Heimskringla - 26.08.1931, Blaðsíða 4

Heimskringla - 26.08.1931, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSK.RINLA WINNIPEG 26. ÁGÚST 1931 — ^Tmmskringla StofnuB 1886) Bfmur út á hverjum miOvikttdegi. Elgendur: THE VIKINO PRESS. LTD. 153 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talximi: 86537 VerS blaðsins er $3.00 Argangurinn borglat fyrirfram. Ailar borganir sendlst THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður. TH. PETURSSON Vtanáskrift til blaOsim: Manager THB VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave.. Winnipeg. Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til rilstfórans: EDITOR HEIMSKRINGLA SS3 Sargent Ave., Winnipeg. ■'Helmskringla" is published by and printed by The Viking Press Ltd. 658-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 WINNIPEG 26. ÁGÚST 1931___ MESTA AUGLÝSINGA LAND HEIMSINS Eftirfarandi grein birtist nýverið í rit- inu Artist and Advertiser og er skrifuð af bandarískum manni Ray Long að nafni. “Soviet stjórnin á Rússlandi auglýsir meira en nokkur önnur stjórn eða stofn- un hefir nokkru sinni gert. Hún auglýsir hugsjónir sínar, þjóðfélagslegar, póli- tízkar og hagsmunalegar viðskiftavinum sínum. Og viðskiftavinirnir eru íbúar Rússlands, 160 mlijónir talsins. Stjórnin auglýsir hugsjónir sínar hverja einustu mínútu úr hverjum einasta degi. Hún gerir það með götuauglýsingum frétta- blöðum, tímaritum, radíóum. hreyfimynd um og jafnvel á almennum samkomum. Út um alt Rússland verða götuauglýs- ingar fyrir augum manna. Og það eru ekki auglýsingar af eldavélum, eða sápu, sem gerir hörundið mjúkt og bjart. Það er komunisminn, sem verið er að aug- lýsa. Bóndanum er sagt, hvers góðs hann megi vænta af því stjórnskipu- lagi. Hann er jafnframt af og til mint- ur á, að “ef hann ekki vinni. skuli hann ekki mat fá.’’ Og það er meint bókstaf- lega. Og það er ein ástæðan fyrir því, býst eg við, að atvinnuleysi er ekkert á Rússlandi. Þar meira að segja skortir vinnuafl. Mestur hluti vinnulaunanna er borg- aður með viðurværismiðum(ration cards) En verkamaðurinn getur þó fengið í pen- ingum 75 til 300 rúplur út á þá á mán- uði hverjum og fer það eftir stærð fjöl- skyldunnar. Kunna allir annara þjóða menn afarilla þessum borgunrskilmál- um, sem eg talaði við. ' / Á veggjum viðskiftahúsa eru stórar auglýsigar. Ekkert af þeim eru iðnað- arvöru auglýsingar. Þær eru festar upp af ýmsum þjóðfélagsstofnunum,. svo sem verkamanna- bænda- eða hermannafé- lögum. Og það sem auglýst er, er hverju “fimm ára áætlunin” lofar. Öll fréttablöð og tímarit á stjórnin á Rússlandi. Auðvitað á stjórnin þar rétt að segja hvert einasta fyrirtæki. En eftir lit með blaðaauglýsingum er strangara en með öllum öðrum auglýsingum. En svo er víðvarpið. Mér kom það þannig fyrir sjónir, sem þar væri um áhrifamesta auglýsinga-miðil stjórnarinn- ar að ræða. Á öðru og þriðja hverju götu homi eru hljómberar (loud speak- ers) í borgunum Moskva og Leningrad. Það stendur því á sama hvar þú ert staddur, eða hvert þú ferð, þú heyrir víðvarpið allan sólarhringinn út klingja í eyrum þér. Og efnið sem um er rætt í