Heimskringla - 08.07.1931, Page 4
4. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINCLA
WINNIPEG 8. JÚLÍ 1931.
»--- —
3
Hrímskríngla
StOlnuB 1886)
Kemur út á hverjum miBvikuáegi.
Elgendur:
THE VIKING PRES8. LTD.
653 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsimi: 86537
VerB blaðsins er $3.00 árgangurinn borglit
fyrlríram. Allar borganir sendist
THE VIKING PRESS LTD.
Ráðsmaður. TH. PETURSSON
17tanáskrijt til blaBsim:
Manager THE VIKING PRESS LTD.,
853 Sargent Ave.. Winnipeg
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
Vtanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIY.SKRINGLA
853 Sargent Aje., Winnipeg.
■*Hetmskringla" is publlshed by
and prlnted by
The Viking Press Ltd.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man.
Telephone: 89 994
WINNIPEG 8. JÚLÍ 1931.
RÆÐA FLUTT Á KIRKJUÞINGI f
KIKRJU SAMBANDSSAFNAÐAR í
WINNIPEC 29. JONÍ
af séra GuSm. Árnasyni.
í>ví hvað mun það stoða manninn,
þótt hann vinni ailan heiminn, en fyrir-
geri sálu sinni? — Matth. 16:26.
Fyrir nokkrum vikum rakst eg á
greinarkorn í einhverju tímariti, þar sem
að farið er nokkrum orðum um tvær
andstæðar lífsskoðanir. Fyrst er vitnað
í ritgerð eftir Waldemar Kampffert,
nafnkunnan blaðamann og rithöfund í
Bandaríkjunum, og orðin, sem eftir hon-
um eru höfð, eru á þessa leið: “I sam-
anburði við hina ægilegu stærð vetrar-
brautarinnar. sem er stráð hundruðum
miljóna stjarna, sem hver um sig er ef
til vill miðstöð heils sólkerfis, er maður-
inn hér um bil jafn mikilsverður og
rykkorn á rúðu í búðarglugga. Það, að
hann lifir og hugsar, er efnafræðisleg til-
viljun, sem, ennþá sem komið er, verður
ekki útskýrð. Sir James Jeans hefir
jafnvel bent á, að lífið á þessari jörð
geti verið eitthvað líkt sjúkdómi, sem
ásækir efnið, þegar það fer að eldast.’’
(Sir James Jeans er heimsfrægur enskur
stjörnufræðingur, sem margt hefir ritað
um eðli og ástand hins efnislega heims.)
Þessum orðum Kaempfferts er svarað
af dr. Minot Simons. sem er prestur í
New York, á þessa leið: “I samanburði
við hina stórkostlegu, andlegu hæfileika
mannsins er vetrarbrautin með sínum ó-
teljandi og óhemjulega stóru efnistákn
um álíka mikilsverð og sandhaugarnir
á Sahara eyðimörkinni. Það eitt að
maðurinn lifir er úrlausnarefni sem
heimspekiieg náttúruhyggja kemst ekki
nálægt að ráða fram úr. Tilgáta Jeans
sýnir svo lágþroskaða andlega glögg-
skygni að hin vitsmunalega útsýn henn-
ar gefur enga von um skynsamiega á-
lyktun.”
Hér höfum vér þá fyrir oss tvær skoð-
anir á eðli hlutanna, sem eru, að eg
held gersamlega ósamrýmanlegar; annars
vegar er skoðun náttúrufræðingsins og
rannsóknarmannsins, sem er vanur við
að hugsa um geysimiklar fjarlægðir og
tniljónir hnatta, er þyrlast um geiminn
með ótrúlegum hraða, en hinsvegar er
skoðun manns, sem dáist mest að eigin-
leikum mannsandans — hugviti hans og
snilli, gáfna-frumleik og hæð og
dýpt mannlegra tiifinninga. Annar mað-
urinn lítur á efnið og í samanburði við
stærð þess verður andinn svo að segja
að engu; hinn maðurinn lítur á lífið og
andann og í hans augum er efnið að-
eins kynstur af grjóti, leir og sandi, sem
hefir sára-litla þýðingu fyrir lífið, eink-
um hið hæsta stig þess, sál eða anda
mannsins.
