Heimskringla - 08.07.1931, Page 2

Heimskringla - 08.07.1931, Page 2
2. BLiADSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 8. JÚLÍ 1931. GAGNRÝNI Á K.IRK.JU VORRI runa hafa átt, eða uppruninn að nefna í viðbót, áður en eg heim. í>eir, sem hlut eiga að erindi flutt á kirk}uþingi í Win- nipeg 1931 af séra R. E. Kvaran. Nl. Eins og marka má af því. sem eg hefi sagt um þessa fyrstu athugasemd bréfritarans, þá finn eg að gagnrýni hans sé að mörgu leyti heilbrigð, þótt mér finnist eg koma auga á fleiri hliðar málsins, en hann gerir grein fyrir í bréfi sínu. En munurinn á viðhorfi voru verður meira, þegar komið er að sumum öðrum atriðum í gagnrýni hans: afnámi ákveð- inna kirkjulegra siða, sem hann nafngreinir. Þar er mér ekki unt að fylgja honum eftir. (Eg fjalla ekki um athugasemdirnar í sömu röð og þær koma fyrir í bréfinu, en eg kem að þeim öllum, áður lýkur.) Er það skemst af að segja, að eg fæ ekki komið auga á neinn hag, sem af því gæti hlotist að afnema t. d. skírnar og fermingarathafnir, svo fram- arlega sem talið er að það sé hagur að kirkjan starfi áfram í mannlegu félagi. Eg held að þeir menn, sem mæla með þessari ráðstöfun, álykti alveg rangt út frá þeirri staðreynd, að það hefir reynst ótvíræður hagur að losna við úrelta siði sem búnir hafa verið að glata öllu andlegu innihaldi. Menn hafa séð, að þessir siðir hafa ekki einungis verið andlausir og ófrjóir heldur hefir rann- sókn á uppruna þeirra leitt í ljós, að þeir voru sprottnir af tilhneigingum og hugsunum og hvötum, sem teljast verður hag ur að hafa losnað við. Og nú líta þeir t. d. á skírn og ferm- ingu og þykjast sjá að hér standi eins á: þetta sé sprottið upp úr hugsanalífi, sem vér, til allrar hamingju. séum vaxn- ir frá. Bréfritarinn orðar þetta á þá leið, að þetta sé sprottið af hindurvitnum. Vér höfum ekkert að gera við hindurvitni, að hans áliti, og fyrir þá sök só oss hentast að leggja þetta á hilluna. En það er vissulega ekki úr vegi að líta ofurlítið um- hverfis sig, áður en horfið er að þessu ráði. Og það fyrsta, sem nærri liggur að skygnast eftir, er þetta: að hverju leyti gefur uppruni einhvers siðar heimild eða tilefni til þess að leggja hann niður? Mér finst svarið alls ekki liggja eins beint við, og ætla mætti. í>ví að þegar að er gáð, er líf vort svo ofið af siðum, sem vér ýmist höfum ekki hugmynd um, hvern upp- hefir verið svo fjærri voru hugsanalífi og háttum, að hann kann að vekja megna andúð í huga vorum. Hinir einföldustu siðir og athafnir vors daglega lífs eiga sér sumir rætur aftur í forneskju og rökkri sögunnar og aðrir að vísu nær, en þó svo að mikið haf tímans og breyt- inganna skilur frá voru lífi. Vér skulum aðeins renna aug- unum yfir fáein atriði, sem sýna oss, að fortíðin er mitt á meðal vor og vér getum ekki losnað við hana, þótt vér vild- um. Vér lítum t. d. á klæðnað vorn. Glöggir menn og fróðir sjá á honum merki margvís- legs hugsunarháttar, sem nú er horfinn/ en hefir skilið eft- ir minningarnar. Mikið af þess um minningum eru þess eðlis- að ekkert gerði til þótt þær hyrfu, þótt hins vegar geri lítið til þótt þær séu geymdar. Hvernig stendur t. d. á því, að •hnappar eru á erminni á jakka mínum? Þeir eru aldrei not- aðir til þess að hneppa neinu. Séð hefi eg þá skýringu. að þeir hafi eitt sinn verið notaðir til þess að unt væri að bretta upp á ermina við vinnu. En líklegri er sú skýring, að þeir stafi frá þeim tíma, er menn gengu með