Heimskringla - 24.06.1931, Síða 3

Heimskringla - 24.06.1931, Síða 3
WINNIPEG 24. JÚNI 1931 HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSÍÐA \ Guðný Guðmundsson Hún andaðist 30. apríl síð- astliðinn á almenna spítalan- um í Winnipeg eftir rúmrar viku legu þar af afleiðingum af slysi, sem hún varð fyrir þann 21 s. m. Slysið vildi þannig til að Guðný sál. sem var gest- komandi í húsi á Lundar, var að fara yfir götuna til þess að komast upp í bíl, sem beið liennar þar. Annar bíll stóð á götunni nær húsinu, og þurfti hún að komast framhjá hon- um. En rétt í því er hún gekk fyrir aftan hann kom þriðji bíllinn, sem fór á milli hinna tveggja, og varð hún fyrir hon- $io VIRÐI AF RAFORKU FRÍTT! ITTTTfi Hverjum kaupanda rafeldavél- ar frá oss er gefinn Slave Falls Souvenir Certificate, sem leyf- ir honum not orku frítt svo að $10. nemur. í>ér sparið einnig $18. til $20. af víra kostnaði. Alt í alt græðið þér þvi $30. á þessum kaupum. AÐEINS $15 1 PEN. setja vélina inn á heimili þitt. Afgangur verðsins með auð- veldur skilmálum. PHONE 848 132 Cítu ofWfnnfpeö um og meiddist mjög alvarlega. Hún var strax flutt til Win- nipeg og leit fyrst um sinn ekki illa út með bata en á ní- unda degi brá skyndilega til verra, og dó hún þó þjáninga- lítið að því er virtist. Hún var fædd á Ketilsstöð- um í Hjaltastaðarþinghá í Norð ur-Múlasýslu, þann 5. jan. 1852. Foreldrar hennar hétu Jón Jóns son og Guðrún Þorvarðardótt- ir. Fullu nafni hét hún Guðrún Guðný en var ávalt nefnd seinna nafninu. Hún var yngst af 13 systkinum, sem nú eru öll dáin nema einn bróðir, Björn að nafni, er lengi bjó við Mary Hill pósthús en hefir verið til heimilis á Lundar nú nokkur síðustu árin. Móður sína misti hún er hún var viku gömul. Ólst hún upp hjá föður sínum, þangað til hún var tólf ára, en eftir það var hún hjá vandalausum. Æskuárin urðu henni erfið, einkum eftir að hún fór að geta gengið að vinnu, því að hún var með afbrigðum starfs fús alla æfi en heilsa hennar var fremur tæp á þeim árum. Var það siður víða á íslandi á þeim árum, eins og kunnugt er, að hlífa ekki unglingum við vinnu, sem þeim var um megn, og var atlæti ekki ávalt sem bezt, þegar vandalausir ungl- ingar áttu hlut að máli; þetta var aldarháttur og átti sér oft stað hjá góðu og mætu fólki. Frá því Guðný fór frá föður sínum og þar til hún giftist var hún í vistum; enda var ekki um aðra atvinnu að ræða fyrir ógiftar stúlkur, sem ekki sátu í föðurgarði. Þegar hún var um þrítugt, gerðist sá atburður, sem henni var jafnan minnsstæðastur af öllu því, sem á daga hennar dreif á íslandi. Hún var þá til heimilis á Stekk í Njarðvík í Norður-Múlasýslu. Snjóflóð féll á bæinn, og af níu mann- eskjum sem heima voru, kom- ust aðeins þrjár af og það með I naumindum. Slíkir voða-við- burðir voru næsta fágætir og má nærri geta að þeim, sem komust lífs af, munu hafa. fall ið þungt um afdrif hinna og að raunalegar endurminningar hafi lengi varað í hugum þeirra, á eftir. Skömmu eftir þennan atburð giftist hún einum syni hjón- anna á Stekk, Högna Guð- mundssyni. Var hann ekki heima, þegar slysið bar að höndum. Reistu þau á næsta vori bú á Hvoli í Borgarfirði eystra og með þeim bróðír Högna, sem Eiríkur hét. Hófst þar sú samvinna sem var svo fágæt að hennar munu fá dæmi finnast annarstaðar. Þeir bræð ur skildu aldrei samvistum fyr en dauðinn skildi þá. Var Eir- íkur alla æfi ókvæntur. Störf- uðu þeir saman að búi sínu og höfðu jöfn ráð, bæði á Is- landi og eftir að þeir fluttust hingað til lands. Eftir sex ára búskap flutt- ust þau vestur og settust að í Álftavatnsbygðinni við Mani- tobtavatn. Þau nefndu heimili sitt þar Laufás og þar bjuggu þau yfir 40 ár. Var heimilið fyrirmyndar heimili og starf- semi og reglusemi, enda blóm- gaðist hagur þeirra vel, og orð- lagt fyrir gestrisni og hjálp- semi við alla, sem hjálpar þurftu með. Þeir bræður tóku mikinn þátt í félagsmálum bygðarlags- ins og var ekkert verk hálf- unnið, sem þeir lögðu hendur að. Og í öllu því studdi Guðný sál. þá af mestu trúmensku. Var Eiríkur um mörg ár einn af helztu