því, er kommúnisminn, alt sem með hon um mælir, eða skýringar á því, sem mið- ur hefir farið, eða sögur af fimm ára áætluninni o. s. frv. Þetta hljómar þér í eyra þegar þú kemur á fætur um morgna og það skilur ekki við þig fyr en þú er sofnaður á kvöldin. Á móti stjórninni má ekkert segja. Ef andstæðingur hennar færi t. d. að andmæla eða finna að starfi hennar í víðvarpi, yrði hann tafarlaust skotinn. Eg hugsaði til stjórnarandstæðinganna í þinginu okkar (Bandaríkjunum). Rússneska stjórnin er óbilgjörn. En hún er ákveðin og veit hvað hún vill. Og eg fría henni ekki vits. Eg var hvorki hlyntur eða mótfallinn stjórnskipulaginu á Rússlandi, er eg kom þangað. Og eg er það ekki ennþá. En eg fór þaðan sannfærður um það, að það ætli að hepn- ast þar og eigi þar framtíð í vændum. En eg er viss um að það blessast ekki í Bandaríkjunum. Og eg væri stórefins um að það hepnaðist á Englandi. Sannleik- urinn er sá, að eg efast um að það þrif- ist riokkur staðar, nema ef vera skyldi í Kína og á Indlandi. Það er ekkert vafa- mál f mínum augum, að “fimm ára á- ætlunin’’ hefir ekki nándar nærri því hepnast í öllum greinum. En það þarf þó engin að láta villa sér sýn. Það sem var að, var að of miklu var lofað. Heima í Rússlandi, er við það kannast, að aðeins 67 þrósent hafi komist í verk af því, sem gera átti á s. 1. ári. Útflutta varan hrökk ekki fyrir meiru en þessu* af kostnaðinum. Og skoðun mín er sú, að Rússar geri vel, ef þeir framkvæma 50 proósent af því sem þeir ætluðu að gera, eða ljúki við “fimm ára áætlunina’’ á tíu árum. Geri þeir það. tel eg þá hafa gefið heiminum gott eftirdæmi í hvern- ig ráða eigi fram úr fjárhagsvandræðum þjóða, því Rússland er eins illa statt í því efni og n®kkurt land getur verið. En hvað sem efndum á._ fimm ára á- ætluninni líður, er það skoðun mín, að kommunista skipulaginu sé borgið á Rússlandi. Þjóðin er orðin vön því nú og mundi finna meiri agnúa á hverju öðru þjóðskipulagi sem tekið væri upp, en því, sem hún á nú við að búa. Og mér virðist við loka augum alt of mikið fyrir því, sem nýtilegt er í kommúnis- manum. Eg er ekki viss um nema að sumt í honum snerti meira sjö ára dreng- inn minn en það sem eg er að kenna honum. Við viðurkennum þjóðeign á vissum sviðum. Rússar viðurkenna hana á öllum sviðum. Hver veit nema börnin okkar skoði hana heppilegri í víðtæk- ara skilningi en við gerum? í hinum vestlægu löndum væri eg ekkert hissa á þó þetta atriði kommún- ismans yrði nálgast í framtíðinni. En annað í honum eins og hann er nú á Rússlandi, á eg ekki von á að hér blómg- ist’’. HIÐ HEILNÆMA VATN. Ræða flutt í kirkju Sambandssafnaðar á Lundar við fyrstu guðsþjónnstu eftir flytning og viðgerð á kirkjunni af séra G. Árnasyni. Ræðan er prentuð eftir tilmælum nokkurra áheyrenda. Þetta vatn rennur út á austurhérað- ið og þaðan ofan á sléttlendið, og þegar það fellur í Dauðahafið, í salt vatnið, verður vatnið í því heilnæmt—Esek. 47:8. Það rit biblíunnar, sem þessi orð eru tekin úr, spádómabók Esekiels, var rituð í útlegð. Höfundur þess var hertekinn maður, sem ásamt tíu þúsund öðrum herteknum mönnum hafði verið fluttur frá