Heimskringla


Heimskringla - 24.06.1931, Qupperneq 4

Heimskringla - 24.06.1931, Qupperneq 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 24. JÚNÍ 1931 ITicimslvrtnglci StofnuO 1886) Kemur lit á hverjum miSvikudegi. Elgendur: THE VIKING PRESS. LTD. tS3 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrlrfram. AUar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður. TH. PETURSSON Utanáskrijt til blaðsins: Manager THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave.. Winniveg Rítstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til rilstjórans'. EDITOR HEIYSKRINGLA 853 Sargent A x., Winnipeg. '*Heimskringla'’ is published by and printed by The Viking Press Ltd. 153-855 S'rraent Avenue Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 WINNIPEG 24. JÚNÍ 1931______ KOSNINGARNAR Á ÍSLANDI Úrslit kosninganna sem fóru fram 12. júní s. I. á íslandi eru birt á öðrum stað í þessu blaði. Er af þeim ljóst að fram- sóknar flokkurinn eða bænda flokkurinn, sem áður var við völd, hefir unnið all- glæsilegan sigur. Hvað þeim sigri veldur eða þá ósigri hinna flokkanna, er auðvitað erfitt að gera sér glögga grein fyrir hér vestra. BJöð hafa ekki borist að heiman síðan kosning fór fram. En af málunum sem hlöðin ræddu fyrir kosningar, var ekki hér fremur en heima hægt að spá neinu um hvernig fara mundi. ig segja að verið sé að höggva nærri frelsi einstaklingsins með því, að svifta bóndann rétti til þess að hafa eins mik- ið til búnaðarmála að leggja með at- kvæði sínu, og maðurinn, sem þau lætur sig ekkert skifta. Og velti hagur landsins á annað borð á atvinnurkestri bóndans, sjáum vér ekki að það gæti verið neitt heiliaráð í þjóðfélaginu, að stjórnmálaum- ráð hans séu úr höndum hans dregin og fengin þeirri stétt manna í hendur. er utan við hann stendur, hefir litla þekkingu á honum, og ber ef til vill litla umhyggju fyrir honum. í bæjum eriendis, einkum á meðal stórþjóðanna, er fult af umrenningum eins og kunnugt er. Að gefa þeim at- kvæðisrétt að jöfnu við bændalýðinn, er frá hag sveitanna eða fylkjanna skoðað alt annað en heppilegt eða ráðlegt. Þessir menn hafa ekki sömu skyldum að gegna og bændaiýðurinn gagnvart þjóðféiaginu. Hví ættu þeir að hafa meiri réttindum að fagna en hann? I>að er á þessu máli um kjördæma- skiftinguna, sem oss þykir líklegt, að sjálfstæðisflokkurinn heima hafi mest tapað í kosningunum. Hefði það atriði ekki'komið til mála í stefnuskrá hans, ætlum vér að úrslit kosninganna hefðu ekki orðið eins ákveðin og raun varð á. Og þar sem svo stendur á, munu þau úrslit fleirum hér fremur hugstæð vera, enda þótt áhugi fyrir pólitískum málum heima sé hér ekki mikiil, og kunni vegna fjarlægðar og ókunnugleika stundum að vera alt annað en nær sanni eða sem réttlátastur. ATVINNULEYSIÐ. En jafnvel þó stjórnin sem við völd hefir setið, hafi mátt heita eins atörku- söm og í sjálfu sér eins þjóðleg stjórn að flestti leiti og nokkur önnur stjórn hefir verið, var henni ýmislegt til for- áttu fundið, svo sem fjárhaldóreiðu eyð- slusemi og því um líkt. Þá var henni og mjg brugðið um það í sambandi við þing- rofið, að hafa flúið af hólminum þar sem hún lét ekki atkvæðagreiðslu fara fram um vantrausts yfirlýsingu sjálf- stæðismanna og alþýðuflokksmanna og ef til kæmi leggja niður völd að þvf búnu, eins og flestar stjórnir gera, er fylgi meiri hlutans brestur á þingi. t stað þess var þingrofí lýst yfir í skjóli konugsvaldsins og bráðabirgðarstjórnin skilin eftir f höndum sömu minni hluta stjórnar fram yfir kosningar. Þetta iagði andstæðingum stjórnarinnar vopn í hend ur