Heimskringla - 26.08.1931, Blaðsíða 2

Heimskringla - 26.08.1931, Blaðsíða 2
2. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINLA WINNIPEG 26. ÁGÚST 1931 ÁTTUNDA ÁRSÞING, HINS SAMEINAÐA KIRKJUFÉLAGS I VESTURHEIMI — var sett laugardaginn 27. júní 1931 í kirkju Sambandssafnað- ar í Winnipeg, klukkan hálf þrjú eftir hádegi, af forseta fé- lagsins, séra Ragnari E. Kvaran. Þingsetningin hófst með því, að sálmurinn nr. 638 í sálmabók- inni var sunginn.*Að því loknu las forseti skýrslu sína, er náði yfir tveggja árá tímabil, sökum þess að reglulegt ársþing var ekki haldið síðastliðið ár, vegna heimferðar all-margra starfs- manna félagsins á þúsund ára minningarhátíð alþingis á ís- landi. Samkvæmt skýrslunni hafði starf félagsins gengið mjög æskilega á þessum tveim árum, þrátt fyrir erfiðleika þá, sem viðskiftakreppan og at- vinnuleysi á síðasta ári hefir haft í för með sér fyrir allan félagsskap meðal Vestur -íslend- inga. Að loknum lestri skýrslunnar var kosin þriggja manna kjör- bréfanefnd, og hlutu þessir kosningu í hana: séra Guðm. Árnason, hr. Guðm. O. Einars- son og frú Guðrún Johnson. Kjörbréfanefndin tók þegar til starfa, yfirleit kjörbréf full- trúa frá söfnuðum og lagði fram skrá yfir nöfn þeirra og annara. sem sæti áttu á þing- inu, og voru þeir þessir: Fulltrúar safnaða: Böðvar H. Jakobsson og Guðm. O. Einarsson, frá Ár- borgar söfn., irú Guðrún John- son. frá Árnes söfn., B. B. 01- son og Franklin Olson, frá Gimli sö£n., Eiríkur Scheving og ung- frú Aldís Magnússon, frá Lun- dar söfn., Andrés J. Skagfeld, frá Oak Point söfn., Björn Stephansson, frá Piney söfn., Friðgeir Sigurðsson og ungfrú Ásta Helgason, frá Riverton söfn, dr. Magnús B. Halldórs- son, Friðrik Sveinsson, Halldór Jóhannesson, Hannes Pétursson og Guðm. Eyford frá Winnipeg söfn. Fulltrúar kvenfélaga: Frú N. Halldórsson og frú Jóhanna Nordal frá Árborg, frú Filipía Magnússon frá Gimli, ungfrú Aldís Magnússon frá °ress í Boston og aðra bóka- útgefendur, sem félagið hefir haft viðskifti við Samþykt var áð setja þriggja manna þing- nefnd í þetta mál, og nefndi forseti þessa í hana: Friðrik Sveinsson Aldísi Magnússon Jóhönnu Nordal. Féhirðir las upp yfirlit yfir Swanson frá Winnipeg. Prestar og meðlimir stjórnar- nefndar kirkjufélagsins: Séra Ragnar E. Kvaran- for- seti, séra Benjamín Kristjáns- son, varaforseti, séra Guðm. Árnason, vararitari, dr. Rögn- valdur Pétursson, dr. Sveinn E. Björnsson, Páll S. Pálsson, féhirðir og Björgvin Stefáns- son- bóka-umsjónamaður. Stjórnarnefnd kvenfélaga sambandsins: Frú Hólmfríður Pétursson, frú Þórunn Kvaran, frú H. von Renesse, frú Sigríður Árnason frú Ólína Pálsson og ungfrú Hlaðgerður Kristjánsson. Frú S./ E. Björnsson- forseti sam- bandsins gat ekki mætt sök- um veikinda. Ennfremur lagði kjörb^æfa- nefndin til, að bftirfylgjamdi mönnum og konum væri veitt málfrelsi og atkvæðisréttur á þinginu, þegar viðstödd væru' Frú Oddfríði Johnson, frú Jóhönnu Pétursson, frú