Heimskringla - 24.06.1931, Page 5
HEIMSKRING_A
5. BLAÐSÍÐA
WINNIPEG 24. JÚNÍ 1931
græni hluti jurtablaðanna er
með öðrum orðum orkugeymir.
Og það er sú orka, sem við
stelum, þegar við etum jurta-
fæðu, eða dýr, sem lifa á jurta-
fæðu.
Forvitinn: Nú skil eg þig.
Maðurinn framleiðir orku með
því að eta jurtafæðu eða dýr,
sem á jurtafæðu lifa.
Fjölkunnugur. Þetta er ekki
allskostar rétt með farið. Það
er satt, að þegar þú etur epli,
saladrétti eða brauðsneið, með
flís af svínakjöti ofan á, stel-
urðu orku úr sólarljósinu, sem
upphaflega var náð úr því af
jurtunum. En þetta er ekki út
af eins einfalt og þú heldur.
Forvitinn: Heldur hvað?
Fjöikunnugur: Til þess að
ná orkunni úr efninu, sem stol-
ið var, verður bruni aftur að
eiga sér stað í líkama manns-
ins. Og hann verður með þvi
að sameina aftur kolvetnin, eða
efnið úr blaðgrænkunni og súr-
efnið.
Forvitinn: Með hvaða hætti
verður það?
Fjölkunnugur: Þegar við er
brent eða kolum í eldfæri, þá
sameinast kolefnið í kolunum,
eða kolvetnið í viðnum — því
hvorttveggja var, eins og þú
veizt, einu sinni jurt — súrefni
loftsins. Þetta er nákvæmlega
hið sama og við gerum, þegar
við öndum. Þá sameinum við í
lúngunum súrefni loftsins kol-
vetninu, sem er í blóðinu og
sem við fengum úr jurtunum
með fæðunni sem við átum.
Forvitinn: 1 raun og veru öðl-
umst við þá orkuna með því
að anda?
Fjölkunnugur. Nei. Við leys-
um hana með önduninni úr
efni fæðunnar, sem við átum
eða drukkum.
Forvitinn: Þú sagðir áður, að
það dularfylsta við líf fyrstu
lífsfrumanna hefði verið það,
að þær gátu andað?
Fjölkunnugur. Og eg er nú
viss um að þú veizt nú orðið,
hvers vegna eg sagði það. Með
því eina móti gátu þær notað
orkuna.
Forvitinn: En hvernig gátu
fyrstu h'fsverurnar lifað, þegar
þær höfðu ekkert lifandi að
eta?
Fjöikunnugur: Þær hafa hlot
ið að vita þá, hvernig þær áttu
sjálfar að framleiða fæðuna,
eins og jurtirnar nú gera... Það
eru meira að segja lífsverur enn
til, sem minna á þetta. Þær eru
bæði jurtir og dýr.
Forvitinn: Nú, það hljóta að
vera merkilegar skepnur.
Fjölkunnugur: Já, víst eru
þær merkilegar. Þær eru taldar
fyrsta greinin á lífsmeiðnum og
eru nefndar frumverur. Eftir
miljónir ára urðu sum afsprengi
þeirra eingöngu dýr, en önnur
' jurtir.
Forvitinn: Hver var ástæðan
fyrir því, að vegir frumlífsver-
anna skiftust þannig?
Fjölkunnugur: Það veit eng-
inn. Það er eitt af því, sem
vísinddn hafa ekki til hlítar ráð
ið enn framúr.
Forvitinn: En hvað tók við
eftir það?
Fjölkunnugur: Þá byrjar leik
ur lífsins. Þá hefst baráttan
íjatr tilverunni. Þær lífsverurn-
ar, sem urðu að dýrum og
höfðu lært að hreyfa sig úr
stað, sáu að frændlið þeirra.
jurtimar, gátu framleitt sína
eigin fæðu. Og hvað var þá eðli
legra og auðveldara, en að leggj
ast á þær og eta þær? Og það
gerðu dýrin.
Forvitinn: Hvað veldur því,
að þessi dýr héldu ekki áfram
að vera eins og þau voru, en
urðu að öðrum dýrum eða sum
af þeim?