forstöðumönnum lestrarfélags bygðarinnar og vann ósleitilega að því og öðr- um félagsmálum, enda var hann lipurmenni hið mesta og fylginn sér við hvað sem hann tók sér fyrir hendur. Þegar únítariskur söfnuður var stofn aður í bygðinni gerðust þau ötulir stuðningsmenn hans og voru það til æfiloka. Heimilið var íslenzkt í anda sem bezt má vera hér í landi og á því ríkti velvild og rausn ásamt víðsýni og stefnufestu í öllu er húsbændurnir létu sig nokk- ru skifta. Þau Högni og Guðný eign- uðust tvær dætur, dó önnur þeirra í æsku en hin dvaldi ávalt á heimili foreldra sinna, og giftist þar Birni Björnssyni Runólfssonar Austmanns, og búa þau nú í Laufási. Fóstur- son, Lárus Johnson að nafni, ólu þau upp og býr hann í grend við Lundar. f daglegri umgengni var Guð ný sál. rólynd, glöð í viðmóti, vingjarnleg við alla og látlaus. Allir, sem kyntust henni nokk- uð urðu fljótt varir við velvild- ina og samúðina, sem hún átti í svo ríkum mæli. Það var bjart yfir huga hennar og ó- blíð kjör framan af æfinni höfðu ekki skilið eftir neina gremju eða bölsýni í sál henn- ar. Hún var með afbrigðum barngóð og lét sér mjög ant um heill alls síns heimilisfólks. Síðustu árin eftir fráfall manns síns og mágs var hún hjá dótt- ur sinni og tengdasyni, sem tekið höfðu við heimilisforráð- um. Þótt hún væri hnigin að aldri, komin fast að áttræðu, var hún sístarfandi ,enda mun hún ekki hafa kunnað við að láta verk falla niður meðan nokkrir kraftar voru eftir. Slíkra kvenna sem hennar er gott að minnast. Hjá henni voru sameinaðir margir beztu kostir íslenzkra kvenna — táp og dugnaður, rólegt þreklyndi og hjálpfýsi. Hennar og manns hennar og bróður hans verður minst með þakklæti í bygðinni meðan nokkur íslenzk mann- eskja er þar uppi. Skamt frá húsinu, þar sem þau bjuggu, standa þrjár eik- ur, sem vaxa fast saman. f ræðu sem haldin var í gleði- samkvæmi á heimilinu fyrir all mörgum árum, var bræðrunum og Guðnýju sál. líkt við þess- ar jírjár eikur. Það er heppileg samlíking. Þau eru nú öll gengin til moldar en eikurnar standa enn og eiga að standa meðan þeim endist aldur til sem minnismerki um þessa tvo ágætu menn og konu og um þá fágætu eining sem ríkti svo lengi — alt til dauðans — með- al þeirra þriggja. G. A. Sigurdsson, Thopvaldsoi) íT°b. GENERAL MERCHANTS ÚTSÖLUMENN FYRIR IMPERIAL OIL LIMITED ROYALITE COAL OIL, PREMIER GASOLINE TRACTOR AND LUBRICATING OILS ARBORG RIVERTON HNAUSA Phone 1 Phone 1 Phone 51, King 14 MANITOBA, CANADA. LEIFS EIRfKSSONAR minnismerkið, sem Bandaríkjastjórn gefur fslandi. Verið er að vinna að því, að fullgera hið mikla minnismerki Leifs heppna, sem Bandaríkja- stjórn gefur íslandi, í tilefni af 1000 ára afmæli Alþingis. Er 1 búist við að minnismerkið og fótstallur þess komi hingað til Reykjavíkur í sumar. Minnismerkið mun vera um 10 metrar á hæð, þegar fót- stallur er reiknaður með. Staður hefir verið valinn fyr- ir minnismerki þetta á Skóla- vörðutorgi, og verður það sett upp á Skólavörðuhæðina í haust, þó þar sé enn ekkert ÞAÐ ER ENGINN SPARNAÐUR VID AD KAUPA ÓDÝRT TE — BLUE RIBBON ER ÞAÐ DRÝGRA — AUK KEIMSINS ER ÞAÐ HEFIR — AÐ ÞÉR VERDIÐ STÓR-ÁNÆGÐIR. Blue Ribbon Limited WINNIPEG :: :: CANADA torg tilbúið, ekki annað en grjótholtið. Á minnismerkið að standa á torginu, þar sem tvær götu- línur mætast. SkólavörðustígS' og Frakkastígs, svo það blasi við frá þessum tveim götum að sjá. En þannig er fyrirhugaðri kirkju ætlaður staður á hinu væntanlega torgi, að minnis- merkið á að standa framan við kirkjuna. Skólavarðan er svo nálægt stað þeim, sem minnismerkinu er ætlaður, að hún mun verða rifin samtímis og minnismerk- ið verður sett upp. —Mbl. ÞEGAR COURTAULD FANST í snjóhúsinu á Grænlandsjökli. Er Watkins, sá sem fann Courtauld á Grænlandsjökli, kom til Angmagsalik, sagði hann m. a.: Mjög gekk okkur félögum erf iðlega að komast að þeim slóð- um, þar sem við vissum að byrgi Courtaulds var. Er þang- að kom skall yfir okkur þoka, svo við vissum ógerla hvar við fórum. Við námum því staðar á jökl- inum, uns birti upp. Þá þótt- umst við geta komist