F. J. Bergmann, Stefáni Einarssyni ungfrú J. Sæmundsson, frú Jónínu Kristjánsson, frú Gróu Bryjólfsson, ungfrú Guð- rúnu Sigurðsson, frú Hólmfríð! St. Pétursson, ungfrú Björgu Hallsson, frú Rannveigu Sþef- ánsson, ungfrú Sigríður Jakobs- son, ungfrú Þorgerði Þórðar- son, frú Dórótheu Pétursson, Þorvaldi Péturssyni- ungfrú Elíuu Hall, Pétri Thomsen, Sigfúsi Hálldórs frá Höfnum. frú Guðný Paul, frú K. Stefánsson, frú Margrét Byron, frú Pétrínu Pétursson. Tillaga nefndarinnar var sam þykt og skýrsla hennar við- tekin. Forseti nefncji þessa menn í dagskrárnefnd: Séra Benjamín Kristjánsson, dr. S. E. Björns- son og Björn Stephanson. Nefndin tók þegar til starfa og lagði til að þessi mál yrðu tekin fyrir til umræðu og með- ferðar á þinginu: 1. Skýrslur embættismanna 2. Fjármál 3. Bókasölumál 4. Útbreiðslumál 5. Kosrting embættismanna 6. Önnur mál, sem upp kunna að koma. Umsjónarmaður bókakaupa, Lundar, frú Sigríður Árnason Björgvin Stefánsson, gaf munn frá Oak Point, frú Guðrún lega skýrslu um starf sitt og Borgfjörð og frú Sigríður viðskifti félagsins við Beacon Kristjánsson stýrði þessum fundi. Fundi var slitið kl. hálf ell- efu. Þennan dag hélt samband Kvenfélaganna ársfund sinn kl. 4. síðdegis. Sunnudaginn þann 28, voru | engir fundir haldnir. Winnipeg | söfnuður gekst fyrir skemtiför, i sem farin var síðari hluta dags;, hag félagsins. Sýndi skýrslan, var fyrst haldið út til landbún- , að sjóðir félagsins námu 632 dollurum. Sýrslunni var vísað til væntanlegrar fjármálanefnd ar. í. fjármálarnefndina nefndi forseti þessa fulltrúa: Guðmund O. Einarsson Frú Guðrún Johnson Franklin Olson Eirík Scheving Andrés J. Skagfeld Guðm. Eyford Björn Stephanson Friðgeir Sigurðsson Þá nefndi forseti þessa fimm menn í útbreiðslumálanefnd. Dr. Rögnvó Pétursson, P. S. Pálsson, dr. S. E. Björnsson, Halldór Jóhannesson og Frank- lin Olson. Var þá fundi frestað til kl. 8 og 15 mín. að kvöldi. Um kvöldið flutti forsetinn- séra Ragnar E. Kavran fyrir- ’estur fyrir fjölda áheyrenda, er hann nefndi: ‘'Gagnrýni á kirkju vorri.’’ Kvað hann til- efni fyrirlestursins það, að einn safnaðarmanna sinni, hr. Böðr- ar Jakobsson, hefði fært í tal við sig ýms atriði viðvíkjandi guðsþjónustum í söfnuðum vorum, sem hann fyndi ástæðu til að vera ekki alls kostar á- nægður með. Kvaðst forseti hafa hvatt hann til þess að setja skoðanir sínar fram í bréfi til þingsins, sem hann hefði góð fúslega gert, og væru þessar athugasemdir uppistaðan í fyr- irlestrinum. Las hann bréfið og tók síðan hvert atriði þess til rækilegrar íhugunar. Var hinn besti rómur gerður bæði að bréfinu og fyrirlestrinum og var bæði bréfritaranum og fyr- irlesaranum greitt þakklætis- atkvæði. Fyrirlesturinn hefir verið birtur á prenti í Heims- kringlu og vísast til hans þar Ijlftir fyrirlesturinn urðu nokkrar umræður og tóku þátt í þeim séra Benjamín Kristjáns- son, dr. Rögnv. Pétursson, séra Guðm. Árnason og hr. Guðm Eyford. Vara forseti, séra Benjamín Sigurdsson, Thorvaldson