Heimskringla - 15.07.1931, Side 4

Heimskringla - 15.07.1931, Side 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 15. JÚLÍ 1931 % t 5 WINNIPEG 15. JÚLÍ 1931 fSLENDINGADAGUR. Ekki getum vér komið auga á margt í viðburðum ný liðinnar viku, er frétt- næmara ætti að vera, Winnipeg íslend- ingum, að minsta kosti, en það, að hér er nú í óða önn verið að undirbúa ls- lendingadagshátíð sem halda á fyrsta ágúst í River Park. I»ó litlar sögur hafi af þessu farið til þessa, er nú ráðlegast fyrir alla að vera við því búna, því fregn- in um það hefir oss ekki borist skot- spænisleiðina, heldur sáum vér með eigin augum íslendingadagsnefndina sitja eitt kvöldið nýlega með geistlegri alvörugefni og sveittan skalla fram á miðnætti við að ráða fram úr sínu vanda sama starfi. Því til skýringar, að hátíðin er nú ekki höfð annan ágúst, eins og vanalega, er það, að annað hvort veltur hjól tímans ekki sem reglulegast, eða að rómverska tímatalið er eitthvað geggjað, því sjald- an þessu vant- er annar ágúst nú á sunnudag, hvíldardag kristinna manna. Þann dag gat naumast komið til mála að hafa íslendingadag. Fyrsta ágúst, eða á laugardag, þótti það goðgá minni að hafa hann, þó á hvíldardegi Gyðinga væri, enda eru allir, sem vér höfum átt tal við, nefndinni hjartanlega sammála um það. Hvað verður nú til skemtana Ása- sonum og dætrum á hátíð þessari? mun spurt verða. Þó óþarft sé frá að segja, þar sem ætla má, að enginn íslendingur, sem því fær viðkomið, sitji heima þenn- an eina almenna fagnaðardag Islendinga á árinu — þjóðminningardaginn, flytja þeir þar ræður séra Friðrik A. Friðriks- son, Jón læknir Árnason og Joseph T. Thorson, K.C. Hvernig málefnum dags- ins hefir verið skift milli þeirra erum vér ennþá ófróðir um, en allir mæla þeir á íslenzku. Þegar menn hafa nú fengið þetta að vita, ætti það að nægja til þess, að sann- færa alla um það> að á skemtun þeirri, er í skynsamlega orðuðu máli er falin, mun ekki verða nein þurð á þessum Islendingadegi. Hverjir þeir eru, sem á strengi Braga leika að þessu sinni er oss, þegar þetta er skrifað, ekki til hlítar kunnugt um. Svo mikið er þó víst, að einn þeirra er Þorsteinn Þ. Þorsteinsson. En skáld- skap hans eru íslendingar svo kunnir, að þeir vita fyrirfram, að bitastætt muni á því verða, sem hann yrkir. Og hið sama vonum vér að segja megi um hin skáldin sem þennan dag kveða oss kvæði eín. Þá sýna íþróttamenn íslenzkir líkams- ment sína og list. En frá því yrði hér oflangt að skýra. Frá öðru í sambandi við tilhögun dagsins verður og nánar sagt í blöðunum fram að hátíðinni. Dansfólkinu til hugléttis skal þó nú þeg- ar frá því greint, að ráð er gert fyrir, að fá íslenzka Goodtemplarahúsið á Sargent Ave., til þess að halda dansinn í að kvöldinu. Hefir það þótt ljóður á ráði undanfarin ár, að dansa hefir orðið í “almenningnum'’ úti í River Park, oft innan um dansfénað ofan af ynstu afréttum komin. í Goodtemplara- húsiau verður dansinn aftur á móti al- gerlega á meðal íslendinga, er flestum mun þykja bezt við eiga. 1 Gylfaginning er Gangleri látinn segja um Borsyni: “Mikið þótti mér þeir hafa þá snúið til leiðar, er jörð og himinn var gjört.'