línstúkur eða knipl- inga framan á ermunum og urðu vitaskuld oft að skifta um til þess að geta þvegið þá. Kniplingarnir eru horfnir, en hnapparnir sitja eftir. Á lafa frökkum vorum eru tveir hnapp ar aftan á mjóhryggnum og munu þeir vera.minjar um þá tíma, er frakkar voru síðari, en götur lakari, og var þá iöfunum oft hnept upp til þess að verja þau aur. Þessi tvö dæmi benda manni á það, að það er nokkuð erfitt að losna við fortíðina, því að þótt þessar minjar, sem nefnd- ar hafa verið, megi missa sig, þá mundum vér ekki telja það hentugt, að hver maður færi að sníða sér sjálfur fatnað eftir hugviti sínu í því skyni að dragast ekki með gamla vitieysu utan á sér. Eg held að afkáraskapurinn yrði brátt svo áberandi, er allir færu að ganga í frumlegum fötum, að vér vrðum fegnir að hverfa aftur til skraddarans og láta hann um iðn sína. enda þótt hann geymdi eitthvað af fornri fá- sinnu. Hinsvegar gætum við sagt, að ef einhver hefði átrún- að á hnöppum á mjóhryggn- um og teidi þá sáluhjáiparatriði, þá færi að verða ástæða til þess að hefja eina mikla baráttu til útrýmingar þeim. Eitt atriði iangar mig til þess EATON’S KAFFI VIÐ ALLRA SMEKK. Kaffismekkur allra er ekki hinn sami, — en aðalatriði fyrir hverj- um er að hans smekk sé fullnægt. Eáton’s kaffi er þeirra tegunda, að það fullnægir allra smekk, — hver blöndun ber með sér sérstakt bragð — brent á hverjum degi, svo það er ávalt ferskt, og malað eftir fyrir- mælum kaupenda. Þrjár blandanir: “Java and Mocha’’ Pd..................... “Plantation” Pd............ ........ “Breakfast’’ Pd................ .... Matv«radetldtn, þrlftjn K«lfl vt« Donald. 55c 45c 40c *T. EATON C° UMITEO færist nær skírn og fermingu. er sumum má virðast eg vera farinn að fjarlægast allmikið. Hvernig stendur á því, að hús- freyjur setja handþurkur hjá diskum vorum við matborðið? Fróðir menn segja, að uppruni þess siðar sé sá, að eitt sinn hafi þótt viðeigandi að hafa heim með sér dálítið sýnishorn af gómsætum réttum, er menn þágu í heimboðum! Þótti þá kurteisi að gefa gestinum eitt- hvað til þess að vefja réttina í, og er þaðan komin hand- þurkan. Nú er hún notuð til annars og þótt vér kunnum ekki nema miðlungi vel við hinn upprunaiega sið, þá er- um vér sammála um, að hand- þurkan sé hið bezta þing. Þetta má virðast í meira lagi smámunaleg dæmi til saman- burðar við athafnir, sem menn hafa litið til með lotningu öld- um saman. En sá, sem ekki getur séð, að hér er ákveðið og náið samband á milli, getur ekkert lært af viðkynningu af mannkynssögu. Svo að segja hver einasti siður eða hver athöfn, sem haldist hefir frá fornu fari og nú tíðkast í mann legu félagi, er hafður um hönd í öðru skyni og með öðrum hug, en upphaflega var gert. Vér getum ekki dæmt verðmæti siða eftir uppruna þeirra, heldur eft- ir því andlega 'nnihaldi, sem er í þeim á þessari stundu. Vér tökum í hendina hver á öðrum er vér heilsumst. Sagn- fróðir menn segja, að sá siður sé svo til kominn, að menn brugðu fram hendinni til þess að sýna, að þeir bæru ekki vopn í henni, er þeir vildu að augljóst væri að þeir færu með friði og ætluðu að skifta vinsamlega við þann, sem í hlut átti. Nú ber enginn af oss vopn, en handtakið er sið- ur, sem við finnum að mann- félagið væri að fátækara, ef það legði hann niður. Vér höf- um um hönd skírn og getum ekki fallist á, að neinu veru- legu máli skifti í því sambandi, þótt menn fyrri á tímum hafi haft skírn um hönd með þeim