GO. LTD. GENERAL MERCHANTS ÚTSÖLUMENN FYRIR IMPERIAL OIL LIMITED ROYALITE COAL OIL, PREMIER GASOLINE TRACTOR AND LUBRICATING ’ OILS H u g s i ð yður ! Vfir 50 vindling- ar úr 20 centa pakka af Turret Fine Cut. I 15c Og 20c pökkum Einnig í J punds baukum. H i n ekta reik- mildu, ilmrku og sérstöku bragð- gæði munu sann- færa y ð u r um það, að þegar þér búið til yðar eigin cíga r e 11 u r úr Turret Fine Cut, þá haidast í hénd u r hressing o g hagnaður; og Chantecler cíga- rettu pappír fyl- gir ókeypis. Það borgar sig að búa til sínar eigin úr TURRET FINE C UT aðarsólans og staðið þar við nokkra stund og síðan út í bæjargarðinn (City Park) þar sem kvenfélag Winnipeg safn- aðar hafði til búinn miðdags-, verð. Tóku margir þátt í | skemtiför þessari auk fulltrú-1 anna. Um kvöldið var guðs-! ~ þjónusta í kirkjunni; séra ' Guðm. Árnason prédikaði. Mánudaginn þann 29. var fundur settyr kl. 2.30 Fund- arbók síðasta fundar var lesin og samþykt. Nefndin í bókasölumálinu lagði fram skýrslu sína. Aðal- tillögur hennar voru á þá leið, að bókasölu skuli haldið áfram til hagræðis fyrir söfnuði, sem þurfa að útvega sér bækur til sunnudagaskólakenslu eða ann- ara þarfa. Nefndarálitið var samþykt. Forseti gat þess, að hr. Böðv- ar Jakobsson æskti eftir að fá að segja nokkur orð viðvíkj- andi umræðunum, sem orðið hefðu út af bréfi hans og fyr- irlestrinum og bauð honum að taka til máls. Tók Böðvar Jakobsson þá til máls og gerði frekari grein fyrir sumum atrið- uín bréfsins og veik að umræð- unum um þau. Spunnust út af þessu nokkrar umræður aftur, og tóku þátt í þeim: Guðm. Eyford, frú Sigríður Sveinsson, sr. Guðm. Árnason. A. J. Skag- feld, og dr. M. B. Halldórsson. Þá var skýrsla fjármálanefnd arinnar lögð fram. Var í henni gerð áætlun yfir tilög safnaðanna til félagsins, ■ og væntnalegri stjórnamefnd þess heimilað að nota alt að $800 til útbreiðslumála, eftir því sem þætti við þurfa. Skýrslan var samþykt. Þá var skýrsla útbreiðslu- málanefndar tekin til meðferð- ar. Tillögur nefndarinnar hnigu í þá átt, að stjórnarnefnd fél- agsins reyni af fremsta megni á þessu ári að halda við starf- semi innan þeirra safnaða og annara félaga, sem heyra því til, og að hún leiti fyrir sér með möguleika á því að útvega hæfa og áhugasama menn til prestsþjónustu í félaginu á kom andi árum, eftir því sem þörf krefur. Sama tillaga unwfjár- framlög, sem komu frá fjármála nefnd kom einnig frá þessari nefnd. Nefndarskýrslan var sam bykt. Séra Guðm. Árnason bar fram tilboð ffá söfnuðinum á Lundar og Oak Point um að næsta kirkjuþing 1932 . yrði haldið a Lundar. Dr. Rögnvald- ur Pétursson lagði til að þing- ið tæki þessu boði með þökk- um og var það stutt og sam- iykt í einu hljóði. Var þá fundi frestað til kl. 8 og 15 að kvöldi. Khikkan hálf níu að kvöldinu var fundur aftur settur. Flutti þá séra Benjamín Kristjánsson mjög fróðlegann og ítarlegann fyrirlestur um hreyfingu þá í bókmentuni, heimspeki og trú- málum. sem nefnd