Gyðingalandi austur til Babýlon árið 597 f. k. Þar starfaði hann í tuttugu og sjö ár meðal þess hluta þjóðar sinn- ar, sem í útlegð var. Það sem einkum einkennir spádóma hans er djörf og mikilfengleg hugsjón um nýtt musteri, er í framtíðinni átti að byggjast í Jerú- salem. Líkingarnar. sem hann notar, þeg- ar hann er að lýsa þessu musteri fram- tíðarinnar, eru þrungnar af óbilandi trú á framtíð þjóðarinnar. og þótt hann tali ekki sjaldnar með orðum prestsins, sem elskar margbreytta og hrífandi helgisiði, en með orðum spámannsins, sem að sjálf- sögðu metur meira hreinleik og göfgi hins innra lífs en ytri viðhöfn, er hann samt fyrst og fremst spámaður — hann hefir trú spámannsins og bjartsýni. Til þess að skilja til fulls líkinguna um hið heilnæma vatn, sem átti að renna undan vegg musterisins, verðum vér að gera oss nokkra grein fyrir landslagi á þeim stöðvum, er hann var að tala um. Landið er hrjóstugt fjallaland, sundur- grafið af þröngum döium og giljum, sem í þurkatíð eru vatnslaus. ^3kamt í burtu til austurs og suðurs tekur við eyðimörk, sem liggur meðfram Dauðahafinu endi- löngu. Vatnið í Dauðahafinu er svo salt. að ekkert líf getur þrifist í því . Það var yfir þetta land, sem hið lífgefandi, heil- næma vatn átti að flæða. Og svo ferskt og hreint átti það að vera, að jafnvel vatn ið í sjálfu Dauðahafinu átti að verða ’heilnæmt, >er það rynni í það. Vér. tölum iðuiega um andlega strauma. vér líkjum mörgum hreyfingum mann- lífsins við streymandi vatn. Eins og allur gróður hlýtur að visna og jörðin að verða að eyðimörk, þar sem vatn skortir til lengdar, svo visnar hið and- lega líf nema að heilnæmir straumar nái að leika um það og færa því næringu. Líkingin er orðin svo algeng að .vér notum hana margoft án þess að gera oss grein fyrir því, sem í henni felst. Þessi kirkja, sem vér erum saman komin í nú og erum að taka til notkunar á nýjum stað, var einmitt bygð vegna þess, að nokkrum mönnum og konum í þessari bygð fanst þörf á þvf að nýjum andlegum straumi væri veitt hér inn. . Það er satt, að sá hópur var ekki stór, en slíkt er ekki neitt nýtt, því þeir eru ávalt í minni hluta, hvar og hvenær sem er, sem vilja veita nýjum straumum inn í andlegt líf sitt og annara. Meðal vor Vestur-ísiendinga hefir hinn frjálslyndi flokkur á trúmálasviðinu verið fámenn- ur, svo fámennur, að sumir, sem þó hafa verið honum hlyntir, hafa efast um, að það væri ómaksins vert að halda hon- um við. En eg hygg að þegar saga vor Vestur-íslendiijfga verður skráð, verði sá kafli hennar, sem segir frá hinni frjálslyndu trúarhreyfingu, talinn einn með merkilegustu köflunum í henni. Það er mjög auðvelt að láta sér sjást yfir aðal atriðin í sögu hverrar hreyfingar og festa augu við það, sem er aðeins aukaatriði, og svo hefir farið fyrir mörg- um þeim sem hafa viljað dæma um þessa hreyfingu. Þeir hafa ekki þótst geta séð í henni neitt annað en flokk, sem hafi skift þjóðarbrotinu og orðið valdandi töluverðrar sundrungar. Auð- vitað er þetta misskilningur, því að aðal- atriðið er ekki það að nýr flokkur, sem hlaut að standa á öndverðum meið við þann, sem fyrir