skiiningi, sem oss er nú næsta framandi. Það mætti þá eins segja, að læknastéttin ætti að leggja niður iðju sína sökum þess, að eitt sinn hafi allar lækningar verið með töfrablæ. Aðalatriðið er, hvort vér getum lagt það innihald í skírnina. sem geri hana verðmæta krist- nu lífi. En fyrst um þetta er rætt, þá er óhjákvæmilegt að skýra með örfáum orðum hverjum augum vér lítum á þessa athöfn. Þess er þá fyrst að geta, að skírnin er ekki sakramenti í augum vorum. Með orðinu sakramenti er átt við þú hugs- un, að sérstakar, ákveðnar at- hafnir breyti afstöðu guðs til mannanna, þegar þær séu um hönd hafðar. “Sákramentin eru frábrugðin öðrum kristnum helgisiðum í því, “segir Helgi Hálfdánarson, "að í þeim eru oss veittar ósýnilegar himn- eskar náðargjafir í og með sýnilegum jarðneskum hlutum’.’ “f skírninni’,’ segir hann enn- fremur, “tekur Kristur þann. sem skírður er, inn í sitt náð- arríki og gefur honum kost á að öðlast alla þá náð og bless- un, sem þar er boðin og veitt’’. Þetta eru meiningarlaus orð í vorum huga. En þrátt fyrir það erum vér sannfærðir um, að skírnin geti verið mjög mikilsverð athöfn. Samkvæmt vorum skilningi og venjum, þá leggjum vér eink- um áherzlu á tvö atriði í sam- bandi við skírnina. Annað at- riðið veit að foreldrum eða þeim, sem barnið hafa tekið að sér til fósturs og verndar. Kirkjan leitast við að vekja hjá þeim eða örfa tilfinninguna fyr- ir þeirri ábyrgð, sem þeim sé á herðar lögð með því að hafa tekið við þessain sál í mann- máli, koma fram fyrir söfn- uðinn eða vini sína til þess að staðfesta með athöfn þann á- setning sinn. að verða barninu að því liði, í andlegum og lík- amlegum efnum, sem kraftar þeirra leyfa. Og hinsvegar heit- ir kirkjan því að leitast við að leiða barnið inn á þá vegu, sem hún er sannfærð um að farsællegastar séu og stefni ti! göfugs lífs. Nú má vitaskuld segja, að foreldrar eða vandamenn geti alið með sér þennan ásetning og kirkjan gefið leiðbeiningar sínar og alla hjálp, án þess að lýst sé yfir þessum ásetningi eða vilja á opinberán hátt. Þetta er alveg rétt, en það verð ur eftir sem áður sálfræðileg staðreynd, að miklu máli skift- ir á hvern hátt menn leitast við að staðfesta ásetning í huga sínum. Aldagömul reynsla hefir úr því skorið, að fögur táknleg athöfn, eins og skírn, fær hér afarmiklu áorkað. Oss kemur ekki til hugar að neitt, sem líkist töfrum, komi til grein^ við skírn vora. Gildi skírnarinnar er fyrst og fremst fólgið í þeirri alvöru og þeim innileik, sem henni er samfara í hvert skifti, sem hún er um hönd höfð. En vér höf- ura reynslu og vissu fyrir því, að hún er mönnum hjálp og örfun t;l breytni, sem ber far- sæla ávexti. Og meðan vér höfum þá sannfæringu mun- um vér halda þessum sið. Með þessu. sem tekið hefir verið fram um skírnina, er að miklu leyti svarað þeipi athuga semdum, sem bréfritarinn gerir við fermingarsiðinn. Vér get- um ekki fallist á, að það komi málinu neitt verulega við, þótt fermingarathöfnin hafi eitt sinn verið höfð um hönd á þann hátt, sem oss fellur miður nú. En eg get ekki látið hjá líða í því sambandi að benda á, að oss hættir mjög til þess að vera nokkuð hörð í dómum vorum um fortíðarmenn, er hugsað hafa á öðrum brautum en vér gerum. Mér er alls ekki unt að líta svo á, að miðaldakirkjan hafi fundið upp þetta ráð til þess að kúga mennina, eins og bréfritarinn virðist telja. Vér verðum að átta oss á því, að kirkjan trúði því staðfastlega og innilega, að