er húman- ismi. Rakti hann sögu human- ismans aftan úr fornöld. Hans verður vart í forn-grískri heim speki. Þar næst gerði hann grein fyrir hreyfingunni í endur- fæðingu fornbókmentanna á miðöldunum, og að síðustu skýrði hann frá henni eins og hún kemur í ljós nú á dög- um. einkum í Bandaríkjunum. bæði sem menningarstefna í rit um ýmsra merkra fræðimanna þar og sem trú málastefna í nokkrum hluta únítarakirkj- unnar þar. Mun fyrirlest- ur þessi vera hin fyrsta veru- ARBORG IMione 1 RIVERTON Phone 1 HNAUSA Phone 51, Ring 14 MANITOBA, CANADA. greinargerð fyrir stefnu ' þar sjaldan grasvöxtur. Þangað þessari í heild sinni, sem gerðjhafa engisprettur ekki komist. hefir verið á íslenzku. Og birt-1 Þar hafa sumir fengið hey- ist hann væntanlega á prenti áður en langt um líður. Á undanfyrirlestrinum skemtti þau séra Ragnar E. Kvaran og frú Th. Thorvaldsson frá Riverton með söng og ung- frú Gyða Johnson lék á f-iðlu. Að fyrirlestrinum loknum var fundarbók síðasta fundar lesin og samþykt. Þar næst fór fram kosning embættismanna. Dr. Rögnv. Pétursson lagði til, að embætt- ismenn væru allir endurkosn- ir, með þeirri breytingu, að sr. Guðm. Árnason taki við ritara- störfum en sr. Philip Pétursson taki sæti í nefndinni í stað sr. Friðriks Friðrikssonar. Tillagan var studd af dr. M. B. Halldórs- syni. Þar sem engin andmæli komu fram gegn tillögu þess- ari, bar forseti hana upp og var hún samþykt í einu hljóði. Yfirskoðunarmenn reikninga félagsins voru einnig endurkosn ir, þeir B. B. Olson og Guðm. O. Einarsson. Sr. Guðm. Árnason lagði til og sr. Benjamín Kristjánsson studdi, að forseta sé falið að senda vinarkveðju þingsins til prestanna sr. Friðriks Friðriks- sonar og sr. Alberts E. Kristjáns sonar, sem nú þjóna söfnuð- um í Blaine og Seattle í Wash- ington ríkinu í Banadríkjun- um. Tillagan var samþykt í einu hljóði. Þingið tjáði kvenfélagi Sam bandssafnaðarins í Winnipeg þakklæti sitt fyrir rausn í mót- töku gesta er þingið sóttu. Var þinginu síðan slitið um klukkan ellefu að kvöldi þess 29. Guðm. Árnason ritari. FRÉTTABRÉF FRÁ VOGAR Vogar Man. 12. ág! 1931. Vortíðin hefir mátt kallast góð og það sem af er sumrinu, en ekki hefir hún verið hag- stæð. Vorið var þurt og kalt til maíloka. Júní var hlýrri, en ekki rigndi svo teljandi væri allan þann mánuð. Það leit því mjög illa út með allan gróð- ur því varla mátti kalla mega haga fyrir gripi í byrjun júlí- mánaðar. Um mánaðarmótin rígndi nokkuð, og síðan hafa komið skúrir öðru hverju, og hefir mátt kallast hagstæð tíð fyrir gróður; engjalönd eru því orðin víða sláandi nú og ekki vonlaust að þau batni hér eftir, því grasvöxtur byrjaði svo ó- vanalega seint. Þó munu marg- ir verða illa staddir með engj- ar, því misjafnt hefir sprottið. Auk þess hafa víða orðið stór- skemdir á engjum af engi- sprettu. Mest brögð eru að þeim ófögnuði kringum Oak View pósthús. Þar eru sum engjalönd alveg eyðilögð, en öíl meira og minna skemd. Á öðr- um stöðum er ekki