Heimskringla - 26.08.1931, Blaðsíða 5
5. BLAÐSÍÐA
WINNIPEG 26. ÁGÚST 1931
HEIMSKRINLA
um oss, að þetta hús verður
upp frá þessu einskonar vottur
um ást vora á málefni voru
og trú vora á framgangi þess
hér á þessum stað. Vér erum
smár húpur, en með skynsam-
legri samvinnu getuin vér af-
kastað öllu því, sem vér höfum
tekið oss fyrir hendur. Munum
aðeins það að héðan á að renna
heilnæmur straumur lifandi
trúar á að lífið, þrátt*fyrir ó-
fullkomleik sinn, sé gott, að
manneðlið standi til bóta og
að í tilverunni sé ráðandi guð-
legur máttur, sem oss beri af
fremsta megni að komast í
samræmi við. Þessu þurfum
vér að trúa umfram alt. Oss
kemur það næsta lítið við
hvaða skoðanir aðrir hafa á
málefni voru og félagsskap;
það er vor eigin sanrifæring,
sem öllu máli skiftir.
EG ÁTTI EINUSINNI—
Eg átti einusinni
í æsku heita þrá:
Með holskeflunum háu
í hæðsta klettin ná.
1 fyrstu eins og aldan
Sem ærslast fram við sand
Mér fanst eg hafa fundið
Og fagurt numið land.
Að feta ávalt áfram
Með yl og kærleiksljós,
Það á að vera ætlun
Og íslendingsins hrós.
Sem holskeflurnar háu
Eir hröklast klettum af,
Eg staðnæmdist á steinum
Við stóra lífsins haf.
í>ú Guð sem öllu ert æðri>
Og átt í hverri sál
Þau ítök sem að efla
Og aldrei finna tál.
Er lífið eins og alda
Sem ærslast fram við sand
í fangi forlaganna
Og finnur aldrei land?
* * *
Eg átti einusinni
1 æsku heita þrá.
En nú — við svalann sandinn
Eg sit, að vona og spá.
Bergþór Emil Johnson.
ÓSELT HVEITI f CANADA
í (lok júlímánaðar voru
133,381,633 mælar óseldir af
hveiti í Canada. í Banadríkj-
unum eða á leið þangað voru
auk þess 6>798,12 mælar ó-
seldir. Alls mega því heita ó-
seldir 140,179,945 mælar.
Um sama leiti síðast liðið ár
eða 31 júlí 1930, voru 111,049,-
912 mælar óseldir í Canada.
Auk þess voru 16,065.202 mælar
af canadísku hveiti óseldir í
Bandaríkjunum. Alls voru því
óseldir þá 127,115,114 mælar.
Við þennan óselda forða af
hveiti s. 1. ár, bættist svo þess
árs uppskera, er nam 397,872.-
000 mæla. Verði nú í ár minni
uppskera en árið 1930, verður
ekki allur munur á óseldu hveiti
í ár, og því sem óselt var síð-
ast liðið ár. Og verði uppskera
yfrleitt í heiminum einnig
minni í ár en árið 1930, eins
og á orði er haft, getur svo
farið, að minna verði hér af
óseldu hveiti á næst komandi
ári> en nú er eða verið hefir
síðustu árin.
VERKFALL og SKEMDIR
í Montreal gerðu 175 menn
verkfall fyrir tveim vikum, sem
unnu hjá Montreal Light, Heat
& Power félaginu. Ástæðan fyr-
ir verkfallinu var sú >að félagið
viðurkendi ekki verkamanna-
samtök (union) þessara manna.
Hafa síðan verið gerðar tals-
verðar skemdir á eignum félags-
ins. Síðast liðinn miðvikudag
voru gerðar svo miklar skemdir
á orkuleiðslu féiagsins að við
sjálft lá, að þyrti raforku til
að halda áfram verkum. Þegar
að var gáð, höfðu tvær megin
vírsúlurnar (towers) verið
sprengdar í ioft upp og leiðslu-
vírar allir auðvitað slitnir niður.
Eru skemdarverk þessu lfk unn
in á hverjum degi.
-r.'i / >' ■
SIÐUSTU FRÉTTIR
FRÁ ENGLANDI
Ráðuneyti samsteypustjóm-
arinnar á Engiandi er skipað
þessum mönnum;
Rt. Hon. Ramsay MacDonald
forsætisráðgjafi.
Rt. Hon. Stanley Baldwin,
stjórnarráðsforseti.
Rt. Hon. Philip Snowden(V.)
fjármálaráðgjafi
Sir Herbert Samuel (L.)
innanlandsritari.