allur sá sann- leikur, sem verulega máli skifti, væri opinberaður sannleikur. Vér höfum enga heimild til þess að ætla að drottnunargirni ein hafí valdið því, hversu fast var litið eftir því að menh hefðu réttar skoðanir, en gönuðu ekki út í þá fásinnu að taka að hugsa upp á eigin spýtur. Vafalaust hefir velvildin ti! mannanna og löngunin til þess að gera þeim gott ráðið miklu meiru. Hugsunin um relativan sannleika, hugmyndin um að sannleikurinn breyttist eftir því, hvar maðurinn væri staddur á þroskaferli sínum. sem nú er svo nátengd sálarlífi voru, var alls ekk’ vakinn á fyrri tím- um. Allur sannleikur, allar kenningar voru afdráttarlausar, óbifanlegar eins og hásæti guðs á himnum, og þessvegna varð það háski sálum manna að sveigjast frá þeim. Eg held, að þess meiri skilning sem vér fáum á kirkju fortíðarinnar, þess minni tilhneigingu höfum vér til þess að fara hörðum orð um um athafnir hennar yfir- leitt. En það er í einu efni, sem bréfritarinn misskilur með öllu hver sé tilgangur vor og ætlun með fermingarsiðum. í ferm- ingunni er ekkert loforð tekið af unglingunum um það hverj- ar skoðanir þeir skuli hafa, er þeim vaxi aldur og þroski. Það er beinlínis tekið fram í ferm- ingarformálanum, að ekki sé verið að binda þau við neinar kenningar eða skoðanr, því að slíkt sé jafnan á hverfanda hveli. Hitt er tilætlunin, að beina huga þeirra að siðferði- Iegu markmiði. Þótt vér, eins og tekið hefir verið fram, notum ekki ferming una á nokkurn hátt til þess að binda huga unglinganna við neinar sérstakar kennigar, þannig, að þeim finnist þau hafa rofið heit- ef þau yfirgefi þær skoðanir, þá verður það ráðið af líkum, að undirbún- ingur fermingarinnar er vita- skuld fyrst og fremst fólginn í því, að vekja þann skilning á kristindóminum og verðmæti hans, sem vér teljum sannast- an. Og hversu mikla löngun, sem vér kunnum að hafa til þess að vernda vitsmunalegt sjálfstæði barna vorra, þá verð- ur ekki með nokkuru móti shgt, að þetta sé oss óheimilt. Vér værum að svíkjast undan skyld um vorum ef vér ekki hjálpuð- um unglingum til þess skiln- ings, sem vér teldum sannastan á sérhverju því efni, sem vér teljum mikilsvert að þau hafi einhvern skilning á. Og sann- arlega er sú skylda ekki sízt brýn í þeim efnum, sem varð- ar sjálfar lífsskoðanir manna og alla afstöðu til lífsins. Það er enginn eðlismunur á við- leitni kirkjunnar til þess að hafa áhrif á siðferðilega stefnu unglingsins og á sérhverri til- raun föður eða móður til þess að beina huga barna sinna til drengskapar og göfgi. Spurn- ingin í sambandi við ferming- una er því ekki sú, hvort þetta sé ekki siðferðilega réttlátt gagnvart börnunum, heldur hitt, hvort fermingin komi að gagni til þess að beina huga þeirra að háleitu marki. En það er með þetta eins og svo margt annað, sem viðkemur sálarlífi mannanna, að erfitt er að mæla eða ákveða árangur- inn af ákveðnum athöfnum. En vér höfum fylstu ástæðu til þess að ætla, að nokkurs sé um þetta vert. Mest er vita- skuld komið undir því, hvernig undirbúningurinn hefir tekist. Þess eldri. sem unglingarnir eru, og þess lengur, sem prest- urinn hefir tækifæri til þess að hafa þau til viðtals fyrir ferm- inguna, því meiri ástæða er til þess að vænta árangurs. Að öllum líkindum væri hentast að ferma ekki unglinga fyr en á sextánda ári og hafi þá presturinn átt vikulega sam- ræður við þau í tvo vetur. En, sem sé, ástæður til þess að sleppa fermingu sjáum