var, myndaðist, heldur hitt, að nýr straumur rann inn í líf þjóð- arbrots vors, straumur, er þeir. sem að honum stóðu, voru sannfærðir um, að ætti erindi til vor. Þeir trúðu því, að það þyrfti að veita nýju, heilnæmu vatni inn í það dauða vatn. sem hér var fyrir. Hver sanngjarn og óvilhallur maður, sem kynnir sér sögu þjóðflokks vors hér í landi mun líta þannig á hina frjáls- lyndu trúarhreyfingu. Hún verður þegar tímar líða skoðuð með stærstu afrekum þjóðar vorrar í Vesturheimi. Bráðum eru liðin fjörutíu ár síðan þessi hreyfing hófst meðal Vestur-íslend- inga. Og náttúrlega hófst hún þar sem að þeir voru fjölmennastir, í Winnipeg. Að vísu gerði svipuð hreyfing vart við sig á öðrum, stað, í íslenzku bygðinni í Norður-Dakota, en það var í Winnipeg sem hinn fyrsti íslenzki únítarasöfnuður var stofnaður af Birni Péturssyni árið 1890. Minningu þess manns ber að halda á lofti meira en gert hefir verið, ekki sízt sökum þess áræðis, sem hann sýndi í því að stofna frjálslyndan söfnuð meðal íslendinga í Winnipeg á þeim árum. Það hefði engum komið til hugar nema þeim, sem var sannfærður um, að tími væri kominn til þess að veita nýjum andlegum straumi inn i trúmál’þjóðarinnar; og til þess að hefjast handa á því verki, þurfti áreiðanlega mikla trú á málefnið. Og ennþá undraverðara finst mér þetta á- ræði og traust hans hafa verið, þegar þess er gætt, að hann var þá orðinn ald- raður maður og hafði ekki, að eg held, neinn sérstakan undirbúning fyrir það starf ,sem hann var að taka sér fyrir hendur. Það mun hafa verið fáu góðu spáð um þessa safnaðarstofnum. Fólk, sem var nákunnugt öllum félagsmálum íslendinga á þeim árum, hefir sagt mér, að sumir vinir hans hafi litið á hana eins og hálf- gert óráðs-fálm gamals manns, er mundi taka skjótan enda. irú spá hefir ekki ræzt, og þeir eru víst fáir nú, seiri gera sér nokkra vön um að hún muni nokk- um tíma rætast. Eg ætla ekki að segja sögu hreyfingar- innar að þessu sinni, heldur aðeins að benda yður á byrjunina, til þess að þér sjálf getið borið hana saman við það, sem síðan hefir skeð. Hreyfingin hefir breiðst út um flestar bygðir íslendinga hér í álfu og áhrif hennar hafa náð heim til íslands. Samt hefir hinn sýnilegi á- rangur hennar hvergi nærri verið eins mikill og sá ósýnilegi. Jafnvel þeir sem hafa barist mest á móti henni, hafa ekki getað varist áhrifum hennar. Trúarskoð- anir lang-stærsta hlutans af íslendingum bæði hér og heima á íslandi eru ekki sambærilegar við þær skoðanir, sem voru ríkjandi fyrir fjömtíu árum. Breyt- ingin er auðsæ, þegar flest af þv,í sem nú er ritað um trúmál er borð saiman við það, sem þá var ritað. Eg skal aðeins nefna eitt dæmi. Hvaða bergmál hald- ið þér að það fyndi í hugum íselndinga nú, ef einhverjum dytti í hug að fara að ræða um útskúfunarkenninguna? Það má óhætt fullyrða, að hér um bil öllum stæði alveg á sama um alt. sem um hana væri sagt, þeir mundu ekki hafa þolin- mæði til að hlusta á nokkurt skraf um hana. Eg tel vafa- san\t, að það væri unt að finna íslenzkan, lútherskan prest, sem vildi taka að sér, að halda henni fram. En það eru enn ekki liðin fjörutíu ár síðan að