Fjölkunnugur: Þessi örlitlu
frumdýr lifðu að líkindum fyrr-
um í smápollum og tjörnum,
eins og þau gera enn. En eftir
því sem aldirnar liðu hver af
annari, fjölgaði þeim, svo að
það fór að þrengjast um þær.
Og þá var það að þau tóku upp
það ráð, að sameinast mörg í
eitt dýr. Þá urðu þau duglegri
að bíta frá sér og sigrast á ó-
vinunum. Og þá koma fram
fyrstu og minstu marglitturnar.
Einnig smádýr í ormslíki.
Forvitinn: Og við erum þá
býst eg við út af ormunum
komnir?
Fjölkunnugur: Að vissu leyti
erum við það. Þeir urðu eftir
hundruð miljóna ára að fisk-
um, sem gátu andað með tálkn
um. Og að óra tíma liðnum
frá því, hafa ár og vötn verið
orðin full af þeim.
Forvitinn: Og hvað tók þá
við?
Fjölkunnugur: Þeir hafa að
lokum orðið að skríða upp úr
ánum á þurt land og lifa þar,
eða drepast ella. Og þá erum
við nú komnir svo margar
tröppur upp þenna lífsstiga, að
ekki er orðið mjög fjarri mann-
inum.
Forvitinn: En fyrstu menn
Iíkjast þó ekki fiskum?
Fjölkunnugur: Á yfirborðinu
gera þeir það ekki, en undir-
niðri líkjast þeir þeim talsvert.
Og um okkur má hið sama
segja. En um það skulum við
ræða seinna.
• • •
Það sem sagt hefir verið frá
í þessuim bálki til þessa, eru
hugmyndir vísindamanna um,
hvernig jörðin og aðrir jarð-
hnettir sólkenfisins, urðu til
vegna áhrifa frá annari sól á
sól vora, er leið átti um himin-
vanginn nálægt henni fyrir 2
biljónum ára. Einnig hvernig
jörðin kólnaði og líf byrjaði að
koma fram á henni vegna stöð-
ugra breytinga efnisins á jörð-
inni. Þetta varð fyrir einni bilj-
ón ára. Þá hvernig lífsfrum-
urnar sameinuðust og úr þeim
urðu smæstu dýr til, er svo
urðu að fiskum lagar og síðar
að dýrum láðs. Hefir margt
spunnist inn í þessa frásögn,
er vér vonum að ýmsir hafi
haft gaman af.
Verður nú næsti kapítuli í sögu
þessari um það, hvort maður-
inn hafi erft andlitslag sitt frá
fiskunum. Það er auðvitað ekki
við því að búast, að hin “fríðu
fljdð'’ viðurkenni í hasti, að
svo sé. En takið eftir hvað
Fjölkunnugur hefir um þetta
að segja í næstu blöðum.
BRÉF TIL HEIMSKRINGLU.
eftir M. J. B.
Hvernig líkar fólki við nýja
prestinn? Spyrja menn vana-
lega. Og ef hér er átt við nýja
prestinn okkar Fríkirkju-fólks,
má svara því svo: að safnað-
arfólki hans líki ágætlega við
hann, — og ekki einungis safn
aðarfólki hans, heldur og meiri
hluta utansafnaðarfólks — þ.
e. meiri hluti þess utansafnaðar
fólks sem þorir að hlusta á
hann — þorir? — Hví skyldu
menn ekki þora að hlusta á
hann?—Af því mínir elskanleg
ir, sumir geyma ennþá eitthvað
í gamla pokahorninu, sem ekki
þolir birtu — 'sól nýrra rann-
sókna. Og þeim þykir vænt
um það— eru því trúir, eins
og forfeður okkar voru gömlu
góða trúnni — jafnvel eftir að
þeir urðu að virðurkenna van-
mátt þeirra goða. Margir eru
hræddir um gömlu trúna sína
— finna sig veika á svellinu.
Innra hjá sjálfum þeim er
hrópað, meira ljós, meira Ijós.
MEIRA LJÓS! og skynsemin
segir þeim: Að það sé gott,
að fá meira ljós. — Holt að
viðra þetta gamla, sem þeir
byrgja í gamla pokahorninu
sínu. En, mundi nú þetta
gamla, þola nýjar bætur?