í kosningunum og var óvægilega bent á að nú væri skjólshús stjórnar- innar ekki orðið annað en konungsvald- ið. Auðvitað benti stjómin á lögin sér til réttlætingar og á framfarirnar, sem hún gat eflaust með réttu eignað sér, á móti þessu. En alt um það virðist sem það hafi verið eitthvað annað en þetta áminsta sem kosningaúrslitunum réði og varð orsök til þess að stjórain bar svo fraéki- legan sigur úr bítum. Það var eitt atriði á stefnuskrá sjálf- stæðisflokksins, sem oss í fjarlægðinni hér leist svo á, sem ekki mundi verða honum til farsældar. Þetta atriði var kjördæma skiftingarmálið, sem tekið var úr stefnuskrá alþýðuflokksins eða verka- manna. Alþýðuflokkurinn heldur því fram heima, sem verkamannaflokkar annarstaðar, að þá sé fyrst atkvæða freisi einstaklingsins fuilnægt er kjör- dæmum sé þannig háttað, að' atkvæði hvers einstaklings sé jafnt metið. En þar sem atkvæði eru nú ávalt flest í hæjunum, er auðsætt, að af því leiddi að bæirnir hlytu með því, eins og nú stendur á heima, rétt um það helmingi fleiri þingsæti en þeir hafa. Af 42 þing- eætum, hiyti þá Reykjavíkur bær einn alt að því einn fjórða allra þingsæta. Að hinum smærri bæjum öllum og þorpum meðtöldum, yrðu atkvæði bæjanna að líkindum fleiri en atkvæði sveitakjör- dæmanna. Þegar á það er nú litið, að hagur íslands, eins og hagur flestra annara landa, stendur eða fellur með landbúnaðinum, virðist óeðlilegt, að þessi stétt manna, bændurair, skuli dæmdir til að vera í minni hluta, er til þess kemur að ráða fram úr því hvernig land- inu skuli stjórnað. Hvað sem um það er sagt, að verið sé með núverandi kjör- dæma skiftingu heima, sem erlendis víð- ast, að svifta einstaklinginn atkvæðis- frelsi sínu, þá má ekki hinu gleyma að stjórnmálin fjalla um hag landsins yfir- leitt og atvinnuvegi þess, eigi síður en um frelsi einstaklingsins; enda má einn- Það bylur mikið í sumum andstæðing- um Bennettstjórnarinnar, þegar þeir fara að segja frá því, að það sé atvinnuleysi í þessu landi. Það er engu líkara en að þeir haldi, að engir viti það nema þeir. En spyrji maður þessa sömu menn að því, hver ráð séu til að bæta úr því, dreg- ur ávalt niður í þeim. Það virðist sem þeir hafi annaðhvort aldrei hugsað um það, eða þá að það hafi ekki borið neinn árangur, þó þeir hafi gert það — og niðurstaðan því engin orðið. Þótt sízt mætti við því búast, minnir ræða sú, er Mr. J. S. Woodsworth þing- maður frá Winnipeg, flutti nýlega í sam- bandsþinginu út af aðgerðaleysi núver- andi stjórnar íatvinnuleysismálinu, á þessa menn. Fór Mr. Woodsworth þeim orðum um sambandsstjóraina, að af störfum hennar að dæma liggi henni í léttu rúmi, hvort menn svelta að fremja sjálfsmorð út af bjargarleysi sínu. Þá telur hann það hártnær glæpsamlegt af forsætisráðherra R. B. Bennett, að hafa í kosningunum síðast lofast til þess að bæta úr atvinnuleysinu, en svíkja það gersamlega eftir að hann komst til valda. Svo mörg eru þessi orð og stór, að margan mun hljóðan við þau setja. Vér ætlum ekki að mæla kosninga- loforðasvikum neina bót. Heldur dettur oss ekki í hug að halda fram, að Ben- nettstjórnin hafi nii þegar uppfylt öll kosningaloforð sín. En hvernig stendur í hinu, að á loforð stjórna eða þing- mannaefna í kosningum hefir sjaldan fyr verið minst eftir kosningar en nú? Hefir aldrei fyr neinu verið lofað í kosningum, er ekki hefir verið uppfylt að ekki fullu ári liðnu? Ef að slíkt er glæpsamlegt nú, hefir það þá ekki áður verið það? Mr. Woodsworth hefir að minsta kosti lagst textinn upp í hendur til þess að leggja út af þessum glæp fyr en þetta. Forsætisráðherra