Lord Sankey (V.) Kanslari.
Lord Reading (L) ritari utan
ríkismála.
Sir Samuel Hoare (C) ritari
Indlandsmála.
Rt. Hon. J. H. Thomas (V)
nýlenduritari.
Rt. Hon. Neville Chamberlain
(C) heilbrigðismálaráðgjafi.
Sir Philip Cunliffe-Lister (C)
forseti verzlunarráðsins
Sir Donald MacLean (L) for
seti mentamálaráðsins
Sir Henry Betterton (C)
verkamálaráðgjafi
Lord Londonderry (C). first
commissioner of Wbrks
Lord Lothian (L) kanslari af
Duchy of Lancaster.
Lord Amuiree (V) ritari loft-
siglingamála
Sir Austin Chamberlain (C)
flotamálaráðgjafi.
Sir Arhcibald Sinclair (C)
ritari fyrir Skotland
Hermála og akuryrkjumála-
ráðgjafi eru en óskipaðir.
(C = Conservative, V =
verkamannafulltrúi. L=liberal.)
HVAÐANÆFA
Borgarstjórastaðan í Winni-
peg fer að draga dila á eftir
sér. F'yrir nokkru fékk borgar-
stjóri Webb bréf frá stúlku á
Skotlandi ,sem bað hann um
að útvega sér eiginmann. Og
nú nýlega hafa tvær stúlkur í
Montreal farið að dæmi þesarar
skozku stúlku. Biðja þær borg-
arstjórann einnig í guðanína
bænum að útvega sér eigin-
menn, vegna þess að þær hafi
aldrei átt kost á að ná sér í
)ú sjálfar, en séu að verða
dauðþreyttar á einlífinu. Önn-
ur stúlkan er þrítug, en hin
37 ára. Það virðist ekki óráð-
legt fyrir ógifta menn, sem
hugur leikur á að komast í
hjónaband, að reyna að eiga
vingott við Webb borgarstjóra.
* * *
. Bracken stjórnin hefir ákveð
ið að lækka /kaup þeirra sem
eru í þjónustu fylkisstjórnar-
innar um 2 til 12%. Er von-
andi að hærri talan eigi við
karup hinna hálaunuðu. en
lægri talan við kaup hinna.
BJÖRGVIN!
Forskrift.
Sofðu unga ástin mín,
úti regnið grætur.
•—Mamma geymir gullin þín,
gamla leggi og völuskrín.
—Við skulum syngja og vaka
um glaðar nætur.
* * *
Frjálsmannleg en föl á kinn
fram til hafs hún starði.
—Vissi litla ljúfinn sinn,
leikinn heyja vanbúinn;
föðurlandi fjær og móðurgarði.
Móðurin, hafði vakað við
vonir sínar löngum.
—Sjálfur heyrði ’ann söngvanið,
sína drauma í tóna klið.
—Það segir fátt af einum oft í
göngum:
Langsótt verður landnám
manns
langi ’ann til að fljúga.
Út úr kvíum kotungans,
komast til síns draumalands,
þránni dýpstu lyfta úr landsins
múga.
• 4 ■ ú. k •
Hann fór yfir höfin blá —
honum fylgdi vonin.
—Árin liðu. Líf og þrá
lagði hann við hverja spá.
—-Það tók að rísa risna kringum
soninn.
—Barst til eyrna bænarkvak,
brast í lúðri þungum;
Drottinvoldugt tónatak
Trúast hjartans ástablak.
—Við áttum lög sem lékum öll
og sungum.
Mikilláta móðirin
mundum spennir höfin.
Þráir að reyna soninn sinn.
—Sjá hve stór varð drengurinn,
sem listin hafði verið vöggugjöf-
in.
Eftir glæsta útlegð hann
opnar faðminn hljó'ður.
—Alt það sem hann unni, — og
vann.
átti að skreyta knérunn þann.
—Söngvarnir góðu gullið sinn- j
ar móður.
T. T. Kalman.
Flutt í skilnaðarsamsæ ti B.
G., 17. ág. ’í Winnipeg.
Bretsk háskólaráðstefna.
Prinsinn af Wales um gildi
háskólamentunar.
