Heimskringla - 26.08.1931, Blaðsíða 1

Heimskringla - 26.08.1931, Blaðsíða 1
XLV. ÁRGANGUR. WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 26. ÁGÚST 1931 NÚMER 48 SPECIAL Men's Suits Dry Cleaned and Pressed ............fl.OO Ladies’ Plain Dresses Dry Cleaned and Pressed ----fl.00 Goods Called Por and Deliyered Mlnor Repairs, FREE. Phone 37 06X (4 lines) MAKE NO MISTAKES CALL DYERS & CLEANERS, LTD PHONE 37 061 (4 lines) EINTAL GÖMLU KONUNNAR. Hve kalt er þetta þorrakvöld, að þreyja hér, á fótum köld og raunir sínar rekja. Og ekkert vinhlýtt andlit sjá, en aðeins myndir liðnar hjá, er söknuð sárann vekja. Eg heyri skvaldur, hlatra og þys í húsinu mig umhverfis, __því heimboð er þar inni- — en hér eg þögul þreyja má, __ei þori mig að láta sjá, svo veizluspjöll ei vinni. I>ví oft eg sé þann ímugust, __Með orðum þó ei hafi fluzt á svip hins unga er segir: » þeir gömlu verða að vera—sér. Til vansa þeirra nálægð er, sem eru ósiðlegir. Já, nú er af sem áður var, til óvirðingar neinstaðar, eg þótti á unga aldri. Þá gest að mínum garði bar- þó gamall væri og orðinn skar, hann mætti ei kveðju kaldri. t>á æðri og lægri mönnum með, eg mátti vera og sjálf mér réð, en nú mig hrokinn hæðir. — - Mín aldna móðir aldrei fann í umsjá minni kulda þann sem nú um elli næðir. * * * Nú færast tekur óðum að mitt æfikvöld, ei dylst mér það því húma fer í hjarta------ þeir segja eg sé elliær og elti í huga hið liðna fjær, og máli samtíð svarta. Já, satt er það hún svipdimm er, við samanburð, því nú finst mér þess fortíð færi sönnur, því flest er gleymt. sem gildi bar og göfgi lýsti skapgerðar svo nú er öldin önnur. I>ví svo er mikinn mun að sjá —ef metum skyldi prófað á — sem vetur vors hjá gróðri. Þó fagrar dygðir finnist enn þær fágætar víst munu senn, sem blóm í beru rjóðri. • * * Eg sé í huga ungdóms ár, með æskuleiki, gleði og tár og vonardrauma dýra; svo þroska skeiðið skyldum háð með skipun um að sýna dáð og eftir striki stýra. Þó stormar móti stæðu um skeið það stælti þrótt og kendi um leið á guð og táp sitt trúa. Þó stórann hefði eg ekki auð mig aldrei skorti daglegt brauð og hylli vina og hjúa. Því hvað þarf meira en hafa nóg til heimilis í friði og ró og baðast ást og yndi? að eiga mætann mann og son, sem móður stærst er lífsins von þá leikur flest í lyndi. En oft er lífsins velsæld völt og vonbrigðanna tárin sölt í skúr þá breytt er skini, það fann eg mest, er misti hann sem mér var alt,—en huggun fann í okkar unga syni. Við gælur hans mín græddust sár í gleði dögg því breytast tár, við ungbarns yndisþokka. —Hve sælt að leggja kinn við kinn, —að kyssa litla drenginn sinn, og greiða ha’ns gullnu lokka. Á kvöldin þegar birtu brá, við barm minn sæll og glaður lá er honum sögu sagði. í sætri værð hann saug mín brjóst, er svefninn yfir hvarma dróst- og hönd um háls mér lagði. Eg hélt mín yrði hann ellistoð og öll sín rækti skylduboð við gamla og mædda móður; en valt er flest, — sú von mér brást. —Áð verða að sjá af barns sins ást er sárt. — Ó, guð minn góður! Eg man þá daga, að drenginn minn ei draga þurfti til mín inn er fýsti