Heimskringla - 09.09.1931, Síða 3

Heimskringla - 09.09.1931, Síða 3
WINNIPEG 26. ÁGÚST 1931 HEIMSKRINLA 3. BLAÐSÍÐA varð hann að f jölga konum sín- um eftir því sem hann varð rík- ari og meira metinn. Börn hans voru flest gift innlendu fólki. Smám saman varð ættleggur þessa gamla, enska sjómanns stór eins og ættir patríarkanna í biblíunni, sem nutu mikils heiðurs í sínu ættlandi. Frh. Frúin ( hefir skoðað allar þær skyrtur. sem til eru í verslnuni): Hafið þér áreið- anlega ekik fleiri skyrtur? — Ekki nema þá sem eg er í. MERKUR RÚNASTEINN Það hafa verið talsvert skift- ar skoðanir um það meðal forn- fræðinga, hvort rúnir og flúr á steinum og helluristur hafi verið málaðar, til þess að vera fegurri og gleggri. Er það auðvitað erfitt að sanna að litur hafi verið borinn í rún- irnar, því að litirnir hafa getað máðst af á skemmri tíma en þúsund árum. Af 2000 rúna- steinum, sem fundist hafa í Svíþjóð, hefir aðeins sést votta fyrir málningu á tveimur eða þremur. Gat það bent til þess, Jöklajörð. Eftirfarandi kvæði hefir borist frá Einari skáldi Benedikts- syni, sem um þessar mundir er staddur í Tunis. Nú þjóta rafboð yfir Eiríks bygðir, og ótal skíði iofts um strönd og fjörð. Því munu flugi fylgja djúpar hygðir. Vort Frón skal bera deilur undir gjörð. Þess skylda er að máttkast og að muna. Við minna hlut skal réttur vor ei una. Um frelsi íslands heldur veröld vörð. Lát horfa augu heims til ystu ríkja, er hliði norðurskauts á gátt er svift. Gegn sið og lögum orðhefð á að víkja. Sjá- aldamyrkvinn hefir grímu lyft. Hjá djúpsins auðlegð Bretinn yppir brúnum, og blakta erlend þjóðavé að húnum. Frá hæðaveggjum starir stjörnuskrift. »• í lögum Eiríks lifði íslenzk tunga. Með landans máli bar hann hjör og skál. Að réttu nam hann óðal sitt hið unga, við íslenzk rök og voldug merkjabál, Þótt meginhauður mannheims yrðu lokuð, * ög menning jarðar væri smáð og okuð . ei deyr sú frægð, að fluttust Atlamál. að einstaka sinnum hefði rún- irnar verið málaðar, en það hefði ekki verið regla, heldur hitt að hafa þær ómálaðar. En nýlega hefir fundist rúnasteinn í Tumbokirkju skamt frá Eskil stuna og hefir verið málað með cinnober-rauðum lit í rúnastaf- ina og útflúrið, o gheldur litur I inn sér enn. Er fundur þessi j því hinn merkilegasti. í Tumbo-kirkju voru tveir gamlir rúnasteinar og mynd- uðu þeir þrep upp í sakristíuna. Lagergren, presturinn í þessari ^ sókn, tók sig nýlega fram um j það að bjarga þessujn steinum' frá eyðileggingu af sliti, en | þegar farið var að rífa upp gólfið í kringum þá, rákust menn á tvo aðra rúnasteina, annan úr heiðinni tíð, en hinn frá fyrstu dögum kristninnar. Á þann stein er klappaður kross og rúnaleturslína myndar um- gerð um hana, en seinasta orð- ið er þó klappað inflan við um- gerðina, milli hennar og neðri hluta krossins. Steinn þessi hafði verið notaður sem horn- stenn í kirkju þarna, fyrir mörg- um öldum og kalkið, sem grunn steinarnir voru límdir saman með, hefir varnað því að loftið eyðilegði málninguna. Áletrunin á steininum er einn- ig merkileg. Hún er á þessa leið: AUSTIN. REISTI. STIN. AT ÞORSTIN. FAÞUR SIN. GUÞ, HJALB. ANT. ÞÓRSTIN. Þ. e. Eysteinn reisti stein að Þorstein föður. Guð hjálpi önd Þorsteins). urðum við að gera, svo að kofinn hryndi ekki. Og svo var að safna matvælum og matreiða Já, það var nóg að gera áður en sjálft dagsverkið byrjaði — að ná lifandi myndum af villu- dýrunum í skóginum. —Lesb. Mbl. SÖGUR UM NORTHCLIFFE Hamnen Swaffer hefir sagt “World’s Press News” ýmsar smásögur um enska blaðakong- inn Northcliffe. Einhverju sinni segist Swaff- er hafa