-’ þó íslendingadagsnefndin hafi hvorki skapað himin né jörð, þorum vér það um starf hennar að segja, um það leyti er hún hefir lokið undirbúningi ‘ptiwakrinjjla StofnuO lStS) Kemur út á hverjum miOvtkudegt. Eigendur: THE VIKING PBESS LTD/ »53 og SSS Sargent Avenue, Winntpev Talsimi: 86537 VerS blaSsíns er $3.00 árgangurinn borgiit fyrlríram. AUar borganir sendlst THE VIKING PBESS LTD. RáSsmaöur. TH. PETURSSON Vtandskrift til blaSsint'. Manager THE VIKING PFESS LTD., 853 Saraent Ave W-nnineo Ritstjóri STEFAN EINARSSON Vtanáskrift til riistfórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent A je., Winnipeg. •Heímskrlngla'' is published by f.nd printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Strgent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 hátíðarinnar, að hún hafi þá miklu til leiðar snúið. En hinu má ekki gleyma, að því aðeins kemur öll sú fyrirhöfn hennar að notum, að íslendingadagurinn sé vel sóttur og að’ sem flestir íslendingar njóti þess, er þar fer fram. Þó raunalegt sé frá að segja, hefir íslendingadagur hér um nokkur síðast liðin ár verið illa sóttur. I Manitoba eru sagðir um 12 þúsund Islendingar. Er vel ráð fyrir gerandi að fullur helm- ingur þeirra sé í Winnipeg eða alt að því tveir þriðju. En samkvæmt því sæk- ir aðeins tíundi hver maður hér íslend- ingadag. Hér eru íselndingar fjölmennastir vestan hafs. Og hér er hægra um hönd fyrir þá, bæði kostnaðarminst og skemst að fara að sækja íslendingadag en nokk- ur staðar getur verið. íslendingadags- hátíð ætti því að standa hér í mestum blóma vestra. En þó er því nú svo kom- 'ið, að hátíð þessi er hér í hlutfalli við mannfjölda ver sótt en víðast munu dæmi til meðal íslendinga. Hvað veldur þessu. Eru Winnipeg- íslendingar yfirleitt orðnir mest ættar- afskúm allra íslendinga vestan hafs? Það kann að þykja ósvífið að komast svo að orði. En taki þeir sér ekki bráð- lega fram um það er að þjóðrækni lýtur hér, hvort sem það er í því fólgið að sækja íslendingadag eða annað, sjáum vér ekki betur, en að þeir séu sann- gjarnlega að heiðrinum komnir. Lítið virðist oss það koma máli þessu við þó hart kunni nú að vera í ári, þar sem um sama sem engan kostnað eða einstaklingsfjárútlát er að ræða í sam- bandi við hátíð þessa. Samt talar nú nefndin um, að hafa inngöngugjaldið i River Park það lægsta, sem það hefir nokkru sinni verið. Má þá með nokkrum rétti segja, að erfiðir tímar þurfi ekki að olla lélegri þátttöku í hátíðinni. Enda hefir því sjaldnast verið um að kenna, heldur öðru, er illu árferði er verra. * * * I ljóðabréfinu sem skáldið Matthías Joohumsson reit Vestur-íslendingum árið 1898 er meðal annars á einum stað kom- ist svo að orði: Særi eg yður við sól og báru, særi yður við líf og æru: yðar tungu (orð þó yngist) aldrei gleyma í Vesturheimi! Svo eldþrungin og ódauðleg þjóð- ræknishvöt felst í þessum orðum, að vér eigum bátt með að trúa því, að nokkur sá Vestur-lslendingur sem þau les fái nokkurn tíma gleymt þeim. En því óskiljanlegra verður oss þá hitt, að nú þegar, eða meðan enn er í hópi vorum alt að því helmingur Islendinga, sem fæódir eru heima, sem andlegt líf sitt hafa sótt og sækja enn til íslenzku þjóðarinnar, tungu hennar og sögu með þeim fyrirmyndum vitsmuna, dáðar og drengskapar sem þar er í svo ríkum mæli að finna, skuli hér samt þurfa að bera kvíðboga fyrir því, að þess sé nú skamt að bíða, að alls þessa verði hætt að minnast og að hér verði bráðlega ekki hægt að halda íslenzkan þjóðminningar- dag. Að ástæða er til þess að kvíða, er vottur þess, að vitar íslenzkrar menn- ingar og einstaklings sjálfstæðis, svo sem fræknleikur Gunnars og Kjartans, hreysti Egils og Grettis, vit Njáls og Þorgeirs og ritsnild Ara og Snorra, eru hættir að lýsa yfir hrævarelda stórríkja múgmenningarinnar í augum íslendinga. Þegar svo er komið- má heita að farið sé að rökkva í íslenzkri sál. * * * Skæðasta vopnið á einstklingseðlið, er múgmenning stórþjóðanna. Hún bræð ir alla í eina og sama mótinu. Það er hennar vegna, að yfirleitt ber minna á einstklings-eðlinu, eða andlegu sjálf- stæði einstaklingsins, hjá