Ramsay MacDonald lofaði t. d. í kosningunum 1929, að bæta svo úr atvinnuleysinu ef hann kæmist til valda, að út af því þyrfti enginn að hafa áhyggjur eftir það. Þó er tala atvinnu- lausra nú helmingi hærri á Englandi en hún var, er verkamannaflokkurinn, sá stjórnmálaflokkur, er Mr. Woodsworth trúir á, tók við stjórn. Hefir Mr. Woods- worth aldrei fundið neitt til þess í hjarta sínu, að kosningaloforð forsætisráðherra Ramsay MacDonald hafi reynst hart nær glæpsamleg? Hvers vegna hefir hann aldrei á það minst? Ástæðan er auðsæ. Hann vill láta Mr. MacDonald njóta elnhverrar sann- girni. Hann veit það eins vel og allir aðrir, að það væri ósanngjarnt, að bera Ramsay MacDonald það á brýn, að hann hafi ekki reynt til að koma í veg fyrir atvinnuleysið. Og hann minnist ef til vill þessara orða Ramsay MacDonalds sjálfs við þá, er finna honum þetta að sök: “Það er dálítið annað að vera fyrir utan glugga og horfa inn, en að vera fyrir inn an gluggan og horfa út. I öðru tilfellinu virðist stjórnin vera svo tröllslega stór og voldug, í hinu svo óttalega dvergs- leg og máttvana.’’ Eigi að síður lofaði Mr. MacDonald meiru í sambandi við atvinnuleysismálið 1929, en forsætisráðherra R. B. Ben- nett gerði í síðustu kosningum. Er það þess vegna að Mr. Woodsworth finnur á- stæðu til að vera ósanngjamari í garð hins síðarnefnda? Eða var hann hrædd- ur um, að það gæfi eitthvað til kynna um það, að af flokki hans eða sín sjálfs sem forsætisráðherra Canada yrði minna að vænta, ef sú sama ósanngirni yrði sýnd verkamannastjórninni á Englandi í atvinnuleysismálinu og sýnd er Benneú stjórninni? Vér erum hræddir um að Mr. Woodsworth hafi Ijósar sýnt eyrnamark sitt með ummælunum um Bennettstjórn- ina, sem einsýnn flokksstjóraarmaður, en gerhugull stjórnmálamaður, sem raun ar fleiri stjórnarandstæðingar á sam- bandsþinginu, bæði í sambandi við at- vinnuleysismálið og önnur mál. Um aðgerðaleysi Bennett stjóraarinn- ar í atvinnuleysismálinu, getur enginn sanngjarn maður verið Mr. Woodswort eða nótum hans sammála. Ber það fyrst og fremst til þess, sem öllum er ljóst, að hann er ekki búinn að vera nema hálf- an annan mánuð við völd, er hann er búinn að veita 20 miljónir dala til að- stoðar atvinnulausum mönnum. Með samvinnu sveita og fylkja landsins varð öll upphæðin 70 miljónir dala, er til auk- innar atvinnu var lögð fram. Það varð til þess að afla 291,735 mönnum atvinnu (upp til 31. maí 1931). Dagsverkin urðu 6,273,228. Auk þess hafa um 100 nýjar iðnaðarstofnanir risið upp, vegna breyt- ingarinnar á töllalögunum, sem fjölda manns hafa veitt atvinnu, er mistu hana við hrun slíkra stofnana í tíð King- stjórnarinnar, eða komust á þann von- arvöl, að hrunið hafa síðan, af því að þeim var ekki við bjargandi. Hér má þvf segja að Bennettstjómin hafi svo rösk- lega hafist handa, að það mun fleirum en oss til efs, að nokkur stjórn, sem við völd hefði verið nú, hefði gert eins vel, og því síður betur en hún. Og sannleik- urinn er sá, að hún hefir líklegast gert talsvert betur en nokkurn andstæðing hennar nokkru sinn dreymdi um að ó- reyndu, sem von var, því þetta land hefir ekki átt neinu slíku að venjast. Það hefir bæði verið reynt af and- stæðingum stjórnarinnar í þinginu og andstæðingablöðum, að telja almenningi trú um það, að þetta starf stjórnarinnar hafi ekki verið neins metið, enda einskis vert í allra augum. Þessum rógi var að verðugu mótmælt í sambandsþinginu, samkvæmt þingtíðindunum 16. júní s.l., með því að lesa bréfin frá fylkisstjórnun um til sambandsstjórnarinnar í sambandi við þetta mál. Ljúka þau undantekning- arlaust