Kristur segir, eða sagði: Eng-
inn lætur nýja bót á gamalt
fat! Er þeim þá ekki vorkunn?
— Hafa þeir ekki reynsju Or-
thodo» prestanna fyrir sér, —
þessara, sem einatt eru að
sletta nýjum bótum á gömlu
fötin, og einatt verða gloppurn-
ar stærri sem bæta þarf! Já —
jæja! Þeim er vorkun!
En sr. Fr. A. Friðriksson
heldur hverja ágætisræðuna á
fætur annari. Hann hefir tam-
ið sér að nota gömlu textana
sem líkingar, e. o. t. d. Að
kristur breytir vatni í vín!
Hann ber ekki á móti því, að
sagan sú geti verið sönn. En
hann sér annað og meira í
henni: í hans höndum verður
gamla staðna vatnið í gömlu
leirkerunum að lifandi vatni —
eða víni — hinna nýju lifandi
kenninga, sem Kristur flutti
heiminum — lausum við venj-
ur Gyðinga eða hverra annara
steinrunna kenninga, sem orð-
ið hafa að kreddum og séreign
eins verða annars kenninga-
kerfis. — En hversvegna fara
út í slíka sálma. Úr því eg
get ekki flutt ykkur þá ræðu?
— Af því, að ennþá er eg svo
mikið barn. Að þegar eg fæ
eitthvað sem mér þykir sjálfri
mikils um vert, vildi eg helzt.
miðla öllum heimi, af því —
hvort sem það er fagur söngur,
eða góð ræða, eða listilegt mál-
verk — já, eða bara góður mat-
ur — ef eg héldi að aðrir hefðu
hann ekki líka. En svo er og
þess að gæta með fæðuna.
hvort sem hún er andlegs eða
líkamlegs eðlis að sitt á við
hvern. Eg t. d. var veik í þrjá
daga af munnbita af hrossakjöti
sem ofan í mig fór, heima á
ísl. s. 1. sumar, þó að öðrum,
sem neyttu samskonar fæðu.
yrði gott af. Þessir mötunautar
mínir, sem fyrir 25 til 40 ár-
um síðan hefðu afneitað slíkri
fæðu með hryllingi, neyttu
hennar nú með gleði, af því
að venjan var búin að gera
hana góða — þrátt fyrir það:
að biblían bannar fólki að éta
kjöt þeirra dýra, sem ekki hafa
klaufir og jórtra ,— eða eins
og enskan hefir það Cloven
hoof — annað eða hvoru-
tveggja, — eða er þetta kan-
ske misminni mitt — og
þó kallast það kirkjufólk- og
lúterskt. Eða hefir nú lútersk-
an, vikið frá gamla testamentis
kenningum í þessu efni. — En
nú er eg komin hálfa alin út frá
efni — og bið afsökunar.
Með alvöru að tala, vildi eg
að hægt væri að víðvarpa
flestar ræður sr. Friðriks á
tungumáli, sem flestir skyldu,
og þó af því leidðu að sjálf-
sögðu það, að hinum litlu söfn-
uði hans hér, héldist þá ei
á honum lengi, gæti eg unt
honum þess heiðurs og heimin-
um þeirrar Messunar, sem mér
finnst hann ætti að hafa af
ræðum hans. Það er að setja
ljós undir mæliker, að grafa
shka menn, á þann hátt sem I
hann er grafinn hér. Ekki svo
að skilja, að við metum hann
ekki á okkar hátt. En not-
hæfni stórra manna nýtur sin
einungis að litlu leyti í fá-
menni. Séra Friðrik er góður
maður og tekur prestsembætti
sitt alvarlega. Hann er og trú-
maður svo sannur, að hann á
sjálfsagt fáa sína líka í því.
—- Einkennilegt, er það ekki
— og vera þó frjálslyndur!
Hann leitast við að skilja kenn
ingar Meistarans, og gera öðr-
um þær skiljanlegar og sam-
rýmanlegar við líferni hans, þ.
e. Krists, og honum tekst það
alla jafna vel. Lipurmenni eru
þau hjón bæði og hihir ákjós'-
anlegustu leiðtogar og sam-
ferðamenn. Ó, sussu, sussu!