hiikið um skemdir ennþá- en þvínær all- staðar í bygðinni verður vart við engisprettur meira og minna og má því við búast að þær. valdi skemdum áður en lýk- ur. Útlitið er því ekki gott með heyskap. Nokkrum hefir leyfi hjá stjórninni því í eyjum þessum er ómælt land. Hjálp- ar það nokkrum með heyskap, en snúningasamt er að flytja þangað hesta og áhöld til hey- vinnu. Nokkrir hinna griparík- ustu bænda við Oak View, hafa gert félag með sér og hafa leigt engjalönd fyrir norð- an Manitobavatn í óbygðum, og hafa sent þangað menn til heyskapar. Þar eru heylönd góð sem enginn notar. Hafa þeir í hyggju að reka þangað nokkur hundruð geldgripa í haust, og hafa þar menn til að hirða þá í vetur. Hús mun ekki þurfa fyrir fullorðna gripi, því nóg er skjól í skógunum. Að vísu er þetta kostnaðarsamt, því vegalengdin er yfir 100 míl- ur, þá leið sem fær er að sumr- inu, en þetta var eina úrræðið sem þessir menn höfðu til að halda gripastofni sínum, því þeim mun verða fullörðugt að afla heyja handa kúm og kálf- um hér í heimahögum. Almenn heilbrigði hefir veríð hér í bygð síðan eg skrifaði síðast. Engin dauðsföll, og lít- ið um slysfarir. Þó má geta þess að maður handleggsbrotnaði og meiddist nokkuð við sögunarmillu Ásmundar bónda Freemans í Siglunesi. Var það sérstök heppni að hann beið ekki bana, því vélin náði haldi á fötum hans. og reif þau ger- samlega af honum, svo hann var nakinn eftir. en það eitt varð honum til lífs að fötin voru slitin og haldlítil. Maður- inn heitir Eggert Fjeldsted. frá Lundar. Hann var samstundis fluttur á bifreið til Eriksdale, og er nú á góðum batavegi. Fátt er hér um framkvæmdir í ár, því allir óttast viðskifta- ■krepþu og harðæri. og fara því hjá að leggja í kostnað, enda þótt þessi bygð hafi ekki ennþá orðið eins hart leikinn eins og margar aðrar. Þá má geta þess að Ásmundur bóndi Freeeman á Siglunesi hefir haft sögunar- millu og fiskikassa-verksmiðju starfandi síðan snemma í vor, og vinnur *við það í allt sum- ar. Auk þess hefir hann all- stórt gripabú, sem hann starf- rækir samhliða. Á vetrum rek- ur hann fiskiveiðar í stórum stíl, svo aldrei verður hlé á at- höfnum hans og annríki. Ás- mundur er orðlagður dugnaðar og framkvæmdamaður, og að sama skapi vinsæll og vel lát- inn. Garðrækt. hefir hepnast hér furðu vel í sumar, og akrar eru vonum betri, því víða var seint sáð, enda er lítið um akuryrkju í þessari bygð. Félagslíf er hér fremur dauft. Samkomur eru að sönnu nokk- uð tíðar meðal unga fólksins, en lítið er þar um aðra skemtun en dans. — Þá má geta þess að hér er knattleikafélag (Base- ball). sem hefir haft æfingar í hverri viku í sumar. Félög þessi eru nú í hverri bygð að kalla má í þrem sveitum hér austan Manitobavatns, og standa í sambandi hvert við annað, á þann hátt að þau reyna með sér á ákveðnum dögum, og keppa um verðlaun. það hjálpað að eyjar margar eru hér í vatninu, og bregstEkki mun útséð um það enn-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.