öll lofsorði á sambands'stjóraina fyrir hve fljótt og vel hún hafi sint at- vinnuleysismálinu, og fjrrir fjárábyrgðina eða útgjöldin, sem hún leggi sér á herðar til framkvæmda í því máli. Eru bréf þeirra fylkisstjórna, er ekki hafa con- servatívastjórn, engu sparari á að viður- kenna þetta, en hinar fylkisstjórniraar. Við því má búast, að sagt verði, að atvinnuleysi hafi aldrei verið eins mikið og nú, og þess veena hafi ekki aðrar stjómir þurft að smna. því máli eins og nu verði að gera. Og með því sé þá einn- ig auðsætt, að atvinnuleysið sé núver- andi stjórn að kenna. En getur nokkur maður með nokkurn- veginn fullu viti rengst sig um það, að um atvinnuleysi hafi verið að ræða hér fyr en 6. ágúst 1930, er núverandi stjóm tók við völdum, eða að það hafi orðið til frá þeim tíma og til 20. sept., að bráða- birgðarþingið kom saman. Bráðabirgðar- þinginu var fyrst og fremst skotið á til þess, að ráða bætur, ef hægt væri að einhverju leyti, á þáverandi atvinnuleysi. Það var fyrsta tilraunin til þess. King- stjórninni kom aldrei neitt slíkt til hug- ar og hefði aldrei látið sig það neitt skifta, þó hún hefði verið endurkosin. Hún var búin að horfa á það hin róleg- asta síðastliðin 2 til 3 ár, og hefði ef laust getað gert það lengur. í fjögra stunda ræðunni, sem Mr„’ King hélt í samibandí^þinginu viðvíkjandi fjármála- reikningum Bennettstjórnarinnar, taldi hann upp tekjuafgang sinnar stjóraar og margt fleira af gæðum, sem núverandi stjórn hefði erft frá hans tíð. Það segir sig nokkurn veginn sjálft, að honum gleymdist þó að geta um, hvað mikið af át- vinnulausum mönnum að Ben- nettstjórnin erfði einnig eftir hann. Á þær bráðbirgðar tilraunir sem gerðar hafa verið til þess að greiða götu atvinnulausra manna, lítur auðvitað enginn sem fullnaðarbætur á atvinnu- leysinu. En þær þurfti eigi að síður að gera. Um algerða lækn ingu á því böli getur auðvitað ekki verið að ræða, nema með því að gerbreyting komist á hag landsins. Og slíkt getur ekki orið á einu vetfangi, jafn- vel hvað ólíkar sem stjórnar- stefnur kunna að vera. En hitt getur þó varla dulist, að conservatívastefnan er bet- ur löguð til þess að bæta úr nú- verandi atvinnleysisástandi., en nokkur önnur hér þekt, eða reynd stjórnmálastefna. — At- vinnuleysið á sér ávalt og að- allega stað í bæjunum. Með aðhlynningu iðnaðarins þar, eykst atvinna fyrir bæjarlýð- inn. Það er að vísu sagt, að iðnaður sá, sem verndaður sé með tollum, sé aðeins til þess að gera iðnhöldana ríka. Þó óvíst sé nú, að tollarnir geri það í landi, sem er að koma á fót iðnaði hjá sér, vegna þess að þeir eru aldrei svo háir, að stóriðnaður annara landa geti ekki kept nokkurnveginn við þá, er hitt víst, að bæjaratvinna fæst aðeins með þeim iðnaði. Bændur segja oft, að stjórn- irnar láti sig iðnað bæjanna of mikið skifta. Og verkamenn- irnir, sem atvinnu sína eiga undir iðnaðinum, segja jafn- vel það sama. En er nú rétt á þetta litið? Ef ggrt er ráð fyrir, að um 3 miljónir manna séu í bæjum þessa lands, sem atvinnu sína eiga undir iðnaðinum komna, er það þá svo að skilja, að stjórnin eigi ekki að sinna at- vinnugrein þeirra neitt? iStefna Bennettstjérnarinnar fer í þessa átt, að byggja upp iðnað og atvinnu fyrir verka- lýð bæjanna. Það er viðurkent jafnvel af andstæðingum henn- ar, þó ekki sé með öðru en því, að hún sé að gera menn ríka á iðnaði. Því ef menn verða rík ir á aðnaði, er þar um stóriðnað að ræða, og stóriðnaði fylgir á- valt mikil atvinna. Verkamann- inum ætti að minsta kosti að vera þetta Ijóst, því það snertir hann þó ekkr svo lítið, og bónd inn