stórþjóðunum en smáþjóðunum. Múgmenningin nær svo sterkum tökum á manninum að hann er leiddur af anda hennar í stað síns eigin anda. í þessu landi heyrum vér oft talað um þjóðbræðslupott. I honum á að steypa öll þjóðarbrotin sam- an til þess að hér rísi upp úr pottinum ein heilsteypt og völdug þjóð. En á hvem hátt að sú þjóð verður heilsteypt- ari fyrir þá bræðslu, skylst oss ekki, þar sem eftir hana verður hér ekki nema um eina þjóð að ræða, en allir annara þjóða eiginleikar verða horfnir. Og það og ekkert annað er átt við með þjóðbrota- bræðslunni hér. Canadiskt þjóðlíf tapar aðeins nokkrum þjóðareinkennum við hana. Það eru ekki aðeins þjóðarbrotin smáu, sem hér eru, sem halla bíða við það. Þjóðlífið gerir það einnig. Það missir við það nokkra þætti, er gera það ófjölbreyttara og ófjölhæfara og ó- fullkomnara eftir en áður. Alt þjóð- ræknisstarf hinna smáu þjóðarbrota hér sín á milli miðar því beinlínis að því, að þjóðarsál þessa lands verði ekki eins einhæf eða eins einstrengingsleg og hún annars yrði. Menningin yrði hér fátæk- legri án þeirra áhrifa. Einstaklingarnir yrðu hver öðrum líkari. Og það ryddi veginn til múgmenningar þeirrar, er meðalmenskuna hefir að hámarki sett en andlegan sjálfstæðisþroska metur lítils. Hvers vegna að vér íslendingar ættum að hvetja sporið að því marki, sem lausir höfum verið við áhrif múgmenningar- innar.til þessa, er oss með öllu dulið. Einhver sagði, sem eg nú ekki man hver var, að íslendingnum væri allra manna bezt í skinn komið, andlega talað auðvitað, til þess að verða alheimsborg- ari. Sé þetta nú satt, virðist það bera vott um talsverða andlega fjölhæfni. Og víst mun mega telja það, að íslending- urinn hafi í þessu landi getað skipað stöðu sína sem þegn, ekki síður en aðrir. En úr því svo góðu er að fagna. hversvegna ætti þá að breyta honum i eitthvað annað? % Ef til vill þykir nú einhverjum hér komið út frá efni íslendingadagsins. En svo er þó ekki. Þjóðræknismál Islend- inga er þeirra stærsta mál hér vestra. Og svo mörg er fásinnan ríkjandi orðin og fleyg í sambandi við það, að þess gerist full þörf, að á það sé bent, við hvert tækifæri sem til þess gefst, áður en það fer lengra. Þeir íslendingar eru hér vor á meðal sem blátt áfram stæra sig af þvf, eða þykjast menn að meiri fyrir það, að hafa afklæðst íslendings- eðlinu. En sannleikurinn er sá, að meiri nekt skín hér á fáum, en einmitt þeim mönnum. Nektin er laun þeirra er ó- trúir eru sjálfum sér. * * * Þetta er í fertugasta og annað sinn, sem íslendingar halda hér íslendingadag. Ekki verður annað sagt, en að þeir hafi með hátíðahaldi þessu á liðnum árum, sýnt að þeir unni þjóðerni sínu. Og þeir hafa gert meira. þeir hafa unnið þjóðar- brotinu íslenzka í Wpeg gagn og sóma með því. Sjálfsvirðing vor hefði verið minni á metunum. ef um oss hefði verið hægt að segja, að vér virtum minn- ingu landsins siem vér komum frá og þjóðarinnar, sem vér erum brot af ein- skis. Vér stöndum því í þakklætisskuld við alla þá hvort sem eru lífs eða liðn- ir sem að þessu hafa starfað. En þakk- lætisskuld þá getum vér aðeins með einu móti goldið. Og það er með því að halda áfram starfi þeirra. En það getum vér með engu móti betur en því, að leggja nú niður andvaraleysi síðustu ára, og fjölmenna svo á íslendingadaginn fyrsta ágúst, að af oss berist sá hróður, að hvergi, sem hjá Winnipeg-lslendingum í ár, hafi sézt hér vestra svo stór hópur manna á þjóðminningardegi fyrri. Það væri alveg nægilega góð byrjun, en gera svo aftur dálítið betur á næsta árí og svo koll af kolli. UM LJÓSIÐ Vísindamenn hins vestlæga heims bíða nú með mikilli eftirvæntingu eftir