Heimskringla


Heimskringla - 17.06.1931, Qupperneq 6

Heimskringla - 17.06.1931, Qupperneq 6
6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINOLA WINNIPEG 17. JÚNl 1981. BORGIÐ HEIMSKRINGLU J APONETTA f eftir 1 ROBERT W. CHAMBERS. | Snúið hefir á íslenzku Davíð Björnsson “Ef eg aðeins gæti fengið að sjá þig eins lukkulega og eg er, Díana — —. Stundum finst mér næstum þvf ekki réttlátt af mér að vera svona glöð, eins og eg er, þegar eg hugsa til þess hve sorgmædd þú ert, og get- ur ekki átt hlut í hamingju minni.” “Nei,” sagði Díana brosandi. “Jaek get- ur ekki gifst okkur báðum Silvíetta, svo þú getur ekki miðlað mér af hamingju þinni. Silvíetta gekk til systir sinnar, settist á stólbrúnina við hlið hennar og lagði hend- urnar um háls hennar. “Heldur þú ennþá svona voða mikið af honum, Díana?” spurði Silvíetta. “Já”. “Heldur þú kæra, að það verði svo á- fram?” “Já”. “Hvað ætlar þú að gera?” “Ekkert.' “Er ekki hægt að gera eitthvað?" “Ekkert." “Ef til vill heldur hann líka af þér enn- þá?” ! “Það eru ekki hinar allra minstu líkur til þess. Eg hafði mitt tækifæri. Hann elsk- aði mig — það augnablikið — sem hann sagði mér frá því . Þessir menn þarna úti” — og hún benti með hönd sinni til skógarins. “Geta ekki verið kuldalegri og harðbrjóst- aðri þegar þeir skjóta, heldur en eg var þeg- ar eg drap þá ást í brjósti hans, sem hann ef til vill hefir borið til mín. Eg drap hana segi eg. Og það sem einu sinni er dautt er ekki hægt að lífga við aftur." Silvíetta dæsti þungleag og lagði kinn sína við kinn hennar. “Og þá, þrátt fyrir það, gerast stundum krafta verk", muldraði hún eins og við sjálfa sig. “Þau voru til.” “Og geta gerst ennþá”. * “Nei, eg særði stórlæti hans." “Þú vaktir það." “Já, en við að særa hann, hlýtur afleið- ingin að koma niður á mér. Nei, ást hans dó þann dag, kæra systir og það sem er dáið, lifnar ekki aftur.’ Aftur greip hana þetta andspyrni og löngun til þess að rífa sig burt frá þessum sorgum sínum og áhyggjum. Hún spratt upp af stólnum og hringdi á þjónustu stúlkuna. “í kvöld get eg fundið það út hvað eg skal gera", sagði hún. “Á eg að tvöfalda hátíðina þegar þar að kemur." > “Tvöfalda — hvað meinarðu?” “Tvöfalt brúðkaupið. Eg get það með hægu móti. Eg held að það sé góður vegur til þess að drekkja sorgum sínum, Silvíetta. Því að standa alein uppi þegar þú og Jack giftið ykkur, finst mér að vera muni alveg óþolandi fyrir mig að halda út. Eg er hrædd við það.” “Þess þarft þú ekki góða, þú verður auð- vitað hjá okkur," sagði Silvíetta. “Já, mér er sem eg sjái sjálfa mig! — gamaljómfrú, sem alstaðar verður ofaukið. og verður að taka tillit til við veisluhöld. — Síðar meir má nota hana til þess að gæta barnanna." Díana?” “Já, hvað?" “Ef — það — skildi — henda —.” “Sem oft hendir fólk þegar það er gift.” “Að Jack og eg eignuðumst börn,' 'sagði Silvíetta og roðnaði. “Ef það skeður þá fá- um við okkur bamfóstru til þess að gæta þeirra leiðinlegu grislinga." “Leiðinlegu! Þú veist ekki hvað þú ert að fara með systir. Þú rnunt verða þeim bæði ástrík og nærgætin móðir — “Nú, jæja. Látum okkur ekki tala meira um það —. Eins og stendur get eg ekki hugs- að til þeirra —. Eg veit vitanlega ekki hvað verða kann síðar meir." Díana stóð í miðju herberginu —. Bros- ið hvarf smámsaman of vörum hennar og hún krefti hendurnar. “Eg veit ekki hvernig á því stendur að eg skuli hafa lært að elska börn”, sagði hún. “Og — sjálf vil eg eignast eitt! —”, sagði hún áköf. “Og heldur en að það verði ekki þá glfti eg mig einhvern daginn — með ein- hverjum!" “Guð hjálpi þér, Díana! Hvað ertu að segja? Þú getur fengið eitt af mínum!" “Eg kæri mig ekki um þín börn! Og hvað getur þú sagt um það, hvort þú eignast böm? — aðeins eitt eða fleiri?” Díana horfði