sagt við hann: — Þér vitið auðvitað alt við- víkjandi blaðamensku, sem þörf er á að vita,. en eg vil fá að ráða því hvað skrifað er í “Daily Mail’’ um hljómlist. — Hvað eigið þér við? spurði Northcliffe. —Eg veit meira um hljómlist heldur en þér. En það var nú gallinn á Northcliffe að hann þóttist hafa meira vit á öllum sköpuðum hlutum heldur en nokkur mað- ur annar. — Eg skal segja yður eitt, svaraði hann. Áður en eg gerð- ist blaðamaður, var eg tón- skáld. í vikunni sem leið bauð eg einum af frændum mínum á samkomustað og hljóms- sveitin þar lék tvo valsa, sem eg samdi fyrir 30 árum. Er það ekki viðurkenning? Og fjrrir nokkrum árum keypti þýskt firma stóran kassa af grmmófónsplötum og ætlaði að selja þær allar sem “valsa eftir Northcliffe”. Eg varð að kaupa allar plöturnar og ó- nýta þær! Honum þótti mjög vænt um það er önnur blöð réðust á blað hans “Daily Mail’’. — Ef þau hætta að ráðast á blaðið, sagði hann, þá er það sönnun þess, að þau eru hætt að lesa það. Og ef svo fer, að eg sé ekki neinar árásir í öðr- um blöðum á “Deily Mail’’, þá kaupi eg annað blað aðeins til þess að ráðast á það, og það skulu vera árásir í lagi! Einhverju sir^ni grobbaði hann af því, að “Daily Mail” væri það blaðið, sem mest væri hatað í heiminum. — Og ef svo fer, að menn hætta að hata það, þá skifti eg algerlega um starfsmenn blaðs- ins. — Hvers vegna tók hún ekki séra Jóni, þegar hann bað henn- ar ? — Hún heyrir illa, og hélt að hann væri að biðja hana um sámskot til nýja kirkjuorg- elsins og þess vegna sagði hún, að hún hefði annað við peninga sína að gera. Annað og nýtt Þessi yndisleg'i te-seðill, saminn af Madame R. Lacroix aðstoðarforstöðukonu við Provincial hústjórnarskólann, hinn kunnasta matreiðslu skóla í Montreal, getur komið sér vel næst þegar þér takið á móti egstum. Geymið hann til vara. Reynið Madame Lacroix’ forskrift Vor Sóley fagra, svipstór yfir höfum, bar sögum vitni, fram að Rómastól. En öld vor bjúghljóð, grúfir yfir gröfum, í guðadýrð, af tveggja dægra sól. Lát birta sannleik, bergsins höggnu stafi; og berist flekklaust merki vort í trafl. Hjá oss á norrænn andi höfuðból. Á löngum rökkvum lifði þjóðarandi, við lága arins glóð, en seiga trú. Mun saga nokkur slík af lýð og landi. Vér lögðum yfir djúpin stefjabrú. Vor göfga tunga tengdi rammar sifjar. Eitt tákn, eitt orð vorn málstofn endurrifjar. Á fróni orktu allir, fyr og nú. ,r „ » , Vor öldnu lög og sogu þjoðir þekkja; hve þungt var undir fót, með hlekki sjálfs. Hvort skal sig norrænn andi endurblekkja við orðaprang um snævalöndin frjáls. Vor meginauðgi hafs og hauðra geymur sér hallar þungt að ísaströndum tveimur. . ’ 1 eining þeirra er afl og réttur máls. Vort kyn, vor örlög knýja Frón til dáða. í kynnum Nýheims urðu djúp vor spor. Og sjálfstætt íslands ríki skal hér ráða. Lát rísa yfir Hvarfi frelsis vor. Vér eigum kost sem öllum heimi sæmir. af alþjóð metast rök og sjálf hún dæmir. Á rústum Garða sæki hlut sinn hvor. Að austan flugu neistar norræns anda> þá námust Garðars fögru ríkislönd. En vestlæg eyþjóð lét sér blóði blanda. Svo bygðist Islands sagnafræga strönd. Og móti kveldátt skín í himinshæðum vort hnattar undur. Frerinn mikli í slæðum. Þar skyldi aldrei lyftast löglaus hönd. Þá beinöld hrárra bráða mætti stálum var búðarherrans einkaveldi sett. Og villisjót nam yndi af eiturskálum. Við okurborðin spik og skinn varð létt. Til drýgra fanga væntust hirðir Hafnar. Af hæstu völdum urðu reiddir stafnar. Á nokkur saga til svo blakkan blett. Á suðurgöngum bundust mál á munni, eitt minjastef bar nöfn um strönd og fjörð. Sá gestur