sönnunum fyrir því frá ungum eðlis- fræðingi á Austur-Indlandi, Chandra- sektara Venkata Roman að nafni, að í ljósi sé efni. Skoðun minna hetfir verið sú, að ljós sé efnislausar bylgjur. New- t°n uppgötvarinn frægi, hélt þó þessu sama fram um eðli ljóssins, og hinn skarpi austurlanda vísindamðaur gerir fyrir þrem öldum síðan. En skoðun hans var ekki hægt að sanna og var hún því aldrei viðurkend. Eigi síður hafa vís- indamenn hallast mjög að þeirri skoðun á síðastlinum tíu árum, að einhvers konar efnisagnir væru í Ijósinu. En til þessa hefir engum tekist að sanna það, nema ef vera skyldi nú þessum austur- lenzka vísindamanni. Hvað ljós í raun og veru er, hafa vís- indin því til þessa ekki vitað. Alt sem að mönnum hefir verið kent í því efni. er að það sé hreyfing í Ijósvakarúminu. En svo kollvapaði nú Einstein kenning- unni um efnislausan ljósvaka. Hann þurfti á efnislausu rúmi að halda við sínar kenningar, en það kom þá upp úr kafinu, að það var hvergi að finna, ekki einu sinni í Ijósvakageimnum, sem hald- inn var efnislaus. I strangasta skilningi má einnig segja, að menn viti ekki heldur ennþá, hvað efni sé, þó margt sé nú orðið kunnugt i um eiginleika þess. Svo þegar j til ýmsra atriða í náttúrunni kemur, eiga vísindin nægilegt verkefni enn fyrir höndum. Hdtt vtfrðlist eftirtekta/rvert, að hversu mikið, sem menn reyna til þess að losa sig við þetta sem kallað er efni, þá skuli það aldrei hepnast. Þynstu Ijósöldur eða geislun og ljósvakinn, alt er það hlað- ið efni. Og líklegast á þaö eftir að verða grafið upp, að hið sama megi segja um orku og anda, sem ávalt koma frá einhverju efni, þó efnislaus séu sögð. Það virðist því, sem margt sé syndsamlegra, enn sem komið er, en það, að vera efnishyggjumaður. CORPUS CODICUM ISLAND- ORUM MEDII AEVI hafi átt nokkurn þátt í þvi, að Ormsbók var rituð, verður ekki vitað. Það hefði nú óneitanlega ver ið gaman, ef hægt hefði verið að sanna, að séra Einar Haf- liðson hefði ritað bókina. En nú vill svo til að komin eru á Þjóðskjalasafnið þrjú skinnbréf úr Árnasafni, sem víst þykir að séu með hendi séra Einars, sem sé: fasc. II, 4 frá 1352, fasc. II. 1 frá 1353 og fasc. II, 18 frá 1359. En því miður er rithöndin á þessum bréfum f sumum atriðum svo ólík rit- höndinni á Ormsbók. að ekkí getur komið til mála, að séra Einar hafi skrifað það hand- rit. Guðm. Finnbogason. —Lesb. Mbl. II. Codex Wormianus (The younger Edda). MS. No. 242 fol. in the Arne- magnean Collection in the Uni- versity Library of Copenhag- en. With an Introdutcion by Sigurður Nordal. Lévin & Munksgaard, Pub- lishers. Copenhagen MCMXXXI. Hin stórfelda útgáfa fornís- lenskra handrita, sem hótfst með Flateyjarbók í fyrra, held- ur áfram með sama höfðingja- brag og byrjað var. Hér er komið annað bindið, og ætlar útgefandinn r Ejnar Munks- gaard sér hvorki meira né minna en að gefa út- að öllu forfallalausu, eitt bindi á ári, meðan honum endist aldur til. Munu allir, sem fornbókment- um vorum unna eða við þær tfást, óska þess að hann lifi sem lengst, því að með þessari útgáfu verða handritin endur- borin á helstu bókasöfnum víðsvegar um heim og tiltæk hverjum, sem vita vill hvað þar stendur skrifað. Þessar eftir- myndir handritanna eru svo vel gerðar og pappír og frá- gangur allur svo vandaður sem frekast má verða. Er alt út- lit fyrir, að þessi útgáfa verði í sinni (tegund hin stærsta á Norðuriöndum. Oodex Wormianus, AM. 242, fol., eða Ormsbók, sem íslend- ingar hafa kallað hana, er kend vlð Ole Wiorm. Hafði Arn- grímur lærði, vinur hans, sent honum bókina 4. septembfer 1628, með þeim ummælum, að hann mætti halda henni svo lengi sem hann vildi. En Worm leit svo á. sem bókin væri sér gefin og skilaði henni aldrei, en sonarsonur hans gaf Árna Magnússyni hana. Hand- ritið er 63 blöð í arkarbroti, ritað vel og skilmerkilega, og er talið frá miðbiki 14. aldar. Elr í því meginið af Snorra- Eddu með nokkrum breyting- um, Málfræðisritgerðirnar fjór ar og Rígsþula. Prófessor Sigurður Nordal befir skrifað prýðilegan for- mála, er í stuttu máli fjallar um eðli fornbókmenta vorra, hversu þær hófust, hvaða öfl þar voru að verki, hlutverk Snorra og hvaða sæti rit þau, er bókin geymir. eiga í bók- I mentum vorum, tildrög þeirra, einkenni og áhrif. Að lokum tekur hann feril bókarinnar til athugunar. I blekklessu í horn- inu á einu blaðinu, þykjast menn hafa lesið fangamark Guðbrands biskups og uppi yfir því Jón Sigm., er menn ætla að sé Jón lögmaður Sigmunds son, móðurfaðir biskups. Þykir Sig. Nordal því sennilegt. að bókin sé komin frá Sólveigu Þorleifsdóttur, móður Jóns, en hún hafi erft hana með Víði- dalstungu og sé hún uppruna- lega úr búi Jóns Hákonarsonar, þess er lét gera Flateyjarbók, eða séra Einars Hafliðasonar á Breiðabólsstað, þess er reit Lárentiussögu og Lögmanns- annál. Hvort þeir Einar Haf- liðason hefði ritað bókina. En ÁHYGGJUR OG HAMINGJULEIT Enginn er svo hamingjusam- ur, að aldrei gangi honum neitt á móti skapi. Varla mun sá I nokkur karlmaður, að pipar- sveinum auðvitað undantekn- um. sem aldrei hefir lent í deilu við konuna sína. Fáir foreldr- ar hafa sloppið við áhyggjur úr af veikindum barna sinna, fáir atvinnurekendur hafa kom ist hjá kvíða út af fjárhags- örðugleikum. Fáir embættis- mann hafa sloppið við sam- vizkubit út af einni eða annarl yfirsjón í embættisrekstri. Þeg- ar svo stendur á, er það ómet- anlega mikils virði að geta orðið hugfanginn af einhverju utan við orsök áhyggjunnar. Ef ekkert er hægt að gera og kvíðinn þjakar, tekur einn ef til vill það ráð að fara í skák. annar sezt með spæjarasögu og fer að lesa, þriðji sökkvir sér niður í almenna stjömu- fræði, fjórði leitar sér hugg- imar við að lesa um forn- meniagröftinn f Ur, frá tím- um Kaldeanna. Allir þessir menn fara viturlega að ráði sínu, en sá sem ekkert gerir til þess að drcifa áhyggjunum, eri lætur þær fá algert vald yfir sér, hann breytir óhyggilega og verður sjálfur allsendis ófær um að bæta úr böli sínu, þó að tækifæri bjóðist til þess. Mjög lfkt má segja um þá, sem verða fyrir óbætanlegu tjóni, svo sem verða fyrir ástvina- missi. Það gerir ekki nema ilt eitt að láta yfirbugast. Sorgin verður ekki umflúin, og við henni má jafnan búast, en alt skyldi gert sem unt er til þess að draga úr henni. Það er ó- menska að láta sorgina gera sig að aumingja. Eg neita þvf auðvitað ekki, að sorgin getur bugað, en eg held því fram. að hverjum manni beri að forðast þau örlög og leita held ur allra ráða, sem hvorki eru skaðleg eða spillandi, til þess að sigrast á henni. Bertrand Russell.. —Eimreiðin. f EFRA GUFUH VOLFINU Hámarksflug Piccards. Loksins tókst Piccard him- influgið. Fyrir nokkrum dög- um kölluðu menn hann skýja- glóp og sögðu að fyrirrætlanir hans væru óðs manns æði. Nú. dást menna að afreksverki hans. Rcard komst upp í 16000 metra hæð. eins og hann hafði ætlað sér, og setti heimsmet. Fram að þessu hafði Ameríku- maðurinn Sucek heimsmet í hæðarflugi með flugvél (13157 m.), og Þjóðverjarnir Suring og Berson heims met íhæðar- flugi með loftbelg (10800m.) Að vísu komst Amerikumaður inn Hawks, fyrir 2 árum, í loftbelg upp í 13800 m. hæð, en loftbelgurinn steyptist til jarðar, Hawks beið bana, og metið var því ekki viðurkent.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.