á systir sína, með saman klemdum vörum. Svo leit hún af henni og út um gluggann á stjörnurnar, sem þöktu himininn —. “Þú veist,’ sagði hún rólega til Silvíettu, “að eg gæti aldrei gert neitt þessu líkt — þó mig langaði til þess. Óskir mínar eru hærri en það —. Og þó —. Þegar stúlka er þreytt, vonlaus og alein, getur það þá ekki verið létt ir fyrir hana að giftast, einhverjum? Mundi hún þá ekki geta frekar skilt sínum svíðandi sárum?” Hún lagði hönd sína á hjartað. “Mundi hún þá ekki hafa eitthvað að lifa fyrir og elska, ef hún eignaðist börn? Eg veit það ekki Silvíetta, eg spyr þig, vegna þess að eg er þreytt og þjáð í sorg minni." “Vesalings litla, Díana!” Díana lagði augnablik, höfuð sitt á öxi Silvíettu, og þegar stúlkan bankaði reisti hún sig aftur og bað hana að ganga inn. Og sáust þá engin geðshræringarmerki á andliti henn- ar. Díana lék á alls oddi og var svo hríf- andi skemtileg, aðlaðandi og töfrandi, yfir borðum um kveldið að hún heillaði hugi all- ra er sátu í kringum hana. Hún beindi aug- um sínum oft til Scott Wallace og setti hjarta hans alveg í uppnám. Og Curmew hersir var sem á nálum af gremju og afbrýðissemi. “Það veit þó hamingjan að hún er sú dásamlegasta indælasta stúlka, sem eg hefi nokkru sinni komist í kynni við,” sagði Scott við sjálfan sig. Eftir kvöldverð lukkaðist Wallace að ná tali af Díönu úti á tröppunum áður en þau gengu inn til að spila bridge. “Nú þurfið þér ekki annað en að senda hundana yðar og láta þá sækja haminn af mér, því þér hafið skotið mig, Díana.” “Hugsið yður Scott, ef eg nú hefði á- kveðið það a ðná yður,” sagði Díana brosandi. “Er það mögulegt?” “Eg fer bráðum að verða öldruð piparmey, Scott, og — hver veit nema eg vilji halla mér til yðar, sem hins síðasta tækifæris," sagði Díana kankvíslega. “í almáttugs bænum gerið þér það!” bað hann. “Hvernig? Á eg að biðja yður með augun- um og hvísla: “Ó Scott!” — Eða á eg að hlaupa í arma yðar áður en þér hafið tíma til þess að forða yður? Viljið þér ekki gera svo vel og leibeina mér, því eg er víst ekki svo vel heima í þessum aðferðum, sem þér haid- ið." “Stökkvið þér Díana og eg skal fanga yður. Eruð þér til. Komið þér nú. Verið nú stór stúlka.” “Eg get ekki verið stór stúlka, Scott. Eg hefi reynt það. Eg hefi gert mínar beztu æfingar við cigarettur og “flirt", en — eg má þó með sanni segja að mér er það ekki eigin- legt. Og nú hlaupið þér vitanlega yðar veg.” “Á eftir yður — já — Díana. Eg held svo afarmikið af yður. Eg hefi aðeins ekki sagt það á hinn rétta hátt. Viljið þér giftast mér, eins og eg er, Díana?” “Ó, Scott! Þér eruð skemtilegur!” sagði Díana. “Eg held svo innilega mikið af yður, Dí- ana. Eigum við ekki að opinbera —". “Trúlofun okkar?” spurði Díana og leit til hans. “Já,” sagði Scott. “Hversk^nar trúlofun?” “Þú veist við hvað eg á.” “Nei, það veit eg ekki.” “Nú, en hverskonar trúlofun þá? Eig- um við þá að hafa hana dulda? Grímukiæða hana.” “Hvernig er það Scott?” “Þannig að þér séuð ekki fyrir alvöru fast bundar mér fyrst um sinn.” “Þér meinið að trúlofun okkar skuli vera svo lengi, sem eg vil.’ “Já, það er sem eg á við.” “Og að hún svo endi með brúðkaupi, eða þá með mjög vinsamlegu bréfi?" spurði Díana hlæjandi. “Já, gangist þér inn á það?” “Ef þér viljið það Scott," sagði Díana. “Ó, vitaniega vel eg það! Það er mjög elskulegt af yður Díana. Má eg háfa leifi til að gefa yður hring?" “Nei, ekki ennþá Scott. “Sem þér viljið — þér getið sagt til hven- ær mér er það leyfilegt.” Hann leit til henn- ar og roðnaði. “Munduð þér hafa á móti því að gefa mér einn koss?” Hun leit til hans eitt augnablik gletnis lega og svo beigði hún sig niður og kysti hann á munninn. “Kæri drengur sagði hún. Þú kæri góði drengur. Eg vildi óska að það findust fleiri