menn töluðu um hana í mestu alvöru, og að maður, sem ekki vildi halda henni fram, var ekki álitinn hæfur fyrir kennimann- legt embætti í íslenzkum söfn- uðum. Ekki kemur mér til hugar að halda því fram, að,öll sú breyting, sem orðið hefir á trú- arskoðunum íslendinga þessa- síðustu þrjá til fjóra áratugi, sé eingöngu þessari hreyfingu að þakka. Önnur áhrif hafa líka verið að verki. sem miklu hafa orkað, straumar hafa runnið að úr öðrum áttum fyrst til Islands og svo hingað vestur til vor. En eg held því fram, að hin frjálslynda trúar- hreyfing hér vestan hafs hafi verið áhrifameiri heldur en jafn- vel vér, fylgjendur hennar, ger- um oss grein fyrir, og verði ís- lenzk kirkja hér enn - við lýði eftir önnur fjörutíu árin. þá verða áhrifin miklu auðsærri en þau eru nú. Hér í bygðarlaginu hefir starf semi vor í þessum málum átt- sér stað um einn aldarfjórð- ung eða vel það. Á ýmsan hátt hefir hún verið miklum erfið- leikum bundin, ekki sízt nú hin síðustu árin, sökum fólks- fækkunar í þessu nágrenni. En ef meta skyldi alt það verk, sem í hana hefir verið lagt, alla þá fyrirhöfn, sem sá fá- menni hópur, sem að henni hef- ir staðið, hefir lagt á sig, þá yrði naumast annað sagt með sanngirni en aó hann hafi haft trú á málefni sínu og hafi unn- ið að framgangi þess af fremsta megni. Að vísu hafa ekki all- ir verið jafn áhugasamir í þess- um félagsskap fremur en í öðrum, en það hafa ávalt verið í honum bæði menn og konur, sem hafa unnið með miklum áhuga og lagt fram krafta sína heila og óskifta -og þeim mönn um og konum á hann fyrst og fremst tilveru sína að þakka. Það er óþarft að ræða meira um starf þessa sérstaka safn- aðar, því yður er það flestum kunnugra en mér. Allir, sem nokkurn skilning hafa á sögu þjóðflokks vors hér í landi, vita að trúmálin hafa á alveg sérstakan hátt runnið saman við andlegt líf vort í víðtækasta skilningi. Næstum að segja hver einasti maður, sem getur kallast and- legur leiðtogi vor á meðal í þessi nærfelt sextíu ár, sem íslendingar hafa búið hér, hef- ir tekið meira eða minna á- kveðna afstöðu í þeim. Þetta er eðlilegt. þegar þess er gætt, að kirkjumálin hafa verið svo að segja einu málin, sem vér höfum haft út af fyrir oss sem þjóðflokkur. 1 öðrum málum, t. d. stjórnmálum höfum vér manna. Hver maður hefir rétt til að trúa því, sem á bezt við hans skap eða fullnægir bezt hans andlegu þörfum. Einmitt í því er falið trúfrelsið, sem svo oft hefir þurft að berjast fyrir og sem oft héfir ekki náðst fyr en eftir langvarandi hörmung- ar andlegrar þrælkunar og of- sókna. En enginn sem vill vera hreinskilinn, getur hjá því komist að segja álit sitt hik- laust um hvaða stefnur sem er, þegar hann er að reyna að gera sjálfum sér og öðrum ljóst hvað sé söguleg sannindi; og eng- inn á heldur heimtingu á að hann geri það ekki. Eg held að það vægasta, sem sagt verð- ur um trúarlíf og reyndar alt andlegt líf vort fyrir svo sem fjörutíu ánim sé það, að það hafi verið fremur ófrjótt. Á- herzlan var áreiðanilega ÖII lögð á það, að halda að mönn- um gömlum kenningum. Þröng- ur rétt-trúnaður var drotnandi, og á efasemdir á hinum arf- teknu