mig hann finna; en nú hann alla metur meir en móður sína, er gömul þreyr í rökkri rauna sinna. Og hann, sem fyrrum brosti blítt og breiddi út faðminn ástarþýtt á móti mömmu sinni. nú hana, — með sín hárin grá hann heyra hvorki vill né sjá; hún máð er hans úr minni. Eg man hvað hans var hrein- skírt mál og hjarta milt og laust við tál og brosið blítt á vörum; en nú er rámur rómur hans, með regings-tilgerð heldri manns, og sérþóttinn í svörum. Og hann, sem áður bænir bað sem'barn, þá nóttin færðist að á ungdóms hverju ári; í fíflasolli fram á nótt hann flögrar nú, með eyddan þrótt sem nautnadrukkinn dári. * * * Að geta tísku taktinn sýnt og tildur hvert er þykir fínt, nú mest er mentun talin; en gleyma hverri dygð og dáð er drottinn hafði í hjartað sáð, þá sálin ung var alin. Ó, hvílík villa, — herra minn eg heiti á sannleiks kraftinn þinn að opna augu þjóðar; því grátlegast er gæfu slys- þá getur víma fáræðis svo glapið sálir góðar. Sú kynslóð illa komin er og kalda framtíð skapar sér er brýtur eðlisboðin, og varast ei þá viðurstygð að verði ræktar-skyldudygð — af tísku — fótum troðin. —Þorskabítur. FJÁRHAGSKRÖGGUR BRETLANDS Bretland á nú í þeirri vök að verjast fjárhagslega, að beztu mönnum þjóðarinnar er ósýnt sem stendur um nokkur bjargráð í þeim efnum. Stjórnin hefir kallað alla stjórnmálaflokkana á fund til þess að ráðfæra sig við þá um hvað gera skuli. En þegar þetta er skrifað, befir þeim ekki komið saman um neina | leið út úr ógöngunum. Ástæðan fyrir fjárhagsvand- ræðunum 9 rætur að rekja til þess, að Bretar hafa á seinni árum lánað ýmsum þjóðum og nú síðast þjóðverjum afarmik- ið fé, sem aðrar þjóðir álíta ekki sem bezta tryggingu fyrir. Til Frakklands var og talsvert af gulli flutt úr Englandsbanka. Ennfremur nemur tekjuhalli Macdonalds-stjórnarinnar $600, 000,000. Alt hafði þetta áhrif á gengi sterlings pundsins svo mikil. að fjárhagshætta vofir yfir ríkinu, nema þeim gengis- mun sé afstýrt og hagur lands- ins sé betur trygður. Tillögur Macdonald-stjórnar- innar viðvíkjandi tekjuhallan- um eru þær> að tíu prósent innflutningstollur sé að lögum gerður, að alt varasjóðsfé kom- andi árs sé notað, sem nemur $250,000,000. Eunfremur að tekjuskattur. sem nemur tveim shillings af hverju sterlings pundi sé lögákveðin. En um þessi atriði kemur stjórnmála- flokkunum ekki saman. Con- servatívar eru með fyrstá at- riðinu, en sumir í stjórninni eru því mótfallnir. Liberalar kveða það spilla, en ekki efla traust á landinu, að nota vara- sjóð þess, en ýmsir stjórnar- sinnar telja að á sama standi þó gull sem miðill hverfi úr sögunni. Tekjuskattinum eru conservatívar mótfallnir og margir liberalar einnig. Telja þeir hann verða til þess, að menn leggi ekki fé í viðskifti í landinu, ef þeim skatti sé ekki hagað eftir því sem eigi sér stað hjá öðrum þjóðuui. Þó talað sé nú um samsteypu- stjórn í blöðum á Englandi, er því ekki líklegt, að af slíku geti orðið, þar sem svo mikið ber á milli. En eigi að síður, eru ekki taldar góðar horfur á, að liberalar geti stutt Macdonald-stjórnina eða stefnu hennar í vandamálum þeim sem