Þessi tvö viðhorf eru næsta almenn
nú á tímum. Annað er viðhorf vísinda-
legrar efnishyggju, og það má víst ó-
hætt segja, (að meirihluti vísindamanna
hafi það, að meira eða minna leyti, og
náttúrlega fjöldi annara manna, sem
ekki eru vísindamenn. Hitt viðhorfið
má segja að sé viðhorf þess hluta trúar-
bragðanna, sem hefir losnað undan fargi
erfikenninganna og steinrunninna helgi-
siða. Eg segi, að þetta sé viðhorf að-
eins frjálsra trúarbragða, vegna þess að
þó öll trúarbrögð séu í eðli sínu and-
stæð verulegri efnishyggju, þá samt sem
áður er í mestum hiuta þeirra trúar-
bragða, sem nú eru til og hafa verið
til á liðnum öldum, mjög mikið af van-
trausti á mannsandanum. Þar sem að
æðsti sannleikur. sá sannleikur, sem í
rauninni skiftir nokkru máli fyrír sálar-
heill mannanna, á að vera opinberun,
sem kemur utan að inn í sálir sumra
manna, þeim ósjálfrátt, þar sannarlega
er ura næsta lítið traust á mannsand-
anum að ræða; yfirburðir hans og ágæti
hafa þar vitanlega langt um minna gildi
heldur e* það að verða hiuttakandi í
hinum opinberaða sannleik.
Það er þá minni hluti þeirra manna,
sem ekki geta aðhylst efnshyggjuna í
neinni mynd, sem hefir þessa óbilandi trú
á því að mannsandinn sé eitthvað æðra
og ágætara en efnið. Og hann byggir
þá trú sína á staðreyndum, á sjálfum
veruleik reynslunnar, en ekki á neinum
ímynduðum opinberunum, sem, þegar
þær eru rannsakaðar í Ijósi sögunnar,
reynast mjög staðbundnar og oft lítið
meira en endurskin hugsunarstefna og
mannfélagshreyfinga, sem rekja má tii
rótar á liðnum tímum.
Og hverjar eru svo þær staðreyndir,
er þessi minnihluti byggir trú sína á?
í fyrsta lagi sú staðreynd, að maður-
inn er, eins og spekingur einn til forna
komst að orði, mælikvarði allra hluta.
Fjarlægðirnar, sem mældar eru, ekki
í mælum eða dagleiðum skjótustu farar-
tækja- heldur með hraða ljóssins, sem er
sá mesti hraði, er menn þekkja, eru svo
miklar að ómögulegt er fyrir nokkurn
mann að gera sér ljósa grein fyrir þeim.
En samt er það andi mannsins, sem hefir
mælt þær; það er hann, sem finnur í
geislunum, sem skina frá hinum fjar-
lægustu stjörnum, efnin sem eru í þess-
um stjörnum; það er hann, sem með
smásjánni rannskar líftegundir svo smá-
ar að miljónir af þeim rúmast á lófa-
stórum bletti; það er hann, sem vegur
og mælir aila hluti, alt frá hinni smæstu,
óskiftilegu efnisögn upp til sólkerfanna:
það er hann, sem tekur hvern hlut, sem
er, og leysir hann sundur { nokkur frum-
efni.
Jafn undraverður og heimurinn hlýt-
ur að vera í augum vorum, er hitt þó
ekki síður undravert, að mannsandinn
skuli hafa getað rannsakað og fundið
lögmálin, sem hver hreyfing efnisins fylg-
ir; og þó mun enn minst af því í ljós
komið. sem afrekað verður á þessu sviði.
Ef mannsandinn hefði ekki verið þess
megnugur að afkasta þessu undraverða
starfi, þá væri heimurinn í augum manns-
ins ekkert annað en það sem hann er
í augum dýrsins, sem eflaust skynjar
ekki annað en það sem næst því er og
gerir enga aðgreiningu á hlutunum nema
eftir tilfinningum sársauka eða þæginda.