líkir þér í heiminum —. Eg elska þig ekki Scott — og eg hugsa að það verði aldrei að mér auðnist að fá ást á þér — . En ef þú vissir hvað eg finn til með þér, þá er eg viss um að þú vildir ekki láta þá tilfinning víkja á braut fyrir ástinni. — Eigum við að ganga inn í Billiard stofuna? Eg á að spila á móti Curmew hersir og han ner efalaust orðinn ó- þolinmóður að bíða." Díana þrýsti hönd hans vinalega, hló, roðnaði og gekk svo inn þangað sem glamur og glaðværð léku í fyrirrúmi. Þau skildu við dyrnar og þar mætti hún systir sinni, sem var að tala við Mr. Riv- ett. “Díana!" sagði Silvíetta. “Mr. Rivett og eg ætlum til borgarinnar snemma í fyrra- málið. Þú veist að hann fer þangað altaf einusinn í viku. Og eg þarf að gera þar inn- kaup. Vilt þú verða með okk ur, systir?” Hjarta Díönu fór óðara að slá hraðara. Upp á síðkastið var New York aldrei nefnd svo að það kæmi ekki blóði Díönu í hreif- ingu, því þar bjó Edgerton og þar var hugur hennar. “Ó, komdu með okkur góða,' bað Silví- etta. “Og ef þú kemur með, þá getum við boðið Edgerton til midags með okkur. Og þar að auki eru öll bíó og samkomuhús opin núna svo við ættum að geta skemt okkur á- gætlega.” “Og hvernig í ósköpunum heldur þú að Jack geti haldið út hér á meðan?” spurði Díana hlæjandi. “Jack! Heldurðu að hann verði eftir heima?” spurði Silvíetta svo stygglega að Mr. Rivett hniklaði ósjálfrátt brýrnar. “Nú, jæja. Eg ætla að verða með ykk- ur," sagði Díana ákveðin, eins og það hefði ávalt verið föst meining hennar og án þess að hvarfla huga sínum til Scott. Og þegar Silvíetta gekk inn í salinn við hlið Mr. Rivetts, sýndi Ourmew hersir sig í dyrunum. “Ó,” sagði Díana, “fyrirgefið að eg hefi látið yður bíða. Eg var að tala við systir mína. Eg ætla me ðhenni til borgarinnar í fyrramálið." “Eg vildi gjarna fá að tala ofurlítið við yður áður en þér farið,” sagði hersirinn. “En það getur víst ekki orðið af því nú þegar, vegna þess að það er beðið eftir okkur þarna inni, og Mrs. Wemyss er held og orðin óþolin- móð. Hvenær get eg hitt yður?” “Já, eg veit ekki. Hvað háfið þér að segja við mig, sem þér ekki getið sagt vi mig hér nú þegar," spurði Díana brosandi. “Það er leyndarmál fröken," sagði her- sirinn smeðjulega. “Eg ætla að tala við yður úti á grashjallanum eftir að Bridge skemtan- in er um garð gengin. Er það ekki samþykt af yðar hálfu?” “Nei, það er það alls ekki Curmew hersir. Eg þarf að fara að hátta snemma í kvöld, vegna þess að eg legg af stað árla á morgun." “Hvenær ákváðuð þér að fara?" spurði hann myrkur á svip. “Fyrir fáum mínútum síðan.” “Vissuð þér ekki að eg hafði áríðandi mál að ræða við yður?” “Nei, það vissi eg áreiðanlega ekki. Og hvað stendur það eiginlega í sambandi við ferð mína til borgarinnar?" “Hersirinn snéri drýgindalega yfirskegg sitt. “Hvað lengi verðið þér í borginni?” “Það veit eg ekki." “Hvar ætlið þér að búa?” Hann þreytti hana með þessum nær- göngulu spurningum og til þpss að verða af með hann þá sagði hún honum heimilisfang sitt í hugsunarleysi. “Eg skepp ef til vil líka til borgarinnar !. eftir nokkra daga,” sagði hann um leið og hann brosti til hennar lýmskulega. Og hafi hún heyrt þessi síðustu orð hans, þá lét hún sig þau litlu skifta, því hún var með það sama komin inn í stofuna á meðal gestanna og sveif þar um glaðari og sælli en hún hafði verið fyrir langan tíma. XIV. Kapítuli Þær Silvíetta og Díana voru búnar að fara viða um borgina til að skoða sig um, og gera ýms innkaup, bæði á kjólum, höttum og ýmsu fleiru . Að því búnu óku þær aftur út f borgina með Mr. Rivett og Mr. Dineen sem tóku þær út fyrir miðdagsmat. Hvað eftir annað reyndi Silvíetta til þess að ná f Edgerton f síma. Hún hringdi í alla þá staði, sem hún gat hugsað sér að hann gæti verið, en