óumflýjanlega verður nú að leysa úr. Virðist því ekki annað sýnna, en að til kosninga reki, og er þó sagt að enginn stjórn- málaflokkurinn sé því fyigjandi að út í kosningar sé lagt, sem stendur. En við einhverju stór- sögulegu er búist á hverri stundu á Englandi. STJÓRNARSKIFTI Á ENGLANDI Verkamannastjórnin leggur nið ur völd. ‘‘Union” stjórn mynduð. Síðan fréttin hér að ofan af ástandinu á Englandi var skrif- uð s. 1. laugardag, hafa þau tíðin«^| gérst, að MacDonald stjórnin hefir lagt niður völd og ný stjórn verið mynduð, sem skipuð er mönnum úr öllum flokkum. Þegar stjórnarformaður Ram- sey MacDonald sá, að samkomu iag var óhugsanlegt um tillögur hans, að bæta úr tekjuhallan- um á fjárhagsreikningunum. fór liann á fund konungs, og barst sú frétt út nokkru síðar, að stjórnin hefði ákveðið að ieggja niður völd. * j Konungur kallaði þá alla stjórnmálaflokkana á sinn fund og tjáði þeim hvernig komið væri. En vegna þess að hann bjóst við, að hvaða ráðstöfun sem gerð yrði af stjórn þeirri er tæki við völdum til þess að bæta úr fjárkreppu landsins, gæti orðið hnekkir fyrir þann stjórnmálaflokk, virtist honum beinast liggja fyrir, að sam- steypustjórn væri mynduð til þráðabirgða að minsta kosti, og kosning færi þá fram að 6 mán- uðum eða ári liðnu. Þessa bendingu hafa nú allir stjórnmálaflokkarnir tekið til greina og hafa kornið sér saman um að mynda samsteypustjórn. Stanley Baldwin foringi con- servatíva lagði strax til, að Rt. Hon. Ramsay MacDonald væri formaður samsteypustjórnarinn ar og er talið víst að hann verði ráðherra, sem áður. Hverjir hinir ráðherrarnir verða, er enn óljóst um. En Philip Snowden fjármálaráð- herra MacDonald-stjórnarinnar og J. H. Thomas nýlendumála- ráðherra er talið víst að verði í hinni nýju stjórn. Og leiðtogar liberala og conservatíva munu nokkurn veginn sjálfsagðir í henni. Sir Josiah Stamp hefir og mikið verið í ráðum á fund- um þeim er konungur hefir kallað saman til skrafs og ráð- gerða um hvað gera skyldi. Er ekki ólíklegt talið að hann verði einn af ráðherrum nýju stjórn- arinnar. En ef til vill berast nánari fréttir. hvernig stjórnin verður skipuð áður en blaðið fer í pressuna. Yfirleitt virðist þetta spor sem stígið hefir verið mæta góðum undirtektum. Er liberal og con- servatíva flokkunum talið mjög til gildis, að hafa lagt flokks- stefnurnar til síðu í bráðina og beint huga að því einu, að rétta við hag landsins. Eflaust hefðu þeir frá flokkssjónarmiði skoð- að grætt á því, að nú þegar hefði gengið til kosninga. HREINDÝRA HIRÐARAR Þrjár fjölskyldur. 9 manns alls, frá Lapplandi komu til Winnipeg s. 1. laugardag. Eru þær á leið til Kittigazuit, sem er þorp meðfram MacKenzie- ánni óraleið norður af Ed- monton eða á 69 gráðu norður breiddar. Lapplendingarnir hafa verið fengnir af sambands- 'stjórninni til þess að gæta hrein dýra hjarðar stjórnarinnar þar nyrðra. Hreindýrin eru um 3400 talsins og voru keypt af Bandaríkjastjórninni. Verður bráðlega komið með þau *frá Alaska, þaðan sem þau nú eru til Kittigazuit. Lapplendingar nir lifðu hjarðmanna-lífi í heimalandi sínu. EFTIRTEKTAVERÐ SKÝRSLA I skýrslu Wickersham-nefnd- arinnar í Bandaríkjunum, sem skipuð var til þess að rannsaka og gefa allar þær upplýsingar um glæpi í landinu, sem hægt væri að ná í, segir frá því í einni skýrslu sinni, að innfædd- ir menn í Bandaríkjunum fremji miklu fleiri glæpi. en hinir svo- nefndu útlendingar. Þykir þetta tíðindum sæta, því það er al- gerlega gagnstætt því sem al- ment hefir verið haldið. Eitt sem eftirtektavert er fyi'- ir þetta land í skýrslu þessari er það, að eftir að nefndin hefir kynt sér glæpaskýrslur annara landa til samanburðar, telur hún flesta glæpi framda, í hlut- falli við fólksfjölda, í Mexico, ítalíu og Grikklandi. Og næst þeim kemur svo Canada. Er Canada þá eftir alt saman orðið meira glæpa-land, en Bandarík- in! Að vísu er nokkur hugar- léttir í því, að glæpir í Canada eru sjaldnast stórglæpir. En svo prýða þeir heldur ekki söguna. TALA ATVINNULAUSRA f MANITOBA Tala atvinnulausra manna í Manitoba, er sem stendur sam- kæmt skýrslum fylkisstjórnar- innar 40,817. Af þeim eru 20,767 í Winnipeg. En svo eru margir af þessum atvinnulausu mönnum fjöl- skyldu feður. Tala þeirra sem fyrir þyrfti að sjá, ef þeir ekki hlytu atvinnu ,yrði sem næst 105,000 í fylkinu. Af þeim eru í Winnipeg um 50,000. KOSNINGAR f QUEBEC Kosningunum í Quebec fylki lauk þannig að Liberalar hlutu 79 þingsæti, en conservatívar 11. Tashcerau-stjórnin vann því frægan sigur, eftir því sem áhorfðist, því fyrir kosningarn- ar þóttu mikil líkindi til, að leberal-flokkurinn mundi tapa, ef ekki með öllu völdum, þá að minsta kosti mörgum þing- sætum. Hafa menn auðvitað gert sér þá hugmynd út af úr- slitum sambandskosninganna s. 1. sumar, og svo vegna' Beau- harnois-hneykslisins, er lib- eral stjórnin í Quebec var rið- in við. að því leyti, sem það var hún sem seldi Beauharnois félaginu orkulind fylkisins. Og eins og í kosningum kemur oft fram ,var auðvtiað á ýmislegt fleira hneykslanlegt bent í fari hennar. En ekkert af því hafði áhrif á átkvæðagreiðslu kjós- enda. Þeir voru hæðst ánægð- ir með það alt saman. Tashercau-stjórnin bætti við sig 6 nýjum þingmönnum. Voru 5 af þeim úr hinum nýju kjör- dæmum er stjórnin myndaði með breytingu á kjördæma- skiftingunni er hún lét gera. Voru þau sæti henni auðvitað fyrirfram vís. En eitt þing- sætið vann hún af verkamanna- fulltrúa. Enginn verkamanna- fulltrúi né óháður náði kosn- ingu. Flestir þeirra töpuðu meira að segja tryggingarfé sínu. Conservatívar höfðu áður 11 þigmenn og hafa það énn. Camillien Houde, borgarstjóri í Montreal og leiðtogi conser- vatíva-flokksinsi í fylkinu náði ekki kbsningu, enda er hann ekki sagður flokksforingi á við Taschereau. En conservatívar náðu í sæti eins ráðgjafa stjórn arinnar. Hét ráðgjafinn Gordon W. Scott er ósigurinn beið, og var fjármálaráðgjafi. Ensku mælandi menn áttu margir heima í hans kjördæmi, og er talið að það hafi riðið honum að fullu. Að kosningarúrslit þessi hafi nokkur áhrif á sambandsstjón- ina. eins og liberalar halda fram, nær engri átt. Eins og menn muna fór nýlega fram kosning í einu kjördæmi í Quebec til sambadsþingsins og vann