að raun um, að byrgi Courtauldsi ætti að vera 2 km. frá okkur. Þegar við höfðum leitað þar um hríð, rákumst við á stóran skafl, sem við komumst að raun um að myndi vera byrgi Courtaulds. En stromp fund- um við upp úr skaflinum. Grenjuðum við nú gegn um opið og fengum skjótt svar. — Halló — kallaði Court- auld, mér líður vel. Eftir stundarfrjórðung tókst okkur að grafa okkur gegn um skaflinn og inn í byrgið. Courtauld var hinn hressasti. Hann skýrði okkur frá því, að fyrir tveim mánuðum hefði verið blindösku hríð í marga daga samfleytt. Þá hefði byrg- ið alveg farið í kaf. Hefði hann með engu móti getað grafið sér göng gegnum fönnina, því hann hefði skilið spaðann eftir fyrir utan byrgið. Nokkuð af vistaforða hans og öðrum föggum hafði orðið eftir úti í fönninni. Loftrás fékk liann gegnum opið á þakinu. Lagði hann hina mestu áherslu á, að op það lokaðist ekki af klaka og fönn. Og þetta tókst. Síðustu mánuðina gat hann ekki kveikt neitt Ijós. En lítið eitt hafði hann þó af stein- olíu, og gat kveikt eld til að bræða snjó til drykkjar. Mestallan tímann lá hann um kyrt í svefnpoka sínum, svaf mikið, en lá annars hreyf- ingarlaus og morraði. Reyndi hann að taka ástæðum sínum með sem mestu jafnaðargeði. — En litla von hafði hann um það upp á síðkastið, að hann myndi komast lifandi úr þess- um heljargreipum. —Mbl. TÆKIFÆRIÐ SEM BYÐST ÍSLENZKUM BÆNDUM, OG ANNARA ÞJÓÐA Er það nokkuð nýtt? Er það fræðandi? Hvað er það? Hæg- an vinur, vertu ekki svona bráð látur, eg þarf tíma eins og allir sem brúka hausinn, papp- írinn, pennanð og blekið, svo hvorki verði blek klessur, né lýgi klessur á pappír, og frá- sögn. Það er ekki nýtt. En það er fróðleikur í þessu sem eg set hér fyrir alla sem lesa það. Eg er einn af þessum þús- undum, sem eru vinnulausir: hátta og safna með sarpinn sinn fjórða eða hálf-hlaðinn (sumir vi’du ináske segja troð- inn). Vakna með ónota tilfinn- ingu, ekki vel frískur, fæ mér vatn að tírekka, og svo eitthvað meira ef það er til. Á fætur, út í góða veðrið. Lít á sjói.m renni sléttau, — svo á jörðina, á grasið, blómin, ávaxta-trén, og síðast lít eg á himininni beiðbláann i< kyrrahafsstrand- ar vísu. Alt sýni3t vera eins og það var. þegar betur lét. Svo dettur mér í hug góður kunn- ingi, og eg labba á stað. Eftir einn klukkutíma er eg þgr. Góðan daginn! Velkominn! Gerðu svo vel að koma inn! íslenskur siður æfagamall. Eg var líka kominn til að njóta þessarar gestrisnu, sem er annáluð hjá íslendingum, og stóð ekki á góðgerðum, skyr, nýr fiskur, kálmeti, brauð, cake, smjör, ostur og rjómi, og svo kaffi. Alt eftir íslenskum sið tilbúið, því húsfreyja gekk í gegnum bestu húsmæðra (Frh. & 8 síðu) I Prepare Noiv! Better times will come, much sooner than most people anticipate. The re- sult will be a keen demand for steno- graphers, secretaries and bookkeepers.l to fill the openings made vacant by the late financial depression. Right now, office staffs are cut to the limit, and many who have been dismissed have gone into other occupations, or have left the City. Besides, the number now training for business is considerably below the average. A Thorough School! The “Success’* is Canada’s Largest Private Commercial College, and the finest and best equipped business train- ing institution in Western Canada. It conducts Day and Evening Classes throughout the year, employs a large staff of expert teachers, and provides sufficient individual instruction to per- mit every student to progress according to his capacity for study. In twenty-one years, since the founding of the “Success” Business College of Winnipeg in 1909, approximately 2500 Icelandic stud- ents have enrolled in this College. The decided preference for “Success” training is significant, because Icelanders have a keen sense of educational values, and each year the number of our Icelandic students shows an increase. Day and Evening Classes OPEN ALL THE YEAR The SUCCESS BUSINESS C0LLEGE, Ltd. PORTAGE AVENUE AT EDMONTON STREET. PH0NE 25 843

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.