En það böl! — Nei, vinir mín-
ir. Það má segja mikið gott
um sumt fólk, án þess það sé
hól. — Svo er fyrir þakkandi.
Og hér er um ekkert hól að
ræða. Það er blá ber alvara,
bygð á almennings-áliti, og
sjaldan lýgur almanna rómur.
Sr. Friðrik predikar einu
sinni í mánuði á ensku. Það
gera nú fl. ísl. prestar, sumir
oftar. Til þess að sýna dirfsku
sr. Fr. A. Fr. vil eg setja liéi
eina auglýsingu — auglýsing
sú kom í bæjar blaðinu og
hljóðar sem fylgir:
Make up your mind to get
thoroughly aeqtiainted with
Liberalism in Religion, so that
you may oppose it honestly or
support it faithfully. —
Þórarinn Ólafsson
(Kveðja frá frænku hans)
Þó fyki í fáu skjólin og flýði gæfan mig,
mér fanst eg aldrei alein,
þá átti eg vin sem þig.
Nú svífur fyrir sólu og syrtir kringum mig;
eg græt hjá gridmum kjörum,
en gröfin hylur þig.
Þetta sýnir starfs aðferð sr.
Friðriks og trú hans á mál-
efni sitt. Minnir það oss gömlu
fauskana á æsku okkar, þegar
blóðið var heitt og hjartað
ungt — og vér fyrst tókum að
gefa kirkjulegu — eða Krist-
indomsstarfi samtíðarinnar veru
legt athygli. — Þegar þeir
Doktorarnir Osborn og Keys,
kappræddu einmitt sama mál-
efni, n. 1. orþodoxíu og liber-
alism í trúarlegu tilliti, í Free
Thought M^gazine — að til-
stilli Orþodox kirkjanna og Frí
hyggjenda eða frjálstrúarmanna
— Osborn fyrir þá síðurnefdu,
Keys fyrir hina. Þá þorðu
menn; og þá trú höfðu Orþodox
leiðtogarnir á stríðsmanni sín-
um, að þeir úrskurðuðu fyrir
franj, að ef hann þ. e. dr.
Keys biði ósigur í þeirri viður-
eign, væri það málefninu, en
ekki manninum að kenna. Síð-
an þora fáir — ef nokkrir ridd
arar þeirra gömlu skoðana að
hætta á slíkar hólmgöngur.
Það er miklu auðveldara að
berjast með trúgjarnan, fá-
fróðan fjöldann á bak við sig
— og á bak við allar menn-
ingar tilraunir —vogaðrar og
framgjarnar æsku, sem sjálf
heimtar að sjá og skilja —
rannsaka, undirstöðu og yfir-
byggingu trúarbragðanna eins
og alt annað.
Ærið nóg mun nú þykja
sagt um kirkjumál vor Frí-
kirkjusafnaðafólks. Enginn má
svo skilja það, áð með því sé
að neinu leiti verið að taka
frá öðru fólki, hvaða söfnuð-
um sem þeir svo tilheyra. Skap
gerð manna er náskyld — gott
og miðlungi gott fólk hvar
sem er. Fólk sem trútt er trú
sinni án þess að gagnrýna
hana og viljugt að leggja mik-
ið á sig fyrir hana. Þess hátt-
ar fólk er venjulega jafntrútt
hvaða öðrum málum sem það
tileinkar sér. Sumir segja, og
ekki máske að ástæðulausu að
hjá oss, sem köllumst frjáls-
lynd, sé um minni festu að
ræða í trúarefnum. Við leggj-
um ógjarna á oss, jafnmikið
í kirkjulegar þarfir, af því að
oss séu trúmálin Jekki eins
hjartfólgin eða nauðsynleg,
eins og hinum Orþódoxu með-
bræðrum vorum. Sennilega er
eitthvað satt í þessari ákæru,
sérstaklega þeim partinum, sem
viðvíkur ást eða nauðsyn á
kirkjulegri starfsemi í trúar-
bragða þarfir. Og þó er oss
fullkunnugt um, að margt
frjálslynt fólk hefir lagt mikið
á sig einnig í þeim efnum —
ef ekki af persónulegri trúar
þörf, sér til sáluhjálpar — þá
samt af trú á framþróun mann-
kynsins á trúarsviðum eins og
öðrum. Þar er þessi mismun-
ur. Einn er góður, af því hann
þorir ekki annað—óttast hegn-
ingu sé hann það ekki — og
í von um endurgjald þessa
heims og annars, sé hann það.
