verið langtregast til samvinnu við sambandsstjórnina um að útvega atvinnulausum mönnum vinnu. Afleiðingin er sú, að það hefir eytt miklu meira fé en hin fylkin í beinum framfærslueyri. Það hefir ‘ því miklu minna að sýna en hin fylkin fyrir féð, sem eytt hefir verið. Webb borgarstjóri kvartaði og .mjög undan því, að hann hefði afar litla eða enga samvinnu hlotið frá Mr. Bracken. er hann var að semja við sambandsstjórn ina um fjárveitingar til ýmsra verka í þessum bæ. Manitobastjórnin hefir alt síðastliðið ár reynt að halda sig fjarri öllum tilraunum til að bæta úr atvinnu- leysinu, og henni hefir verið unt. Af- leiðingarnar af því má að sumu leyti sjá af þessum skýrslum. En þær eru þó ekki líkt því allar í þeim faldar. ENDURMINNINCAR ---- Frh. Sami vinnumaður sagði mér frá konu í Fljótsdal, sem hafði verið skygn alla æfi sína, og var þá komin yfir sextugt, er hann þekti hana, og var þá sem kall- að er, í horninu hjá dóttur sinni. Öllum á heimilinu þótti vænt um hana, og höfðu gaman af sýnum hennar, þegar menn þá fengu nokkuð um þær að vita. En hún var dul og lét ekki í Ijósi nema það, sem allir mátfu vita. Einn dag var fátt af fólki heima statt nema gamla konan og húsfreyjan dóttir hennar. Gamla konan var sem að vanda eitthvað að bæta eða prjóna og sat á rúmi sínu. Sér þá dóttir hennar, að gamla konan alt í einu starir mjög alvarlega framundan sér, þangað til hún stendur á fætur og gengur stóran hring á miðju gólfinu, og stanzar annað slagið og hyggur fast framundan teér. Og svo sezt hún aftur niður á rúmið sitt, og er eins og undrandi. “Hvað sérðu núna, móðir mín?’’ seg- ir húsfreyja?” “Það get eg ekki sagt þér, barnið mitt” svarar gamla konan. “Eg sé að vísu lík- börur, en mér er ómögulegt að sjá hvaða lík er á börunum, andlitsblæjan er svo þykk.” Morgunin eftir lá gamla konan örend í rúminu; hafði orðið bráðkvödd í svefn- inum um nóttina. Eg hefi líklega verið búinn að smíða þrjár vikur í Mýr-' nesi, þegar einn morgun í blíð- asta sólskini og fegursta sum- arveðri, að eg vaknaði upp fyr ir allar aldir með þeim dýr- mæta hæfileika, sem mér hefir aldrei tilheyrt fyr né síðar. Eg fann að í mér vakti óvið- ráðandi og spriklandi áhugi og eftirlöngun til yfirumráða og framkvæmdarsemi um alla hluti á heimilinu. Eg sá í skæru Ijósi, hvernig hver maður á heimilinu átti að hreyfa sig til þess að mikið betur og meira kæmist í verk. Eg rauk á fæt- ur; annað gat eg ekki, þó má- ske enginn annar væri kom- inn á flakk; en ásetti mér þó að vekja ekki fólkið, og helzt reyna að leiða hjá mér allar fyrirskipanir um dagsverkið. En þegar til kom, gat eg það ekki. Jafnóðum og fólkið kom á fæt ur, fór eg með vinsamlegum hætti að leiða því fyrir sjónir, hvað það ætti að hafa fyrir stafni, og allir féllust á það. Húsbóndanum sjálfum réði eg til að hafa það svona, en ekki eins og hann hafði ætlað sér það, og hann sá að þetta var rétt. — Eg hlaut að vera orð- inn búmaður. Og yfirsmiður- inn, hann fékk sitt hjá mér. Það fór svo að á hádegi voru eigin- lega allir farnir að líta og bíða eftir því hvað eg vildi gera; og húsbóndinn sjálfur horfði á mig með aðdáun, þar sem hann stóð og hlóð veggi sína. Þann- ig gekk dagurinn til kvölds. Eg hafði skipað fyrir og öllu stjórn að eins og kapteinn í ósjó og lífsháska úti á hafi. Næstu nótt vaknaði eg upp með hita og höfuðverk, varð að liggja í rúminu nokkra daga. Húsbóndinn vildi sækja læknir, Þorvarð Kerúlf á Orm- arsstöðum, en eg vildi ekkert. með hann hafa. Þó fór svo, að hann kom til mín. Heimilis- fólkið frétti til hans á ferð norður í Hjal^asftaðjarþingíhá, og voru þá látin liggja orð fyrir honum að koma við í Mýrnesi; var mér þá farið að skána. — Hann kallaði þetta hitasótt eins og siður var til á þeim ár- um. Ekki man eg hvort hann gaf mér meðul, en seint og hægt batnaði mér. Þegar eg fór að skríða á flakk, fór eg til manns þess, sem Sigurður