í öðru lagi er sú staðreynd, að manns-
andinn ekki aðeins athugar, heldur einnig
skapar og uppgötvar. Hann býr til á-
höld og vélar; hann semur listaverk í
orðum, litum og tónum; hann innilykur
tilveruna í kerfum rökréttrar hugsunar;
hann finnur fegurðina í dauðum hlutum
og lifandi líkömum. Alt hugvit, öll snild
huga og handar, og öll fegurð
eru eins óaðskiljanleg mannsandanum og
lögun hvers hlutar er óaðskiljanleg hon-
um; það er beinlínis ekki mögulegt að
tala um þá hluti nema sem starf manns-
andans.
Og í þriðja lagi er sú staðreynd, að
maðurinn hefir sjálfsmeðvitund. Hann
aðgreinir sjálfan sig frá öllum öðrum
hlutum og er sér þess meðvitandi, að
hann er eitthvað annað en þeir — er
fráskilinn umhverfi sínu. í hinni lífrænu
náttúru virðist þetta fyrirbrigði sjálfs-
meðvitundar ekki eiga sér stað fyr en
nokkuð hátt er komið í stiga þróunar-
innar. Hjá manninum er það svo mikil-
vægt, að án þess er alis ekki um heil-
brigt vitsmunalíf að ræða.
Þetta eru engan veginn allar þær stað-
reyndir, sem að trú frjálsiyndra, trúaðra
manna á mikilleik og yfirburðum manns-
andans byggist á, en það verður að
nægja Jiér. En ályktunin, sem dregin
verður af þeim öilum saman er sú. að
þrátt fyrir alla stærð og yfirgnæfandi
mikilleik hins efnislega heims, er manns-
andinn það undraverðasta, sem vér
þekkjum. Lífið. sem að byrjar í mjög
einföldum ytri myndun, þróast þangað
til það er orðið að þessu merkilega fyrir-
brigði, sem vér nefnum sálrænt líf eða
anda mannsins.
Og er nú þetta aðeins sjúkdómur, sem
ásækir efnið, þegar það er orðið gamalt,
á þessum hnettinum eða hinum, sem er
mátulega heitur til þess að h'f geti mynd-
ast á honum? Hvað sem segja má þeirri
skoðun til stuðnings frá vísindalegu
sjónarmiði, hvaða getum, sem má leiða
að uppruna og eðli lífsins, hvort sem það
er jarðbundið eða gengur gegnum alla
tilveruna, þar sem rétt skilyrði eru fyrr
hendi, þá vissulega er sú efnishyggja,
sem birtist í orðum mannsins, sem eg
vitnaði fyrst til, eins sú ömurlegasta
skoðun, sem unt er að hafa.
Sé því í rauninni svo farið, að alt
líf, sem til er á þessari jörð og hvar
annarstaðar í alheiminum sem vera skal,
sé ekekrt annað en eitthvað. sem mætti
nefna sýki í efninu, þá get eg fyrir mitt
Tteyti ekki séð, að það skifti mjög miklu
máli með nokkuð það, er menn hafa
með höndum og halda að sé einhvers
vert; því það er þá nokkurn vegin víst,
að smám saman dregur að þeim leiks-
lokum, að efnið ummyndast aftur og líf-
ið sloknar út og þess staður vitnar ekki
framar um það.
Mér dettur ekki í hug að halda því
fram, að síðari lífsskoðunin, sú sem
birtist í orðum dr. Simons sé óhrekjandi
eða verði rökstudd svo að ekki megi
efast um sannjeiksgildi hennar. Það
hefir verið unt að efast um, og það
eru mjög lítil líkipdi til þess að slík lífs-
skoðun verði nokkurn tíma til. Þrátt
fyrir það þótt andi mannsins sé það
sem hann er, má ávalt benda á það, að
hann og lífið alt sé á einhvern hátt runn-
ið upp úr nátúrunni; það er alt innan
takmarka hins efnislga heims. Maðurinn
verður aldrei með góðum rökum settur
andspænis eða ofar tilverunni, sem hann
er hluti af; hann er í vissum strang-
vísindalegum skilningi ekkert æðri en
sandhaugarnir á Sahara eyðimörkinni
eða grjótið í tunglinu; efnin í líkama
hans eru hin sömu og í ótal mörgum
öðrum hlutum; þótt efnin, sem í honum
eru, myndi lífræna heild, sem hefir náð
þessum undraverða þroska með langri
þróun, þá er það engin sönnun fyrir því
að hann sé sérstaks eðlis; frá líffræði-
legu sjónarmiði skoðað er hann ekkerí
æðri eða meiri en margar aðrar líftegund
ir og þær eru heldur ekki æðri en líflaiist
efnið, og svo langsamlega minni að
vöxtunum, að í samanburði við efnið
eru þær allar eins og handfylli af ryki,
sem vindurinn þeytir eftir götunni.