Annar er góður af því hann
álítur að það sé skylda sín —
sé rétt — án tillits til þess
hvort það borgi sig fyrir hann
persónulega. í þeim hópnum
mundim vér kjósa oss sæti —
ef um væri að velja — svo
ekki meir um það.
/ • • •
Enn ein fréttin: Síðan dauðs
falla listinn í fréttum þessum
var skraður, hefir einn af lönd-
um vorum hér bæst í þann
hópinn, sem þannig hefir ver-
ið kvaddur frá oss.
Guðrún Helgason lézt að
heimili sínu þ. 14. þ. m. og
var jörðuð frá Isl. Lútersku
kirkjunni þ. 16. s. m. af sr.
Kolbeini Sæmundssýni. Hún
Eg'græt að gröfin hylur eins góðan dreng og þig,
eg græt, að ekkert athvarf
er eftir fyrir mig. >
Kulvís mér urðu kynnin á kaldri norðurslóð; !
en er eg hjá þér undi,
var æfin ljúf og góð.
Misjafnir manni reyndust margir í heimi hér,
en eins og bezti ástvin
þú ætíð reyndist mér.
Ó, göfugmennið góða! Eg græt við dauða þinn.
Það svífur fyrir sólu
og syrtir um huga minn.
J. S. frá Kaldbak.
var fædd 23. ágúst 1862. Um
ætt hennar og æfiferil vitnast
til Alm. Ó. S. Thorgeirssonar
fyrir árið 1925 í Landnáms-
þáttum Point Roberts.
• • •
Þá munu flestar markverð-
ustu fréttir taldar í þetta sinn.
Með vinsemd og Virðing,
M. J. Benedictsson
Guðrún Eyjólfína
Bjarnason
Eftir langt og nytsamt æfi-
starf andaðist hún, nærri hálf-
áttræð ,að heimili tengdasonar
síns og dóttur, Mr. og Mrs. B.
Loftsson, Lundar, Man., þriðju-
daginn 12. maí s.l.
Hún var mjög farin að heilsu
þrjú síðustu ár æfinnar, og rúm
föst var hún síðustu átta mán-
uðina.
Eyjólfína sál. var fædd að
Eldleysu í Mjóafirði í Suður-
Múlasýslu á íslandi, 6. dag sept
embermánaðar árið 1856. For-
eldrar hennar voru þau hjónin
Eyjólfur timburmaður Jónsson
og Guðrún ófeigsdóttir. Er
hún var 6 ára gömul, fluttist
hún með foreldrum sínum að
Naustahvammi í Norðfirði. Og
þar mun hún hafa átt heima
þangað til hún fór af íslandi.
Systkinahópurinn var stór, 14
alsystkini og 3 hálfsystkini. —
Er hún var 16 ára gömul misti
hún móður sína. Eftir það þjáð
ist hún af heilsubilun í nokkur
ár. Fór hún til Kaupmanna-
hafnar, þar sem faðir hennar
hafði áður dvalið, er hann var
að læra timbursmíði. Að sjö
mánuðum linum kom hún heim
nokkurnveginn alheil.
Ári/S 1882 fór hún ásamt syst
ur sinni, Stefaníu Ágústu, til
Canada og settist að í Winni-
peg. Eyjólfur bróðir hennar 01-
son, einn hinna bezt kyntu
landnámsmanna íslenzkra vest-
an hafs, var kominn á undan
þeim systrum, kom vestur um
haf í stóra hópnum árið 1876.
Áttu þær systur athvarf hjá
honum ekki síður en svo fjölda
margir aðrir, sem vestur komu.
— Eins og flestar íslenzkar
innflyfjendastúlkur vann hún í
vistum þangað til hún giftist.