—
f byrjun þessa mánaðar var
haldin ráðstefna háskólanna í
Bretaveldi og var það í fjórða J
skiftið, sem slík ráðstefna var j
haidin. Um 240 fulltrúar sóttu
ráðstefnu þessa og komu þeir
frá 70 háskólum, flestir frá há-
skólum utan Englands. FTins-
inn af Wales var forseti ráð- j
stefnunnar og ávarpaði hana í
upphafi með ræðu og flutti
henni boðskap konungs. Hann
benti á það, að fyrir hundr-
að árum hefðu aðeins verið átt
háskólar í bretska ríkinu, en
1912, þegar fyrsta háskólaþing-
ið kom saman, hafi þeir verið
orðnir 53 og 1931 séu fulltrúar
komnir frá 70 háskólum. Með
vaxti þjóðarinnar, viðskiftanna
óþjðarauðsins. sagði ríkisþörf-
inginn, hefur vaxið þörfin á
æðri mentun, svo að næstum
)ví hver stórborg er háskóla- j
borg. En skyldur háskólanna I
og ábyrgð þeirra hefir einnig
vaxið að sama skapi. Nú á dög- j
um er þörfin á mönnnum meiri j
en nokkru sinn ifyr. Ár frá ári
verður þörfin meiri á því að
hinir bestu menn með háskóla-
mentun gangi í þjónustu vers-
lunar og iðnaðar, sem er líf-
taug bretska ríkisins. Háskól
arniord bera að miklu leyti á-
byrgðina á fræðslu þessara
manna og á mótun skapferðar
þeirra. Reynslan sýnir það æ
bætur að efnaleg velferð mann
kynsins er komin undir því, að
nýtísku vísindum sé á vaxandi
htát beitt í þjónustu nýtsíku at- j
vinnulífs og er þetta, að áliti I
prinsins af Wales, nú eitt af
helstu viðfangsefnum háskól-
anna og beindi hann athygli ráð
stefnunnar að því fyrst og
fremst. Prinsinn sagðist sann-
færast um æ betur, eftir því,
sem hann ferðaðist meira um
heiminn, að einmitt á sviði
verslunar og iðnaðar væri þörf-
in ríkust á gáfuðum og ment-
uðum mönnum- sem hefðu not-
ið þeirrar bestu mentunar, sem
völ væri á og sú mentun feng-
ist í háskólunum og ættu þeir
því m. a. að vera sniðnir með
þarfir þeirra fyrir augum. Jafn-
framt benti hann á það, að
samvinna háskólanna væri
mjög nauðsynleg til þess að
koma þessu fram og mintist á
ýmislegt það, sem £ert væri til
þess að auka slíka samvinnu í
bretska ríkinu og til þess að
auka mátt háskólanna sem
fræðslustofnana og rannsókn-
arstofnana.
Þessi ræða enska ríkiserf-
ingjans vakti víða athygli. En
hann er ekki einn um þessa
skoðun. Á hana er nú lögð rík
áhersla meðal hugsandi manna
víða um lönd, því að mönnum
skilst það, að vöxtur háskól-
anna hefir ákaflega mikið gildi
fyrir þjóðfélagið og að fram-
kvmædalíf þess nýtur á marg-
an hátt góðs af vísindalegum
rannsóknum og fræðslu þeirra
háskóla. sem gott skipulag er
á. En eitt af mestu nauðsynja-
málum nútímans, sagði prins-
inn af Wales í ræðu sinni, er
skipulögð þekking og hagfeld
dreifing hennar og útbreiðsla.
HVÍTUR NEGRAKONUNGUR
Enskur leiðangur, sem hélt
inn í Afríku frá Gullströndinni
og átti að gera landmælingar,
hitti fýrir sér negraþorp, sem
hvítir menn höfðu ekki komið
til áður. Meðal negranna var
hvítur maður, stórvaxin ineð
sítt hár og skegg. Það kom
fljótlega í ljós, að þetta var
Þjóðverji, Wilhelm Knopp frá
Wilhelmshaven.
Árið 1904 hafði skipið “Emil-
ie”, sem Knopp var stýrimaður
á> strandað við Gullströndina
í Afríku. Hann var sá eini, er
bjargaðist í land af allri skips-
höfninni 17. marz.
Þegar að landi kom fann
Knopp unga negrastúlku, sem
var dóttir konungsins fyrir
Burukynstofninum. Stúlkan
hafði verið að leita skelja í
fjörunni. Hún fylgdi honum til
ættstofns síns, og varð hún
síðar kona hans. hvað varð og
til þess að hann tók við konung
dómi eftir tengdaföður sinn lát-
inn. Erisku leiðangursmennirnir
buðu houm ’að fylgjast með, svo
hann gæti komist heim til föð-
urlandsins, en Knopp kaus held-
ur að dvelja áfram meðal negr-
anna.