En hversu oft sem þetta er sagt og
hversu margir vísindamenn sem segja
það, þá samt 'höfum vér ávalt á meðvit-
und vorri, að eitthvað, sem segja þarf
um manninn, sé ósagt. Eintóm vísinda-
leg sannindi hvorki lýsa honum til full?
né heldur fullnægja þau honum. Önnur
verðmæti koma þar einnig til greina.
Maðurinn lifir ekki aðeins til þess að
þekkja sjálfan sig og tilveruna, sem hann
er hluti af, hann lifir líka til þess að
finna farsæld og einhverja fullnægingu
fyrir þrár sínar og vonir i því að lifa.
Þegar nokkur hundruð eða þúsund at-
vinnulausra manna koma saman á göt-
unum hér í borginni og ganga á fund
stjórnarinnar, til þess að heimta brauð
af þjóðfélaginu, sem þeir heyra til, þá
liggur það undir niðri í meðvitund þeirra
að það hvíli sú skylda á mannfélaginu,
að bjarga þeim frá hungri, af því að þeir
séu menn. Og flestum mönnum finst sú
tilhugsun voðaleg, að nokkur skuli
þurfa að líða skort á brýnustu lífsnauð-
synjum, einmitt vegna þess að þeir eru
menn eins og þeir sjálfir. Frá vísindalegu
sjónarmiði er það þó eigi svo mjög áríð-
andi að allir menn, er hafa fæðst, lifi sem
lengst. Vermætið, sem hér kemur til
greina, er það mat á gildi hvers mann-
lífs, að það sé of gott, of mikilvægt til
að farast vegna þess að sumir menn
verði aftur úr í sjálfsbjargarviðleitninni
í mannfélaginu, og það enda þótt segja
megi, að orsökin sé að riokkru leyti þeirra
eigin óforsjálni eða þrekskortur. Með
öðrum orðum, viss réttur einstaklings-
ins og vissar skyldu þjóðfélagsins eru
viðurkendar, af því að sú skoðun er ríkj-
andi hjá flestum, að maðurinn sé óend-
anlega verðmætari en alt annað.
í mannfélagsmálunum svonefndu er
viðhorfið óhjákvæmilega orðið annað en
það er í vísindunum; þar er það orðið
óefnishyggjulegt. Áherzlan er ekki lögð
á sannleik, heldur farsæld. Hversu illa
sem það tekst, enn sem komið er, að
gera hið félagsbundna líf mannanna hér
á jörð svo farsælt að viðunandi sé, þá
samt er viðleitnin í þá átt, og fer stöð-
ugt vaxandi. Það má eflaust segja, að
talsvert af þeirri viðleitni sé fálm, og að
lítill árangur sjáist af mörgu. sem gert
er. Samt verður því ekki neitað, að
þrátt fyrír allan árekstur hagsmunanna,
og þrátt fyrir eigingirni og skammsýni
margra, hefir það orðið að almennri skoð
un, að manninum beri að haga svo fé-
lagsbundnu samlífi hér á jörðinni, að
viðunanlegri farsæld fyrir alla menn
verði náð.