alt varð það árangurslaust. Hann fanst hvergi. Áður en þau lögðu af stað frá Adriutha sendi hún til hans símskeyti um að þau væru á leiðinni til borgarinnar. Og en hafði hann þá ekkert látið af sér heyra. svo þær voru farnar að halda að liann mundi alls ekki hafa fengið skeytið. Fyrir nokkrum dögum hafði hann farið til Pittsburg í erinda- gerðum fyrir Mr. Dineen. í bakaleiðinni ætl- aði hann svo að koma við í Philadelphia og New Jersey. Mr. Rivett hafði orð á því við borðhaldið að Edgerton mundi sennilega verða korninn heim til sín það kvöld og þú mundi honum vera afhent skeytið svo ekkert væri líklegra en það að hann mundi geta setið að kvöld- verði með ’þeim. En hann kom ekki og sendi heldur engin boð. Silvietta og .Tack fóru á leikhúsið en Mr. Rivett bauðst til a ðtaka Díönu út með sér hvert sem hún æskti helst. En Díana hafði enga löngun til þess. Henni leið illa, og þegar hún leit út um giuggann virtist henni. sem myrkrið hæða sig. Þar að auki bar hún á- valt von í brjósti um að Edgerton mund; ef til vill koma heim þá og þegar og gera að- vart um komu sína. Hún þaltkaöi þessvegna Mr. Rivett fyrir boð hans og bað hann af- sökunar á því að hún vildi heldur vera kyr. Hún lét sig falal niður í stól og sat þar hugsandi o;r horfði út í myrkrið. Alt í einu var þögnin rofin við það að talsíminn hringdi. Hún spratt upp af stóln- um með höndina á hjarta sínu, sem sló á- kaflega og á næsta augnabliki vai heyrnar tólið við eyra hennar. “Já, 'aagði hún hikandi og lágr. ’ “Já, það er Díana Tennant. Ilver er það, sem eg tala við?” _________ “Já, eg skal bíða.” Hún hallaði sér aftur á bak í sætinu eft- ir spenninginn, sem hafði gripið hana.og reyndi að jafna sig, svo spratt hún von bráðar aftur upp, sem stálfjöður og sagði: “Já! Ert það þú, Jim?" “Auðvitað er það, Jim,” sagði hann.“ Eg hélt þú værir komin út. Ertu ein heima?" “Já — alein. ó, Jim! Ef þú vissir hvað eg er glöð af að heyra loksins rödd þína aftur.” “Það er fallegt af þér Díana að segja svo. Eg er yfir mig glaður að heyTa þína. Eg var rétt núna að koma heim og fann þá skeytið á skrifborði mínu. Á eg að koma yfir til þín?” “Viltu vera svo góður?" Hún heyrði að hann hló. “Eg kem eins og elding," sagði hann. “Vertu sæl á meðan Díana.” Hún setti heyrnartólið á sinn stað og gekk svo eirðarlaus og æst fram og til baka um herbergið. Smámsaman náði hún þó aftur fullkomnu valdi yfir sjálfri sér. Litlu eftir hringdi talsíminn aftur og var það til- kynning um komu hans. Hún lokaði dyr- unum að svefnherbergi sínu og gekk fram í dagstofuna og tendraði ljósið. Dyrabjallann hringdi, og Edgerton gekk inn í stofuna. Díana stóð upp og gekk á móti honum. “Þú varst fljótur, Jim. — En hvað þú ert fölur — og horaður — ertu vel frískur, Jim?" “Já, fullkomlega. En eg þarf ekki að spyrja þig þessarar spurningar, — rósin frá Berksshire.” “Lít eg virkilega svo vel út? spurði hún brosandi. “Fögur sem lilja, — ef til vill ofurlítið holdgrennri en eg sá þig síðast. Gefur það þér annars nóg að borða?” “Já, Jim — en þú lítur ekki vel út, Jim. Eg held þeir láti þig vinna of mikið.” “Nei, nú, Díana. Langt í frá. Mér fell- ur orðið mjög vel að vinna. Eg hefi ánægju af því. Það er járn í öllum Edgertonum, og það er járn í þessum örmum. Það er járn í mér öllum. Járn! Eg hefi fundið sjálfan mig, köllun mína, skildu mína. Og eg er glaður — galður og þakklátur, Díana." “Lofaðu mér að sjá á þér handlegginn, Jim.” “Á eg að fara úr jakkanum?" “Nei, eg ætla aðeins að þreifa á honum -----varlega.” “Ó, beinið er alveg gróið saman fyrir löngu síðan, kreystu mig bara svo fast, sem þér er mögulegt.” “Var það þarna?’ ’ “Nei, ofar." “Hér?” “Svolítið neðar." “Hérna þá?” “Svolítið ofar.”

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.