kenningum var litið með því barnalega skilningsleysi, að þær værú fjandskapur gegn há- helgum sannindum, sem vér af einstakri náð hefðum orðið hluttakandi í. Þar sem að slíkur hugsunarháttur ríkir, er ekki langt frá því að einskonar “dauðahaf’ líggi yfflr s&lum mannanna. Því oftar sem eg renni augum til baka yfir trú- arbragðafræðslu þá, sem eg fékk á uppvaxtarárum mínum. því meira undrast eg yfir þeim hugsunarhætti, sem af alefli reyndi að berja inn í hvert barnshöfuð sæg af úreltum guð fræðiskenningum — kenning- um, sem vitanlega höfðu ekki meira gildi fyrir lífið, sem fyrir höndum var, heldur en trúar- hugmyndir forn Egypta eða Assyríumanna, sem enginn maður hirðir -neitt um, nema sem rannsóknarefni í sögulegan fróðleik. Hvar og hvenær sem menn leggja viðjar trúarbragðakenn- inganna á sálir sínar. hvar og hvenær sem menn halda að þeir geti ekki dýrkað guð sinn án þess að binda sig við eitt- hvað, sem þeim hefir verið kent, verður andlega lífið eins og vatn, sem enginn straumur rennur í, það staðnar og verð- ur að “dauðahafi”, sem smám saman deyðir lífið í sér og um- hverfis sig. Það er mjög háska legur misskilningur, að trú og trúarbragðakenningar séu eitt og hið sama. Trúin kemur að innan úr sál mannsis, hún er traust á uppfyllingu þeirra hluta, sem maðurinn í hjarta sínu þráir, og hún gefur hon- um viljastyrk til þess að keppa eftir þeim, trúin verður ekki lærð. hún er máttur en ekki fræði. Rétt-trúnaðurinn aftur á móti er ritaður í bækur og játningar hann er safn af kenn- ingum, sem verða lærðar, en eru samt sem áður dauður bókstafur, han ner hið salta vatn, sem ekki getur orðið heil- næmt nema að straumar frjálsr ar hugsunar renni í það. Og þessi hreyfing vor hefir verið einn slíkur straumur. þótt smár sé. Hann nær ekki starfað með öðru fólki, sem | enn manni í ökla, en það þarf vér höfum sjaldnast átt sam- leið með í trúmálunum. Þess vegna gat heldur ekkí hjá því 1 ekki mikinn spámann til þess að sjá, að hann dýpkar og breikkar. Hann á ekki að mæl- ast eftir neinni höfðatölu, held- ur eftir þeim áhrifum, sem hann hefir á andlegt lff þjóð- ar vorrar. Enginn réttsýnn maður neitar því, að þau séu farið, að nýr trúmálastraumur, sem nokkuð kvað að. gegn- sýrði svo að segja alt andlegt líf vort. Hvenær, sem saga þess skerfs, sem vér höfum lagt til íslenzkra bókmenta nú þegar all-mikil orðin og eigi verður rituð með nokkrum skiln eftir að verða meiri. ingi. verður ómögulegt að j Þegar við erum nú að taka ganga fram hjá þeirri stað- til nokunar þetta hús, sem var reynd, að hin frjálslynda trú- bygt vegna þess, að það var málarstefna hefir haft ekki þörf á nýjum andlegum straumi lítil áhrif á skáldskap vorn og hér meðal vor, þá látum oss aðra ritmensku, alveg fyrir j hafa það hugfast, að á oss hvíl- utan það, sem um trúmálin ir sú ábyrgð að bregðast ekki hefir verið ritað. trausti þeirra, sem hafa fengið Eg hefi alls enga löngun til, oss það í hendur. Eg óttast þess að leggja ómildan uom á það ekki. en vér getum aldrei lífsskoðanir eða trú annara brýnt nógu rækilega fjrrir sjálf-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.