Sá meiri þroski mannsand-
ans, sem þar þarf að verða til
þess að Hfið verði viðunandi
og nái þeirri göfgi, sem oss öll-
um finst að sé því samboðin, er
siðferðilegur, en ekki vitsmuna-
legur —- hann er fyrst og fremst
þroski viljans. Mannkynið hef-
ir nóga þekkingu. en það skortir
tilfinnanlega viljann til þess
að lifa því lífi, sem það veit og
viðurkennir að sé réttlátt og
gott. Það eru ósannindi, sem
brýn þörf er á að útrýma úr
hugum margra, að skilnings-
leysi eða skortur á réttri hugs-
un sé undirrótin að flestu eða
öllu því illa, sem viðgengst í
heiminum — undirrótin er ein-
mitt skortur á vilja til þess að
bæta og göfga breytnina í hinu
sameiginlega og félagsbundna
lífi mannanna.
Engin lífsskoðun, sem ekki
metur mikils og setur hátt á-
gæti mannsandans, er þess
megnug að skapa þenna vilja.
Mesta ásökunin, sem vér get-
um borið fram á hendur sögu-
legrar kristni, bæði kaþólskri
og mótmælendakirknanna- er
sú, að hún hefir metið mann-
inn of lítils. í augum hennar
hafa mennirnir lengst af verið
vesælir jarðarormar og syndum
spiltir aumingjar, sem mesta
þörfin var á að bjarga frá hin-
um ægilegu afleiðingum synd-
arinnar, sem þeir voru ofurseld-
ir. Hvernig er mögulegt, að sh'k
skoðun á manninum geti þrosk-
að í honum vilja til nokkurs ann
ars en að bjarga sér undan
dómi? Hvernig ætti vilji tii
lífsfarsældar fyrir alla menn.
sem ekki er miðuð við eitthvað
fyrir utan þetta líf, að geta
þróast í slíkum akri?
Og á hina hliðina steðja að
oss lífsskoðanir eins og sú,
sem eg gat um í upphafi þessa
máls — efnishyggjan, er ekki
sér neitt annað í manninum en
það, sem er að finna í náttúr-
unni, bæði dauðri og lifandi,
fyrir neðan hann. Að vísu er
það satt, að slíkar skoðanir
hafa ekki snortið til muna mik-
inn þorra af fólki, en þær geta
auðveldlega náð meiri tökum
en þær nú hafa; og hættan, er
mér virðist að í því liggi er
vaxandi lítilsvirðing fyrir göfgi
mannsins. Ef það væri sann-
færing margra, að lífið sé að-
eins efnafræðisleg tilviljun, sem
> enn er ekki útskýrð, þá er að
minsta kosti hætt við því, að
margt það> sem hefir verið og
er mönnum lífsstyrkur, yrði
skoðað sem lítilsverðir draum-
ar og sjálfsblekking.
En það er þó ekki fyrst og
fremst til þess að forðast
nokkrar skoðanir, gamlar eða
nýjar, sem vér þurfum á
trausti á yfirburði og ágæti
mannsandans að halda. Vér
þurfum mest á því að halda til
þess að skapa í oss viljann til
þess að lifa vel. Viljinn til að
lifa er gjöf náttúrunnar til
vor, en viljinn til að lifa vel,
er ekki einkenni náttúrunnar..
Hann er í eðli vort runninn frá
sjálfri uppsprettu hins andlega
lífs. Vér getum ekki trúað
öðru en að á milli vor og þeirr-
ar uppsprettu sé lifandi sam-
band; vér getum ekki sætt oss
við neina aðra hugsun en þá,
að vér séum greinar á þeim
stofni, er sendir rætur djúpt
niður í eðli tilverunnar. Sálir
vorar eru ekki visin, vindhrak-
in blöð, sem eru slitin frá sam-
bandi við meiðinn, heldur eru
jær hluti lífsmeiðsins sjálfs, og
sýna bezt skyldleik sinn við
hann, þegar hið andlega göfgi
jeirra fær að njóta sín sem
bezt. Að missa þetta traust er
í mjög verulegum skilningi að
fyrirgera sál sinni, og þá er það
til lítils gagns að vinna heim-
inn með eþjltómri þekkingu,
iví þá er meðvitundin um það,
sem er hæst og ágætast í hon-
um, horfin.
SJÁLFSVITNUNIN
OG SANNLEIKURINN
í Hkr. 10. júní sendir hr.