conservatívi það sæti, þó áður hefði það ávalt kosið leb- eral-þingmann. Einnig er það ekki annað en pólitízk ofsakæti hjá Quebec- ingum, að hreyfa því, að sigur Tashcereau hafi verið svo mik- ilfenglegur, að hann hljóti að skáka King næst, sem leiðtogi liberalflokksins í Canada. Fyrst og fremst eru Frakkar ávalt Frakkar er til kosninga kpm- ur og eigum vér með því við hina bókstaflegu skoðun þeirra á einni hjörð og einum hirði í pólitízkum skilningi sem trúar- legum. En svo gæti farið að hirðirinn kæmist að því, að slík trú rénaði, er út fyrir Quebec fylki kæmi. Að öðru leyti er sigur Tashcereau ekki í raun og veru neinn. Hann heldur aðeins því sem hann hafði. en braut hvergi gömu! hervirki aðal andstæðingaflokks síns, conservatíva. Liberalar geta auðvitað bent sigri hrósandi eftir þessar kosn- ingar, sem áður, á þetta vígi flokks síns í Quebec. En hvar eru vigi þeirra í landinu utan Quebecfylkis? LÝKUR A.T.C.M. PRÓFI Albert Stephensen. Þessi ungi og éfnilegi píanisti lauk í sumar A.T.Q.M. prófi í píanóspili við Toronto Conserv- atory of Music. Hann er sonur þeirra Mr. og Mrs. Sigurðar Stpehensen að 417 Ferry Road, í St. James. HVAÐANÆFA. Póstflutningur # með lofskip- um hefir verið lagður niður í Austur Canada eða fyrir austan borgina Toronto.Frá Toronto til vestur fylkjanna heldur póst- flutningurinn áfram, en breytt- ur þó, eða ferðum eitthvað fækkað. Þetta er gert af því hve afar kostnaðarsamur þessi flutningur er. • • • Jack Demsey og konan hans sem ef til vill er betur þekt undir leikkonu nafninu Estelle Taylor. eru að sækja um hjóna- skilnað. Kæra þau hvort ann- að um “grimt hugarfar”. • * * Frétt barst nýverið um það frá Rússlandi, að stjórnin væri búin að afnema reglugerðina um það, að skamta matinn ofan í þegna sína. Er vonandi að Rússinn fari þá til að éta meira af sínu eigin hveiti og hafi minna af því til útflutnings en áður. • • • Samkvæmt atvinnu-bjarg- ráðahugmynd sambandsstjórn- arinnar, verður fargjald at- vinnulausra manna sem* úr bæjunum fara í bænda-vinnu úti í sveitir greitt af stjórn- inni. • * » Óvanalegir hitar voru hér s. 1. viku. En á föstudaginn keyrði þó fram úr hófi. Komst hitinn þá upp í 100 stig, sam- kvæmt skýrslu veðurfræðis- skrifstofunnar í Winnipeg. Ein stöku mælar sýndu hitann 105 stig eða jafvel meira, en eftir þeim verður ekki farið, heldur mælir veðurfræðisskrifstofunn- ar. Alls einu sinni hefir hitinn í Winnipeg stigið hærra en þetta og þó ekki nema hálft stig, en það var 23 júní árið 1900. Eru því yfir 30 ár síðan. • • • Blaðið Winnipeg Evening Tri- bune hefir gengist fyrir því. að hér hafa verið sungnir enskir þjóðsöngvar í skemtigörðum bæjarinsi um tíma. Hafa bæði lúðrasveitir og söngflokkar sungið og bæjarfólk haft hina mestu skemtun af því. í dag verður sungið í síðasta sinni f Assiniboine - skemtigarðinum. Verða þar 4 lúðra flokkar sem samtals eru í um 100 manns og kórsöngur sem um 800 manns taka þátt í. Þúsundir manna eða jafnvel tugir þúsunda hafa not- ið þessarar ágætu skemtunar undanfarið. Framhald frétta á 5. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.