Hinn 7. júní 1884 giftist hún
Guðmundi Bjarnasyni. Hann var
ættaður úr Vopnafirði og mun
hafa komið vestur um haf um
líkt leyti og hún. Fyrstu átta
biiskaparár sín áttu þau heima
í Winnipeg. Árið 1892 flttu þau
í svonefnda Álftavatnsbygð. —
Var heimili þeirra í grend við
Mary Hill, þangað til þau
brugðu búi, eftir að börnin voru
upp komin, og fluttu í Lundar-
bæ. Búskapurinn fór þeim á-
valt vel úr hendi. Þau voru bæði
atorkusöm, velrírk, þrifin og
nýtin og undur vel samtaka
Að rísu voru þau aldrei auðug.
en þau fóru vel með efni og á-
stæður.
Þau eignuðust alls 9 börn. 2
þeirra dóu mjög ung, annað
Björg að nafni, ríkugamalt, hitt
í fæðingu eða rétt á eftir. Tvö
önnur dóu fullorðin, Guðrún
Ingveldur, komin í miðskóla, dó
árið 1913; Stefán Ágúst dó árið
1922. Var hann hinn mesti efn-
ismaður, hafði lokið búnaðar-
skólanámi í Winnipeg og var
við frapihaldsnám í Californíu-
ríki er hann veiktist.
Fjórir synir lifa: Eyjólfur,
búsettur að Griffin, Sask.;
Kristján Guðmundur, að Froude
í sama fylki; Jón Helgi rjóma-
bússtjóri að Grunthal, Man., og
Björgmann, að Churchill, Man.
Allir eru þeir kvæntir. Ennfrem
ur lifir ein dóttir, Þóra, gift
Bjarna Loftssyni. Búa þau að
Lundar; hjá þeim átti Eyjólfína
síðast heimili. Naut hún þar allr
ar umönnunar, sem unt var að
veita. Líka komu sumar ná-
grannakionurnar til að veita
henni þan nraunalétti í sjúkdóm
inum, sem þær gátu.
Af systkinum hennar er nú
aðeins eitt á lífi, Vilhelmína,
kona Bergþórs Jónssonar, til
heimilis að Lundar.
Manninn sinn misti hún fyr-
ir nokkrum árum. Bjó hún um
tíma ein eftir það á heimilinu,
sem þau höfðu reist sér á Lund
ar, en svo fór hún til dóttur
sinnar.
Eyjólfína sál. var bæði góð
og rínsæl kona, leysti af hendi
blutverk lífsins með stakri trú-
mensku, var ástrík eiginkona,
sönn móðir og kynti sig vel
hvar sem hún dvaldi á lífsleið-
inni.
Sá, sem þetta ritar, kyntist
henni, er hann kom frá ís-
landi árið 1883. Hann var þá
með foreldrum sínum í húsi, er
Eyjólfur heitinn bróðir hennar
átti. Hún kom þar oft, enda
var faðir hennar þá nýkominn
að heiman, í sama húsinu. —
Hann gleymir því ^ldrei, hve
mikinn unað hún vakti, er hún
kom. Hún var eins og sólar-
geisli. Það var bjartara þar
sem hún kom. Ánægjan með líf-
ið ljómaði frá henni. I raun og
veru, þó árin liðu, og margt
drifi á dagana, sá eg hana ávalt
þannig: sama einlæga sólbros-
ið, óslitin trygðin, sömu gleði-
þrungnu gæðin, alúðin óbrigð-
ul. Hún hélt heimili sínu ávalt
hreinu og fallegu og hún átti
hreina sál. Lúterskum kristin-
dómi hélt hún til dauðadags.
Hún vkr jarðsungin laugar-
daginn 16. marz af séra Rún-
ólfi Marteinssyni. Var fyrst hald
in bænargerð á heimilinu henn-
ar, þar sem hún bjó með mann-
inum sínum síðast og er rétt
við heimili dóttur hennar. Þá
var líkið borið í lútersku kirkj-
una á Lundar og þar haldin að-
al athöfnin. Var kirkjan full
af fólki. Líkið var jarðsett 1
grafreit bygðarinnar.
I
“Planta á leiðið lHju bjarta,
lífsins mark á dauðans pól.
Gegnum myi/krið grafar svarta
glóa blómisi hýr mót sól.
Hvert eitt blað á gröf er grær,
guðs er engils vængur skær.
Dauðaklukkur dimt ei hringja,
dýrðarljóð guðs englar syngja.”
R. M.
I