hét og átti heima á Breiðavaði, og var hómópati, einstaklega við- feldinn og nærgætinn maður, og talaði eg mikið við hann og hafði gaman af. Á Breiðavaði þótti mér mikið fallegra en í Mýrnesi. Ekki man eg, hvort eg fékk meðul hjá Sigurði, en mér fanst eg hressast við ferð- ina. Eg var lengi lasinn og er alt í móðu fyrir mér frá þf-im tíma, og líklega ekkert sögulegt við borið. Enda varð eg skömmu seinna að hverfa heim eins og gagnslaus maður, og var meira og minna lasinn alt sumarið. í sambandi við þessa ferð mína austur á hérað, er það lang einlægast, að eg segi frá einni kvöldvöku, sem eg nokkr- p^DODDS '<1 ÍKIDNEY; |„PILLSj 1 fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Pant. má þær beint frá Dodds Medicmie Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þangað. laust fylgt inn í baðstofu án þess að frétta húsbændur um það. Var þegar auðséð, að ekki var siður að úthýsa á Hallfreð arstöðum. Við vorum látnir sitja í frambaðstofu og hjálp- að til að draga af okkur snjó- plögg, og voru mér léðir mjög fínir og liprir bryddir skór að ganga á um baðstofuloftið, en slíkt var siður á mörgum góð- um heimilum á Norðurlandi. Voru það kallaðir gestaskór, og innan í þeim voru hlýir og fallegir rósaleppar. Mátti af þessu nokkuð marka handlægni þeirrar stúlku, sem kraup við hnén á gestinum; en vissara var samt að spyrja hana að því, einkum ef hún var bros- mild, hvort hún hefði búið til íleppana; en þá roðnaði hún svo fallega, ef rétt var til get- ið. — Eg veit það hefir ekki mikla þýðingu, þó eg hafi gam- an af að skjóta því hér inn í, sem mér fanst eg vera búinn að sannreyna, að þótt eg hefði að næturlagi, í myrkri og til- luktu ferðatæki verið fluttur langar leiðir heima á íslandi, og fengið ekkert að vita, hvert farið væri með mig; og þó eg svo háttaði ofan í rúm í kol- svarta myrkri, og þegar eg svo næsta morgun liti upp augun- um á björtum degi án þess þó að sjá út, þá finst mér, að eg mundi geta sagt hér um bil, hvað langt eg væri frá sjó. En það byggist á því að innviðirnir í húsunum eru altaf hvítari eftir því sem lengra dregur upp frá sjónum. Að þessari niður- stöðu komst eg ei sízt á Héraði. Strax þegar komið var inn, var það svo áberandi hve húsin og hlutirnir voru dekkri; en alt var hvftt í augum þeirra, er á sjóarbakkanum bjuggu. Þetta hugsaði eg að orsakaðist af meiri sagga og salti í loftinu við sjóinn, enda verða hús ekki eins gömul við sjó eins og lengst til lands. Frh. BRÉF TIL HEIMSKRINGLU. um árum seinna átti með Páli Ólafssyni heima hjá honum á Hallfreðarstöðum. Við komum til hans tveir gangandi menn seint á degi á jólaföstu. Veður var bjart, glansandi tunglsljós og nokk- urnveginn gott göngufæri. — Samferðamaður var Gísli Jónas- son, faðir Hjálmars Gíslasonar í Winnipeg og þeirra systkina. Hafði Gísli komið þar oft áðúr og var þar öllu kunnugur. Þar hafði eg ekki komið, en Pál þekti eg þó nokkuð. Var það hvorttveggja, að hann hafði á ferðalagi sínu komið til for- eldra minna og gist hjá þeim ein stöku sinnum, og svo höfðu menn stöðugt fréttir af hon-1 sem skáldi. Strax við útidyra- stafinn var okkur vel tekið af einhverju af hjúi Páls og hik- Kæri ritstj. Hkr.! Á sumardaginn fyrsta þ. á. stóð lestrarfélagið Vestri fyrir svo myndarlegri og afar fjöl- mennri samkomu, að þess þyk- ir vert að geta í íslenzku blöð- unum — einkum þar sem til hennar var efnt af sannarlega þjóðræknum hvötum. — En eins og lesendum Lögbergs og Heimskringlu mun kunnugt, er það orð ennþá móðins, þó að 1930 sé hjá liðið. í heilt ár hafa ritgerðir, ræður og ferða- lýsingar, með myndum, auglýst gamla ísland víða um heim. Einn liður á skemtiskrá á- minstrar samkomu (er haldin var í samkomusal íslenzku frjálslyndu kirkjunnar), var sá að dr. J. S. Árnason sýndi mynd ir og sagði frá ferð sinni til íslands og annara Evrópulanda l

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.