mætur var er kvæðin kunni þau kváðust jafnt á gnoð og yfir hjörð. Svo brunnu stjörnur yfir himnahafi. Og heilög Róm lét geyma minnisstafi, er þingskáld Helgi sannhét Jöklajörð. —Lesb. Mbl. Einar Benediktsson. Sigurdsson, Thorvaldson ffD. GENERAL MERCHANTS ÚTSÖLUMENN FYRIR IMPERIAL OIL LIMITED ROYALITE COAL OIL, PREMIER GASOLINE TRACTOR AND LUBRICATING OILS ARBORG RIVERTON HNAUSA Phone 1 Phone 1 Phone 51, * Ring 14 MANITOBA, CANADA. —Lesb. Mbl. ÚTI ( FRUMSKÓGI. Kunnur þýskur vísindamaður dr. Schoedsack fór í hittifyrra til Súmatra til þess að ná lif- andi myndum af dýralífinu í frumskógunum þar. Kona hans var í fylgd með honum og hún segir svo frá: — f heilt ár bjuggum við í kofa úti í frumskóginum. Sá kofi stóð ekki á grunni, held- ur á þriggja metra háum stólp- um. Það var gert til þess að tígrisdýrin skyldi ekki ráðast á okkur meðan við sváfum. En við fengum þar aðra óboðna gesti. Þegar við vorum ekki heima flykktist ótölulegur grúi af öpum að kofanum. Þeir brutu og ónýttu alt, sem hönd á festi, og átu hvern matarbita sem til var. Fyrst í stað sárn- aði mér svo, að eg grét oft þegar aðkoman heima var þann ig. En þetta komst smám sam- an í vana og eg hætti að kippa mér upp við það þótt kofinn væri fullur af öpum þegar við komum heim. Þessi kvikindi flýðu þá með mesta írafári, ópum og óhljóðum eftir trjá- toppunum. En það voru ekki aðeins þessi litlu kvikindi sem gerðu okk- ur lífið lett í bústað okkar.. Steypiregn hitabeltSins rauf þak ið á kofanum okkar (það var úr palmablöðum) og vatnsflóð var um alt gólfið. En mafreiðslan var ekki erf- ið né margbrotin. Aðalfæðu okkar tókum við af trjánum. Við fundum þar 29 tegundir af bjúgaldinum og 30 tegundir af allskonar ætilegum berjum. Auk þess voru þarna óteljandi ávext- ir aðrir. Við höfðum með okk- ur egg og niðursoðin matvæli og þurftum því ekki að kvarta um einhæft mataræði. Við fórum altaf á fætur kl. 4 á morgnana. Lengur gátum við ekki sofið, því að þá hófu allir fuglar og villudýr skógar- ins upp morgunsönginn með svo miklum djöflagangi að ekki var viðlit að sofa lengur. Við þurft um að fara snemma að athuga. Við urðum að verja okkur fyr- ir bitflugunum, sem sýkja menn af malaria þar sem hitinn er 50—60 stig. Fuglar og dýr hjuggu og nöguðu stoðirnar undir kofa okkar, og við þær TE-SEÐILL fyrir HEITUM OST-KÖKUM Aldina Cocktail Heitar Ost-kökur Salad Marguerite Ymiskonar te-kökur Pineapple ísrjómi Chase & Sanborn’s te eða kaffi 1% bolli af mjöli 4 teskeiðar Magic Baking Powder 2 matskeiðar af smjöri | bolla af mjólk !í bolli af röspuðum osti 1 teskeið af salti Madame Lacroix segir: “Hvað mig snertir þá nota eg ávalt Magic Yeast og ráðlegg öðrum hið sama, sökum þess það er algerlega á- byggilegt. Gerkrafturinn er ávalt sannur og jafn. Bökunin heppnast æfinlega þegar það er notað. Sigtið saman mjölið baking powder og saltið. Blandið mjölipu smjörinu og ost- inum saman með hnífum, þynnið út með mjólkinni. Fletjið út degið með hraða unz það er hólfs þumlungs þykt. Skerið með kringlóttym kokuskerara. Leggið ostmola ofan á hverja köku hálfs þumlungs þykkan og bakið við 400 stiga F. hita í 12 til 15 mínútur. Kaupið vörur búnár til í Canada. SLAVE FALLS POWER PLANT ER NÚ TEKIN TIL STARFA MnTin CITY OF WINNIPEG 11U 11V HYDRO ELECTRIC ORKU Á heimilum yðar og verzlunarstöðum i “Hydro viðskiftamenn eru Hydro styr^tarmenn” HEIMSÆKIÐ HYDR0 SÝN1NGARST0FURNAR 55 PRINCESS STREET OG Athugið hin undursömu raftækja kjörkaup Sem nú eru á boðstólum til minningar um að Slave Falls orkuverið er tekið til starfa.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.