Björgvin Guðmundsson mér
greinarstúf með yfirskriftinni
“Rógburði hnekt’’. Lopi þessi
er snúinn út af athugasemÓum
mínum við svonefnda “Leið-
réttingu’’ er hann og tveir fé-
lagar hans gera við “Yfirlýs-
ingu’’ frá mér í 33. tbl. Hkr.
27. maí s.l. Hvaða “rógburði’’
höf. virðist hnekkja með ritsmíð
þessari, er víst flestum torfund
ið nema honum sjálfum.
Það sem hér er um að ræða
er ofur einfalt og óbrotið mál,
svo að naumast geta af því far
ið margar sögur. Það er aðeins
um eitt einasta atriði að ræða
og ekki annað.
í “Yfirlýsingunni’’ í Hkr. 27.
maí skýri eg frá því, að hr.
Björgvin Guðmundsson hafi
beðið mig, fyrir hönd “Choral
Society’’ að syngja “sólóar í
kantötunni “íslands þúsund ár’-
á síðastliðnum vetri. Það má.
ef til vill virðast, sem að í sjálfu
sér hafi það verið alger óþarfi
að gera slíka yfirlýsingu, þar
sem slíkt lá í augum uppi, og
allir vissu að eg söng þessar
sólóar öll þrjú kvöldin, sem með
kantötuna var farið. En svo
mikill óþarfi sem þetta kann
að hafa sýnst, voru þó til þess
góðar og gildar ástæður, sem
ekki eingöngu réttlættu það,
heldur kröfðust þess, að eg
gerði slíka yfirlýsingu. Skömmu
eftir að með kantötuna var
farið síðasta kvöldið, komu upp
þær sögur að eg hefði aldrei
verið beðinn að syngja þessar
umræddu sólóar, gengu þær
innan félagsskaparins og voru
breiddar út um bæinn. Þó svo
megi virðast sem það hefði átt
að vera fremur auðskilið mál,
að enginn hefði getað tekið
þátt í kantötu þessari óbeðinn
af hlutaðeigendum. þá virtist
þó sem sögurnar fengju áheyrn
og vektu ýmiskonar efasemdir
í hugum manna. Til þess því
að taka af öll tvímæli í þessu
efni, þar sem eg var gestur og
framandi, og gat búist við að
eg yrði misskilinn, gerði eg
þessa yfirlýsingu.
Við “Yfirlýsinguna gerir svo
greinarhöf. athugasemd í
næsta blaði eða “Leiðréttingu’,
sem hann kallar ásamt þeim
dr. B. H. Olson og Halld. Meth.
Swan. Frásögn minni um að
eg hafi verið beðinn að syngja
tenór-sólóarnar mótmæla þeir
ekki, en í þess stað, líklega til
þess að draga úr henni, segja
þeir að eg hafi látið “í ljós
löngun til að syngja tenór-sól-
óar í umræddri kantötu’’, og
hafi þeir og fleiri álitið að það
“stafaði af — góðvild til höf.
og söngflokksins,’’ — enda gátu
þeir naumast látið sér aðrar á-
stæður til hugar koma. Þá
geta þeir þess ennfremur, að
þeir hafi ekki haft “heimild frá
félaginu til að gera neina samn-
inga fyrir þess hönd’’. Er þessu
skotið að til þess að gera frétta
burðinn sennilegri fyrir þá, sem
hálftrúðu honum áður, og af-
saka það, sem þá var komið á
daginn.
En hvað slíkri heimild við-
víkur, þá kemur það ekki þessu
máli við. Hið eina er eg tók
fram í yfirlýsingunni var þetta,
að Björgvin Guðmundsson
hefði beðið mig fyrir hönd
Choral Society að syngja þessar
sólóar og eg gengist inn á að
gera það. Hvort hann eða þeir
hafi haft “heimild til þess frá
félaginu’’. gátu þeir ekki um
við mig, né nokkur annar fé-
lagsmaður. Enda» kemur mér
ekki til hugar að efast um það
að þeir hafi haft þá heimild.
Eða hver hefði fremur átt að
hafa heimild til þess að ráða
menn í þessi kantötu-hlutverk
en sjálfur dirigentinn?. Og
fyrir hverra annara hönd héfði
hann átt að ráða fólk í flokk-