fær með auknum markaði í bæjunum fyllilega goldið toll- gjaldið á áhöldum sínum, eins og verkamaðurinn fær í auk- inni atvinnu auðveldlega til baka það, sem hann greiðir í tolltekjur landsstjórnarinnar í verðhækkun einstaka vöru. Til þess að greiða fram úr atvinnubresti bæjalýð þessa lands nú, þekkjum vér enga heppilegri stefnu en stefnu con- servatíva eða Bennettstjórnar- innar. Það tekur vissulega sinn tíma, að reisa við eða að koma á fót hér iðnaði, svo að allir bæjarmenn, sem nú eru at- vinnulausir, fái atvinnu, en sú atvinna hlýtur að koma með iðnaðarstefnu núverandi stjóra ar, fyr eða síðar. Vér sannfærumst æ betur og betur um þjóðmegun þá, er í þessari áminstu stefnu felst, þvf oftar sem vér heyrum Mr. King og Mr. Woodsworth og Mr. Gardiner tala í sambands- þinginu. Þeir barma og berja sér á brjóst út af ástandinu, en koma aldrei með nein ráð ttt lækningar þjóðfélags- og at- vinnumálameinunum, sem þeir ættu þó að þekkja, þar sem þeir eru, sumir að minsta kosti, valdir að þeim, og að þeim feigðarósi er varla hægt að hugea sér þá hafa borist sof andi, er skylda þeirra var að 1 fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Pant. má þær beint frá Dodds Medicme Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þangað. vera á verði. Með auknu fjárframlagi, er sambandsstjórnin hefir nú sam þykt að veita á komandi vetri til þess að bæta til bráðabirgða enn úr atvinnuleysinu, hefir hún, sem fyr, sýnt það í verki, , að hana brestur ekki viljann til þess að veita málinu að- stoð. Og þó að hátt láti nú í andstæðingum bennar, hvort sem er á sambandsþinginu eða í blöðunum, er það víst, að þeir mega “æfa róminn’’ betur, ef þjóðin á að trúa þeim frem- ur fyrir að bæta úr atvinnu- leysinu, en Bennettstjórninni; hún mun meta reynslu núver- andi stjórnar, og þeirra öllum pólitískum hávaða meira, og meðan hún gerir það, mun dómi hennar heldur ekki skeika. RÖK. Forvitinn: Þú segir að sól- in viðhaldi öllu, sem lifir, og sé upphaf allrar lífsorku. Hvera- ig á eg að skilja það? Fjölkunnugur: Sóhn sendir geisla út frá sér í allar áttir. Alt getur orðið fyrir þeim, bæði dautt og lifandi. En það eru ekki nema vissir hlutir, sem svo eru gerðir, að þeir geti tek- ið á móti orku sólarljóssins og geymb hana í sér. Forvitinn: Getur maður- inn það? Fjölkunnugur: Nei, mannin- um er það ómögulegt. Og eng- in dýr, stór eða smá geta það heldur. En bæði þau og mað- urinn geta rænt eða stolið ork- unni og geymt hana. Eins og eg hefi áður sagt, þá andar hin örsmáa amöba, eins og við ger- um, eða öllu heldur rauðu blóð- kornin í blóði .okkar gera. Og hún neytir fæðu sinnar á sama hátt og við gerum, með því að blanda hana vatni, sem hún drekkur ásamt meltingarvökva sínum. En jurtirnar nærast ekki á þenna hátt. Forvitinn: Hvernig lifa eða nærast þær? Fjölkunnugur: Þær anda að sér Jofti ei-ns og við gerum, en þær framleiða sína eigin fæðu. Og það geta þær vegna þess, að þær ná orkunni úr sólarljós- inu. Við áhrif sólarljóssins fram leiða þær kolvetni eða sykur, og sterkju úr kolefni, vatns- efni og súrefni, sem þær taka í sig úr jarðveginum, vatni og loftinu. Vegna þess að jurtirn- ar geta þetta, má segja að hvert tré, hvert strá og hvert blóm sé í raun og veru sykurfram- leiðsluverksmiðja. Forvitinn: Eg sé ekki sam- bandið milli alls þessa og lífs mannsins. Fjölkunnugur: Gættu nú að. Meðan jurtirnar eru að þessu, anda þær frá sér súrefninu. En kolvetnið geymist í blöð- um jurtanna, og af því stafar það að blöðin eru græn. Gras- ið grænkar af þessu. Þessi

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.