í Kína urðu hræðilega miklir
mannskaðar af flóðum s. 1.
viku. Hljóp vöxtur svo mikill í
Yangtse-ána, er um einn frjó-
samasta og þétt bygðasta hluta
landsins rennur. að vatnið varð
10 til 20 feta djúpt á afarstóru
svæði beggja megin árinnar.
Mannskaðar urðu svo miklir af
þessu, að haldíð er, að hátt á
aðra miljón hafi drukknað. Og
eignatjónið verður ekki metið.
Rigningar í sumar eru sagðar
NÚ!—Hjá EAT0NS
SKRAUTLEG OG MIKILFENGLEG ÚTSALA Á
PARlSAR HÁLSBINDUM
Úr þykku silki taui—
Ágætlega gerð handsaumuð, efnismikil og
smekklega sniðin af hinum frægu klæðagerðarhús-
um sem Paul Olmer og Hamberger. Litasamböndin
eru einkar smekkleg, og hallast fremur í íhalds átt,
sem tízkan mælir fyrir nú, með smágerðum bekkjum
og tiglum. Alullarfóðruð. Verð,
$1.50 and $2.00
I karlmanna klæðadeildinni á aðalgólfi við Portage
SVO ERU NÝJAR ÚTGÁFUR AF
HAUST HÖTTUM
Flókinn er unninn með nýrri aðferð sem gefur
honum einskonar “Heiðarlit’’, og breytir áferðinni,
Benda má á hina svonefndu “Snap-
welt” barðalögun (Snap borð, þannig
búin að þau halda lagi) bragðleg eins
og kóróna. Og loks eru börðin brydd
með mjógum borða, — sem er nýtt frá-
brygði, er fer mæta vel. (Sýndir á
mynd til vinstri). Verð $5.00.
Karlmannahatta deildin á aðalgólfi við Hargrave
<*T. EATON CSmted
$500 1 PENiNGUM OG 92 VERÐLAUN
Drengir og stúlkur hérna er ykkar síðasta tækifæri til að vinna eitt>
af hinum meiri Drewry
verðlaunum. Reiðhjól, Úr
Tjöld, borðsilfurs kistla
auk hundraða annara
verðlauna sem um er að
velja.
September keppnin verður hin síðasta.
Skrifið til Drewrys
fyrir samkeppninni, ó-
og umsóknar blöðum.
strax eftir reglugjörð
keypis verðlaunaskrá
Biðið ekki of lengi.
LfTIÐ Á HÉRNA ERU NÖFN VERÐLAUNA VINNENDA f JÚLÍ
GREATER WINNIPEG: Firsts:
William Naskar, Margaret Kerr, See-
onds: W^lly Walinos, Verna Turner.
Thirds: Jack Maddock, Rose Martin.
Additional Prizes: Norman Breman,
Lindasy Bradley, Herbert Church, Steve
Chesin, Bill Durwin, Bert Fabhri, Cyríl
Gihson, Algot Hanson, Ivan Hammond,
Edward Hotiwtt, Blll Halitz, Joe Krops,
Max Levitt, George Mann, Paul Podoi-
yski, Gordon Saunders, Eddie Smiti\,
Leon James Wright, N. Walczak, John
Zambruk, Shirley Bacon, Madeline
Casey, Christine Dewar, Catherine Sims,
Evelyn Stoner, Helen Tarratlno, Gladys
Vine, Jean Waler, Barbara Woodman.
REST OF MANITOBA: Firsts: Har-
old J. Simpson, West Selkirk; Emily
Druitt, Teulon. Seconds: Cuthbert Sin-
clair, Lockport; Stella Nedokis, Trans-
cona. Thirds: Archie Buchanan, St.
Lazare; Helen Wong, Elm Creek. Ad-
ditional prizes: J. AV. Bugyik, Anok;
Robert J. Caverly, Bowsman; William
Cook, Ninette; Stanley Cumming, Por-
tage la Prairie; Herman Fiedler, Bran-
don; Peter Jaskow, Brandon; Leslie
Reichert, Libau; Meyer Shear, Bran-
don; Jack Tattersall, Brandon; Arth-
ur Thompson, Brandon; Alfred C.
Zieske, Greenwald; Gwen Graham, Mid-
dlechurch; Norma Paquette, West Sel-
kirk; Florenec Roberts, Brandon;
Madge Wijldey, Brandon; May King,
Eriksdale; Annie Ketcheson Winni-
pegosis.
GLEYMIÐ EKKI! SKRIFIÐ DREWRYS LIMITED
f WINNIPEG EFTIR ÖLLUM UPPLÝSINGUM OG UMSÓKNAR BLÖÐUM