vér ekki, en brýn rök fyrir því að halda henni. í einu efni hlýt eg að vera með öllu sammála bréfritaran- um. Og það er um sálmabók- ina. Hún er með öllu ófullnægj andi. íslenzka sálmabókin er því miður fátækleg bók, þegar miðað er við fjölda sálmanna. Tiltölulega fá af meiri háttar skáldum þjóðar vorrar á síðari áratugum eða síðustu manns- öldrum hafa ort sálma að veru- legum mun. En við þessu er erfitt að gera. Menn hafa ver- ið að bíða eftir endurskoðun sálmabókarinnar um langt skeið ára, en ekkert sézt enn bóla á árangri þeirrar biðar. En þó fer því fjærri, að á- stæða sé raunar fyrir oss að leggja árar í bát og bíða þess að aðrir færi oss það upp í hendurnar, sem vér séum á- nægðir með. Þótt vér séum ekki svo staddir fjárhagslega, að oss sé kleift að leggja út í útgáfu viðúnandi sálmabókar þá má nokkuð bæta úr þessu á annan hátt, sem eg mun minn- ast nánar á síðar á þéssu þingi. En er eg kem nú að síðasta atriðinu í bréfinu, þá skilja leið ir bréfritarans og mín að nýju. Það er um afstöðu hans til notkunar “Faðir vors’’ við guðs þjónustur. Eg felst á það eitt í athugasemdum hans um þetta atriði, að það sé sjálfsögð skylda vor að nota nýju biblíu- þýðinguna í þessu efni einnig. Eg segi fyrir mitt leyti, að eg skal bæta ráð mitt í þessu efni frá þessari stundu. Bréfritarinn er þeirrar skoð- unar að búið sé að þaullesa svo þessa bæn, að mjög erfitt sé að festa hugann við inni- hald hennar. Fyrir því ræður hann til a ðhún sé sjaldnar höfð um hönd. Eg met mikils þá lotningu á “Faðir vori’’, sem einmitt þessi afstaða ber með sér — að þvæla ekki því með sífeldri notkun, sem einmitt er fagurt og dýrmætt. Og eg hefi mjög litlu öðru hér til að svara. en að notkun þessarar bænar hefir önnur áhrif á huga minn og tilfinningalíf en á bréfritarann. það er einhver tign einfald? leikansi yfir þessum fáum orð- um ,sem því veldur, að eg hefi aldrei heyrt svo með þau farið, að mér fyndist þetta vera þvælt. $210,750.00 í peninga verðlaunum Uppskerutíminn veitir tækifæri til að velja korn og sát5tegundir, sem hafa á veraldar korn- sýningunni og búna'ðarþinginu. Ritlingar hafa verib teknir saman til leitJ- beiningar þeim, er þátt vilja taka í sýning- unni. Skrifið eftir þeim strax. Sendið bréfit5 til Secretary, Provincial Committee, World’s Grain Exhibition and Conference, Department of Agri- culture, í heimafylki þínu. VERALDAR KORNYRKJUSÝNINGIN °g BÚNAÐARÞINGIÐ Regina 25. júlí til 6. ágúst 1932 Þetta stórkostlega canadiska fyrirtæki veitir ybur tækifæri til at5 vinna mjög veruleg ver’ð- laun í peningum. Um verðlaun mega allir bænd- ur keppa, út um allan heim, og er þeim skipt í 56 flokka. Sérstök peningaverðlaun, 1701 aT5 tölu, verða veitt fyrir sýnishorn af hveiti, höfr- um, byggi, hör, smára, maiz o. fl. Sýningarmuni má skrásetja upp til 31. janúar 1932, en sýnishornin sjálf mega eigi seinna vera komin í hendur forstöt5unefndar sýningarinnar f Regrlna en 1. mn r/ 11132. Eftir verðlaunaskrá og reglugerðum áhrær- andi skrásetningu sýningarmuna, skrifið: Secre- tary, World’s Grain Exhibitlon and Conference^ Imperial Bank Chamber, Regina, Sask. HON. RORERT WKIR HON. W. G. HUCKLE. .MiniMter «f Aicrieulture. . MinlMter «f Agrleulture. f«r Cnnadn for SaNkatehenan LAtl'R sjft hvað þír rrektftt. Lelti- beiulTV iitVrum 1 l»v! Mem þér vfti«5. Chalrmnn Vatlonal Chalrman Exeeutlve and Commlttee Flnanee Cíimmlttee

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.